Tíminn - 09.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST J ÓR ASKRIFSTOPUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AU GLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginu 9. okt. 1947 184. blað ERLENT YFIRLIT: Hið nýja bandalag kommúnista Því vcrður fyrst um sinn aðallega beint gegn Randaríkjunum og jafnaðarmönnum. Um fátt hefir veriff rætt meira í heimsblöðunum að undan- förnu en stofnun hins nýja bandalags kommúnista, sem var tilkynnt í Belgrad á mánudaginn. Yfirleitt eru dómar blaðanna á þann veg, að stofnun þessa bandalags tákni aukna áróðurs- starfsemi Rússa fyrir landvinningastefnu sinni. Fyrir styrjöldina hafði komm- únista Alþjóðasambandið aðal- bækistöð sína í Moskvu og laut raunverulega yfirstjórn rúss- neska kommúnistaflokksins í e'nu og öllu. Stefna sambands- ins stjórnaðist á hverjum tíma af utanríkisstefnu Sovétríkj- anna og kommúnistaflokkarnir utan Rússiands fylgdu nákvæm- lega því „einu“, sem þeir fengu frá bækistöðvunum í Moskvu. „Línan“ var mjog mismunandi eftir utanríkisaðstöðu Rússa í það og það skiptið og vakti það oft ekki litla kátínu, hve fljótir kommúnistaflokkarnir voru að sveiflast til og breyta um bar- áttuaðferðir eftir því, hvernig vindur'nn blés í Moskvu. Annað Veifið voru þeir látnir heyja aðalbaráttu sína gegn jafnaðar- mönnum, þar sem þeir voru „aðalstoð og stytta auðvalds- ins“, en hitt veifið voru þeir látnir leggja aðaláherzlu á „sam fylkingu“ við jafnaðarmenn. Seinasta verkefni Alþjóðasam- bandsins var að fyrirskipa kommú|ni,c<tunum að lofsyngja griðasáttmála Rússa við þýzka nazismann eftir að þeir höfðu verið látnir um alllangt skeið boða vægðarlausa baráttu gegn nasismanum! Þeir hlýddu þessu eins og öðru. Þannig breyttist stefna þeirra sitt á hvað, nema að því eina leyti, að þeir þreytt- ust aldrei á því að lofa rúss- nesku einræðisstjórnina. Nokkru eftir, að styrjöld Rússa og Þjóðverja hófst, var því lýst yfir í Moskvu, að Al- þjóðasamb. kommúnista hefði ver'ð lagt niðúr. Margir töldu þetta þó aðeins formsatriði, sem væri gert í þeim tilgangi að leyna því, að Rússar hefðu skipulagt áróðursstarfsemi. í löndum bandamanna sinna. Öll sólarmerki virtust líka sanna, að kommúnistaflokkarnir héldu áfram að fylgja fyrirskipunum frá Moskvu. Stefna þeirra hélt áfram að mótast af utanríkis- afstöðu Rússa, eins og hún var hverju sinni, og breytingar þær, sem urðu á henni, fylgdust jafnan að hjá öllum flokkunum. Stofnun hins nýja bandalags nú virðist staðfesting á því, að þetta hafi verið rétt. Jafnframt virðist hún merki þess, að kommúnistuflokkunum sé ætlað að ganga ákveðnara og rót- tækara til verks en að undan- förnu. Ávarp það, sem birzt hefir frá hinu nýja bandalagi, virð- ist sýna, að því sé einkum ætl- að að berjast gegn tveimur „erkióvinum“. Annar þeirra eru Bandaríkin, sem Rússar telja nú aðalkeppinaut sinn á sviði heimsmálanna og eina stórveld- ið, sem sé þess megnugt að halda landvinningastefnu þeirra í skefjum. Hinn erkió- vinurinn eru jafnaðarmanna- flokkarnir, sem eru aðalkeppi- nautar kommúnistaflokkanna, og koma þá vitanlega í fyrstu röð jafnaðarmannaflokkarnir í Bretlandi og Frakklandi. Stofn- un hins nýja alþjóðabandalags kommúnista mun