Tíminn - 17.09.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1947, Blaðsíða 4
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritid um þjóðfélagsmál REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhásinu við Lindargðtu. Sími 6066 17. SEPT. 1947 168. Mað Hljómleikar Þórunnar Jóhannsdóttnr Þórunn S. Jóhannsdóttir hafffi píanóhljómleika í Trí- pólíleikhúsinu á mánudags- kvöldiff. Hún endurtekur skemmtun sína í kvöld og ar*nað kvöld. Það var húsfyllir í Trípólí- leikhúsinu í fyrrakvöld hjá Þór- unui litlu. Áheyrendur voru hnifn(ir af leík listakonunnar ungfl. og ekki sízt þegar hún lék sín eigin lög. Bárust henni líka marr/ir blómvendir. Það er áreiðanlegt að þessir hljómleikar eru einstæður við- burður í sögu íslenzkrar hljóm- listar. Þórunn litla er óskabarn listagyðjunnar og hún er líka að verða óskabarn þess hluta þjóðar sinnar, sem aðstöðu hefir til að kynnast henni. Það er því alveg víst, að þeir, sem eiga þess kost að sækja þessa hljómleika hennar, munu hrósa happi bæði nú og síðar, að hafa fengið að heyra og sjá þetta skemmtilega listabarn. Jóhann Tryggvason, faðir Þórunnar, leikur hlutverk hljómsveitar á píanó í síðasta atriði hljómleikanna, sem er píanókonsert eftir Mozart. Mun öllun) þykja ánægjulegt að sjá þau feðglp saman. Sundmótið í Monaco Samkvæmt fréttum sem blað- ið hefir fengið frá forseta Í.S.Í. stóð Sigurður Jónsson K.R.- ingur sig afburða vel á alþjóða- sundmótinu í Monaco. Komst hann í úrslit eins og sagt var frá í blaðinu í gær, en þegar keppt var til úrslita varð hann 6. af 17 keppendum, sem kepptu til úrslita. Er þetta mjög góður árangur þegar tekið er tillit til þess, að á þessu sundmóti keppa margir beztu sundmenn heims- ins. Um Sigurð Þingeying hafa hins vegar engar fregnir borizt. Hollenzk viðskipta- nefnd komin hingað (Framhald af 1. síðu) vel svo mikljr, að til tjóns hefir orðið á uppskerunni. Hr. Overbeek sagði að land- búnaður, iðnaður og fiskveiðar Hollendinga hefðu verið í mjög bágu ástandl að ófriðnum lokn- um. En á undraskömmum tíma hefðu þessir atvinnuvegir risið úr rústum á ný, svo að nú væru Hollendingar það vel á veg komnir með landbúnað sinn og iðnað, að þeir iframleicJidu heima fyrir allt að því eins mikið og fyrir styrjöldina. Er nefndarmenn voru spurðir að líkum fyrir því, að Hollendingar fiskuðu við ísland í náinni fram- tíð, kváðu þeir það fremur ólík- legt. Á styrjaldarárunum tóku Þjóðverjar mikið af skipum Hol- lendinga í sína þjónustu og fluttu þau til Þýzkalands. Öðr- um var breytt í stríðsskip heíma fyrir, þannig, að í lok stríðsins var fiskiskipafloti Hollendinga nálega í rústum. Nú hefir fisk- veiðafloti þeirra samt sem áður eflzt mjög, en þar sem gnægð fisks er nú í Norðursjónum, eru ekki líkur til að Hollend- ingar fiski hér við land að svo stöddu. Hr. Overbeek sagði að Hol- lendingar væru færir um að selja íslendingum flestar þær vörutegundir, er við þörfnumst, nema helzt bifreiðar. Er hann var spurður að því hvað Hol- lendingar álitu um íslenzka verðið, hvað hann það almennt vitað, að hér væri of hátt verð fyrir öll lönd