Tíminn - 03.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.10.1947, Blaðsíða 2
TÍMlTOí, íöstndagiim 3. okt. 1947 18©. blað Föstudagur 3. okt. Frjáls verzlun Prjáls verzlun er vígorð, sem lengi hefir verið í miklum met- um á íslandi. Þjóðin hefir slæma reynslu af verzlunar- ánauð og kúgun. Sú var tíðin að íslenzkt fólk var viðskipta- lega selt dönskum kaupmönn- um á leigu og miskunnarlaust skipt á milli þeirra eftir búsetu. Þjóðin hefir ekki gleymt kúg- un einokunartímanna. Skuggar þeirra eru að vísu langt að baki, erx þeir eru ekki gleymdir og eiga ekki að gleymast. Sjálfstæðismenn hafa oft talað um verzlunarfrelsi og sagt margt fallegt. En nú er þó svo að sjá, sem þeirra verzlunar- freL^i eigi allt að miðast við rétt og frjálsræði heildsala en ekki almennings. Þetta sést bezt á afstöðu þeirra til tillagna þeirra Sigtryggs Klemenzsonar og Her- manns Jónassonar um að verzl- anir fái innflutningsleyfi í sam ræmi við þá skömmtunarmiða, sem þær skila. Heildsölunum er illa við þess- ar tillögur, sem von er. Þeir vita að kaupfélögin hafa svipt þá miklum gróða og í frjálsri sam keppni myndi verða framhald á slíku. Almenningur í Reykjavík man vel eftir því, þegar kaup- félagsskapurinn í bænum sprengdi kaffisöluverkfall kaup- manna síðasta vetur. Og þó að kaffiverzlunin ein sé ekki stór vægilegt atriði, er þetta eitt dæmi af mörgum um þau áhrif, sem verzlunarhættir og at- vinnutekjur kaupmanna hafa orðið fyrir af samkeppninni við kaupfélögin. Kaupmönnum er vorkunn þó að þeir biðji ekki um meiri og sterkari áhrif úr þeirri átt. En hvort á þá heldur að ráða, vilji fólksins eða kaupmanna? Eiga kaupmennirnir að vera fyrir fólkið eða fólkið fyrir kaupmennina? Um þetta standa nú átökin. Það er auðséð, að þegar inn- flutningur er naumur, verða menn knúðir til þess að kaupa hlutina þar sem þeir eru til. Eigi að miða rétt innflytjenda við fyrri verzlun þeirra hlýtur það að þýða, að viss hluti manna verður að skipta við þá hvort þeir vilja eða ekki. Viðskiptin verða ekki færð til undir þeim reglum. Ef ipenn fá ekki nauð- synjar sínar þar, sem þeir vilja helzt verzla og telja sér hag- kvæmast, verða þeir að leita annað. Eigi því fólkið að hafa rétt og frelsi til að hnika við- skiptunum til, verður að finna eitthvað fyrirkomulag til þess. Og þá er það óneitanlega frá- leit afstaða að vera á móti einu tillögunum, sem fram koma í þá átt, án þess að hafa nokkuð að leggja til málanna sjálfir. Kaupfélagsmenn fara ekki fram á það, að kaupmönnum sé meinað að halda þeirri verzlun, sem fólk vill við þá hafa. Þessar reglur myndu alveg eins stuðla að tilfærzlu innan kaupmanna- stéttarinnar samkvæmt því, sem vilji fólksins og álit segði til um. Og hvað er hægt að hafa á móti því? Hitt er annað mál að margir trúa því, að fólkið muni því meira og fastar hneigjast að samvinnuverzlun, sem reynslan verður meiri af því fyrirkomu- lagi. Ef sú trú er rétt, er held- ur ekki hægt að finna nein rök fyrir því, að svo megi ekki verða. En það er ekki neltt hégóma- Kimningjarabb um stjórnmál Bréf frá manni á Vcsturlandi til kunningja hans í Norðurlandi: Góði vinur. Þú biður mig um að senda þér nokkrar línur um stjórn- málaviðhorfið. Ég get búizt við því að þú sért einn þeirra, sem telja ámælis- vert að rifja upp. gömul deilu- mál eða ámæla einstökum mönnum, flokksforsprökkum og stjórnmálaflokkum fyrir misstigin spor, eða jafnvel glap- ræði, máske löngu framin. — Nú ríði á því að eyða sundrung og efla samheldni