ekki sízt tákna harðari baúáttu þeirra gegn jafnaðarmönnum. Stofnendur hins nýja alþjóða- bandalags kommúnista eru níu kommúnistaflokkar eða flokk- arnir í Rússlandi, Ítalíu Frakk- landi, Júgóslavíu, Búlgaríu, Pólland;, Rúmeníu Tékkóslóva- kíu og Albaníu- Óvíst er enn, hvort ráðlegt þykir að taka kommúnistaflokka fieiri landa í bandalagið fyrst um sinn, þar sem það gæti spillt vígstöðu þeirra he!ma fyrir. En vafalaust verður þeþ»i þó stjórnað af sömu yfirstjórn og þeim flokk- um, sem verða formlega í bandalaginu. Aðseturstaður hins nýja bandalags verður fyrst um sinn í Belgrad. Hefir þótt vænlegra til að blekkja, að hafa aðal- bækistöðvarnar þar en í Moskvu. En hin raunverulega yfirstjórn verður vitanlega þar. Sú yfir- stjórn mun ráða öllu um starf kommúnistaflokkanna. Það má nefna sem dæmi um hin al- geru yfirráð gamla Alþjóða- sambandsins, að þegar deilur komu upp í kommúnistaflokkn- um hér, var því falið að skera úr og samkvæmt úrskurði þess var nokkrum mönnum vikið úr flokknum. Vélar A. 0. A. liafa flutt 1887 tslend- inga til landsins oý frá í sumar íslendingar hafa ferðast mikið á sumri því, sem nú er á enda, hér inanlands, en þó engu síður til annarra landa, bæði austan hafs og vestan. Hjá skipafélögum, er hingað hafa siglt, hefir hvert far- þegarúm verið fullskipað í allt sumar. Sama má segja um flugfélögin, er annazt hafa fólksflutninga milli landa, bæði erlend og inn- lend. Samkvæmt upplýsingum, er blaðið hefir fengið frá flugfé- laginu American Overseas Air- lines, en það hefir haft far- þegaflug um ísland síðan í marzmánuði síðastliðnum milli New York og Norðurlanda, hef- ir það félag eitt flutt 339 ís- lenzka farþega héðan til New York frá því í marz til 1. októ- ber. Á sama tíma hefir félagið flutt 349 íslenzka farþega að vestam og hingað. Til Norðurlanda hefir félagið flutt á sama tíma 709 íslend- inga, en 490 frá Norðurlöndum og heim. Auk þess hafa Flugfé- lag íslands og Loftleiðir h.f. flutt mörg hundruð íslendinga til Norðurlanda og Vestur- Evrópu. Skemmtun Fram- sóknarmanna hefst kl. 8,30 stundvíslega í Mjólkurstöðinni n. k. föstu- dagskvöld. — Pantaðir að- göngumiðar sækist fyrir kl. 5 á föstudaginn. — Þá er fólki enn bent á að mæta stundvís- lega að spilaborðunum. Fram- sóknarfólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. Fyrir nokkru síðan geysaði ógurlegur fellibylur á Flóridaskaga og við Mexíkóflóann. Fellibylur þessi sópaði húsum um koll, drap fólk og skemmdi gróðurlönd. Ógurleg flóðbylgja reis og gekk langt á land upp. Tjónið af fellibylnum nam mörgum miljónum dollara. — Á myndinni hér að ofan getur að Iíta, hvernig pálmatrén liggja þverbrotin á götunum í einum tenum á Flóridaskaganum eftir fellibylinn. — Sæsíminn til Vestmannaeyja slitinn í gær var algerlega síma- sambandslaust við Vest- mannaeyjar. Hafði sæsíminn, er ilggur milli lands og eyja, slitnað. Sæsíminn til Eyja eru tveir strengir. Þann 27. f. m. slitnaði annarr strengurinn. Var hafin við verð á honum, en áður en henm var lokið, slitnaði hinn strengurinn einnig þann 4. þ. m. Ektý" er vitað með vissu hvað valdið hefir þessu sliti á strengj (Framha'd d 4. eWk ) Kona finnst ör- end á götu Samvinnutryggingarnar hafa náð