Tíminn - 10.09.1947, Blaðsíða 1
J
i RTTSTJÓRl:"
ÞÓRA.RTNN ÞÓRARIN8SON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKTTRINN
Slmar 2353 og #S7S
PRENTSMTBJAN EDDA hX
7 JTSTJÓRASKRD?STOPUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 6 A
Sfmar 2363 og 4S73
APGREEDSLA, INNHKIMTA
OQ AUGLÝSINGASKRrPSTOPA:
EDDUHÚSI, lilndargöta BA
Siml
31. árg.
Reykjavík, miovikudaginn 10. sept. 1947
163. blaö
ERLENT YFIRLIT.
Sænsku bændurnir sipöu Sauðfjársjúkdómanefnd hefir ekki mælt með
fjárskiptum milli Blöndu og Héraðsvatna
Stjórnin fellst að mestu leyti á kröfur bænda
samtakanna
Deilum þeim, sem verið hafa í Svíþjóð milli ríkisstjórnarinnar
og hændasamtakanna um verðlagsmál landbúnaðarins, er nú
lokið. Var í öllum höfuðatriðum fallizt á kröfur bændasamtak-
anna. Bændasamtökin voru búin að skora á bændur að sá ekki
haustkorninu, ef kröfum þeirra yrði hafnað.
Málverkasýning Ás-
geirs Bjarnþórsson-
í London
Ásgeir Bjarnþórsson málari
opnaði sýningu í sýningarskála
Royal Wa'ercolour Soc'ety í
London þann 12. ágúst, og setti
Pétur Eggertz sendifulltrúi sýn-
inguna með ávarpi. Boðsgestir
voru um 80 að tölu.
Sýning Ásgeirs vakti mikla
athygli, og hefir aðsókn verið
góð. Hafa flest blöð getið sýn-
ingarinnar, sum mjög lofsam-
lega, og birt myndir af lista-
manninum og málverkum hans.
Það hefir vakið sérstaka at-
hygli í sambandi við sýninguna,
að brezka viðskiptamálaráðu-
neytið veitti Ásgeiri ekki leyfi
t'l innflutnings á rnálverkun-
um með sölu fyrir augum. Var
leyfi hans bundið því að verkin
yrðu aftur flutt úr íandi. Af
þeíisum ástæðum leyfist honum
ekki að selja neitt hinna sýndu
verka, en hann má hinsvegar
selja það, sem hann kann að
mála meðan hann dvelur í
Bretlandi. Fara sum blöðin
hörðum orðum um þessa ráð-
stöfun.
Times farast svo orð um sýn-
inguna:
..Málverkin eru aðallega af
landslagi, en þó eru nokkrar
andlit?myndir á sýningunni, sú
eftirtektarverðasta af málaran-
um Jóhannesi Kjarval. Ásgeir
Bjarnþórsson málar landslags-
myndir sínar yfirleitt í sterk-
um litum með stórum sporöskju
löguðum blettum, er liggja ská-
hallt, en teikningin undir n'ðri
er hefðbundin og náttúrölsk. —
Oft þykir fólki, ókunnugu ís-
lenzku landslagi, litirnir hrana-
legir, en myndimar gefa lifandi
hugmynd um mótsetningarríkt
land kletta, fljóta og kyrkings-
legs trjágróðurs. „Haustlitir"
og „Hraungjóta" eru mildari að
áferð og yfirbragði og eru meðal
ánægjulegustu myndanna á sýn
ingunni."
ERLENDAR FRÉTTIR
Ný sanisteypustjórn hefir ver- '
ið mynduð i Grikklandi. For-'
sætisráðherra er Sopfoulis, for- ,
ingi frjálslyndra lýðveldissinna,
en utanríkisráðherra er Tsald-
aris, foringi íhaldssamra kon-
ungssinna. Stjórnin hefir á-
kveðið að lofa uppreisnarmönn-
um fullri sakaruppgjöf, ef þeir
gefist þegar upp, en annars
verði hafist handa um að kveða
uppreisnina niður með vopna-
valdi.
