Tíminn - 26.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1947, Blaðsíða 3
175. blað TlMEVX, föstadagiim 26. sept. 1947 3 MIMINGARORÐ: GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Bassastöðum Hinn 24 júlí lézt að heimili sínu á Hólmavík Guðríður Jón^dóttir fyrrum húsfreyja á Bassastöðum í Kaldrananes- hreppi. Hún var jörðuð 2. ágúst í kirkjugarðinum á Hólmavík að viðstöddu fjölmenni. Guðríður var fædd að Skarði í Kaldrananeshr. 21. okt. 1873. Þar bjuggu foreldrar hennar Jón Arngrímsson og Guðríður Pálsdóttir. Fluttist hún með þeim að Svanshóli í sama hreppi. Dvaldist í foreldrahús- um þar til hún giftist mánni sínum. Áskatli Pálssyni, er nú lifir hana, haustið 1895. Voru því búin að vera í hjónabandi nærfelt 52 ár. Á 50 ára hjú- skaparafmælinu var þeim hald- ið samsæti af börnum þeirra, tengdabörnum og nokkrum vin- um. Sæmd voru þau gjöfum og þökkuð vel unuin störf. Af um 50 ára búskap þeirra Guðríðar og Áskels, bjuggu þau lengst á Bassastöðum í Kald- rananeshreppi. Við þá jörð eru nöfn þeirra tengd. Þar unnu þau hið afkastamikla og gifturíka ævistarf. Bjuggu þó lengi sem leiguliðar aðeins á hálfri jörð- inni. Þau settu saman bú af litl- um efnum. Bústofninn því lítill fyrstu árin, enda þá allhart í ári hér norður um. Var það því háttur margra þeirra, er smá höfðu bú og einyrkjar máttu teljast, að fara frá heimilum, einkum vor og haust til afla- fanga og aðdrátta. Urðu þá konur einar að annast öll heim- ilisstörf, eins þau, er til karl- mannsverka venjulega teljast. Áskell var dugnaðarmaður mikill og sat sízt heima þegar betri ráð voru talin til bjargar. Það kom þá í hlut Guðríðar að sjá um heimilisstörfin og annast um stóran barnahóp, því ómegð hlóðst ört á þau hjón. Alls eing- uðust þau 22 börn, 13 komust til fullorðinsára, 11 eru á lífi og fjöldi afkomenda. Sú harmsaga er ekki sögð þegar konan í strjálbýlinu horfir á dauðvona barn sitt, getur ekkert að gert, enga læknishjálp hægt að ná í. Mætti það telj ast ærin þrekraun þegar seinasti vonarneistinn slokknar. Þó Guðríður sál. væri ein þeirra kvenna, er þetta mun hafa þurft að reyna, sýndist starfsþrek hennar lítt láta á sjá. Lífshyggjan og móðurhug- urinn vann bug á öllum erfið- leikum. Starf hennar var mikið að eiga sinn stóra hlut í að koma 13 börnum þeirra hjóna, auk tveggja dótturbarna er þau tóku til fósturs, til þess þroska, að verða dugandi fólk og vel metið í sinni stétt. Létt mun það hafa lífsbaráttu þeirra hjóna, að þau höfðu nokkurn frændstyrk og vin- sældir allra er til þekktu. Drýgst dró þó hversu samhent þau voru um allt það, er heimilinu og góðri afkomu mátti til bjargar verða. Gengu þau oft saman að starfi, eftir því, sem við varð komið. Deildu þau kjörum svo, að aldrei varð ágreinings vart. Höfðu þó bæði nokkuð ríka skapsmuni. Aldrei liðu þau skort með sinn stóra barnahóp. Sjálfsagt þótti á þeim tímum að gæta alls sparnaðar og stilla öllum kröf- um í hóf, þó einfaldari væru, en nú gerist. Gestrisnin var mikil á heimili þeirra hjóna, urðu gestir þess lítt varir þó þröngt hefði verið í búi, þvi húsfreyja var ekki naum í tiltektum. Eftir því sem börnin komust til þroska yfirgáfu þau foreldra- húsin og stofnuðu eigin heimili. Bjuggu þau þó enn, þar til þau létu af búskap fyrir tveimur árum og fluttu til Hólmavíkur. Á seinustu búskaparárum voru þau Bassastaðahjón kom- in í allgóð efni. Bættu þau jörð- ina mjög að húsum og jarða- boT^im. Voru þá orðin eigendur að mestum hluta hennar. Búa nú tveir synir þeirra þar á sjálfs síns eign. Mest fyrir tilstilli for- eldra sinna. Guðríður sál. var meðalkona að vallarsýn, hispurslaus og skörugleg í framgöngu, hjálp- söm og greiðvikin. Ávann sér ást sinna nánustu, virðingu og traust annara samferðamanna. s Guðríður sál. lagðist til hvild- í ar að loknu