Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 3
159. Mað TlMIM, mlgvikndagimn 3. scpt. 1947 3 Sjötngnr: Qísli Jónsson hreppstjóri Stóru-Reykjum, Hraungerðis- hrcppi. Einn kunnasti bóndi og fé- lagsmálaleiðtogi í Árnessýslu, Gísli Jónsson hreppstjóri á Stóru-Reykjum, er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Stóru- Reykjum 3. september 1877 og þar hefir hann alið allan sinn aldur. Foreldrar hans voru hjónin, Helga Einarsdóttir frá Brúnavöllum á Skeiðum og Jón Hannesson frá Stóru-Reykjum. Gísli • kvæntist 1916, Maríu Jónsdóttur frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi, gagn- merkri myndarkonu, og eiga þau níu börn, sem nú eru öll uppkomin. Lengi framan af árum stund- aði Gísli á Stóru-Reykjum sjó- mennsku, jafnframt búskapn- um. Réri hann í 10 vertíðir frá Stokkseyri, var 11 vertíðir á skútum frá Reykjavík og loks á togara í 4 vertíðir. Jörð sína hefir hann stórbætt að ræktun og húsum. Hefir hann byggt upp öll hús jarðarinnar, eins og bezt getur orðið. Allt er þetta þó aukaatriði hjá þeim marg- þættu félagsmálum, sem Gísli hefir lagt vinnu í um dagana fyrir sveit sína og hérað, og lengi munu halda nafni hans á lofti. Gísli á Reykjum hefir gegnt flestum trúnaðarstörfum, sem til eru í einu sveitarfélagi og haft meiri og minni afskipti af öllum helztu framfaramálum sýslunnar áratugina, enda gegnt þar einnig fjölmörgum trúnað- arstörfum. Hann hefir átt sæti í hreppsnefnd Hraungerðis- hrepps í 34 ár og þar af verið oddviti í 31 ár. Sýslunefndar- maður í 25 ár, hreppstjóri í 11 ár, í skattanefnd 26 ár. Þá er hann í yfirkjörstjórn Árnes- sýslu, fasteignamatsnefnd, í stjórn Kaupfélags Árnesinga frá upphafi og nú varaformað- ur þess, skipaður í margar matsnefndir og þannig mætti lengi telja. Ollum þessum störf- um gegnir hann enn og sér aldurinn lítt á honum. Þá var hann lengi formaður Fram- sóknarfélags Árnesinga og J i jafnan verið einn traustasti forvígismaður flokksins í hér- aðinu frá því að Framsóknar- flokkurinn hóf starfsemi sína. Gísli á Reykjum hefir í vöggu- gjöf þegið góðar gáfur, sam- vizkusemi og dugnað, sem skap- að hafa honum mikla tiltrú, samhliða því að vera úrræða- góður og hugkvæmur við lausn margi'a vandamála. Hann er ó- eigingjarn í störfum, heldur fast á málum sínum en þó hóf- samlega. Ræður hans eru ekki langar en þær eru rökfastar og hitta jafnan kjarna málsins og það broslega fer ekki framhjá honum. Hann er óumdeildur leiðtogi í sveitarfélagi sínu, þrátt fyrir mikið mannval fyrr og síðar, og leiðsögn hans þykir öllum gott að hlíta. Verður hans minnst í dag af mörgum með einlægri vináttu þakklæti, en af ýmsum ástæð- um er afmælisfagnaðinum frest- að til 26. september næstkom- andi. Á næstunni verður birt viðtal, sem Tíminn hefir átt við hann í tilefni af sjötugsaf- mælinu. arhellur og ásteytingarstein- ana. En í þessari bók, þar sem hver slysabyltan rekur aðra, fara litlar sögur af orsökum þeirra. Það virðist því hafa veriö nóg viðfangsefni fyrir höfundinn að lýsa örlagastundinni, þegar franska Dúna flýr barnið, sem hún á og elskar, svo að skugg- inn af lífi hennar grúfi ekki yfir því alla tíð. En úr því að farið var að rekja fortíðina hefði átt að gera það svo, að ekki væri spillt áhrifunum af síðasta flótta þessarar glötuðu manneskju á glapstigu fyrra lífernis. En eftir þann lestur munu flestir vera hættir að taka mark á manneskjunni. Gamlar syndir og nýjar. Ljóð eftir Jón frá Ljár- skógum. Stærð: 164 bls. Það leynir sér ekki að höf- undur þessara kvæða hefir haft