Tíminn - 02.09.1947, Síða 1

Tíminn - 02.09.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. ■ TTSTJÓRABKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A Simur 2353 og 437S APGREIÐSLA, ENNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Stml 09 31. árg. Reykjavík, þrlðjudagiiut 2. sept. 1947 158. blað Heyskapartíðin breyttist lítið í vikunni, sem leið Ótíðin liélzt á Suðurlandi, góða verðráttan á Norðausturlandi, en nokkur bati varð vestanlands Lítil breyting hefir orðið á veðráttunni, sagði Páll Zóphóníasson ráðunautur, þegar Tíminn spurði hann frétta af heyskapnum i síðastl. viku. Ótíðin hefir haldist sunnanlands, en góða veðráttan á Austurlandi og Norðausturlandi. Nokkuð breytti til hins betra á Vesturlandi. Af Flj ótsdalshéraði og úr Vopnafirði er mér sagt, sagði Páll, að elztu menn muni ekki eins hagstæða heyskapartíð. Úr Þingeyjarsýslu segja menji tíð- ina óvenju góða, svo að allt þorni um leið og losað er. í Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum hefir tíðarfar verið gott, en þó varla eins og norðar. í Borgarfirði, Dölum og á Vestfjörðum var góður þerrir á fimmtudaginn var og víða var líka þurt á miðvikudag og Hljómleikar Einars Kristjánssonar Einar Kristjánsson óperu- söngvari efnir til hljómleika í Gamla Bíó n. k. miðvikudags- kvöld. Söngvarinn nefnir þessa söng- skemmtun sína „Óperukvöld," þar sem hann mun syngjya ein- göngu aríur úr ýmsum frægum óperum. Hann mun m. a. syngja aríur úr óperum eftir Hándel, Gluck, Meyerber, Doni- zetti, Verdi, Puccini o. fl. Einar Kristjánsson er nú á förum um miðjan mánuðinn til Danmerkur og Svíþjóðar, en þar er hann ráðinn til þe§s að syngja. Þessir hljómleikar hans munu verða þeir síðustu sem hann efnir til hér að sinni. Undirleik á söngskemmtun Einars mun dr. Urbantschitsch annast. Auk þess mun hann leika þar einleik á píanó, sóló úr Lohengrin eftir Wagner-Liszt og tilbrigði eftir sig sjálfan um stef úr óp. Hans og Greta eftir Humperdinck. Kjötverðið lækkar Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefir tilkynnt nokkra verð- lækkun á nýju dilkakjöti. Kjötið lækkar úr kr. 16.90 hvert kg. í kr. 15.40. — Verð- lækkun þessi gengur í gildi frá og með deginum í dag. ERLENDAR FRÉTTIR Ráðstefnu Breta, Bandaríkja- manna og Frakka um endur- reisn Vestur-Þýzkalands er lok- ið fyrir skömmu. Samþykkt var að leyfa Þjóðverjum miklu meiri iðnað en ráðgert var i Pctsdamsamþykktinni. Frakkar voru andvígir þessari ákvörðun, en telja sig þó kunna að geta fallizt á hana, ef þeim verði tryggt ákveðið magn af Ruhr- kolum til iðnaðar síns. Rússar hafa mótmælt þessari ákvörðun. Ráðstefnu Ameríkuríkjanna í Rio de Janeiro er lokið. Sam- komulag náðist um sameigin- legar landvarnir allra ríkjanna. Þingkosningar fóru fram í Ungverjalandi á sunnudaginn. Fullnaðarúrslit eru enn ekki kunn, en kommúnistar virðast hafa styrkt aðsöðu sína. And- sæðingar þeirra telja mikil brögð að kosningasvikum. föstudag, þó skúrum slægi hér og þar niður. Þessir dagar voru dýrmætir, og náðist mikið hey upp og nokkuð inn á öllu Suð- vestur- og Vesturlandi þessa daga, en hrakið var mikið af því orðið. En sumt af því heyi, sem upp náðist, var lítið hrakið, enda létu nokkrir það sitja í fyrirrúmi að ná því upp, er nýj- ast var og minnst hrakið, en létu hitt sitja á hakanum, sem orðið var hálfónýtt vegna lang- varandi hrakninga, og það gerðu þeir hyggilega. Á