í hvívetna. Tilefnislaus illindi geta að vísu oft sundrað mönnum í samvinnu um lausn mikils- varðandi mála, en jafnvíst er hitt að undansláttur við ýmsa oflátunga þjóðfélagsins, sem þykjast finna upp á einhverju, láta svo undan síga strax og móti blæs, hlaupa eftir dagdómum, vilja hafa allt gleymt, sem þeir áður héldu fram, er stórskað- legur. Til þess að skilja núver- andi stjórnmálaástand okkar er nauðsynlegt að rifja vandlega upp gang helztu þjóðmála und- anfarið, gera sér grein fyrir því, hverjir hafi þar brugðizt, eða átt aðalþátt í því að afdrifa- mikil víxlspor hafa verið stigin. Til þess að gera sér grein fyrir eðli sjúkdóma, verður af finna orsakir þeirra. — Sama máli gegnir um þjóðmálameinsemd- irnar. Þar verður að grafast fyr- ir um orsakir ófarnaðarins, og dæma menn hispurslaust eftir viðhorfi þeirra og framkomu í hinum mest varðandi málum. Friðurinn er ekki beztur, heldur að menn vilji eitthvað, sagði skáldskörungurinn Björn- son á árunum — og haldi því fast fram, mætti bæta við, St j órnlagaf álmið. Löngum var það talið óbrigð- ult merki um lélegan stjórn- málaþroska að breyta ört stjórnskipunarlögum landsins. Eftir því að dæma, ættum vér íslendingar að standa neðar- lega í stiganum í þessu efni. í rauninni hefði mátt vænta þess að stjórnarskráin fengi að standa óbreytt þau 25 ár, sem sambandssáttmálinn frá 1918 gilti. En það var nú eitthvað annað. Um 1930 var vissum þingmönnum orðið svo mál, að grauta I kj ördæmaskipuninni, að þeir máttu ekki vatni halda. — Afsakanlegt hefði verið, ef hrein lína hefði fengizt í þessu efni. — í stað þess var elduð samsuða, réttnefnd „naglasúpa" til að friða í bili tvö ólík flokks- sjónarmið, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, — og þá hélt uppbótarfarganið fyrst inn- reið í kosningafyrirkomulagið. — Reynslan sýndi líka von bráðar, að hér var verr farið en heima setið. Þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn sátu einir í stjórninni við það að þáverandi ráðherra- Alþýðuflokksins, Stef- án Jóh. Stefánsson, hrökk af klakknum í samsteypustjórn- inni, fleygði Ásg. Ásg., eins og þú manst, frumvarpi til breyt- inga á stjórnarskránni inn í þingið. Þetta var ennþá meira glapræði fyrir þá sök, að sam- bandinu við Dani var raunveru- lega slitið, og lýðveldið var að fæðast, og þurfti því vitanlega mál, sem hér er á ferð. Má fólkið leita hagstæðustu við- skiptakjara eða á að binda það og selja á leigu um ófyrirsjáan- lega framtíð, vegna þess hvern- ig verzlunin hefir skipazt? að breyta stjórnarskránni aftur á næsta ári við tilkomu lýðveld- isins. — Alþýðuflokkurinn mátti líka vita að ný stjórnlagabreyt- ing með fjölgun þingmanna, mundi aðeins veita ennþá meira vatni á myllu Sósíalistaflokks- ins, — þeim var margbent á þetta og sú varð líka raunin á. Alþýðuflokksforingjarnir voru vitanlega of bundnir til þess, að þeir gætu sameinað hina róttæku sósíalista við Alþýðu- flokkinn, að ekki sé minnst á kommúnistana. En það var þó hið eina, sem réttlætt gat frum- hlaup þeirra, að tekizt gæti að mynda einn öflugan verka- mannaflokk. Jæja. Svo manstu víst eftir þætti Sjálfstæðismanna í mál- inu. Þeir gleyptu við frumvarpi Ásgeirs vegna vonarinnar um „steiktu gæsirnar" eins og guð- fræðiprófessorinn nefndi svo hnyttilega. Því var stjórnar- samstarfið við Framsóknar- menn rofið, stofnað til flokks- stjórnar til bráðabirgða og sat hún af náð krata og komma gegn því skilyrði, að dýrtíðar- málin mættu hafa sinn