Tíminn - 20.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1947, Blaðsíða 1
| BrrsTJóRi: ÞÓHAIWNN ÞÓRAHINS80N ( ðTGEPANDI: ( FRAMSÓKNARPLOKKTJRINN | 8Imar 2363 Cg 4373 } PRENTSMJDJAN EDDA tlJ. 31. árg. Reykjavlk, laugardagtim 20. sept. 1947 JÖRASKRlRSrOPDR: EDmiHÚSI. Undargetu S A SUnar 2363 og 4373 APQREIÐSLA, innreimta OO AOGI,ÝSINGASKRIPSTOPA: ' SDDOHÚSI, IilrdargOtu 9A } 8tmi sm l > 171. blað Ræningjar brjðtast inn í bæinn að Auraseli í Fljótshlíð Stela fjármunum, stórskemma innbii og ógna Nýja brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, sem styttir leiðina til Austurlands um 60-70 börnum, sem voru ein heima Sá einstaki atburffur gerðist í fyrradag aff Auraseli í Fljótshlíff, i Rangárvallasýslu, aff þrír ræningjar komu þar í bifreiff, eftir hádegiff, ógnuffu börnum, er þar voru ein heima, meff hnífum, stálu peningum pg eyðilögffu innanstokksmuni og búsáhöld. Hjónin fara aff jarffarför. Ö—— Laust fyrir hádegi í fyrradag fóru hjónin að Auraseli í Fljóts- hlíðarhreppi, þau Ágúst Krist- jánsson og Guðbjörg Guðjóns- dóttir, að heiman frá sér til að vera við 4arðarför, er verða átti eftir hádegið að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Þau hjónin skildu eftir fjögur börn sín ein heima. þar sem ekki var annað fólk á heimilinu, en þau hjón og börn- in. Átti elzta barna þeirra hjóna, stúlka um fermingaraldur, Sig- ríður að nafni, að gæta heimil- isins og yngri systkina sinna meðan hjónin væru í burtu. Bærinn Aurasel er nokkuð út úr, þar sem hann er austan Þverár, en tilheyrir þrátt fyrir það Fljótshlíðarhreppi. Ræningjarnir koma. Um kl. 1 e. h. var Sigríður litla ein inni við, en systkini hennar þrjú voru einhvers stað- ar úti að leika sér. Bærinn að Auraseli er timburhús, orðið nokkuð gamalt. Vissi Sigríður ekki fyrri til, en þrír karlmenh geistust inn í húsið. Kröfðust þeir af henni, að hún vísaði þeim á &l\a fjármuni og annað verðmæti, er þar kynni að vera geymt. Ógnuðu þeir henni með opnum hnífum, er hún þrjósk- aðist við að verða við orðum þeirra. Gerði þá einn maðurinn sig liklegan til að veita henni líkamsárás og barði til hennar, en barninu tókst að komast út, áður en illræðismaðurinn gæti veitt henni áverka. Fór hún þegar til hinna systkina sinna og földu börnin sig úti við, mað- an óþokkar þessir dvöldu innan húss. Stálu og eyðilögffu. Ránsmennirnir munu hafa veriff um hálfa klukkustund á bænum. Bifreiff sína, er var fólksbifreiff, höfðu þeir skilið eftir alllangt frá bænum. Gátu börnin ekki tekið eftir neinum. einkennum á henni, enda svo hrædd við þennan óþjóðalýð, að þau munu fyrst og fremst hafa hugsað um að verða ekki á vegi þeirra, meðan þeir dvöldu þar. Voru þeir farnir fyrir góðri stundu, er börnin áræddu aftur inn í bæinn. Þegar Sigríður litla kom aft- ur inn í húsið ásamt systkinum sínum,, var þar ijót aðkoma. Innanstokksmunir flestir voru meira og minna stórskemmdir, leirtau það er til var á heimilinu mest allt brotið, umturnað hefði verið í öllum rúmum og rúm- fatnaður skemmdur. Auk þess höfðu ræningjarnir stolið þar um 1600 krónum, brotið blóma- potta og eyðilagt blómin, er í þeim voru. í stuttu máli höfðu þeir gert tilraun til að eyði- leggja flest það, er þeir töldu sér ekki hag í að stela. Hjónin koma heim. Þar sem svo langt var að Breiðabólsstað, var ekki unnt fyrir krakkana að gera foreldr- um sínum aðvart fyrr en þau komu heim um kvöldið, og vissu þau því ekkert um það, er skeð hafði, fyrr en þau komu heim frá jarðarförinni um kl. 8. Var þá þegar brugðið við og sýslu- manni Rangæinga, Birni Björns- Ljósmyndasýning Ferðafélags íslands opnuð Ljósmyndasýning Ferðafé- lags íslands í sýningarskála myndlistarmanna var opnuð kl. 5 í gær, að viðstöddum fjölda gesta, þar á meðal Bjarna Ás- geirssyni atvinnumálaráðherra og Eysteini Jónssyni mennta- málaráðherra. Formaður Ferðafélagsins, Geir Zoéga vegamálastjóri opnaði sýninguna, bauð gesti velkomna og rakti