Tíminn - 04.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1947, Blaðsíða 3
181. MatS TlMIiVIV, langardaglim 4. okt. 1947 3 Geíið Frans Rotta. Skáld- saga eftir Piet Bakker. Vilhjálmur S. Vilhjálms- son íslenzkaði. Helgafell. Stærð: 313 bls. 17x13 sm. Verð: kr. 25.00 heft í pappakápu. Mér er sagt að þessi bók sé hin fyrsta af þremur um æsku Fransiskusar Vrijmoeths. Þetta eru eins konar dagbókarblöð. Bruis kennara frá því að Franz litli kemur í skólann til hans, vanræktur, tortrygginn og hrak- inn af götunni, og þangað tií hann bíður dóms eftir að hafa hent það slys í reiðikasti að verða valdur að dauða móður sinnar. Faðir Frans er drykkfelldur sjómaður. Fyrr á árum hafði hann lagt lag sitt um stundar- sakir við afgreiðslustiilku í fjöl- leikahúsi. Ári síðar sýndi hún honum barn, sem hún kvaðst eiga með honum. Svo álpuðust þau í hjónaband og börnin urðu fjögur, þó að maðurinn hefði enga rækt eða föðurlegar til- finningar nema til Frans. Svo endaði þeirra fjölskyldulíf með ósköpum. Ein persóna sögunnar líkir móður Frans við tík, sem vill éta hvolpa sína, og víst er lýsing hennar ljót og ónáttúr- leg, því að þar finnast fáar til- finningar, sem kalla mætti mannlegar, — hvað þá móður- legar. Hins vegar er maður hennar eðlilegt sýnishorn þeirra ógæfumanna, sem í léttúð og ábyrgðarleysi drykkjuslarks binda sér þær byrðar, sem þeim auðnast ekki að rísa undir. Sagan um Frans er merkilegt skáldrit. Lesandanum hlýnar við að kynnast góðu fólki, sem þar er lýst í baráttu við for- dæmingu og auðnuleysi skugga- aflanna í mannfélaginu. Van Loon unglingadómari, Muysken löggæzlumaður, Bruis kennari, Betje litla og fleiri eru glöggar og minnisstæðar persónur. Hinn tvísýni leikur alls þessa góða fólks við ógæfuöflin heldur hug- anum í eftirvæntingu og marg- ur mun fyrirgefa höfundinum, þó að hann hafi gengið á yztu þröm hins sennilega í lýsingu ónáttúrlegrar móður, því að hliðstæð viðureign um heill og hamingju hins vaxandi fólks er víða háð. Það er barátta upp á líf og dauða, — barátta, sem engum er óviðkomandi. Þeir, sem reyna að koma til hjálpar útburðum eyðilagðra heimila á berangri lífsins, eiga það skilið að út séu gefnar bæk- ur, sem glæða samúð og skiln- ing á starfi þeirra. Það eiga allir svo mikið í húfi að störf þeirra heppnist, — íslenzka þjóðin í heild þarf þess með. Skemmtilegra hefði verið að hafa frágang bókarinnar vand- aðri og ekki eins reyfaralegan. Hinn gamli Adam. Sögur eftir Þóri Bergsson. Bókfellsútgáfan. Stærð: 231 bls. 19x13 sm. Verð: kr. 33.00 innb. Þdjrir Bergsson hefir ulnnið sér sæti á hinum æðra bekk meðal þeirra, sem skrifa smá- sögur á íslandi. Hann kann flestum betur að segja þær og tekur oft laglega á sálfræðileg- um vandamálum og ílækjum. í þessari bók eru 12 smásögur, og bera allar einkenni kunn- áttumannsins. Þórir virðist fremur skrifa sögur sínar til skýringar á mannlegu eðli en 1 áróðursskyni. En þð kemur íram 1 þeim á glöggan hátt holl- bóka usta og rækt við þær einkunnir, sem fegra lífið. Ef til vill er svikinn hlekkur bezt gerða sagan í þessari bók, ógleymanlegt og átakanlegt dæmi um það hvernig ein gá- laus og léttúðug vanrækslusynd