Tíminn - 01.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1947, Blaðsíða 2
2 rniIW, ini<Vvikiida»i;ni 1. ekt. 1947 178. blað Miðvikudagur 1. oht. Hverjir forðast rök- ræður? Þjóðviljinn hefir stundum talað um „málgögn forheimsk- unarinnar". Það er örðugt um að segja hvaða blað hefir gengið lengst í því hér á landi, að halda heimskulegum kenningum að lesendum sínum. En áreiðanlega er Þjóðviljinn þar í fremstu röð. Meðan Sósíalistar voru í rík- isstjórn sáu þeir fyrir eins og aðrir, að fjármálastefnan var ekki til frambúðar. Það gekk á gjaldeyrisforðann og skorti fé til margs konar framkvæmda. En þeir voru ekki alveg ráða- lausir Þjóðviljamennirnir. Með- an Oddur Guðjónsson var lát- inn þræta fyrir sannleikann um gjaldeyrismálin, klifaði Þjóð- viljinn á því, að Jón Árnason sæti á svikráðum við nýsköpun- ina og vildi ekki lána til fram- kvæmdanna, ekki meiri vandi en það væri þó að prenta seðla upp á nokkrar miljónir. Þetta var aðalkjarninn í stjórnmála- baráttu blaðsins mánuðum saman. Og Mbl. sagði á því stigi, að þó að gjaldeyriseignin gengi til ^prrðar væri lánstraustið eftir og þjóðin hræddist ekki lán- tökur, heldur vildi þær. En þó sýnist þáttur Mbl. í messunni ekki hafa verið ann- að en meðhjálparastarf hjá prédikun Þjóðviljans. En nú er Þjóðviljinn alveg hættur að tala um seðlaprent- un sem allsherjar bjargráð. Nú hefir hann fundið annað ennþá betra úrræði. Nú er sagt að ríkisstjórnin vilji ekki selja út- flutningsvörurnar eins háu verði og hægt sé. Og því séu ráð- herrarnir landráðamenn og skemmdarverkamenn. Þetta eru rökin undir mál- flutningi Þjóðviljans: Jón Árnason var fjandmaður þjóðarinnar, af því hann vildi ekki gefa takmarkalaust út landsbankaseðla, sem ekkert verðmæti stæðu bakvið. Ríkisstjórnin er glæpsamleg af því, að hún selur ekki fisk- inn á einhverju verði, sem hvergi fæst. Það er ekki að ósekju, þó að talað sé um „blöð forheimsk- unarinnar“. Svo segir þetta blað, sjálfur Þjóðviljinn, að hin blöðin óttist yökræður við sig um innan- landsmálin. Það var líka nokk- uð að óttast! En það er einmitt Þjóðviljinn, sem flýr frá rökræðum og héfir t. d. engin ráð til að segja hvernig verðtilboðunum, sem hann hyggst nú að lifa á, sé háttað. Eða hvar er þessi mikli markaður, sem blaðið vill svipta ráðherrana frelsi og sjálfstæði fyrir að selja ekki á? Og er það nokkuð furðulegt þó að blöð hér á landi minnist á réttarmorð í Búlgaríu? Hefir þá Þjóðviljinn aldrei rætt um erlenda atburði? Og er það nokkur flótti frá rökræðum að tala um dauða Petkovs? Hitt er svo vorkunn, þó að Þjóðviljinn óski helzt að hljótt sé haft um réttarfar og ódæði stjórnarvalda á áhrifasvæði Rússa. Sigruðum mönnum verður ekki láð, þótt þeir biðjist vægðar, en þeir ættu þá jafn- framt að leggja niður vopnin. Þjóðviljinn þarf hins vegar ekki að halda, að leturgleiddin Guðlaugur Rósinkranz: Ongþveitiö í gjaldeyrismálunum Öngþveitið og óreiðan í gjald- eyrismálum landsins er með slíkum eindæmum að allir hljóta að undrast, er þeir heyra þau firn. Og nú hefir oss, ó- breyttum þegnum þjóðfélagsins, verið gerð skýr og góð grein fyrir því hvernig komið sé, sem rétt er, fyrst með skýrslu Fjár- hagsráðs og síðan með ítarleg- um og skírum erindum ráð- herra allra þeirra flokka sem að ríkisstjórninni standa. Svo nú vitum vér hvernig komið er. Flestir, sem einhver viðskipti hafa við önnur lönd hafa held- ur ekki farið varhluta af því að