Tíminn - 26.09.1947, Page 1

Tíminn - 26.09.1947, Page 1
arrsT^óJH: ÞÓRABIKN ÞÓRARINSBON (JTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKTJRINN Simar 33S3 cg ti?7í PRKNT8MEÐJAN SDDA h.f. I .rDSTJÓRASgHBBBCOiWMl: EÐDUMÖSX. Lindargötu B A Utnutr 2363 og 437S APGREIÐSLA, INNHEIMTA OQ ADQLÝSINGASKRIFSTOPA: r : EÐÐUHÚ8I, Ltodargötu B A Stml aSB 31. árjf. Reykjavik, föstudagiim 26. sept. 1947 175. blað ERLENT YFIRLIT: Trúarstyrjöldin í Indlandi Slkliar hafa liafið ofsóknir gegn Múhameðs- irúariiiöiuium vegna skiptmgariimar á landi þeirra. Hryllilegt níðingsverk var unnið skammt frá Amritsar í Ind- landi aðfaranótt miðvikudagsins, þegar herflokkur Sikha réðist á járnbrautarlestir, sem voru að flytja Múhameðstrúarmenn frá Indlandi til Pakistan, og drap milli 5—6 þús. af farþegunum. Sikhahersveit undir stjórn brezks herforingja var lestunum til varnar, en neitaði að hlýða fyrirskipun hans um að verjast árás- armönnunum. Varðist herforinginn einn, unz árásarmönnunum tókst að fella hann. Árásarmennirnir beittu bæði skotvopnum og höggvopnum við þessa hryllilegu mannslátrun. Síðan Indlandi var skipt, hafa slík múgmorð viðgengist þar í stórum stíl, en þetta mun einna ægilegast. Einkum hafa Sikhar unnið óhæfuverkin og Múha- meðsmenn jafnan orðið fyrir barðinu á þeim. Engar áreið- anlegar skýrslur eru til um tölu hinna föllnu, sem hafa fallið í þessum átökum, en margir telja, að þeir skipti mörgum tugum þúsundum og jafnvel hundruð- um þúsunda. Það hefir komið ýmsum, sem fylgst hafa með málefnum Indverja, á óvart, að Sikhar skulu vera aðalfrumkvöðlar þess ara múgmorða. Það var að vísu kunnugt, að Sikhar voru her- skáasti trúarflokkur Indlands, en þeir hafa jafnframt verið taldir einna félagslega þrosk- aðasti indverski trúarflokkur- inn. Ástæðuna til þess, að Sikhar hafa unnið umrædd ógnarverk, er að finna í skiptingu Ind- lands. Aðalheimkynni Sikhanna er að finna í þeim héruðum Punjabfylkis, sem hefir verið skipt milli Indl. og Pakistan. Þar hafa búið um 4 y2 milj. Sikha. Þessum héruðum hefir nú verið skipt þannig, að meiri hluti Sikha heyrir undan Pakistan. Þetta hefir fallið Sikhum mjög illa, þar sem þeir standa miklu nær Hindúum en Múhameðs- trúarmönnum og vildu tilheyra Indlandi áfram. Tugþúsundum saman hafa þeir yfirgefið heimili sín í hinu nýja Pakist- anríki og flutt til Indlands. Reiði sína hafa þeir einkum látið bitna á þeim Múhameðs- G j aldey r isspar naður Breta bitnar á Norð- raonnum Ráðstafanir ensku stjórnar- innar til að draga úr gjaldeyris- veitingum til ferðalaga hafa vakið þann ugg í Noregi, að stórlega muni draga úr komum enskra ferðamanna þangað. Samkvæmt þessum ráðstöf- unum fá enskir ferðamenn, sem ekki ferðast í verzlunarerind- um, ekki að hafa með sér úr landi, nema 35 strelingspd. og mega ekki kaupa farseðla, nema hjá enskum flug- eða skipafé- félögum. Hingað til hafa þeir mátt hafa með sér 75 sterl.pd. og getað keypt sér far jafnt hjá útlendum flug- og skipafélög- um sem enskum. Að undanförnu hafa enskir ferðamenn aðallega komið til Noregs og farið þaðan með norskum skipum eða flugvélum og munu þessar ráðstafanir því stórlega skerða tekjur norskra skipa og flugfélaga. Búizt er þó við, að gjaldeyristekjur Norð- manna muni rýrna enn meira af þeirri