eyðileggur skyndilega allan árangur af fórnfúsum dáðum margra góðra manna. En það mun líka geta orðið mörgum til heppilegs skilningsauka á sál- arlífi sjálfs sín og annarra, að lesa um Freystein í Fjallskóg- um og fleira í þessari bók. Stundum finnst lesendanum, að Þórir Bergsson lýsi því, hvernig líf manna hafi sinn gang, án vilja þeirra, óviðráð- anlegur leikur örlaganna og eðlisins. Ég sé ekki að sögur hans séu neitt óraunsærri fyrir því, enda gleymir hann ekki viljalífi og persónuleika fólks- ins, þó að stundum komi fyrir lítið. Er það ekki eins og þegar horft er á mannlífið sjálft? Ýmsir myndu kjósa léttari og glaðværari blæ á sögum Þóris. Um það verður hver að hafa sinn smekk, en það er bæði feg- urð hamingja, list og sannleikur í þessum sögum, og það ætti að nægja hugsandi fólki. Gráúlfurinn eftir H. Armstrong. Ólafur Þ. Kristjánsson þýddi. Helgafell er að gefa út bóka- flokk, sem nefnist Listamanna- þing II. Bækurnar eru þó ekki samstæðar að öðru en útliti, en þær eru allar í sama broti og bundnar í smekklegt og sfioturt band. Þessar bækur eru ekki seldar einstakar, heldur flokk- urinn í heild, 10 bækur alls. Gráúlfurinn er ævisaga Múst- afa Kemals, sögð í ævisögustíl hinum nýja, þar sem lýst er náið hugsunum, sálarástandi og samtölum persónanna. Lesand- inn fær grun um að þetta sé nú e. t. v. ekki allt fyllilqgja sönnuð raunhæf sagnvísindi út í yztu æsar. En þessi frásöguháttur gerir söguna lifandi og skemmti- lega og þarf ekki að raska meg- insannindum hennar. Tveggja hluta vegna er vert að lesa Gráúlfinn, auk skemmt- unarinnar. Annað er stíllinn. Hann er með afbrigðum stutt- orður og gagnorður. Það er því sums staðar undra mikið efni í litlu máli. Þessi stíll er svo fágætur og sérstakur í íslenzk- um bókum, að rétt er að kynn- ast honum og mætti daglegt rit- mál yfirleitt sveigjast nær hon- um. Hitt er svo sjálft efni sögunn- ar, lýsingin á tápi, einbeitni og þrótti mannsins, sem brýzt til æðstu valda með þjóð sinni og bjargar sjálfstæði hennar og stjórnar endurreisn og fram- förurp í landinu. Sú saga sýnir algilt ágæti manndómslegra eiginleika, en jafnframt birtir hún muninn á einræði og lýð- ræði. Því að Mústafa Kemal var harðstjóri, sem virti engin mannréttindi og ruddi þeim miskunnarlaust til hliðar, sem hann var hræddur um að yrðu völdum sínum og stefnu hættu- legir, og hirti þá aldrei um lög eða rétt. Þannig er mikill fróðleikur um þjóðfélagsmál I þessari bók. Hún lýsir því hvernig glæsilegt framfaratímabil i sögu Tyrkja hófst og hvernig stofnað var til þeirrar nýsköpunar. Það er fróðlegt að bera stjórnarhætt- ina þar og valdabaráttuna sam- an við jjað, sem við þelykjum. Það mun gera lesendurna betri lýðræðismenn. H. Kr. Erich Kástner: Gestir í MikLagarði — í þetta sinn má það svo vera, sagði Jóhann há- tíðlega. — Nú skil ég, hvers vegna yður ofbauö aðbúðin að Eðvarði, sagði Hagedorn. Þeir Hagedorn og Tobler settust nú við borðið. — Þið hafið svei mér leikið ykkur að mér, sagði Hagedorn. Og hvað nuddlækningarnar snertir, ætti ég eiginlega að höfða skaöabótamál á hendur ykkur. En meðan ég man — ég keyti vindlakassa handa Jóhanni og tinbikar hancla