Tíminn - 01.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1947, Blaðsíða 3
178. blað TfollM, miðvikudagiim 1. okt. 1947 3 DÁNARMMING: Sigurður Símonarson Hinn 28. ágúst s.l. andaðist að heimili sínu í Reykjavík Sig- urður Símonarson, Barónsstíg 28. — Hann var jarðsunginn 5. f. m. Sigurður var Rangæingur, fæddur að Miðey í Austur- Landeyjum 2. febr. 1877. Hann var sonur hjónanna Sesselju Hreinsdóttur og Símonar Ein- arssonar. Sigurður missti föður sinn ungur, en ólst upp í Miðey með móður sinni og stjúpum, en móðir hans var þrígift. Sigurður heitinn var mörg- um landsmönnum kunnur vegna ferðalaga hans um landið. í æsku lærði hann nokkuð í er- lendum tungumálum, dönsku og ensku, en árið 1903 komst hann að sem fylgdarmaður dönsku landmælingamannanna og var með þeim 6 sumur, er þeir voru hér við mælingar og eftir að þeir. hættu, var hann nokkur sumur fylgdarmaður annarra útlendra ferðamanna. Sigurður var því kunnugri landinu bæði í byggðum og ó- byggðum en flestir jafnaldrar hans. Hann var einnig fenginn til að stjórna á Vatnajökli tamningu og æfingu ísl. hest- anna, sem fengnir voru héðan í Kbcks-leiðangurinn yfir Græn- landsjökla 1913, og undirbjó hann þann leiðangur með hest- um og ferðatækjum, keypti hestana og útbjó klyfsöðla og fleira er með þurfti. Var mikið lagt að honum að fara í þá ferð, en hann var þá giftur og átti ung börn og vildi eklci fara frá fjölskyldu sinni í þá löngu hættuferð, þótt hann langaði mjög að fara. Hætti hann þá ferðalögum um hríð og stund- aði verzlunarstörf. Sigurður var mikill dýravin- ur og hestamaður góður, átti líka alltaf góða hesta og suma afburða gæðinga, enda var hann sérstaklega natinn og umhyggjusamur við þá. Sigurður var skemmtilegur maður, síglaður og ræðinn þrátt fyrir langvarandi lasleika mörg hin siðari ár. Hann hélt fast á sinni skoðun, var drenglyndur og vinfastur og eignaðist marga vini, innlenda og útlenda. — Hann var snyrtimaður og hag- leiksmaður og lagði gjörva hönd á flesta hluti. Árið 1906 giftist Sigurður Ingibjörgu Pálsdóttir, Gíslason- ar Thorarensens, prests frá Felli í Mýrdal, stórmyndarlegri og gáfaðri konu, og lifir hún mann sinn ásamt 5 uppkomn- um og efnilegum börnum þeirra. Heimili þeirra hjónanna var víða þekkt fyrir gestrisni og góðan beina til ferðamanna og sjúklinga, er þurftu að leita til Reykjavíkur. Eins og áður er sagt var Sig- urður heit. jarðsettur 5. f. m., jarðarförinni var útvarpað. Ég veit, að margir Sunnlendingar og fleiri, vinir og vandamenn, sem ekki höfðu aðstöðu til að vera við jarðarförina, hafa set- ið við útvarpið sitt með dapran hug en ljúfar minningar á meðan útvarpað var frá jarðar- förinni. Blessuð sé minning hans. Björgvin Magnússon. upphafi með hverri grein, máln- ingu sem öðru, og miða verkið frá upphafi við slíkan undir- búning sem heppilegastan, ^ hvort sem hugsað er til að gera I það strax eða ekki, fá menn til þess að gera það með heima- kröftum. Með stofnun bygginganefnda í hverri sveit, ætti að ráðast nokkur bót á þessu þar sem byggingarnefndarsamþykkt og þar af leiðandi líka teikningu af hverju væntanlegu húsi yrði að byrja á að fá. Væri byggjanda þar með tryggt að hann væri góðu heilli til neyddur að gera sér þessa alls miklu ljósari grein, en annars, sérstaklega þar sem all- ar líkur benda til að hver bygg- inganefnd mundi líka eitthvað hlutast til um það, að einhver byggingafróður maður hafi ábyrgð á hverju verki. Bændum eru sendir jarðrækt- arfræðingar sér til