Tíminn - 02.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1947, Blaðsíða 3
179. blað TtMPflV, fimmtndagmm 2. okt. 1947 3 Þióðin má gá að sér (Framhald af 2. síSu) — Hver var annars helzt at- vinna Eyrbekkinga þe&si árin utan vertíðar? — Hvað sem var. Sumir voru í eyrarvinnu, aðrir fóru í kaupa- vinnu á sumrin eða á skútur, eða kannske í vegavinnu. Ég vann eitt sumar við Grímsnes- vegmn og tvö sumur austur á Fagradal. Sigurður Eiríksson regluboði, faðir biskupsins, hafði stofnað á Eyrarbakka deild úr sjó- mannafélaginu Bárunni. Hann hafði róið hjá mér í Þorláks- höfn og að hans hvötum gekk ég í félagið. Ég hafði svo orð á því á fundi, að þar sem fáir skútumenn væru á Bakkanum stæði þessari deild okkar næst að reyna að bæta kjör eyrar- vinnumanna. Var svo kosin 7 manna nefnd og gerðum við samningsuppkast um veturinn. Þá var Sigurður heitinn Ólafs- son sýslumaður í Kaldaðarnesi. Við leituðum álits hans um upp- kastið. Hann þóttist sjá að hér væri alvara á ferðum, fór þegar í stað til Nielsens gamla verzl- unarstjóra og fékk hann til að semja strax við okkur. — En hvað viltu segja okkur um stjórnmálin? — Ég kaus fyrst 1892. Þá var framboðsfundur í Hraungerði. Þá voru þrír í kjöri: Þorlákur í, Fífuhvammi, Tryggvi Gunnars- son og Bogi Melsted. Björn Kristjánsson kom á fundinn, og var talið að hann hefði hugsað til framboðs, en hætt við eftir að sr. Magnús Helgason hafði mælt með Boga, skörulega, svo sem vænta mátti. Bogi hafði þá sk'rifað ritling um Framtíðarmál: Akvegakerfi um Árnessýslu, hafnargerð á Eyrarbakka, verzlunarmál o. fl. Hann deildi þar fast á Eyrar- bakkaverzlun og taldi hana hafa valdið Sunnlendingum austan fjalls meiru tjóni en öll Heklu- gos og náttúrleg óáran. Nú var kosið upphátt að loknum ræðum fundarmanna. Ég greiddi Boga atkvæði. Við urðum margir samferða niður Flóann. Þar var Nielsen gamli meðal annarra. Einu sinni sagði hann við mig: „Du er vist glad over at faa Bogi paa Alting. Nu faar de saa Luftballoner og alleslags hum- bug“. Ég sagðist nú raunar ekki vita til að Bogi hefði lofað loft- förum ,en kosið hefði ég hann og bæri þar einkum tvennt til. Minn ágæti kennari, Magnús Helgason, hefði mælt með hon- um, og auk þess hefði Bogi skrifað merka grein um málefni sýslunnar og þar meðal annars rætt djarflega og rökfast um .Eyrarbakkaverzlun. Þá sagði Nielsen gamli: .„Skal vi ikke stoppe og hvile Hestene?“ Aldrei lét hann mig gjalda þessara orða, því að hann þoldi mönnum að hafa skoðanir. — Þetta var nú í fyrstu kosn- ingunum? — Já. Svo var ég heima- stjórnarmaður, þangað til upp- kastið kom 1908. Ég var þá í vegavinnunni á Fagradal og heyrði Jón Ólafsson mæla með uppkastinu á fundi á Eskifirði og halda því fram, að ef við fengjum íslenzkan ráðherra samkvæmt uppkastinu myndi hann ekki fara að dæmi dönsku stjórnarinnar og neita vegna Færeyinga að staðfesta fisk- veiðasamþykkt, með þeim á- kvæðum að íslendingar einir mættu veiða á fjörðum inni. Nú var einmitt ákvæði um jafn- rétti Færeyinga og Dana til veiða í landhelgi I sjálfu upp- kastinu, svo að ég hugsaði sem svo, að hér væri