Tíminn - 08.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.10.1947, Blaðsíða 1
ÞÖRARBtH »ÓBAIUH8»OI« tmjSSPAWCI: PBAMSÓKNABFLOKBnXRINW Sisnaí SðtS c% ms PRHíJTSMmjAÍÍ EÐÐA UJI. 31. árg. EDDtmÓSI. L*na<Mg90a » A ssms ms 08 mz APORBIÐeULA, INNKEIMTA | OQ AUCK.ÝSINaASKS.TÍ’ST'OPA: \ EDDUHÚSI, LtedappStii 9 A { Reykjavík, miðvikudagiun 8. okt. 1947 183. blað ERLENT YFIRLIT: Fallin frelsishetja ,,Þanu Petkov, sem mun lifa áfram í hugum búlgarskra bænda, getur Dimitrof aldrei _ hengt“ Þann 23. september síðastliðinn var framiff í Búlgaríu eitt mesta réttarmorff, sem veraldarsagan greinir frá, þegar bænda- leifftoginn Nicola Petkov var tekinn af lífi. Undantekningarlaust liafa öll frjáls blöff í heiminum fordæmt þennan atburff. Affeins þau blöff, sem eru í þjónustu valdhafanna í Moskvu, reyndu aff verja þennan óhugnanlega glæp, en hafa þó ekki treyst sér til annars en aff gera þaff lítiff áberandi. Skógræktin ráðstafaði 150 þús. birkiplöntum í vor *Hákou Bjarnason skógræktarstjóri segir PIiVG SAMEINUÐU ÞJÓÐAMAA SETT |. fréttir af skógræktarstarfseminni ÍJppruni Petkovs. Það er sameiginlegt álit, þeirra, sem bezt hafa kynnt sér þetta mál og dæma það hlut- drægnislaust, að hér hafi sak- laus maður verið myrtur fyrir þáð eitt að tala máli frelsisins og lýðræðisins;. Nicola Petkov mun í framtíðinni talinn í fremstu röð þeirra, sem fallið háfa í þjónustu frelsisins. Nicola Petkov var 55 ára að aldri, þegar hann var líflátinn. :Faðir hans og frændur höfðu verið.í fremstu röð þeirra. sem tarizji höfðu fyrir lýðræði og frelsi í Búlgaríu. Faðir hans barðist sem sjálfboðaliði í her Rússa gegn Tyrkjum 1878. Hann komst síðar til æðstu valda og yárð forsætisráðherra. Hann var þá jafnan í andstöðu við hina þýzks nnuðu va’dhafa í Búlg- aríu og mun andstaða hans gegn hinum þýzku áhrifum hafa orð- ið orsök þess, að hann var laun- myrtur. Eldri sonur hans tók upp merki hans og hélt áfram andstöðunni gegn Þjóðverjum. Sú afstaða hans leiddi til þess, áð hann var dæmdur til dauða 1914 fyrir samvinnu við Banda- menn, en honum tókst að sleppt undan fullnægingu dómsins. Eftir heimsstyrjöldina fyrri, varð hann foringi bændaflokks- ins í Búlgaríu, en féll eins og faðir hans fyrir morðingja- hendi. Tuttugu sinnum fangelsaffur, Nicoia Petkov kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en nokkru eftir, að bróðir hans var myrtur. Hann gerðlst þá foringi vinstra arms bændaflokksins. Hann átti þá jafnan I deilum við hina þýzksinnuðu og afturhaldssömu ■yaldhafa landsins og var ekki Sjaldnar en frúttugu sinnum séttur í fangelsi. Árið 1940 var hann settur í illræmdustu fangabúðir Búlgaríu, en tókst að sleppa þaðan ári síðar. Hann átti þá einn meginþáttinn í i stofnun föðurlandsfylkmgar- innar, sem var skipuð vinstri mönnum og kommúnistum og i barðist gegn hinni þýzks!nnuðu ! stjórn landsins. Þegar ný stjórn j var mynduð í Búlgaríu haustið j 1944 eftir að Þjóðverjar höfðu | verið hraktir burtu, varð Petkov varaforsætisráðherra. 