Tíminn - 17.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1947, Blaðsíða 3
168. hlað TlmTVIV miðvikmtagimi 17. sept. 1947 3 Látum Strandakirkju fá veglegt hlutverk Flestum, ef ekki öllum ís- lendingum, er kunnugt ævin- týrið og undrið um kirkjuna að Strönd í Selvogi, Strandakirkju. Einu kirkju þessa lands, sem hefir verið föst áheitastofnun alls almennings í marga ættliði. Kirkjuna, sem hefir staðið af sér alla storma, jafnvel yfir- gefna byggð og svarta sand- auðnina. Við enga kirkju aðra hefir þjóðin tekið þvílíku ástfóstri sem við Strandakirkju. Til ■ hennar streyma sífellt áheit í ■ vaxandi mæli, og svo mun enn • verða a. m. k. um nokkra ættliði, ! máske um áralanga framtíð. i Fyrir alllöngu er Stranda- * kirkja orðin langsamlega rík- asta kirkja í landinu. Kirkju- gjöldin til hennar greiðast af fúsum og frjálsum vilja, og enginn þarf að ómaka sig við innheimtu þeirra. Yfirgefna kirkjan, mitt í skjóllausri sand- auðninni á þau ítök í hjörtum þjóðarinnar, að þangað leitar hún ásjár og verndar á ýmis konar erfiðleikastundum. Einmitt þetta er grundvöllur að stóru og háleitu hlutverki Strandakirkju. Hlutverki til efl- ingar guðs kristni, sem nær nokkurn veginn jafnt til allrar þjóðarinnar. Slíkt hlutverk væri, að Strandakirkja yrði kirkju- banki þjóðarinnar, og það er hún eflaust fullfær um, ef starfssvið þess banka yrði tak- markað við sveitir landsins og hin smærri kauptún. Hingað til hefir verið farið í hálfgerðar felur með áheitin á Strandakirkju, þar sem þau / hafa verið birt samandregin og sjaldnar en efni standa til. Þrátt fyrir það hafa smærri og stærri áheit stöðugt streymt að. Það er mín trú, að áheitin myndu aukast nær því í sam- ræmi við vaxandi hlutverk Strandakirkju, og kirkjan í auðninni verði um langan aldur mesta guðsþakkastofnun þjóð- (Framhald á 4. siöu) finnsku vinum mínum, sem ég gat ekkert talað við. Við Jussi héldum með áætl- unarbílnum til Tavasthus og í þetta skipti fengum við sæti. í Tavasthus heimsóttum við enn einn frænda Maj-Lis, var það framkvæmdarstjóri véla- verkstæðis, og svo stöndugur, að hann átti bíl, og hann meira að segja góðan, á finnskan mælikvarða sallafínan. Þessi góði maður veitti okkur ekta kaffi og fínar kökur og ók okkur síðan um allar trissur í bíl sínum. Hann sagði mér að Finnar stæðu í þakklætisskuld við íslendinga sökum gjafa, sem við hefðum gefið þeim, og hann sagð'st vera í sérstakri þakklæt- isskuld við íslendinga, því systir hans, sem væri hjúkrunarkona, hefði þegið klæði af íslenzkum hjúkrunarkonum á hjúkrunar- kvennamóti í Osló fyrir ári síð- an. Ég varð víða í Finnlandi var við þakkarhug fólks í okkar garð og þó höfum við aðeins gefið Finnum smámuni eina í saman- burði við það, sem aðrar þjóðir hafa fengið héðan, en sumar hverjar lítt kunnað að meta. Með Jussi og þessum nýja gestgjafa snæddi ég miðdegis- verð á dýrasta ferðamannahóteli Finnlands, Aulanko. Á Aulanko kostaði einn góður réttur 350 mörk eða 7 sinnum meira en venjulegt verð á matsöluhús- arinnar, sífellt vaxandi að (Framhald á 4. síöu) Erich Kástner: Gestir í Miklagarbi — Ekki að minnast á það. svaraði gamli maðurinn höstum rómi. Frú Kunkel andvarpaði. — Vitið þér, hvað þessi náungi með horngleraugun sagði? spurði hún mæðulega. Það ætti að senda hann út á akur, sagði hún. Fuglarnir myndu ekki þora að að koma nærri honum. Og kona... — Þér eigið að þegja, svaraði hann, áður en hún gat vitnað til ummæla konunnar. — Hún sagði samt: Svona náunga ætti Ferðafélag- ið að láta svæfa og senda heim. Þau drukku nú kaffi niðri í forsalnum. Frú Kunkel borðaði tertu og horfði á dansfólkið. Karlmennirnir reyktu og lásu blööin. Allt í einu kom léttadrengur- inn að borðinu til þeirra. — Herra Schulze, sagði hann. Yfirdyravörðurinn biður yður að koma strax og tala við sig. Tobler leit upp. — Skilið kveðju minni til yfirdyravarðarins, sagði hann hógværlega, og segið honum, að ég sé að lesa blöðin, og hann geti komið til mín, ef hann á van- talað við mig. Drengurinn setti upp hundshaus og drattaðist brott. Tobler hélt áfram að lesa. Frú Kunkel og Jóhann biðu þess, sem verða vildi. Polter kom að lítilli stund liðinni. — Ég heyri, að þér eigið mjög annríkt, sagði hann illilega. Tobler kinkaði kolli og hélt áíram að