Tíminn - 20.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1947, Blaðsíða 3
171. blnð 3 DAMRMNNI.NO: i Sigurður Ólafsson Dagur að kvöldi liðinn boð- ar hvíld við komu næturinnar. Afturelding morgunins vekur til nýs lífs og starfa. Svo er um vegferð mannsins í heimi þess- um. Ævi hans, hvort heldur ár- in verða fleiri eður færri, ber að einum og sama brunni. — Kvöldið kemur og nóttin, fyrr eða síðar. Allt er á hverfandi hveli. Hinar fjölþættu öldur lífsþróunarinnar falla sífellt og rísa á víxl. Aldrei bregst það, að dagur renni úr djúpi nætur- innar, með eitthvað nýtt í för með sér. Hver skyldi þá efast Sigurður Ólafsson. um, að úr rökkvadjúpi þess, er vér köllum dauða, rísi fögur sunna annars lífs. Sigurður Ólafsson var fæddur 26. ágúst 1910 að Eyri í Svína- dal, sonur Ólafs Ólafssonar bónda þar og konu hans Þuríð- ar Gísladóttur frá Stálpastöðum í Skorradal. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, í fögru um- hverfi, ásamt systkinum sínum átta, hann var sá sjöundi í ald- ursröð. Þar vandist hann al- :gengum sveitastörfum. Snemma hneigðist hugurinn þó að smíð- um og véltækni, er honum fórst vel úr hendi, því verklægni og trúmennska á öllum sviðum var honum í blóð borin. En með líð- andi árum og löngum aðdrag- anda, tók heilsan að bila, svo eigi náði hann fullkomnun í Jón Pálmason (Framhald af 2. siðu) Það er sú pest, sem þróast hefir og grafið um sig undanfarin ár, einnig í kaupstöðunum. Það er sú pest, sem orsakar það, að fólk fæst ekki heldur til að vinna að framleiðslu fiskjar eða sjávar- afurpa — fólk fæst ekki út á bátana á vertíðum segja blöðin. Og mér er spurn: Borgar það sig, að fá alla þá útlendinga til að vinna upp á íslandi sem unn- ið hafa hér undanfarið? Skapa jþeir þann gjaldeyri, sem þarf til þeirra starfa og kaup þeirra ýfirfært eins og verið hefir í út- lenda mynt. Og megi líkja nokkurri pest við karakúlpest- ina, sem Jón talar um, er það sú pest sem gripið hefir um sig t íslenzkum stjórnmálum, og þá £ 'érstaklega þá stjórn, sem ke Widi sig við nýsköpun. Það var £Ú stjórn sem óátalið lét viðg angast það mesta sukk og eyðsJu sm átt hefir sér stað hér á landi, og ef að sú brjál- æðiíikennda eyðsla og sukk á eignum iandsmanna, sem starf- ‘rækt heflr verið undanfarin ár í skjóli þeirrar ríkisstjórnar og með hennar samþykki, má ekki kallast pest, þá held ég að hvorki þýði fyrir Jón Pálmason eða aðra, að vera að tala um pestir, hvort þeir nú kalla þær karakúl eða annað. Nú erum við að súpa seyðið upp af þessu pestarbrjálæði. Nú á að fara að ,;sprauta móteitri við þessari neinni sérstakri iðn. Sjúkdóm- urinn ágerðist og loks kom að því, að sjúkrahússvist var óhjá- kvæmileg. Þar dvaldi hann sam- fleytt í 4 ár og rúma 2 mánuði betur. Og þrátt fyrir snilldar- aðgerðir læknanna varð sú veiki ekki yfirbuguð, heldur ágerðist hún smátt og smátt, unz að yfir lauk. Þar andaðist Sigurð- ur þann 13. júní s.l. Þann 18. s. m. voru jarðneskar leifar hans fluttar að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, þar sem þær hvíla nú hjá moldum framlið- inna ættingja og vina. j Kæri vinur og frændi. Þín er sárt saknað af öllum, sem þekktu þig. Foreldrar þínir og systkini sjá nú yka)rð fyrir skildi. Vissulega er það mannlegum tilfinningum viðkvæmt, að sjá þér á bak og horfinn sjónum á bezta skeiði ævinnar, en minn- ingarnar um þig lifa, þær eru allar svo bjartar og fagrar. Þú fórst héðan með hreinan skjöld. Og víst er það harmabót, hve karlmannlega þú barst sjúk- dóm þinn. Aldrei hraut þér æðruorð af vörum, hversu bágt sem þú áttir, heldur tókstu