næman smekk á söng og hljóma. Það er víða mikil óm- ræn fegurð og kliðlæg mýkt í þessari bók. Þó að finna megi galla á formi og hrynjandi Ijóð- anna, eru það fremur undan- tekningar. Söngmenn finna þarna nokkra texta við vinsæl lög, sem náð hafa hylli og út- breiðslu á síðari árum. Yrkisefnin eru með ýmsu móti, en mörg eru kvæðin falleg og bera þess yfirleitt vott að vera runnin frá góðu og við- kvæmu hjarta. Og þá er orðin mikil breyting á íslenzkri al þýðu, þegar kvæði eins og t. d. „Breiðfirðingaljóð" og „Kvæði til konunnar minnar“ eiga ekki hylli almennra lesenda. Það hefir verið sagt, að í þessari bók væru öll kvæði höf- undar. Ég sakna þess að „Tveir Dalamenn“ er þar ekki. Lakari ljóð hafa verið til tínd. Það er víða bjart og létt yfir þessum ljóðum, gleði vors og æsku, en þó tíðum angurvær eins og kvíði haustsins bíði undir niðri. Höfundurinn var stúdent og 1 samræmi við þá tízku, sem lengi hefir haldizt þeirra á meðal orkti hann drykkju- kvæði: „stúdentasöngur við skál“ hefir einkenni þessa skálds, lipurt og lýtalaust form og léttan hátt. Þar segir svo: Döggin, sem 1 glösum glitrar, gæti lífgað kaldan stein, salurinn af söngvum titrar — svona er stúdentsgleðin ein Þetta er fallega kveðið, og ekki er það fyrir einum að lá að hafa trúað þessu. En reynsl- an er köld og hefir grátlega oft sýnt að döggin, sem í glös um glóir hefir meira vald til að deyða en llífga og Baldur hinn góði verður ekki grátinn úr helju, eftir að mistilteinninn hefir grandað honum. (Framhald á 4. siOu) Erich. Kástner: Gestir í Miklagarði — Ég þarf engan bakpoka, svaraði Schulze. — Þér þurfið einmitt bakpoka, sagði Polter og brosti illkvitnislega. Krakkinn — sendillinn er búinn að fá mislinga. Móðir hans getur ekki farið frá honum. — Ég vona, að hann fái góðan bata, svaraði Schulze. En þarf ég að fá bakpoka í eldhúsinu, þó að einhver krakki hafi fengið mislinga? — Lítið á listann, sagði Polter. Schulze leit yfir hann. Þetta var löng lesning. 100 póstkort. 2 túbur sólolíu. 1 kefli silkitvinni, dökkrauður. 50 frímerki. 3 tylftir rakblöð. 2 metrar hvítur lastingur. 5 stykki handsápa. 1 bytta blek. 1 sokkabönd, svört 1 leistar. 1 pakki hóstatöflur. 1 poki piparmyntur. 1 skóbursti. 3 pakkar beiskar töflur. 1 hundabeizli. 4 úr í viðgerð. 1 tylft snjógleraugu. 1 flaska hárvatn. 1 nestiskassi. . . . Listinn var miklu lengri en þetta. En Schulze nennti ekki að lesa meira. — Hvað á þetta að þýða? spurði hann. Polter fleygði fáeinum seðlum á borðið. — Þér skrifið svo verðið á hverjum hlut á listann. Afganginn af peningunum skilið þér mér, og svo at- huga ég í kvöld, hvort allt sé rétt. Schulze stakk peningunum og listanum í vasa sinn. — Og hvar á ég að fá þetta spurði hann. — Niðri í þorpinu — í lyfjabúðinni, hjá hársker- anum, í pósthúsinu, hjá úrsmiðnum og svo framvegis. Schulze kveikti i vindli og brölti á fætur. — Ég er ekki óþarfur maður, sagði hann. En aldrei datt mér í hug, að ég myndi leysa konu sendils- ins af hólmi. Þið látið mig vita, ef sótarinn ykkar kynni að fá tannpínu. Svo tölti hann á brott sigri hrósandi. En Polter beit á vörina. Kúhne gistihússtjóri kom heim litlu síðar. — Hvað gengur að yður? spurði hann, þegar hann sá luntasvipinn á Polter. Er eitthvað að gallinu í yður? — Nei, svaraði Polter, þungur á brúnina. Þessi Schulze hagar sér eins og ósvífinn strákur. — Neitar hann að vinna? spurði Karl hinn hugum- stóri. — Siður en svo, svaraði Polter. Honum virðist bara unun að því, þegar ég skipa honum til verka. Hann spurði, hvort