Tíminn - 04.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.09.1947, Blaðsíða 1
BITSTJÓRr. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 437S PRENTSMIÐJAN EDDA bX I uITSTJÓRASKRIPSTOPtrR: EDDUHÚSI. Llndargðtu B A simar 2363 og 437S APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu BA Siml 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 4. sept. 1947 160. Iilað ERLENT YFIRLIT: jP Tillögur Palestínunefndarinnar Arabar mótmæla skiptingu landsins. Á síðastliðnu vori var haldið aukaþing sameinuðu þjóðanna í tilefni a£ því,' að Bretar höfðu vísað Palestínumálinu þangað, eftir að allar tilraunir til að ná samkomulagi Gyðinga og Araba höfðu farið út um þúfur. Aukaþingið afgreiddi málið á þann veg, að kosin var sérstök milliþinganefnd, er skildi skila áliti og til- lögum um málið fyrir aðalþingið, sem kemur saman um miðjan þennan mánuð. Samkvæmt þessum fyrirmælum hefir nefndin nú skilað áliti sínu og tillögum. Nefndin hefir tvíklofnað um málið. Meirihlutinn leggur til, að Palestinu verði skipt milli Gyðinga og Araba, og verði stofnuð tvö sjálfstæð ríki, er bæði séu þátttakendur í banda- lagi Sameinu(ðu þjóðanna. — Landinu verði skipt þannig, að Gyðingar fái austurhluta Galí- leu allan miðhluta strand- lengjunnar með hafnarborgum Haifa og Jaffa og suður-eyði- mörkina svonefndu. Arabar fái Vestur-Galíleu og strandlengju hennar, hálendi Samaríu og Judeu, nema Jerusalem, er verði háð sameiginlegri stjórn beggja ríkjanna undir yfirstjórn bandalags Sameinuðu þjóðanna. Lögreglumenn frá bandalaginu gæti helgra staða í borginni, en þeir hafa oft orsakað blóðugar deilur Araba og Gyðinga. Tillögur minnihlutans, (þ. e. fulltrúa Indverja, Sýrlands og Júgóslava í nefndinni) eru hins vegar þær, að Palestína verði sambandsríki undir einni yfir- stjórn. Báðir nefndarhlutarnir leggja til, að umboðstjórn Breta hætti hið allra fyrsta. Meirihlutinn leggur til, að umboðsstjórn Breta haldist í tvö ár og verði 150 þús. Gyðingum leyft að flytjast til landsins á þeim tíma. Haldist umboðsstjórn Breta eftir þann tíma verði 70 þús. Gyðingum leyft að flytjast til landsins árlega. Mjög ólíklegt er, að tillögur meirihlutans leiði til nokkurra sátta í málinu, þar sem þær virðast vilhallar Gyðingum, enda hefir þeim þegar verið kröftulega mótmælt af Aröbum. Hætt er því við, að þetta deilu- mál leysist ekki fyrst um sinn. Það hefir lengi verið ósk Gyð- inga að stofna eigið ríki í Pal- estínu, því að forfeður þeirra bjuggu þar fyrir löngu síðan. Hins vegar eru Arabar búnir að búa í landinu í margar aldir og réttur þeirra til þess virðist því ótvíræður. Landakröfur Gyð- inga eru ekki ósvipaðar því, að íslendingar færu að krefjast lands í Noregi, þar sem forfeður þeirra bjuggu fyrir löngu. Kröf- um Gyðinga var því lítið sinnt þar til á fyrri styrjaldarárunum, er Bretar gáfu þeim það loforð, að þeir skyldu hjálpa þeim til að koma upp þjóðarheimili í Palestínu. Þetta loforð fól ekki í sér neitt fyrirheit af hálfu Breta um stuðning við sérstakt ríki Gyðinga í Palestínu, heldur hitt, að þessari landlausu þjóð skyldi gert mögulegt að koma þar á fót eins konar miðstöð fyrir samtök sín og menningar- starfsemi. Tyrkir réðu yfir Palestínu þar til í fyrri heimsstyrjöldinni, er þeir voru hraktir þaðan af Bret- um og Aröbum. Þjóðabandalag- ið fól Bretum síðan umboðs- stjórn þar 1923 og hefir hún haldizt síðan. í skjóli hennar fluttust Gyðingar í stórum stíl til landsins og fjölgaði þeim þar yfir 400 þúsund á árun- um milli styrjaldanna. Arabar töldu sér stafa mikla hættu af þessum