Tíminn - 03.10.1947, Blaðsíða 1
ÞÓRABJBIH ÞÓRARIN8SON
ÚTGEaPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKtmiNN
Bimar 23SS og 437Í
PRENTSMEDJAN EDDA hX
HI'HSTW
EDÐUHÚSI. Lhufauffðfel B A
Sínmr 2S630S V&t
APGREtÐBI.A, INNHEIMTA
OQ ATOLÝSOIOASKRIFSrrOFA-.
EDDUHÚSI, Lfcadargötu BA
31. árg.
Reykjavík, föstudaginn 3. okt. 1947
180. blað
íslendingar geta sjálfir ræktaö kjarnfóörið stjórnamokkarnir ósammáia
viö forsetakosningamar
Viðtal við Klemens |
Kristjáiisson
á Sáiiisstöðum
Klemens Kristjánsson á
Sámsstöðum hefir unnið
merkilegt brautryðjendastarf
á sviði kornræktarinnar á fs-
landi. Ef farið verður að
stunda kornrækt hér á landi
í stórum stíl, sem vel getur
orðið á næstunni, verður það
Klemens að þakka frekar en
nokkrum öðrum einum
manni. Hann hefir nú stund-
að kornrækt á Sámsstöðum
með góðum árangri í fjölda
mörg ár. Kornuppskeran á
Sámsstöðum stendur nú sem
hæst. Fór blaðamaður frá
Tímanum austur nýlega og
átti viðtal við Klemens.
Sá sem kemur í Fljótshlíð-
ina í björtu veðri, getur ekki
annað en minnst hinna sönnu
orða Gunnars á Hliðarenda:
„Fögur er hlíðin." Sámsstaðir
er reisulegt býli og þar má um
þetta leiti árs sjá „bleika akra
og slegin tún." Þeir, sem þang-
að koma og skoða akrana geta
ekki annað en undrast það, hve
kornrækt er ennþá lítið stund-
uð hér á landi. Akrarnir á
Sámsstöðum eru sönnun þess,
að íslendingar gætu sjálfir
ræktað allt það kjarnfóður sem
þeir kaupa nú inn í landið til
skepnufóðurs. Enda hefir Kle-
mens mörg undanfarin ár reynt
að sannfæra fslendinga um
þessi sannindi.
Á Sámsstöðum eru gerðar til-
raunir með það hvaða korn-
tegundir gefa mestan arð hér á
landi. Hafa þessar tilraunir
þegar borið ágætan árangur og
hefir Klemens nú þrjú ár rækt-
að byggtegund á Sámsstöðum,
sem er af færeyskum uppruna,
og hann telur öruggari en
nokkra aðra ræktun hér á
landi.
Túnin og akrarnir á Sáms-
stöðum eru auðsýnilega í góðri
rækt, reglusemi og myndar-
skapur er í hávegum hafður á
þessu glæsilega stórbúi. Það er
ánægjulegt að ganga með Kle-
mens urn akrana og kynnast
þeim eldlega áhuga og fjöri,
sem auðkennt hefir íslenzka
bændur í meira en þúsund ár.
„Þarna er lykillinn að korn-
ræktinni á íslandi," segir hann
um leið og hann bendir á sláttu-
vél, dregna af Farmaall drátt-
arvél. Það er verið að slá stór-
an akur með fallegu byggi og
vélin bindur kornið um leið og
hún slær. Tólf ára snáði situf
upp á vélinni og stjórnar henni.
Kornbindin þrungin af byggi
hrökkva hvert af öðru út úr
vélinni og bera gróðursæld ís-
lenzkrar moldar vitni. Þetta er
engin draumur, það er veru-
leiki, að hægt er að rækta korn
hér á landi.