leiðbeining- ar, og skal það lofa en ekki, lasta, meðan menn voru slíkum verkum lítt vanir veitti þeim ekki af leiðbeiningum fróðra manna, en svo er um fleira. Hirðing húsa er svo ábóta- vant, að er ég fór eftir einum aðalþjóðvegi þessa lands um 250 km. vegalengd fyrir nokkru, taldist mér svo til, að á 9 af hverjum 10 bæjum er af vegin- um sáust lá járn undir skemmd- um af ryði, svo að af veginum sást, hvað mun þá hafa verið um vörn á tré, t. d. gluggum utan. Mér er sagt af þeim, sem viða hafa farið, að sú vanhirða að mála ekki tré og járn sé fáséð, en meira að segja svo langt get ur það gengið sjá okkur, að þrátt fyrir vana okkar með slíkt, munu þó dæmi þess, að viðkom- andi bæjarfélag eða sveitar- hafi ekki séð sér fært að láta afskiptalaust ef slíkt keyrði að þeir töldu úr hófi fram, t. d. við endurbætur og breytingar timb- urhúsa, sem klædd voru með allavegu litu járni svo mánuð- um og jafnvel árum skipti. Ekki munu þó teljandi af skipti þess opinbera af slíku nema í Reykjavík fyrir fullveld ishátíðina 1944. Nú ber svo oft góða gesti að garði ,að við erum ekki öruggir fyrir dómum þeirra, nema hafa húsin allt af sæmilega útlít- andi, sem og bezt borgar sig líka fyrir eigandann. Eins og ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla, má með sanni segja að ekki sé minni vandi að hirða hús en byggja, og væri engin vanþörf á að mönnum væri leiðbeint í þeim málum ekki síður en öðr- um. — Því ekki fyrirlestra í út- varpinu um þetta alveg eins og garðrækt og slíkt? Þó að kál flugan sé skæð, efast ég stór- lega um að hún eyðileggi meira verðgildi á ári hverju hjá okk- ur, heldur en ryð og fúi, sem almenningi er þó langtum kunnari varnir við, en vantar leiðbeiningar til að koma sér af stað, hvaða áhöld þarf til hvers eins, hvaða efni og vinnuað- ferðir, það er þetta sem oft tef- ur framkvæmdirnar. Allir keppa eftir hamingjunni (Framhald á i. siðu) Auglýsing Nr. 7/1947 frá skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða hefir viðskiptanefndin ákveðið eftirfarandi: Á tímabilinu frá 1. október til 31. desember 1947 skal benzínskammtur bifreiða vera sem hér segir i þeim flokkum er að neðan greinir: A 1 Strætisvagnar 1800 lítrar. A 2 Aðrar sérleyfisbifreiðar og mjólkurflutninga- bifreiðar 900 lítrar. A 3 Leigubifreiðar til mannflutninga 5—7 manna 400 lítrar. 4 Einkabifreiðar 5—7 manna 60 lítrar. 5 Einkabifreiðar 2—4 manna 45 lítrar. 6 Bifhjól 15 lítrar. 1 Vörubifreiðar yfir 5 tonna 600 lítrar. B 2 Vörubifreiðar 4—5 tonna 500 lítrar. B 3 Vörubifreiðar 3—4 tonna 400 lítrar. 4 Vörubifreiðar 2—3 tonna 350 lítrar. 5 Vörubifreiðar 1—2 tonna 200 lítrar. B 6 Vörubifreiðar y2—1 tonn 100 lítrar. B 7 Vörubifreiðar (sendiferðabifreiðar) minni en y2tonn 45 lítra. A A A B B B Úthluta skal til bifreiðanna sem taldar eru í A flokki benzínskammti fyrir þrjá mánuði í einu, þ. e. til 31. des. 1947, en til bifreiðanna, sem taldar eru í B flokki (vörubifreiðanna) til aðeins eins mánaðar í einu. Reykjavík, 30. september 1947 Skömmt unar s tj órimi. Augfýsing ]\r. 8/1947 frá skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskipta- nefnd ákveðið þessa skammta af eftirtöldum skömmtunarvörum handa hverjum einstaklingi á tímabilinu frá 1. október til 31. des. 1947, og að reitir þeir af hinum nýja skömmtunarseðli skuli á þessu tímabili gilda sem lögleg innkaupaheimild samkvæmt því, sem hér greinir: Reitirnir merktir A 1 til A 10 (báðir meðtaldir) gildi hver reitur fyrir 1 kg. af kornvörum. Reitirnir