Tíminn - 11.09.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.09.1947, Blaðsíða 2
TÍMIM\, fimmtudaginn 11. sept. 1947 164. blað Benedikt Gíslason frá Hofteigi: ¦ *jwKm7vB\ .....fSSSBSS Ráðstefna stéttanna í dag hefjast umræður um dýrtíðarmálin meðal þeirra manna, sem ríkisstjórnin kveð- ur saman til að gera tillögur um það í nafni atvinnustétt- anna. Um það má deila, hvort heppilegra hefði verið að fela að einhverju leyti öðrum sam- tökum en gert var að skipa f ull- trúa til þessara viðræðna. Sjálf- sagt má færa rök að því, að ítök hinna ýmsu starfshópa séu ekki í nákvæmlega réttum hlutföll- um í þessari nefnd. En þegar þess er gætt, að þetta er nefnd, sem ekki hefir neitt úrskurðarvald en aðeins tillögurétt, gerir slíkt minna til. Þá er það fyrir mestu, að þannig sé tilstofnað, að sem flest sjón- armið komi fram, og engir sem máli skiptir gleymist. En ekki er hægt að loka augunum fyrir því, að landbúnaðurinn á þarna aðeins einn fulltrúa en iðnað- urinn og sjávarútvegurinn tvo hvor. Mun það vera rökstutt með því, að sveitafólk skiptist ekki í atvinnurekendur og launþega eins og hinir. Þá er dálítið athyglisvert, að auk þess sem Alþýðusambandið sendir mann frá sér, eiga að koma fulltrúar opinberra starfs- maniia og launþegadeildar verzlunarmannafélags Rvík- ur. Segja sumir, að þar með eigi að fyrirbyggja, að gengið sé nærri atvinnumöguleikum þess- ara hópa. Það er þó óþarft tal, því að fróðlegt er að heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja — og á hvern hátt þeir vilja beina starfskröftum þjóðarinn- ar frá ófrjóum skrifstofustörf- um og milliliðavinnu að líf- rænni og arðbærri framleiðslu. Fram hjá því verður ekki heldur gengið, að launamenn fyrirtækja og stofnana, sem ekki hafa neitt með beina fram- leiðslu að gera, eru svo margir nauðsynlegir, að þeir eiga fullan rétt á sér. En fólkið bíður með óþreyju eftir því, að frétta eitthvað af þessari samkomu. Menn vita að nú er úr vöndu að ráða, þó að nauðsynin knýi raunar fram sumt hið sjálfsagðasta, svo sem gjaldeyrissparnað. En hvernig á að skipta þeim gjaldeyri, sem fæst? Og hvernig á að leysa.mál atvinnuveganna, (svo að tæki þeirra verði notuð sem bezt, og þjóðin afli þess gjaldeyris, sem náttúrugæði, atvinnutæki og mannafli leyfir? Mönnum er það Ijóst að nú þarf margt að breytast. Ýmsir þurfa að temja sér nokkru meiri sjálfsafneitun en verið hefir um hríð og aðrir verða að leita ann- ara jákvæðra verkefna, en þeir hafa lifað á undanfarið. Þetta er þjóðarnauðsyn. Það er ekki að efa, að full- trúar þeir, sem hefja störf sín 1 dag, vita hvar skórinn kreppir nú að. En þess skulu þeir gæta, að þegar þeir gera tillögur um ráðstafanlr, sem koma óþægi- lega við alla alþýðu má ekki gleyma því, að þeir, sem mest hafa grætt og notað gróðann fyrir sig en ekki þjóðfélagið, eiga enn eftir að taka á sig þær byrðar, sem rétt er og skyldugt. Ef því er gleymt, verða úrræði, sem bitna á almenningi rang- lát og óframkvæmanleg. Árangur þessarar stéttasam- komu er því að verulegu leyti NÚ EDA ALDRE íslenzka þjóðin stendur á krossgötum. Skýrslur eru lesnar í útvarpi og gefnar á mannfundum, um fjárhagsástæður þjóðarinnar, sem bera það með sér, að nú er svo komið að segja verði: hing- að og ekki lengra. Og þegar blöði#i og jafnvel forsvarsmenn þjóðarinnar geta um það, að nú sé ef til vill sá einn kostur, að taka lán, og þá í Bandaríkjun- um, hrökkva allir góðir íslend- ingar við, vitandi