Og Klemens rýfur þögnina:
„Með þessari vél er hægt að slá
tvo hektara á dag, sem gefa
uppundir 60 tunnur af byggi,
ef uppskeran er góð. Ég hefi
nú fæktað þetta bygg sem- þið
sjáið hér í þrjú ár með ágætum
árangri. Það er færeýskt og
hefir verið ræktað þar árum
saman. Veðráttan í Færeyjum
er svipuð og hér og er það ef til
vill þess vegna, sem þessi bygg-
tegund hefir reynzt mun betur
hjá mé'r' en skandinaviskar
byggtegundir. Þetta bygg, sem
heitir Höjvigs Sigurkrans bygg,
þefir staðið af sér öll óveðrin
í sumar, og skilar nú ágætri
uppskeru. í fyrfa gaf það 29
tjunnur af hektara og uppsker-
FRA KORNYRKJUWNI A SAMSSTÖBUM
Flokkur forsætisráðherrans vileli ekki sam-
komulag oj* kaus að hafa samvinnu við Sjálf-
stæoisflokkinn einan
Þau tíðindi gerðust á Alþingi í gær, að ekki náðist samkomulag
milli stjórnarflokkanna um kosningu forseta. Framsóknarmenn
lögðu til, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi forseta sameinaðs þings,
Framsóknarflokkurinn forseta neðri deildar og Alþýðuflokkurinn
forseta efri deildar. Alþýðuflokkurinn neitaði hins vegar að
sleppa forsetastarfinu í neðri deild og fékk Sjálfstæðisflokkinn í
lið með sér til að fella Jörund Brynjólfsson frá kosningu.
Myndirnar eru allar frá Sámsstöðum. i'.isi í vinstra horni er stúlka með kornbindi, en hún bindur kornið jafn-
óðum og slegið er. Að ofan fyrir miðju er Klemens með færeyska byggið þungt af korni, þó stormur og
regn hafi bulið á því í allt sumar. í horninu til hægri að ofan er Klemens með annað byggbindi, af tegund,
sem ekki hefir þolað stormana og kornið er fokið af því. Sést munurinn á hinum tveimur tegundum greini-
lega á myndinni. Að neðan eru myndir af tveimur aðferðum við kornslátt, gömlu og nýju aðferðinni. Á ann-
ari myndinni er Klemens að slá korn með orfi, en að baki honum er stúlkan sem bindur upp jafnóðum, það
sem hann slær. Á hinni myndinni er kornið slegið með sláttuvél, sem bindur um leið. Eitt bindi er í vélinni.
(Ljósmynd Guðni Þórðarson).
an í ár verður ekki mikið minni^1
þrátt fyrir óhagstætt tiðarfar.
Hins vegar hafa aðrar bygg-
tegundir burgðizt mér í sumar
vegna veðráttunnar. Meira að
segja heyuppskeran hefir
brugðizt .í ár, eins og kornið.
Það er því ekki að ástæðulausu,
að ég segi að færeyska byggið
sé öruggara en nokkur önnur
uppskera hér á landi. Ég ætla
nú að plægja upp 12 dagsláttur
af túninu og bæta við korn-
ræktina, því sumarið hefir
kennt mér að hún er tryggari
en heyræktin. Sums staðar sái
ég grasfræi með korninu og hefi
akrana sem tún annað árið."
Þú getur ekki þurft að kaupa
að kjarnfóður handa skepnun-
um, með alla þessa kornrækt í
túninu, spyr tíðindamaður
blaðsins.
— Allt kornið mitt, er notað
sem útsæði, vegna þess hve
ræktin er ennþá í smáum stíl.
Ef hins vegar væri lögð áherzla
Minnst 100 ára afmælis
P restaskóíans
í gær var 100 ára afmælis Prestaskola íslands minnst með
virðulegri athöfn. Um 70 prestar víðs vegar af landinu höfðu
safnazt saman í Reykjavík í tilefni af afmælinu.
Hátíðahöldin hófust í hátíða-
sal Menntaskólans, kl. 11 f. h.,
en þar var Prestaskólinn fyrst
til húsa. Seinna var hann í hús-
inu, þar sem nú er verzlun Har-
aldar Árnasonar, síðan í Al-
þingishusinu, eftir að Presta-
skólinn var gerður að sérstakri
deild í Háskóla íslands. Presta-
skólinn tók til starfa 2. okt.
1847.
Afmælishátíðin í Mennta-
áaðIukalornræk¥na"tilmuna!skólanum hófst með bví> að
væri hægt á þremur árum að Prófessor Magnús Jónsson
koma upp kornrækt, sem nægði
til að fullnægja fóðurbætisþörf
iandsmanna að mestu eða öllu
leyti. Er talið að til þess þurfi
um 900 hektara af ökrum, en
það er 14 á við túnræktina, sem
fyrir er. Ef landsmenn færu
þahnig sjálfir að rækta það
korn, sem þarf til kjarnfóðurs-
ins myndu árlega sparast 10—
16 milljónir af erlendum gjald-
eyri.
f fyrra gaf ég þeim 19 kúm,
sem ég hefi, nær eingöngu ísl.
kjarnfóður og keypti ekki að
erlendan fóðurbæti.
