Tíminn - 30.08.1947, Síða 1

Tíminn - 30.08.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÓTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 437S PRENTSMIÐJAN EDDA hl. : .ITSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDDHÓSI. Llndargötu 9 A | Súnar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Llndargötu 9A ) Síml 2333 j 31. árg. Reykjavík, laugardaginu 30. ágúst 1947 157. blað ERLENT YFIRLIT: Borgarastyrjöldin í Indlandi Seiiiustii ágizkanlr eru, a'ð um 300 þús. hafi fallið í óeirðuuum. Trúarbragðadeilurnar hafa oft verið harðar og blóðugar í Ind- iandi, en aldrei hefir kveðið meira að þeim en síðan landinu var skipt í tvö ríki. Segja má, að síðan hafi geisað blóðug inn- byrðisstyrjöld í Punjabfylki, en þar hafa deilurnar oftast verið liarðastar áður. Nú hafa deilurnar aukizt við það, að fylkinu liefir verið skipt og tilheyrir annar hlultinn Pakistan, en hinn Indlandi. Skiptinguna hefir eigi verið hægt að framkvæma með öðrum hætti en þeim, að allstórir trúarbragðaminnihlutar eru beggja megin landamæranna og hafa ofsóknirnar mjög beinzt gegn þeim seinustu dagana. Borgir í rústum. Erlendir fréttamenn, sem hafa heimsótt ýmsar borgir í Punjab undanfarið, segja, að þær séu sízt betur leiknar en þýzku borgirnar, sem harðast urðu íi'tí í loftárásunum. Það hefir nefnilega verið ein hern- aðaraðferð öfgamannanna, er fyrir óeirðunum hafa staðið, að kveikja í húsum trúarand- stæðinga. Iðulega hafa farið um göturnar stórir flokkar brennu- varga, sem unnið hafa íkveikju- starf á skipulagðan hátt, og gert það á svo mörgum stöðum í einu, að hvorki lögregla né herlið fengu neitt við ráðið. Mest hefir kveðið að slíkum spellvirkjum í Lahore, enda líkja ýmsir erlendir blaðamenn henni við Hamborg og Berlín og telja hana jafnvel enn ver farna. Blóðbaðið í Ludhiana. Síðastl. miðvikudag geíðust atburðir í borginni Ludhiana, sem er um 30 km. frá New Delhi, er gefa nokkura hugmynd um þessi ógnarátök í Indlandi. í borginni búa um hálf millj. Múhameðstrúarmanna og 100 þús. Sikhar, sem eru þriðji stærsti trúarflokkurinn í Ind- landi, næst eftir Hindúum og Múhr/meðstrúarmönnum. Mú- hameðstrúarmenn hafa áreitt Sikharnir skipulögðu hefndar- þá kenna á meirihluta sínum. Á jyúðvikudaginn hófu svo Sikkarnir skipulega hefndar- sókn og réðust fylktu liði inn í hverfi Múhameðstrúarmanna. Margir þeirra voru búnir brennutækjum, eins og eldblys- um og olíublautum dúkum, og kveiktu þeir í húsum Múham- eðstrúarmanna. Aðrir voru bún- ir hvers konar vopnum og veittu þeir Múhameðstrúar- mönnum árásir hvarvetna þar, sem þeir náðu til þeirra. Þessi viðureign stóð langt fram á nótt og loguðu þá stór hverfi í borg- arhluta Múhameðstrúarmanna og mannfall þeirra var talið skipt> þúsundum. Slíkir atburðir hafa verið næsta tíðir í Indlandi að undan- förnu, Einkum hefir baráttan staðið milli Múhameðstrúar- manna og Hindúa, en einnig milli Múhameðstrúarmanna og ERLENDAR FRÉTTIR Maximos hefir myndað nýja samsteypustjórn í Grikklandi, en hann var forsætisráðherra í fráfarandi stjórn. Tsaldaris mistókst stjórnarmyndunin, þar sem miðflokkarnir vildu ekki styðja hann. Bandamenn lýstu sig hins vegar andvíga stjórn, er væri mynduð af hægri flokk- unum einum. Öryggisráðið hefir fellt tillögu Brasilíumanna