Tíminn - 11.09.1947, Side 4

Tíminn - 11.09.1947, Side 4
DAGSKRÁ er bezta Islenzka tímaritið um þjóðfélagsmál REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Eddiíhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 11. SEPT. 1947 164. blað Mestu fjárglæfrar. (Framhald af 1. síSu) kvæmda. Með þessu á ekki að- eins að reyna að réttlæta ó- stjórnina, heldur á einnig að hafa þessa upphæð af nýbygg- ingarreikningi. Slíkt er vitan- lega fullkomnasta fölsun og váeri miklu nær að endurskoða leyfisveitingar Nýbyggingaráðs og athuga, hvort allar þær 350 milj. kr., sem það ráðstafaði hafi raunverulega farið til ný- sköpunar. Er kannske hægt að kalla jeppana, sem ráðið leyfði Reykvíkingum að kaupa til skemmtiferða, nýsköpunar- framkvæmdir? Og ætli það sé ekki svo með fleira? Sannleikurinn er því sá, að það er áreiðanlega ríflega á- ætlað, að 350 milj. kr. fari til nýsköpunar af þeim 1523 milj. kr., sem þjóðin hefir haft til ráðstöfunar árin 1945—47. Um 1200 milj. kr. eða 400 milj. kr. á ári hafa farið til venjulegrar eyðslu. Það er stærsti fjár- glæfrareikningur, sem nokkrir íslenzkir menn hafa staðið að. Skömmtun hefði ekki verið umflúin, þótt síldin hefði veiðst vel. Rétt þykir að eyða nokkrum orðum að þeim fullyrðingum, að ekki væri neinn gjaldeyris- skortur nú, ef síldveiðin hefði verið eðlileg í ár. Samkvæmt áætlun Landsbankans hefðu gjaldeyristekjurnar orðið 387 milj. s kr. á þessu árþ ef síld- veiðin hefði orðið sæmileg. — Gjaldeyrisinneignin var um ára- mátin 223 milj. kr. og hefði þjóðin því getað haft til ráð- stöfunar á árinu 600 milj. kr. af erlendum gjaldeyri, ef síld- veiðin hefði verið sæmileg og ekkert hefði verið hirt um að eiga neinar gjaldeyrisinneignir um áramótin. Leyfisveitingar Viðskiptaráðs og Nýbygginga- ráðs námu fyrstu sjö mánuði ársins 499 milj. kr. og hefðu þá átt að vera eftir til ráðstöfunar seinustu fimm mánuði ársins 101 milj. kr., ef síldveiðin hefði ekki brugðist og ekkert verið hirt um að eiga neinn handbær- an gjaldeyri um áramótin. Við- skiptaráð taldi hins vegar, að nauðsynlegt væri að veita leyfi seinástu fimm mánuðina fyrir 170 milj. kr., þótt verulegs sparnaðar væri gætt og aðal- lega væri sinnt þörfum 'fram- leiðslunnar. Það hefði því allt- af vantað 70 milj. kr. til að full- nægja þessari áætlun, þótt síld- in hefði veiðst sæmilega. — Skömmtunar- og niðurskurðar- ráðstafanir hefðu því yerið nauðsynlegar, þótt síldin hefði veiðst vel. Það er því blekking, að kenna síldarleysinu fyrst og fremst um gjaldeyrisskortinn. Til viðbótar blekkingarvið- leitninni, sýnir það mæta vel hugsunarhátt þessara manna, að þeir telja hinn gífurlega inn- flutning réttlætanlegan vegna þess, að því hafi verið treyst, að ekki yrði aðeins toppverð á afurðunum, heldur líka topp- veiði! Slíkt kalla þeir bjartsýni, en allir hugsandi menn munu telja þetta fyrirhyggjuleysi og glæframennsku á hæsta stigi. Þótt núverandi stjórn kupni hér eftir að reynast vel, verður henni það til ámælis, að hún skyldi ekki bregðast fyrr við þessum voða. Það hefði getað bjargað nokkuru. Fyrsta sporið í viðreisnar- áttinp. Það má segja, að tilgangs- llítið sé að sakast um orðna hluti. En Það verða menn að gera sér ljóst, að því aðeins er viðreisnarvon, að menn geri sér ljóst, hvað aflaga hefir farið. Það er ekki von, að almenning- ur fáist til sparnaðar og sjálfs- afneitunar, meðan helztu stjórn- arblöðin og jafnvel aðalmenn stjórnarsamstarfsins telja að ekki hafi gætt neins verulegs óhófs og eyðslusemi á undan- förnum árum. Og enn síður fást þá stórburgeisarnir til sjálfs- afneitunar, ef þannig er stöð- ugt verið að réttlæta gegndar- lausa .eyðslusemi þeirra. Menn, sem lofsyngja mesta sukk og fjárglæfra í sögu þjóðarinnar, hina vinsælu sendiferðabíla útvegum vér til af greiðslu á þessu ári gegn innflutnings- og gjald eyrisleyfum fyrir vörubílum frá Ameríku. Allar nánari upplýsingar í síma 7080 Emkaumboð Frá Vík í Mýrdal Fréttaritari í Vík í Mýrdal sím- ar, að