1 | Gat ekki átt samleiff meff kommúnistum. j Fljótlegg skildu þó leiðir Petkovs og kommúnista, því að j hann taldi þá of fylgispaka Rússum og vinna gegn því, að lýðræði yrði komið á. Petkov fór úr stjórninni og flokkur hans, bændaflokkurinn, fór í stj órnarandstöðu. í kosningun- um 1945 fékk bændaflokkurinn 1.3 milj. atkvæða, en ekki nema 24 þingsæti. Hlutlausir frétta- ritarar töldu, að bændaflokkur- inn myndi hafa fengið hreinan meirhluta, ef kommúnistar hefðu ekki beitt hvers konar of- ríki og ofbeldi við undirbúning og framkvæmd kosninganna. Eftir kosning/rnar hélt Pet- kov uppi mjög ákveðinni stjórn- arandstöðu og var fljótt ljóst, að kommúnistar þoldu hana mjög illa, þótt þeir hefðu hægt um sig meðan ekki var gengið frá friðarsamningunum. Á síð- astl. vetri, fóru þeir að þrengja mjög kost stjónarandstæðinga og m. a. var einn af samstarfs- mönnum Petkovs, Koev, fangels- aður. Petkov flutti þá mjög skarpa og skörulega ræðu í þinginu, þar sem hann gagn- rýndi fangelsun Koev harðlega. Nokkru síðar var Petkov hand- tekinn og ákærður fyrir bylt- ngarstarfsemi gegn stjórninni. Eftir mjög einhliða réttarhöld, þar sem allir dómararnir og á- kærendurnir voru kommúnistar, var hann dæmdur til dauða og skyldi dómnum fullnægt með hengingu. Bæði stjórnir Bret- lands og Bandaríkjanna gei’ðu sitt ítrasta til þess, að mál Pet- (FramKald d <. siðuj Skógrækt ríkisins mun aldrei hafa úthlutaff jafnmörgum plöntum til gróffursetningar víðsvegar á landinu og á síffastliffnu vori, samkvæmt því, er Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hefir skýrt blaðinu frá. Færeyskir bændur óánægöir með verðlag á búnaðarafurðum Allharðar deilur hafa orðið í Færeyjum í haust út af verðlagi á búnaðarafurður. Þykir bænd- úm þar í landi sem þeir hafi verið harðræði beittir af hinu opinbera verðlagsráði, og gerir verðlagsnefnd búnaðarsamtaka Færeyinga harðá hríð að þeim- sem verðlaginu skipa, um þessar mundir Verðlag var á landbúnaðar- afurðum i Færeyjum ákveðið í marzmánuði 1943 og skyldi það vera hið sama og verið hafði 1. október 1942. Siðar var verðið enn fært niður. Verð á ærkjöti er nú til dæmis ákveðið færey- iskar krónur 2,10 hvert kíló- gramm, en verð á lambakjöti kr. 2,80. Verðlagsnefnd búnaðarsam- takanna hefir reiknað það út, ,áð verðlagið þyrfti að hækka um 50%, ef færeyskir bændur eiga að fá svipað verð fyrir af- urðir sínar og verkamenn fá fyrir vinnu sína. Telja þeir, að þeir ættu að fá að minnsta kosti 90 au,ra fyrir mjólkurlítra'nn. Þá bera bændur verðlagsráðinu það á brýn, að það hafi lagt kartöflurækt Færeyinga í rústir með verðlagsákvæðum sínum og sé á góðum vegi með að lama sauðfjárræktina og mjólk- urframleiðsluna. En verðlagsráðið hefir engan bilbug látið á sér finna. í bréfi, er það ritaði búnaðarsamtökun- um upp úr miðjum september- mánuði, er öllum þessum kröf- um hafnaðj. Búnaðarsamtökín hafa hins vegar skotið þessari synjun verðlagsráðsins undir dóm landsnefndarinnar, er fer með völd í Færeyjum. Mynd þessi var tekin, þegar Barsilíumaðurinn Oswald Aranha setti þing sameinuðu þjóðanna í fyrra mánuði. Aranha var kosinn forseti á auka- þingi sameinuðu þjóðanna í vor og bar honum sem fráfarandi forseta að setja þingið nú. Hann var endurkosinn forseti á þinginu nú. — ísafoldarprentsmiðja gefur út um 50 bækur á þessu ári Útgáfan licfir dregist saman, vegna pappírs- skorts Gunnar Einarsson forstjóri kvaddi blaffamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá bókaútgáfu ísafoldar á þessu ári. Bóka- útgáfa ísafoldar hefir gefiff út allt aff 70 bækur árlega á undan- förnum árum, en nokkuff