Tíminn - 02.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1947, Blaðsíða 2
2 TfMEVjV, flmmtmlagiim 2. okt. 1947 179. blað Fhnmtutlatfur 2. oht. Gallarnir á skömmt- unarreglunum Ríkisstjórnin hefir í samræmi við tillögur Fjárhagsráðs fyrir- skipað stranga skömmtun á mjög mörgum vörutegundum. Þetta er óhjákvæmileg ráðstöf- un vegna hinnar takmarkalausu gjaldeyrissóunar í tíð fyrrver andi stjórnar. Það, sem Fram- sóknarmenn sögðu fyrir um af leiðingar þessarar óstjórnar, er nú sem óðast að koma fram og mun skömmtunin engan veginn verða það erfiðasta, sem menn þurfa að sætta sig við. Það mun enginn áfellast núv. ríkisstjórn fyrir það, þótt hún grípi til þeirra skömmtunarráð stafana, sem auglýstar hafa verið. Hún hef ði þvert á móti ver- ið ámælisverð, ef hún hefði ekki fyrirskipað þessar ráðstafanir, eins og gjaldeyrismálunum var komið. En hitt er það, að enn virðist vanta sitthvað í þessar ráðstafanir, ef framkvæmd þeirra á að verða réttlát og heiðarleg og ekki nýr baggi á neytendunum. Eigi skömmtunarráðstafanir að vera heiðarlegar og koma að tilætluðum notum, þarf umfram allt að reyna að koma í veg fyr- ir, að þær skapi svartan markað. Mikil eftirspurn er eftir mörg- um þeim vörum, sem hin nýja skömmtun nær til, og enn er mikil kaupgeta í landinu, eink- um hjá hinum efnaðri stéttum. Hér er því stórkostleg hætta á svörtum markaði. Með skömmt- unarreglum þeim, sem enn hafa verið settar, er hvergi nærri fyrirbyggt, að slíkur markaður skapist hér ekki í stórum stíl. Einkum virðist auðvelt fyrir innflutningsverzlanir að selja vörur á svörtum markaði. Þegar skömmtunarreglur eru settar, þarf einnig að gera sér- stakar ráðstafanir til trygging- ar því, að neytendur fái sem beztar og ódýrastar vörur, svo að þeim notist sem bezt hin takmarkaða fjárhæð, sem þeir geta varið til umræddra vöru- kaupa. Slík ákvæði vantar al- veg í skömmtunar- og innflutn- ingsreglur þær, sem enn hafa verið settar. Það vill svo vel til, að bent hefir verið á leiðina, sem gerir það hvort tveggja í senn að koma í veg fyrir svarta markað- inn og tryggja neytendum að- stöðu til að verzla þar, sem þeir telja sér það bezt og hagkvæm- ast. Þessi leið er fólgin í tillög- um þeim, sem Hermann Jónas- son og Sigtryggur Klemensson hafa lagt fram í Fjárhagsráði og sagt er frá á öðrum stað í blað- inu. Af óskiljanlegum ástæðum hefir meirihluti ríkisstjórnar- innar enn ekki viljað fallast á þá lausn né bent á neina aðra, sem útilokar svarta markaðinn og tryggir neytendum aðstöðu til að verzla þar, sem þeir telja sér bezt og hagkvæmast. í stjórnarsáttmálanum og fjár- hagsráðslögunum hefir neyt- endum þó verið eindregið lofað hinu síðargreinda. Væntanlega hugsar enginn til þess að geta skotið sér bak við þau falsrök, að neytendurnir geti tekið út á skömmtunarmiðana í hvaða verzlun, sem þeim þóknast, og þeir hafi því fullt frelsi. Slíkt frelsi er vitanlega ekki til nema á pappírnum, ef vörurnar verða ekki fáanlegar nema á svörtum Benedikt Gislason frá Hofteigi: „Það koma stundum þær stundir,, Þjóðin sefur á spjótsoddun- um. Draumarnir eru að verða ljótir, en „byrgðu aftur anga- tetur augun blá eins lengi og getur.“ „Með vísnasöng ég vögg- una þína hræri“, segir stjórnin, og aðrir forráðamenn þjóðar- innar og móðurhyggjan stígur yfir „vökunnar helkalda voða- draum.“ Það er allt í lagi. Til hvers er að vera að „púa á loðinn ljóra“ þegar þessi „skelf- ing er af myrkri til.