miklu dagsverki. ! Barnahópur stór uppkominn. I Mörg þeirra þegar innt af hendi i mikið starf. Munu þau öll fús | til að gera hinum aldna föður sínum hin óförnu ævispor sem léttust. Yrði hlutur hans sá, að eyða því, sem eftir er ævinnar þar sem þau hjón seinast bjuggu sér heimili, gæti ég trúað, að honum yrði stundum reikað með sjónum innfyrir Hólmavikur- kauptún. Hinum megin móti blasa við Bassastaðir með stórt tún hallandi ofan að fleti fjarð- arins, umgirt grænum gras- brekkum í skjóli hárra fella. Er þá margs að minnast. Þó erfið væru sporin á stundmn, þá voru margir sigrar unnir við hlið hinnar ástfólgnu og traustu eiginkonu, er hann hefir nú orðið á bak að sjá. Matth. Helgason. Vilhjálmur Jónsson, Þinghól 80 ára 13. sept. 1947 Vilhjálmur nú aldursárin áttatíu að baki þér gæfubros þó gráni hárin góð í huga minning er. Ert með konu auðnuríka, enn sem getur stundað bú. Vinsæl börn og vinir líka, viðmót þakka, gleðjast nú. Hitlers’inni ekki í anda. Eða Rússum þiggur frá. íslendingar uppi standa, yfirráða stefnu sjá. Stjórnmála á sviði séður, samvinna með frelsisþrá fram til sigurs flokk þinn styður, fastast þegar reynir á. Heiðarlegur hirðumaður, hugsunin að færa í lag. Sinnugur og söngvin glaður sérð nú yfir liðinn dag. Guðleg náð í starfi styður styrk þér veiti aldur hár. Þína tryggð minn þekkir vinur þakka fyrir liðin ár. Páll Guðmundsson frá Hólmi. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) að trúarhreyfingar, eins og t. d. Kommúnisminn, heimti að fylg- ismönnum sínum að trúa því, sem þeir geta ekki skilið, og segi þeim þá gjarnan, að sálu- hjálp þeirra liggi við. Ætli það muni ekki margir eftir því úr kverinu sinu, að þar stóð, að á hvern hátt vissar trúarsetning- ar ættu sér stað, fengjum „vér ekki skilið í þessu lífi.“ Því gæti það þá ekki verið eins með stærðfræði kommúnismans? Erich Kástner: Gestir í Miktagarbi ur — skrifaði bara örfá orð á þennan lappa. Og ekki varð henni heldur að segja þér, hvar hana er að finna. Hvernig lízt þér á svona unnustu? — Þú þekkir þau ekki, mamma, stundi hann. Manni getur missýnzt — en ég er viss um, að þau hafa mig aldrei að ginningarfífli. — Hvað ætlarðu til bragðs að taka? spurði hún. Hann stóð upp, tók hatt sinn og frakka. — Leita að þeim, svaraði hann. Hún starði forviða á eftir honum. — Ó, hvað hann er lotinn, stundi hún. Svona lotinn er hann alltaf, þegar hann er hryggur. Næstu fimm klukkustundirnar urðu doktor Hage- dorn ekki neinn leikur. Hann gekk hús úr húsi — kvaddi alls staðar dyra, þar sem einhver Schulze átti heima. Það var vonlitil leit. Það var þó fyrir sig, ef húsbóndinn kom sjálfur til dyranna — þá gat hann snúið við strax. Þá þurfti hann ekki annað en spyrja, hvort hann ætti dóttur, sem héti Hildur. En það var verra viðfangs, þar sem frúin var ein heima.Þá var honum víða misjafnlega tekið. Hefir maðurinn yðar verið í Bruckbeuren? spurði hann, ef hlutaðeigandi Schulze hét Eðvarð. Eigið þér dóttur Heitir hún Hild- ur? — Það leyndi sér ekki, að fólk hélt, að hann væri geggjaöur. í Pragstræti átti einn Eðvarð Schulze heima. Frúin kom til dyra. — Jæja — svo hann var í Bruckbeuren, hrópaði hún. Hann var þó að telja mér trú um, að hann hefði verið í Magdeburg. Var feit, ruðhærð kvensa með honum? Hagedorn hristi höfuðið. — Það er þá ekki maðurinn yðar, sem ég er að leita að, sagði hann. — Hvers vegna komið þér þá hingað? spurði frúin tortryggin. — Nei. vinur sæll — þér hlaupið ekki burt. Þér verðið hér, þar til Eðvarð kemur heim. Hann skal fá að svara til saka í áheyrn yðar. Þá hefi ég vitnið við höndina. Hagedorn varð að beita aflsmun til þess að sleppa brott. Hann heyrði skammirnar á eftir sér langt út á götu. Hann komst líka í óvænta klípu í Masurestræti. — Schulze sá, sem þar átti heima, reyndist eiga