því öllu með aðdáanlegri stillingu og sálarró. Nú ertu horfinn yfir landamærin, inn á landið fyrir handan, þar sem sál þín verður merluð geislum hinnar eilífu morgunsólar. í sambandi við þessi fáu minningarorð um þig, er mér ljóst, að þér hefði kært verið, að geta á síðustu stundu, vottað einlægar þakkir foreldrum þín- um og systkinum, ásamt þeim ættingjunv og vinum, er með samúð sinni og á einn eður annan veg réttu þér hjálpandi bróðurhönd. Svo og öllum þeim á sjúkrahúsinu, er eftir mætti reyndu að létta þér byrði þján- inganná. Víst er, að nú sendir þú öllum þessum þínar hinztu kveðjur og hjartanlegustu þakkir og biður Guð að launa þeim með blessun sinni. Ásm. Gestsson. sýki. Nú þarf að skammta og hnitmiða hvern einasta eyri til að reyna að bæta fyrir þá skömm, sem gerð hefir verið. Nú er ekki hægt að þverfóta á íslandi fyrir bíladrasli og mörgu óþarfaskrani, sem enginn hefir með að gera. M. ö. o., nú á að fara að gera það sem nýsköp- unarstjórnin átti að gera en gleymdi, og gáði ekki ofan í rassvasann fyrr en hann var tómur. Og nú fyrst á að fara að halda sér við jörðina, segja blöðin. Þau sömu blöð, sem allt var í lagi hjá tfyrir ekki e,inu ári síðan. Hefir þá þessi nýsköpun öll og stjórn hennar svifið í loft- inu og hvergi haft jarðfestu — hefir hún fálmað í lausu lofti eins og þokan, sem allir bölva, og hefir Jón Pálmason ekki ennþá gleymt þessu lausalofts- fálmi svo, að hann reyni ennþá að fálma eftir karakúlpestum sér til pólitísks framdráttar, þar sem þær eru ekki til og hvergi hafa komið. Lciðfréttmg. í ættfærzlu Tryggva Ólafs- sonar í 162. tölublaði hefir í prentuninni fallið niður (sem auðskilið má vera af samheng- inu) eitt nafn. — Á eftir orð- unum: „Jóns bónda á Hóla- landi í“ á að koma: Borgarfirði, Ögmundssonar bónda („í Breiðu vík í sama hreppi“). * I L TÍMINN, laujgardagiim 30. sept. 1947 Erich. Kástner: Gestir í Miklagarði — Mættum við tala aðeins við yður, herra Schulze? — Því ekki það? sagði Tobler ögrandi. — Við bíðum yðar inni á skrifstofunni, sagði Polter. — Þá megið þið bíða lengi, sagði Tobler. Þeir félagar litu hvor á annan. — Eins og þér óskið, sagði gistihússtjórinn. Við ætl- uðum aðeins að hlíía yður við því að láta aðra heyra það, sem við verðum að gefa yður til kynna. En sem sagt — í nafni gistihússins verð ég aö biðja yður að fara héðan, herra Schuize. Margir gestanna eru mjög gramir yfir veru yðar hér. Kærunum hefir rignt yfir okkur. í gærkvöldi kom einn gestanna með álitlega upphæð, sem hann vildi fórna til þess að þér færuð héðan. Hvað var það mikið, Polter? — Tvö hundruð mörk, sagði Polter. ■— Þessi tvö hundruð mörk verða yður greidd um leið og þér farið héðan. Ég vona, að það komi sér vel fyrir yður. — Hvers vegna rekiö þér mig ekki á dyr bótalaust? spurði Tobler, lítið eitt rkjálfraddaður. — Við erum alls ekki að reka yður á dyr, sagði gisti- hússtjórinn. Við stingum upp á því — við biðjum yður að fara, ef þér viljið gera okkur það hagræði. Við getum ekki gert gestunum á móti skapi. — Það er með öðrum orðum blettur á gistihúsinu, að ég sé hér? — Það vekur óánægju, að þér séuð hér, sagði Polter. skömm að ríkiöæmi hans og yfirlæti. Hér hefir hlið- fátækir eru? — Yður skjátlast, sagði Polter. Ef auðkýfingur settist að í fátækraheimili og gengi þar um á kjól, þá væri skömm að ríkidæmi hans og yfirlæti. Hér hefir hlið- stæður atburður gerzt. — Hvað fer bezt á sínum stað, bætti gistihússtjórinn við. Þá spratt frú Kunkel á fætur og gekk að Polter. Handaburður hennar bar vitni um, hvað hún hugðist fyrir. — Látið dyravörðinn í friði, sagði