Tíminn - 07.10.1947, Blaðsíða 1
ÞÓRAJMKW ÞÓRARTNBSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN
Símar 23H Of 4S7S
FRENT8MIÐJAN EÐDA bX
¦UtWBðai. Titfntnrofftn ff I
Staaar 3363 os «W
AK3MOMBUA, INNKEIMTA
OG ATKKiÝBTNGABKRIFSTOFA:
iHJJ-nJHÚm. Usidargöta »A
31. árg.
Reykjavík, þriojudaginn 7. ©kt. 1947
182. nlad'
ERLENT YFIRLIT:
Stjórn Knud Kristensens fallin
Kosningar fara fram í Danmörku 28. okt.
Það er nú ákveðið, að þingkosningar fari fram í Danmörku 28.
þ m. Radikali flokkurinn bar fram vantrauststillögu gegn stjórn-
inni um mánaðamótin og var hún samþykkt með atkvæðum þeirra,
jafnaðarmanna og kommúnista, en vinstri menn og íhaldsmenn
greiddu atkvæði á móti. Stjórnin lagði þá þegar lausnarbeiðni sína
fyrir Friðrik konung og gerði það einnig að tillögu sinni, að kosn-
mgar færu fram í mánaðarlokin. Konungurinn fellst á þá tillögu
og fól stjórninni að fara með völd fram yfir kosningar..
Um það leyti, sem kosning-
arnar fara fram, verða tvö ár
liðin síðan stjórn Knud Krist-
ensen komst til valda. Úrslit
þingkosninga, sem fóru fram í
Danmörku haustið 1945, urðu
þau, að jafnaðarmenn unnu á.
íhaldsmenn og radikalir töpuðu
nokkru fylgi. Eftir kosningarnar
sneri konungurinn sér fyrst til
jafnaðarmanna, sem enn voru
stærsti flokkur landsins, og fól
þeim stjórnarmyndun. Þeir
færðust undan því vegna kosn-
ingaósigursins og kom þá röðin
að vinstri mönnum, sem voru
næst stærsti flokkurinn. For-
maður þeirra, Knud Kristensen
bóndi, tókst á hendur að mynda
stjórn og reyndi fyrst að mynda
samsteypustjórn með radiköl-
um og íhaldsmönnum. Þeir
flokkar báðir skoruðust undan
stjórnarþáttöku, en hétu
hreinni flokksstjórn Knud
Kristensen hlutleysi. Niðurstað-
an varð því sú, að Kristensen
myndaði hreina flokksstjórn.
Þegar stjórn Kristensen kom
til valda, var því spáð af mörg-
um, að hún myndi eiga sér
skamman aldur, þar sern^ hún
væri minnihlutas1#)rn. Ýmsir
töldu hana einnig ólýðræðislega
af sömu ástæðum. Spádómurinn
um skammlífi stjórnarinnar
hefir ekki ræzt og starf stjórn-
arinnar hefir breytt áliti
margra á því, að minnihluta-
stjórnir séu ólýðræðislegar.
Vegna þess, að stjórnin hefir
verið í minnihluta, hefir hún
orðið að leita samkomulags við
hina flokkana og öll meirihátt-
ar lög, sem hafa verið afgreidd
i stjórnartíð hennar, hafa hlotið
samþykki allra helztu lýðræðis-
flokkanna eða vinstri manna,
radikala, jafnaðarmanna og
Koma enskir f erðamenn til skíöaiökana hér í vetur?
NÝI GOÐAFOSS HLEYPVR AF STOKKVNVM
ERLENDAR FRÉTTIR
Tilkynnt hefir verið í Belgrad,
höfuðborg Júgóslavíu, að komið
hafi verið á fót sambandi
kommúnistaflokka i níu lönd-
um, en síðar verði fleiri komm-
únistaflokkum boðin þátttaka.
Meðal þátttakendanna eru
kommúnistaflokkar ítalíu og
Frakklands. Bækistöð banda-
lagsins verður fyrst um sinn í
Belgrad. Bandalagið mun telja
það eitt helzta hlutverk sitt að
vinna gegn „yfirgangi Banda-
ríkjanna", eins og það er orðað.