Auk kornræktarinnar eru á
Sámsstöðum gerðar tilraunir
með áburðartegundir og nota-
gildi þeirra, sáðskiptatilraunir
og tilraunir með skógarbelti og
skógrækt.
íslenzka þjóðin hefir á und-
anförnum árum fylgst af at-
hygli með því sem fram hefir
farið að Sámsstöðum.
rakti sögu skólans og þýðingu
hans fyrir þjóðlíf íslendlnga,
en dómikrkjukórinn, undir
stjórn Páls ísólfssonar, söng á
undan og eftir ræðu Magnúsar.
Viðstaddir athöfnina voru um
70 prestar víðs vegar af landinu.
Ennf remur kirkj umálaráðherra,
Eysteinn Jónsson, forsætisráð-
herra og viðskiptamálaráðherra.
Einnig voru viðstaddir þessa at-
höfn biskupinn yfir íslandi hr.
Sigurgeir Sigurðsson og vígslu-
biskuparnir séra Bjarni Jónsson
og Friðrik Hallgrímsson.
í gær kl. 2 e. h. komu prestar
og kirkj umálaráðherra saman
í hátíðasal háskólans. Rektor
skólans, próf. Ólafur Lárusson
og p/óf. Ásmundur Guðmunds-
son fluttu þar sína ræðuna
hvor, en dómkirkjukórinn söng.
Kljikkan 5 e. h. var guðsþjón-
usta í Dómkirkjunni. Viðstaddir
presVar og forseti íslands, hr.
Sveinn Björnsson, gengu í fylk-
ingu frá Alþingishúsinu í kirkju,
ásamt biskupi og ví^slubiskup-
um. í kirkjunni flutti biskupinn,
hr. Sigurgeir Sigurðsson, predik-
un, en próf. Ásmundur Guð-
mundsson þjónaði fyrir altari
fyrir og eftir predikun. f sam-
bandi við athöfnina í dómkirkj-
unni, var flutt hátíðaljóð eftir
Tómas Guðmundsson, lag eftir
Björgvin Guðmundsson tón-
skáld. flutt i fyrsta sinn.
Klukkan 7 í gærkvöldi komu
prestar og aðrir gestir saman að
Hótel Borg, til kvöldverðar
Ýmsar ræður voru þar flutt-
ar. —
Sú skipting forsetaembætt-
anna, sem Framsóknarflokkur-
inn stakk upp á, er í samræmi
við þingfylgi stjórnarflokkanna,
og hefði því virst sjálfsagt, að
hinir stjórnarflokkarnir féllust
á hana. Því varð þó ekki að
heilsa, heldur neitaði Alþýðu-
flokkurinn að fallast á hana og
munu forustumenn flokksins
hafa borið því við, að Barði
Guðmundsson hótaði flokknum
flestu illu, ef hann fengi ekki
að vera forseti áfram. Alþýðu-
flokkurinn fékk svo Sjálfstæð-
isflokkinn í lið með sér til að
tryggja kosningu Barða.
Kosningarnar í sameinuðu
þingi.
Kosningar þær, sem fóru
fram í sameinuðu þingi í gær,
féllu á þessa leið:
Jón Pálmason var kosinn for-
seti með 25 atkv., en 23 seðlar
voru auðir. Bernharð Stefáns-
son var kosinn fyrsti varafor-
seti með 21 atkv., auðir voru 20
seðlar og Finnur Jónsson fékk
1 atkv. Finnur Jónsson var kos-
inn annar varaforseti með 23
atkv., en 22 seðlar voru auðir.
Skrifarar sameinaðs þings
voru kosnir Skúli Guðmunds-
son og Sigurður Kristjánsson.
Kosningar í neðri deild.
í neðri deild fór kosningin
um forseta þannig, að í fyrstu
umferð fékk Barði Guðmunds-
son 14 atkv., Jörundur Brynj-
ólfsson 11 atkv., Sigfús Sigur-
hjartarson 6 atkv. og einn seð-
ill var auður. Þar sem enginn
fékk meiri hluta atkvæða, var
kosningin endurtekin, og fór
hún á sömuleið. í þriðja sinn
fór fram hlutbundin kosning
milli Jörundar og Barða og
og fékk Barði þá 15 atkv., en
Jörundur 10 atkv.