fólksflutningum, eink- um eftir að Gyðingar tóku að kaupa bezta landið í strandhér- uðunum og leggja undir sig verzlunina og iðnaðinn, en þar stóðu Arabar þeim ekki á sporði vegna minni reynslu. Niðurstað- an varð því sú, að Arabar gripu til vopna og var því engu minni ógnaröld i Palestínu á árunum 1936—'39 en nú. Að lokum létu Bretar undan og lögðu miklar hömlur á flutninga Gyðinga til landsins. Sættust Arabar á það og féllu þessar róstur því niður. Á stríðsárunum var allt kyrrt í þessum málum, en eftir styrj- öldina kröfðust Gyðingar miklu meira innflutnings, en samn- ingar Breta og Araba leyfðu, enda var þá og er enn margt Gyðinga, er flostnað hafa upp (Framhald á 4. síðv) EFNILEGUR HLAUPAGARPUR ERLENDAR FRETTIR Tveir stjórnarflokkanna í Ungverjalandi, jafnaðarmanna- fiokkurinn og Smábændaflokk- urinn, hafa ákveðið að kæra þingkosningarnar, sem fóru þar fram síðastl. sunnudag. Vafasamt er talið, að stjórnar- samvinnan haldist. Þing brezku verkalýðsfélag- anna hefir verið haldið undan- farna daga. Það hefir lýst full- um stuðningi við viðreisnarfyr- irætlanir stjórnarinnar. Truman forseti er staddur í Brasilíu og hélt þar ræðu í fyrradag á lokafundi amerísku landvarnarráðstefnunnar. Hann lýsti þar yfir því, að Bandaríkin myndu viðhalda vígbúnaði sín- um meðan friðarhorfur væru ekki betri en nú. Hann endur- tók, að staðið yrði við tilboð Marshalls um lánveitingu til viðreisnar í Evrópu. Ameríkuríkin telja Grænland til varnar- svæðis síns Á landvarnarráðstefnu Ame- ríkuríkjanna, sem lauk í þess- ari viku, var samþykkt að stækka varnarsvæði Ameríku. Það mun hér eftir ná milli heimskautanna eftir vissum lengdarbaugum. M. a. er því ætlað að ná til meginhluta Grænlands og meginhluta Suð- urskautslandanna. Ráðstefnan, sem kom sér saman um sameiginlegar land- varnir Ameríkuríkjanna, lýsti yfir því, að hún gæti ekki þolað íhlutun annarra ríkja á þessu svæði. Þó mun réttur Dana til Grænlands ekki véfengdur inn- an þessara takmarka. Eins og kunnugt er, hafa und- anfarið staðið yfir samningar milli Dana og Bandaríkjamanna um þessi mál, án þess að sam- komulag hafi fengizt, þar sem Danir hafa ekki viljað fallast á amerískar herstöðvar á Græn- landi. Bandaríkin virðast nú hafa fengið öll Amerískuríkin til að styðja þessa kröfu sína, að Kanada undanskildu, er ekki tók þátt í ráðstefnunni. Virðast horfur á, að Grænland geti orð- ið svipað deiluefni milli Dana og Bandaríkjanna og Svalbaröi milli Norðmanna og Rússa. Mydin er af Mal Patton, stúdent í Kaliforníu, er Ameríkumenn gera sér miklar vonir um á Olympíuhlaupunum i sumar. Hann hefir í sumar hlaupið 100 Yards (ca. 91 m.) á 9.4 sek. og 200 Yards á 20.4 sek. Nýja Bíó hefur sýningar í endur- bættum húsakynnum sínum Það er í röð fullkomnustu og vönduoustu kvikmyndahúsa. Blaðamönnum voru sýnd í gær hin endurbættu húsakynni Nýja Bíó, en sýningar hefjast þar á morgun. Húsrými hefir verið stækkað mjög mikið eða svalirnar auknar um helming, en þó hefir sætum ekki fjölgað, þar sem þau eru nú rýmri en áður. Jafnframt hafa anddyrin verið aukin mikið, einkum innra and- tiyrið. Allur frágangur er hinn vandaðasti og glæsilegasti og fengnar hafa verið fullkomnustu sýningarvélar. Er Nýja Bíó nu vafalaust í röð glæsilegustu og fullkomnustu kvikmyndahúsa. „Fólkið hefir byggt þetta". ' Þáð m'un vafalaust þykja ó- þarfi af ýmsum, sagði Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri við blaðamann Tímans í gær, að leggja í þessar miklu breyting- ar og bæta svo aðeins við einu sæti. En við, sem erum eigend- ur kvikmyndahússins, viljum