Truman forseti og fleiri á-
hrifamenn Bandaríkjanna fluttu
útvarpsávörp á sunnudags-
kvöldið, þar sem skorað var á
Ðandaríkjamenn að fara spar-
lega með matvæli, svo að hægt
væri að veita bágstöddum þjóð-
um meiri aðstoð. Hafði Truman
við orð, að annars yrði að grípa
til skömmtunarráðstafana.
f Saarhéraði fóru fram á
sunnudaginn þingkosningar og
atkvæðagreiðsla um fjárhags-
lega sameiningu Saár og Frakk-
lands. Um 90% kjósenda tóku
þátt í kosningunum. Samein-
ingin við Frakkland var sam-
þykkt með miklum meiri hluta
atkvæða. Úrslit þingkosning-
anna urðu þau, að katólski
flokkurinn fékk 28 þingsæti,
ijafnaðarmenn 17, kommúnistar
4 og liberalir 3.
íhaldsmanna Löggjafarstarfsemi
stjórnarinnar hefir því verið
reist á breiðara grundvelli og
andstaðan gegn henni orðið
minni en reyndin myndi hafa
orðið, ef um hefði verið að ræða
meirihlutastjórn, sem ekkl hefði
stuðst við þeim mun öflugri
meirihluta. En þetta hefir kost-
að vinstri menn að víkja í
mörgum efnum frá ýmsum
flokkskenningum sínum en þeir
hafa framar öðrum aðalflokk-
um Danmerkur haldið uppi
merki liberalismans og því bar-
izt gegn höftum og þvingun-
um. Stjórn þeirra hefir bæði
af nauðsyn og samningsástæð-
um orðið að ganga lengra á
þeiri braut en flestir eða allir
fyrirrennarar hennar síðan lýð-
ræðið komst á í Danmörku.. Hún
hefir einnig orðið að gangast
fyrir róttækari skattalöggjöf en
áður hefir þekkst þar.
Danir eiga nú við ýmsa fjár-
hagslega erfiðleika og gjaldeyr-
isskort að búa og því hefði mátt
ætla, að fjárhagsmálin hefðu
orðið stjórninni að falli. Sú er
þó ekki raunin. Vegna þeirra
mála hefði stjórnin getað setið
áfram, enda hefir henni farizt
stjórn þeirra mála sæmilega og
fjármálaráðherrann, Thorkild
Kristensen, hefir unnið sér
verulegt álit. Að vísu hefir orðið
veruleg eyðsla á erlendum
gjaldeyri og hafa bæði jafnað-
armenn og kommúnistar gagn-
rýnt það harðlega. Stjórnin hef-
ir svarað þessum ádeilum jafn-
aðarmanna með því að benda á,
að tiltölulega meiri gjaldeyris-
eyðsla hafi orðið í Noregi og
Sviþjóð, þar sem jafnaðarmenn
hafi völdin.
Það er Suður-Slésvíkurmálið,
sem hefir orðið stjórninni að
falli. Bæði radikalir og jafnað-
armenn halda fram þeirri
stefnu, að landamæri Danmerk-
ur og Þýzkalands eigi að vera
óbreytt. Knud Kristensen hefir
hins vegar gerzt talsmaður
þeirrar stefnu, að íbúar Suður-
Slesvíkur eigi að skera úr því
innan tiltekins tíma, hvort þeir
vilji tilheyra Danmörku eða
Þýzkalandi. Dönsk þjóðernis-
hreyfing hefir mjög eflzt í
Suður-Slesvík eftir styrjöldina,
en margir telja það aðeins
stundarfyrirbrigði. Endur-
heimtun Suður-Slesvíkur á hins
vegar allmikinn hljómgrunn
hjá stórum hluta dönsku þjóð-
arinnar og Suður-Slesvíkurmál-
ið hefir því meira og meira orðið
mál málanna í Danmörku sein-
ustu mánuðina. Sérstaklega
hefir forsætisráðherrann látið
mikið til sín taka og hlotið bæði
fylgi flokks síns og íhaldsflokks-
ins. Radikaljr hafa því ekki tal-
ið sér fært lengur að veita hon-
um hollustu sína og báru því
fram vantrauststillögu þá, sem
áður greinir. Þeir tóku skýrt
fram, að vantraustið beindist
gegn forsætisráðherranum ein-
um, vegna SuðurrSlesvíkur-
áróðurs^ hans, en ekki gegn
stjórninni né stefnu hennar að
öðru leyti. Vinstri menn tóku
þetta ekki til greina, heldur
fylktu sér um forsætisráðherr-
ann, og voru kosningar því ekki
umflúnar.
