Tíminn - 17.09.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMITViy,, migvikndagiim 17. sept. 1947 168. hlað Miðv.datfur 17. sept. Hvaða tilboð vita Sósíalistar um? Þjóðviljinn má nú varla vera að því að skamma Bandaríkin og Grikklandsstjórn. Blað eftir blað er nálega öll orkan í það lögð, að innprenta lesendunum að Iviendingar gætu komizt hjá öllum gjaldeyrisvandræðum, ef þeir fengju að selja fiskinn til Austur-Evrópu. Þessi skrif eru svo furðuleg, að einsdæmi nálgast hér á landi, þó að til séu útlend dæmi um það að flokkar hafi byggt fylgi sitt upp með svipuðu* móti, — Hitler t. d. meðfram á þeirri kenningu að Þjóðverjar hefðu aldrei verið sigraðir í ófriði. Flestir sjá að hér er um ófyr- irleitna blekkingartilraun að ræða, þó að hún sé raunar ekki nema eðlilegt áframhald af pólitískri lífsbaráttu þeirra manna, sem hafa áður reynt að telja þjóð sinni trú um, að ef hún. fengi ný skip þyrfti hún engu að kvíða um fjármál sín. Fyrir fáum árum voru til menn, sem héldu því fram, að það væri þjóðhagsleg nauðsyr að hafa mikla verðbólgu í landi sínu, því að þá yrði framleiðslu- kostnaðurinn mikill og þess vegna fengjum við hátt ver? fyrir útflutninginn. Það er nv því líkast, sem Sósíalistar hafi sótt alla sína hagfræðimenntun til slíkra gasprara. Nú munu flestir halda, að það sé algilt viðskiptalögmál, að þegar sama vara er boðin með tvenns konar verði, kjósi menn heldur lægra verðið. Þess vegna þýði engri þjóð og engum fram- leiðanda, að hugsa sér hærr? verð fyrir sína vöru, en þá er gangverð. Þetta kemur líka heim við það, sem íslenzka samninga- nefndin, sem fór til Moskvu, segir í skýrslu til ríkisstjórnar- innar, eftir að hafa gert greir fyrir rökum sínum fyrir því, að við þyrftum ábyrgðarverð: „Ekki hafði þetta mikil áhrif á viðsemjendur okkar, þeir sögðust sem góðir kaupmenn gera kaupin þar sem þau væru hagkvæmust. Við yrðum að vera samkeppnisfærir í verði, ef við vildum selja varning okkar Verðlagsmálin á íslandi þóttu þeim vera vandi stjórnarinnar þar, en ekki ráðstjórnarinnar f Moskvu.“ Fáum mun hafa brugðið við þessar upplýsingar, en það er þó þetta einfalda lögmál, sem Þjóðviljinn afneitar nú. Hafs báðir helztu foringjar flokksins lagt nafn sitt persónulega við þær fullyrðingar, . að okkur standi opið að fá ábyrgðarverð fyrir allan fiskinn, — hærra verð en allar aðrar þjóðir. Það er óneitanlega mikill munur á því, sem Ársæll Sig- urðsson og félagar hans hafa eftir rússnesku fulltrúunum, og hinu, sem Einar og Brynjólfur segja í Þjóðviljanum. Sé eitt- hvað hæft í því, sem þeir segja hljóta þeir að vita um einhver tilboð eða samningsgrundvöll sem Ársæll hefir ekki þekkt fremur en almenningur. En því er þá ekki þeim samnings- grundvelli lýst? Með hverju ætla þeir Sósíalistar, að bæta fiskinn upp, svo að Rússum þyki hann eftirsóknarverðari en annar fiskur og eftirsóknarverðari en verið hefir? Eða halda þeir, að þar séu nú nALLDÓR KRISTJÁNSSON: TÓBAK Hefir tóbakið gleymzt? Smám saman fjölgar þeim vörtegundum, sem skammtaðar eru hér á landi. Skömmtunin er gerð af nauðsyn til að spara gjaldeyri og láta menn búa við jafnrétti, eftir því sem auðið er. Ein er sú vörutegund, sem enn er ekki farið að skammta, en allt virðist þó mæla með að skömmtuð sé. Það er tóbak. í þessari grein er ætlunin að rifja upp helztu ástæður fyrir því, að það er þjóðhagslega rétt og æskilegt, að skammta tóbak. Bæði er það beinn gjaldeyris- sparnaður og auk þess eru áhrif tóbaksnautnar þau, að hér er um geysilegt menningarmál að ræða. Fjáreyffslan. Hvað koistar tóbaksnaútn ís- lendinga beinlínis í útlögðum erlendum gjaldeyri? Síðastliðið ár nam innflutningux tóbaks rösklega 5 miljónum króna og í júlílok þessa árs var innflutn- ingurinn