láta fara sem bezt um gesti okkar og trúum því, að fólk skemmti sér, betur í góðum húsakynnum. — Ágóðinn af rekstrinum er líka kominn frá fólkinu sjálfu og við höfum viljað láta það njóta hans í bættum húsakynnum. Raun- verulega er það fólkið sem hefir byggt þetta með aðgangseyri sínum, og fær nú lika að njóta þess. — Sá hugsunarháttur, sem kem- ur fram í þessum ummælum, er vissulega lofsverður. Aðsóknin hefði vafalaust ekki orðið minni, þótt sætin hefðu verið þrengri og frágangur allur óvandaðri. Eigendurnir hefðu því grætt, ef þeir hefðu lagt minna í endur- bæturnar. Hins vegar er það mégin atriði, að fólk venjist góðum skemmtistöðum og gerir skemmtanirnar ánægjulegri. — Það sjónarmið hefir fengið að ráða hér og er það vel farið. Eins og segir, hafa svalirnar verið auknar um helming og eru rúm 120 sæti í hinum nýja hluta þeirra. Hins vegar eru sætin ekki nema einu fleira en áður og liggur þetta í því, að þau eru nú rýmri en þau voru. Annars er óþarft að lýsa endur- bótunum að örðu leyti, því að þær verða Reykvíkingum fljótt kunnar. Ástæða er þó til að vekja athygli á tveimur teikn- ingum í innra anddyrinu. Er önnur teikning af sandblásinni rúðu, gerð af Halldóri Péturs- syni. Hin er teikning af spegil- rúðu, gerð af Kurt Zier og er henni ætlað að gefa hugmynd um landnám Reykjavíkur. Nýja Bíó 35 ára. Það eru nú liðin 35 ár síðan (Framhald á 4. siðu) Forseta f luttar þakkir Stoffregen forstöðumaður danska sendiráðsins hér hefir nýlega gengið á fund forseta íslands og flutt forseta þakkir og kveðjur Friðriks IX. Dana- konungs fyrir nærveru forset- ans við útför Kristjáns X. og blómsveig þann, er forsetinn lagði við líkbörur hins látna konungs. Landsfundur Stéttarsambands bænda settur í gær á Akureyri Helztu mál fundarins verða verolagsniálin og tryggingalöggjöfin. Landsfundur Stéttarsambands bænda var settur í gær í Skjald- borg á Akureyri og mun honum ljúka í kvöld. Helztu málin, sem fundurinn tekur til meðferðar, verða verðlagsmál landbúnaðar- ins og tryggingalöggjöfin. Fundinn sækja 43 bændur úr öllum sýslum landsins, nema Vestmannaeyjum. Á fundinum eru mættir allir þeir fulltrúar, sem þar eiga rétt til setu, nema fulltrúi Vest- mannaeyja, annar fulltrúi Vest- ur-Skaptfellinga og annar full- trúi Vestur-Húnvetninga. Þá mættu á fundinum tveir menn úr sjórn Stéttarsambandsins, sem ekki eru fulltrúar, en það eru þeir Jón Sigurðsson á Reyni stað og Einar Ólafsson í Lækj- arhvammi. Ennfremur mæta þar Bjarni Ásgeirsson landbún- aðarráðherra, Steingrimur Stein þórsson, búnaðarmáJastjóri, Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins, Sveinn Tryggvason, formað- ur framleiðsluráðs og Gísli Krjtet jánsson, ritstjóri Freys. Fundarstjórar voru kosnir Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafna gili og Jón Sigurðsson á Reyni- stað, en fundarritarar Gestur Andrésson á Hálsi og Stefán Diðriksson á Minni-Borg. Á fundinum í gær flutti Sverrir Gíslason, formaður Sté)|ttaSí:£Umbandsins, ítarlega skýrslu um störf þess á síðastl. starfsári og ræddi jafnframt sérstaklega um veríðlagsmálin. Þá flutti landbúnaðarráðherra yfirlitsræðu um horfur í afurða- sölumálunum og fjárhagsmál- um þjóðarinnar yfirleitt. Loks voru lagðir fram reikningar Stéttarsambandsins og kosið í nefndir: Verðlagsnefnd, fjár- hags- og ferðakostnaðarnefnd, Tryggingarlaganefnd og allsherj arnefnd. í næsta blaði verður væntan- lega hægt að segja nánar frá störfum og ályktunum fundar- ins. Embættaveitingar Forseti íslands skipaði í gær eftirgreinda embættismenn: Pétur