Tíminn - 08.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1947, Blaðsíða 2
2 TtllIlVN, miðvikndaginm 8. okt. 1947 183. blað FJÁRSKIPTAMÁLID Svar tll Sæmundar Friðrikssonar. Miðvikudagur 8. okt. Á skömmtunm að auka dýrtíðina? Hinar nýju skömtunarráð- stafanir hafa sætt talsverðri gagnrýni og hafa þær aðallega beinzt gegn ýmsum ágöllum á framkvæmdinni. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að bæta úr sumum ágöllunum, t. d. hefir verið ákveðið að veita nýjum heimilum sérstikan bús- áhaldaskatt og barnshafandi konum vefnaðarvöruskammt. Sennilega verða og gerðar breyt- ingar til að bæta hlut innlendra iðnaðarfyrirtækja, t. d. þeirra, sem framleiða prjónles. Þá mun og vafalaust athugað, hvort ekki sé hægt að auka bensín- skammt atvinnubílstjóra en sennilega verður það erfitt, nema skammturinn til einka- bíla sé enn þrengdur. Eins og bensínskömmtunin er nú, mun gjaldeyriseyðslan við bensín- notkun bílanna alltaf verða 500 þús kr. á mánuði eða 6 milj. kr. á ári. Meiri gjaldeyris- eyðslu getur þjóðin ekki leyft sér í þessu augnamiði, a. m. k. ekki yfir vetrarmánuðina. Mestu gallarnir á fyrirkomu- lagi skömmtunarinnar eru þó ekki þeir, sem þegar eru komnir 1 dagsljósið og einkum hafa valdið óánægju til þessa. Þessir gallar eru þeir, að enn vantar fullnægjandi skorður til að koma í veg fyrir svartan mark- að, og enn vantar ákvæði, sem gera neytendum mögulegt að verzla þar, sem þeim er það bezt og hagkvæmast. Eins og fyrirkomulag skömmt- unarinnar er nú, virðist næsta auðvelt fyrir innflytj endur að selja meira og minna af vör- um á svörtum markaði. Þar sem kaupgeta efnamejiý stéttanna er enn mikil, er hættan á svört- um markaði veruleg. Afleiðing- in verður sú, að efnaminni stéttirnar fá annað hvort ekkert af skömmtunarvörunum eða verða að kaupa þær okurverði á svörtum markaði. Fyrirkomulagi skömtunar- innar er líka þannig háttað, að neytendum er ekki tryggt, að þeir geti verzlað þar, sem þeir telja sér það hagkvæmast. Vörur beztu fyrirtækjanna munu ganga strax til þurrðar og þau geta því ekki leyst úr þörfum þeirra neytenda, sem síðar koma. Þeir neytendur verða því ofurseldir þeim fyrirtækj um, sem hafa lélega og dýra vöru á boðstólum. Þetta hvort tveggja, sem hér hefir verið nefnt, stefnir þvi beinlínis að því að þrengja kjör og frelsi neytenda og auka dýr- tíðina verulega. Úr hvoru tveggja þessu hefði verlð auðvelt að bæta, ef meiri- hluti Fjárhagsráðs og rikis- stjórnarinnar hefði fallizt á til- lögur þeirra Hermanns Jónas- sonar a(g Sigtryggs Klemenz- sonar, er voru þess efnis, að skömmtunarmiðarnir giltu eins og innflutnings- og gjaldeyris- leyfi. Þá gátu neytendurnir verzlað þar, sem þeir álitu sér það hagkvæmast, og þá hefðu heildverzlanir haft óhag af því að selja vörur á svörtum mark- aði, þar sem innflutningur þeirra hefði miðast við afhenta skömmtunarmiða. Það gegnir furðu, að meiri- hlutl Fjárhagsráðs og ríkis- atjórnarinnar skyldl hafna þessum tillögum, þar sem þessir Sæmundur Friðriksson hefir ritað í Tímann 24. sept. 7 kafla grein, sem nokkurs konar at- hugasemdir við skýrslu vora um fjárskiptamálið, sem birtist í Tímanum þann 19. s. m. Óhjá- kvæmilegt er að svara þeim að nokkru í blaðagreln, en ég mun þó stikla á þeim atriðum, sem ég tel fjærst því rétta. En vissu- lega væri þörf á að nákvæm skýrsla væri gefin út um starf- semi Sauðfjársjúkdómanefndar í sóttvarnarmálunum. Mundi þá