Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 3
156. blað TÍMIM, föstudagiim 29. ágnst 1947 3 MIMINGARORÐ: Steingrímur Hjálmarsson Hömrnm. Dökkur skuggi líður yfir skamman desemberdag. Sterkur þróttmikill meiður er fallinn á blómaskeiði lífsins. Á öldum ljósvakans berst andlátsfregn gamals vinar og æskufélaga. Steingrímur Hjálmarsson var fæddur á Breið í Tungusveit 8. nóv. 1901. Sonur hjónanna Hjálmars Péturssonar og Rósu Björnsdóttur. Steingrímur missti ungur föður sinn, hlaut uppeldi á góðu sveitaheimili, en fjarri móðurfaðmi. Steingrímur var kjark- og þrekmaður mikill, sem hann átti kyn til. Hann var einhleyp- ur alla ævi og lætur ekki eftir sig börn. Hann kaus að dvelja mestan hluta ævinnar í faðmi héraðs- ins, sem hafði fóstrað hann og alið. Að sjálfsögðu átti hann þess kost að fylgja straumnum og yfirgefa sveitina fyrir fullt og allt, en hann var sonur sveit- arinnar að eðli og uppruna. Þar átti hann allt sitt: bros og tár barnsins, vonir og vonbrigði æskunnar, sorg og gleði hins fulltíða .m^ins. Þar átti hann flest sporin bæði þau sem lágu fram og til hliðar. Þar var það, sem draum- arnir gátu rætzt, og þar voru líka kannski hrundar borgir. Þar sleit hann barnsskónum i brattri, blómgróinni fjalllshlíð við lækjarnið og lóukvak. Þar sem kvíaærnar dreifðu sér um laut og bala „en sæll i sólskins- brekku smalinn horfir á.“ Innra með Steingrími mun hafa legið falinn þungur straumur, sem sjállfrátt eða ósjállfrátt knúði til að lifa í samræmi við hina gróandi náttúru. Steingrímur hefði eflaust orðið góður og dugandi bóndi, og um skeið hafði hann skepnur, sem svaraði talsverðu búi, þótt hann hefði ekki beinlínis jörð til um- ráða. Hann var ágætur hesta- maður og skepnuhirðir svo góð- ur að bar. Kom þar fram hið innra eðli mannsins, næmleik- inn fyrir lífi og grósku á þeim vettvangi, er hið skapandi eðli mannsins getur notið sín til fulls. Þar sem hver getur kveðið ljóðið til lífsins og skráð það á sinn hátt. Og nú ertu horfinn, fluttur yfir móðuna miklu á strönd hins ævarandi morgunroða, þar sem vonirnar eiga að rætast, en skuggarnir að þoka fyrir geisl- um hins eilífa kærleika. Guðm. L. Friðfinnsson. landi. Þeir vissu líka að opin- berar skýrslur hermdu, að nær því þriðja hvert barn, sem fæddist á íslandi, var óskilgetið. Það virtist aðeins benda ótví- rætt til þess, að ungu stúlkurn- ar hér norður á heimshjara kysu heldur að eiga mök við landa sína, en að giftast amerískum hermönnum. En þarna voru lika fleiri gest- ir en Amerikumenn. Það voru einnig 700 norskir hermenn á islandi á stríðsárunum, og svo einkennilega brá við, að þeir voru svo að segja allir giftir is- lenzkum stúlkum. Aðalorsökin til kulda íslend- inga í garð Ameríkumanna er sú, að þegar Vesturveldin settu fyrst her á land á íslandi, þ. e. a. s. þegar Bretar hernámu landið 1940, þá komu þeir óboðnir. Og þótt gerður væri frj áls samningur milli íslands og Bandaríkj anna síðar um | að Bandaríkjamenn tækju við herstöðvum á íslandi, litu ís- lendingar alltaf svo á, að land- ið væri hernumið. Það var ekki aöeins maðurinn, sem við mættum á götunni, sem sýndi okkur kuldalegt við- mót. Allir íslendingar, allt frá forsetanum til hins fátækasta bónda gerðu það, og allir eru stoltir af hinni aldagömlu ein- angrunarmenningu sinnl og sjálfstæði. Þótt Bandaríkin fari eindregið fram á það að fá fastar her- stöðvar á íslandi, þá neitar ís- lenzka stjórnin því jafneindreg- ið. En þðtt þeir neiti öllum um herstöðvar, hvort sem það eru Rússar, Bretar eða Bandaríkja- menn, kveðast þeir vera fúsir til að veita einu veldi herstöðvar, sem sé bandalagi sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir sterka þjóðerniskennd koma þejr upp um það, að þeir eru mjög