Tíminn - 12.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1947, Blaðsíða 1
ritstjórI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Slmar 2353 og 4373 PRKNTSMIÐJAN EDDA hX ..XTSTJORASSRIRSTOFOR: EDDUHÖSI. Lindargöta B A ijifiuir 23§3 08 437S AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUQLÝSINGASKRIFSTOFA: EDBUHÚ8I, Lindargötu OA Siml 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. sept. 1947 165. lilað Bankarnir eiga ekki gjaldeyri fyrir gerðum ábyrgðarskuld- bindingum vegna vörukaupa Fréttatilkynning frá Lssndsnanka íslands. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbanka íslands nam inn- eign bankanna erlendis í ágústlok, ásamt erlendum verðbréfum o.fl., 24,2 milj. kr., að frádreginni þeirri upphæð, sem bundin er vegna togarakaupa ríkisstjórnarinnar. Ábyrgðarskuldbinjdingar bankanna vegna vörukaupa námu á sama tíma 26,4 milj. kr. FRA BARDOGUM I INDONESIU Stéttaráðstefn- an sett í gær Klukkan fjögur í gær var ráð- stefnan, sem ríkisstjórnin boð- aði til með fulltrúum stétta- samtakanna sett í Alþingishús- inu. Svo sem kunnugt er, á ráð- stefnan að ræða um það, hvaða leiðir séu helztar til \>ess að koma atvinnuvegunum á starf- hæfan og arðbæran grundvöll svo og ýmis önnur aðsteðjandi fjárhags- og verðlagsvandamál. Stefán Jóh. Stefánsson for- sætisráðherra setti ráðstefnuna með ávarpi, en síðan hófu þeir umræður Bjarni Ásgeirsson at- vinnumálaráðherra og Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra. Fulltrúarnir á ráðstefnunni eru þessir: Fulltrúi Vinnuveitendafélags íslands er Eggert Claessen framkvæmdastjóri þess. Frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Lárus Sigurbjörnsson for- maður. Frá Félagi ísl. iðnrek- enda Kristján Jóh. Kristjáns- son formaður. Frá Landssam- bandi iðnaðarmanna Tómas Vigfússon byggingameistari. Frá Landssambandi ísl. útvegs- manna Ólafur B. Björnsson for- seti bæjarstjórnar Akraness. Frá Launþegadeild Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur Guð- jón Einarsson formaður. Frá Alþýðusambandi íslands Lúðvíg Jósefsson alþm. Frá Sjómanna félagi Reykjavíkur Sigurjón Á. Ólafsson alþm. Frá Stéttasam- bandi bænda Sverrir Gíslason formaður og frá Farmanna og fiskimannasambandi íslands Þorsteinn Árnason skrifstofu- stjóri. ERLENDAR FRÉTTIR Nefnd er nýlega komin frá Júgóslavíu til London til þess að semja um viðskipti og greiðslur til Breta við fyrirtæki, sem hafa verið þjóðnýtt. Pakistanríkiff hefir í hyggju að sækja um lán í Bandaríkj- unum til endurreisnar. Argentínustjórn hefir bannað allan útflutning á kjöti til Bretlands fyrst um sinn. Stjórn- in hefir tekið þessa ákvörðun til þess að mótmæla því, að Bretar hafa bannað að skipta á sterlingspundum og dollurum. f gær fóru fram aukakosn- ingar í Liverpool og voru fram- bjóðendur fimm við þessar kosningar. Jafnaðarmenn höfðu þetta þingsæti — unnu það af íhaldsmönnum við síðustu kosningar. Nú þykir tvisýnt, að þeir muni halda því. í ágústlok námu eftirstöðvar nýbygingarreiknings 9,2 milj. kr. Af dollara-gjaldeyri voru þar eftir 10,8 milj. kr., en pund- in voru notuð upp og 1,6 milj. kr. til viðbótar teknar að láni af öðrum gjaldeyri. Eign bankanna erlendis, að írádregnu togarafénu og