liggja ljósara fyrir en nú hve stórfeld mistök eiga sér stað í þessum málum. Væri æskilegt að sem flestir vildu leggja það á sig, að fylgj- ast með þessu fjárskiptamáli, því það er meðal annars tilraun frá vorri hálfu til þess að sótt- varnirnar verði öruggari en verið hefir. I. Sæmundur þykist bera fyrir brjósti hag vor bændanna. Hann Sæmundur verður að viðurkenna, að þeir menn, sem hafa mælt með málstað vorum og bundizt 1 málið, eru menn sem hafa mikið traust almenn- íngs. Meðal þessara manna eru Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri, Jón Sigurðsson, alþingismaður og bóndi, Jón Pálmason forseti sameinaðs Al- þingis og bóndi. Steingrímur Steinþórsson er trúnaðarmaður bænda á svæð- aðilar hafa heldur ekki sett nein ákvæði í skömmtunar- og inn- flutningsreglurnar, er stefndu að sama marki. Meðan þannig er háttað, er erfitt að verjast þeirri hugsun, að meirihluti Fjárhagsráðs og ríkisstjórnar- innar ha£j meiri áhuga fyrir því að tryggja gróða heildsalanna af óheilbrigðri verzlun en að gæta réttar og hags neytend- anna. Og sannarlega sýnir þessi afstaða takmarkaðan áhuga fyrir því að spornað sé gegn aukinni dýrtíð. Það hefði og mátt ætla, að þessum tillögum hefði verið tekið tveim höndum af þeim, sem þykjast vilja frjálsa verzl- un. Þeir hafa að undanförnu sungið þann söng, — að vísu alveg ranglega, — að Framsókn- armenn vildu sérréttindi fyrir kaupfélögin. Hér var boðið upp á innflutningsreglur, þar sem kaupfélög og kaupmenn stóðu jafnt að vígi. Neytendum var gefið frjálst dómsvald tjl þess að velja á milli þeirra. Engir geta hafnað slíkum reglum nema þeir, sem eru andvígir frjálsri verzlun og vilja fá sér- réttindi fyrir vafasöm'verzlun- arfyrirtæki. í lengstu lög verður þess vænzt, að meirihluti Fjárhags- ráðs og ríkisstjórnarinnar láti hér ekki stjórnast af hagsmun- um óheilbrigðra verzlunarfyrir- tækj^ og sýni það í verki, að hagsmunir neytendanna eigi að sitja í fyrirrúmi. Hjá þessum aðilum sé hér aðeins um drátt að ræða, sem er orðinn svo ein- kennandi fyrir stjórnarfram- kvæmcþr í seinni tíð. En sé þetta ekki reyndin og verði þess- ar reglur hafðar óbreyttar, verður erfiðara fyrir þessa aðila að fá neytendur til að lækka laun sín, þegar á sama tíma eru gerðar ráðstafanir, sem þrengja rétt neytenda I verzlunarmálum og skapa aukna dýrtlð. inu og starfsmaður bændastétt- arinnar. Jón Sigurðsson hefir bæði sýnt álit sitt og vilja sem al- þingismaður og fjáreigandi. Býst ég við að fáir muni í þeim hóp, sem vilji taka af honum fjárráð og setja honum Sæmund eða Sauðfjársjúkdómanefnd sem fjárráðamann. Svo er fyrir að þakka að fleiri hyggnir fjármálamenn eru á þessu fjárskiptasvæði. Má þar nefna t. d. Jóhannes í Vallholti og Jónatan á Holtastöðum. Vænti ég þess, að við hinir smærri, móðgumst ekki þó þess- ir menn séu teknir sem dæmi. Þó sauðfjársjúkdómanefnd og Sæmundur telji almenning ekki færan um að sjá hvað sér hent- ar bezt í þessu máli, þá vænti ég að þeir skilji að það er fyrna dirfska, að ætla sér að taka fjárráð af nefndum mönnum með þeim forsendum að þær skuldbindingar, sem þeir hafa gefið og halda fast við, séu þeim hættulegar fjárhagslega. Jón Pálmason er fjáirbóndi búsettur vestan Blöndu. Óhætt er að segja, að hann er ekki heldur hikandi í málinu. Jón telur niðurskurð hjá oss í haust beinlínis gerðan til öryggis fjár- eigendum vestan Blöndu. Sama sinnis var einnig fund- trúar á