Tíminn - 16.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1947, Blaðsíða 3
167. blað TÍMEViV, iM-iðjiadagiim 16. sept. 1947 3 Nýtt hLjóð í strokknum Okkur sveitakörlunum stóð flestum geigur af þegar lakari hluti (braskarar og fjárglæfra- menn aðallega) Sjálfstæðis- flokksins og kommúnistar geng- ust fyrir stjórnarmyndum fyrir rúmum þremur árum síðan. Þá var allt í blóma og þjóðin búin að safna stórinneignum er- lendis. En þá voru hafin upp hróp og köll í öllum áróðurs- tækjum stjórnarflokkanna um ,,nýsköpun“ í skjóli þess að samið var um smíði nokkurra skipa frá Englandi, með háu verði, fyrir dálítinn hluta af auð þjóðarinnar, sem hún hafði safnað og var að safna af arð- vænlegum fiskveiðum o. fl. En allt þetta nýsköpunarfálm var algerlega skipulagslaust og út í bláinn. í skjóli þessa nýsköpunar- spjalls var svo eytt í alls konar ógengd og útflutning fjármuna i stórum stíl. Og haldið hefir verið áfram af þessum nýsköpunarpostulum, að kalla út yfir þjóðina, að allt væri í lagi og aldrei hefði verið eins giæsilegt framundan og nú, t. d. útvarpsræða formanns Sjálfstæðisfíokksins s. 1. vor. Stærsta blað landsins, Mbl., hefir fram að þessu kyrjað einna hæst lofsönginn um „ný- sköpunina“ og glæsileikann er stefna ógæfustjórnarinnar leiddi yfir landið. — Og Mbl. og Þjóðviljinn hafa ekki átt nógu vond orð s. 1. 2—3 ár yfir Fram- sóknarmennina, er sífellt hafa varað við voðanum, sem ógæfu- stjórnin hlyti að leiða yfir landið. Loks nú er annað hljóð að koma í Mbl. strokkinn. Nú lítur út fyrir „kúvendingu“ á því fleyinu. Nýlega barst mér Mbl. frá 20. ág., þar stendur m. a. í aðal- grein blaðsins á 2. síðu: „Allt fjárhagslíf þjóðarinnar var orðið svo sjúkt (leturbr. höf.) að góð síldveiði nú gat ekki veitt því varanlega lækn- ingu heldur aðeins frestað um sinn yfirvofandi vandræðum. — En á sama veg og góð síldveiði gat frestað þeim vandrœðum, er allir heilskyggnir menn sáu að yfir hlutu að dynja fyrr en síð- ar, þá hlýtur aflabresturinn að verða til að auka vandræðin og gera óumflýjaniegt að þau brjót ist út nú þegar. Að undanförnu hafa íslend- ingar átt við mikla efnahags- velgengni að búa. Hitt hefir öll- um abyrgum mönnum lengi verið ljóst, að framleiðslukostn- aðurinn var orðinn svo mikill að voði hlaut að stafa af“. Já, fyrr má nú vera játningin, en þetta. Allar skammirnar um afturhald og bölsýni Framsókn- armanna á þjóðabúsrekstrinum boröaðar svona ofan í sig í einu! Og sjálfur formaður Sjálf stæðisflokksins og allir sam- starfsmenn hans í „nýsköpun- ar“-áróðrinum, svona hart dæmdir í sjálfu Morgunblaðinu! Er nú vonandi að stærsta blað landsins haldi áfram að segja sannleikann, en hætti að reyna að véla þjóðina eins og það hefir gert undanfarin ár og sem mun kosta hana margs konar sára örðugleika á kom- andi tímum. FJALLABÚI Einarsson. En eftir það réðist ég á „Sæborgina" og var þar til 1913. Skipstjóri á „Sæborginni“ var Pétur Björnsson seinna skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni. Eftir að. Pétur tók við Ingólfi Arnarsyni var ég með honum fjórar vertíðir, en hætti svo sjó- mennsku alveg 1917. Mannskaðaveður. — Méðan ég var á skútunum geisuðu hin mestu mannskaða- veður á miðunum hér við land. Þar á meðal voru: Djöfulveðrið svo kallaða, þegar skútan Geir fórst við Vestmannaeyjar, Miö- góuveðrið og mörg önnur nafn- toguð mannskaðaveður, er or- sökuðu mikið tjón á mönnum og skipum hér við land. Flest árin á þessu tímabili var ég á Sæborginni. Oftast vorum við staddir úti á miðunum, er hin miklu veður geisuðu, en aldrei hlekktist okkur á, svo að telj- andi væri, enda var skipið af- burða sterkt. Útgerðarmenn þess voru hinir góðkunnu Skuldar-bræður Jón og Jó- hannes Magnússynir, Matthías Matthíasson skósm. o. fl. Bóndi á Stóru-Reykjum. Þótt Gísli stundaði sjósókn á sínum yngri árum eins og að framan hefir verið skýrt frá, vann hann altaf jaínframt að landbúnaðarstörfum á þeim tímum árs, þegar hann var ekki við sjóinn. En árið 1913 tók hann raunverulega við búsfor- ráðum á Stóru-Reykjum og hef- ir búið stórbúi þar ætíð síðan. En eins og Gísli hafði