“ Fara þeir ekki að berjast aftur? Og draumurinn er að byrja að verða fallegur: Vernd, ástand, peningar! Guð sé oss næstur! „Haltu kjafti!“ „Það skriplaði á skötu.“ „Haltu þér fast og ríddu.“ Við „fylgjumst með Hálfdáni á Felli á Grána.“ „Það er verið að vitja um konuna í Hvanndalabjörg- um.“ En. — „Við göngum til byggða, sá grái er sokkinn.“ Þannig hljóðar hún þjóðsag- an af ísl. þjóðlífi nú á tímum og talar þessi þjóðsaga sínu máli, eins og aðrar þjóðsögur. Andvaraleysi, áhugaleysi, skort- ur á ábyrgðartilfinningu og sannfæringarkrafti er andleg einkunn þjóðarinn'ar. Menn vilja ekki horfast í augu við staðreyndir, skilja ekki sögu- þróunina, og jafnvel stangast við hana, vilja ekki taka ábyrgð á neinni stefnu eða nokkrum málflutningi, en vona og vona, jafnvel að happið, sem úr hendi slapp, komi aftur. Af þessu verður siðferði þjóðarinn- ar svo slappt, að jafnvel sjálft sjálfstæðið, er blika á þjóðar- himninum, og menn óvitandi um skyldur sínar gagnvart svo stórum og helgum hlut. Staðreyndin í málinu er sú, að framleiðslan ber ekki uppi verðgildið í landinu, eins og það hefir myndast af fjárhagslíf- inu undanfarin ár, af alveg sér- stökum ástæðum, öllum kunn- um. Siðan frjáls samkeppni náði yfirráðum í viðskiptaheiminum hafa fylgt henni undarleg og erfið fyrirbrigði: kreppurnar. Háskólahagfræðin hefir kæft rökrétta skýringu á þessum fyrirbærum, og kann síðan engar, nema helzt að líkja þeim við vindinn, sem enginn veit hvaðan kemur og hvert fer. Sem betur fer hefir nú samt fengizt skýring á honum. Al- þýðuhagfræðin hefir aftur á móti skilið orsökina. Hún gerði svo mikið úr þessum fyrirbær- um, og hugði þau svo alvarleg, að þau hlytu óhjákvæmilega að leiða til byltingar í efnahags- og stjórnmálum. En reynslan hefir sýnt að hagkerfið hefir skrimt af kreppurnar, en þján- ingu fólksins hefir enginn mælt. markaði eða hjá okurverzlun- um. Afkoma framleiðslunnar ger- ir það óhjákvæmilegt, að ríkis- stjórnin fari þess á leit við neytendur, að þeir skerði að einhverju leyti launakjör sín, svo hægt sé að halda fram- leiðslunni gangandi. En það er vissulega erfitt fyrir ríkisvaldið að fara þessa á leit, ef það tryggir ekki neytendunum sem mest viðskiptafrelsi og hag- stæðasta verzlun á sama tíma, heldur þvert á móti gerir ráð- stafanir, sem kunna að þrengja kjör þeirra í þessum efnum til hags fyrir svarta markaðskaup- menn og okurverzlanir. Alþýðuhagfræðin skilur orsök- ina. Viðskipta- og atvinnu- frelsið undir frjálsri samkeppni hefir valdið mikilli framvindu ! í framleiðslu og auðsöfnun, og ! nú blasir við orsakasamband | milli framleiðslunnar og verð- gildisins. Mikil framleiðsla hefir verið látin hækka verðgildið. Nærtækasta dæmið eru hluta- félögin. Þegar starfsemin gefur mikið af sér hækka hlutabréf- in í verði. Rökrétt skynsemi sér enga á- stæðu til þess að pappírar hækki í verði. Hundrað krónu bréf er hundrað krónur, og það á að gefa af sér fjórar krónur með venjulegum rentufæti. En nú er ágóðinn af starfseminni það mikill, að svarar til 12 af hundraði, og hækkar þá þetta hundrað króna bréf upp í þrjú hundruð krónur með fjögur prós. rentufæti. Sams konar hækkun verður á öðrum eignum félagsins ef á- góðinn er tólf prósent. Þetta er glansandi fyrirtæki og ' hefir þrefaldað höfuðstólinn á einu ári. Nú stendur ekki á bönkun- um að lána’ og aftur á að græða græða tólf prósent, en það er í raun og veru þrjátíu og sex prósent af upphaflega höfuð- stólnum. Nú er það