Suðurlandi hafa enn hald- tst sömu óþurrkarnir og þar muna menn ekki aðra eins óþurrka. Er nú auðséð, að ekki verður komizt hjá því að gera sérstakar ráðstafanir, ef koma á í veg fyrir annað tveggja, að skepnum verði fækkað eða kýr mjólki minna en þær eru vanar. Hefir Bjarni Ásgeirsson nú gert ákveðnar tillögur um þessi mál til viðskiptamálaráðherra og er þess að vænta, að hann sjái um, að gjaldeyrisyfirvöldin (þ. e. viðskiptanefndin og bankarnir) geri það, sem þeim ber i þessum málum. Nú er komið að þvj að menn þurfa að fara að gefa sumar- bærunum fóðurbætir með beitinni til þess, að þær geldist ekki óeðlilega, komi ft^n á lægri nyt en þeim er eðlilegt, og geri þess vegna minna gagn allan veturinn.JÞó hægt sé, með ágæt- um heyjum, fóðurbætir og sér- .stakri hirðingu, að fá kúna, sem Játin er geldast óeðlilega að haustinu, til þess, að græða sig aftur, þegar inn keour nú, þá verður það ekki gert með þeim heyjum, er menn eiga nú. Og mjólkin er í hærra verði að haustinu en aðra tíma ársins, og þess vegna er líka ástæða til að gæta þess nú vel, að kýrnar geldist ekki óeðlilega. En nú kemur þurrkurinn væntanlega í þessari viku, og fyrr en ég sé hrakta heyið í flekkjunum, drílunum, föngun- um, göltunum og túnunum, sem nú er sumt orðið sjö vikna gam- alt, komast í hlöðurnar, ætla ég ekki að skrifa meira um vetrar- fóðrið, en strax vil ég þó minna menn á að fá sér fóðursalt og lýsi til vetrarins, því hvort tveggja verður nauðsynlegt að gefa með heyjunum, hvaða fóð- urbætir, sem menn kunna ann- ars að geta náð í. Nýir íþróttasigrar íslendinga erlendis íþróttamenn Í.R. hafa unnið nýja sigra á erlendum vettvangl. Á íþróttamóti í Stokkhólmi á föstudagskvöldið varð Finn- björn Þorvaldsson fyrstur í 100 m. hlaupi á 10.9 sek. Annar varð Lundkvist á 10.9 sek og þriðji Haukur Clausen á 10.9 sek. í 1000 metra boðhlaupi varð sveit Í.R. (Örn Clausen, Haukur Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson og Kjartan Jóhannesson) önnur á 1.58,6 mín, sem er nýtt fs- landsmet. Sveit Frakka varð fyrst á 1.58.0 sek. Ný landbúnaöarvísitala gengur í gildi * Oxfordstúdentar að flugæfingum Enskir stúdentar stunda flugnám á vegum enska flughersins í frístundum sínum. Myndin er frá æfingaflugi Oxfordstúdenta og sést nokkur hluti hins fræga háskólabæjar á myndinni. Stofnun sérstaks landssambands í frjálsum íþróttum Það tekur við síjóru allru mála, sem varða frjálsar iþróttir og áður heyrðu undir f.S.f. Eins og áður hefir verið sagt frá, var nýlega stofnað að tilhlutun Í.S.Í. Frjálsíþróttasamband íslands (F.R.Í.). Höfðu 15 félög innan 7 héraðssambanda sent áskorun tii Í.S.Í. um að stofna sambandið, en á stofnfundinum mættu 15 fulltrúar frá 9 félögum. Forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage, setti fundinn, og skýrði frá að- Brezki löndunarsamn- ingurinn framlengdur Samningur um landanir á ís- fiski af íslenzkum skipum í brezkum höfnum, sem undirrit- aður var í London hinn 2. apríl síðastl. og gilti til 31. þ. m. hefir verið framlengdur til 29. febrúar 1948. Sú breyting hefir verið gerð á samningnum, að ákvæði hans um ákveðinn löndunarkv^ta á mánuði hafa verið felld niður og eru landanir íslenzkra skipa á samningstímabilinu nú ekki bundnar við neitt hámark. Framtalsnefnd skipuð Fjármálaráðuneytið hefir skipað þrjá menn í svonefnda framtalsnefnd, er hafa skal með höndum framkvæmd laga nr. 67 frá 1947, um eignakönnun. í nefndinni eiga sseti: Hörður Þórð^rson lögfræðingur og er hann fonjnaður hennar, Ingi- mar Jónsson skólastjóri og dr. Kristinn Gúðmundsson skatt- stjóri á Akureyri. draganda að stofnun sambands- ins, en forgöngu í því máli hafði íþróttaráð Reykjavíkur haft. Fundarstjóri var kosinn Guð- mundur Sigurjónsson og fund- arritari Páll Halldórsson. For- seti Í.S.