ástæðu, að gjaldeyris- skömmtunin til enskra ferða- manna hefir verið lækkaður um meira en helming. trúarmönnum, sem enn dvelja á Indlandi. í fjölda indverskra borga hafa þeir gert skipulegar árásir á hverfi Múhameðstrúar- manna og myrt þá Múhameðs- trúarmenn, sem þeir hafa náð til. Þetta hefir mjög ýtt undir hinn stórfellda flótta Múha- meðstrúarmanna frá Indlandi til Pakistan. Sikhar hafa svo notað mörg tækifæri til að ráð- ast á flóttafólkið, þótt aldrei hafi komið til jafn stórkostlegs blóðbaðs og hjá Amritsar á miðvikudaginn. Eins og áður segir, eru Sikhar herskáasti þjóðflokkur Ind- (Framhald á 4. síðu) Menningar og rainn- ingarsjóður kvenna Á morgun hefir Menningar- og minningarsjóður kvenna hina árlegu merkjasölu sína. Það heyrist oft talað um það: að margt sé betlið og fjársafn- anir í ýmsu formi séu orðin plága. Þó er það svo, að yfirleitt eru allar slíkar fjársafnanir gerðar fyrir góð málefni, og þegar svo mikið hefir safnazt, að einhver árangur sést, benda menn gjarnan á hann með stolt1, og nefna hann sem dæmi um menningu þjóðarinnar. Menningar- og minningar- sjóður kvenna er stofnaður af Kvenréttindafélagi íslands Hlptverk hans er að styrkja konur til náms og eru nú tvö á? síðan sjóðurinn tók til starfa. Höfuðstóll hans er röskl. 100 þús. kr. en af vöxtum hans verður engu eytt fyr en sjóðurinn verð- ur 150 þús. Það fé sem nú er varið til styrkja er % af sölu merkja og minningarspjalda. Þá er og ákveðið og í undir- búningi, að sjóðurinn gefi út verk Laufeyjar Valdimarsdóttur. Alls hafa 15 ungar konur not- ið styrks úr sjóðnum. Á þessu ári sóttu 19 um styrk. Sjóðs- stjórnin taldi þær allar verðar styrks, en ákvað þó að skipta þeim 11 þúsundum sem fyr-r lágu til úthlutunar ekki svo smátt. Fór svo að 6 var veittur styrkur og eru það þessar: Þóirunn S. Jóhannsdóttir, 2 þúsund kr. til háskólanáms í píanóleik í Englandi. Hún var yngsti umsækjandinn, 7 ára (Framhald á 4. síðu) Rafmagnseftirlitið hefir gert 100 boranir eftir heitu eða köldu vatni síðan það tók við jarðborunnm ríkisins 1945 IMÁIK AUKA FLOTA SINN. Munaði mjóu Eins og nýlega var getið í ís- lenzkum blöðum, fórst norskur flugbátur í Norður-Noregi með 35 manns. Orsök slyssins varð sú, að’ flugbáturinn rakst á hamra, þegar hann var að taka beygju í fjarðarmynni. Allmik- il þoka var, þegar þetta skeði. Athuganir þykja hafa leitt í ljós, að flugbáturinn hefði sloppið, ef hann hefði flogið 20 m. lengra til vinstri og 10 m. hærra. * Giifan úr amiarri borholunni í Krísuvík næglr til aS Iiita upp bæ með 2000 ibúa. Á vegum rafmagnseftirlits ríkisins er nú víðsvegar á landinu unniff aff rannsóknum til undirbúnings hveragufuvirkjunum. En auk þess er boraff eftir heitu og köldu vatni á vegum stofnunar- innar, sem á nú 8 jarffbora. Aff undanförnu hefir náffst sérstak- lega góffur árangur meff borunum í Krísuvík og Reykjakoti í Ölfusi. Hefir tíffindamaffur blaffsins snúiff sér til Gunnars Böffvarssonar verkfræffings í tilefni þessa, og spurzt fyrir um jarffvegsrannsóknir hans og boranirnar, en hann hefir umsjón meff þeim. Fer frásögn hans hér á eftir: Danir hafa nýlega keypt 10 tundur skeytabáta af Bandaríkjamönnum. — Þeir voru áður eign Þjóðverja og notaðir af þeim á stríðsárunum. Hér á myndinni sjást þrír þeirra, eftir að þeir eru nýkomnir til Danmerkur. Framsóknarfélag Reykjavíkur hefir hafið vetrarstarfsemina Velsóttur oj>' góðnr fundur á miOvikiidags- kvöldið. Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fyrsta fund sinn á þessu hausti í Breifffirðingabúð í fyrrakvöld. Fundinn sóttu á annaff hundraff manns. Rúmlega 40 nýir félagsmenn gengu í félagiff. Á fundinum fluttu ráðherrar Framsóknarflokksins ræffur um dýrtíffar- og verfflagsmálin og urðu allmiklar umræður á ef'tir. Formaður félagsins, Sigur- jón Guðmúndsson, iikrifstofu- itjóri, setti fundinn, og tilnefnd: Tón ívarsson framkvæmda- stjóra sem fundarstjóra og Frið- geir Sveinsson gjaldkera sem fundarritara. Lesnar voru upp ’nntökubeiðnir 44 nýrra félags- manna og voru þær samþykkt- ar í einu hljóði. Síðan hófust umræður um verð'ags- og dýr- ‘íöarmálin og höfðu ráðherrar flokksins framsögu. Bjarni Ás- geirsson atvinnumálaráðherra tók fyrstur til máls og ræddi hann verðlagsmál landbúnað- arins. Hann sýndi fram á, að verðhækkun sú, sem nýlega hefði orðið á landbúnaðarvör- unum, stafaði af grunnkaups- hækkunum og vísitöluhækkun, sem hefði orðið á siðastl. ári, en kæmi fyrst fram hjá bænd- um nú samkv. þeirri ákvörðun seinasta Alþingis, að bændum skyldu tryggðar svipaðar tekjur og öðrum vinnandi stéttum. Hér væri því síður en svo um neina tilraun að ræða til að gera hlut bænda betri en annara, heldur væri aðeins verið að reyna að skapa þeim jafnræði. Eysteinn Jónsson flutti síðan itarlegt erindi um dýrtíðarmál- in almennt. Hann sagði m. a., að Framsóknarmenn hefðu far- ið inn í ríkisstjórnina til að reyna að koma í veg fyrir auk- :nn vöxt dýrtíðarinnar, meðan hinir flokkarnir væru að átta sig á því, að nauðsynlegt væri að gera enn frekari ráðstafanir. Þessi stöðvunarviðleitni hefði borið nokkurn árangur, en einnig misheppnast á sumum sviðum. Þannig hefði kommún- istum tekist að knýja fram nokkra kauphækkun í Reykja- vík (Dagsbrún) og verðlag landbúnaðarvara hefði hækkað sem afleiðing af kaup- og vísi- töluhækkunum, er hefðu orðið fyrir tíð núv. stjórnar. Nú væri svo komið, að ekki ætti að þurfa lengri biðtíma til þess, að menn áttuðu sig á því að gera þyrfti róttækari ráðstafanir, ef fram- leiðslan ætti ekki alveg að stöðvast. Vék hann slðan að ýmsum leiðum til úrlausnar, og lagði sérstaka áherzlu á, að yrð gerð lækkun á tekjum bænda og verkamanna, væri óhj ákvæmi- legt að leggja sérstakan skatt á stórgróðann og endurbæta verzlunina. Ræðum ráðherranna var mjög vel tekið og urðu síðan (Framhald á 4. síðu) Stolið úr byrgða- skemmu Byggingar- samvinnufélagsins í fyrri nótt var brotizt inn í byrgðaskemmu Byggingarsam- vinnufélags Reykjavíkur og stolið þar 4 hurðum með. til- heyrandi dyraumbúnaði. — Byrgðaskemma félagsins er uppi við Rauðavatn. Málið er í rann- sókn, en ekki hefir enn tekizt að hafa upp á sökudólgunum. 6—7 borar í notkun aff jafnaði. Eins og kunnugt er, hafa jarðbornir ekki verið stundað- ar hér á landi að ráði, fyrr en á allra seinustu árum. Fyrst mun þó hafa verið borað eftir heitu vatni við Laugarnar 1928 og allt fram að þeim tíma hafa boranir farið fram öðru hvoru á vegum Reykjavíkurbæjar. Þegar rafmagnseftirlitið tók við jarðborunum af rannsókna- ráði rikisins 1945 var unnið að borunum á nokkrum stöðum á landinu. Nú hefir eftirlitið 8 jarðbora til afnota. Af þeim eru 6—7 í notkun að jafnaði, en einn, sá stærsti, sem kom hing- að til iands í vor, hefir ekki enn verið tekinn í notkun. Er það bor af sömu gerð og notaðir eru t;l að bora eftir olíu og getur bæði borað sem högg-bor og snúr.