Tíminn - 24.09.1947, Blaðsíða 1
(
B3T3TJÓRI: |
ÞÖRABINN ÞÓRARIK8SON j
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Simar 3353 cg 4373
PREMTSMIBJAN EDDA n.1.
rVSTJÓRASKRIPSTOP'ÖK!
EDDUHtel. LtodargBtu ð A
«? iar a363 og 4373
..mREIÐSLA, INNHEIMTA
Oa ADOLÝSINOASKRIPSTOFA:
KDDUHUSI, Llnaargötu 8A
31. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 24. sept. 1947
ERLENT YFIRLIT:
Niðurstöður Parísar-
ra
ðstef
nunnar
— 2. grein —
Bandaríkin hurfa að lána 24.4 miljjarða til
endurreisnarinnar í Evropu fjögur næstu árin
f blaðinu í gær var lýst tildrögum Parísarráðstefnunnar um
Marshallstillögurnar, en þær komu fyrst fram í ræðu, sem
Marshalls hélt 5. júní í sumar Utanríkisráðherrar Breta og
Frakka hófu þá þegar viðræður og leituðu samstarfs við Bússa,
og var haldinn þríveldafundur um málið í París 26. júní til 2. júlí.
Ráðstefnu þeirri lauk þannig, að Rússar skárust alveg úr
leik. Var ýmsu haldið fram um ástæður fyrir þessari afstöðu
Rússa, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. — Hér segir svo frá
Parísarráðstefnunni, sem Bretar og Frakkar boðuðu til og nið-
urstöðum hennar, en í næsta blaði mun skýrt frá afstöðu og
viðhorfi Bandaríkjamanna, eftir því sem kostur er.
Parísarráðstefnan
kvödd saman.
Bretar og Frakkar létu málið
ekki íalla niður, þótt Rúsirar
vildu ekki vera með. Dag'nn
eftir, að ráðstefnu utanríkis-
ráðherranna þriggja lauk eða
3. júlí, boðuðu Bretar og Frakk-
ar til nýrrar ráðstefnu um Mar-
shallstillögurnar og var öllum
Evrópuríkjunum boðið að senda
þangað fulltrúa, nema Sovét-
ríkjunum og Spáni. Öll ríkin
þáðu boðið, nema þau, sem
heyra undir áhrifavald Rússa.
Ljóst var þó, að sum þeirra
vildu gjarnan taka þátt í ráð-
stefnunni, þótt þau teldu sér
ekki annað fært en hafna þátt-
tökunni á seinustu stundu. T. d.
voru Tékkar búnir að segja frá
því, að þe'r myndu taka þátt
í ráðstefnunni, en afturkölluðu
það síðan eftir Moskvuför for-
sætisráðherrans og utanríkis-
ráðherrans. Finnar svöruðu
ekki heldur neitandi fyrr en
seinasta dag'nn. Virðist það
ótvírætt, að Rúsrar hafa ráðið
ríkjunum á áhrifasvæði sínu frá
því að taka þátt í ráðstefn-
unni. Sá orðrómur hefir einnig
gengið, að Rússar hafi boðist
til. að veita þeim svipaða aðstoð
og Bandaríkin myndu veita
hinum Evrópuríkjunum, en vafa
samt vírðist, að geta þeirra
leyfi það.
Störf ráðstefnunnar.
Ráðstefnan, sem Bretar og
ERLENDÁR FRÉTTIR
Petkov, foringi búlgarska
bændaflokksins, var tekinn af
lífi í fyrrinótt, eftir að forseti
landsins hafði synjað náðunar-
beiðni hans. Stjórnir Bretlands
og Bandaríkjanna og mannúð-
arsamtök víða um heim hafa
gert sitt ítrasta til að fá hann
náðaðann, þar sem hann var
harðsnúnasti andstæðingur naz-
ista í Búlgaríu á stríðsárunum
og fullvíst þótti, að hann væri
saklaus dæmdur. Líflát hans
mun því vafalaust vekja mikla
reiði um allan hinn frjálsa
heim.
Ræða, sem Hector Mc Neil
aðstoðarutanríkisráðherra Breta
flutti á þingi sameinuðu þjóð-
anna í fyrradag, var í gær aðal-
umræðuefni heimsblaðanna. —
Þykir riún snjallasta ræðan,
sem þar hefir verið haldin.
Hann gagnrýndi mjög misnotk-
un Rússa á neitunarvaldinu, en
taldi Breta hins vegar ekki geta
fallist á neinar breytingar á
grundvallarkerfi sameinuðu
þjóðanna, eins og t. d. tillögu
Bandaríkjanna um skipun alls-
herjarnefndar við hlið öryggis-
ráðsins. Það væri ekki form
bandalagsins, sem hefði mest
að segja, heldur vilji stórveld-
anna til samkomulags.