ný- byggingarreikningi, nam þann- ig aðeins 15,0 milj. kr., og vant- aði því 12,4 milj. kr. til að bank- arnir ættu fyrir ábyrgðarskuld- bindingum sínum. Þessar tölur gefa þó hvergi nærri fullnægjandi hugmynd um gjaldeyrisstöðuna, vegna þess að gjaldeyriseignin er ekki í einum óskiptum sjóði, heldur samanstendur hún af þrenns konar gjaldeyri, með mismun- andi notagildi: punda-gjaldeyri, dollara-gjaldeyri og clearing- gjaldeyri. Þegar brúttóeign bankanna í punda-gjaldeyri er — eins og hér hefir verið gert -r- lækkuð um þær 41,7 milj. kr., sem eiga að fara ti fullnaðar- greiðslu á togurum, sem ríkis- stjórnin festi kaup á, þá kemur fram, að bankarnir skulduðu 33,7 milj. kr. í punda-gjaldeyri í lok ágústmánaðar. Hin nefnda upphæð fyrir togurunum er enn færð sem erlend eign í reikning- um Landsbankans, þó að verð- bréfin, sem hún er geymd í, séu sett hlutaðeigandi skipasmíða- stöðVam að handveði og Lands- bankinn h£ifi þannig engan ráðstöfunarrétt yfir henni. — Til viðbótar þessari 33,7 milj. kr. skuld koma svo ábyrgðar- skuldbindingarnar í punda- gjaldleyri, sem námu 9,9 milj. kr. — í sambandi við þessar upplýsingar um pundaeign bankanna, skal það upplýst, að salan á pvmda-gjaldeyri frá bönkunum hefir það sem af er þessu ári numið 22 milj. kr. á mánuði til jafnaðar. Eign bankanna í dollara- gjaldeyri, að frádregnum ný- byggingarreikningi vaj: 28,0 milj. kr. í ágústlok, en ábyrgðar- skuldbindingar í sama gjaldeyri námu 9,9 milj. kr. — Eign bankanna í clearnv-s-gjaldeyri, — en hann er aðeins hægt að nota til vörukaupa innan við- komandi landa — nam 21,6 milj. kr., og ábyrgðir í sama gjaldeyri 6,6 milj. kr. Útbreiðslustarf- semi S.Í.S. Baldvin Þ. Kristjánsson er- indreki S. í. S. hefir á undan- förnum vikum ferðazt um N.- Austurland á svæðinu milli Seyðisfjarðar og Sauðárkróks. Efndi hann samtals til fjórtán funda, þar sem hann hélt, er- indi um samvinnumál og sýndi kvikmyndir. Sóttu þessa fundi alls um 2200 manns. Nýja landbúnaðarvísitalan mið- ast við gjöld og tekjur meðalbös Fréttatilkynning fi*á atvinnumálaráðuneytinu viim úrskurð gerðardómsins í verolagsmálum landbúnafSarins. Atvinnumálaráðuneytið hefir sent blöðunum fréttatilkynn- mgu þá, sem hér fer á eftir, um hina nýju landbúnaðarvísitölu, sem nýlega hefir verið ákveðin. Þar eru fyrst rakin lagaákvæði þau, sem gilda um þessi mál, og síðan úrskurður gerðardómsins um verðgrundvöllinn. Fulltrúar framleiðenda vildu hafa vísi- töluna talsvert hærri, en fulltrúar neytenda vildu hafa hana lægri. Úrskurður hagstofustjóra, sem var oddamaður í gerðar- dómnum, réði úrslitiim. Var hagstofustjóri ekki háður öðru sjón- avmiði en því, að fullnægja því ákvæði laganna, að bændum væri tryggðar svipaðar tekjur og öðrum vinnandi stéttum. Þeir, sem mest fjargviðrast yfir verðhækkun landbúnaðarvaranna, njættu gjarnan minnast þess, að hún er þannig raunverulega ákveðin af hlutlausum embættismanni, er var engu frekar háður sjónarmiðum bænda en neytenda. Fréttatilkynning atvinnumálaráðuneytisins fer svo hér á eftir: Enn eru af og' til átök milli Hollendinga og Indónesíumanna. Myndin sýn- ir hollenzka herdeild sækja fram. Austan ofviðri og rigning um allt land s.l. sólarhring Ráta rekur á land, ©g aðrir