Í. lagði fram frumvarp að lögum sambandsins, sem Í.S.Í. hafði samþykkt og samþykkti fu,ndr}:inn það óbreytt. Enn- fremur var samþykkt að senda lögin öllum héraðssamböndum og frjálsíþróttaráðum, sem aðil- ar geta gerzt að F.R.Í. og skyldu þau, sem ganga í sambandið fyrir 1. jan. 1948, teljast stofn- endur, en þá tekur frjálsíþrótta- sambandið við stjórn allra ís- lenzkra frjálsíþróttamála. Loks var ákveðið að fyrsta þing frjálsíþróttamanna skyldi hald- ið í sambandi við næsta meist- aramót í frjálsum iþróttum, sumarið 1948. í stjórn frjálsíþróttasam- bandsins voru kosnir þessir menn: Konráð Gíslason, Rvík, form/.ður. Jóhann Bernhard, Rvík, varaformaður. Guðm. Sjgurjónsson, Rvík, bréMtaiii. Lárus Halldórsson, Brúarlandi, funýdarritajri og Oliver Steinn, Hafnarf., gjaldkeri. í varastjórn voru kosnir Sig. S. Ólafsson, Þórarinn Magnússon og Ólafur Sveinsson, en endurskoðendur Jens Guðbjörnsson og Erl. Ó. Pétursson og til vara Sigurpáll Jónsson. Á fyrsta stjórnarfundi F. R. t., (Framhald á 4. sÍSu) Hún var ákveðin af gerðardómnum á laug- ardaginn var og mun afurðaverðið hækka verulega samkvæmt henni Gerðardómurinn í verðlagsmálum landbúnaðarins kvað upp síðastl. laugardag úrskurð sinn um nýja vísitölu fyrir verðlag landbúnaðarafurða. Samkvæmt því mun framleiðsluráð land- búnaðarins reikna út verðlag landbúnaðarafurða, sem á að ganga í gildi 15. þ. m. Framleiðsluráðið vinnur nú að þessum útreikningi og er búizt við honum í þessari viku. Eins og kunnugt er, var ákveðið svo í framleiðsluráðs- lögunum, að sérstök verðlags- nefnd, skipuð fulltrúum fram- leiðenda og neytenda, skyldi leitast við að ná samkomulagi um verðvísitölu landbúnaðaraf- urða, sem miðaðist við það, að bændum yrðu tryggðar svipaðar tekjur og öðrum vinnandi stétt- um. Næðist hins vegar ekki samkomulag í nefndinni, skyldi sérstakur gerðardómur fella endanlegan úrskurð um vísi- töluna. Framleiðsluráð land- búnaðarins skyldi síðan reikna út afurðaverðiö samkvæmt henni. Verðlagsnefndin tók til starfa fyrir allmörgum vikum síðan og var hún þannig skipuð: Sverrir Gíslason, Steingrímur Stein- Verkfalli frestað Járnsmiðir í Reykjavík hafa ákveðið að fresta verkfallinu, sem þeir höfðu boðað 1. þ. m., til 15. þ. m. Þá hefst verkfallið, ef ekki hafa náðst samningar fyrir þann tíma. Verði sam- komulag um hækkun, verður húsi greidd frá 1. sopt. Félag járnsmíðameistara hafði óskað þess, að verkfallinu yrði frestað til 15. okt., en þeirri ósk var hafnað, en hins vegar samþykkt áðurgreind ákvörðun í félagi járnsmiða með 53:13 atkv. Endurskoðun skatta- laganna Rikisstjórnin hefir nýlega skipað fimm manna nefnd til að endurskoða skatta- og út- svarslöggjöfina. í nefhdinni eru Jón ívarsson forstjóri, Guð- mundur I. Guðmundsson sýslu- maður, Steinþór Guðmundsson kennari, Björn Björnsson hag- fræðlngur og Gunnar Viðar hagfræðingur. Gunnar er for- maður nefndarinnar. þórsson, Sigurjón Sigurðsson (allir frá Stéttarsambandi bænda), Sæmundur Ólafsson (frá Siómannafélagi Reykja- víkur), Ingólfur