óþurrkar hafi verið þar að undanförnu og heyskapur gengið treglega af þeirra völd- um. Margir bændur eiga því mikið hey úti, sum langhrakin og geta ekki komið að því gagni sem skyldi, sem fóður. Súluhlaupið hélt áfram af fullum krafti í gær og er nú símasambandslaust við Núps- stað. Hins vegar er búizt við því, að hlaupið taki nú bráðlega að réna. í fyrradag kviknaði í íbúðar- húsi starfsmanna miðunar- stöðvarinnar í Vík og skemmd- ist það mikið af eldi og vatni. Slökkviliðinu tókst þó fljótlega a ðráða niðurlögum eldsins. Tal- ið er að kviknað hafi í út frá olíukyndingu. Til kanpenda Tíraans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða 1 bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur^sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið I pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — geta ekki vænst þess, að sparn- aðarhjal þeirra verði svo tekið alvarlega. Það er óhætt að fullyrða, að fyrsta sporið til viðreisnar er að fordæma sukk og óhóf und- anfarinna ára og vinna gegn því, að þannig verði breytt framvegis. Þeir, sem ekki byggja á þessari undirstöðu, verða aldrei líklegir til giftu- samrar forustu í viðreisnarmál- unum. Það mætti alveg eins telja, að þeir, sem mest lofi nazíismann, séu vænlegastir til að endurreisa Þýzkaland. Búkollubíiið. (Framhald af 1. síðu) máli andvígir, voru fjarverandi. Er þetta gert til þess að málið komi ekki á dagskrá reglulegs bæjarstjórnarfundar,, en dag- skrá þeirra er birt fyrir fram og þá hefði gefizt tækifæri til að ræða það opinberlega, áður en það kom fyrir bæjarstjórn. í öðru lagi er málið afgreitt þegar á þessum fundi, þótt venjuleg málsmeðferð væri sú, að láta aðeins fara þar fram fyrstu umræðu um það, þar sem um var að ræða algerlega nýjar tillögur, sem bæjarfull- trúum hafði ekki gefizt kostur á að athuga áður. Þegar þátttaka bæjarins í þe.ssum búrekstri, var fyrst bor- in fram í bæjarstjórn, fékk hún svo eindregna andúð bæjarbúa, að formælendur hennar þorðu ekki annað en láta undan síga. Nú hafa sjálfstæðismenn og kommúnistar tekið málið upp á ný í þessari ábyrgðarmynd og komið að baki bæjarfulltrúum og öllum bæjarbúum, og tekizt að smeygja klafanum um háls þeirra með þessu atferli. Þetta mál hefir verið sótt með ein- dæmum og neytt allra bragða, og nú hefir áróðursmönnum þess loks tekist að komajyár- hagsábyrgð og rekstri þessa sögufræga læknabúskapar að verulsgu leyti á herðar Reyk- víkinga. Menningar- og minn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóöarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gimnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þuríði Sæmundsen. Lelðrétting í greinargerð Sæmundar Frið- riksjsonar framkvæmdastjóra um fjárskiptamál milli Blöndu og Héraðsvatna höfðu tilvitn- unarmerki lent á skökkum stað í blaðinu í gær. Það sem tekið er upp úr greinargerð Sauð- fjársjúkdómanefndar varðandi yfirlit nr. II. er þetta: „Á yfirliti nr. II. er gert ráð fyrir að slátra þegar á næsta hausti öllu fé mill Blöndu og Héraðsvatna, auk þeirra fjár- skipta, sem ráðgerð eru sam- kvæmt hinum yfirlitunum. Að öðru leyti er þetta yfirlit eins og nr. I. En allmikla ókosti hefir það í för með sér, að slátra fénu milli Blöndu og Héraðsvatna strax í haust. yÆí það til þess að haustið 1948 fengi allt svæðið frá Miðfirði að Héraðsvötnum ekki nema 14 þúsund lömb í staðinn fyrir 48 þúsund fjár, eða innan við 30%. Þetta yrði til mikils tjóns fyrir umrætt svæði næstu ár. Auk þess yrði að greiða aukabætur úr ríkis- sjóði af þessum sökum, á árinu 1950, vegna þess að ekki yrði hægt að útvega 50% lamba mið- að við fjártölu. Nemur sú upp- hæð um kr. 650 þúsund eins og áður getur, og veldur því að heildar kostnaðaráætlunin, samkvæmt yfirliti nr. II. er hærri en samkvæmt hinum tveim.