Tíminn - 13.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.09.1947, Blaðsíða 3
166. blað TÍMIM, laagardagiim 13. sept. 1947 3 Septembersýn.Lngin Erich Kástner: Þessa dagana hafa 10 mynd- listarmenn sýningu á verkum sínum í sýningarskálanum. Allir eru þeir úr hópi hinna yngri manna, þó að sumir séu löngu orðnir þjóðkunnir menn, svo sem Sigurjón Ólafsson, Þorvald- ur Skúlason og Gunnlaugur Scheving. Það er út af fyrir sig ekki ó- . merkilegur atþurður, þegar 10 menn, sem hafa helgað listinni líf sitt efna til sýningar. Það er næsta fróðlegt að gefa gaum að því, hvað sá hópur hefir að færa. Þessir myndlistarmenn fylgja allir þeirri tízku, sem út hefir breiðst á seinni árum og oft er kölluð „abstrakt“ list. í pésa, sem út er gefinn til kynningar á sýningunni og listamönnunum, eru tvær ritgerðir, fólki til leið- beiningar. Önnur er eftir einn þeirra sýningarmanna, Kjartan Guðjónsson og er um myndlist almennt. Hin er eftir útlendan listdómara Christian Zervos að nafni, og hefir Þorvaldur Skúlason þýtt. Sú grein er um hinn mikla meistara margra nú- tíðarmálara, Pablo Picasso. Kjartan Guðjónsson segir í grein sinni, að margar þær þjóð- ir, sem við kölllum frumstæðar, séu okkur í mörgu fremri, eink- um listaþroska. Sömuleiðis held- úr hann því fram, að með vest- rænum þjóðum séu börn list- rænni en fullorðnir. Rökstyður hann það einkum með því, að þegar barnið teikni konu, hirði það ekki um líkinguna en búi til eitthvað sem tákni konu. Eftirlíkingu hins raunverulega megi sjá með því að líta í spegil. Þegar ég horfi á málverk geri ég ekki þá kröfu, að það sé mynd af neinu sérstöku. Ég get horft á það mér til ánægju eins og skýin á himninum, slifsi eða fallegt svuntuefni, ef mér þyk- ir þetta fallegt. Smekkur manna á liti og form er misjafn. Mér dettur ekki í hug að gera mér hugmyndir um listaþroska, and- legt gildi og menntun stúlku, eftir því, hvort hún kýs sér held- ur stórrósótt eða einlitt efni í kjól. Mér dettur ekki í hug að segja, að á því megi sjá hvort hún hafi andlegt sjálfstæði eða ekki. Ekki get ég misvirt það við nokkurn mann, þó að honum þyki það fallegt, sem mér finnst ekki til ]im. Hitt skil ég ekki, að þegar ýmislega litum hyrning- um og strendingum hefir verið raðað saman á mynd þurfi endi- lega að kalla smíðið liggjandi konu eða að mislitir fletir með bognum strikum, svo að helzt minna á þurrar og hálfgegnsæj- ar síður af gamalám þurfi að heita dansandi konur. Þegar sá, sem hefir allt annan smekk á litina en ég, fer allt í einu að segja mér, að ef mér geti ekki þótt það fallegast, sem honum sjálfum þykir fallegast, sé það bara af því að ég sé svo skelfing óþroskaður, þá þykir mér ekki ómaksins vert að svara honum. Hann verður að eiga sig og hafa sínar kreddur fyrir sig, fyrst hann er orðinn stein- runninn og stirðnaður í þeim. Kjartan Guðjónsson segir, að fegurð sé breytilegt hugtak og of lítið takmark fyrir listina enda sé Guernica mynd Picasso utan og ofan við fegurðina. Boðskapurinn í þeirri mynd leynir sér ekki. Þar er hrópað á tilfinningarnar. Myndin er gerð til að vekja viðbjóð cs hrylling á villimennsku og grimmd hernaðarins. Það er ákveðinn boðskapur, fluttur í ákveðnum tilgangi. En hvaða boðskapur er t. d. í myndunum: Kona með barn og brúður eða: Tveir sam- an eftir Kjartan? Sannleikur- inn er sá, að sumar myndir eru svo „djarfleg" tákn og svo ólík- ar öllum hugsanlegum fyrir- myndum, að