gang, þ. e. vísitala og verðlag hlaupa upp skefjalaust. Hernaðaráætlunin var sú að eyða Framsóknarflokknum með mikilli tangarsókn. Ásgeir hugð- ist að færa íhaldinu 6 þing- sæti frá Framsókn, en svo átti Alþ.fl. í staðinn að taka þátt 1 ríkisstjórn og hefjast til valda. Sjálfst-æðismönnum fannst víst, að mest væri um það vert að lama Framsóknarflokkinn, enda sagði einn foringi þeirra, að sá tilgangur réttlætti þrennar kosningar í röð. Framsóknarmenn reyndust sannspáir sem fyrr um nýju stjórnarskrárbreytinguna. Þeg- ar eftir sumarþingið 1942 sagði bráðabirgðastjórnin, er í voru Sjálfstæðismennirnir Ólafur Thors, Magnús Jónsson og Jakob Möller af sér, eða voru þvingaðir til þess, því hinir flokarnir vildu þá alls ekki mynda með þeim stjórn. Þeir hengu samt í ráðherra- stólunum fram undir jólin, en þingið var verklaust á meðan að vanda. — Þá loks neyddist rík- isstjórnin til að skipa ríkisstjórn utanþingsmönnum. — Þar með var stjórnarskrárbreytingar- fálmið raunverulega gjaldþrota, og ennþá rækilegar kom þetta í ljós í vetur er leið er þingið var látið bíða eftir löglegri ríkis- stjórn í 117 daga, — ósvífinn ævintýramaður hélt þingi og ríkisstjórn upp á snakki svona lengi. Hverjir eiga svo þarna upp- tökin og endirinn? Finnst þér réttmætt að skella skuldinni á Framsóknarmenn líka, eins og ýmsir óánægðir Sjálfstæðismenn gera, sem sí- fellt eru að klifa á því að allt þingið sé undir sömu sök selt í þessu efni? Telurðu rétt að ásaka Framsóknarþingmenn fyrir þennan herfilega skrípa- leik, þá menn sem börðust harðri baráttu móti lögfestingu st j órnarskrárbrey tingarinnar, og hafa verið svarnir andstæðing- ar gervallrar stjórnarstefnu undanfarinna ára, og alls enga ábyrgð bera á stjórnarfarinu? Dýrtíðarmálin. Þú ert að sjálfsögðu orðinn hundleiður á dýrtíðarstaglinu. ■— Það er ég líka. Höfuðatriði ; málsins eru þó öllum ljós. Fram- sóknarmenn hafa ávallt barizt fyrir stöðvun verðbólgunnar. -— Sjálfstæðismenn hafa þrívegis brugðist. — Alþýðuflokksmenn hafa alveg svikið stefnu sósial- demokratanna á Norðurlöndum í þessu efni. — Og loks féllust þessir flokkar í faðm sósíal- istanna, kommúnistanna, sinna svörnustu fjandmanna. — Þá var blaðinu snúið við, verðbólg- an talin þjóðráð til dreifingar stríðsgróðanum, Framsóknar- menn stimplaðir sem Örgustu afturhaldsmenn, er þeir héldu fast við upptekna stefnu og töldu hækkun vísitölunnar háskalega atvinnulífi og efna- legri velmegun þjóðarinnar. En nú þegar reynslan og blá- kaldur veruleikinn sýnir að stefna Framsóknar hefir verið hin eina rétta, vill aðalmáltól Sjálfstæðisflokksins, ísafold, eigna sér heiðurinn af því að hafa varað við verðbólgunni, en allt sem aflaga hafi farið hjá stjórninni sé samstarfsflokkun- um ?ð kenna. — Hvernig lýzt þér á? Það má vel vera að sumir Framsóknarmenn hafi stundum haldið nokkuð ósveigj anlega á þessu máli, en þó ávalt með festu. — En þess meiri ástæða var fyrir hina flokkana að komf. til móts við Framsóknar- mennina í þessu efni. Síðasta tilraunin var gerð með lækkun landbúnaðarvísi- tölunnar 1944, sem vera skyldi fyrsta skrefið til viðnáms, eins og þá manst. Svonefndir verka- lýðsflokkar þverneituðu að frgista að slá af kaupgjalds- kröfunum, Sjálfstæðisflokkur- inn hallaöist brátt á sömu sveif til þess að missa ekki af fylgi launamannanna — og svo bættist vesalings Ófeigur í hópinn með brígzl til foringja Framsóknar fyrir að slá af kröf- um bændanna, og skerða tekjur þeirra. — Selfosshreyfingin