Frakkar boðuðu til, hófst í Par-
ís um miðjan júlí og mættu þar
fulltrúar 16 þjóða. Samkomulag
var þar hið bezta, enda var ekki
fjallað um annað en undirbún-
ingsstarf að þessu sinni. Ráð-
stefnan kaus undirnefndir, er
hver um sig skyldi athuga á-
kveðna málaflokka og svo eina
allherjarnefnd, er skyldi sam-
ræma starf undirnefndanna og
skila heildartillögum. — Ráð-
stefnan átti svo að koma aftur
saman, þegar allherjarnefndin
hefði lokið störfum, og var
henni þá ætlað að ganga frá
endanlegum tillögum, sem yrðu
sendar stjórn Bandaríkjanna.
Ætlast var til að ráðstefnan
lyki störfum um 15. september
og yrðu tillögur hennar þá af-
hentar stjórn Bandaríkjanna.
Það hefir verið eitt aðalverk-
efni nefndanna, sem unnið hafa
á vegum ráðstefnunnar, að at-
huga og gera tillögur um inn-
byrðishjálp hlutaðeigandi Ev-
rópulanda, er kæmi til fram-
kvæmda jafnhliða láninu frá
Bandaríkjunum, þar sem þetta
er eitt af skilyrðum Bandaríkj-
anna fyrir lánveitingunni. —
Bandaríkin telja að lánveiting
sín komi ekki að notum að öðr-
um kosti. Þegar nefndirnar
höfðu lokið störfum sinum í
byrjun mánaðarins og komið
(Framhald á 4. slðu)
Norræn bókmennta-
verðlaun
Nýlega er lokið verðlauna-
samkeppni um skáldsögu, sem
útgáfufélögin þrjú, Aschehaug
í Osló, Natur och Kultur í
Stokkhólmi og Steen Hasel-
bach í Kaupmannahöfn efndu
til. Náði samkeppnin yfir Norð-
urlöndin þrjú, Noreg, Svíþjóð
og Danmörku. í hverju landi var
nefnd, sem dæmdi handrit, er
bárust í landi hennar, en síðan
allsherjarnefnd, er dæmdi um
þau handrit, sem landsnefnd-
irnar höfðu valið til aðalkeppn-
innar.
Aðalverðlaunin voru 30 þús-
und krónur, og hlaut þau ungur
norskur rithöfundur að nafni
Arne Skauen. Nefnist saga
hans „Fest i Port des Galets."
Landsverðlaun hlutu: Anders
Karr (Svíþjóð) fyrir söguna:
„Hvers vegna blómstrar möndlu-
tréð ekki?" en í Danmörku var
verðlaununum skipt milli þeirra
Erik Kjeld Olsens fyrir bókina
„Nogle of de Dage" og G.
Scocozzas fyrir söguna „Træet
uden Frugt." Landsverðlaun
voru 5000 kr.
Bók Skauens er talin mjög
góð. Fjallar hún um fimmtán
ára gamlan dreng, sem þjáist
af bældum ótta.
173. blsrð
Þrjátíu barnaskólar eru í smíðum á þessu ári
Danskur fimleikaflokkur í Anteríku
Unnið er að meiri og minni stækkun allra
gagnfræða- og héraðsskóla
Frásögn Hclga Elíassonar fræðslumálastjóra.
Nú er verið að reisa mörg ný skólahús í kaupstöðum landsins
og í dreifbýlinu. Mörg þessara skólahúsa eru langt á veg komin,
en önnur eru í byrjun. Á komandi vetri verða einnig tekin upp
ymis nýmæli á skólahaldi landsins, sem er þáttur í framkvæmd
hinnar nýju fræðslulöggjafar.
TJndanfarið hefir danskur fimleikaflokkur, undir stjórn Flensted Jensen,
ferðast um Ameríku og haft sýningar við mikla aðsókn. Me'ðfylgjandi
mynd var tekin, þegar flokkurinn hafði sýningu í Calgary í Kanada
fyrir 25. þúsund áhorfendum.
Matsala Fæðiskaupendaf élagsins
Félagið hefir margvísleg áform á nrjónunum
Um síðustu mánaðamót tók fæðissala Félags fæðiskaupenda í
Reykjavík til starfa. Eins og áður hefir verið skýrt frá í blöðum,
var félagið stofnað árið 1945 og voru stofnendur 150.
í gær var blaðamönnum boð-1
ið til kvöldverðar á matsölustað
félagsins, en hann er í fyrrver-
andi veitingastað Bandarikj a-
flotans í Kamp Knox. Eru húsa-
kynni þar hin vistlegustu. Hefir
félagið tekið húsnæði þetta á
leigu af Reykjavlkurbæ og greið-
ir fyrir það 750 kr. á mánuði.