orðinn 3,9 milj. Virð- ist því mega áætla, að þjóðin gefi að óbreyttum ástæðum 5 miljónir króna á hverju ári fyrir tóbak. Það má vel vera að sumum finnist að 5 miljónir á ári séu iítilræði fyrir jafnmikla þjóð og okkur. En þó mun þeim, sem af mestum áhuga og ósérplægni 'iafa unnið áð ýmsum menning- irmálum okkar, t. d. skógrækt, 5kólamálum, íþróttamálum, svo að eitthvað sé nefnt, þykja það góður tekjustofn, ef þeir mættu ráðstafa þessu fé fyrir hugðar- mál sín, og þó ekki væri nema lítill hluti af því, t. d. einn fimmti. En mér skilst að það væri manndómslegast og far- úsnar upp einhverjar góðgerða- ?tofnanir, til að yfirkaupa af- urðir þeirra þjóða, sem minnsta hafa ráðdeild oog manndóm til að stjórna málum sínum, svo að bær séu samkeppnisfærar? SSKÖIV sælast að hugsa sem svo, að þarna væri fé, sem hægt væri að ráðstafa betur en gert hefir verið. Það væri fyllilega eðlilegt, að sú ríkisstjórn, sem ætti sér mörg hugsjónamál og einlægan fram- farahug, reyndi að bjarga ein- hverju af þessu fé og helzt sem mestu, frá því að verða að reyk en beindi því að varanlegum og þjóðhollum framkvæmdum. Siðferffisvandamálin. Enginn mun mæla á móti því, að tóbaksnautn geti verið óholl siðferðislega. Það er orðið við- urkennt, svo að ekki verður hrakið, að afbrot barna og ung- linga standa í nánu sambandi við tóbaksnautn. Það liggja fyrir skjal>egar og opinberar skýrslur íslenzkra löggæzlumanna um þau efni. Innbrot unglinga i Reykjavík eru oftast nær fram- in til að ná í tóbaksvindlinga eða peninga til slíkra kaupa. Það er athyglisvert svarið, sem haft er eftir barna- og ung- lingadómaranum heimsfræga í Ameríku, Ben Lindsay, þegar hann var spurður hvort hann reykti: „Nei, en ég hefi þekkt marga, sem gera það.“ Þeir, sem fara með mál barna og ung- linga, sem lent hafa á siðferði- legum glapstigum, kynnast mörgum sem reykja. Um hitt þarf svo ekki að efast, að oft verða áhrifin slæm og' óholl, þó að ekki leiði til beinna lögbrota. Enginn mun halda að tóbaksreykingar gegni upp- byggilegu híutverki í skemmt- analífi unglinga. Og þó að þar sé erfitt að koma órækum sönn- unum við, mun það þó rétt, að áhrif þeirra eru jafnan lamandi og siðferðilega sljóvgandi. Við þessu kann einhver að segja, að þetta sé nú bara, þegar börnin byrji of fljótt á þessu, en þeim sé nú alltaf kennt í skól- unum um skaðsemi tóbaksins. Við getum líka látið það liggja IMTUN milli hluta hver áhrif tóbaks- nautn kann að hafa á siðgæði fullþroskaðra manna. En hltt er víst, að „sígarettan," sem barninu er bannað að nota, en aðrir eru með, verður tíðum í augum þess, tákn þess mann- dómsþroska, sem það ætlav sér að ná. Með því að reykja ætlar það að sýna sig upp úr því vaxið að þurfa að hlýta fyrirmælum hinna fullorðnu, þar sem það sé komið inn á svið sjálfstæðis og frelsis, sem hefir yfir sér heiil- andi og seiðandi blæ. Alltof oít verður afieliðingin siðferðilegt skipbrot. Algengasta banamein miffaldra manna. Vestur í Ameríku hefir læknir einn, sem heitir W. J. McCormick og er frá Toronto í Kanada, unnið að rannsóknum á ban- vænum hjartasjúkdómi, sem mjög hefir farið í vöxt á seinni árum og kallaður er Coronar trombose. Sjúkdómur sá lýsir sér með hjartslætti, óreglulegri blóðrás, máttleysi og endar með hjartaslagi af því að blóðkökk- ur myndast og stíflar blóðæð- arnar. Þannig vinnur hann stundum eins og byssuskot á mönnum, sem ættu að vera full- hraustir og virðast vera það. Þessi sjúkdómur er þar vestra algengasta dánarorsök miðaldra fólks, og mannskæðari á þeim aldri, en krabbamein, berklar og sykursýki til samans. McCormick athugaði ná- kvæiúlega öll dauðsföll af þess- um orsökum í borg nokkurri um þriggja ára skeið. Þá kom í ljós að 94% þeirra, sem