“ Auk þess hafði fallið niður að birta símskeyti er átti að fylgja greinargerðinni frá atvinnu- málaráðherra og fjármálaráð- herra til forystumanna fjár- skiptamálsins á ofannefndu svæði, en það er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir geta þess, að við höfum ekki fallizt á og sam- þykkjum ekki önnur fjárskipti á þessu hausti en þau, er sauð- fjársjúkdómanefnd hefir þegar gert tillögur um. Afstaða fjár- málaráðherra byggist á því, að nú er upplýst, að fyrirhuguð fjárskipti milli Blöndu og Hér- aðsvatna á þessu hausti hefir stór auka útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð.“ Vinnið ötuUefja fyrlr Timann. (jamia Bíé HJi ónabandsf r í (Vacation from Marriage) Metro Goldwyn Mayer-stór- mynd, gerS undir stjórn Alex- ander Korda. Að alhlutverkin leika: Robert Donat, Deborah Kerr, Ann Todd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. iNpdi-Síó ia Bíó Tónllst og tilhngalíf („Do You Love Me“) Falleg músíkmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Maureen O’Hara Dick Haymes Harry James og hljómsveit hans Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1. Inngangur frá Austurstræti. «5555555555555555555555555555555555555 ~fjatnarbíó Uppreisn í fangelsinu (Prison break) Afar spennandi amerísk saka- málamynd. Aðalhlutverk leika: Burton Mac Lomce John Rusell Slenda Farrel Constance Moore Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sími 1182. 5S5SS55S5S5SS5SS5S5S5S55 Tunglskins- sónatan Hrífandi músíkmynd með píanó- snillingnum heimsfræga Ignace Jan Paderewski Sýning kl. 5, 7 og 9. Ojiið bréf. (Framhald af 3. síðu) frá sínu eigin heimili. Ég vona, hr. verðlagsstjóri, að við nánari athugun verðið þér sammála mér, að það eigi að vera tak- mörk fyrir því, hvað ríkisvaldið hundelti með vitlausum verð- skrám og sköttum, þá ein- staklinga, sem sýna í verkinu að þeir lelggja krafta sína fram til þess að skapa sem bezt ferða- mannaheimili. Það ættu að vera til ótal ráð að ná af þeim ágóðanum, yrði hann einhvern tíma óþarflega mikill, án þess að þyrla upp alls konar skrif- finnsku í reglugerðum, verð- skrám og lögum, sem allir ei;u neyddir til að brjóta. — Þó að þetta bréf verði nú ekki ítarlegra en orðið er, veit ég, að það verður lesið með at- hygli af tugum þúsunda manna um allt land. Um leið og ég kveð yður með vinsemd, læt ég þá ósk í Ijós, að Tíminn ljái yður rúm fyrir athugasemdir, ef þér kynnuð að hafa einhverjar málsbætur. Hreðavatnsskála á höfuðdag- inn 1947. Virðingarfyllst. Vigfús Guffmundsson. Kapitulaskipti. (Framhald af 2. síðu) á jafnhliða. Gilin þarf að þver- girða með grjóti, svo framburð- ur stöðvist. Þarna eiga eitt sinn að hafa verið um 1100 fjár, en voru komin niður í 90, þegar eigendaskiptin urðu. Mosinn er ófrjór, reynist bezt að rífa hann upp, snúa við og sá síðan. Ekki viröist þýða að bera á óhreyfðan mosann. Betra að setja plöntur í að kalla berar grjóturðir. „Þótt maður hafi haft ýmislegar áhyggjur og raunir, þá marg- borgar þetta sig, svo er gleðin mikil!“ voru lokaorð hinnar fróðlegu ræðu dr. Helga Tómas- sonar. Auglýsið í Tímannm. UPPBOD Opinbert uppboð verður hjá Áhaldahúsi bæjarins við Skúla- tún, föstudaginn 19. þ. m. og hefst kl. 1,30 e. h. Seldar verða eftirtaldar bif- reiðir: R- 316, R- 415, R- 556, R- 571, R- 843, R-1029, R-1046, R-1174, R-1397, R-1641, R-1668, R-2142, R-2272, R2501, R-2652, R-2704, R-2707, R-2755, R-3099, R-3185, R-2335, R-3413, R-3464, R-3668, R-3840, R-4116, R-4264, R-4492, R-4797 Og R-50529. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Ra N.s. Dronning Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna- hafnar um 18. sept. — Þeir sem fengiff hafa loforff fyrir fari, sæki farseðla í dag fyryir kl. 5 síffdegis, annars verffa miffarnir seldir öðrum. íslenzkir ríkis- horgarar sýni vegabréf stimpl- uff af Lögreglustjóra. Erlendir ríkisborgarar sýni skírtcini frá borgarstjóraskrifstofounni. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pétursson Hagnar Jónsson hæstaréttarlögmaffur . Laugavegi 8. Sími 7752. Lögfræðistörf og ^eignaum- sýsla. Áuglýsið í Tímannm,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.