mun draga úr útgáfunni á þessu ári, vegna pappírsskorts. Þó munu koma út um 50 bækur á þessu ári og eru um 30 þeirra þegar komnar á bókamarkaffinn. Alls ráðstafaði Skógrækt rík- isins 150 þúsund plöntur til gróðursetningar víðsvegar um landið. Allar þessar plöntur voru aldar upp innanlands. — Skógrækt ríkisins hefir komið sér upp þrem gróðrarstöðvum, sem allar eru af sömu stærð, um 7000 fermetrar. Gróðrar- stöðvar þessar eru að Hallorms- stað, Vöglum í Vaglaskógi og að Múlakoti í Fljótshlíð. Flest birkiplöntur. Langmest af þeim plöntum, sem úthlutað var í vor, eru birkiplöntur, en af þeim hefir mest verið alið upp að undan- förnu. Þó var meðal þessara plantna um 10 þúsund plöntur af nytjatrjám. Þá var í vor í ráði að endurgróðursetja um 5000 tré af sitkagreni, en þau eyðilögðust að mestu af völd- um Heklugossins. Höfðu trén verið tekin upp til flutnings í gróðrarstöðinni að Múlakoti og búin þar til flutningfs, en áður en unnt var að flytja trén burtu, skall gosið á með þeim afleið- ingum, að mikið öskulag settist á trén og eyðilagði það þau. Gróðrarstöðvarnar þrjár, er að framan eru nefúdar, gætu með litlum tilkostnaði framleitt alls nær 300 þúsund plöntur, en það fer nokkuð eftir jivaða Meðal þeirra bóka, sem eru ókomnar, má nefna þessar: Sögur ísafoldar, en það er safn þýddra sagna og innlendra, sem komu í ísafold í tíð Björns Jónssonar. Fyrsta bindið kemur út í ár. Sigurður Nordal prófess or sér um útgáfuna. Borgfirzk Ijóð. Þetta er stór bók, 19 arkir, og eru þar kvæði og lausavisur eftir 52 höfunda, sem flestir eru enn á lífi. Strandamannabók, sem Pét- ur heit. Jónsson frá Stökkum tók saman, en Guðni Jónsson býr undir prentun. Úr byggðum Borgarf jarffar, framhald á safni Kristleifs á Stóra-Kroppi. Ævintýri og sögur, sem Ás- mundur Helgason frá Bjargi hefir tekið saman. Dalalíf, framhald á sam- nefndri skáldsögu eftir Guð- rúnu frá Lundi, er kom út í fyrra. Virkið í norffri, síðara bindið af riti Gunnars M. Magnúss. Á langferffaleiðum, eftir Guð- mund Daníelsson, þar sem segir frá Ameríkuför hans. Árbók ísafoldar, sem verður að mestu leyti -með öðru efni en árbókin í fyrra. Eldspýtur og títuprjónar, — smásagnasafn eftir Ingólf Krist jánsson frá Hausthúsum. Mannbætur, rit um uppeldis- mál eftir Steingrím Arason. Ensk bókmenntasaga eftir dr. Jón Gíslason. Forn-íslenzk lestrarbók, sem Guðni Jónsson hefir tekið sam- an. Vinír vorsins, saga eftir Stefán Jónsson með teikningum eftir Halldór Pétursson. Sögur Þóris Bergssonar, sem er endurprentun á fyrsta smá- sagnasafni hans. Litmyndir af íslenzkum jurt- um, ásamt skýringum Ingólfs Davíðssonar. Er ætlast til að þetta verði fyrsta hefti af mörg- um og verði í því 16 eða 24 lit- myndir. Þá koma út hefti af þjóð- sagnasöfnum þeirra Gils Guð- mundssonar og Guðna Jónsson- ar clg að líkindum bók, sem nefnist Reykjavík í myndum og verður eins konar saga Reykjavíkur í myndum. Af bókum þeim, sem komið hafa út á vegum ísafoldar á ár- inu, má m. a. nefna: Virkið í norðri, 1. bindi, eftir Gunnar M. Magnúss, Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur, Jón Sigurðsson eftir Pál Eggert Óla- son, Siglingafræði eftir Friðrik Ólafsson, Nýjar hugvekjur, Landsyfirrétturinn 1800—1919 eftir dr. Björn Þórðarson, End- urminningar Gyðu Thorlacius, Olgeirsrímur hins