um að vísa frá kæru Egipta á hendur Bretum. Aðeins sex fulltrúar greiddu at- kvæði með tillögunni, en engin tillaga nær samþykki, nema hún fái sjö atkvæði. Sikha. Meðan óvíst var um skiptingu landsins, áttu Mú- hameðstrúarmenn oftast upp- tökin, en síðan hefir frumkvæð- ið verið oftar hjá Hindúum og Sikhum, sem eru andvígir skipt- ingu landsins og kenna Múham- eðstrúarmönnum um hana. Mannfall og fólksflutningar. Tölur þær, sem birtar hafa verið um mannfall í þessari borgarastyrjöld, sem raunveru- lega hefir geisað í Indlandi síð- ustu vikurnar, eru mjög á reiki. Nú í vikuni birti Reuterfrétta- stofap þá fregn, að um 2QS þús. manns hefðu þegar fallið. Aðr- ar tölur eru nokkru lægri, en öllum fregnum kemur saman um, að mannfallið skipti mörg- um tngum þúsunda. Strax og landamærin voru á- kveðin, hófust fólksflutningar í stórum stíl. Gizkað er á, að um hálf millj. Hindúa hafi yfir- gefið Pakistan síðan og um 25 þús. Múhameðstrúarmanna flytji sig nú daglega frá Ind- landi til Pakistan. Þessir stór- (Framhald á 4. síOu) Kauff mann styð- ur óskir islend- inga í handrita- máfinu Stúdentasambandi íslands hefir nýlega borizt svohljóðandi bréf frá Henrik Kauffman, sendiherra Dana í Washing- ton: „Ég viðurkenni með þökkum móttöku ýmissa rita varðandi íslenzku handritin í dönskum söfnum, sem íslenzka stúdenta- sambandið fékk mér i hendur síðasta daginn, sem ég var í Reykjavík. Ég hefi lesið þessi rit með mikilli athygli, og það hefir glatt mig að sjá hinn ljósa skilning á íslenzkum óskum, sem danskir lýðháskólakenn- arar hafa sýnt. Það er von min, að þetta mál muni áður en langt um líður leysast á þann hátt, að íslenzka þjóðin megi vel við una, og geti myndað grundvöllinn að vináttusam- bandi milli þesara tveggja bræðraþjóða, vináttusambandi, sem mér persónulega er mjög í mun að komist á.“ Það er óhætt að fullyrða, að Eá ^skþlningnr og vinarhugitr, sem kemur fram í þessari kveðju Kauffmans, verður metinn af íslendingum að verðleikum og vafalaust styður álit þessa merka manns, að þeirri lausn, sem íslendingar vænta að verði á þessu máli og heppilegust myndi verða sambúð landanna. Brezku konungsfijónLn kynna tengdasoninn Mynd þcssi var tekin í garðveizlu, sem ensku konungshjónin héldu ný- lega tii að kynna Mountbatten tengdason sinn. Konungshjónin sjást hér á miðri myndinni, ásamt Mary ekkjudrottningu, prinsessunum tveim og Mountbatten liðsforingja. Veizlan var haldin rétt eftir að trúlofun þeirra var opinberuð. Það liefir nú verið ákveðið, að þau Elísabet og Mount- batten verði gefin saman í hjónaband 20. nóvember næstk. Viðskiptaráðsmennirnir óska eftir opinberri rannsókn á störfum sínum Yíirlýsing fi*á Viðskiiitanefiid vej»'na skrifa í Vísi. Út af forystugrein í Vísi í gær, þar sem þeim affilum, er fóru meff veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa, er boriff á brýn ýms embættisafbrot, meffal annars aff hafa gefiff út leyfi, án þess aff þau væru skrásett, og jafnvel dylgjaff um mútur í því sam- bandi, hefir viffskiptanefnd gefiff út svohljóffandi yfirlýsingu. er rætt um orðróm, sem gangi í bænum um að leyfisveitingar þeirra stofnana er með þær fóru áður en viðskiptanefndin tók til starfa, hafi ekki verið með felldu, og er dylgjað um émb- ættisbrot í þessu sambandi. Út