veraldar eins og stæði. Hollenzku nefndarmennirnir munu dvelja hér á landi til næstu helgar, en fara þá aftur beint heim til Hollands. Þangað til munu þeir ræða við 9 manna nefnd hér, sem skipuð hefir ver- ið af öllum helztu samtökum útflytjenda, innflytjenda og framleiðenda. Cjmtœ Bíé Jfijja £ít ÞEIR SEM NOTA ALFA-LAVAL mjaltavélar ÖBLAST: Meiri mjólk, því að AL*FA-LAVAL vélin er smíðuð þannig, að hún hefir sérstaklega góð áhrif á mjólkurhæfni kúnna. — Betri mjólk, því að með ALFA-LAVAL vélun- um er hægara að framleiða hreina og gerlalitla mjólk, en með nokkurri annarri mjaltaaðferð. — Ódýrari mjólk, því að ÁLFA-LAVAL vélarnar þurfa svo lítið afl og varahlutaeyðslan er mjög lítil. — ALFA-LAVAL mjalta- vélum fylgir prentaður leiðarvísir á íslenzku. Sérfróður maður, sem er í þjónustu vorri, setur vélarnar upp og vér munum sjá um, að ávallt sé fyrir hendi nægur forði varahluta. Bændur: athugið hvað nágranninn, sem hefir ALFA-LAVAL mjaltavél, segir um vélina sina, áður en þér festið kaup á mjaltavél annars staðar. Einkaumboð fyrir ísland: Samband ísl. samvinnufélaga Blástakkar (Blájackor) Bráðskemmtileg og fjörug sænsk söngva- og gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: Skopleikarinn Nils Poppe, Annalisa Ericson, Cecile Ossbahr, Karl-Arne Holmsten. Sýnd kl. 5, 7 og 9. y?ipcli-£íé Týndar tónsnillmgur Aðalhlutverk leika: Ellen Drew R#bert Stanton Andrew Tombes Amanda Lomc Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1182 — CIísbív Brown. Skemmtileg og snildar vel leik- in gamanmynd, gerð samkvæmt frægri sögu eftir Margery Sharp. Aðalhlutverk: Charles Boyer. Jennifer Jones. Sir C. Aubrey Smith. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Inngangur frá Austurstræti. Tjarharbíé Tunglskins- sónatan Sýning kl. 9. Á káðum áttum (She Wouldn’t Say Yes) Pjörug amerísk gamanmynd. Rosalind Russell Lee Bowman Adele Jergens. Sýning kl. 3, 5 og 7. Járniðnaðarmenn fresta verkfallinu Járniðnaðarmenn hafa nýlega frestað verkfalli því er þeir voru ’oúnir að boða. Er því frestað til 15. okt. Upphaflega sögðu Járn- iðnaðarmenn samningum upp 1. september og skyldi þá koma til verkfalls. Var því síðan frest- að um hálfan mánuð og nú aftur í heilan mánuð. Heimsókn i alfinnskar byggðir (Framhald af 3. síðu) . um. — í íslenzkum peningum sr þetta 17.50 og myndi það 'pykja dýrt á Hótel Borg, þótt maturinn þar sé einhver sá bezti sem nú er fáanlegur í Evrópu. Það er merkilegt við Aulanko, að á því er skorsteinn einn mikill, en þó ekki hærri en á mörgum húsum, en því er skor- Steinn þessi frægur a}5 fyrir nokkrum árum voru nokkrir gestir að leikjum uppi á þaki hússins. Er fólk hafði leikið sér um hríð, söknuðu einhverjir þekktrar leikkonu, sem hafði verið í hópnum. Leit var hafin að leikkonunni, en hún fannst eigi fyrr en skorsteinninn var opnaður að neðan, þar fannst hún örend. Leikkonan hafði dottið á höfuðið niður í skor- steininn og annað hvort rotast á leiðinni til botns eða kafnað í öskunni er niður kom. Um eittleytið komum við aft- ur til Tavasthus, þá urðu ferða- félagar mínir að halda á