fulltrúafundi Sláturfé- lags Austur-Húnavatnssýslu í vor samkvæmt áskorun, er send var ráðuneytinu frá þeim fundi. Sama sinnir var einnig fund- ur deildarstjóra og stjórnar fé- lagsins er haldinn var í haust. Samþykkti fundurinn einróma tillögu frá Guðjóni bónda Hall- grímssyni — áskorun á stjórn- ina um að staðfesta samþykkt- ina og láta oss njóta hlunninda laganna. Alla þessa aðila vill sauðfjár- sjúkdómanefnd ásamt Sæmundi knésetja. — Samanber II. lið forsenda Sæmundar fyrir synj- un á staðfestingu „.... Þetta yrði stjórtjón fyrir fjáreigendur eins og auðskilið er.“ n. Hvert er samband fulltrúans og sauðfjársjúkdómanefndar. Sæmundur virðist mjög gramur út af því að vér höfum byggt nokkuð á framkomu hans á Reynistaðarfundinum. Þar sem hann kveðst mæta sam- kvæmt lagalegri skyldu og hefir þá meðferðis uppkast er hann telur samið að vilja nefndar- innar. Það sýnir sig fyrr og nú að hann er málpípa nefndarinnar. Allar hennar hugrenningar þykist hann nú vita og kemur fram sem opinber málsvari hennar og brjóstvörn. Ég vil því halda fast við þá skoðun að hann hafi mætt á Reynistaðar- fundinum sem fulltrúi nefndar- innar eins og hann gerir nú dagsdaglega. Enda segir hann í greinargerðinni frá 10. sept. .... „Hitt skal þó viðurkennt, að eins og þá (auðkennt af Sæ- mundi) stóðu sakir mátti telja líklegt, ef í stórfeld fjárskipti yrði ráðizt, þá yrði byrjað á svæðinu frá Héraðsvötnum að Hrútafirði.“ Með þessu viður- kennir hann fyrir hönd sauð- fjársjúkdómanefndar, að hún hefði samþykkt fjárskipti hjá oss 1947. Er það því rétt að þeg- ar frumvarpið var lagt fyrir al- menning, þá var Sauðfjársjúk- dómanefnd því samþykk. Eins og vér settum fram i skýrslu vorri, er samkv. gild- andi lögum hiklaust skylda fulltrúans að túlka afstöðu Sauðfjársjúkdómanefndar á fulltrúafundi áður en frumvarp er lagt fyrir almenning til sam- þykktar. Þetta gerði fultrúinn á fund- inum, en auövitað gat hann ekki sagt oss um óorðin skoð- anaskipti nefndarinnar. Vér erum því alls ekki að gera afskipti fulltrúans „tortryggi- leg“ heldur beint að sýna fram á, að afstaða hans á Reyni- staðarfundinum var fyllilega réttmæt gagnvart Sauðfjársjúk- dómanefnd. III. Annáll málsins: 1. Sauðfjársjúkdómanefnd spyr oss hvort vér viljum fjár- skipti. 2. Vér samþykkjum við skoð- anakönnun. 3. Fulltrúi nefndarinnar mæt- ir á undirbúningsfundi f. h. nefndarinnar. 4. Frumvarp samþykkt lög- lega í okt. 5. Niðurskurður hafinn á svæðinu í Rípurhreppi með samþykki Sauðfjársjúkdóma- nefndar. 6. Þegar leitað er til nefndar- innar, þá er hún með vífilengj- ur en gefur þó að lokum „ádrátt í málinu.“ 7. Málið liggur í salti hjá ráðuneytinu. Við væntum að fá staðfestingu. 8. Sauðfjársjúkdómanefnd sendir 8. maí 1947 áætlanir til landbúnaðarráðherra oíg þeim fylgir svohljóðandi fundar- ályktun: „Þrátt fyrir tilraunir með kynblöndun, varnar- eða lækn- ingalyf og önnur úrræði, sem reynd hafa verið, gengur erfið- lega að halda við fjárstofni manna á pestarsvæðinu. Með tilliti til þessa svo og hins hversu vilji til fjárskipta er orð- inn almennur, leggur nefndin til að hafizt verði handa um skipulögð fjárskipti á stórum svæðum í samræmi við áætlanir, sem hún hefir gert þar um, ef ríkisstjórn og Alþingi telur fært að ráðast í það kostnaðar vegna.“ Af þessu sést meðal annars að nefndin hefir þegar hún legg- ur þetta fyrir, ætlast til að rík- isstjórn og Alþingi réðu eftir hverri hinna þriggja áætlana yrði farið. 