af þessu vill nefndin lýsa yfir eftirfarandi: 1. Skömmu eftir að nefndin tók til starfa ákvað hún að kalla inn til skrásetningar og framlengingar öll gjaldeyris- og innflutningsleyfi, sem út voru gefin fyrir 1. ágúst 1947, þ. e. a. s. öll leyfi sem viðskiptaráð og nýbyggingarráð höfðu gefið út. Var þetta gert til þess að kom- ast að raun um hve mikið væri ónotað af leyfum þessum, en það var ekki unnt að sjá á ann- an hátt, þar eð innflutnings- skýrslur Hagstofmmar bera það ekki með sér, en slíkt uppgjör hins vegar nauðsynlegt í sam- bandi við yfirlit yfir gjaldeyris- ástandið. 2. Öll þessi leyfi hafa nú ver- ,ið lögð inn til skrifstofu nefnd- arinnar og athuguð þar og við þá athugun hefir ekkert það komið fram, sem gefi minnsta tilefni til þess að ætla, að orð- rómur sá, sem um ræðir í rtefhdri grein hafi við rök að styðjast. Reykjavík, 29. ágúst 1947. Viðskiptanefndin.“ Ennfremur hafa fyrrverandi viðskiptaráðsmenn gert ráffstaf- anir til þess að höfða meiðyrða- mál gegn ritstjóra Vísis og jafnframt ákveðið að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að húu láti fara fram rannsókn á þessu máli. Fiskur fluttur loft- leiðis héðan til Prag Innan fárra daga mun sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna senda fyrstu sendinguna af frystum fiski loftleiðis til meg- inlands álfunnar. - Englendingur nokkur, Mr. ;Kahn að nafni, hefir dvalið hér á landi um hríð til að und- irbúa þessi viðskipti. Það er brezk leiguflugvél, sem flytur þennan fyrsta farm og á hann að fara til Praha. Sænskur námsstyrkur Sænska ríkisstjórnin hefir boðizt til þess að veita íslenzk- um námsmanni styrk, sænskar kr. 2350,00 til náms veturinn 1947—48 við eina eða fleiri af eftirtöldum menntastofnunum: Uppsalaháskóla, Lundarháskóla, Karolinska mediko-kirurgiska Institutet í Stokkhólmi, Stokk- hólmsháskóla og Gautaborgar- háskóla, en af þessari upphæð verða 450 s. kr. greiddar í ferða- kostnað. Æskilegast er, að styrkþegi hafi stundað háskóla- nám á íslandi að minnsta kosti í 2 ár. Nemandi, sem ætlar að leggja stund á sænsku eða sögu Svíþjóðar, sænskar bókmenntir, sænsk lög eða þjóðmenningu, verður látinn ganga fyrir. Umsókn um styrkinn ber að senda Háskóla íslands í síðasta lagi 6. september 1947. Lofsamlegir dómar norskra blaöa um íslenzku íþróttamennina Kc]i|iniii í 1500 m. lilaupinu var skemmti* lcgnst. Tímanum bárust í gær tvö Oslóarblöff, sem komu út síffastl. fimmtudag, en þar birtist frásögn frá íþróttamótinu, er hófst í Osló kvöldiff áður. Frásagnir blaðanna sýna, aff afrek íslendinga hafa vakið þar langmesta athygli, en frá þeim var nokkuð sagt hér í blaðinu í gær. Verffur hér bætt viff útdrætti úr frásögn uorsku blaðanna. Aðalfyrirsögnin yfir frásögn „Morgenbladets" frá íþrótta- mótinu hljóðar á þessa leið: „Islendingene var den store overraskelse ved Bisletstevnet“. Blaðið segir síðan í greininni, að Dótt Ameríkumenn ynni allt jað, sem þeir höfðu líkur til að vinna, nema 1500 m. hlaupið, þá varð „pá mange máter kvelden Islands". Blaðið fer miklum viðurkeninngarorðum um Óskar Jónsson fyrir sigur hans í 1500 m. hlaupinu, og lýkur einnig lofsorði á Finnbjörn Þorvalds- son og Hauk Clausen fyrir að sigra Peter Bloch, Noregsmeist- arann í 100 m. hlaupi. Aðalfyrirsögnin í „Aftenpost- en“' hljóðar á þessa leið: „Is- lerjdingen Oscar Jonsson ny landsrekord pá 1500 m.