brott þaðan, en ég fékk íbúð gestgjaf- ans til umráða til klukkan hálf þrjú, en þá varð ég að fara með lestinni til Helsingfors og þaðan með bíl til Borgá, en næsta morgun hófst norræna mótið, sem ég hefi áður minnzt á. Ég sá margt hugþekkt í Finnlandi, en ferðin inn í al- finnsku byggðirnar bregður sér- stökum ljóma yfir minninga- auðinn. Ólafur Gunnarsson. Látsim Slraiidakirkjie fá veglegt hleitverk (Framhald af 3. síðu) mætti, náð og krafti. Henni ber því hiklaust að verða mater (móðir) annara kirkna um efn- islega hjálp og andlegan kraft, sem fær ljómann beint frá þrá og þörf hjartans til guðdómsins. Eins og kunnugt er var all- miklum hluta af sjóði Stranda- kirkju varið til þess að græða upp sandauðnina umhverfis kirkjuna, og í næsta nágrenni hennar. Það er fagurt hlut- verk og næsta nauðsynlegt, en því verki er þegar vel á veg komið. Nú í ár hefir verið ákveð- ið að verja nokkrum hluta af eignum Strandakirkju til þess að kaupa myndina Landsýn eftir Nínu Sæmundsson, og mun ákveðið að setja myndina upp í kirkjunni. Vera má að þetta sé vel meint, og til mála komi að verja meiru eða minna af sjóði Strandakirkju til styrktar ís- lenzkum listamönnum, sem nú fara ört fjölgandi, en hætt er við að þessi vegur sé vis til hrösunar og sundrungar, ef dæma má eftir því hverjar af- leiðingar hafa orðið af skiptum á fé því, er ríkissjóður hefir veitt til listamannanna. Auk þessa verður það að teljast nær guðs kristni, að styðja byggingu nýrra guðshúsa, heldur en kaup á listaverkum — stundum lista- verkum í gæsalöppum — og sandgræðslu, þótt hvort tveggja hið síðast nefnda sé gott, og ef- laust guði þóknanlegt. Ég hefi ekki aðgang að reikn- ingum um eignir Strandakirkju, en minnist þess að hafa lesið, að þær nemi nú um hálfri milj- ón króna. Árlegar tekjur Strandakirkju eru að sjálfsögðu óárvissar, og hafa aldrei verið hærri að krónutölu en nú síð- ustu árin, en öll líkindi benda til þess, að tekjur StrandaJíirkju, áheit og gjafir almennings, myndu vaxa í hlutfalli við aukið hlutverk kirkjunnar, sem al- menningur hefir fest ást og trú á, öðrum kirkjum fremur. Svo hefir það reynzt á öllum öldum, og okkar tímar ekki undan- skildir, þótt trúarlífið sé dauft og trúleysið í tízku, Má vænta þess, að árlegar tekjur Stranda- kirkju yrðu ekki minni en 60 þúsund krónur, ef henni yrði á hendur fengið móðurhlutverk- ið að nýjum kirkjum í hinum dreifðu byggðum landsins. Undanfarið hafa verið uppi kröfur um að ríkissjóður taki að sér byggingu kirkna að mestu eða öllu leyti, og vitanlega myndi það einnig ná til við- halds er fram líða stundir, þótt svo væri ekki í fyrstu. Þessar kröfur eru í samræmi við þann tíðaranda, sem telur sér hollast og hægast að njóta forsjónar og náðar ríkisvalds sundurleitra og stríðandi pólitískra flokka. ís- Iendingar eru löngum hlédrægir og láta lítið yfir trúartilfinn- ingum sinum, en það ætla ég, að þeim muni flestum þvert um geð, að þurfa að gera trú sína að pólitískri verzlunarvöru, og kjósi fremur að kirkjumál þeirra verði ekki meira háð valdi hinna pólitísku fiokka, sem fara með