var svo í laumi studd af sumum sjálfstæðismönnum, ef verða mætti að hún gæti skaðað Framsóknarflokkinn. Stjórnarsamsullið haustið 1944 var soðið saman með það markmið að eyðileggja Fram- sóknarflokkinn. Þetta þykja þér máske stór orð, en athugaðu rækilega ummæli blaðanna þá og gang málanna. Ég býst nú við að þú sért orð- inn þreyttur á löngu rabbi minu. — Ég hefi ekki ennþá komið að því hvernig taka á viðfangs- efnum komandi tíma, og hefi nú ekki tóm til að ræða um fram- tíðarmálin. Finnst þér nú nokkur von til þess, eftir því sem á undan er gengið að Framsóknarmenn geti tekið upp skilyrðislaust sam- starf vlð Ólafsdeild Sjálfstæð- isflokksins. Einu ætla ég þó að bæta þar við ennþá. — Þegar utanþings- stjórnin hafði verið hrakin úr sessi, hrósuðu Sjálfstæðismenn eða Ól. Th. sér mjög af því aö hafa komið þingræðisstjórn á laggirnar. — Þarna var þó öhappaverk unnið. Margir þingmenn (þar á með- al ýmsir úr Sjálfst.fl.) munu hafa verið þeirrar skoðunar að utanþingsstjórninni ætti að halda þar til ný lýðveldisstjórn- arskrá væri lögfest. Þá hefði að vísu verið skipuð velfarnaðar- nefnd allra flokka í líkingu við nýbyggingarráð, sem lagt hefði á ráð um framkvæmdir ríkisins, og er enginn vafi á að þar hefði giftusamlegar tekizt en undir þeirri samstjórn sem var. í stað þess tókst Ólafi óg hans mönnum með bægslagangi og blekkingum að tengja saman íhald og komma, og þar með settist óhappastjórnin á .lagg- irnar, sem við erum nú að súpa seyðið af. Þú hlýtur að viðurkenna það, Árétting í opnu bréfi í Tímanum til Torfa Jóhannssonar verðlags- stjóra, brá ég upp smámynd um þá fádæma vitleysu, sem sett væri í verðskrár, er veitingahús- unum væri ætlað að fara eftir. Verðlagsstjóri virðist ætla að samþykkj a allar ásakanir mínar með þögninni. En prófessor nokkur, sem sæti hefir átt um alllangt skeið í verðlagsráði og á því sinn þátt í vitleysum verðlagsmálanna, notaði aðstöðu sína nýlega í út- varpinu til að minnast þess sem dæmis um virðingarleysi fyrir lögum og reglum, að veitinga- maður hefði skrifað í blaö, að hann bryti verðlagsákvæðin. O, jæja! Ég held að þessi góði prófessor jætti héldur að segja frá því, að | lög og reglur væri orðið svo vit- | laust og margbrotið, að allir neyddust til að vera lagabrjótar — og vinna svo að því að lag- færa slíkt. Það er lítið þjóð- þrifaverk, sem ýmis konar yfir- menn almennings vinna með því að setja sí og æ meiri og meiri laga- og reglugerðaflækj - ur, sem löghlýðnir borgarar neyðast til að brjóta. Þar er meinið prófessor góður, en ekki hjá ISig’nunum, sem enga dul draga á, að þeir ganga í berhögg við óskapnaðinn, sem að þeim er réttur frá hærri stöðum og J allir neyðast til að mæta með andúð. Umræddar verðskrár veitingahúsanna eru úr þeim í flokki framleiðslu „prófessora" þjóðfélagsins, sem allur al- menningur hlýtur að fyrirlíta. V. G. að Sjálfstæðisflokkurinn hefir þrisvar sinnum brugðist Fram- sóknarmönnum í mikilsverð- ustu málum. Njáll taldi það óhappaverk aö vega þrem sinnum í sama knérunn. Eru nú ekki þau sann- ;indi að rætast áþreifanlega í :sambandi við stjórnmálaskipti Framsóknarflokksins og Sjálf- istæðisflokksins? — og raunar hinna flokkanna líka. — Þú seg- fi' máske að maður eigi jafnan að gleyma gömlum væringum. Það getur oft verið sjálfsagt. — En það getur líka verið nauð- synlegt að breyta stundum eftir annarri reglu, sem höfð er eftir nafnkunnum manni, að rnaður 'eigi ekki að gleyma mótgírðum. — Og einkum á slíkt