hann mætti ekki hreinsa reykháfinn á morgun. Karl hinn hugumstóri gapti af undrun. — Hreinn og beinn skepnuskapur, tautaði hann. Schulze kom aftur eftir tvær klukkustundir með úttroðinn bakpokann. Ferðin hafði orðið hin skemmti- legasta. Úrsmiðurinn hafði rætt við hann um ástandið i Austur-Asíu og uppgang Japana, lyfsalinn hafði sagt honum lærdómsríkar sögur um lækna og skottulækna, er tóku þeim langt fram, og síðan boðið honum að drekka með sér rauðvínsglas í veitingakránni eitthvert næsta kvöld og einn kaupmaðurinn hafði látið skína í það, að hann skyldi víkja honum einhverju, ef hann keypti nauðþurftir gistihússins framvegis hjá sér. Hann tók bakpokann af sér í eldhúsinu og hélt síð- an upp í herbergi sitt til þess að líta yfir listann, áður en hann gerði upp við Polter. En þegar hann opnaði herbergið, uppgötvaði hann, að þar var gestur fyrir. Hann stóð hér um bil á höfði undir þvottaskálargrind- inni og veitti því enga athygli. að komið var inn. Schulze staðnæmdist á gólfinu og spurði höstum rómi: — Hvers óskið þér, herra minn? Maðurinn undir þvottaskálargrindinni spratt á fæt- ur. Þetta reyndist vera Kesselhuth. — Eruð þér ekki með öllum mjalla, maður minn? sagði Schulze. Viljið þér gera svo vel að segja mér, hvað þér hafið hér fyrir stafni? Kesselhuth dustaði rykið af hnjánum á sér með annarri hendi, en strauk hnakkann með hinni, því að hann hafði rekið sig á. Hann var mjög skömm- ustulegur á svipinn. — Það var innstungan, sagði hann vandræðalega. Hún var ekki í lagi. — Ég vil ekki neina innstungu, sem sé í lagi, svar- aði Schulze. — Jú, herra leyndarráð, svaraði Jóhann og opnaði nú kassa, sem var uppi á borðinu, og dró upp úr hon- um spegilfagran rafmagnsofn. Og nú lagðist hann aftur á hnén og stakk tenglinum í innstunguna, skreið undan grindinni og beið þess LUiA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í ölluiu kaupfélögum landsins. Samband ísl. samvinnufálaga . ♦♦*♦♦♦♦• ♦♦♦♦♦♦♦♦• nnnnnnnnsnn: Fósturdóttir úlfanna Sagan af Kamelu litlu, sem fóstruð var af úlfum, er nú komin í bókaverzlanir. Sagan er sönn. Hún lýsir hinni stuttu ævi litlu stúlkunnar, sem fannst meðal úlfa skokkaði á fjórum fótum, gelti og urraði að mönnum og lapti fæðu sína, en var að lokum farin að skilja og tala mannamál og semja sig að siðum þeirra. Bókin sýnir, hvernig uppeldiö getur skapað manninn á hvorn veginn sem því er beitt. Amerískur prófessor og uppeldisfræðingur, Arnold Gesell, hefir skrifað bókina, en Steingrímur Arason, kennari hefir þýtt hana og fylgt úr hlaði. Bókaverzlun Bsafoldar Stúlka óskast í borðstofu starfsfólksins á Kleppi. Upplýsingar hjá ráðskonunni. Sími 3099. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS Rómantísk stórskáldsaga eftir Rosamond Marshall Sagan skeður í London á 18. öld] og segir frá baráttu og ástunn umkomulausrar götudrósar, sem' verður ein fegursta og virðing- armesta kona Englands. Lýs- ingunni á hinum glæsilega per-< sónuleik og villtri skapgerði Kitty hefir verið jafnað viðj Scarlett O’Hara í „Gone with^ the wind“. Kitty var á s.l. árij metsölubók í Bandaríkjunum og< hefir síðan verið þýdd á mörg*1 tungumál og meðal annars orð-\ mjög vinsæl í Svíþjóð. — <> Stórkvikmynd hefir einnig verið gerð um söguna af Kitty og er hún leikin af Paulette Goddard og Ray Milland. — Kitty er eins og frú Parkington og Ormur Rauði ein af hinum vin- sælu „Grænu skáldsögum.“ Kitty er efnismikil, skemmtileg og rómantísk ástarsaga. BókfelLsútgáfan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.