sem boginn brestur. Framleiðslan verður of lítil og heldur eigi uppi verð- gildinu þreföldu, hvað þá meira. Bankarnir fá ekki fé sitt aftur og þeir hætta að lána. Hluta- bréfin falla í verði, það þarf kannske að afskrifa þau alveg, ef á að halda líftórunni í félag- inu. Félagið er komið í kreppu. Höfuðstóllinn er hruninn, starf- semin lömuð. Kaupið er lítið, lífskjörin slæm fyrir fólkið. Þetta hlutafélag er kannske þjóðfélagið sjálft og þá er þetta myndin af því í kreppu. Fram- leiðslan getur orðið það lítil, að hún haldi ekki einu sinni lífinu í fólkinu, það verði sultur, og sést þá bezt hvernig fer um verðgildið. Þá getur heil Thors- höll í Reykjavík fengizt fyrir lambslæri úr sveit á fimmta sultardegi. Á níunda sultardegi fæst hún fyrir mörsíður upp úr sýrutunnu í sveit. Á seytjánda sultardegi er hún komin bak við fortjald heimshyggjunnar og orðin að reyk og ryki í augum sálarinnar, sem flaug á fimm hundruð miljónum yfir landið sitt, svo ljómi stóð jafnvel af klónum, sem ætluðu sér að hremma valdastól á fögru landi. Já! Það sem ekki bregzt í þess- heimi! Þetta sýnir það, hvað fram- leiðslan og verðgildið standa í nánu sambandi, og kreppumar koma, þegar framleiðslan hætt- ir að bera uppi verðgildið. í kreppunni legst þjóðfélagið í öskustó og rís ekki úr henni fyrr en nýir vindar blása. Alþýðuhagfræðin veit að það er óþarfi að láta kreppurnar koma. Hún veit að það þarf að sníða verðgildið eftir fram- leiðslunni. Þetta gerðu íslend- ingar í gamla daga með land- aurareikningum. Þegar verðlag hækkaði á framleiðslunni hækk- aði verðgildið, en eftir því var reiknuð meðalalinin, sem var verðmælirinn og eftir því, sem hún var hærri, því meira fengu þeir í kaup, sem kaup tóku. Það kostaði tólf álnir að ferma mig, en meðalalinin var kr. 1,50 eða 18 kr. Fjórum árum fyrr var meðalalinin um kr. 1,20 og kost- aði þá ferming kr. 14,40 Þetta getur vísað leiðina að nokkru og skýrir vel sambandið milli framleiðslu og verðgildis, enda var þetta hagkerfi ísl. þjóðar- innar þaulhugsað og sanngjarnt, svo að undrum sætir. Þjóðhagsdæmi íslendinga er svona: Það vantar þriðjungi meiri framleiðslu (magn eða verð) til þess að bera uppi verð- gildi, sem er í landinu. Verð- gildi, sem er 4 til 8 sinnum hærra í flestum greinum, en þeirra landa er næst liggja, og líka framleiðslu hafa. Verðgildi, sem auk þess er svo samræmis- laust í landinu sjálfu, að það kostar 750—1000 ær í sveit að eignast, eigi of stóra, íbúð í Reykjavík. Er hægt að hugsa sér að nokkur framleiðsla beri uppi svo dýrt húsnæði? Þegar svo aðrir liðir fram- færslunnar í Reykjavík eru í sama-„skala.“ Þegar svo í þjóð- hagsdæminu er vísitala, sem auðveldlega getur hækkað, en aldrei lækkað, og eftir henni reiknaðir ýmsir mikilsverðustu útgjaldaliðir þjóðarbúsins, þá sést hver aðstaða okkar er í dæminu, ef reikna þarf verð- gildið niður. Það er útilokað. Reynslan er búin að sanna þetta, síhækkandi vísitala er svarið, við alvarlegu útliti nú um tveggja ára skeið, í atvinnumál- unum. Síðan sívaxandi niður- greiðslur úr ríkissjóði, unz svo er komið að fjárhagskerfið og fjármálalífið á íslandi yfir- gengur allar molbúasögur. Andi Bakkabræðra alveg búinn að sigra í þjóðfélaginu, og svo er bezt að hlæja að þeim!! Ætli sé ekki réttara að fara að aura saman í minnismerki um þá á Bakka, eða grafa þá upp og færa þá þangað, sem virðingu þeirra hæfir að liggja? Líklega hefði nú Bakkabræð- ur brostið klaufaskap til að búa