Þingi brezku verkalýðsfélag-
anna er lokið. Þingið samþykkti
nær einróma fylgi sitt við
stefnu stjórnarinnar í innan-
ríkis- og utanríkismálunum.
Þingið lagði áherzlu á, að Bret-
ar reyndu að gæta jafnvægis í
utanríkismálum með því að
leggjast hvorki á sveif með
Bandaríkjamönnum eða Rú&s-
um, heldur reyndu að miðla
málum milli þeirra.
ÞÆR ERJU í VERKFALLI
Deila þessi er upphaflega
komin þannig til, að nefnd sú,
sem gerir tillögur um landbún-
aðarverðið, lagði til á síðastl.
vori, að hækkun yrði á nýja af-
urðaverðinu, sem átti að ganga
í gildi 1. þ. m., er svaraði til
þess, að arlegar heildartekjur
bænda ykjust um 140 milj. kr.
Bændasamtókin töldu hins veg-
ar, að verðið'þyrfti að hækka
svo mikið, að heildartekjur
bænda ykjust um 200 milj. kr.
Rökstuddu þeir kröfur sínar
einkum með því, að mikil kaup-
hækkun yrði hjá verkafóllki í
sveit til samræmis við kaup-
hækkanir, sem urðu hjá iðn-
verkafólki síðastl. vetur.
Ríkisstjórnin reyndi, eftir að
þessar tillögur nefndarinnar
urðu kunnar, að ná samkomu-
lagi við bændasamtökin, en þær
tilraunir fóru út um þúfur. Mál-
ið var síðan lagt fyrir þingið
og samþykkti það, að afurða-
verið skyldi hækka 1. sept., er
svaraði til þess, að árlegar
heildartekjur bændastéttarinn-
ar ykjust um 156 milj. kr.
Þegar þessi niðurstaða varð
kunn, birtu bændasamtökin á-
varp til bænda, þar sem'skorað
var á þá að sá ekki haustkorn-
inu, nema þeir fengju fyrir-
mæli um það frá samtökum sín-
um. Raunverulega þýddi þetta,
að bændur gerðu sáðningar-
verkfall, nema fallizt yrði á
kröfur þeirra að mestu eða öllu
leyti. Jafnframt voru haldnir
bændafundir víða um landið.
þar sem tilmæli bændasamtak-
anna voru studd.
Þegar ríkisstjórnin sá, að hér
var alvara.á ferðum, voru teknir
upp nýir samningar. Náðist að
lokum samkomulag þess efnis,
að afurðaverðið til bænda yrði
hækkað sem svaraði 195.8 milj.
kr. á ári, en 26 milj. kr. af
þeirri upphæð yrði greidd sem
verðlagsuppbót til bænda á þeim
svæðum, þar sem uppskeru-
brestur hefir verið mestur.
Hið nýja verðlag er nú gengið
í gildi. Samkvæmt því hækkar
m. a. mjólkurverðið til fram-
leiðenda um 3 aura líterinn (5.4
íslenzka aura) og er það til-
tölulega mun meira en sú verð-
hækkun á mjólkinni, er nýlega
hefir orðið hér.
Samkvæmt samkomulaginu,
er hinu nýja afurðaverði ætlað
að gilda í eitt ár, en þó fengu
bændasamtökin það viðurkennt,
að þau gætu krafist endurskoð-
unar á samningnum, ef kaup
iðnverkafólks hækkaði um ára-
mótin, þegar nýir kaupsamn-
ingar eiga að ganga í gildi.
Niðurstaða þessi þykir mikill
sigur fyrir bændasamtökin, en
jafnframt er á það bent, að
hann hafi unntat vegna pess,
að kröfur þeirra voru sann-
gjarnar, þegar tillit væri tekið
til annarra stétta. Bændur voru
því ekki að knýja fram óeðli-
legar hækkanir, heldur aðeins
að sporna gegn því að gengið
væri á rétti þeirra.