kynnast ástandinu í þessum málum. Svo aumt er það að vís- indamanni, sem þarf til náms vegna nauðsynlegrar vísinda- starfsemi í þágu þýðingarmestu heilbrigðismála þjóðarinnar, er neitað um nokkra tugi sterlings punda svo að hann geti notið tveggja ára erlends námsstyrks til þess að fullnuma sig í nauð- synlegri vísindagrein. Og ungu fólki, sem boðin er .af erlendu ríki ókeypis skólavist um lengri tíma er neitað um nokkra tugi króna í farareyri til þess að komast á staðinn þar sem skól- arnir starfa. Þegar svo er kom- ið fyrir þjóð, sem vill vera verði tekin fyrir rök, hvort sem hann hrópar á gegndarlausa seðlaútgáfu, sölu á markaði, sem hvergi er til, eða eitthvað annað. Tilhæfulausar sögur, þó að endurteknar séu, eru engin rök. En blaðið, sem leiðir hjá sér að tala um staðrenydir líðandi dags, því að þær koma illa heim við hagsmuni flokksins og kennisetningarnar, en býr sjálft til einhverjar rökleysur til að æsa menn með, segir svo, að hin blöðin þori ekki að rökræða við sig. Stundum ganga ógæfusamir menn, sem eru haldnir ein- hverri sérstakri vöntun, með þá grillu, að þeir séu ofurmenni, einmitt á því sviði. menningarþjóð, hlýtur ástand- ið að vera slæmt og jafnvel hörmulegra en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar, enda þótt leitað sé til hinna svört- ustu einokunartíma til saman- burðar, nema hér sé um að ræða skort á skynsamlegu mati í þessum efnum hjá þeim sem með mál þessi fara fyrir okkur. Ekki getur heldur farið hjá því að manni virðist að svo sé, að nokkru leyti, þegar á sama tíma sem þessum smágreiðslum í þágu menningarmálanna er neitað, eru bifreiðar fluttar til landsins, ekki aðeins í tugatali heldur í hundraðatali ofan á allan þann fjölda sem fyrir er og snýst „rúntinn" kvöld eftir kvöld og mánuð eftir mánuð. Og varla eru þessar bifreiðar keyptar fyrir annað en erlend- an gjaldeyri. Þessi gífurlegi innflutningur á sér svo stað samtímis því sem bankarnir munu hafa um 50 milj. kr. í innheimtu fyrir erlend fyrir- tæki, fyrir vörur sem fyrir löngu eru komnar til landsins og þeir geta ekki yfirfært. Óþarft ætti að vera að nefna fleiri dæmi til sönnunar því sleifarlagi sem á þessum mál- um er. Eins og að framan segir hefir mikið verið rætt um hvernig komið er, en færra um úrræði til bjargar. Við erum komin í ógöngurnar og við verðum að leita að leið út úr þeim. Það þýðir ekki að einblína aðeins á það sem orðið er og hafast ekki að. Það þarf að leita að úrræðum til úrbóta. Gjaldeyrislán til bráðabirgffa. Vegna þeirra gífurlegu van- skila, sem þjóðin er komin í við erlendar þjóðir, höfum við lið- ið óbætanlegan álitshnekki, og því lengur sem dregst að gera einhver skil við skuldaeigendur, verður vantrúin á íslendingum meiri meðal annarra þjóða og álitsmissirinn almennari og varanlegri Eina ráðið, sem sjá- anlegt er til þess að bæta hér bráðlega úr svo sem komið er, er að taka bráðabirgða gjald- eyrislán, greiða með því þær vörur, sem fluttar hafa verið til landsins á lögleg- an hátt, en stöðva innflutning um sinn á öllum vörum, nema þeim sem nauðsynlegastar eru til þess að geta lifað og til þess að geta framleitt nauðsynjavörur til eigin nota og vörur til út- flutnings. Lækkun vísitölunnar. Það væri að vísu skammgóð- ur vermir að taka erlent lán og gera svo ekki meira. Við þurf- um einnig að lækkæ fram- leiðslukostnaðinn svo við verð- um samkeppnisfærir um sölu afurða á heimsmarkaðinum. Ef við