Tíminn - 12.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.09.1947, Blaðsíða 3
165. Wað TÍMIM, föstndagiim 12. sept. 1947 3 Xokkur kveðjiiorö. Páil Stefánsson Ásólfsstöðum. Hann andaðist í Reykjavík 6. ágúst 1947 og var grafinn þar hinn 15. sama mánaðar. Hann var fæddur á Ásólfsstöðum hinn 16. Desember 1876, en ætt hans og æviatriöi hafa verið svo nákvæmlega rakin í minn- ingargrein um hann, að við þau efni verður hér eigi aukið. Páll úr Þjórsárdal, en svo nefndi hann sig stundum í hópi góðra vina, var einn af bænd- unum frá aldamótunum. Þeir voru hinir nýju landnámsmenn íslands. Eftir meira en sex alda ok erlendra þjóða og nærri jafn- langa kyrrstöðu í athafnalífi þjóðarinnar hófu þeir á loft framfaramerki hins íslenzka Iandbúnaðar. Páll var þar framámaður, og þeir voru fleiri í stafni á því tímabili. Þeim fylgdu að starfi hin sígildu hvatningarorð þjóðskáldsins: Trúðu á sjálfs þíns hönd en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi, Bókadra^mnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf. Með þessa kenning í huga hófu aldamótamennirnir starf sitt. Vissulega fengu þeir miklu áorkað til að fegra landið og bæta lífsskilyrðin. Túnin stækk- uðu, hagurinn batnaði, og það sem mest var um vert, menn fundu mátt sinn og eignuðust bjartsýni og trú á lífið og framtíð þjóðarinnar. Það væri vel ef hin nýja kynslóð sem býr við hagstæð fjárhagsleg og at- vinnuleg skilyrði gleymdi ekki starfi og striti þeirra, sem skil- uðu hinum góða arfi í hendur henni. Og nú er qfcpn dugmesti og gáfaðasti baráttumaðurinn frá hinni síðustu kynslóð til hvíld- ar genginn eftir langan og far- sælan starfsdag. Ég veit fullvel að svo fer mörgum, að þeim finnst sæti hans vandskipað þá er málefni sunnlenzkra bænda, og raunar allra íslenzkra bænda, eru á dagskrá. Svo traustur var þar æfinlega málflutningur hans bæði í sókn og vörn. — Ég þekkti Pál ekki persónu- lega þar til nokkur hin síðari árin, en ég þekkti viðhorf hans og þar bar okkur næsta lítið á milli þrátt fyrir rúmlega hálfs fjórða áratugar aldursmun. En mér var nafn hans og starf full- vel kunnugt síðan ég man eftir mér, því faðir minn og Páll stunduðu nám saman í Hóla- skóla um tveggja ára skeið þá er þeir voru um tvítugsaldur, og stofnuðu þá til þeirrar vin- áttu, er hélzt með þeim ævi- langt. Ég hafði því um langt árabil nánar fregnir af starfi Páls fyrir íslenzka bændur og málstað jieirra. Þess hefir annars staðar ver- ið getið réttilega, að Páll á Ás- ólfsstöðum hafði alla sína löngu starfsævi mikil afskipti af hér- aðsmálum og landsmálum, og er því ekki þörf að rifja þá starfssögu upp hér. Eins atriðis langar mig þó til að láta getið í þessu sambandi. Fyrir allmörg- um árum voru samþykkt á AJjbingi jarðræktarlög, og fór Páli sem fleirum, að hann feldi sig ekki við ákvæði þessara laga. Er það til marks um einbeittni hans 1 baráttunni fyrir því, er hann taldi bezt fyrir íslenzkan landbúnað, að hann boðaði til funda í nær öllum hreppum Ár- nessýslu til að mótmæla þeim atriðum þessara laga er hann taldi varhugaverð. Það er alkunna að Páll var maður gestrisinn og traustur nágranni. Höfðingsskapur hans og hjartalag voru konungi sam- boðin. Mér kemur í hug saga af Páli er mér var sögð fyrir mörgum árum af manni sem nú er í hópi framfarabænda austan fjalis. Hann bar að garði á Ás- ólfsstöðum að haustnóttum ásamt nokkrum sveitungum sín- um, er þeir voru á leið í fjalla- ferð. Stóð þar þá svo á að hey voru úti, en haustsólin skein yfir Þjórsárdalinn. Komumanni fór þá, sem sjállfsagt var, að hann léði hönd að verki við hið aðkallandi starf á Ásólfsstöð- um. Mörgum hættir til að festa ‘•ér lítt í minni þótt fyrir þeim sé drengilega