þér, Eðvarð. Svo voruð þið farnir, þegar gjafirnar komu. Þeir Tobler og Jóhann brostu báðir og þökkuðu hugulsemina. Allt í einu var eins og Tobler myndi eftir einhverju. Hann sneri sér að Jóhanni og spurði: — Hefir Tidemann framkvæmdastjóri hring. | — Ekki enn, herra leyndarráö, svaraði Jóhann. | — Ég ætla nefnilega að kaupa Miklagarð, sagði Tobler við Hagedorn. Ég hefi hugsað mér að veita tveimur mönnur þar burtfararleyfi. Ilagedorn virtist hugsi. — Mér finnst ekki rétt af þér að hefna þln á þeim, þó að þeir séu slæmir, sagði hann svo. Þeir eru aðeins starfsmenn annarra. Þeir gera aðeins það, sem þeir álíta, að eigendurnir vilji, að gert sé. Auk þess gekk það brjálæði næst að koma þangað svona förumanns- \ lega til farc». — Er þetta rétt, Jóhann? spurði Tobler. — Hér um bil, svaraði Jóhann. Mér finnst samt orðið brjálæði of kröftugt. Þeir Tobler og Hagedorn hlógu báðir. Nú kom frú Hagedorn inn. — Það er gott að vera, þar sem mönnum er glatt í geði, sagði hún. — Nú veit ég það allt, bætti hún við og sneri sér að syni sínum. Ungfrú Tobler hefir sagt mér alla söguna. Hún var orðin dauðhrædd um þig. Það var hennar sök, að þeir héldu, að þú værir miljóna- mæringur. — Mjög heillandi stúlka, herra leyndarráð. — Ég heiti Tobler, svaraöi hann. Eða á*ég ef til vill að kalla yöur náðuga frú? — Mjög heillandi stúlka, herra Tobler, endurtók gamla konan. Og þið bæði trúlofuð, Fritz! — Ég sting upp á því, að brúðkaupum okkar verði slegið saman, sagði Hagedorn. — Það ætti að verða auðvelt, sagði Tobler brosandi. Frú I-Iagedorn klappaði allt í einu saman lóíunum. Hagedom hélt fyrst, að hún væri að fagna þessari nýju ákvörðun um sameiginlegt brúðkaup. En svo opnuðust dyrnar. Inn kom ung stúlka og roskin kona á eftir henni. Hagedorn rak upp lágt óp. Svo spratt hann á fætur svo snögglega, að stóllinn valt um koll, og hljóp með útbreiddan faðminn á móti stúlkunni. — Loks, hvíslaði hann, þegar hann hafði faðmað hana og kysst. — Áíitin mín, sagði Hildur. Ertu reiður við mig? Hann þrýsti henni enn fastar að sér. — Ætlið þér að nísta unnustu yðar sundur, spurði hin konan. Þér þurfið ekki að óttast, að neinn hrifsi hana úr fangrnu á yður. Hann leit við. — Frú Kunkel? sagði hann. Eruð þér komin hingað lika. Eðvarð hefir þá boðið yður líka. Stúlkan horfði brosandi á hann. — Manstu ekki, hvað ég sagðist heita? spurði hún? — Jú — auðvitað. Þú sagðist heita Schulze. — Það er ekki rétt, svaraði hún. Ég sagðist bera sama ættarnafn og Eðvarð vinur þinn. — Jæja, þá það. En hann hét nú Schulze. — Og hvað heitir hann nú? Hagedorn leit á Tobler. Loks fór hann að óra fyrir sannleikanum. — Ert þú dóttir hans? Drottinn minn dýri! Stúlkan kinkaði aðeins kolli. — Og hver er þá frú Kunkel? spurði hann. — Ég á nú að heita ráðskona hérna á heimilinu, svaraði hún mynduglega. — Það hefir þá enginn verið það, sem hann þóttist vera, sagði Hagedorn undrandi. — Mundu nú samt eftir auglýsingauppköstunum þínum, drengur minn, sagði frú Hagedorn allt í einu. Ég vil ekki, að þau týnist. — Þau eru á skrifborðinu hans, sem á að verða, svaraði Tot>er. Hann sleppur nefnilega ekki frá þvl, að stjórna auglýsingadeildinni. Og svo verður