það, að slíkt lán yrði einungis eyðslueyrir, og fjötur um f6t fyrir komandi kynslóðir. Nógu sárt að vita, að blessað Thórsnesið hefir verið afhent Jónatan, þó eigi komi til aðrir háskalegri hlutir í þeim skiptum. Það munu og allir á einu máli um það, að ástæðulaust sé fyrir þjóðina að binda sér slíkt helsi, sem erlend lán yrði á þessum og næstu tímum, því atvinnuað- staða þjóðarinnar er á engan hátt lömuð, jafnvel betri en áður, og verður þá spurningin þessi: Eiga avinnuvegirnir að bera uppi lífið í landinu, eða á að leita styrks til þess að fólk- ið geti lifað? Eða á að lifa hærra í landinu en atvinnuvegirnir geta borið? Þessu svara allir á eina lund. Líf þjóðarinnar á að miðast við atvinnuvegina og það á ekki að lifa hærra en þeir geta borið. En hverfum að efni máls. Það hefir verið sameiginlegt álit allra~íslendinga, sem hugs- undir því kominn, að þar verði samkomulag um heiðarlega lausn, sem dekrar á engan hátt við þá ríkustu og sterkustu á kostnað hinna mörgu og smáu. að hafa um þjóðhagsfræði, að djýrtíöin svokallaða sé hlð hættulegasta fyrirbrigði, og flokksforingjar stærstu stjórn- málaflokka landsins hafa talið hvað ýtarlegast gegn þessu fyr- irbrigði, og bent á hættuna sem lægi þar í fyrirsáti á fólksins vegi. En hvað var og er dyrtíðin á íslandi. Ástand sem myndaðist af síðasta stríði, með því að framleiðslan tvöfaldaðist í verði og vinnulaunin sömuleiðis; upp- gripaauður sem aldrei hefir þekkst dæmi i sögu landsins. Auður, sem síðan var dreift meðal þjóðarinnar með verð- hækkun á öllum hlutum sem nefndir eru til verðs. Peningar í umferð jukust skefjalaust, meðan þetta hélzt og sumir urðu ríkir. En engin ósköy standa lengi og ekki einu sinni stríð og lífið leitar jafn- væg:»s aftur. Og það er lögmál í fjárhagsfræði, þó eigi vilji allir viðurkenna, að þegar fram- leiðslan hætti að bera uppi verðgildið, hvort heldur er vinnulaun eða annað, sem metið er til verðs, þá myndast hinar svokölluðu kreppur, en þær valda hruni á verðmætum, at- vinnuleysi og samdrætti fram- leiðslunnar og verkar þetta þannig, að því meira sem fram- leiðslan dregst saman, því meira er atvinnuleysið, og því meira sem atvinnuleysið er, því stór- kostlegra er hrun verðmætanna. Þannig er þjóðfélag, sem gengur inn í kreppu í raun og veru dauðadæmt, eða vígt til þjáninga um ófyrirsjáanlega langan tíma. Verðgildið og framleiðslan standa í órofasam- bandi. Staðreyndirnar: íslenzk fram- leiðsla gefur aðeins 300 milj. kr. í erlendum gjaldeyri. Opinbert líf í landinu kostar meira en 300 milj. krónur. Tölur sem tala. Sparifé gengur til þurrðar. Ekki hægt að kaupa erlendar vörur fyrir gjaldeyrisleysi. Fram- kvæmdirnar að stöðvast, At- vinnuleysið að byrja. Kreppa. Framleiðslan hætt að bera uppi verðgildið í landinu. Eignahrun. Hingað og ekki lengra: Þeir sem horfðu á dýrtíðina, verð- gildið, vaxa sáu þetta fyrir. Þeir, sem töldu ranglátt að dreifa ekki stríðsgróðanum með verð- hækkun, gátu ekki ímyndað sér að þjóðfélagið réði ekki við verðgrundvöllinn í landinu, þeg- ar aðstæður breyttu/st. Þegar kaupið var hækkað á einni nóttu með samningum, þegar allt var verðmeira í dag en í gær, að réttu máli, vegna verð- meiri framleiðslu, þá virtist blasa við leiðin til að laga þjóð- hagsgrundvöllinn, þegar hlut- irnir snerust við. Færa verðgild- ið niður eftir hlutfallstölu á einni nóttu. Tvo fimmtu eða helming, 40 eða 50% af hundr- aði, eða niður í það verðgildi á hlutunum, sem