al- þjóðlega sinnaðir og gera sér ljóst, að land þeirra getur orðið ófriðarvettvángur, ef til nýrrar styrjaldar dregur. Þótt ekki ættu sér stað vopna- skipti á íslandi, var það þó mjög mikilsverð herstöð, sem veitti kaupskipaflota Bandamanna mikilsverða vernd. ísland neitaði að segja Þýzka- landi stríð á hendur síðasta dag styrjaldarinnar. íslenzka stjórn- in áleit það aðeins þarflausan skrípaleik. Amerískir hermenn eru af skiljanlegum ástæðum ekki sér- lega hrifnir af þessari eyju. Og þar sem kynnin við íbúana voru svo litil, var það venja her- mannanna að safna frídögum sínum saman og fara svo í nokkurra daga leyfi til Parísar einu sinni á misseri eða svo. En jafnvel þegar þeir voru að skemmta sér í hinni glaðværu höfuöborg Frakklands, urðu þeir að viðurkenna með sjálf- um sér, að ísland, sem ríki, var heilsteypt og sjálfu sér sam- kvæmt. Það er sannmæli, sem einn kunningi minn ^sagði um íslendinga, en það var á þessa leið: „Þessir bannsettir íslendingar hafa allt og eiga allt, nema of- urlítið vingjarnlegt bros handa einmana, amerískum hermanni, sem er sjúkur af þrá eftir vin- semd og félagsskap." Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er viða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgpeiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þelr kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið 1 pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Vinnið ötullega fyrir Tínmnn. Erich Kástner: i Gestir í Miklagarði var þó skrattans mikill töggur í honum ennþá. Hann í sveiflaði sér til hægri og vinstri, spymti og renndi Isér. Svo fór hann að reyna að skrifa tölur á svellið. Það heppnaðist slysalaust. — Það loðir lengi við mann, sem vel er lært i æsku, tautaði hann. Svo tók hann nýtt stökk, tyllti sér á vinstri tána og sveiflaði sér í hring. Hahn snerist eins og skoppara- kringla — en svo var allt í einu eins og ísnum væri kippt undan fótunum á honum. Hann baðaði út hönd- unum. En það stoðaði ekki. Hann skall aftur á bak, og hnakkinn lamdist við svellið. Honum dimmdi fyrir augum, og hann greip um höfuðið. ) Hann lá lengi á svellinu og lét verkinn liða úr höfð- inu á sér. Loks brölti hann þó á fætur, leysti af sér skautana og haltraði heim á leið. Hann hafði ofmetið sjálfan sig. Það var síðari hluta dagsins, að þeir félagarnir þrír sátu inni í lesstofunni. Þeir voru að lesa blöðin og spjalla um síðustu viðburðina. Þá var hurðinni hrund- ið upp, og inn kom danskennarinn, Heltai prófessor. Hann gekk beint til Schulze og bað hann að koma með sér. Schulze hlýddi. Stundarfjórðungur leið. — Hvað hefir orðið af Schulze? spurði Kesseihuth. — Þeir eru kannske farnir að kenna honum nýtízku dans, svaraði Hagedorn. En Kesselhuth hristi höfuðið. Enn leið stundarfjórðungur, og ekki bólaði á Schulze. Þá ákváðu þeir að leita hans. Og þeir þurftu ekki lengi að leita — Þeir fundu hann inni i einum mat- salnum. Þar stóð hann uppi í háum stiga og var að reka nagla í vegginn. Þegar hann var búinn að festa naglann tryggilega, batt hann um hann snúru, klifr- aði svo niður og færði stigann yfir að hinum veggnum. — Eruð þér ekki með öllum mjalla? spurði Hage- dorn. — það er ekkert að mér, svaraði Schulze. Svo fetaði hann upp stigann, tók nagla úr munnin- um á sér og hamar uPp úr jakkavasanum. — Framferði yðar bendir til þess, að þér séuð ekki með réttu ráði. — Ég er að skreyta salinn, sagði Schulze og sló hamr- inum beint á þumalfingurinn á sér. Naglinn sökk þó til hálfs inn í vegginn, og Schulze festi hinum enda snúrunnar um hann. — Yndislegt starf, sagði hann. Ég er að hjálpa prófessornum að skreyta salinn. Svo hengdu þeir skyrtur, buxur, sokka og maga- belti á snúruna, og prófessorinn dró augað í pung, sneri upp á