Rétt er að geta \>ess, að fyrr í
(Framhald a 4. sUSu)
*Gjaldeyrisskömmtiinin í Bretlandi nær ekki
til feroamanna, sein fara til íslands og
Fœreyja
Eins og sakir standa, eru miklar líkur til þess, að brezkir
ferðamenn og vetrariþróttamenn hafi mikinn hug á að koma
hingað til lands í stórum stil á komandi vetri og stunda hér
vetraríþróttir. Hafa brezk blöð hreyft þessu máli, en ennþá hefir
Iítið verið gert af íslendinga hálfu til að beina þessum ferða-
mannastraum hingað.
Mynd þessi var tekin, þegar nýi Goðafoss hljóp af stokkunum. Myndin
birtist í danska blaðinu „Köbenhavn" 3. þ. m.
Hatíðleg athöf n, þegar nýja Goða-
fossi var hleypt af stokkunum
Skipið verður fulllmið eftir fjjóra mánuði
Dagurinn í dag er merkisdagur í sögu Eimskipafélags fslands.
Klukkan 18,30 hljóp nýi Goðafoss af stokkunum, og ef allt gengur
eftir áætlun verður skipið tilbúið fullgert eftir fjóra mánuði.
Kaupmannahöfn 2/10.
Að viðstöddum tæplega 50
boðsgestum skírði kona Guð-
mundar Vilhjálmssonar fram-
kvæmdarstjóra nýja Goðafoss í
dag.
Gestirnir söfnuðust saman á
palli, sem var smekklega skreytt
ur íslenzkum og dönskum lit-
um, við stafn skipsins.
Meðal boðsgesta voru Jón
Krabbe fyrrv. sendifulltrúi, Jab-
ob Möller sendiherra, Magnús
Sigurðsson landsbankastjóri,
Vilhjálmur Þór farmkv.stj., Óli
Vilhjálmsson framkv.stj., Guð-
mundur Vilhjálmsson framkv.-
stj. með frú, Jón Guðbrandsson
framkv.stj. með frú, Halfdan
Hendriksen fyrrv. ráðherra með
frú, C. A. Möller framkv.stj. o.
m. fl.
Burmeister og Wain's, sem
byggir Goðafoss, hafði boðið til
veizlu og stýrði C. A. Möller,
einn af framkvæmdarstjórum
fyrirtækisins henni.
Er f ramkvæmdarstj. haf ði
boðið boðsgesti velkomna skírði
frú Kristín Vilhjálmsson skipið
með þessum orðum:
Ég skíri þig Goðafoss. Guð og
gæfan fylgi þér, hvar sem leið
þín liggur um höfin. Megir þú
ávallt skila skipshöfn, farþeg-
um og farmi heilum í höfn.
Er frúin hafði mælt þessi orð,
slöngvaði hún kampavínsflösk-
unni, sem var vafin í ísl. litum
Danir ætla að láta
taka hér kvikmyndir
Drottningin kom hingað á
sunnudagskvöldið með um 100
farþega. Meðal farþega var
Svend Herlöv blaðamaður, sem
fer á vegum Skandinavisk Film,
en félagið hefir í hyggju að taka
kvikmynd á íslandi^ Svend
Herlöv mun dvelja á íslandi í
vetur og m. a. fara til Heklu, til
þess að athuga möguleika á að
filma (eldfjallið) gömlu kon-
una.
inn í hlið skipsins, þar sem hún
fór í þúsund mola. Um leið rann
Goðafoss hægt og tígulega nið-
ur í sjó, en boðsgestir árnuðu
skipinu allra heilla með þre-
földu húrra.
Nýi Goðafoss er 2580 smálest-
ir og er aðallega farmskip. Far-
þegafarrýmið rúmar 12 farþega
og eru allir klefarnir tveggja
manna klefar.