greitt er mikið liggur við, en ekki fórst Páli svo, því að hann leyfði ekki upp frá þessu þeim, er hér átti hlut að máli tjaldstað í landi Ásólfs- staða meðan hann réði þar fyrir, og mun hafa ætlað honum þægilegri hvílustað. Munu margir geta sagt hliðstæðar sögur af Páli, og vissulega átti hin sanna og raunverulega ís- lenzka gestrisni þar góðan full- trúa er hann var. Pá(U á Ásólfsstöðum er nú kvaddur, og veit ég að svo fer mörgum sem mér, að þeir harmi þar öruggan mannkostamann er æfinlega var sómi stéttar sinn- ar og héraðs síns. Ég hefði kosið að hann hefði hlotið hinztu hvílu í túni ættaróðals síns gegnt hinum sviphreinu fjölium Suðurlands. Um þetta skal þó ekki sakast, því hin Lslenzka mold mun hvarvetna reynast þessum einlæga málsvar sfn- um hollur samastaður. Og svo kveð ég Pál úr Þjórs- árdal. Reykjavík á höfuðdaginn 1947. Magnús Víglundsson, Kaupmannahafnar- hréf (Framhald af 2. síðu) ar gefist skilyrðislaust upp, svo að Þýzkaland getur undir eng- um kringumstæðum ógnað Bandaríkjamönnum og alls ekki gert herstöðvar á Grænlandi nauðsynlegar. Almenningur í Danmörku lætur sig enn Grænlandsmálið litlu skipta, en ræðir mest um þurrka, mjólkurskort og kjöt- leysi. Hins vegar eru hugsandi Danir áhyggjufullir sökum veru Bandaríkjamanna á Grænlandi og sumir tala I fullri alvöru um, að brátt muni sá dagur renna upp, er þeir verði að velja á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Tivoli Iokaði í gærkvöldi. í gærkvöldi voru 63.000 gestir í Tivoli en alls hafa 3.265.000 manns heimsótt skemmtigarð- inn í sumar. Venjulega er Tivoli auð og köld um þetta leyti árs en í gærkvöldi voru trén ný- útsprungin 1 annað sipn á þessu surari. Þetta er 105 sumarið sem Tivoli starfar og það endaði þetta starfsár með stórri flug- eldasýningu. Til samanburðar má geta þess að 88.000 heim- sóttu Tívoli í Reykjavík í sum- ar. AuglýsilS í Tímanam. ttbreiðið Tímaim! Erich Kástner: Gestir í Miktagarbi Hildar. Ég er að hafa fataskipti. — Ég verð að fá að tala við yður, svaraði hann á- kafur. Þér getið falið yður bak við hurðina. — Þér þurfið ekki að koma inn svaraði hún. — Gott og vel — hvað vill doktorinn mér. Hún lagði eyrað við dyrakarminn og beið. En Hage- dorn varð orðfall. — Ég bíð, sagði hún. Hvers óskið þér?- — Eigið þér nokkurn kærasta? sPurði hann nötr- andi. Það varð löng þögn. Hagedorn lokaði augunum og beið í ofvæni. — Ekki enn, sagði hún loks. Þá rak hann upp ægilegt fagnaðaróp, sem bergmál- aði í göngunum. Svo hljóp hann niður eins og fætur toguöu. Hurð næsta herbergis opnaðist örlítið, og út um rifuna gægðist frú Kunkel. Hún rýndi fram í gang- inn, velti vöngum og sló á lær sér. — Svei mér, ef unga fólkið er ekki að verða alveg eins og það var fyrir styrjöldina, þegar ég var ung, sagði hún. SEXTÁNDI KAFLI. A Wolkenstein Um kvöldið var setzt að víndrykkju við borð Kessel- huths. Frú Kunkel hafði látið alimannalega yfir þvi, að hún væri karlmannsígildi, þegar vín væri annars vegar. Hún hefði drukkið tvær flöskur af Rínarvíni í brúðkaupsveizlu systur sinnar árið 1905. Samt sem áður þoldi hún vínið miður vel, þrátt fyrir drykkju- skap sinn árið 1905. Henni leið hræðilega illa, er hún raknaði úr rotinu morguninn eftir. Hún mundi ekk- ert af því, sem gerzt hafði, og hún gat ekki neytt neins nema skammta og meðala. — Hvað gerðist eiginlega í gærkvöldi? stundi hún. Talaði ég af mér? — Það hefði ekki komið að sök, þótt þér segðuð sitt af hverju, svaraði Hildur, ef þér hefðuð ekki endi- lega þurft að segja sannleikann. Ég varð að dansa allt kvöldið við Hagedorn til þess að forða því, að hann kæmist að leyndarmálinu. — Vesalings telpan, umlaði frú Kunkel. En einhvern tíma verður hann þó