svart yfirskeggið og hrópaði: — Hreinasta snilld, gamli minn. Schulze ýtti stiganum á undan sér fram og aftur um salinn og hengdi upp meira og meira af nærfötum, brjóstahöldurum og magabeltum. Þernurnar hnipptu hver í aðra, krimtu og skríktu. En prófessorinn neri saman höndum. — Nú er bara hinn endinn eftir, sagði hann. Schulze lét eins og hann sæi ekki þá Hagedorn og Kesselhuth. Hann gerði að gamni sínu við þernurn- ar, tók utan um þær og kitlaði þær. Loks stóðst Jóhann ekki mátið. Hann þreif stig- ann og mælti: — Nú skal ég klifra upp. — Þessi stigi er ekki ætlaður nema einum, svaraði Schulze. — Þá skal það vera ég, sagði Jóhann. — Þér haldið það? svaraði Schulze. Þér ættuð heldur að spila bridge. Þér gerið ekki neitt gagn hér. TÓLFTI KAFLI. Grímudansleikur Gestirnir flýttu sér til herbergja sinna, er matazt hafði verið, þvi að nú þurftu þeir að hafa fataskipti, áður en grímuballið hæfist. Á tíunda tímanum tóku gestirnir að tínast niður aftur. Að lítilli stundu lið- inni voru salirnir orðnir fullir af betlurum, Sígaunum, flækingum, Indiánakonum, innbrotsþjófum, kryppl- ingum, stofuþernum, Svertingjum, skólastelpum, prinsessum, lögregluþjónum, mannætum, spænskum meyjum, herbergissveinum og bogmönnum. Þarna voru líka burðarkarlar og spákonur, en það voru einkum gestir úr næstu gistihúsum. Þeir urðu að borga aðgangseyri. En settu það ekki fyrir sig. Grímu- böllin í Miklagarði stóðu venjulega allt til morguns, svo að það var til nokkurs að vinna. Tvær hljómsveitir höfðu verið ráðnar til þess að leika. Allt gistihúsið ómaði af glymjandi danslögum. Hópar sveitafólks í þjóðbúningum áttu að sýna fræga þjóðdansa. Hljómsveitirnar léku báðar samtímis, að vísu hvor í sinum salnum, en lögin blönduðust saman í einn órofa glaum. Fáeinir sveitastrákar ráku þrjár Þurrkaðir ávextir Rúsínur Kúrennnr Fíkjur Þurrkuð epll KRON Frá Melaskólanum Læknisskoðun þriðjud. 2. sept. kl. kl. 8 f. h. 10 ára drengir (f. 1937), kl. 9 10 ára stúlkur, kl. 10 9 ára stúlkur (f. 1939), kl. 11 9 ára drengir, kl. 1,30 e. h. 7 ára drengir (f. 1940), kl. 2,30 7 ára stúlkur, kl. 3,30 8 ára stúlkur (f. 1939) og kl. 4,30 8 ára drengir. Miðvikudaginn 3. sept, kl. 10 mæti 7 ára börn (f. 1940), sem eiga að sækja skólann í haust, en komu ekki til prófs og innritunar á siðastl. vori — Sama dag kl. 11 komi börn f. 1937, ’38 og’39, sem stunda eiga nám í skólanum í vetur, en voru ekki í skóla hér síðastl. vetur. Börnin hafi með sér prófvottorð frá síðastl. vori Fimmtudaginn 4. september mæti skólabörnin til innritunar í bekki sem hér segir: Kl. 9: 10 ára börn (f. 1937), — 10: 9 ára börn (f. 1938), — 11: 8 ára börn f. 1939). og kl. 2 e. h.: 7 ára börn (f. 1940). Kennarafundur í skólanum mánudaginn 1. sept- ember kl. 4. e. h. Skólastjórinn. Fundur verður haldinn í Framfarafélaginu Kópavogur, laugardag- inn 30. ágúst kl. 3 e. h. í Skólahúsinu, Digranesvegi 2. Dagskrá: 1. Félagsmál, 2. Hreppsmál, 3. Vatnsveitan, 4. Önnur mál. Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps er boðið á fundinn, — enn fremur öllum þeim, sem lögheimili hafa á félags- svæðinu. STJÓRNDÍ. Konurm heim Viðtalstími minn er breyttur, verður framvegis: þriðju- daga kl. 9—10, föstudaga kl. 4—5 og eftir umtali. Jón Stgurðsson, dr. med. S KIPAUTGCKO RIKISINS „ESJA” Hraðferð vestur og norður til Akureyrar 3. september. Vörum veitt móttaka árdegis á morgun og mánudag. Pantaðir ferseðlar óskast sóttir á mánudag. Skaftfellingur til Vestmannaeyja fyrir helgina. Vörumótttaka í dag. Rauður hestur klárgengur og styggur er í óskilum. Kolbeinn Jóhannsson. Eyvík 1 Grímsnesi, síml um Minniborg. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. Aug'Iýsið í Tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.