Að skírnarathöfninni lokinni,
bauð Burmeister og Wain's boðs-
gestum til veizlu á D' Angle-
terre, einu fínasta veitinga- og
gistihúsi Kaupmannahafnar. —
Undir borðum hélt C. A. Möller
framkvæmdarstjóri aðalræðuna.
Rakti hann í stórum dráttum
viSskiptasögu B. og W. og Eim-
skipafélagsins, sem hann kvað
báða aðila hafa verið mjög á-
nægða með. Sérstaklega minnt-
ist C. A. Möller Nielsens heit-
ins, fyrsta framkvæmdarstjóra
Eimskipafélagsins, sem hann
kvað hafa unnið Eimskipafé-
laginu mikið gagn með dugnaði
sínum og samningslipurð. C. A.
Möller kvað afhendingu ísl.
skipanna hafa dregist og á þann
hátt hefði B. og W. svikið, en
smíði skipsins væri ekki svik-
in, hún væri eins og Eimskipa-
félagið hefði óskað, fyrsta
flokks. C. A. Möller lagði á-
herzlu á, að Eimskipafélagið
hefði r hnýtt ný vináttubönd
milli íslendinga og Dana með
því að fela B. og W. smíði þriggja
skipa, við kunnum vel að meta
þetta vináttumerki sagði fram-
kvæmdarstjórinn að lokum.
G. Dithmer framkvæmdar-
stjóri mælti fyrir minni frú Vil-
hjálmsson og færði henni brjóst
nælu að gjöf frá B. og W.
Guðmundur Vilhjálmsson
framkv.stj. þakkaði fyrir hönd
Eimskipafélagsins B. og W. vel
og samvizkusamlega unnið starf
og lýsti ánægju sinni yfir sam-
starfi Eimskipafélagsins og B.
og W.
Jón Guðbrandsson forstjóri
Eimskipafélagsins í Kaup-
mannahöfn færði B. og W.
þakkir Eimskipafélagsins og frú
Vilhjálmsson þakkir stjórnar E.
í. fyrir að vera guðmóðir skips-
Eins og kunnugt er, eiga Bret-
ar við mikla fjárhagsörðugleika
að stríða um þessar mundir og
hafa þeir orðið að skera niður
öll viðskipti sín við lönd á hinu
svokallaða dollarasvæði. Eitt at-
riði ráðstafananna, sem gerðar
hafa verið í þessu skyni, er að
banna þeim, sem fara til út-
landa í skemmtiferðalög að
hafa með sér meira en fimm
strelingspund til greiðslu á
ferða- og dvalarkostnaði.
Bretar eru hins vegar meðal
þeirra þjóða, sem mest ferðast,
enda hefir mestur hluti þeirra
ferðamanna, sem til Sviss kem-
ur jafnan verið Bretar. Mun
láta nærri að þrír af hverjum
fjórum ferðamönnum, sem
þangað koma séu Bretar. Sama
er að segja með Noreg, mestur
hluti þeirra ferðamanna, sem
þangað sækir eru Bretar.
Nú eru Sviss og Noregur með-
al þeirra landa, sem Bretar
banna ferðalög til. Hvað Sviss-
lendingar llta alvarlegum aug-
um á þetta bann, sést bezt á
því, að þeir hafa boðið Bretum
10 milljón sterl.pd. lán, ef það
verði upphafið. Aannars munu
nokkur þúsund manns þar í
landi missa vinnu sína í vetur,
en það er fólk, sem starfar við
fjallahótelin, þar sem vetrar-
íþróttamennirnir hafast við.
ísland hefir mörg þau sömu
skilyrði til vetraríþrótta og
Sviss og Noregur. Á norðurlandi
er talsverður hótelakostur fyrir
hendi til að taka á móti útlend-
ingum yfir vetrartímann. Eink-
um á Akureyri og Siglufirði.
Frá þessum stöðum er venjulega
stutt að komast í snjóinn og
auk þess mikil náttúrufegurð.
Þá má einnig gera ráð fyrir, að
skíðaskálar gætu tekið á móti
útlendingum, þar sem þeir eru
fæstir notaðir nema rétt um
helgar.