“ í und- irfyrirsögn segir enn fremur: „Islendingene hadde en stor dag“. í greininni eru afrek beirra síðan rómuð og m. a. sagt: „De var flote karer gjest- ene fra Sagaöya“. Einkum er sagt ítarlega frá afreki Óskars Jónssonar. Blaðið segir, að beim Finnbirni og Hauki hafi verið veitt sérstök athygli, þar sem þeir séu i norræna liðinu, sem eigi að keppa við Svia, og hafi áhorfendurnir síður en svo orðið fyrir vonbrigðum af heim. Keppnin í 1500 m. hlaupinu. Frásögnum beggja blaðanna ber saman um, að keppnin í 1500 m. hafi vakið einna mesta at- hygli. Bandaríkjamaðurinn Hulse var talinn nokkurnveginn viss um sigurinn. Hann leiddi líka hlaupið lengi vel með Norð- mennina Sponberg og Andre- sen næst á eftir sér. Þegar 300 m. voru eftir af hlaupinu, var Sponberg orðinn fyrstur og voru þeir Hulse þá um 10 m. á undan næsta manni, en um 25 m. á undan Óskari Jónssyni. Þegar um 200 m. voru eftir kom „den ukjente fra Island", eins og Morgenbladet kemst að orði. Þá hóf Óskar Jónsson upphlaup sitt og fór fram úr öllum keppi- nautum sínum, þótt þeir reyndu að gera sitt ítrasta. Rétt við markið reyndi Hulse að komast fram úr Sponberg, sem þá var enn fyrstur, en tókst það ekki, „men bak disse to kom islend- ingen í kjempefart og hans spurt kunne ikke Sponberg be- svare“, segir Moi-genbladet, Tciknimynd þessi af Óskari Jónssyni fylgir frásögn „Atenposten" af Osló- armótinu. „Det ble en helt uventet og po- pulær seier“, segir það enn- fremur um sigur Óskars. Tími Óskars varð 3.53.4 mín., sem er 5 sek. betra en íslands- (Framhald á 4. síöu) Síldveiðiskipin eru óðura að hætta veiðura Nokkur síld hefir borizt til síldarverksmiðjunnar á Rauf- arhöfn, og er bræðsla hafin þar að nýju. Síldin hefir aðallega veiðst við Svínalækjartanga og Digranes. Nokkur skip fengu þar sæmilegan afla í fyrradag og í gær, m. a. fékk Snæfelll frá Ak- ureyri 600 mál í einu kasti. Flest fengu þó lítinn eða engan afla. í gær höfðu 54 skip gert upp við Síldarv$rksmiðjur ríkisins. Þeim skipum fjölgar stöðugt, er halda heimleiðis. Um 30 skip eru komin á reknetaveiðar, en afli þeirra hefir verið tregur. Hefst verkfall reykvískra járnsmiða á mánudaginn? Félag járniffnaffarmanna hefir tilkynnt Vinnuveitendafélagi íslands, aff járnsmiffir munu leggja niffur vinnu 1. september, þar sem samningar hafa ekki tekizt um kaupkröfur þær, sem þeir hafa gert. Tilkynningin um verkfall þetta var send vinnu- veitendum síffastliðiff sunnudagskvöld, eftir aff samkomulags- umleitanir höfðu reynzt árangurslausar. Járnsmiðirnir krefjast 12 kr. grunnkaupshækkunar á viku, eða frá 158 í 170 krónur, en þeir munu ekki hafa farið fram á breytingar á öðrum atriðum samninganna. Samningaumleitanir fóru fram síðastliðna viku og voru síðustu fun<)irnir haldnir á sunnudag. Árangur varð enginn, og sendu járnsmiðir þá verkfallstilkynn- ingu sína. Mun verkfall þeirra hefjast næstkomandi mánudag, eins og áður segir. Þá hefir Dagsbrún sent Vinnuveitendafélaginu tilkynn. ingu um samúðarverkfall þeirra Dagsbrúnarmanna sem starfa við járnsmiðjur. Víðtækara sam- úðarverkfall virðist félagið ekki hafa í hyggju að gera.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.