lenda í hrakning- um á sjó. f fyrrakvöld bárust fregnir hingað til lands af lægð, sem var á Atlantshafinu sunnan við ísland. Dýpkaði lægð þessi skyndi- lega í fyrrinótt og olli aftaka veðri á austan um allt land. Verst var þó veðrið á Suður- og Vesturlandi. Þjóðviljinn verður fyrir ósköpum Þjóðviljinn hefir ro'd'i'ö' fyrir þeim ósköpum, að neita nú aJ- ,' gjörlega að viðurkenna stað- reyndir, sem eru tölulega sann- [ aðar. Dag eftir dag er þar þrætt fyrir þær upplýsingar, sem fram koma í skýrslu f járhagsráðs og því haldið fram, að allt tal um að framleiðslulíf þjóðarinnar þoli ekki núverandi verðbólgu, sé aðeins byggt á því, að ein- [' 1 hverjir vondir menn hér á landi hafi náð aðstöðu til að selja fiskframleiðslu landsins undir heimsmarkaðsverði, svo i að tylliástæða fengizt til að heimta kauplækkun af fjand- skap við vinnandi alþýðu. — Næstu daga munu verða birt sýnishorn af þessum dæmalausa málflutningi. Þjóðviljinn ætti að upplýsa, hvað nú sé heims- i markaðsverð á fiski, frystum og söltum. tr»—-i—~~~---------~—---------—~—~~> Skömmtun á sápu Skömmtun hefir verið ákveð- dn á sápu og þvottaefni, en hvort tveggja hefir þó verið því nær ófáanlegt 'um tíma. Um næstu mánaðarmót er þó von á nokkrum birgðum af þessu í verzlanir, og hafa sápufram- leiðendur fengið fyrirmæli um að afgreiða ekki þessar vörur til verzlana fyrr en um næstu mánaðamót, og verður þá skömmtuninni komið á. Ekki er enn kunnugt um fyr- irkomulag skömmtunarinnar né um magn skammtsins, en að líkindum verða gefnir út sér- stakir seðlar til þessara kaupa. Samkvæmt fregnum, sem biaðið hefir fengið frá veður- ttofunni, var ekki bú'zt við því hvorki hér á landi, eða annars staðar, þar sem fylgzt var með þessum veðrabrigðum, að lægð þessi dýpkaði svo snöggt og ylli svo skjótum og miklum veður- breytingum hér á landi. Sú varð þó raunin á og skall ofviðrið skyndilega á sunnan og vestan lands þegar tók að líða á nótt- ina. Mest mun veðurhæðin hafa orðið í Vestmannaeyjum. en þar var hún mæld tólf vindstig um kl. sex í gærmorgun. Hélzt hvassv ðrið í allan gærmorgun, en uppúr hádeginu fór heldur að draga úr veðurhæðinni. Eku líkur til þess, að óveður þetta sé nú á enda. Má þó búast við að' það haldist lengst á Vestfjörð- um og út af þeim. í Reykjavík varð veðurhæðin mest í gærmorgun 10 vindstig en svo hvasst varð víða um land. Samfara ofviðrinu var úr- hellisrigning um allt land. í gær hafði ekki frétzt um stórfellda skaða af völdum veð- ursins, nema helzt frá Vest- mannaeyjum. Þar var fjöldi skipa á höfninni, og stórt, nor,ckt flutningaskip lá þar við bryggju, er veðrið skall á. Var bað að losa timburfarm til Eyja. í ofvirðinu slitnuðu festar skipsins að aftan, en við það' losnuðu bátar, sem bundnir voru utan á skipið og rak þá frá, án þess að, við neitt yrði ráðið. Rak þannig 10—15 báta upp á grunn, en engan þeirra sakaði verulega. Bátarnir voru allir mann'ausir. En varðmenn voru í norska skfpinu, sem ekki gátu neitt aðgert vegna veður- (Framhald á 4. slSu) Lagaákvæði um verðskrán- ingu landbúnaðarafurða. í II. kafla laga nr. 95, 5. júní 1947, um framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu og sölu á landbúnaðarvörum o. fl., eru fyrirmæli um verðskráningu