Þegar hér var komið, óskaði
forsætisráðherra eftir því, að
fundi væri frestað og sömuleið-
is var forsetakosningum í efri
deild frestað samkvæmt ósk
hans.
Nýr þingmaður.
Hinn nýi þingmaður Vestur-
Skaftfellinga, Jón Gíslason, tók
sæti á Alþingi í fyrradag. Kjör-
bréfanefnd hafði ekki fundið
neitt við kjörbréf hans að at-
huga og samþykkti þingið það
einróma og vann hann síðan
eið að stjórnarskránni.
Allir alþingismenn eru nú
komnir til þings, nema þeir,
I sem eru fulltrúar á þingi sam-
einuðu þjóðanna, en það eru
þeir Hermann Jónsson, Ólafur
I Thors og Ásgeir Ásgeirsson.
Veiting prófessorsembættisins
í lyflæknisfræði við Háskólann
Læknadeildin taldi Jóhann Sæmundsson vel
hæfan til ad gegna embættinu
í nokkrum blöðum bæjarins hefir nýlega verið reynt að gera
Ulfaþyt út af því, að Jóhann Sæmundsson læknir hefir verið
skipaður prófessor í lyflæknisfræði Læknadeild Háskólans. M. a.
bafa árásirnar verið byggðar á því, að læknadeildin hafi mælt
með öðrum manni í embættið, en mælt gegn Jóhanni.
MjóEkurskömmt-
un hafin í Rvík
I dag hefst mjólkurskömmt-
un í Reykjavík. Verður mjólkin
afgreidd gegn sérstökum mjólk-
urskömmtunarseðlum, sem bæj-
arbúar hafa fengið með öðrum
skömmtunarseðlum. — Verður
fólk að hafa með sér seðla, sem
stílaðir eru á þann dag, sem
mjólkin er keypt. Gegn hverj-
um mjólkurmiða fæst afgreitt
hálfur líter af mjólk til kl. 2 á
daginn. Eftir þann tíma er
(Framh*ld á 4. síðu)
Sannleikur þessa máls er sá,
að dómnefndin, sem er skipuð
samkvæmt gildandi reglum til
að meta hæfni manna í um-
rædda stöðu, felldi þann úr-
skurð, að þrír af fjórum um-
sækjendum eða þeir Jóhann
Sæmundsson, Óskar Þ. Þórðar-
son og Sigurður Sigurðs-
son væru allir hæfir til að
gegna embættinu. Þegar það
kom síðan til kasta læknadeild-
arinnar að segja álit sitt á um-
sækjendunum, fékk Óskar þar
5 atkvæði, Jóhann fékk 4 atkv.
og Sigurður 2 atkv. Þeir tveir,
sem greiddu Sigurði atkvæði,
gerðust síðar fylgismenn Ósk-
ars. En þessi upphaflega at-
kvæðagreiðsla í læknadeildinni
sýnir, að hún hefir engan veg-
inn tekið Óskar eindregið fram
yfir hina umsækjendurnar,
enda tók hún skýrt fram í um-
sögn sinni til ráðherrans, er var
undirrituð af öllum meðlimum
deildarinnar, að hún teldi bæði
Jóhann og Sigurð vel hæfa til
að gegna embættinu.
Þess ber svo að gæta, að
prófessorinn í lyflæknisfræði á
ekki eingöngu að annast
kennslu við Haskólann, heldur
er hann jafnframt forstöðu-
maður lyflæknisdeildar Lands-
spítalans. Til að gegna þeirri
stöðu, hafði Jóhann þá yfir-
burði umfram Óskar, að hann
hafði gegnt margháttuðum
trúnaðarstörfum um 10 ára
skeið og benti öll sú reynsla til
þess, að hann myndi verða ör-
uggur og góður stjórnandi
deildarinnar. Óskar hafði hins
vegar engan slíkan feril að
baki. Þessi reynsla af störfum
Jóhanns gerði meira en að vega
gegn þvl, að Óskar hafði meiri
bóklærdóm, og réði líka hinni
enda/ilegu ákvörðun ráðherr-
ans. Með þessu er ekki sagt, að
Óskar hefði ekki reynst vel fær
um að stjórna lyflækrlisdeild-
inni, en hitt var jafn sjálfsagt
af ráðherranum að taka heldur
þann manninn, sem var reynd-
ur sem traustur og góður em-
bættismaður.