íngsbor. Höfum við ekki ennþá fengið tæki þau. sem þarf til að nota hann sem snúnings- bor, en með þeim tækjum er hann stórvirkastur. H'nir borarnir eru allir litlir, eftir því sem gerist með jarð- bora, Fimm þeirra eru snún- ingsborar með demanti, sem varla verða notaðir nema í rannsóknarskyni, en eru h:ns vegar góðir til þeirra hluta. Tveir boranna eru höggborar og hafa þeir aðallega verið notaðir til borana eftir heitu vatni. 100 borholur, samtals 4000 metra djúpar. Á þeim tveim árum, sem raf- magnseftirlitið hefir annazt jarðboranir, hafa alls verið bor- aðar um 100 holur samtals um 4000 metra djúpar. Af þeim hafa um 40 verið boraðar eftir heitu vatni og gufu, 35 eftir köidu vatni og 25 vegna jarð- vegsrannsókna, sem fram hafa íarið við Sogið, Laxá og á flug- vellinum. Hafa jarðvegsrann- sóknir þessar staðið í samband: við undirbúning að mannvirkj- um á þessum stöðum. Mesti hiti í íslenzkri bor- holu 215 stig. Um þessar mundir er verið að bora eftir gufu og heitu vatni í Henglinum, i Reykjakoti í Ölf- usi og í Krísuvík. Holan í Reykjakoti er orðin 198 metra djúp og á dögunum var vatnið í henni mælt 215 stig, sem er mestur h:ti, sem mældur hefir verið í íslenzkri borholu. Hola þessi gaus um daginn 50—70 metra háu gosi og er það einnig hærra gos, en hér hefir áður komið úr borholu. Gos þetta var stöðvað með því að dæla köldu vatni í holuna og hefir henni verið haldið niðri síðan með þeirri aðferð, þar sem ætlunin er að halda áfram að vinna við þessa holu til að fá sem mesta orku úr henni, stendur borun þessi í sambandi við und- irbúning rannsóknar vegna hveravirkjana hér á landi. Nægur hiti handa 2000 íbúa bæ. Þá hefir einnig náðst ágætur árangur með borununum í Krísuvík, en þar er aðallega borað til rannsókna vegna gufu- virkjana. Þar hafa verið borað- ar tvær holur, sem gosið hafa gufu. Síðari holan gaus fyrir nokkrum dögum mesta stöðugu gosi, sem fengist hefir úr bor- holu hér á landi. Hola þessi gefur 8 lestir af gufu á klst. Geta menn gert sér í hugarlund (FramhaJd á 4. síðu) Í.R. fær 10 þúsund kr. Í.R.-ingarnir, sem þátt tóku í íþróttakeppninni á Norður- löndum, eru nýlega komnir heim. Var þeim haldin mót- tökufagnaður síðastliðið þriðju- dagskvöld af íþróttafélagi Reykjavíkur. Björn Ólafsson fyrrv. ráð- herra bauð íþróttamennina vel- komna fyrir Í.R. Auk Björn töl- uðu ýmsir aðrir, m. a. utanrík- isráðherra og borgarstjóri. Til- kynnti borgarstjóri við þetta tækifæri, að Reykjavikurbær hefði ákveðið að veita Í.R. 10 þúsund krónur í viðurkenning- arskyni fyrir íþróttaförina. Frönsk fegurbar- drottning Það eru til fegurðardrottn- ingar víðar en í Ameríku. Hér er mynd af einni franskri, en franzkt kvenfólk hefir löngum verið frægt fyrir fegurð og karlmannahylli. Sú sem mynd- in er af heitir ungfrú Annie Verriere. Hún er 22 ára gömul og er leikkona. Þannig klædd vann ungfrúin heiðurstitilinn? „Ambasadrice de l’Elegance francaise."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.