Gunnlaugsson (frá Alþýðusambandi íslands) og Einar Gíslason (frá Lands- sambandi iðnaðarmanna). Nefndin lauk störfum í síðastl. viku, án þess að samkomulag hefði náðst. Fulltrúar neytenda munu hafa talið, að verðlag landbúnaðarafurða ætti að haldast óbreytt, en fulltrúar frmleiðenda hins vegar talið verulega hækkun nauðsynlega, ef tryggja ætti jafnræði bænda við aðrar stéttir. Þar sem ekki varð samkomu- lag í nefndinni, gekk málið til gerðardóms. Fulltrúar framleið- enda tilnefndu Sverrir Gísla- son í gerðardóminn, en fulltrúar neytenda Einar Gíslason. Odda- maður samkvæmt lögunum var Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri. Úrskurður gerðardómsins féll á laugardaginn var, eins og áður segir, og mun aðallega hafa ver- ið farið eftir tillögum hag- stofustjóra, sem mun hafa reynt að taka tillit til beggja sjónarmiðanna, en þó munu til- lögur hans hafa staðið nær til- lögum þeim, sem fulltrúar framleiðenda gerðu í verðlags- nefndinni. Niðurstaða gerðar- dómsins mun hafa verið sam- þykkt af öllum dómsmönnun- um, en bæði Sverrir og Einar munu hafa haft sérstakan fyr- irvara. Samkvæmt framleiðsluráðs- lögunum reiknar framleiðslu- ráðið út, hvert verðlag land- 'llúnaðarvaranna eigi að vera samkvæmt vísitölunni. Fram- leiðsluráðið vinnur nú að þess- um útreikningum og er búizt við niðurstöðum þeirra nú í vik- unni. Verðlag það, sem þannig er ákveðið, gengur í gildi 15. þ. m. og mun gilda til 15. sept. næsta ár. Allmikil verðhækkun mun verða á landbúnaðarvörunum samkvæmt hinni nýju visitölu eða frá 10—14% að því, er hler- ast hefir. Norrænu ríkin ætla aö vinna sam- an á þingi sameinuðu þjóöanna Eins og kunnugt er fór Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra Óvenjulegur stuldur Aðfaranótt laugardags var innbrot framið í biðfreiðaverk- stæði Egils Vilhjálmssonar við Laugaveg. Komust þjófarnir inn í port að baki byggingunum. Hafa þeir farið yfir gaddavírsgirðingu vestan við það, og stálu þremur hjólum undan tveimur bifreið- um. Tóku þeir tvö -hjól meö gúmmíum undan bíl, sem Egg- ert Kristjánsson stórkaupmaður á, svo og hjóli með gúmmíi undan bil verðlagsstjóra. s.l. þriffjudag til Kaunpmannahafnar á fund meff utanríkisráð- herrum hinna Norffurlandanna, en fundur sá var lialdinn dagana 27. og 28. þ. m. Utanríkisráffherrann kom heim síffastl. föstudags- kvöld. Í lok fundarhaldanna var birt eftirfarandí tilkynning af fundinum: Umsóknir um lög- reglustjóraembætti Fjórir menn hafa nú sótt um lögreglustjóraembættið í Rvík, en umsóknarfrestur var útrunn- inn í gær. Umsækjendur eru þessir: Sig- urjón Sigurðsson, sem gegnir lögreglustjóraembættinu nú, Þórður Björnsson fulltrúi, Logi Einarsson, fulltrúi, og Gunnar Pálsson bæjarfógeti á Noröfirði. Utanrikisráðherrar Danmerk- ur, íslands, Noregs og Sviþjóðar ræddu á fundi sínum í Kaup- mannahöfn 27. og 28. ágúst 1947 ýms þeirra atriða, sem eru á dagskrá þings Sameinuðu þjóð- anna, sem senn verður haldið í New York. í ljós kom, að af hálfu hinna fjögurra landa var að verulegu leyti litið eins á málin, m. a. voru menn sam- mála um, að reyna að fá Dan- mörku kosna i fjármála- og félagsmálaráðið í stað Noregs, sem nú hverfur úr því. Ennfremur voru menn sam- mála um að halda áfram nánu samráði meðan á þinginu stend- ur. Á fundinum ákváðu utanrik- isráðherrarnir fjórir að gera til- (Framhald ú 4. slðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.