víst að fá að vita sannleikann. — En ég kærði mig ekki um, að þér segðuð hann í ölæði. Frú Kunkel hlejrti brúnum. Það var ekki laust við að henni þætti. — Og hvað gerðist fleira? spurði hún. — Svo fór Jóhann upp með yöur og háttaði yður hérna niður i rúmið. — Guð minn góður! hrópaði frú Kunkel og dró sængina betur yfir brjóstin á sér. Átti nú þetta eftir að koma yfir mig? — Jóhann sagöi það sama. En hann varð að gera það. Þér genguð nefnilega á milii borðanna og báðuð karlmennina að dansa við yður. Seinast lögðuð þér í yfirþjóninn. Þá fannst okkur nóg komið. Og Jóhann segir, að þér hafið endilega viljað, að hann svæfi hjá yður. Frú Kunkel eldroðnaði eins og kalkúni. — Dansaði ég illa? varð henni að orði. — Síður en svo, sagði Hildur. Þér sveifluðuð karl- mönnunum í kringum yður eins og þeir væru fiður- pokar. Frú Kunkel varp öndinni léttar. — Og hefir doktorinn sagt nokkuð meira? spurði hún. — Hvað eigið- þér við? — Hefir hann spurt íleiri spurninga? — Nú — það, sagði Hildur. Já — þér heyrðuð þetta í gær — þér heyrið svo vel. — Atvinnulaus doktor er ekki maður handa yður, sagði frú Kunkel og þóttist ekki heyra háðshreiminn I svari Hildar. Hann hefir ekki mikið að leggja á móti auðæfum yðar. — Ég lít ekki á hjónabandið eins og hlutafélag, sagði Hildur þóttalega. Svo tók hún skíðajakkann sinn og strunsaði út. Frú Kunkel brölti fram úr, eftir að hafa stunið og dæst nokkrum sinnum. Þegar hún kom niður í forsalinn, beið þar hópur ferðbúins fólks. — Hvert skal halda? spurði hún tortryggin. Schulce benti til fjalla. — Upp á Wolkenstein, hrópaði Hagedorn. Og þér komið líka. Það fór hrollur um frú Kunkel. Kesselhuth brosti illkvittnislega. — Þér verðið þá að ganga á undan, sagði hún. Frú Kunkel varð ekki um sel, þegar kom að svif- brautinni. Hún tók til fótanna og ætlaði að flýja heim að gistihúsinu. En förunautar hennar handsömuðu hana, áður en henni yrði undankomu auðið. Kessel- LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öllum kaupfélögnm landsins. Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING frá Viðskiptanefnd t Konu vasrtar til matreiðslu og innanhússtarfa við símstöðina á Borðeyri. Upplýsingar gefur símstjórinn, BorðeyrL I Viðskiptanefnd hefir ákveðið, að allir þeir, er ætla sér að sækja um gjaldeyri til náms erlendis n. k. vetur, skulu fyrir lok þessa mánaðar hafa lagt inn til nefndarinnar umsóknir sínar. Skulu umsóknum fylgja full skilríki um að sannanlegt sé að námið verði stundað, auk hinna venjulegu svara við áprentuðum spurningum á hinar venjulegu um- sóknir um gjaldeyrisleyfi til yfirfærzlu á náms- kostnaði. Það skal tekið fram að þýðingarlaust er að senda inn beiðnir, sem áður hefir verið synjað. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, vegna gjaldeyrisörðugleika, að allar greiðslur til þeirra, er við nám dvelja erlendis, verða minnkaðar frá því er áður tíðkaðist, og umsóknir til að hefja nám er- lendis verða eigi teknar til greina nema alveg sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. Frá byrjun næsta mánaðar til áramóta, verður engum umsóknum um yfirfærzlu á námskostnaði sinnt, enda eins og áður segir, skulu þær allar komnar í hendur nefndarinnar fyrir 1/10. n. k. Reykjavík 10. september 1947. VIBSKIPTANEFNDBí. Unglingavantar til að bera út Tímann á Laufásveg «»K Suðnrgötu. Talið við afgr. Timans, sími 2333. ! Tvær stúlkur n ► ► » ► . » ► ► ► óskast til Kleppjárnsreykjahælisins 1 Borg- arfirði. — Hátt kaup. Upplýsingar í skrifstofu rlkisspítalanna. Sími 1765. KRÆKIBER KRON Skólavörðustíg 12. VinnlB ötullem tfgrir Tímmnn. Búóings dujt Romm Vaaille Sítrónu Áppelsíia SúkknlaW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.