nú eitthvað rotið. Svo var ég uppfrá þessu í Sjálfstæðisflokknum gamla, þangað til íhaldið gleypti hann, en þá ákvað ég að ganga ekki í flokk framar. En bezt er mér Framsóknarflokkurinn að skapi, því að hann vill efla þann at- vinuveg, sem lengst og bezt hef- ir dugað þjóðinni, þó að annars staðar hafi nú verið meira í veltu um sinn, og jafnframt vill hann reisa rönd við fjárdrætti og yfirgangi einstakra gróða- manna. — En segðu mér nú hvað börnin þín eru mörg. — Þau voru 8, en tvö þeirra náðu aðeins 12 ára aldri. Hin eru: Sr. Árni fríkirkjuprestur, Ásgeir skipstjóri á Esju, Sigrún, ekkja Þorláks Bjarnar á Rauð- ará, Þorkell, vélstjóri á Ingólfi Arnarsyni, Sigurður Ingi, fram- kvæmdastjóri Mjólkurbús Flóa- manna og Þóra Steinunn, kona Marinós Stefánssonar í Sanitas. — Þeir vinna ekki allir sömu störf, synirnir. — Nei, en ég held að það eina, sem ég get talið mér til gildis, án þess að það fari lengra, sé það, að ég fann fljótt til hvers strákarnir hneigðust. Árni var búinn að lesa gömlu biblíuna mína þrisvar spjald- anna á milli áður en hann varð 10 ára. í Gerðiskoti átti ég bát- kænu, sem notuð var við sel- veiði í Ölfusá og látin var standa upp í heygarðssundi að vetrinum. Þá var Ásgeir ofur- lítill ormur, en ef hann var ekki í bænum, mátti ganga að hon- um vísum í bátnum. Þorkel varð að passa eins og saumnál, að hann færi sér ekki að voða, ef hann kom þar sem vélar voru. Árni fermdi Sigurð Inga og það varð úr að hann fór í Mennta- skólann. En veturinn áður en hann tók gagnfræðapróf fór hann að hverfa stundum og einu sinni, þegar ég fann af honum fjósalykt, þegar hann kom heim, spurði ég hann hvar hann hefði verið. — Ég var að hjálpa til í fjósinu á Rauðará, sagði hann. Þá sagði ég, að hon- um væri bezt að hætta við nám- ið og ráða sig fyrir fjósamann upp í sveit, en hann kvaðst líka ætla að láta sér gagnfræðapróf- ið nægja. Svo fór hann á Hvann- eyri og síðan í búnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. — Ég held ég geti ekki neitað mér um að hlaupa með þessa sögu. En þú átt langan feril að baki og margt er breytt frá æskuárum þínum og léttara fyr- ir fólki en þá var. — Samt held ég að fólk sé ekki miklu ánægðara og sælla en þá. Þá lögðu flestir metnað sinn I það að afkasta sem mestu j •en nú vilja margir gera sem minnst, og það held ég að geti ekki orðið farsælt. Þjóðin má gá að sér, að fara sér ekki að voða á þeirri leið. En að endingu vil ég biðja þig, ef þú lætur eitthvað af þessu koma í blaðinu, að bera beztu kveðju og þakkir mínar til þeirra allra, sem glöddu mig á áttræðisafmælinu. yi^linnumit ibuiclar uorrar vi!) iandiÍ. ^Jdeitik á oLandgrœ&iiusjcd. ddhrijátoja Jdiappaniú) 2 9. VinnW iitulletia fyrir Ttmann. 1 í V Y \ \ 4 Erich Kástner: Gestir í Miklagarði varðs. Og þá kærði ég mig ekki um að vera lengur undir þeirra þaki. En veizt þú, hvað varð um Hildi? Eðvarð svaraði ekki spurningunni, enda voru nú opnaðar hliðardyr. Eðvarð gerði sér lítið fyrir og skálm- aði inn í herbergið óboðinn. Hann benti Hagedorn að fylgja sér eftir. Hann gerði það, þó með nokkurri tregðu. 