framleiðslan bæri uppi: Laun niður um helm- ing, skatta, peningaseðla verzl- unarálagningu, skuldir, inn- eignir húsaleigu, verðbréf, tolla allt sem reiknað er til verðs niður um helming. Rentufæti má þó eigi hagga, enda er hann frekar verðmælir en verðgildi. Öll innlend framleiðsla, iðn- aðar- og landbúnaðarvörur nið- ur um helming. Þannig myndi sá sem fær 2000 kr. í laun á mánuði fá aðeins 1000 kr. en hann fengi jafnmikið fyrir 1000 kr. eftir verðbólgubreytinguna og 2000 kr. áður. Hjá miljóner- anum er ein miljón færð niður í hálfa, en fyrir hana er hægt að kaupa jafnmikið og heila áð- ur. En það er hnútur á bandinu: verzlunaraðstaðan við útlönd. Við getum ekki skráð aðkeyptar vörur niður um neitt, en þær lækka, vegna lækkandi tolla og verzlunarálagningar, og hver getur sagt um hvað er rétt verð á þeim í þessu landi eins og nú er komið? Ekki er það rétt verð, að hlutur sem kostar tvo dollara í verzlun út í New York kosti 140 kr. ísl., í verzlun í Rvík. Ekki er það rétt verö á hreyfanlegum hlutum, sem kannske kosta 17000 kr. á viðskiptavettvangi plús 20000 kr. í rassvasann, og hvað er mikið til af þessum rassvasaviðskiptum? Hvað mik- ið mætti laga viðskiptalífið í landinu ef saumað væri fyrir rassvasana? í bili yrði þá að lækka útlenda vöru í verði, þarf ríkissjóður að taká á sig þann halla, sem af því hlytist. Upp úr þessu hefðist helmingi betri að- staða yið framleiðsluna, og gjaldeyririnn hefði tvöfallt gildi miðað við verðgildið í landinu, á eftir. Landbúnaður- inn yrði útflutningsfær, og nið- urgreiðslunum létti af ríkissjóði. Vísitalan hyrfi, og myndi eng- inn sjá eftir henni. Við nokkra örðugleika yrði þó að etja í inn- flutningsverzluninni, sérstak- lega hvað snertir innflutning hráefna til iðnaðar. En það er líka talað um það, að þjóðin þurfi nokkru að fórna, og fórn- in yrði þá á því sviði, að eigi næðust nógu góð skipti á er lendri vöru. En það er mann- dómsauki en eigi fórn, þótt tak- marka yrði óþarfa og skaðlega eyðslu, sem veður uppi með fólki, til þess að láta tekjur endast móti útgjöldum. Á það má þó benda, að framleiðslu- aðstaða sjávarútvegsins yrði það góð, að á honum gæti hvílt tekjuþörf landsins, að mestu leyti, en tolla á erlendri vöru einkum nauðsynjum mætti af- nema, og munaði það miklu á verði þeirra. Óhófseyðslunni á opinberum vettvangi á heldur eigi að eira, en það heyrir eigi þessu máli til. m Verði hægt að koma atvinnu- vegunum á reksturshæfan grundvöll og sækja fram á því sviði, mun framleiðslan aukast með þjóðinni, en það þýðir aukna kaupgetu, betra líf og örari framleiðslu. Þannig yrði kreppunni bægt frá og fram- sókn hæfist að nýju í atvinnu- málunum: atvinna fyrir alla og þarafleiðandi vellíðan. Fórn- in sú ein, að lækka verðgildið, sem framleðislan og þjóðarbú- skapurinn þolir ekki og það framkvæmt þannig, að vegna samræmingar á öllu verðgildis- mati, finnur enginn til þess á innlendum viðskiptavettvangi, sem er aðalviöskiptavettvangur þjóðarinnar. Vegna tímaskorts er þetta mál of stuttlega flutt. Sjómannablaðið Víkingur Sjómannablaðið Víkingur, 8. tölublað þessa árg., er nýkomið út. Efni þess er m. a. þessar greinar: íslendingar og Norð- menn eftir ritstjórann Gils Guðmundsson, Koptinn er þarfaþing, Hafnir — hafnleys- ur — síldarverksmiðj ur eftir Grím Þorkelsson, íslenzkur sæ- garpur eftir Sig. Sumarliðason, Landhelgi íslands eftir Júlíus Havsteen sýslumann, Með skipa- lest til Murmansk, Austur á