til vísitöluna, sem nú gildir, þó niðjar þeirra á húmorplani nú- tímans kæmu því i verk. Það ber allt að einum brunni. Það er þörf skjótra, sterkra, heiðarlegra, réttlátra fram- kvæmda í þjóðfélaginu á þjóð- hagsgrundvellinum. Ég hefi áð- ur í grein bent á leiðina. Færa verðgildið niður samræmislega, engin önnur leið kemur að gagni. Það er rætt um gengisfall. Skyldi nokkurri þjóð hafa dott- ið slíkt snjallræði í hug í gjald- eyrishungri. Jú, braskþjóð með ; Bakkabræðrasnilli getur látið jsér detta þetta í hug og fram- kvæmt það. En þegar flytja þarf meira inn en gjaldeyrir er ! til fyrir þá blasir við hagurinn af slíkri framkvæmd. Jú. Út- flytjendur hafa hag af smækk- un !f.rónunnar, og kaupmenn- irnir hafa hærri álagningu af verðmeiri innfluttum vörum. En almenningur borgar brúsann í hækkuðum neyzluvörum, og er þetta dulbúin kauplækkun. En málið er mikið og hættulegt. Því þjóð sem leggur inn á slíka braut á að vita það, að hún get- ur ekki stöðvað sig á þessari braut, og fær síðast verðlausa krónu og hrun upp úr öllu saman. Saga Þjóðverja og Rússa eftir 1920 sannar þetta. Þá fékkst þýzkur seðill upp á Fymm hundert millionen mark- en, fyrir fáar ísl. krónur og að- allega sem minjagripur en ekki gjaldeyrir. Fyrir bændastéttina er dæmið auðreiknað. Samkv. skýrslu Landsbankans eru út- fluttar landbúnaðarafurðir fyr- ir 26 milj. króna eða sem næst 1 milj. sterlingspund. Ef gengið yrði fellt um 40% yrðu þessar 26 miljónir að 37 milj. En bænd- urnir flytja inn áburð, fóður- I bæti, vélar og fleiri þurftir fyrir meira en tvöfalda þessa fjár- hæð. 52 milj. innflutningur af þessum vörum með núverandi gengi yrði 74 milj. eftir 40% gengislækkun. Þarna blasir við 11—20 milj. kr. skattur á bændastéttina handa sjávarút- veginum til þess að halda uppi 1000 rollna dýrum íbúðum í Reykjavík. Nei, skrá verðgildið nóg niður. Taka viðskiptin við útlönd á aðfluttri vöru í sterkar greipar er vegur, sem blasir við gæfu íslands á kom- andi tímum. Sé það ekki gert, kemur ógæfan, kreppan, og hýðir þá harðast, sem létu heimskuna og eigingirnina ráða gjörðum sínum á stundanna stund. AfmælisviðtaL við Sigurb Þorsteinsson: „Þjóðin má gá að sér” Nýlega átti Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli áttræðisafmæli. í tilefni af því heimsótti blaðamaður frá Tímanum gamla mann- inn fyrir skömmu og átti við hann eftirfarandi viðtal. Sigurður Þorsteinsson dvelur nú að heimili Sigrúnar dóttur sinnar, Laugabrekku við Suður- landsbraut. Þegar við höfðum heilsast um kvöldið barst talið fyrst að veðráttunni, ótíðinni, rosanum og framtíðarhorfum. — Við höfum nú ákveðið, sumir þessir gömlu, segir Sig- urður, að leggja ekki spámanns- heiður okkar í frekári hættu fyrst um sinn, því að nú hefir allt, sem mark var tekið á áð- ur, brugðizt. En það var einu sinni til gamalt spakmæli, sem sagði: Útnyrðingur á baki ber blíðan dag á eftir sér. Svo færist talið að liðnum dögum Sigurðar og þá fyrst upphafi hans. — Ég er fæddur í Gerðiskoti í Sandvíkurhreppi í Flóa 10. september 1867. Foreldrar mín- ir bjuggu þar þá, en þau fluttu að Flóagafli vorið, þegar ég var á þriðja árinu. — Svo þú manst þá fátt eftir þér þaðan? — Það eru bara tvö atvik. Annað er það, að þegar nýji bóndinn ,sem tók við Gerðis- koti eftir föður minn, kom að skoða um veturinn og gekk um gólf 1 baðstofunni okkar, varð mér starsýnt á hann, því að hann var svo hár vexti, að höf- uðið næstum nam við mæninn. Hitt