við, þegar um afdrifarík þjóðmál er að tefla. Frh. á 3. síðu. SkordýraeitrLð D.D.T. Læknavísindum fleygði fram á stríðsárunum ekki síður en hverskonar tækni. Meðal ann- ars hefir það leitt til þess, að gamalkunnur og illræmdur morðvargur, sem á stríðsárun- um hefir löngum svipt fleiri hrausta menn fjöri en vopn- in sjálf, er nú yfirunninn að mestu. Sá óvinur er útbrota- taugaveikin. Það er að þakka efni nokkurru, sem að vísu hef- ir lengi verið kunnugt, en lítill gaumur gefinn. Árið 1874 gerði þýzkur efna- fræðingur, sem Zeidler hét, nýja efnablöndu, sem var auð- kennd D.D.T. Hann skrifaði fá- ein orð um blöndu sína, — þurr og strembin. Svo gleymdust þau bæði. En árið 1939 komst uppskrift Zeidlers 1 hendur manns nokkurs, sem hét Paul Muller, og vann í litaverk- smiðju 1 Bandaríkjunum. Mull- er tók eftir því að þetta efni hafði banvæn áhrif á mörg skordýr og því var athygli land- búnaðarráðuneytisins vakin á því. Yfirgripsmiklar rannsóknir voru gerðar og innan skamms var það framleitt í stórum stíl. Uppskriftinni var haldið leyndri og efnið var aðeins auðkennt með efnafræðislegri einkunn, dichloro — diphenyl — tri- chlorethane eða D.D.T. D.D.T. var fyrst notað í Norður-Afríku 1943 og aftur í Neapel, þar sem útbrotatauga- veikin vofði yfir herjum banda- manna. Milljónir manna voru lúsugar og lúsin ber taugaveik- ina. Þannig hafa lýsnar oft sigrað hina öflugustu heri. En nú var skipt um giftu og orðin þáttaskil í veraldarsögunni. Herinn var rækilega varinn með D.D.T. og drepsóttin stöðvuð. D.D.T. hefir líka reynzt vel í baráttunni við mýrakölduna eða malaríuna, sem löngum hefir verið skæð í Suðurlöndum og berst með flugum þeim er Moskitóur kallast, en hvorki þær sjálfar né lirfur þeirra þola efnið. Því var stráð á herinn sjálfan, tæki hans og flutning og strendur Kyrrahafsins, þar sem gengið var á land. D.D.T. er frábrugðið öllu öðru skordýraeitri að því leyti, að skordýrin þurfa ekki að éta það til þess að drepast. Það er talið, að þar sem því er sprautað á veggi, drepi það hverja flugu eða lús, sem kemur þar innan þrigi/ja mánaða. Menn gera sér miklar vonir um þýðingu D.D.T. fyrir land- búnaðinn. Með því á að vera hægt að verja skepnur fyrir flugum og lús. Og Ameríku- menn hafa reiknað út að í Bandaríkjunum eyðileggi ýms skordýrakvikindi fóðurvörur fyrir tvo miljarða dollara ár- lega. Nú gera þeir sér vonir um að bjarga megi þeim verðmæt- um að mestu með D.D.T. Margar spurningar vakna í hugum íslendinga þegar þeim berast fregnir af þessu nýja eitri. Óneitanlega er hér verk- efni fyrir atvinnudeild háskól- ans og rannsóknarstofnun. — Hentar D.D.T. í staðinn fyrir baðlyf á fé og annað búfé? Vitanlegt er að í Noregi er jkomið á markað eins konar bað- ilyf úr D.D.T. og er a. m. k.-notað \á stórgripi. Er hægt að nota þetta eitur • gegn kálflugu og birkiormi t. d.? Margir munu óttast að það drepi jafnt meinlaus og þarf- leg skordýr, sem þau er skaða valda, og erfitt sé að nota það svo, að það grandi ekki nema þeím, sem við viljum missa. Er hægt að nota D.D.T. til að hnekkja ormaveiki í fé, t. d. með því að drepa lirfur garna- ormanna og egg í stórum stíl eftir að fénu hefir verið gefið ormalyf? Þannig spyrja menn. Vísinda- menn okkar svara sjálfsagt. En hvað sem þessu líður öllu þá ætti nú að vera hægt að gera gangskör að því að aflúsa mannfólkið . og gera ísland lúsalaust land innan fárra mán- aða. Og það er út af fyrir sig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.