létust höfðu reykt mikið fram í andlátið og hinir 6% voru nýlega hættir að reykja. Hins vegar hafði ekki nema helmingur hinna látnu drukkið áfengi. Meðalaldur hinna dánu var 52 ár, en þó voru nokkrir innan við fertugt. MqCormick gerði sér grein fyrir því, að þessi hjartasjúk- dómur var að breiðast ört út og sérstaklega var það athyglis- vert, að fjöldi þeirra kvenna, sem urðu honum að bráð óx hlutfallslega geysáhratt. Fyrir einum mannsaldri dó úr hon- um aðeins ein kona móti hverj- um 5 karlmönnum, en nú ein kona móti tveimur karlmönn- um. McCormick vissi það vel, að kv<i*s,fólk hafði nú fyrst á síð- ustu árum orðið keppinautar karlmanna í reykingum. Hann athugaði það líka, að árið 1935 voru reyktir 135 miljarðar vindlinga í Bandaríkjunum en árið 1944 voru það orðxúr 333 miljarðar og sams konar þróun varð í Kanada. Þessar athuganir McCormicks leiddu þannig í ljós fullar sann- anir fyrir því, að „sígarettu"- reykingar drepa árlega fjölda manna á bezta starfsaldri. Þannig er það um allan „hinn menntaða heim.“ Þessi hjarta- bilun drepur árlega í Evrópu 'ylliJ# ga y3 úr miljón. Þessar nýju, vísindalegu at- huganir, hafa enn eina sögu að segja um það, hvert stefnt er neð tóbaksreykingatízkunni. Allt aff vinna. Hér ber allt að einum brunni. Tóbaksnautnin er fjárhagsleg eyðsla, menningarleg meinsemd og heilbrigðisleg hætta. Þau stjórnarvöld, sem vilja góða meðferð á fjármunum og langar til stuðla að aukinni ham- ingju þjóðarinnar, hafa því al- hliða ástæðu til að stemma stigu við gegndarlausri tóbaks- nautn. Slíkar ráðstafanir borg- uðu sig. Af þeim leiddi að þjóðin yrði ríkari, mannaðri, hraustari, hamingj usamari. Þegar þetta er athugað virðist það vera sjálfsagður hlutur að taka upp tóbaksskömmtun. Það eina, sem gæti mælt þar á móti væri þá, að það væri of skammt gengið. En enginn mun geta kallað það ofstæki að krefjast skömmtunar á tóbaki, eins og máli’/ standa nú. Ég legg því til að upp verði tekin skömmtun á tóbaki hið Gullbrúðkaup Hjónin Ingunn Helga Gísla- dóttir og Einar Ólafsson að Þórustöður»r í Bitru, Stranda- sýslu, eiga gullbrúðkaupsafmæli í dag. Hafa þau búið allan sinn búskap á Þórustöðum, nema tvö ár, sem þau bjuggu í Gröf í Krossárdal. Enn er heimili þeirra hjóna á Þórustöðum. En nú býr þar sonur þeirra Ólafur Elías', dugnaðarmaður mikill og góður drengur. Frú Ingunn og Einar e/:u við góða heilsu. Líður þ^im vel á þessu friðsama og góða heimili. Árið sem leið varð Einar sjötug- ur. Var þá getið hér æviatriða hans og afkomenda. Allir vinir hjónanna óska þeim blessunar og þakka góð- girni þeirra og prúðmennsku. fyrsta. Mætti haga henni svo, að allir þeir, sem náð hefðu ákveðnu aldurstakmarki fengju skön/ntunarmiða, ef þeir ósk- uðu. Meðan gjaldeyrísástæður breytast ekki til muna er ástæðulaust að láta nýja menn fá tíbaksskammt, og raunar væri það hollast og skemmti- legast, að þjóðin setti sér það takmark ap láta tóbaksnautn á íslandi deyja út með þeim, sem nú hafa lært hana. Auðvitað kæmi ekki til mála að skammta börnum tóbak. Mér skilst að það væri ástæðulaust að fara neðar en í 18 ára aldur. Það er þó smærra atriði, ef eng- um yrði bætt í hópinn, því að þá h/nkkaði aldurslágmarkið ár frá ári. Ég vænti þess að ráðdeildar- -sör\ ríkisstjórn, áhugamenn um uppeldismál, heilbrigðisvinir og yfirloitt allir hagsýnir og góð- gjarnir menn, styðji þessa hug- mynd. Hér er mikið að vinna, ábatinn tvímælalaus og ?,ðferð- in tiltölulega auðveld og fyrir- hafnarlítil, einungis ef þjóðin vill leitthvað gera fyrir framtíð sína. Heimsókn í alfinnskar byggðir þarna létum við okkur líða vel í rúmlega klukkustund. Börð- um okkur af og til með hrís- vindinum en lágum eða sátum Síðari grein Er ég hafði skoðað allt bæði hátt