danska, Sagnaþættir eftir Gísla Kon- ráðsson, ísland í myndum (ný og endurbætt útgáfa), Fóstur- dóttir úlfanna og nýtt hefti af íslenzkri fyndni. Blaðafulltrúi við sendiráð Bandaríkj- anna hér Vel að sér í norrænum fræðum. Fyrir skömmu síðan kom hingað til lands nýr starfsmað- ur bandaríska sendiráðsins hér. Verður hann blaðafulltrúi og er- indreki sendiráðsins í menn- ingarmálum. George Henkle Reese. Vera má, að ýmsir íslendingar kannist við þennan nýja starfs- mann sendiráösins. Hann heitir George Henkle Reese og var liðsforingi í sjóhernum á stríðs- árunum og dvaldi um skeið í Camp Knox, hér vestur á melun- um. Annars hefir Reese verið kennari í bókmenntum og fag- urfræði við Virginiaháskóla. Hann er maður vel að sér í nor- rænum fræðum og hefir kynnt sér vel íslenzkar fornbók- menntir. íslenzkir blaðamenn munu hyggja gott til samstarfs við hann. plöntutegundir eru ræktaðar. Erlent fræ. Talsvert hefir verið flutt inn af erlendu fræi til uppeldis í gróðrarstöðvunum. Frá Alaska var flutt inn fræ 1945. Þá var nokkuð af fræi flutt inn frá Noregi. Var það tekið að mestu leyti á milli 68. og 69 gráðu n.b. Ennfremur var flutt inn frá Noregi lerkifræ, sem upphaf- lega var frá Síberíu, en sú fræ- tegund hefir ekki sést hér síð- an 1931. Þá var nokkru safnað af innlendu barrtrjáafræi. Var því fræi safnað bæði að Hall- ormsstað og hinum gróðrar- stöðVunum. Á næsta ári eru lík- ur til að hin nýja uppeldisstöð að Tumastöðum í Fljótshlíð verði tekin í notkun. Mun sú stöð verða stærsta uppeldis- stöðin hér á landi og á að geta fullnægt öllum okkar þörfum í framtíðinni hvað snertir pjlöntu uppeldi. Áherzlan lögff á uppeldiff. Síðustu árin hefir mest á- herzla verið lögð á plöntuupp- eldið. Lítið hefir bæzt við af nýjum girðingum um eldri skóg- arsvæði. Girðingarnar og frið- un skógarsvæðanna í sambandi við þær hafa reynzt mjög vel. Birkið vex vel og getur áður en langt um líður gefið góðan arð. Eftirspurn eftir birki til margs konar hluta er nú orðin mikil. Öll spjöld á gærur eru gerð úr birki og einnig er mest allt hangikjöt, sem selt er á innlendum markaði, reykt við þá viðartegund. Birkiskógarnir á Vöglum og á Hallormsstað erú nú að verða það þroskaðir, að úr þeim má fá góðan efnivið til ýmissa smíða. Er birki mjög eftirsótt af rennismiðum og mönnum, sem fást við útskurð og rammagerö. Næstu verkefni. f skógræktarmálunum eru ó- teljandi verkefni, en áhugi almennings hefir mjög farið vaxandi síðustu árin og léttir það að sjálfsögðu undir með skógræktarstarfið. Á næstu árum verður unnið kappsamlega að því að rækta (Framhald á 4. síðu) Ný framhaldssaga hefst í dag Þekkt skáldsag'a eftlr A. J. Cronin. í dag hefst ný framhaldssaga í Tímanum. Hún er eftir hinn fræga rithöfund, A. J. Cronin og heitir á frummálinu „The Green years“, en nefnist hér „Þegar ungur ég var.“ A. J. Cronin er íslenzkum les- endum vel kunnur. Fjórar bæk- ur hans hafa verið þýddar á íslenzku áður. Það eru: „Hér gerist aldrei neitt,“ „Lyklar himnaríkis" og „Dóttir jarðar,“ er enn mun fáanleg í bóka- búðum hér. Bækur Cronins hafa hlotið miklar vinsældir hér, og Tím- inn hefir fulla ástæðu til að ætla, að þessi saga verði ekki síður vinsæl en aðrar bækur hans, er þýddar hafa verið á íslenzka tungu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.