miklum og skjótum vinsældum Erlemlur Einarsson forstjóri segir frá. Um seinustu mánaðamót var eitt ár liðið frá því, að samvinnu- tryggingarnar tóku til starfa. Á þessu eina ári hefir félaginu orðið mikið ágengt, þótt enn vanti mikið á, að tryggingamál almennings séu komin í æskilegt horf. í tilefni þessa starfsaf- mælis hefir tíðindamaður blaðsins hitt forstöðumann Samvinnu- trygginganna, Erlend Einarsson, að máli og spurt hann um starfsemina. Samvinutryggingarnar, sem félag Rangæinga, Kaupfélag eru gagnkvæm tryggingastofn- Dýrfirðinga, Kaupfélag Borg- un, voru stofnaðar að tilhlutun firðinga, Kaupfélag Ska^firð- Sambands íslenzkra samvinnu- inga og Kaupfélag N.-Þingey- félaga og starfa að nokkru leyti á vegum þess. Hefir hér nýr og þýðingarmikill þáttur bætzt við samvinnustarfsemina í landinu. Samvinnutryggingafélög erlendis hafa dafnað vel. Hjá öðrum þjóðum, sem lengra eru komnar en við á sviði tryggingamálanna, hafa verið starfandi samvinnutrygg- ingar í mörg ár með mjög góð- um árangri. Enska samvinnu- tryggingarfélagið, Co-operative Insurance Society, var stofnað árið 1867, og er það nú eitt stærsta tryggingarfélag Breta. Svíar stofnuðu sitt samvinnu- tryggingarfélag árið 1908, og er það nú í sumum greinum stærsta tryggingarfélag Svía. Góð byrjun. Samvinntryggingarnar ís- lenzku hafa aðeins starfað í eitt ár og er því lítil reynsla fengin. En á þessu eina ári hefir þetta félag fengið meiri iðgjöld, miðað við fólksfjöldann í land- inu, en nokkurt annað sam- vinnutryggingarfélag. Margt bendir því til, að þetta nýja ís- lenzka tryggingarfélag ætli ekki að verða eftirbátur samvinnu- tryggingarfélaga í öðrum lönd- um. Sannleikurinn er líka sá, að íslenzka þjóðin er gædd anda samvinnunnar í ríkum mæli, þótt enn sé ekki búið að leita úrræða hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. Við byrjuðum með bruna- tryggingar og síðan sjótrygg- ingar. — Bifreiðatryggingar hófust eftir s.l. áramót. Kaup- félögin hafa aðallega gegnt um- boðsstörfum fyrir samvinnu- tryggingarnar. Meðal þeirra fé- laga, sem bezt hafa gengið fram i að safna tryggingunum eru: Kaupfélag Skaftfellinga, Kaup- Erlendur Einarsson framkvæmdastjóri Samvinnutrygginganna. inga. Þá hefir K.E.A. opna Vá- tryggingarskrifstofu vegna sam- vinnutrygginganna, og má vænta mikils árangurs frá því umboði. Á fyrsta starfsárinu voru gef- in út: á fjórða þúsund bruna- tryggingarskírteini og námu ið- gjöldin af þeim skírteinum kr. 823.000,00. Um 2000 bifreiða- tryggingarskírteini, iðgjöld kr. 920.000,00 og um 1500 sjótrygg- ingarskírteini, iðgjöld af þeim kr. 800.000,00. Samanlögð ið- gjöld námu því rúmlega 2!/2 milljón króna. Tjón á árinu hafa verið lítil, og því útkoman mjög góð þetta fyrsta starfsár. Tíð bifreiðaslys. Bifreiðaslys eru þó orðin svo tíð hér á landi, að slíkt mun vart þekkjast í öðrum löndum, miðað við fólksfjölda. — Kem- ur þar margt til greina. í fyrsta lncri hirm mikli finldi hiln spm hér ei. í öðru lagi vegirnir og göturnar, sem eru allt of þröng- ar fyrir þessa miklu umferð. í jþriðja lagi vöntun á umferða- 'merkjum og þá sérstaklega , ljósamerkjum, í fjórða lagi hér í Reykjavík hinir háu múrvegg- ir, sem steyptir eru í kringum hús og