atvikið er svo frá því, að við vorum að flytja heim að Flóagafli. Þá vildi ég taka þátt í flutningnum eins og aðrir, og vinnukona, sem var hjá for- eldrum mínum, gerði mér það þá til geðs, að binda klút í böggul fyrir mig að halda á. En þessi vinnukona hét Guðrún Gunnarsdóttir og var hjá okk- ar fólki í 80 ár, fyrst hjá ömmu, svo foreldrum mínum og síðast okkur hjónunum, og á okkar heimili dó hún árið 1934, 97 ára gömul. — Það var nú á þeirri tíð. — En áttu foreldrar þínir mörg börn? — Aðeins tvö og hitt dó ungt, svo að ég hafði ekkert af systk- inum að segja. En önnur börn ólust upp hjá foreldrum mínum að meira og minna leyti. — Og hver var svo mennta- vegurinn í æsku? — Á Eyrarbakka var stofnað- ur barnaskóli litlu eftir 1860. Ég var í þeim skóla tvo vetur. Þá kenndi þar Sigurður Thoraren- sen, sem síðar fór til Ameríku, en hann var sonur sr. Gísla á Stokkseyri. Sr. Gísli varð bráð- kvaddur á jóladag, kominn í hempu og á leið að messa. Guðmundur Thorgrímsen verzlunarstjóri á Eyrarbakka var hvatamaður þess, að ég yrði settur til mennta. Því var mér komið í tímakennslu vet- urinn eftir ferminguna til sr. Magnúsar Helgasonar, sem þá var á Eyrarbakka. Hjá honum var ungum mönnum gott að vera, því að hann hafði mennt- andi áhrif. Faðir minn spurði Magnús um vorið, hvort hann héldi, að strákurinn .gæti nokkuð lært „Það efast ég ekki um, að hann getur, en síðan vertíðin byrjaði, hefir mér sýnst óvíst, að hann gerði það nokkurn tíma,“ svaraði sr. Magnús. — Þá hefir hugur þinn hneigzt að sjónum? — Heiman úr Flóagaflshverf- inu sjást út á hafið og mátti sjá þar í góðu veðri bæði franskar skútur og róðrarskip íslendinga. Þetta glæddi ævin- týraþrána hjá unglingunum og seiddi þá að sjónum, enda var það draumur flestra ungra manna. Ég tala nú ekki um að róa í Höfninni. — Hvað varstu gamall, þeg- ar þú byrjaðir róðra? — Ég var á 16. ári þegar ég fór fyrst í verið. Þá var ég hálf- drættingur framan af vertíð, en hafði fullan hlut síðari hlutann. En ég fékk að sitja með fyrri, nokkra róðra þegar ég var 13 ára og fyrst þegar ég var 12 ára. — Svo hefir þú róið á hverri vertíð? — Já. Ég réri þá framan af í Þorlákshöfn. Þar var gaman að vera, 300—400 manns á hverri vertíð og margt góðra manna, svo að þar var menntandi að dvelja, en þessu lýsti ég nú í kveri mínu um Þorlákshöfn. — Já. Rétt er nú það, og þá er bezt að vitna bara til þess, en hvað varstu lengi í föður- garði? — Ég giftist árið 1892 Ingi- björgu Þorkelsdóttur frá Óseyr- arnesi. Þá byrjaði ég búskap í Gerðislcoti, þar sem ég fæddist. Ég hafði róið 10 vertíðir með Þorkeli Þorkelssyni mági mín- um. Nú höfðum við hugsað okk- ur að eignast skip saman og yrði ég formaður, en ég vildi ekki taka við formennsku í Þor- lákshöfn nema mér væri kunn lending á Eyrarbakka og því réði ég mig í skiprúm þar. — Hvernig varð svo ferillinn? — Ég bjó í Gerðiskoti í 4 ár, en þá flutti ég að Helli í Ölfusi og var þar álíka lengi, en fór þaðan á Eyrarbakka, þar sem ég var unz ég kom til Reykjavíkur 1910. Átta ár var ég formaður í Þorlákshöfn, en þá hætti ég róðrum þar og fór að róa á Eyr- arbakka, því að ég var fluttur þangað og hafði þar aukastörf- um að sinna. — Hvaða störf voru það helzt? — O, það var t. d. deildar- stjórn hjá kaupfélaginu Ingólfi og svo kenndi ég 1 tvo vetur við: barnaskólann með Pétri Guð- mundssyni, föður Jóns Axels og; þeirra bræðra. (Framahld á 3. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.