Hvalbak og Einkennileg skip. Auk þess eru í heftinu minn- ingagreinar, kvæði, smásaga og fleira. Guðbrandur Magnússon: Kapítulaskipti í skógræktarnrLálunum ÞRIÐJA GREIN. Hinn áhugamikli skógræktar- stjóri, Hákon Bjarnason hafði i umræðunum vikið nokkuð að sauðkindinni og áhrifum henn- ar fyrir skóggróðurinn, einnig að Landgræðslusjóði og svo því, að honum þætti ekki góð hlut- föllin í framlögum til verndun- ar fornminja annars vegar og, skógræktar hins vegar. Hermann Jónasson vék að þessum atriðum í ræðu Hákon- ar, kallaði þetta einstefnuakst- ur, skiljanlegan og jafnvel góð- an, úr þessari átt. En Þjóð- menjasafnið væri tímabært lífs- spursmál. Landgræðslusjóður hefði fengið sitt tækifæri, en sorglegt skilningsleysi fjölda'ns á málstað hans. Sauðfjárrækt- ina ætti að efla með ýmsu móti. Skógrækt og fjárrækt geta sam- rýmst. Þegar bæjarskógar eru komnir til sögu, geta þeir tryggt búféð. Nýrækt skóga verður af- girt. En skógur kominn úr bit- hæð getur orðið afdrep fyrir fé á vorin. „Er hægt að rækta skóg?" Hér er að vísu ekki um þetta spurt, en svarið er: „Það er hægt að rækta tré, sem ekki hefir verið hægt að útrýma!" Rányrkja, vanþekking, eldur, ísar og búsmali, hafa ekki megnað að útrýma björkinni. Frumskilyrði fyrir öðru meira er að bjarga skógarleifunum með friðun, en þær skapa skilyrði fyrir uppeldi verðmætari nytja- viöar. Hér verður ríkið að koma til. Laufskógar eru sums staðar annars staðar í löndum rækt- aðir til þess að greiða fyrir barrskógi. Halda þarf uppi þróttmikilli fræðjslustarfsemi um þessi mál, vegna þess hve þekkingarskorturinn er mikill. Sagði ræðumaður frá því að hann hefði farið bónarveg til ágætisfólks, sem átti hvað vöxtulegust reyniviðartré í skrúðgarði sínum, og beðið um berin af trjám þessum. „Þetta er víst gott í sultu," spurði fólk- ið. Hann kvaðst ekki biðja með hliðsjón af því, heldur ætlaði hann að sá þessu. „Er það hægt." Og hér átti gott og vel mannað fólk hlut að máli. Við þurfum fólkið með okkur. Á þingi er trúin of lítil. Fyrir mér er þetta einnig þjóðhagsatriði, og fyrir því þarf að opna augu almenn- ings. Trén á Jótlandsheiðum vaxa engu betur en á Hallorms- stað. Nytjatré vaxa hér. Við plöntum þeim sjálfir og sjáum þau vaxa! Það getur engin þjóð búið í landi sem er að eyðast, eins og Ármann á Urðum orð- aði þetta svo réttilega. Enda snýst þetta við fyrr en varir. Ræktunaraldan kemur! Friðun. Uppeldi plantna í skjóli bjark- arinnar, og síðan dreifing þeirra í friðað landssvæði! í sérhverju Skógræktarriti þurfa að koma frásagnir um árangur. Bæjar- Iskógur á hverjum bæ. Ríkið styrki þær girðingar eigi minna en túngirðingar. Förum leið Norðmanna. Rikið kosti tilraun- ir, plöntuuppeldi, leiðbeininga- starfsemi. Einkafélög kyndi undir áhuga og annist fram- kvæmdir eftir mætti. Lögbjóða þarf að börn planti trjám. Með þeim hætti verður gróðursettur áhugi í brjósti kynslóðanna. Bjarkar-bæjarskógur, síðan enn meiri gagnviðarskógar, og þegar hann verður högg- inn, þá verður plantað tvöfalt í staðinn. Umfram allt, höldum í hugsjónina, að klæða landið, en jafnframt einnig hið þjóð- hagslega! Þrinnum saman starf ríkisins, aðstoð almennings og áhuga barnanna. Plöntun trjá- gróðurs sé gerð að skyldunáms- grein. Hvilkur greiði yrði það ekki við börnin sjálf! Búa okkur síðan heildaráætlun í þessum málum. Hér lauk máli sínu sá maður, sem orðið hefir til þess að vísa leiðina um það, hvernig standa ber að því að breyta