meðfram götum og blinda þar með horn og krossgötur. — Þyrftu þeir, sem skipuleggja, að taka meira tillit til umferðar- málanna. Samvinnutryggingar hafa orð- ið til þess fyrst allra íslenzkra tryggingarfélaga að taka upp nýtt skipulag á bifreiðatrygg- ingum. Eru þær með því sniði, að þeir bifreiðaeigendur, sem (Framhald á 4. siðu) Um kl. 3,30 í gærdag fannst kona örend í Ingólfsstræti í Reykjavík. í gær var ekki kunn- ugt um nafn konunnar, en lík- skoðun fer væntanlega fram í dag og fæst þá úr því skorið hvert banameinið hefir verið. Þegar lögreglan kom á vett- vang lá konan á götunni og blæddi úr vitum hennar. Mun hún hafa gengið nokkurn spöl blæðandi, áður en hún féll til jarðar. Lík konunnar var flutt í sjúkrahús samstundis, þar sem það verður skoðað af læknum í dag. Frekari upplýsingar gat götulögreglan ekki gefið um at- burð þennan í gær. Miklar framkvæmdir á félags- svæöi Búnaðarsamb. Aust.-Hún. líaMcinu Pétnrsson bóndi á Gunnsteinsstöð- um segir fra. Á síðari árum hafa orðið margvíslegar framkvæmdir hjá bún- aðarfélögum og búnaðarsamböndum víðsvegar um landið. Sam- böndin hafa eignast ný tæki og fleiri menn með sérþekkingu á málum þeim, er búnaðarsamtökin beita sér fyrir, hafa bæzt í hópinn. Hafsteinn Pétursson bóndi að Gunnsteinsstöðum og formaður Búnaðarsambands Austur-Húna vatnssýslu hefir dvalið hér í bænum nokkra daga. — Tíminn hefir haft tal af Hafsteini og innt hann eftir ýmsu varðandi búnaðarsambandið og byggð- arlag hans. Hefir Búnaðarsamband Aust- ur-Húnavatnssýslu ekki viðað að sér nýjum jarðræktartækj- um á siðustu árum? — Á vegum Búnaðarsam- bandsins, .segir Hafsteinn, eru reknar fjórar beltisdráttarvélar. I í Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíð- arhrepps er auk þess ein til við- bótar. Þessar jarðyrkjuvélar eru af- kastamiklar, en þær eru mjög maf.'gbroV.nar og þurfa mikið viðhald. Það gerir rekstur þess- ara véia einna erfiðastan, hversu erfitt er að fá varahluti til við- halds þeim. Það hefir lengi verið áhugamál mitt, að samtök bænda í ræktunarmálum, sem öðrum, yrðu sem sterkust og gætu tryggt í framtíðinni, að alltaf væru til þau tæki í sveit- unum, sem kröfur hvers tíma teldu nauðsynleg. í sambandi við rekstur jarð- yrkjuvélanna tel ég eitt atriði varhugavert, en það er að vinna ?é seld svo ódýrt, að tækin geti ekki haldið við stofninum. •— Ef þannig er á málum haldið, er hætt við að þessi tæki, sem samtök bænda hafa nú eignazt, gangi úr sér og verði ekki end- urnýj uð. Verkfæranefnd rikisins á að sjá um þetta og þyrfti hán nauðsynlega að gefa út leið- bein'ngar með sérstöku tilliti til hins nýja og aukna véla- kosts. Búnaðarsambandið hefir eina skurðgröfu á leigu f rá Vélasjóði ríkisins og hefir fest kaup í annarri, sem nú er til afgreiðslu í Ameríku, ef gjald- eyrir fæst fyrir hana, en leyfi er fyrir hendi frá Nýbygginga- ráði. Hvað um byggingar á sam- bandssvæðinu? — Búnaðarsambandið hefir stofnað byggingasamtök, sam- kvæmt lögum um byggingasam- þykktir í sveitum. Þetta álít ég mikilsvert nýmæli, sem nauð- synlegt er að mæti þeim skiln- ingi hjá bændum og stjónar- völdum, að það geti prðið til al- (Framhald á 4. sUSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.