ríkisvaldið á hverjum tíma, en nauðsyn krefur. Allur fjöldi þeirra, sem láta sig trú- mál einhverju skipta, myndu fagna því, að sú úrlausn fengist, að ekki þyrfti að leita á náðir ríkisvaldsins um byggingu nýrra guðshúsa, og slík úrlausn er fyrir hendi þar sem hin und- prsamlega og ástsæla Stranda- kirkja er. Kirkjan í auðninni, sem staðið hefir af sér stríð og storma frá upphafi íslands- byggðar, er öruggur grundvöllur að nýjum kirkjum, svo sem þörf krefur fyrir sveitir oog smærri kauptún landsins. í Reykjavík, hinni ungu og voldugu höfuðborg, og stærri kaupstöðum landsins er aðstað- an önnur. Þar er máttur fjölda- samtakanna fyrir hendi, sem er þess um kominn að geta af eigin ramleik komið fram þeim fram- kvæmdum sem nauðsyn krefur. Það mun áreiðanlega verða til eflingar guðs kristni hérlendis, Tilkynning frá fjárhagsráði J O o o o O o o o Fjárhagsráð vill að gefnu tilefni vekja athygli á ákvæðum 11. greinar reglugerðar um fjárhagsráð o. fl., þar sem taldar eru þær framkvæmdir, sem ekki þarf fjárfestingar til. Þar segir svo: „Þær framkvæmdir, sem hér eru leyfðar, verður að tilkynna til fjárhagsráðs mánuði áður en verkið hefst, og fylgi tilkynningunni nákvæm teikning og áætlun um verð, fjármagn til byggingarinnar og hverjir að byggingunni vinna.“ Jafnframt tilkynnist, að samkvæmt heimild sörnu greinar, er hér eftir bannað, nema sérstakt leyfi komi til, að nota erlent byggingarefni til þess að reisa bifreiðaskúra, sumarbústaði og girðingar um lóðir eða hús. Reykjavík, 15. sept 1944 Fjárhagsráð Sveitaieiltar fá ókeypis siníðakeniislu . . . (Framhald af 1. síðu) verið prentaðar og verða bráð-j lega til sölu víða um land. Ms/gir piltanna, sem notið I hafa smíðakennslunnar, hafa á 1 námstímanum náð mjög góð- j um árangri og smíðað sér fagra, vandaða húsmuni, sem nú prýða stofur þeirra heima í sveitinni. í málmsmíði hafa piltunum að kirkjan fái nokkurt sjálf- stæði gagnvart ríkisvaldinu, og það er einnig nokkur trygging þess, að andlegt frelsi verði minna skert. Því vænti ég þess, að biskup og aðrir forráðamenn kirkjunnar taki því vel að Strandakirkja verði gerð að kirkjubanka landsins. Þar er í bakábyrgð trúartraust þjóðar- innar og náð og miskunn heil- ágrar þrenningar. Betri og traustari Imrnstein getur eng- inn byggt á. Arngr. Fr. Bjarnason. verið kennd undirstöðuatriði í pjátr/-- og eldsmiði. Hafa þeir lært að smíða bakka, skálar, málmbúnað á kistur, hurðir og margt fleira. Vegna ónógs húsakosts en mikillar aðsóknar að skólanum er ekki unnt að v^ita viðtöku nema 6 piltum á ári hverju. Vill blaðið vekja athygli á því, að umsóknarfrestur um inn- göngu í smíðadeildina rennur út um næstu .mánaðamót, en kennslan hefst 15. október. Með umsókn ber að senda sem ítar- legastar upplýsingar um um- sækjanda, aldur hans, nám og störf þau, er hann að undan- förnu hefir unnið; ennfremur umsögn ábyggilegs manns eða manna, er þekkja hann vel og hæfileika hans. Gullúr hefir tapazt (úrverkiff) Finnandi vinsamlegast geri affvart í Prentsmiffj. Eddu, gegn fundarlaunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.