mikinn tíma aflögu til að stunda sjó- inn jafnframt búskapnum, hefir hann tekið að sér mörg störf í þágu sveitar sinnar og sýslu, félagslegs eðlis, síðan hann gerði landbúnaðinn að aöal- starfi sínu. Hann var kjörinn oddviti Hraungerðishrepps árið 1916 og hefir verið það síðan. — Sýslunefndarmaður hefir hann verið í 20 ár, skattanefnarfor- maður hefr hann verið nálega eins lengi. En auk þessara starfa hefir hann gengt ótal mörgum öðrum störfum í þágu sveitar sinnar og sýslu, meðal annars verið hreppstjóri síðan 1936. Gísli bóndi að Stóru-Reykjum er einn þeirra manna, sem hafa lifað það, aö sjá atvinnuvegi íslendinga til sjós og lands breytast á undraskömmum tíma frá starfsháttum frumbýlings- áranna í nýtízku atvinnuvegi. Sem sjómaður reyndi hann sjálfur á uppvaxtarárunum, hvernig aðstaða sjávarútvegs ins öll breyttist sm'átt og smátt í þaö horf að geta hagnýtt sér nútíma tækni. Hann reyndi allt frá litlu róðrarbátunum til eim- knúinna stórvirkra veiðitækj a. Hann reyndi einnig mismuninn á því að búa í gömlu sjóbúðun- um með úldna beituna undir rúmunum og að vinna á nýtízku togurum þar, sem starfskraft- ar einstaklings voru verndaðir af vökulögunum og öðrum regl- um um almenn mannréttindi. En jafnframt þessu var Gísli bóndinn, sem tók stöðugt þátt í framförum á sviði landbúnað- arins. Hann var fyrir skömmu tekinn við stórbúi, er hin mikil- vægu jarðræktarlög voru sett. Þá komu lögin um Flóaáveit- una, er gerbreytti búskapar- skilytðunum í hans byggðar- lagi. Kaupfélagsskapurinn byrj- aði og blómgaðist óðfluga til hagsældar fyrir bændur. Seinna komu lögin um mjólkurskipu- lagið og þannig mætti lengi telja upp hvert framfararmálið eftir annað. Það er mikil lífs- reynsla þess manns, er lifað hefir það, að sjá slík stórvirki gerast. Gísli Jónsson er nú rétt sjö- (Framliald á 4. síðu) Erich Kástner: Gestir í MikLa.garði vörina og greip fyrir bæði eyru. En Schulze virtist veraldarvanur og lét sér hvergi bregða. — Þið brjótið hann áreiðanlega á bak aftur með barneignunum, sagði hann. Karlinn er varla svo harð- svíraður, að hann standist svoleiðis áhlaup. En Kesselhuth lyfti hendinni og leit á vin sinn. — Þér ættuð ekki að fara niðrandi orðum um Schulze, herra Schulze, sagði hann spekingslega. LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í ölliuu kanpfélögum landsins. Samband ísl. samvinnuf élaga Innan skamms var farið að hugsa til heimferðar. Frú Kunkel vildi ganga niður fjallið. Hún vildi ekki eiga meira undir vírum svifbrautarinnar. -— Það er miklu hættulegra að ganga, sagði Hage- dorn. — Þá verð ég hér uppi, þar til vorar, sagði frú Kunkel. — En ég keypti far báðar leiöir, sagði Kesselhuth. Við verðum þá að fleygja farmiðanum yðar. Frú Kunkel háði harða baráttu við sjálfa sig. Það var átakanlegt á að sjá. — Þá horfir málið öðru vísi við, sagði hún loks. Ég hefi aldrei fleygt peningum. Þannig getur nýtnin gert fólk að hetjum. SEYTJÁNDI KAFLI. Vonir og fyrirætlanir Eldra fólkið lagði sig eft:r hádegið, en Hagedorn og Hildur gengu til skógar. Þau leiddust. Við og við námu þau staðar, brostu hvort framan i annað og kysstust lengi og inn'lega. Þau mæitu fátt, en voru þeim mun hamingj usamari. En þeim mun lengra sem þau fóru inn í skóginn, því alvarlegri varð Hagedorn. — Hvað þarf ég að hafa miklar tekjur, til þess- að við getum gifzt? spurði hann loks. Ertu mjög heimtu- frek? Hvað kostaði hringurinn, sem þú ert með á hendinni? — Tvö þúsund mörk. sagði hún. — Ekki meira! hrópaði hann þrumulostinn. — Fagnaðu því, hvað hann er verðmætur, svaraði hún. Við getum þá veðsett hann. — Við getum ekki lifað á því að veðsetja eignir þínar, svaraði hann. Ég vil vinna fyrir okkur. Hún studdi höndunum á mjaðmirnar. — Þú vilt það, sagði hún. Svona eru allir karlmenn eigingjarnir. Það hefi ég líka lesið einhvers staðar. Hlustaðu bara á mig: Við getum lifað fyrir andvirði þessa hrings í fjóra mánuði — í þriggja herbergja íbúð með miöstöðvarhita og lyftu og öllum öðrum þægindum. En þú vilt það ekki. Þú vilt leggja allt út. Þú vilt, að ég sé eins og síld í dós. Á ég að segja þér, hvað