lesa. — Hvenær myndi yður henta að tala við mig? spurði Polter? — Ég veít það ekki, sagði Tobler. Ég er að lesa út- lendu fréttirnar. Polter beit á vörina. — Gistihússtjórinn vildi gjarna biðja yður að gera okkur greiða. — Er kominn tími til þess að hreinsa reykháfinn? spurði Tobler. — Þér eigið að vera dálitla stund í skíðageymslunni og taka móti skíðum gestanna. Sepp getur ekki verið þar. — Hefir hann fengið mislingana? spurði Tobler. Polter nísti tönnum. — Skiptir engu máli, hvað veldur því, sagði hann. Ætlið þér að gera þetta? En Tobler hristi höfuðið. — Ég nenni því ekki í dag. Ég geri það kannske einhvern tíma seinna, ef ykkur liggur á. — Er þetta lokasvar yðar? spurði Polter lágri, reiði- þrunginni röddu. — Já, sagði Tobler hiklaust. Ég hefi verið ykkur þarfur maður í allri fólkseklunni. En ég nenni þessu ekki í dag. Ég held loftvogin hljóti að vera að falla. Ég finn það alltaf á mér. Gestirnir við næstu borð lögðu við eyrun. Frú Kasparius teygði hálsinn. Polter þokaði sér nær hin- um þrjózkufulla gesti. — Þér komið tafarlaust, sagði hann og tók í öxlina á Tobler. Reynið að koma yður á fætur. Þá tók Tobler snöggt viðbragð og sló á hönd Polters. — Þér snertið mig ekki, herra minn, sagði hann heiftþrunginni röddu. Burt með þessa lúku. Þér skulið vita, að ég er bráðlyndur. Polter kreppti hnefann. En hann sló ekki, heldur lét höndina síga. — Við tölumst við síðar, hvæsti hann. Svo strunsaði hann brott. Nú var hvíslazt á við hvert borð. Ljóshærða frúin frá Brimum iðaði af ánægju. Lyftudrengurinn kom með bréf, ásamt hrúgu af út- lendum frímerkjum, og kveðju frá Polter í ofanálag. Hagedorn hafði verið að skipta um föt. Hann reif bréfið undir eins upp. Og nú varð hann meira en lítið hissa. í umslaginu var fimm hundruð marka ávísun frá Tolle-hringnum. Hann greip báðum höndum í hár- ið á sér og æddi um herbergið og hlammaði sér loks á legubekkinn, þar sem kettlingarnir voru í glöðum leik. Einn þirra stökk upp á öxl honum, skaut upp kryppunni, nuddaði sér upp við eyrað á honum og malaði. En Hagedorn gat ekki setið kyrr. Hann spratt á fætur aftur og tók að ganga um gólf. Kötturinn læsti klónum í jakkaföt hans og mjálmaði aumkunarlega. Loks reif hann köttinn af sér, snaraðist í jakkann og hljóp út. — Frammi í ganginum mætti hann þernu. Hún brosti til hans og spurði: — Er það af áseetu ráði að, að doktorinn hefir ekki látið á sig bindið? Hann nam staðar og þreif um hálsinn á sér. — Hva-hvað? stamaði. hann Nei nei Þakka yður fyrir Svo fór hann inn aftur, gekk um gólf um hríð og hélt- svo niður til Porters og bað um eyðublað undir sím- skeyti. — Fyrirgefið, herra doktor, sagði Porter smeðjulega. Þér hafið- gleymt að láta á yður bindi. ÞRÍHJÓL Hlaupahjól Rugguhestar Hjólbörur Bílar, stórir Brúðuvagnar o. fl. í. Einarsson & Björnsson h.f. LUiA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öllum kauplélögnm laudslns. Samband ísl. samvinnuf élaga HELGAFELL Box 263, Garðastr. 17, Laugav. 10 0, Njálsg. 64, Laugav. 36, Aðalstr. 18. Sagnakver Skúla Gíslasonar komið Útgáfa dr. Sigurðar Nordals, prófessors á þjóðsögum Skúla Gíslasonar er mesti bók- menntaviðburður ársins. í sagnakveri Skúla eru flestar víðfrægustu, þróttmestu ogo skemmtilegustu sögurnar, sem geymst hafa með þjóðinni. Ritgerð Nordals um séra Skúla, líf hans og list, er á borð við það allra bezta, sem hann hefir skrifað og er þá mikið sagt. Fjöldi heilsíðumynda eftir Halldór Pétursson, listmálara, prýða bókina. Þetta er ein vandaðasta og fegursta útgáf a, sem við höfum gert. Aðal jóla- og gjafabók ársins. Upplag er mj ög takmarkað. — Verð kr. 77,00 í rexinbandi og örlítið í vönduðu geitiarskinni á kr. 100,00. YFIRLÝSING KRON Skólavörðustíg 12. Að gefnu tilefni, leyfi ég mér að taka það fram, að ég á enga fasteign í neinni mynd. Ég er áttatíu og þriggja ára og tveggja mánaða Steinn Jónsson fyrr sjómaður frá 16—62 ára. Nú getulaus einstæðings gamal- menni með dvöl í hænsnaskýli. Steinn Jónsson, Vogartungu við Langholtsveg. Búóinqs dufty Romm Vamille Sltrénu Appelsín ISúkkulaði yyjinnumit il?u(clar uorrar vit) landi&. ^JJeitJ d cJJandcjrœií(uíjóL dddíripitopa -Jd(appantíg 29. Viimið ötuHega fyrir Títnann. Anglýsið I Tímannn,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.