landbúnaðarvara og eru 4. gr. og 5. gr. laganna svohljóðandi: 4. gr. Söluverð landbúnaðar- vara á innlendum markaði skal miðast við það, að heildartekjur þeirra, er landbnúað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Hagstofu fslands er skylt að afla nauðsynlegra gagna fyrir 1. júlí ár hvert um framleiðslu- kostnað landbúnaðarvara og tekjur annarra vinandi stétta á sama tíma. 5. gr. Við útreikning fram- leiðslukostnaðar og verðlagn- ingu á söluvörum landbúnaðar- ins á innlendum markaði í heildsölu og smásölu skal sam- kvæmt ákvæðum 4. gr. byggt á verðgrundvelli, sem fengin er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa, sem tilnefndir eru af stjórn Stéttarsambands bænda, og þriggja fulltrúa frá þessum félagssamtökum neytenda: Al- þýðu-sambandi íslands, Lands- sambandi iðnaðarmanna, Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Nefndinni til aðstoðar eru hagstofustjóri og formaður bú- reikningaskrifstofu landbúnað- arins. Verði samkomulag með öllum nefndarmönnum, er það bind- andi. Nú næst ekki samkomulag um einhver atriði snertandi út- reikning framleiðslukostnaðar eða verðlagningu landbúnaðar- vara, og skal þá vísa þeim at- riðum, er ágreiningi valda til sérstakrar yfirnefndar. Yfir- nefnd þessi skal skipuð 3 mönn- um, einum tilnefndum af full- trúum Stéttarsambands bænda. öðrum af fulltrúum neytenda og I hagstofustjóra sem oddamanni. Fellir hún fullnaðarúrskurð um ágreiningsmálin. Ákvæðin um yfirnefnd gilda á meðan greitt er niður með ríkisfé verð landbúnaðaralurða eða ef útflutningsuppbætur eru greiddar á þær. Verðlagsnefndin ósammála. í nefndina til að ákveða nýjan verðlagsgrundvöll voru skipaðir þessir menn: Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi, Steingrímur Stein- þórsson, búnaðarmálastjóri, Sig- urjón Sigurðsson, bóndi Raft- holti, allir tilnefndir af stjórn Stéttarsambands bænda, Ing- ólfur Gunnlaugsson, verkamað- ur, tilnefndur af Alþýðusam- bandi íslands, Einar Gíslason, málarameistari, tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna, Sæmnudur Ólafsson fyrrv. styri- maður tilnefndur af Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Nefndin hóf störf sín 9. júlí s.l. og lauk störfum í lok ágúst- mánaðar. Þar sem ekki náðist f ullt sam- kom'/lag innan nefndarinnar var ágreiningsatriðunum vísað til yfirnefndar sbr. 5. gr. lag- anna. Úrskurður yfirnefndarinnar. Úrskurður yfirnefndarinnar er dags. 30. ágúst s.l. og er hann svohljóðandi: „Með því að nefnd sú, sem samkv. 5. gr. laga nr. 94, 5. júní 1947 var falið að semja um nýjan grundvöll fyrir verðlagn- ingu á landbúnaðarafurðum, hefir ekki getað komizt að sam- eiginlegri niðurstöðu, hefir á.- greiningsatriðunum verið vís- að til úrskurðar yfirnefndar þeirrar, sem gert er ráð fyrir í sömu lagagrein. í Yfirnefndina hafa verið til- nefndir Einar Gíslason málara- meistari af fulltrúum neytenda og Sverrir Gíslason bóndi af hálfu Stéttarsambands bænda, (FramhaH á 4. stðul Ein sit ég áti á steini Mynd þessi er af brezkri prinsessu, dóttur brezku kon- ungshjónanna, þeirri næst elstu. Hún er ennþá ógefin heima í föðurgarði og situr hér ein úti á steini í fögru umhverfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.