plöntuupp- eldi hér á landi úr seinvirkri smáiðju í eins konar stóriðju. Vinnubrögðum hans verður ekki ítarlega lýst í þessari fund- arfrásögn, en skógrækt ríkisins er að taka þessi vinnubrögð eftir. En árangurinn er sá, að nú verður jafnauðvelt að hafa til hundruð þúsunda plantna árlega, eins og tugi þúsunda áð- ur, og verðlag plantnanna lækk- ar til mikilla muna samhliða. En fyrir þessar sakir, ætti ekki áhugaaldan, sem nú er að rísa í skógræktarmálunum, að þurfa að hníga fyrir vöntun á ung- plöntum. * Er þá komið að því að segja frá athöfnum þess manns á ís- landi, sem mest hefir lagt í söl- urnar fyrir þetta mál að þvi leyti sem hann skýrði frá störf- um sínum og athugunum þarna á fundinum. Maðurinn er dr. Helgi Tómasson. Hann keypti fyrir allmörgum árum jörðina Hagavík í Grafningi, er liggur að vestanverðu Þingvallavatni. Jörð þessa kvaðst hann hafa keypt í þeim tilgangi að rækta þar skóg. Að fenginni reynslu væri erfitt að sameina þessa starfseml ábúð þriðja manns. Er dr. Helgi nú sjálfur ábúand- inn, og greiðir skyldur og skatta til hlutaðeigandi sveitarfélags. Eitt sinn átti dr. Helgi þarna eina miljón barrviðarplantna í græðslureit sem fórust allar. Þriggja vikna samfelld stórrign- ing að haustlagi kom í veg fyrir að reistur væri' skjólgarður, sém ef til vill hefði bjargað þeim. Var það holklakinn sem vann á ungplöntunum. Hann má telja erkióvininn. Grasætur, arfi og aðrar illgresistegundir eru helzta vörnin gegn holklakan- um og skyldi enginn fjarlægja frá ungplöntum. Blágrenisplönt- ur sem alast upp í grasi lifa, svo varla hefir farist meir en 1%. Blágreni virðist þola bezt ber- svæði en þarf meiri raka en furan. Nú eru í Hagavík um 54 þúsund barrviðarplöntur frá 30 —100 cm. að hæö, fura, rauð- greni og blágreni. Hið* síðast- taldra stendur sig vil, en vex hægast. Sitkagreni vex einnig vel, en eru aðeins um 500 plöntur. Plöntur móti suðri eru í hættu í marz—apríl. Næturkuldi allt að 20°, en hádegishiti allt að 30—40°, eru of miklar öfgar fyr- ir ungplönturnar. Bezt þrýfast barrplönturnar móti austri og norðri. Varaði við að setja þær of nærri lágvöxnu birkikjarri, þannig að kjarrið næði til þeirra í stormi. Vildi að þeir sem starfa að skógrækt yrðu jafn- réttháir þeim sem lifa á bú- fjárrækt. Vildi að sauðkindin utan giröingar og ungskógurinn innan sinnar girðingar yrði gert jafnrétthátt að lögum. Taka mætti sauðkindina innan fjár- heldrar skóggirðingar með lík- um hætti og togara í landhelgi. Einkum væru það fullorðnir hrútar sem örðugleikum yllu, og alveg ótrúlegt skemmdarstarf sem þeir gætu unnið. Raf- magnsgirðing hefir verið reynd. Hún heldur fólki, en ekki hrút- um. Þrátt fyrir erfiðleika í þau 10 ár, sem hann hefir unnið þarna, þá kvaðst hann aldrei ákveðnari en nú að halda því áfram. Dr. Helgi kvað skógrækt- ina þarna fjölskyldufyrirtæki. Taldi viðvaningshjálp vafa- sáma. Ekkert þrýfstnema það sé „sett með hjartanu." Þess vegna væri hann ekki með því að skylda börn til að planta. Hins vegar vildi hann skylda kennarana til að freista að glæða áhuga barnanna. En börn sem alast upp með plöntunum, verða fagmenn. — Jörðina Hagavík kvað hann alfriðaða til skógræktar. Girðingar, sem búið er að setja upp og verið er að setja upp umlykja nú um 1100 h'ektara. í landi jarðarinnar eru um 300 km. af uppblásturs- börðum að lengd. Byrjað er að sá í þau grasfræi, og er þá borið (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.