getum það ekki er engin von til þess að við getum selt vörur ^ okkar úr landi, því engir er- | lendir kaupendur eru líklegir til þess að kaupa af okkur miklu ! dýrari vöru, en þeir geta fengið jafn góða annars staðar, af hjartagæzku einni saman. Slíkt er að því er bezt verður vitað alveg óþekkt fyrirbrigði til þessa í heimsviðskiptunum. En hvernig á að lækka dýr- tíðina, að lækka framleiðslu- kostnaðinn? Þetta er sú spurn- ing sem ekki hefir verið svarað ennþá og meðan henni er ó- svarað er engin leið fær út úr ógöngunum. Til þess að valda sem minnstu misræmi milli starfsstétta þjóð- félagsins með þeim ráðstöfun- um sem þarf að gera, og baka einstaklingunum sem minnstra óþæginda, verður að gera margt í senn. Það þarf að lækka vísi- töluna samtímis því sem kaup yrði fest og lækka innlent af- urðaverð í sama hlutfalli. Jafn- framt þessu þyrfti að lækka skuldir að sama skapi vegna þeirra fjölmörgu sem tekið hafa lán, bæði til ibúðabygginga fyrir sig ög til þess að koma á fót margvíslegum framleiðslu- fyrirtækjum og hafa miðað Ég kom inn í kaffihús hérna í bæn- um um daginn, og þó að það sé kannske ekki fallegt að segja frá því, sem maður heyrir á svona stöðum ætla ég samt að gera það, enda er það engum hlutaðeigandi til vansa. Það sat fyrir aftan mig stór og virðulegur maður, og ég heyrði á tali hans, að hann var embættismaður í þjónustu ríkisins, yfirmaður eða for- stjóri einhverrar stofnunar. Hann var nefnilega að tala um það, að okkur vantaði lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Bekkjarnaut- ur hans vitnaði í einhverja reglugerð, sem mér skildist að fyrrverandi stjórn hefði gefið út, en forstjórinn sagði, að hún væri verri en ekki neitt. Það væri betra að vinna vel fyrir lífvænlegum launum, en að gera lítið og hafa sult- arlaun, en hitt gæti ekki gengið til lengdar að borga mönnum mikið fyrir sáralítið. Og eins og nú væri háttað vinnubrögðum þeirra yfirmannanna í ríkisstofnunum, væri þeim ómögulegt að halda uppi sæmilegum vinnubrögð- um hjá undirmönnum sínum. Það er líklega eitthvað til í þessu hjá forstjóranum. Mig rámar nú í það, að Sófónías Þorkelsson segir í ferða- minningum sínum, að skrifstofustjór- ar og forstjórar ríkisstofnana hópist á Hótel Borg til að fá sér kaffi og sitji þar masandi, þangað til þeir líti á ! klukkuna og sjái að það tekur því I ekki að fara á skrifstofuna aftur. Þannig kom honum þetta fyrir sjón- ir þegar hann skrapp hingað heim frá Ameríku. | Það mætti kannske endurskoða ! þetta með fullum góðleik og nær- gætni. Séra Jakob talaði um daginn og veginn nýlega í útvarpið og þótti mér það bæði skemmtileg og góð ræða. Sérstaklega fannst mér það drengi- leg og réttmæt ábending, að bílstjóra- stéttin þurrki af sér þá menn, sem reka launsölu áfengis, a. m. k. svo, að þeir hafi ekki aðsetur og atvinnu á bílastöðvum bæjarins. Það verður nú dálítill munur á bæjarlífinu á kvöld- in og næturnar, bæði utan húss og innan, þegar heilbrigður metnaður og sómatilfinning bílstjórastéttarinnar hefir komið þessari þörfu og sjálf- sögðu tillögu í framkvæmd. Hvers vegna messar ekki sr. Jakob oftar í útvarpið? Ég hefi tvisvar eða þrisvar heyrt hinn prestinn í Hall- grímssókn flytja útvarpsmessu í vor eða sumar, en sr. Jakob aldrei. Ein- hver sagði mér, að þetta myndi vera af því, að sr Jakob væri ekki ánægð- ur með hvernig útvarp tækist úr Aust- urbæjarskólanum, þar sem hann mess- ar. Ég