merktir A 11 til 15 (báðir meðtaldir) gildi á sama hátt fyrir einu kg. af kornvörum. Reitirnir merktir B 1 til B 50 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir 2 króna verðmæti í smásölu af skömmtuðum vefnaðarvörum (öðrum en tilbúnum ytri fatnaði) og/eða skömmtuðum búsáhöldum, eftir frjálsu vali kaupanda. Reitirnir merktir K 1 til K 9 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir y2 kg. af sykri. Reitirnir merktir M 1 til M 4 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir hreinlætisvörum þannig, að gegn hverjum slíkum reit fáist afhent y2 kg. af blautsápu eða 2 pakkar af þvottaefni eða 1 stykki af hand- sápu eða 1 stykki af stangasápu. Reitirnir J 1 til J 8 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir 125 g. af brenndu og/eða möluðu kaffi eða 150 g. af óbrenndu kaffi. Stofnauki nr. 14 gildi fyrir 1 kg. af erlendu smjöri. Ennfremur hefir viðskiptanefndin ákveðið að stofnauki nr. 13 gildi fyrir tilbúnum ytri fatnaði fram til ársloka 1948 þannig að gegn þeim stofn- auka fáist afhent á þessu tímabili einn alklæðnaður karla, eða ein yfirhöfn karla eða kvenna eða tveir ytri kjólar kvenna eða einn alklæðnaður og ein yfir- höfn á börn undir tíu ára aldri. Reykjavík, 30. september 1947 Skömmf uiiarstjórlnii. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Sparnaður : er svariö «egn verSbólgu og dýrtið. | Ver/Iið við kaupfélög'iu og sparið Itannig fé yðar. Samband ísl. samvinnuf élaga 1 TILKYNNING O ii til veiðiréttareigenda og veiðimanna. o 1| Athygli veiðiréttareigenda og veiðimanna um 11 land allt skal vakin á því, að samkvæmt lögum nr. 112 1941 um lax- og silungsveiði, er vatna- ,, silungur, annar en murta, friðaður fyrir allri veiði ' ’ nema dorgar- og stangarveiði frá 27. sept. til 31. <> janúar ár hvert. Samkvæmt sömu lögum er göngu- {’ silungsveiði aðeins leyfð á tímabilinu frá 1. apríl , > til 1. september og laxveiðí um þriggja mánaða ' > tíma á tímabilinu frá 20. maí til 15. september. || Mönnum er óheimilt að gefa, selja, kaupa, þiggja 11 eða taka við eða láta af hendi lax- og göngusilung á tímabilinu frá 20. september til 20. maí ár hvert, 11 nema að sannanlegt sé, að fiskurinn hafi verið veiddur á lögleyfðum tíma. Brot gegn umræddum i > ákvæðum varða sektum. 11 Veiðlmálastjóri. Aðvörun Að gefnu tilefni skal hér með minnt á, að öll iðgjöld til Sjúkrasamlags Reykjavíkur fyrir þetta ár, eiga að vera greidd fyrir miðjan októbermán- uð. Eftir þann tíma verða iðgjaldsskuldir innheimt- ar með lögtökum. Muniff aff vanskil viff samlagiff á þessu ári varffa missi réttar til sjúkrahjálpar frá almannatrygg- ingunum á næsta ári. Sjókrasamlag Reykjavíkur. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»»< Tilkynning csm Mótornámskeið Mótornámskeið Fiskifélags íslands í Reykja- vík verða sett miðvikudagi^n 1. október kl. 14 í húsi félagsins við Ingólfsstræti. Fiskifélag' Islands. <♦♦♦»♦♦♦♦»♦♦♦♦♦»»»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦<{> ♦♦♦♦ Fasteignagjöld — Lögtök 19 4 7. LÖGTÖK eru nú hafin til tryggingar ógreiddum fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Reykjavíkur, sem féllu í gjalddaga 2. janúar 1947: Lóðarskatti Húsaskatti Vatnsskatti Lóðarleigu (íbúðarhúsa). Eigendur og umráðamenn fasteigna i bænum eru aðvaraðir um, að lögtökunum verður haldið áfram, án fleiri aðvarana. Borgarstjóraskrifstofan. TÍ MIIÍHí er víðlesnasta auglýiingablalið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.