venjulegur áhorf- andi getur ekki gizkað á, hvort þær heita heldur kona við sjó, ævintýri, vinkonur eða yfirleitt hvað sem vera skal. Sannleikurinn er sá, að tals- menn tízkulistarinnar hafa komizt svo langt með áróðri sínum að margir líta á verk þeirra með eins konar minni- máttarkennd, og segja að þessi list sá svo hágöfug, að þeir skilji hana ekki. Þeir trúa því, að það sé þeira sök en ekki listamanns- ins. Sumir skýra myndlistartísk- una sem flótta frá ljósmynda- vélinni. Ef til vill er eitthvað til í því, en þó má líta á það, að enga ljósmyndavél þurfti að flýja á sviði tónlistarinnar, og var samt horfið að list hinna frumstæðu þjóða. Hitt má þó vel vera, að sumir myndlistar- menn fjarlægist veruleikastefn- una af þv$, að þeim ýirðist mynd^vélin óþægilegur keppi- nautur. En þeir sem hafa séð sumar landslagsmyndir Kjar- varls, þar sem fylgt er línum, formi og litum veruleikans, vita það, að meistarinn getur gefið mynd sinni þá töfra lífsins, að hann þarf enga samkeppni að óttast frá ljósmyndavélinni. Það leynir sér ekki á septem- bersýningunni, að margar myndir eru þar gerðar af mik- illi kunnáttu og lærdómi, þó að sumt sé ærið kreddubundið. Ætli t. d. að fuglsgoggurinn verði nú miklu lengur nýstár- legur eins og Picasso gerði hann fyrir mannsaldri síðan? Gunnlaugur Scheving sker sig talsvert úr hópnum. Sennilega er honum kominn þungi og blær í stíl sinn frá sömu rót og hinum, en hann stendur þó öðrum fæti í heimi veruleikans og málar eftirlíkingar. Kristján Davíðsson a þarna líka sérkennilegar myndir. Raunar hefi ég ekki frétt um neinn kvenmann, sem vildi eiga barnið hans með honum eins og það er, og vel má vera að myndir hans séu ekki sérstak- lega frumlegar. En mynd eins og: Sofandi barn, vakandi'kona gera ekki aðrir en listamenn. Tove Ólafsson á þarna þrjár myndir, sem allar eru „eftirlík- ingar,“ og munu þær ef til vill vera bezt við alþýðuskap. Þafð er rétt að nota tækifærið meðan það býðst til að skoða þessa listsýningu. Margir munu verða þar fyrir vonbrigðum og finna hvorki þá fegurð né þann boðskap, sem þeir óska að lista- menn þjóðarinnar flytji. Aðrir sjá þarna kannske vaxtarbrodd íslenzkrar menningar. En hvort heldur er, þá er það eins og það er í dag og brot af lífsstarfi 10 manna, sem hafa tekið vígslu til þjónustu .1 heimi listarinnar. Hverju þjóna þeir þar? H. Kr. yífjinnu.mit iLuídar vorrar vik (andi ~JJeitiÁ d oCandcjrœ&ifuijó Vinnlð ötuUega fffrir Tímmnm. i i i t i t » , * i i t t t » t » . t Gestir i Miklagarhi huth lagði fyrstur hendur á hana. Hann sagðist kunna tökin frá kvöldinu áður. Hún brauzt um á hæl og hnakka, en ekkert stoðaði. Hún var keyrð upp í vagn- inn. Allir skellihlógu. Sumir spurðu, hvort ekki væri runnið af henni enn. — Á svo að fara upp á þetta voðafjall? emjaði hún. Þessi vírgrennla slitnar. Svo hneig hún niður í eitt hornið og gaf upp alla vörn. Það mátti aðeins sjá, að hún bærði varirnar, þegar farartækið kastaðist ískyggilega mikið til. En upp á fjallið komust allir heilu og höldnu — frú Kunkel líka. Þau fóru beina leið heim á veitingahússvalirnar, öll fimm. Frú Kunkel, Schulze og Kesselhuth lögöust und- ireins í sólbað. — Viljið þér ekki byrja á því að skoða yður um? spurði Hildur. En frú Kunkel lokaði bara augunum. — Þið skulið eiga þessi fjöll ykkar í friði. Ég kæri mig ekki um að hafa meiri kynni af þe.'m. Þau Hildur og Hagedorn ætluðu að halda brott. En þá var