veit það ekki, en þá held ég að ætti að hlífa okkur við honum sr. Sigurjóni, því að hans kenning er stundum svo, að ég á erfitt að fella hana við það, sem mér finnst veri rökrétt ályktunargáfa. Ég heyrði hann útmála það í vor, að alltaf værum við mennirnir -nokkurn veginn jafnt á kafi í syndum okkar og eina frelsunin væri sú, að guð kæmi til okkar og lyfti okkur að hjarta sér, svo að við frelsúðumst í trúnni, en þó yrðum við jafnt eftir sem áður spilltir menn í syndinni. Og ég sem hélt, að leiðin til þroska og frelsunar lægi frá syndinni með guðs hjálp í kristilegu hugarfari og siðgæði. En það er víst allt einskis virði gagnvart guðfræði sr. Sigurjóns. Ég er nú svo sem ekki að amast við því að sr. Sigurjón fái að tala í út- varpið og láta Ijós sitt skína þar, en mér þykir kenning hans einhæf í alla mata. Pétur landshornasirkill. þessar ráðstafanir við það kaupgjald, sem verið hefir, og hátt afurðaverð. Gerum ráð fyrir að vísitalan yrði lækkuö úr 312 stigum, sem hún er nú, niður í 290. Hvernig myndi það koma við mann sem hefir 600 kr. í kaup á mánuði? Kaup hans myndi lækka úr kr. 1872 í kr. 1740 á mánuði, eða um 1584 krónur ári. Ef vér gerum ráð fyrir að hann kaupi nú innlendar vör- ur fyrir 6000 kr. á ári mundu útgjöld hans lækka, þegar gert er ráð fyrir samsvarandi verð- lækkun á þeim og kaupinu, um 400 krónur. Þá skulum við gera ráð fyrir að hinn sami hafi byggt íbúð og skuldi í henni 50 þús. kr. sem eiga að greiðast á 25 árum með jöfnum afborg- unum og 5% ársvöxtum, lækk- ar ársgreiðslan af skuldinni, ef vér gerum ráð fyrir hlut- fallslegri skuldarlækkun um kr. 248 á ári (á 25 árum um 6200 kr. ef öll skuldin er ó- greidd). Útgjöldin hafa þá minnkað á þessum tveim lið- um um kr. 648 á ári. — Þá mundu skattar og útsvör einnig lækka eitthvað sökum lægri árslauna. Að þessu athuguðu mundu sjálfsagt flestir vera fúsir til þess að fallast á 50—60 kr. (Framhald á 4: síðu) Iiig'þór Sigurbjörnssoii: Bæjanöfn og bæjaútlit frá þjóðbraut í baðstofuhjali Tímans 23. f. m. er getið um hve tilfinnanlega vanti greinilega letruð nöfn á þá sveitabæi sem séu við þjóð- vegi. Þetta gladdi mig sannarlega. Ég minntist á það fyrir nokkr- um árum í grein í „Samtíðinni“ og hefi ekki séð á það minnst síðan. Á'þeim árum, sem þar frá eru liðin, hafa nokkur býli sýnt þann myndarbrag að setja greinileg nöfn á húsin sjálf, og er það helzt, þar sem um ný- byggingar er að ræða. Innlendir sem erlendir ferða- menn hafa getað ekið fram hjá þjóðfrægustu stöðum frá fortíð og nútíð, án þess að hafa hugmynd um. Ég hefi heyrt marga telja þetta óhugsanlegt, vegna þess að annað hvort sé fylgdarmaður með eða einhver kunnugur, t. d. áætlunarbíl- stjórarnir. í þessu sambandi má benda á það, að komið hefir. fyrir, að fullir bílar af fólki, hafa farið niður á Eyrarbakka, í staðinn fyrir að Gullfossi og Geysi, enn- fremur slitnað út úr hópferð og farið í Fljótshlíð í stað Land- eyja, og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá, að áætl- unarbílstjórarnir á langleiðun- um vita mjög oft ekki um nokkurn bæ utan viðkomustað- anna, jafnvel stundum, þó að þeir hafi ekið þá leið árum saman. Það eru ekki bara höfuðbólin sem eiga að bera nafn sitt utan á sér, heldur hver einasti bær, og það eins þó að hann sjáist ekki af veginum. Bæjarnafnið þarf að vera við afleggjarann, sem er af aðal- veginum heim að bænum, og sé um fleiri bæi að ræða við sama afleggjara, þarf