1 — A-ha, sagði hann lágt. Þetta er sjálfsagt skrif- stofa Toblers. Þá kemur hann væntanlega bráðum sjálfur. — Eðvarð! Þú ætlar þó ekki að setjast á þenn- an stól. Þetta er auðvitað stóll Toblers — stattu undir eins upp — áður en hann kemur inn. En Eðvarð sat sem fastast á stólnum við skrifborðið. — Setztu einhvers staðar annars staðar, maður, end- urtók Hagedorn skelkaður. Tobler stórreiðist kannske, ef hann sér þig sitja þarna. Þetta er hans stóll. Hann rekur okkur á dyr. Eðvarð hallaði sér fram á borðið. — Hlustaðu nú á mig, Fritz, sagið hann. Ég hefi dálítið á samvizkunni, sem ég ætla að segja þér. Ég lék dálítið á þig og fleiri þarna í Miklagarði. En nú er kominn tími til þess að segja sannleikann. — Hvaða þvættingur er þetta, greip Hagedorn fram í fyrir honum. Þú gerir mig dauðhræddan. Flyttu þig undir eins á annan stól, og segðu mér svo, hvað þér liggur á hjarta. En vertu fljótur að því, því að Tobler getur komið á hverri stundu. — Þetta er dálítið skylt þessum stól, sagði Eðvarð. Ég vil þess vegna sitja hérna meðan ég segi þér, hvernig í öllu liggur. Svo er nefnilega mál með vexti. . . En hann lauk aldrei við setninguna, því að nú var enn drepið á dyr. Þjónn kom inn. — Kvöldverður hefir verið reiddur fram, herra leyndarráð, mælti hann. Hagedon gapti af undrun. — Hvað er þetta? stamaði hann. Hvað sagði þessi spjátrungur? Herra leyndarráð? Eðvarð yppti öxlum. — Hann lét sig víst ekki muna um það, sagði hann. Það vantar ekki kurteisina á þessum stað. En ég get ekki að því gert, Fritz, og þú mátt ekki reiðast mér. Ég er nefnilega Tobler gamli. Hagedorn greip um höfuðið á sér. — Þú Tobler? hrópaði hann. Ert þú miljónamær- ingurinn. sem þeir héldu, að ég væri? Áttu síömsku kettirnir að fara í herbergið þitt, og múrsteinarnir í rúmið þitt? — Sennilega, sagði Tobler og kinkaði kolli. Dóttir mín lét þá sem sé vita um komu mína. Svo varð þeim það á að halda, að þú værir ég. En ég vildi ekki snúa aftur. Ég vann önnur verðlaun í samkeppninni undir nafninu Schulze. Skilurðu mig? Hagedorn hneigði sig virðulega. — Herra leyndarráð, mælti hann. Fyrst málið er svona vaxið, verð ég að biðja yrður fyrirgefningar . . . — Fritz, sagði Tobler. Hvað á þessi framkoma að þýða. Ég harðbanna svona skrípalæti! Getum við ekki verið vinir, þó að ég sé ríkur. — Við erum auðvitað fyrstir að borðinu, sagði Tobl- er, þegar þeir komu inn í borðsalinn. Kvenfólkinu verður skrafdrjúgt að venju. — Já, það er rétt, sagði Hagedorn. Þú átt dóttur. Hvað er hún orðin gömul. Tobler hló. — Hún er komin á giftingaraldur. Hún trúlofaðist meira að segja fyrir fáum dögum. — Já, einmitt, svaraði Hagedorn. Má ég óska þér til hamingju? — En meðal annarra orða — veiztu, hvar Hildur á heima? — Hún sagði mér víst aldrei heimilisfang sitt, svar- aði Tobler. En þér verður ekki skotaskuld úr því að finna hana, vona ég. Ég hefi að minnsta kosti gert mér vonir um, að það mætti takast, svaraði Hagedorn. En ég skal setja ær- lega ofan í við hana, þegar ég finn hana. Annars held- ur hún kannske, að hún geti gert það, sem henni sýn- ist, þegar við erum komin í