Matsala þessi er rekin með
fcalsvert öðru sniði, en aðrar
fæðissölur hér í bæ. Aðalmis-
munurinn er í því fólginn, að
menn afgreiða sig að mestu
leyti sjálfir. Er fyrirkomulag
það, sem þarna er notað, að
ýmsu leyti til fyrirmyndar, m.
a. vegna þess að með þeim af-
greiðslumáta, sem þarna er
hafður, þarf mun færra starfs-
fólk við matsöluna en ella, án
bess að það hafi í för með sér
nein óþægindi fyrir þá, sem þar
kaupa fæði. Önnur nýjung er
(Framhald á 4. siðu)
Fundur Framsóknar-
manna í
Fyrsti fundur Framsóknar-
manna í Reykjavík á þessum
vetri verður í Breiðfirðinga-
búð í kvöld og hefst hann kl.
8,30.
Málshefiendur á fundinum
verða ráðherrar f lokksins,
þeir Bjarni Ásgeirsson at-
vinnumálaráðherra og Ey-
steinh Jónsson menntamála-
ráðherra. Mun Bjaj-ni eink-
um ræða um horfur landbún-
aðarins og verðlag landbún-
aðarvara, en Eysteinn mun
ræða dýrtíðarmálin.
Skorað er á félagsmenn að
fjölmenna á fundinum og
einnig eru Framsóknarmenn
utan af landi, sem eru gestir
í bænum, velkomnir á fund-
inn, eins og aðra f undi Fram-
sóknarmanna í R&ýkjavík.
Eyðing tundurdufla
Samkvæmt skýrslum frá Árna
Sigurjónssyni, Vík, Mýrdal, til
Skipaútgerðar ríkisins, hefir
Árni frá því seint í ágúst og þar
til um miðjan september gert
óvirk tundurdufl á eftirgreind-
un\ stöðum:
3 á Höfðafjöru, Mýrdal; 1 á
Bólhraunsfjöru, Álftaveri; 1 á
Kennaraskorturinn.
Siðustu ár hefir verið mikil
ekla á barnakennurum í land-
inu og er það enn. Vantar nú
mikið á, að tekizt hafi að ráða
menn með kennaraprófi í allar
kennarastöður, er auglýstar
hafa verið lausar til umsóknar
í haust. Helgi Eliasson fræðslu-
málastjóri hefir í viðtali við
Tímann skýrt frá ýmsu varð-
andi þessi mál. ,
Ástæðurnar fyrir því, riversu
erfitt er að fá kennara, segir
Helgi, eru ýmsar. Þó tel ég tvær
ástæður hafa sérstaklega mikið
að segja í þessu sambandi. í
fyrsta lagi fór mikið af mönnum
með kennaramenntun í betur
launaðar stöður á stríðsárunum,
en þá var eins og kunnugt er,
mun auðveldara að fá góðar
stöður bæði í einkarekstri og
hjá því opinbera en verið hafði
um langt skeið. Þar við bættist,
að með vaxandi velmegun stofn-
aði fólk mun fleiri heimili en
áður og kom það að því leyti
niður á kennarastéttinni, að
stúlkurnar giftust og urðu
bundnar við heimilisstörf og
urðu þá oftast að hætta við að
sinna kennarastarfinu.
Önnur veigamikil ástæða er
hversu aðbúð kennara, hvað
snertir húsnæði, er léleg, sér-
staklega víða úti á landi í far-
skólahverfunum. Hins vegar
mun ekki nokkur vafi á því, að
nóg er til af mönnum með
kennaraprófi á landinu í allar
þær stöður, sem lausar eru. Að-
Skógarfjöru, Austur-Eyjafiöll-
um; 1 á Bakkafjöru, Austur-
Landeyjum; 1 á Þykkvabæjar-
fjöru í Holtum. Allt voru þetta
brezk dufl.
Álit Faxaflóanefndarinnar kemor
út innan skamms
Tveir fslendingar mæta á alþjóðamóti haf-
rannsókna
Árni Friðriksson fiskifræðingur er nýlega farinn utan til að
sitja Alþjdðamót hafrannsókna, sem haldið verður í Kaupmanna-
höfn í næsta mánuði. Fór Árni einnig utan til að ganga frá
nefndaráliti Faxaflóanefndarinnar, sem nú er að hefjast prent-
un á í Stokkhólmi. En Árni er ritari nefndarinnar. Verður í riti
þessu að finna mikinn fróðleik um Faxaflóa og rannsóknir, sem
þar hafa verið gerðar frá fyrstu tíð hafrannsóknanna. Eru þar
og niðurstöður nefndarinnar um friðun Faxaflóa, en nefndin
mælir eindregið með henni.