rétt fram hönd. Það var frú von Mallebré, sem átti þessa hönd. — Góðan daginn, herra doktor, sagði hún. Má ég kynna yður fyrir mann'num mínum, Hann kom nefnilega í morgun. — Það er mér ánægja og heiður, svaraði Hagsdorn og virti fyrir sér svartskeggjaðan. þreytulegan mann hennar. — Ég hefi þegar heyrt mikið um yður ta’að, sagði hann. Þér eruð helzta umræðuefnið hérna suður í Ölpunum. Það gleður mig að hafa séð yður. Hagedorn fiýtti sér að kveðja. Hildur beið hans. Er þau höfðu skammt farið, mættu þau stórum hópi gesta, sem voru að koma upp á fjall ð. Þar á meðal var frú Kasparíus og Lenz hinn feiti. — Komið þér sælir, doktor, sagði frú Kasparíus. Hvernig líður köttunum yðar? Skilið t'l þeirra kveðju frá mér. En nú var Hildi nóg boðið. Hún snaraðist þvert úr leið út á mjallarbreiðuna og virtist ekki skeyta því hið minnsta, þótt- hún sykki í fönnina upp að hnjám. Henni fannst sjáanlega nóg um kvenhylli förunaut- ar síns. Allt í einu sökk hún upp undir hendur niður í gjótu. Hann hljóp á eftir henni, dauðhræddur um að hún hefði meitt sig, jafnvel fótbrotnað. — Takið þér í höndina á mér, hrópaði hann. Ég skal draga yður upp úr. En hún hristi bara höfuðið reiðilega. — Þér skuluð bara reyna það, sagði hún. Takið þér í einhverja af dömuhöndunum, sem alls staðar eru réttar að yður. Þá gat ekkert aftrað honum lengur. Hann þreií í hana, kippti henni upp úr, faðmaði hana að sér og kyssti hana be'nt á munninn, áður en hún fékk nokk- urt viðnám veitt. Og nú gerðist sú furða, að hún end- urgalt honum kossinn — alveg afsláttarlaust. — Kvennabósinn þinn! stundi hún, lokaði augunum og lét kreppta hnefana ríða á bakið á honum. Hvers vegna geturðu ekki látið mig í friði, kvennabósinn þinn? — Hvað sáuð þið? spurði Schulze, þegar þau komu til baka. — Því er ekki hægt að lýsa, svaraði Hildur. Frú Kunkel reis upp, geispaði og nuddaði augun. Hún var orðin eldrauð í framan. Hildur settist. — Komdu og setztu hérna hjá mer, Fritz, sagði hún. Frú Kunkel spratt á fætur. — Hvað hefir gerzt? hrópaði hún. — Það er varla í frásögur færandi, svaraði stúlkan. — En þér þúið hann, hrópaði frú Kunkel. — Já, sagði Hagedorn. En ég tek henni það ekki illa upp. Ég þúa hana líka. Frú Kunkel greip andann á lofti. Kesselhuth, varð fijótastur að átta sig. — Hjartanlegar ham'ngjuóskir, sagði hann. — Þér eigið þá líklega ekki ættingja á lífi, ungfrú? spurði Schulze. — Jú — það leyfi ég mér að eiga, svaraði Hildur — föður að minnsta kosti. Þetta hafði Hagedorn ekki hugsað um. — Er það ekki góður karl? spurði hann. — Það má vel komast af við hann, svaraði Hildur. Hann er sem betur fer hálfgerður gallagripur. Það hefir svipt hann yfirráðaréttinum. — Skyldi honum geðjast að mér? sagði Hagedorn. Hann hefir kannske ætlazt til þess, að þú giftist banka- stjóra eða dýralækni eða kennara. — Við sjáum til, svaraði Hildur og virtist hin von- bezta. — Hann sættist að minnsta kosti við okkur, þegar hann er orðinn afi. Heldurðu, að þess verði svo langt að biða? Þetta var meira en frú Kunkel þoldi. Hún beit á Hin fræga Buckinghamhöll er ekki oft mynduð að innan. Þessi mynd er þó af einum sal hallarinnar að innan. Þarna er verið að festa fallhlíf á Eden, fyrrv. utanríkisráðherra Breta, en hann er að fara upp í flugvél sína Þetta er liinn nýi fáni Indlands, sem blaktir þarna á byggingu S. Þ. í Lake Succes. VINNIÐ ÖTULLEGA AB ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.