að nokkru tildrög sýn- ingarinnar. Drap hann um leið á fyrri sýningar, sem Ferðafé- lagið hefir haldið á afmælum sínum og gat um þá þýðingu, er slíkar sýningar hafa til að glæða ferðalöngun manna og auka áhuga þeirra fyrir landinu og fegurð þess. Ennfremur þakkaði hann þeim, sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar, en það eru mest þeir Steinþór Sig- urðsson magister, Þorsteinn Jós- efsson blaðamaður, auk fleiri. Þá gat formaður um vegleg- ar gjafir, sem velunnarar fé- lagsins hafa gefið til verðlauna- veitinga fyrir beztu myndir sýningarinnar. En ísafoldar- prentsmiðja gaf 10 þús. krónur til verðlauna. Bókaútgáfa Helga- fells gaf bækur og verzlun Hans Petersen gaf mjög vandaða myndavél, sem er nokkur þús- und króna virði. Er það Kodak meðalist II, sem er einhver bezta myndavél, sem nú er framleidd í heiminum. Steinþór Sigurðsson lýsti því næst sýningunni og gat um ýmsa erfiðleika, sem við hafði verið að etja til að koma sýn- ingunni upp. Á sýningunni eru 386 ljósmyndir eftir 25 áhuga- ljósmyndara. Skipuð hefir verið þriggja manna dómnefnd til að dæma um þær myndir sem verðlaun eiga að hljóta, en veitt verða þrenn verðlaun í öllum aðal- flokkunum. í dómnefndinni eiga sæti þeir Pálmi Hannesson rektor, Vigfús Sigurgeirsson og Halldór Arnórsson ljósmynd- arar Verða úrslit verðlaunasam- keppninnar tilkynnt einhvern- tíma áður en sýningunni lýkur, en hún stendur til máaðamóta. Sýningin er opin daglega kl. 11 —11. syni, gert aðvart um atburð þennan. Snemma í gærmorgun hóf svo sýslumaður rannsókn sína í málinu og vann að henni í allan gærdag fram á kvöld. Seint í gærkvöldi hafði ekki tekizt að finna sökudólgana. Hins veg- ar er ekki grunlaust um, að tekizt hafi að ná skrásetningar- númerinu á bifreið þeirra. Rannsókn málsins mun að sjálf- sögðu halda áfram næstu daga. * FORGÖNGIJMENN NÝIIJ BRÚARIIVNAR Eysteinn Jónsson. Ingvar Pálmason. Páll Hermannsson. Páll Zóphóníasson. I.R.-ingarnir komnir heim eftir glæsilega íþróttaför km.verðuropnuöídag RrúÍEi er liyg'g'ði fyrir fé brúarsjóðs, sem stofn- aður var fyrir frumkvæði Aiistfjarða|iing> ínanua Framsóknarflokksins í dag verffur nýja brúin á Jökulsá á Fjöllum opnuff til umferff- ar og styttist þá bifreiffaleiffin til Austurlandsins um 60—70 km. frá því, sem veriff hefir. Þessi mikla samgöngubót er gerff fyrir fé úr brúarsjóffi, sem stofnaffur var fyrir nokkrum árum fyrir frumkvæffi þingmanna Múlasýslna. Stofnun brúarsjóðs mætti | harffri mótspyrnu af hálfu hinna svokölluffu „nýsköpunar- f!okka“ og er þetta eitt dæmi af mörgum um þaff, hverjir hafa ; veriff og eru hinir raunverulegu brautryffjendur framfaranna. Andstaffan gegn Brúarsjóffi. Frumvarp um stofnun brúar- sjóðs var flutt upphaflega í efri 1 deild 1939 og voru flutnings- mennirnir Páll Hermannsson, Ingvar Pálmason og Páll Zóp- hóniasson. Fjórði þingmaður Múlasýslu, Eysteinn Jónsson, átti sæti í neðri deild, og gat því ekki verið meðflutnings- maður, en frv. var þó ekki síður flutt að frumkvæði hans. Sam- kvæmt frumvarpinu skyldi einn eyri af hverjum bensínlítra renna í brúarsjóð, en úr sjóðn- um átti að veita fé til stórbrúa samkv. fjárlögum. í greinargerö var Jökulsárbrúin nefnd sem eitt fyrsta verkefni sjóðsins. 1 Brúarsjóðsfrv. dagaði uppi á þessu þingi, en var aftur flutt af sömu þingmönnum á þing- inu 1940. Þá var það fellt við 3. umræðu með 8:8 atkv. og greiddu þessir þingmenn at- kvæði gegn því: Bjarni Snæ- björnsson, Brynjólfur Bjarna- son, Erlendur Þorsteinsson, Jó- hann Þ. Jósefsson, Magnús Gíslason, Magnús Jónsson, Sig- urjón Á. Ólafsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Með frumvarpinu greiddu atkvæði Framsóknar- menn allir og Árni Jónsson frá Múla. á Jökulsá á Fjöllum ganga fyrir öðrum. Þessi tillaga var sam- þykkt með 10:6 atk. Nei sögðu Bjarni Snæbjörnsson, Brynjólf- ur Bjarriason, Erlendur Þor- steinsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Magnús Jónsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Frv. náði síðan sam- þykki þingsins í þessu formi. Lögin um áðurnefnda bráða- birgðatekjuöflun gengu úr gildi á næsta ári, og var þá flutt stjórnarfrv. um bifreiðaskatt o. fl„ þar sem gert var ráð fyrir, að þessi tekjuöflun haldi áfram. Jakob Möller var þá fjármála- ráðherra og flutti hann frv. í því formi, að brúarsjóðsákvæðið var fellt niður. Fjárhagsnefnd n. d. lagði til, að þetta ákvæði yrði tekið upp í frv. og var það samþykkt. Einn fjárhagsnefnd- armaður, Jón Pálmason, mælti þó gegn þessu, og greiddi at- kvæði gegn breytingartillögunni, ásamt Eiríki Einarssyni og Jakob Möller. Frv. varð síðan að lögum i þessu formi. Á þinginu 1942—43 fluttu þeir Eysteinn Jónsson og Páll Zóphóníasson frv. um þá breytingu á lögunum, að tveir aurar' af bensínlítra skyldu renna í brúarsjóð í stað eins áður. Þetta frv. var sam- þykkt. Viðtal vift Gísla Kristjánsson f.R.-ingarnir komu heim í fyrrakvöld eftir frækilega sigurför um Noreg og Svíþjóð. Hafa þeir í þessari för sinni borið merki íslands meff sóma og eiga þakkir skiliff fyrir. Gefur þessi för þeirra og sá árangur, sem í henni náffist, góffar vonir um þátt- töku íslands í Olympiuleikjunum, sérstaklega þegar á þaff er litiff, aff hér á hlut aff máli affeins eitt af mörgum íþróttafélögum, sem starfandi eru hér á landi. Hefir tíffindamaffur blaffsiins hitt Gísla Kristjánsson, skrifstofumann, aff máli og spurt hann frétta úr förinni, en hann var einn af keppendum fararinnar. — Hver var aðdragandinn að því, aff þið fóruð þessa íþrótta- för, sem varð svo glæsileg? — Það er nú nokkuð langt mál að segja þá sögu alla. íþrótta- félag Reykjavíkur hefir ekki áð- ur farið í frálsíþróttaför út úr landinu. Undanfarin tvö ár hefir félágið staðið í allnánu sam- bandi við sænsk íþróttafélög og gengizt fyrir boðum sænskra íþróttamanna hingað. Má segja, að þessi för sé að nokkru leyti árangur af þessari samvinnu eða samstarfi, sem tekizt hefir með sænskum og íslenzkum íþrótta- mönnum. Hafa þeir Georg Berg- fors, hinn sænski íþróttakenn- ari okkar og Sigurpáll Jónsson formaður Í.R. manna mest unn- ið að þessu samstarfi, og undir- búningi ferðarinnar. Við fórum í boði sænska íþróttafélagsins „Skuru“. En í Noregi dvöldum við á vegum norska íþróttasamþandsins. — Hverriig var ferðalaginu háttað í aðalatriðum? — Við fórum héðan með flug- vélinni Heklu til Oslo sunnud. 4. ágúst, og gekk sú ferð ágætlega. Þegar við komum til Noregs var tekið á móti okkur af fulltrúum norska íþróttasambandsins, sem greiddu götu okkar allan tím- ann sem við dvöldum í Noregi. Létu þeir okkur í té fylgdar- mann, sem er meðlimur í stjórn samþandsins, og skyldi hann ekki við okkur meðan við dvöld- um í Noregi. — Hvað kepptuð þið oft í Nor- egi? — Við tókum þátt í móti sem stóð yfir í tvo daga, 26.—27. ág„ svokallaðir Osloleikir, sem er al- þjóðakeppni. Tóku þátt í þeim leikjum hópur mjög góðra am- erískra frjálsíþróttamanna, og einnig beztu íþróttamenn Norð- manna og nokkrir Svíar. Við (Framhald á 4. síðuj Brúarsjóffur stofnaffur. Fyrir þingið 1940 var síffar lagt frv. um bráðabirgðatekju- öflun ríkissjóffs, þar sem gert var ráð fyrir hækkun bensín- gjaldsins úr 4 í 8 aura. Frv. þetta var lagt fram í efri deild og fluttu þeir Páll Hermannsson og Páll Zóphóníasson þar þá breytingartillögu, að gjaldið skyldi hækka upp í 9 aura og skyldi einn eyrir af því renna í brúarsjóð, er veitti fé til bygg- inga stórbrúa, og skyldi nú brú „Nýsköpunar“flokkarnir fella niffur brúarsjóffsákvæffin. Þessi ákvæði um brúarsjóð giltu svo fram á þingið 1946, en þá voru lögin um bifreiðaskatt- inn endurnýjuff, en brúarsjóffs- ákvæðið fellt niður. Skúli Guð- mundsson flutti þá breytinga- tillögu þess efnis, að brúar- sjóðsákvæðið yrði tekið upp í frv., en það var fellt með at- kvæðum allra þáv. stjórnar- sinna, gegn atkvæðum Fram- (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.