ég geri? — Og hvað er það þá? spurði hann. — Ég fleygi hringnum, hrópaði hún. Og um leið og hún sagði þetta þeytti hún hringnum út í mjöllina. Nú hófst löng leit. Þau skriðu fram og aftur um fönnina, stungu höndunum niður í snjóinn, þukluðu og þreifuðu. Loks fundu þau þó hringinn. Hagedorn gat aftur vakið máls á fjármálunum. — Hvað þarf ég að vinna fyrir miklu? Duga fimm hundruö mörk á mánuði? spurði hann. — Auðvitað, sagði hún. — En ef ég fæ ekki svo mikið? — Þá reynum við að komast af með minna, sagði hún. Eða þá við plokkum pabba. — Ég held, að þú sért ekki með öllum mjalla, svar- aði hann. Heldurðu, að við getum farið að níðast á honum, gömlum manni -— kannske reita af honum síðustu aurana? Þú hefir sýnilega ekki mikið vit á peningamálum. En hún hló og virtist engan kvíðboga bera fyrir peningaleysi. Svo lét hún fallast í faðm hans og setti stút á munninn. (Ekki samt svo að skilja, að hún færi að blístra). Aldraða fólkið vaknaöi af miðdegisblundi sínum um svipað leyti og þetta gerðist. Jóhann ambraði upp á fimmtu hæð með vindla, blóm, rakblöð og hinar fjólu- bláu buxur Schulze nýpressaðar. Leyndarráðið var þar fyrir á nærbuxunum. — Komið þér þá ekki með buxurnar mínar! Ég var búinn að leita að þeim um allt. Ég var farinn að halda, að ég yrði að staulast niður á nærbrókunum. Schulze klæddi sig nú, en Jóhann burstaði jakka hans og skó. Síöan fóru þeir niður og kvöddu dyra hjá frú Kunkel. Hún lauk upp fyrir gestunum. — Hvað er sjá yður? Þér hafið málað yður? sagði Jóhann illkvittnislega. — Kannske ofurlítið, sagði frú Kunkel dræmt. Mað- ur veröur að tolla í tízkunni á svona stað. Við getum ekki verið öil eins og útilegufólk. — Ég kom með föt handa yður, herra leyndarráð — viljið þér ekki gera það fyrir mín orð að hafa fataskipti? þakkarAvarp Kærar þakkir til allra þeirra, sem á margvíslegan hátt sýndu virðingu og vinsemd við útför Jóns Kr. Jónssonar, Másstöðum. Vandamenn. Iljartans þakklæti til allra hinna mörgu, sem auðsýndu ylríkan kærleika og dýpstu samúð við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, Tryggva Karls Guðnasonar, og á margvislegan hátt heiðruðu minningu hans. Guð launi ykkur og blessi. Foreldrar og systkini, Vætumýri, Skeiðum. Öllum, bæði einstaklingum og félögum, er sýndu mér vinsemd á sextugsafmæli mínu, hinn 27. ágúst 1947, votta ég mínar innilegustu þakkir. ÁGÚST SVEINSSON, ÁSUM. Joro til solu Jörðin Auðnar á Vatnsleysuströnd er til sölu og laus til ábúðar nú þegar. Ellefu kýr ásamt heyjum geta fylgt, ennfremur jarð- og heyvinnuvélar og verkfæri. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, Kolbein Guðmundsson. Sími um Hábæ, Vogum. Vöruhifreið Til sölu ný, amerísk 2 tonnar vörubifreið með framdrifi, dráttardrifi og vélsturtum. Mjög hentugur til sveitavinnu, þar sem bíllinn þénar einnig sem dráttarvél. Upplýsingar hjá Tímanum í síma 2323. of this Clean, Family Newspaper The Ciípjstíán Science Monitor ' Free from crime and sensational news . . . Free from political bias . . . Free from "special interest” contiol . . . Free to tell you the truth about v/orld events. Its own world-tvide staff of corre- spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue fiiled with unique self-help features, to clip and keep. □ Please send samþle coptes ; of The CbrisSian Sciencts | ................ Mottifor. f □ Please settd a one-montb | trial subscriþtion. I en- I close $1 IBUI>aiHUaMMK.aBUIRaiB,nBaa>aBaaa,av.|BaM|aaM| The Ohristian Science Pubiishing: Society One, Norway Strect, Boston 15, Mass. Name..................................... Street. City.. PB-3 Menningar- og minn- ingarsjóður kvenna Láttð minningagj afabók sjóös- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheiUa. Kaupið minningarspjöld sj óBs- ins. Fást i Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykj-a- Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugavegi 8. Sími 7752. Lögfræðistörf og eignaum- sýsla. víkur, bókabúð Laugarneas. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þurlði Sæmundsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.