einhver að taka við af mér, þegar ég sézt í helgan stein. — Varlega, pabbi, sagði Hildur. Ef Fritz á að kvænast fyrirtækinu, geng ég í klaustur. Og þá væri gaman að sjá, hvað yrði úr ykkur. — Mér verður nú fyrst hugsað til barnabarnanna, sagði frú Hagedorn hugsandi. — Hann fær að eiga kvöldin sjálfur, svaraði Tobler. Ungur og hraustur maður getur eitthvað haft fyrir stafni á kvöldin, þó að hann vinni á daginn. Svo að það ætti ekki að vera neinu að kvíða, kæra frú. Þau borðuðu nautakjöt og englatitur. Á eftir matnum var drukkið kaffi og konjakk. Þau voru að byrja að Sparnaður er svariS gegn verðbólgu og slýrtíð. Verzlið við kaupfélögin og sparið þannig fé yðar. amband ísl. samvinnufélaga 4S4SS*Í44444$S4Í44444444S444«4Í4$44*«$Í444444$54S4S4$««4$44>54 Dráttarvextir I þessari viku og fram á þriðjudaginn 7. þ. m., eru síðustu forvöð fyrir skattgreiðendur í Reykja- vík til að greiða gjöld sín í ár án dráttarvaxta. Á það, sem þá verður ógreitt falla dráttarvextir frá gjalddaga. Tollstjóraskrifstofan Hafnarstræti 5. IVil kaupa | björgunarbát { með öllum útbúnaði til utanlandssiglinga. Báturinn sé minnst fyrir 16 menn. Skipaútgerð ríkisins. Svo mun fara fyrir fleirum Bókaútgáfan Norðri er ekki síður þekkt og vinsæl fyrir hin- ar skemmtilegu og góðu ungl- ingabækur sínar, en aðrar Noröra-bækur. Fyrir nokkrum árum síðan byrjaði Norðri út- gáfu á Beverly Gray-bókunum, sem hlotið hafa óhemju vin- sældir ungra stúlkna, og nokkru síðar hófst útgáfa á bókaflokki fyrir drengi, sá flokkur hlaut nafnið Benni. Þá hefir Norðri hafið útgáfu á Óskabókunum, sem aðallega eru ætlaðar yngri lesendunum, jafnt drengjum sem stúlkum. Allir þessir bóka- flokkar eiga það sameiginlegt, að þeir hafa unnið hylli ungl- inganna, og eru auk þess eft- irsóttur skemmtilestur fullorð- inna, kvenna sem karla, og eru þá bækur vel valdar þegar svo vel tekst val þeirra. Af Benna-bókunum hafa komið út þrjár bækur, er nefn- ast: Benni í leyniþjónustu, Benni í frumskógum Ameríku, Benni á perluveiðum. En fleiri Benna-bækur eru væntanlegar á næstunni. — Einn aðdáandi Benna, ónafngreind stúlka, hefir nýskeð sent forlaginu eftirfarandi ljóð: Norðri þiggðu þökk frá mér, þú átt góða penna, en kærstar þakkir kann ég þér fyrir Kalla, Áka og Benna. Ekki litlu ausa má úr ævintýra brunni. Mér leiddist ekki að lesa um þá I leyniþjónustunni. Enn var flogið upp í loft — ekkl að spyrja að sllku, slapp frá bráðum bana oft Benni í Ameríku. Oft mín sála um það bað yfir fjöll og heiðar: Ó, bara ég mætti bruna af stað með Benna á perluveiðar. Ég er engin Jessabel ég er úrval kvenna. Góði Norðri, gerðu vel og gefðu mér fleiri Benna. Ljóðabréfið endar á snjallri ástarvísu til Benna, og má mik- ið vera ef þeir Kalli og Áki gerast nú ekki afbrýðissamir: Arma báls en ekki táls um þinn háls ég spenni, hrind mér ei, þá ein ég dey, elskulegi Benni. Norðri hefir beðið blaðið að geta þess, að óskað væri eftir að skáldkonan gæfi sig fram, svo hægt væri að senda henni Benna-bækurnar áritaðar með þakklæti fyrir ljóðið. Búóings du|t Ronmt VanUle Sítrónn Appelsftn SékknlsSi KRON Skólavörðustíg 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.