hjónabandið. Finnst þér það ekki rétt af mér? Nú opnaðist hurð, og borði var rennt inn. Það var gráhærður þjónn, sem ýtti því á undan sér. Allt í einu leit hann upp. — Gott kvöld, doktor, sagði hann. — Gott kvöld, svaraði Hagedorn tómlega. En svo tókst hann á loft. — Kesselhuth, hrópaði hann. — Ó-já, þerra doktor, svaraði þjónninn. — Og gufuskipafélagið? spurði Hagedorn. forviða. — Það voru loftkastalar og skýjaborgir, svaraði Tobler. Þetta er Jóhann, þjónn minn. Ég vildi ekki fara einn til Bruckbeuren. Hann varð því að vera gufuskipaeigandi fáeina daga. Honum fór það ágæt- lega. — Þó að hlutverkið væri erfitt, sagði Jóhann. Hagedorn rétti honum höndina. — Ég vona, að mér leyfist að taka í höndina á yður, sagði hann. Sparnaöur er svarið gegn verðbólgu og dýrtíð. Verzlið við kaupfélögin og sparið þannig fé yðar. Samband ísl. samvinnufélaga TILKYNNING frá Fjárhagsráði Fjárhagsráð vill hér með vekja athygli á því, að viðtalstími ráðsins verður hér eftir kl. 2—3 e. h. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Fjárliagsráð. Strætisv. Reykjavíkur tilkynnir: Frá og með 1. okt. 1947 ekur heiltíma Sogamýrar- vagninn, sem hér segir: Um Hverfisgötu, Lauga- veg, Suðurlandsbraut að Rafstöð og til baka um Suðurlandsbraut, Breiðholtsveg, Sogaveg, Grensás- veg, Suðurlandsbraut, Laugaveg, Lækjartorg. Ekið verður á 60 mín. fresti. Fyrsta ferð kl. 7 og siðasta ferð kl. 24. Ath. Burtfarartími frá Rafstöð er alltaf 5 mín. fyrir hálfa tímann. Ferðir hálftíma Sogamýrarvagnsins breytast þannig: Um Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg, Sogaveg, Blesagróf og til baka um Breiðholtsveg, Langholtsveg, Holtaveg, Suðurlands- braut, Laugaveg, Lækjartorg. Ekið á 120 min. fresti. Fyrsta ferð kl. 7,30, siðasta ferð kl. 23,30. C Um Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg, Sogaveg að Bústaðavegi og til baka um Breiðholtsveg, Langholtsveg, Holtaveg, Suðurlands- braut, Laugaveg, Lækjartorg. Ekið þannig á 120 mín. fresti. Fyrsta ferð kl. 8,30, síðasta ferð kl. 22,30. Ath. í þeim ferðum, sem ekið er í Blesagróf, er burtfarartími þaðan alltaf 5 mín. fyrir heila tímann. Frá vegamótum Bústaðavegar og Soga- vegar fer vagninn alltaf á heilum tím- um. Síðasta ferð þaðan kl. 24. TILKYNNiNG til veiðiréttarcigcnda og voiðimaima. ,, Athygli veiðiréttareigenda og veiðimanna um land allt skal vakin á því, að samkvæmt lögum nr. 112 1941 um lax- og silungsveiði, er vatna- silungur, annar en murta, friðaður fyrir allri veiði nema dorgar- og stangarveiði frá 27. sept. til 31. janúar ár hvert. Samkvæmt sömu lögum er göngu- silungsveiði aðeins leyfð á tímabilinu frá 1. apríl til 1. september og laxveiði um þriggja mánaða tíma á tímabilinu frá 20. maí til 15. september. Mönnum er óheimilt að gefa, selja, kaupa, þiggja eða taka við eða láta af hendi lax- og göngusilung á tímabilinu frá 20. september til 20. maí ár hvert, nema að sannanlegt sé, að fiskurinn hafi verið veiddur á lögleyfðum tíma. Brot gegn umræddum ákvæðum varða sektum. Veiðimálastjóri. VINNIÐ ÖTULLEGA AB ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.