Hér er ekki eftir svo litlu að
sækjast. Ef brezkir ferðamenn
færu að venja komur sínar
hingað til lands, þótt ekki væri
nema til að stunda vetraríþrótt-
ir, ynnist við það mikill gjald-
eyrir. Ef hægt væri að fá brezka
ferðamenn til að koma hingað
í vetur, svo nokkru næmi, er
ekki ólíklegt að ferðamanna-
straumur þessi héldi áfram
hingað og myndi heldur aukast
en minnka við kynni ferða-
manna af landinu.
Blaðinu er kunnugt um að
Ferðaskrifstofa ríkisins hefir
þegar hafið undirbúning að
samstarfi við brezkar ferða-
skrifstofur um að beina ferða-
mönnúm hingað til lands til að
stunda vetraríþróttir. —
Brezk blöð munu nokkuð vera
byrjuð að ræða möguleika fyrir
vetrarferðalögum hingað til
lands. — Bendir Manchester
Guardian á það í grein um þetta
mál, sem nýlega birtist í blað-
inu, að fsland og Færeyjar séu
undanþegin banni brezku stjórn
arinnar um ferðalög til útlanda.
Ræðir blaðið einnig nokkuð um
það, hvað ísland hafi upp á
að bjóða í þessum efnum og
segir að hér séu góðar brekkur
til skíðaferða. Hins vegar gætir
nokkurs misskilnings í frásögn
blaðsins um landið að öðru leyti
og verðlag hér, sem talið er
hærra en það raunverulega er.
Sannleikurinn er sá, að hótel-
kostnaður hér á landi þyrfti
ekki að vera mun hærri fyrir
ferðamennina, en hann tíðkast
heima hjá þeim í Bretlandi. —
Sérstaklega, ef hótelin norðan-
lands sæu sér fært að bjóða
upp á betri kjör yfir vetrartím-
ann en um sumarið, ef það
mætti verða til að greiða "fyrir
þessum ferðalögum.
Verðlagsbrot
Nýlega hefir veitingaskálinn
í Tívolí verið sektaður um kr.
30010.00 fyrir of háitt verð á
veitingum.
ins, færði Jón frúnni armband
að gjöf frá stjórninni.
Frú Vilhjálmsson þakkaði
gjafirnar og árnaði félaginu
allra heilla.
Hlutafélagið Burmeister og
Wain's er eitt af stærstu fyrir-
tækjum Dana. Þar starfa nú
alls 4500 verkamenn og 1000
fastir starfsmenn.
Carstensen, einn af fram-
kvæmdarstjórum fyrirtækisins,
sagði mér, að eins og stæði
vantaði B. og W. 2—3000 yerka-
menn en þeir væru ófáanlegir.
Meðan boðsgestirnir voru á
leiðinni út á Refskaleöen, þar
(Framhald á 4. siðu)
Bækur Jóns Björnsson-
ar á sænsku
Jón Björnsson rithöfundur er
nýkominn heim, eftir stutta
dvöl í Svíþjóð og Kaupmanna-
höfn. Bækur hans Bjærgenes
Hemmelighed og Kongens Ven
koma báðar í sænskri þýðingu.
Barnabókin Bjærgenes Hemme-
lighed, Leyndardómur fjall-
anna — nýtur mikilla vinsælda
í Danmörku og sögulega skáld-
sagan, Kongens Ven, Vinur
konungsins, seldist svo að segja
upp í Danmörku á örstuttum
tíma.
Nýr lögfræðingur
Jóhannes Elíasson hefir ný-
lega lokið lögfræðiprófi við Há-
skóla íslands. Hann hlaut 1.
einkunn, 186 stig.
1*^-+*~>^*~>~**i**>***~*+*^**-^>****
Skemmtun Fram-
sóknarmanna
Á Framsóknarvistinni næstk.
f östudagskvöld, sem haldin verð-
ur í Mjyílkurstöðinni, flytur
Bjarni Asgeirsson ráðherra
ræðu.
Framsóknarfólki utan af landi,
sem statt er hér í bænum, er
bent á, að til þess að það eigi
víst að fá aðgang að þessum
fagnaði, þarf það að tryggja
sér miða hið fyrsta, þar er eft-
irspurnin eftir þeim er inikil.
Munið að skemmtunin hefst
kl. 8,30 stundvíslega.
í r*~-^~-~°^*-~^*m*