9. 18. júní sendi ég áskorun framkvæmdanefndar um að staðfesta frumvarpið, þar sem frétt hafði borizt um að Sauð- fjársjúkdómanefnd hefði alls ekki borið fram vort mál eins og henni bar samkvæmt lögum. 10. Krefst þá landbúnaðar- ráðherra umsagnar Sauðfjár- sjúkdómanefndar um málið. 11. Loks 2. júll kemur plagg frá nefndinni, sem hefir öll ein- kenni hennar framkomu í þessu máli. Eftir þýðingarlaust mál- skraf lýkur hún bréfi sínu á þessa leið: „.... og mun nefndin ekki leggja á móti því að hún verði staðfest að breyttu ákvæðinu um tíma fyrir framkvæmd fjárskiptanna." 12. Landbúnaðarráðherra af- greiðir málið með bréfi, þar sem hann synjar staðfestingar vegna þessara mótmæla Sauðfjársjúk- dómanefndar um tímann. Hvorugur þessara aðila leggur til ákveðna breytingu. 13. Með þessu er það sannað að Sauðfjársjúkdómanefnd hef- ir ekki ætlað ráðuneytinu úr- skurðarvald 1 málinu, þegar til úrslita kom eins og Sæmundur gefur í skyn. Heldur er beint með mótmælum nefndarinnar komið í veg fyrir að ráðherrann telji sér fært að staðfesta frum- varpið. 14. Málið liggur þá þannig fyrir að framkvæmdanefndin hefir synjun fyrir staðfestingu á samþykktinni, en enga ákveðna tillögu um breytingu og er slíkt að ég bezt veit nokk- uð einstakt. Nefndin taldi þá sjálfsagt að boða til fulltrúafundar og óska þess að Sauðfjársjúkdóma- nefnd léti fulltrúa mæta fyrir sína hönd. 15. Á fulltrúafundinum mætti enginn fyrir hönd Sauðfjár- sjúkdómanefndar og var slíkt vítt á fundinum. Virtist þá liggja ljóst fyrir að Sauðfjár- sj úkdómanefnd hafði engar ákveðnar tillögur £ málinu — nema synjunina — og neitaði að starfa með oss samkv. laga- skyldu hennar. Vér tókum því það ráð að spyrja aftur um vilja umbjóð- enda vorra fjáreigendanna. 16. Útkoman var sú, að 84% atkvæðisbærra fjáreigenda á svæðinu undirritaði skuldbind- ing um niðurskurð fjár í haust. 17. Þegar Sauðfjársjúkdóma- nefnd heyrir fylgið, þá rís hún upp og hefir í hótunum um að láta engin líflömb fyrr en 1949. Síðan kemur einnig í útvarpinu greinargerð Sæmundar sem byggir á fyrra samkomulagi um að við fengjum ca. 30% 1948 og viðbót 1949. Nú heldur áróðurinn áfram að reyna að rjúfa samtökin og þá virðist haft framarlega í rökun- um að vér gerum uppreist gegn stjórnarvöldunum. Þetta er alls ekki rétt. Saga málsins sýnir að við gátum ekki annað en stofn- að til frjálsra almennra sam- taka til að ná þeim rétti er ís- lenzk löggjöf veitir oss. — Það er vægast sagt villandi að segja að mörg héruð hafi sótt um fjárskipti samhliða oss eins og Sæmundur gefur í skyn. Þegar vér lögðum fram vora samþykkt löglega afgreidda heimanað, þá lá engin önnur samþykkt fyrir löglega afgreidd. Áttum vér því af þeim ástæðum siðferðislega kröfu á því að fallist væri á óskir vorar. Auðséð er að Sauðfjársjúk- dómanefnd býst enn við að geta eyðilagt þessi samtök, en hvort vér stöndumst þá skemmd arstarfsemi skal engu spáð um. IV. Rípurhreppsþátturinn. Sauðfjársjúkdómanefnd veit ekki að sögn Sæmundar að garnaveiki er komin í hreppinn fyrr en 1946. Það er saga fyrir sig og skal ekki sögð hér. — Það er rétt að hreppsnefndin í Rípurhreppi óskar þess að fá niðurskurð fjár vegna garna- veiki með bréfi frá 17. ág. og fær það svar eftir því sem mér var sagt, að þeim heimilaðist niðurskurður með þeim skilyrð- um að þeir nytu styrks sam- kvæmt lögum þegar niðurskurð- ur færi fram í nágrenninu (hjá oss?) Ég mætti á fundi í Hegra- nesinu í fyrra haust. Var þá ljóst, að meiri hluti manna var á móti niðurskurði með þess- um skilyrðum. Þó talaðist svo til, að ekki skyldi tekin úrslita afstaða til málsins fyrr en séð væri hvort samþykkt um fjár- skipti fyrir allt svæðið milll Blöndu og Héraðsvatna hefði nægilegt fylgi heima fyrlr. Því eftir nefndri orðsendingu gátu menn ekki búist við mót- stöðu frá hærri stöðum, þar sem nefndin virtist gera að skilyrði fyrir styrk til Rípurhrepps- manna að fjárskipti færu einn- ig fram hjá oss. Það er því ekki ofsagt, að litl- ar líkur voru fyrir almennum niðurskurði í Hegranesinu haustið 1946, ef menn hefðu ekki búist við fjárskiptum á öllu svæðinu. Eru það því bein svik frá oss og mér liggur við að segja af hendi Sauðfjársjúkdómanefnd- ar líka, ef vér vinnum ekki að fjárskiptum 1 haust eins og lof- að var og þessir menn treystu. V. Sýnishorn, í V. kafla Sæmundar er það viðurkennt að kýrnar geti flutt garnaveiki og sýkt og einnig bent til þess að veikin geti hafa borist með kúm fyrir mörgum árum síðan. Með þessu virðist vera verið að gefa í skyn, að þó garnaveikin kynni að koma upp vestan Vatna, þá séu líkur til að það stafi ekki af mistökum á síðustu árum, heldur af flutn- ingi nautgripa yfir vötnin fyrr á árum. Hvers vegna hagar þá maðurinn sér eins og nú skal greint: Garnaveikismitað sauðfé var haft í girðingarhólfi í Garði í Hegranesi. Veikin hefir verið þar einna lengst. Mér er sagt að kýr bóndans hafi gengið á sama landi og sauðféð. í vor selur bóndinn, Pétur Björnsson, flestar eða allar sín- ar kýr og kaupir kýr frá Siglu- firði í staðinn. Svo vill til að maður á Sauðárkróki þarf að fá sér kú og leitar til Péturs Jón- assonar, eftirlitsmanns Sauð- fiársj úkdómanefndar á staðn- um, um leyfi til að kaupa kú frá Garði. Pétur neitar um leyf- ið eins og sjálfsagt var. Maður þessi sagðist hafa sætt sig við þetta. Nokkru síðar símar Garðs- bóndinn og segist hafa heimild Sæmundar fulltrúa til þess að selja kýr, hvert sem er á svæðið utan Vatnsskarðsgirðingar að Blöndu. Salan fer fram og kýr- in er flutt i kúahópinn á Sauð- árkrók. Eðlilega mun þá kúa- hópurinn leita í Hegranesið, sem mun óvarið undir þessari nýju forustu. Með þessu framferði gerir fulltrúinn tilraun til jþéss — vitandi vits — að flytja garna- veikismit á svæði sem á að reyna að-verja fyrir garnaveiki. VI. Sauðfjársjúkclómanefnd veitti fyllsta „ádrátt“ í málinu. Það er dálítið kátbroslegt, að sjá Sæmund vefja langan vef í III. þætti um hvað Sauðfjár- sjúkdómanefnd muni hafa meint með bókun sinni, maður, sem virðist vilja vera alveg á- byrgðarlaus í þessum málum, sbr. yfirlýsingu hans um að mæta ekki á fundum, ef á að taka mark á því sem hann leggur til. Hefði ekki verið réttara að fá skýringu frá nefndinni sjálfri og þar með útþynningu á allri þynnkunni. Vér framkvæmdanefndar- menn vorum ekki við þegar ár- angur samtalsins var bókfærð- ur. í samtali voru kom það skýrt fram að við vorum sam- mála á grundvelli tillögu nr. I. Þegar nefndin bókar bætir hún hinu við frá sér, þar á meðal skilyrðinu um samþykki manná vestan Blöndu. Nú er skilyrffi þessu fullnægt svo ekki er það í vegi. Þegar þess er gætt, að nefnd- in óskar eftir samtali við oss, þá er það ljóst að það var vilji nefndarinnar þá stundina, að verða við óskum vorum, eftir (Framahld i 3. tíðti)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.