og lágt á Kylá — Paavola- ed fór ég ásamt Maj-Lis, Jussi Vesa, konu hans og dóttur til íumarbústaðar eigi alllangt í surtu. Sumarbústaðurinn lá rétt við ntt „hinna þúsund vatna“ og /ar þar undarlega fagurt um að ítast. Birkiskógurinn, með sín- rm Ijósu og beinu trjám, .eygði sig heimundir húsið, en /atnið gjálfraði blíðlega stein- :nar frá því. Mér var fljótlega raunir“ á finnskum vötnum. Þegar við komum aftur úr veiðiförinni og höfðum snætt. lá leiðin að helgidómi Finna — baðstofunni. Gestgjafinn í sumarbústaðn- um hafði allt til reiðu í bað- stofunni. í búningsherberginu var hlýtt og notalegt og af- klæddumst við Jussi þar, tókum okkur hrísvendi í hendur og héldum inn í sjálfa baðstofuna. Þar voru steinarnir vellandi og er Jussi hafði skvett á þá góð- Bænahús í Vuoliniemi-þorpi í Tavastlandi. boðið að vera með í veiðiför, lussí þurfti að vitja um netin sín, var það eina sjómennskan, sem ég stundaði í Finnlandi, og munu flestir íslendingar komast klaklaust gegnum „sjómanna- um vatnssopa, myndaðist á að gizka 60 stiga heitt vatnsgufu- loft í baðstofunni. Við Jussi settumst á þar til gerða trébekki, sem fóru stig- hækkandi eins og í leikhúsi, á milli á bekkjunum. Einu sinni varð hitinn Jussi um megn svo hann leitaöi í Adamsklæðum út í guðsgræna náttúruna, sem beið okkar í öllum sínum yndis- þokka rétt utan við dyrnar. Ég varð tvisvar að fylgja dæmi hins finnska vinar míns, enda var ég óvanur baðstofunni, hafði aðeins einu sinni reynt slíkt áður. Eftir heimsókn í finnska bað- stofu mun flesta fýsa að hvíla sig vel, en til þess hafði ég engan tíma. Ég þurfti að sjá lítinn finnskan bóndabæ, sem var skammt frá. Þar bjó lítill haltur einyrki, ásamt ráðskonu sinni. Á þessum litla bæ voru tvö stór herbergi og eldhús, auk útihúsanna. Einyrkinn sagðist vinna 16—18 klukkustundir á sólarhring enda komum við í hábjargræðistímanum. — Þótt húsakynni væru lítil á þessum bæ, var finnska þjóðareinkenn- ið, hreinlætið engu síður áber- andi þar, en á Kylá-Paavolabæ. Á leiðinni frá þessum litla bæ, sá ég það fegursta sólar- lag, sem ég hefi séð utan ís- lands. Ég kann ekki að lýsa litum, en ég mæli með því, að þeir sem geta fest náttúrufeg- urð á léreft, ferðist meðal finnskra vatna og skóga; feg- urðinni þar verður aðeins lýst af listamönnum. Gestrisnin í sumarbústaðn- um var engu síðri en á Kylá- Paavola og nutum við hennar til klukkan 11 um kvöidið, þá kom sonurinn frá Kylá-Paa- volabæ á trillubát og sótti okk- ur Maj-Lis, við höfðum ákveðið ar mér og ýtti mér mjúklega inn í beztu stofuna. Ég hefi aldrei, hvorki fyrr né síðar, fund ið aðra eins hlýju streyma frá nokkrum manni við þessa venju snertingu eina saman; það var sem þessi alvarlegi Bóndabær í Tavastlanúi. að vinna alla nótt'na og Hugo hafði eftirlátið okkur beztu stofu bæjarins fyrir vinnustofu. Klukkan rúmlega 12 um nótt- ina komum við til Kylá-Paa- volabæjar á ný. — Ég gekk rak- leitt inn í forstofuna, en Maj- Lis dvaldist hjá frænda sínum syni Hugo. Ekki var ég fyrr kominn inn úr dyrunum, en Hugo, bóndinn var kominn til mín, hafði tekið við frakkan- um mínum og með svipbrigðum einum boðið mig velkominn aft- ur. Þegar bóndinn var búinn að hengja upp frakkann minn, lagði hann hönd sína yfir herð- finnski bóndi legði allan hlý- hug sinn í snertinguna og vissu- lega sagði hún miklu meira en mörg orð á skiljanlegu máli. Á borðinu í beztu stofunni lá fat með smurðu brauði og eld- ur brann á arni, okkur Maj- Lis átti hvorki að skorta mat né hita við vinnuna. { Á ferð og flugi. Klukkan sex næsta morgun sótti Jussi mig ósofinn að Kylá- Paavolabæ, við Maj-Lis höfð- um unnið alla nóttina og kvaddi ég hana nú ásamt hinum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.