Benediktsson sendi- herra íslands á ítalíu, Erik Juuranto aðalræðismann ís- lands í Helsinki, Olaf Lyngbye ræðismann íslands í Aalborg, Pál Ólafsson ræðismann íslands í Færeyjum, Valtý H. Valtýsson héraðslækni í Kleppjárnsreykja- héraði, Vernharð Þorsteinsson kennara við Menntaskólann á Akureyri. Iðja framlengir kaup- samninga Félag íslenzkra iðnrekenda og Iðja, félag verksmiðjufólks, hafa átt í samningum um kaup og kjör og er þeim nú nýlokið. Varð það að samningum milli aðila, að samningarnir skyldu haldast óbreyttir og framlengj- ast til 15. apríl 1948. Ný Ijóðabók eftir Kjartan Gíslason Á miðvikudaginn mun ný Ijóðabók, eftir Kjartan Gísla- son frá Mosfelli koma í bóka- verzlanirnar. Nafn hennar verður „Fegurð dagsins" og er hún fjórða ljóðabók Kjart- ans. Norðri gefur bókina út. Kjartan er sérkennilegt og gott skáld og hafa bækur hans bor- ið vott um stöðuga framför. Þessarar bókar hans mun því beðið með eftirvæntingu af mörQjum ljóðavinum. Mötuneyti f æðiskaup enda tekur til starf a Félagsmötuneyti fæðiskaup- enda hér í bænum tók til starfa í fyrradag í Kamp Knox við Kaplaskjólsveg. Nú þegar getur matstofan tekið á móti 50—60 manns í fast fæði, en síðar, þegar frek- ari endurbætur hafa verið gerð- ar á húsnæðinu, munu á 3. hundrað manns geta matazt þar samtímis. Forstöðukona mötuneytisins verður Kristjana Indriðadóttir, og framkvæmdastjóri hefir ver- ið ráðinn Helgi E. Thorlacius. TIMINN Tíminn kemur ekki út á morgun vegna skemmtiferðar starfs- fólks nrentsmiðjunnar TVæsta Islað kemur út á laugardaginn. Nokkrar ályktanir héraðs- fundar V.-ísafjarðarsýslu - Fertugasti og áttundi Þing- og héraðsmálafundur Vestur- ísafjarðarsýslu var haldinn 23.—24. f. m. Fundinn sátu fulltrúar úr öllum hreppum sýslunnar og þingmaður kjördæmisins. Marg- ar ályktanir voru gerðar er snertu bæði heimamál og almenn landsmál. M. a. voru gerðar ítarlegar ályktanir um símamál, samgöngumál og menntamál héraðsins og verða þær sendar Alþingi. Hér fara á eftir nokkrar ályktanir fundarins, sem varða almenn landsmál: Landbúnaðarmál. Fundurinn telur það þjóðar- nauðsyn að bændur og aðrir jarðræktarmenn eigi jafnan völ á miklum og heppilegum á- burði, sérstaklega með tillJíi til mikillar nýræktar, sem fyrir- huguð er í landinu á næstu ár- um og skorar því á þing og stjórn að hraða undirbúningi að byggingu áburðarverksmiðju í landinu. Einnig verði sem fyrst athugað á hvern hátt sé mögu- legt að notfæra ýms verðmæt úrgangsefni, sem til falla í landinu til áburðarframleiðslu. Jafnframt hvetur fundurinn bændur til að nýta sem bezt all- an heimafenginn áburð og minnir sérstaklega á hve lagar- áburður er verðmætur. Fundurinn skorar á næsta Al- þingi að breyta lögum um Bún- aðarmálasjóð i það uppruna- lega form, sem bændasamtökin í landinu lögðu til og fengu flutt á Alþingi 1944. Sjávarútvegsmál. Þar sem Ijóst er, að fram- leiðslukostnaður á aðalútflutn- ingsvörum okkar, sjávarafurð- unum, er nú þegar orðinn allt of hár og verðlag þeirra muni fara lækkandi á erlendum mark aði, skorar fundurinn á þing og stjórn að leita allra hugsan- legra úrræða til þess að lækka dýrtíð og framleiðslukostnað, en gæta þess jafnframt, að hlutur sjómanna og útvegsmanna verði þannig, miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins, að ekki sé hætta á, að fjármagn og vinnuafl dragist af þeim sökum frá þess- um atvinnuvegi. Telur fundur- inn æskilegt, að reynt væri sem fyrst að stuðla að því, að sam- tök launþega og atvinnurek- (Framhald á 4. síOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.