Það þykir sennilegt, að þessi
úrslit verðlagsdeilunnar geti
haft verulega pólitíska þýð-
ingu. Fram að þessu hefir ver-
ið góð samvinna milli bænda-
flokksins og jafnaðarmanna-
flokksins í Svíþjóð, en í þessari
deilu voru foringjar þeirra að-
(Framhald á 4. síöu)
Greinargerð Sæmundar Friðrikssonar
framkvæmdastjora
Vegna blaðaummæla um fyrirhuguð fjárskipti«á svæðinu milli
Biöndu og Héraðsvatna, hefir atvinnumálaráðuneytið beðið fram-
kvæmdastjóra sauðfjárveikivarnanna að semja greinargerð um
þetta mál og er skýrsla hans svohljóðandi:
Mynd þessi er frá Frakklandi. Hún er af frönskum Gyðingastúlkum, sem
ætluðu að koma vörum og- meðölum til Gyðinga, sem voru í haldi á f lótta-
mannaskipum í franskri hafnarborg. Stúlkunum var bannað að flytja gjaf-
irnar um borð í skipin. Gripu þær þá til þess ráðs, að setjast á götuna
í mótmælaskyni og tefja með því umferðina.
Bræðslusíldaraflinn
svipaður og í fyrra
Söltun var helmingi minni en þá.
Síldveiðunum fyrir Norður-
'andi er nú að heita má álveg
'.okið. Hafa þær algjörlega
brugðizt þeim vonum, er þjóðin
gerði til þessa þýðingarmikla
'ojargræðisvegar. Bræðslusildar-
aflinn er þó örlítið meiri en í
7yrra, en saltsíldaraflinn meira
?n helmingi minni. Auk þess ber
að athuga. að síldveiðiflotinn
hefir aldrei fyrr verið líkt því
eins stór og nú, svo útkoman
hjá sjómönnum og útgerðar-
mönnum, er yfirleitt miklu
'akari en í fyrra.
Samkv. upplýsingum sem
Tíminn hefir fengið hjá Fiski-
félaginu, nam bræðslusíldarafl-
\nn á öllu landinu 6. sept. sam-
tals 1.249.467 hektólítrum. — Á
sama tíma í fyrra nam hann
1.171.496 hektólitrum. Árið áð-
ur nam hann aðeins 463.238
hektólítrum, en árið 1944, sem
var gott síldarár, varð aflinn
2.166.736 hektólítrar.
Góðar aflasölur hjá
togurunum
Aflasölur íslenzku togaranna
í Englandi hafa yfirleitt verið
góðar að undanförnu, og sumar
ágætar. Fimm íslenzk skip hafa
selt afla sinn í brezkum höfn-
um það sem af er þessum
mánuði.
Viðey seldi 2298 kits fyrir
7022 sterl.pd., Belgaum 2556
vættir fyrir 6443 sterl.pd., Ing-
ólfur Arnarson 3151 kits fyrir
9186 sterl.pd., Júní 2900 vættir
fyrir 6738 sterl.pd. og Júpíter
seldi 3118 vættir fyrir 7276
sterl.pd.
Fjórir togarar eru nú á leið-
inni til Englands með fullfermi.
Sumir þeirra með mjög góðan
fisk, sem líklegt er að seljist vel.
Auk i>ess eru ekki færri en
sex togarar væntanlegir með
fullfermi af Halamiðum alveg
næstu daga, en þar hefir verið
uppgripa veiði að undanförnu.
Saltsíldaraflinn nam á sama
tíma nú 61.740 tunnum, en á
sama tíma í fyrra var búið að
salta 157.061 tunnu. 1945 var
búið að salta 67.739 tunnur, en
1944 var ekki saltað nema
32.793 tunnur.
Bræðslusíldaraflinn í ár skipt
ist þannig á milli verksmiðj-
anna:
H.f. Ingólfur, Ingólfsfirði
42.933. H.f. Djúpavík, Djúpuvík
66.563. S.R., Skagaströnd 33.695.
S.R., Siglufirði 454.726. Rauðka,
Siglufirði 118.965. H.f. Kveldúlf-
ur, Hjalteyri 168.963. Síldarverk
smiðjan, Dagverðareyri 97.914.
I S:ldarverksm:ðjan, Krossanesi
1 65.288. S.R., Húsavík 7.373. S.R.