í Faxaflóanefndinni áttu sæti þjóða hafrannsókna í Kaup-
fulltrúar frá mörgum þjóðum,
sem hlut eiga að málinu og haf a
þar einhverra hagsmuna að
gæta. Eigi að síður varð fullt sig hafa lokið afgreiðslu þess.
mannahöfn mun Faxaflóamál-
ið ekki verða sérstaklega til um-
ræðu, þar sem stofnunin telur
samkomulag í nefndinni um að
friðun flóans væri æskileg og
var samþykkt sama efnisgerð á
Alþjóðamóti hafrannsókna, sem
haldið var í London í fyrra. Var
málinu þar með visað til ríkis-
stjórna landa þeirra, er hlut
eiga að máli, og eiga þær að
koma sér saman um málið.
Á hinu fyrirhugaða þingi Al-
Hins vegar verður rætt þar
um hafrannsóknir í Norðurhöf-
um, og skipulögð samvinna
þjöða þeirra, er við þær fást.
Þá gefur hver þjóð um sig upp-
lýsingar um rannsóknir að und-
anförnu og árangur þeirra.
Fyrir íslands hönd situr Her-
mann Einarsson fiskifræðingur
þingið, auk Árna Friðrikssonar.
sókn að kennaraskólanum und-
anfarin ár hefir alltaf verið með
svipuðu móti, nema eitt árið,
er verið v'ar að koma breytingu
á skólarekstrinum í fast horf.
Þrátt fyrir þetta hefir verið
nauðsynlegt að ráða talsvert
marga menn, án kennaraprófs,
í kennarastöður víðsvegar á
landinu, en þó sérstaklega í
farkennarastöðurnar.
Nýju skólabygging'arnar.
Þótt mikil vöntun sé á kenn-
urum, heldur fræðslumálastjór-
inn áfram, er þó annað atfiði,
sem veldur enn meiri erfiðleik-
um um skólahaldið, en það er,
hversu erfiðlega gengur að
ljúka við þau skólahús, er nú
eru í smíðum. Efnisskortur og
ýmislegt annað er þar mikill
þrándur í götu. Sama er að
segja um þau skólahús, sem á-
formað er að hefjá byggingu á
á árinu 1948 og óhjákvæmilega
verða að vera tilbúin svo fljótt
sem nokkur kostur er á. Ýmis
atriði hinnar nýju fræðslulög-
gjafar eru ill framkvæmanleg,
nema að unnt verði að bæta úr
húsnæðisvandræðum þeim, er
skólarnir eiga við að búa.
30 nýir barnaskólar.
Samtals munu nú vera um 30
ný skólahús í byggingu fyrir
barnaskóla landsins. Af þeim
eru 6 í kaupstöðum, en 24 utan
kaupstaða. Fyrir þessar bygg-
ingar mun ríkið þurfa að greiða
á árinu 1948 yfir 7 miljónir kr.
Eitt af því, sem hefir orsakað
bað, hversu erfitt er að fá menn
til að sinna kennslustörfum úti
a landi, er það, hvað húsnæði
°r þar yfirleitt lélegt. Nú er ver-
ið að reyna að ráða bót á þessu
með því að reisa marga nýja
skólastjórabústaði. Eru þeir
víðsvegar um landið. Verður
haldið áfram að reisa þá, svo
'em kostur er á. Ættu þessir
nýju bústaðir að auðvelda það,
að unnt verði að fá hæfa menn
naeð kennaraprófi til að annast
fræðslustörfin utan Reykjavíkur
Gagnfræða- og
Héraðsskólar.
Aðsóknin að gagnfræða- og
héraðsskólunum hefir aldrei
verið meiri en nú. Hér í Reykja-
vík er verið að fullgera Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga (Ingi-
marsskólann). Er gert ráð fyrir
að nemendur hans verði um 600
á komandi vetri. Samt vantar
mikið á, að nægt húsrúm verði
til fyrir alla þá, sem vilja stunda
framhaldsnám í einhverri mynd.
Hefir bæjarstjórn Reykjavíkur
samþykkt að hafizt verði handa
um byggingu nýs gagnfræða-
skóla, svo fljótt sem kostur er
á. Yrði sá skóli að öllum lik-
indum reistur í vesturbæritim.
Um héraðsskólana er hið
sama að segja. Þeir eru full-
skipaðir og miklu meira en það.
Við flesta þeirra er verið að
byggja viðbótarbyggingar, sem
eru misjafnlega langt á veg
komnar, en flestar munu þær
þó verða til í haust og á næsta
ári. Miða allar þessar bygging-
ar að því, að geta tekið á móti
(Framhald á 4. siðu)