dóttur, sem hét Hildur. En hún ‘var því miður ekki heima. Faðir hennar bauð Hagedorn til stofu. — Þekkið þér dóttur mína spurði hann. — Ég veit það ekki enn, sagði Hagedorn vandræða- lega. Það getur verið — það er ekki víst. Eigið þér mynd af henni. — Ég vona, að þið hafið ekki eingöngu kynnzt í myrkri, svaraði maðurinn. — Nei — siður en svo, svaraði Hagedorn. Ég ætlaði bara að vita, hvort dóttir yðar kynni aö vera Hildur mín. — Þetta er með öðrum orðum eitthvað meira en venjulegt daður? sagði Schulze ströngum rómi. Hagedorn kinkaði kolli. — Það er gott að heyra, sagði maðurinn. Hafið þér sæmilegar tekjur? Drekkið þér? — Nei, sagði Hagedorn — það er að segja: ég er ekki drykkjumaður. Ég fæ sæmileg laun. Viljið þér ekki gera svo vel að sýna mér mynd af henni? Schulze virti hann fyrir sér. — Ég vona, að þér reiðist mér ekki, þótt ég segi það, sem mér býr í brjósti, mælti hann. Ég held, að þér séuð ekki með réttu ráði. — Þarna er mynd af henni, bætti hann við og benti á stóra mynd, er stóð á píanóinu. Myndin var af toginleitri, ólaglegri stúlku. Viðsjált glott lék um varir hennar, og svo var hún rangeygð. — Guð minn góður, stundi hann. Þetta er einhver misskilningur. Hann ætlaði að hlaupa út, en villtist og hafnaði í svefnherbergi hjónanna. Þá kom húsbóndinn honum til hjálpar og opnaði réttu dyrnar. Hagedorn þeyttist niður stigann í hendingskasti. Þannig heimsótti hann tuttugu og þrjá menn, sem allir hétu Schulze. Að því búnu fór hann heim með sporvagni. Honum lá við örvæntinguu — hann átti enn fyrir höndum að minnsta kosti fimm daga leit, ef hann átti að heimsækja alla, er þetta nafn báru. Og guð mátti vita, hvort það bar nokkurn árangur. Móðir hans kom hlaupandi á móti honum, er hún heyrði til hans. — Hver heldurðu, að hafi komið hingað? hrópaði hún. Það birti yfir honum. — Hildur, sagði hann. Eða þá Eðvarð. — Þvættingur, svaraði* móðir hans. — Ég ætla að hátta, sagði hann þreytulega. Ég er orðinn dauðþreyttur. Ég fæ mér njósnara til hjálpar, ef ég finn þau ekki næstu daga. — Háttaðu, drengur minn, svaraði móðir hans, þú þarft að hvíla þig. Okkur hefir verið gert heimboð í kvöld. Ég keypti handa þér nýja skyrtu og rautt bindi. Sparnaður er svarið gegn verðbólgu og dýrtíð. Verzlið við kanpfélögin og sparið þannig fé yðar. Samband ísl. samvinnufélaga 'ftaitnttöíAðeit i| Hjón óskast til að sjá um búrekstur í sveit 50 km. < > frá Reykjavík. Hús öll raflýst og miðstöðvarhiti í o íbúð. Vélar og bílar fylgja. Til mála getur komið að ° leigja jörð og bústofn gegn afgjaldi í ræktun. '1 <» Umsóknir sendist í pósthólf 701, Reykjavík. <» Dráttarvextir Dráttarvextir falla á skatta og tryggingagjöld ársins 1947 hafi gjöld þessi eigi verið greidd fullu í síð- asta lagi þriðjudaginn 7. október næstkomandi. Á það, sem þá verður ógreitt af gjöldunum reiknast dráttarvextir frá gjalddaga, sem var í janúar s. 1. að því er snertir fyrri helming hins almenna trygg- ingarsjóðsgjalds en 31 júlí s. 1. að því er önnur gjöld snertir. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Hafnarstræti 5. r-—-—.—— ---------------—---------—, AUir ferðamenn og áhugaljósmyndarar þurfa að skoða Ijósmynda- og ferðasýningu Ferðafélags íslands. Opin frá kl. 11 til 11. Sláturfélag Suðurlands Reykjavík Sími 1249. Símnefni: Sláturféiag Reykhús. — Frystihús. Aiðarsnðaverksmiðia. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðiö kiöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvcd. Bjúgu og alls konar áskurö á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávaUt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskr&r sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddai um allt land. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN •4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.