Tobler. Ég fer. V.ljið þér útvega mér bíl, herra Kesselhuth. — Reikninginn minn — strax, sagði Kesselhuth. Ég fer líka. Þessu hafði gistihússtjórinn ekki búizt við. — Herra minn! hrópaði hann á eftir Jóhanni. Hvers vegna ætlið þér að fara? Frú-Kunkel hló illkvittnislega. - — Þetta eru þeir mestu glópar, sem ég hefi kynnzt, sagði hún. Reikninginn minn líka — og stúlkunnar hérna! Gistihússtjórinn greip fyrir brjóstið. — Hreinn og beinn skepnuskapur, stundi hann. — Hvar eru þessi tvö hundruð mörk, spurði Tobler hörkulega. — Gerið svo vel, sagði Polter, opnaði vasabók sina og lagði seðlana á borðið. Tobler hrifsaði peningana, kallaði á þjón, sem stóð álengdar og fékk honum þá. — Sepp á að fá helminginn, sagði hann. Mér likaði vel við hann, þegar við mokuðum skautasvellið. Ætlið þér að minnast þess? Þjónninn vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðriö. Hann hristi bara höfuðið. — Gott og vel, sagði Tobler og hvessti augun á Kúhne og Poíter. Eftir hverju bíðið þið hér? Burt! Þeir hlýddu orðalaust eins og litlir drengir. Tobler og Hildur urðu ein eftir. — Hvað verður um Fritz? spurði Hildur. — Ég kaupi gistihúsið í fyrramálið, svaraði Tobler. Og hinn daginn rek ég alllan óþjóðalýðinn á dyr. — En hvað verður um Fritz? spurði Hilldur aftur. — Við tölum um það í Berlín, svaraði Tobler. Þú ferð að ráðum mínum. Ég læt það ekki vitnast hér, hver ég er. Tuttugu mínútum. síðar bar vinnumaður gistihússins farangur þeirra út í stóran bíl, sem kominn var til þess að sækja þau. Polter og Kúhne voru báðir i stúkunni. — Hreinn og beinn skepnuskapur, stundi gistihús- stjóri. Hann fleygir* tvö hundruð mörkum, og hann fleygir farseðlinum og ekur í bíl til Berlínar. Þrír góðir gestir, sem ekki hafa þekkt hann nema örfáa daga, fara með honum. Ég er hræddur við þetta. — Og þetta er allt brókarsóttinni í frú Kasparíus að kenna. Hún vildi koma Shulze burt, svo að hann væri ekki alltaf með miljónamæringnum. — Hvers vegna hafið þér ekki sagt mér þetta fyrr? | spurði gistihússtjórinn reiðilega. \ En Polter minntist þess, að hann hafði hagnast um þrjú hundruð mörk á því, sem gerzt háfði, svo að hann í stakk ásökunum húsbónda síns í vasann, eins og gróð- } anum. I í þessum svifum snaraðist frú Kunkel út með fangið fullt af hattöskjum og sólhlífum. Gistihússtjórinn hljóp og ætlaði að hjálpa henni. | — Þér snertið ekki á þessu, hvæsti frú Kunkel fok- ? vond. Ég hefi verið hér í tvo daga, og ég er búin að Sparnaður er svarið gegn verðbólgu og dýrtíð. Verzlið við kaupfélögin og sparið þannig fé yðar. aniband ísl. samvinnuf élaga FRAMSÖKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR Iielílíir fund í Breiðfirðingabtið, mið- vikuelaginn 24. þ. m., og hefst liann kl. 8,30 e. h. Málshef jendur verða ráðherrarnir Bjarni Ásgeirsson Eysteinn Jónsson ‘Jélagar ^jchnemtii! Stjórnin QRDSENDING Opnum í dag, laugardag, nýja matvörubúð að Nesvegi 31. Höfum á boðstólum allar fáanlegar mat- og nýlenduvörur, einnig kjötvörur. Gjörið svo vel að líta inn og reyna viðskiptin. Sími 4520 K 1S O ÍV Sírni 4520 Nesveg 31 ÍPróttafélag Reykjavíkur lieldur móttökufagnað fyrir ÍR-ingana, sem tóku þátt í íþróttaför félagsins til Norðurlanda, n.k. þriðjudag 23. sept. í Sjálfstæð- ishúsinu. Kl. 6,30 hefst sameiginlegt borðhald, en kl. 10,30 hefst almennur skemmtifundur. Þeir félagar, sem vilja taka þátt í borðhaldinu, tilkynni þátttöku sína í síma 6439 fyrir sunnudagskvöld. Aðgöngumiðar að skemmtifundinum fást í Bóka- verzlun. ísafoldar á mánudag og þriðjudag. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.