Raufarhöfn 172.983. H.f. Síld-
'arbræðslan, Seyðisfiröi 20.064.
Hlaupið í Sulu
Um helgina kom hlaup í Súlu
og hefir það farið vaxandi síð-
an, og þegar valdið nokkru
tjóni. í fyrradag óx hlaupið
mikið og slitnuðu þá símalínur,
þar sem áin flæddi yfir Skeið-
arársand. Varð því sambands-
laust við Öræfin, nema um
Austurland. Jakaburður er mik-
ill í ánni og hefir brotnað tals-
vert framan af jöklinum. Liggja
jakarnir víðsvegar fram með
ánni. Ekki er hægt að segja
hvort hlaupið hefir ennþá náð
hámarki sínu, eða hvort það sé
aðeins á byrjunarstígi enn. —
Fróðir menn telja hins vegar
líklegt, að hlaupið verði ekki
mjög mikið að þessu sinni.
Maður hverfur
S.l. sunnudagsmorgun fór
maður að nafni Guðbjörn
Scheving Jónsson, til heimilis
á Urðarstíg 11, að heiman frá
sér og hefir ekki komið heim
síðan.
Um kl. 9.30 á sunnudags-
(Framhald á 4. síðtti
Sumarið 1946 lét sauðfjár-
sjúkdómanefnd fara fram skoð-
anakönnun (atkvæðagreiðslu)
á svæðinu frá Hvalfjarðargirð-
ingu norður að Steingríms-
fjarðar- Berufjarðargirðingu og
austur að Háraðsvötnum um
viðhorf fjáreigenda til fjár-
skipta.
Könnun þessi sýndi, að fylgi
með fjárskiptum var all mis-
jafnt. Á svæðinu næst Vest-
fjörðum inn að Hvammsfjarð-
argirðingu, reyndist það of lít-
ið til þess að verulegar líkur
væru til þess að fjárskiptafrum-
varp næði tiLskyldu fylgi. En
það er einmitt þetta svæði sem
ætíð hefir verið talið heppileg-
ast að byrja á, ef ráðist væri
í stórfelld fjárskipti á mæði-
veikisvæðinu, til að fjarlægja
j hættuna frá Vestf jörðum og fá
áframhaldandi heilbrigt svæði.
Hins vegar leiddi skoðanakönn-
unin í ljós, að fylgi með fjár-
skiptum var mest í Húnavatns-
sýslum. Og með því að taka
svæðið frá Hrútafirði að Hér-
aðsvötnum, sem eina heild,
mátti sjá, að f j árskiptafrumvarp
myndi þar verða samþykkt með
nægum meiri hluta.
Skömmu eftir að skoðana-
könnuninni var lokið, hófu
fjáreigendur i sveitunum milli
Héraðsvatna og Blöndu undir-
búning að fjárskiptum. Full-
trúafundur fyrir svæðið var
haldinn að Reynistað 31. ágúst
1946. Var hann að vísu ekki lög-
mætur, sakir formgalla á kosn-
ingu sumra fulltrúanna, en þó
var þar starfað að undirbún-
ingi fjárskiptamálsins, samið
fjárskiptafrumvarp og sam-
þykkt tillaga þess efnis, að
fjárskipti færu fram haustið
1947. Framkvæmdastjóri sauð-
fjársjúkdómanefndar mætti á
fundinum, samkvæmt lagalegri
skyldu, ef kringumstæður leyfa.
Gaf hann upplýsingar varðandi
skoðanakönnunina og fleira í
sambandi við fjárskipti. Var
ekki laust við að sumir fulltrú-
ar á svæðinu vildu síðar, telja
komu framkvæmdarstjórans á
fundinn og þátttöku hans í
fundarhaldi þessu, sem eins
konar skuldbindingu sauðfjár-
sjúkdómanefndar við það, að
mæla með fjárskiptasamþykkt-
inni, þegar þar að kæmi. Var
slíkt algjör misskilningur, því
þarna var aðeins um leiðbein-
ingar að ræða og upplýsingar,
en engin loforð eða skuldbind-
ingar, enda ekki á færi fulltrúa
nefndarinnar, eða í hans verka-
hring að taka ákvarðanir um
slíkt mál, sem þarna var á ferð.