greinilega töflu um þá alla. Ekki þýðir að reikna með þeirri aðferð, að hver útvegi sér eða búi til áletrun handa sér, það þekkjum við af gamalli reynd, sumir mundu gera það, aðrir ekki, og misjafnlega yrði það vel gert að vonum. Bezt mundi að oddviti eða einhver fulltrúi hvers hrepps sæi um útvegun á öllum nafn- spjöldunum, það tryggði bezt framkvæmdina, og yrði ódýrast. „Glöggt er gestsaugað“ og það er fleira en nöfnin ein, sem bæ- ina varðar í menningarlegu út- liti sínu, og er málningin þar einna stærsta atriðið. Menn hafa að vonum mismikinn smekk fyrir það, sem kallað mundi fegrun. Hitt deila fáir um, að hirða beri öll mannvirki, vernda tré fyrir fúa og járn fyrir ryði, eftir því, sem ástæð- ur leyfa. Það var nú svo á árunum fyr- ir stríð, að bændur máttu yfir- leitt ekki láta neitt eftir sér eða leggja í nokkurn kostnað sem hjá varð komizt. Sannleikur þessara orða: „Þó dýrt sé að mála er dýrara að mála ekki,“ var líka allt of fáum kunnur og er enn. Efnahagur hefir nú yfirleitt batnað svo seinni árin, að það sem bændur vantar mest nú, eru leiðbeiðingar, og þá fyrst og fremst um heildar yfirsýn verksins, þar sem meiri hluti allra bygginga í sveitum hefir verið framkvæmdur, án þess að nokkur slíkur fagmaður sæi um verkið. Þar, sem að svo hagar til, að heima eða nágranna hagleiks- menn eru einir um verkið, og allar greinar þess frá því fyrsta til hins síðasta, koma árekstrar og yfirsjónir oft fram þegar til seinustu verkanna kemur. Slíkt er ekki nema eðlilegt, og er mjög algengt m. a. s. þó að góðir smiðir séu, ef þeir eru ekki vanir þeirri keðjuvinnu sem tíðkast í nýbyggingum, þar sem hver fagmaður vinnur að- eins sína grein, en þekkir út í æsar samband hennar við allar hinar. Ný byggingarefni hafa líka oft gert þeim erfitt fyrir sem ekki hafa haft skilyrði til að njóta reynslu þeirra sem fyrstir hlutu þjálfun í meðferð þess efnis. Fyrst og fremst eru menn oft í mikilli óvissu hver efni þeir skuli keppa að að fá t. d. hvaða tegund af þilplötum, í öðru lagi íá þeir oft ekki það sem þeir helzt óska, og síðan afgreiðandi og móttakandi jafnófróðir um meðferð þess. Á undanförnum árum hefi ég haft aðstöðu til að kynnast all- mörgum sveitabyggingum og oft undrast hversu langt margir hafa komizt á brjóstvitinu einu saman, mjög oft aldrei séð verk- in unnin, hvað þá lært, stund- um tæpast heyrt lýst vinnuað- ferðum við þau. Hugmyndir byggjendanna, hvernig þeir lykju síðustu verkum t. d. máln- ingu eru æði misjafnar, ef þær á annað borð ná svo langt fyrr en þar að kemur og er þá oft næsta sorglega óheppilega und- irbúið. Til skamms tíma var málning sá liður, sem menn í upphafi reiknuðu lítið eða ekki með í byggingar- og kostnaðaráætlun sinni. Tímarnir breytast örar en : maður áttar sig á, og munu nú ' allir sammála um að ekki tjái er um nýbyggingar er að ræða að ætla að sleppa alveg við málninguna, jafnvel þó að ein- stökum fjölskylduaðilum finn- ist hún innanhúss aðeins nú- tíma óþarfa augnagaman, þá verður endirinn alltaf sá sami. Heimilið er stolt konunnar og sé þess nokkur kostur reynir hún að bæta það og fegra, en til þess að það sé hægt, þarf hún að fá það sem bezt frá gengið, og sannast þá í gömlum húsum að málningin gerir gamalt sem nýtt, en er í hinum einn sterk- asti liðurinn til að auka ánægj- una. Ég held þess vegna að það sé nauðsynlegt að reikna frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.