Hitt skal svo viðurkennt, að
eins og þá stóðu sakir mátti
telja líklegt, ef í stórfelld fjár-
skipti yrði ráðizt, þá yrði byrjað
á svæðinu frá Héraðsvötnum að
Hrútafirði. Á því eina svæði
sannaðist við skoðanakönnun,
að fjáreigendur myndu sam-
þykkja fjárskipti með tilskyld-
um meiri hluta atkvæða, og þá
er ólíklegt, að fjárskipti hefðu
verið látin bíða þar, en fyrir-
skipuð í hólfinu við Vestfirði,
gegn nægilegu fylgi.
.Á fulltrúafundi, er haldinn
var í Bólstaðarhlíð 15. septem-
ber 1946 var endanlega gengið
frá fjárskii>tasamþykkt fyrir
svæðið milli Blöndu og Héraðs-
vatna. Frumvarpið náði síðan
löglegu samþykki fjáreigenda
við atkvæðagreiðslu.
En um svipað leyti og þetta
var $ð gerast, hófu fjáreigend-
ur á svæðinu frá Steingríms-
fjarðar- Berufjarðargirðingu
inn að Hvammsfjarðargirðingu
undirbúning að fjárskiptum. Og
seint í september 1946 kom til
sauðfjársjúkdómanefndar frum-
varp þaðan, sem að vísu hafði
vantað fáein atkvæði til að ná
tilskyldu fylgdi. En undirskrift-
arlisti fylgdi með frá allmörg-
um mönnum, sem lýstu sig sam-
þykka fjárskiptum, en höfðu
ekki getað verið við atkvæða-
greiðsluna. Var því augljóst að
þarna var fylgi orðið svo mikið
sem þurfti til þess, að fjár-
skiptafrumvarp næði löglegu
samþykki, enda reyndist svo við
atkvæðagreiðsluna nú í sumar,
Kom þetta ýmsum á óvart,
einkum þeim, sem kunnugir
voru skoðanakönnuninni sum-
arið 1946. En þessi niðurstaða
varð til þess, að sauðfjársjúk-
dómanefnd leit þegar svo á, að
einmitt þarna í hólfinu næst
Vestfjörðum ætti að byrja fjár-
.skiptin, ef út i stórar aðgerðir
yrði farið í þeim efnum og var
það í fullu samræmi við skoð-
un nefndarinnar og umræður
um þessi mál á undanförnum
árum.
Þegar nefndin skilaði tillög-
um, sem henni bar að gera,
samkvæmt 24. gr. laga frá 29.
apríl 1947 „um hagfellda skipt-
ingu þeirra landshluta þar sem
sauðfé er sýkt af fjársóttum í
fjárskiptasvæði", gerði hún
þrjú mismunandi yfirlit, um á-
ætlun fjárskipta, á sama svæði
sem skoðanakönnunin fór fram
á. Á öllum þeim yfirlitum, er
lagt til að fjárskipti fari fram
þegar í haust á svæðinu næst
Vestfjörðum. Á einu yfirlitinu
(nr. II.) er einnig ráðgerð slátr-
un fjár á svæðinu milli Blöndu
og Héraðsvatna strax í haust.
Var það yfirlit gert meðfram til
að sýna, að það er óhagstæðara,
bæði fyrir ríkissjóð og fjáreig-
endur, áð fara eftir því, en eftir
yfirliti nr. I. eða nr. III., enda
ekki mælt með því í greinar-
gerð nefndarinnar, en þar seg-
ir svo:
„Á yfirliti nr. II. er gert ráð
(Framhald a 4. siðul
Ný sendinefnd skipuð
á fund sameinuðu
þjóðanna
Ríkisstjórnin hefir skipið þá
Thor Thors sendiherra og al-
þingismennina Ólaf Thors, Her-
mann Jónasson og Ásgeir Ás-
geirsson til að sitja allsherjar-
þing sameinuðu þjóðanna, sem
kemur saman í New York 16.
september. — Formaður nefnd-
arinnar er Thor Thors.