Tíminn - 09.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1947, Blaðsíða 2
2 TtMmN, fimmtudagiim 9. okt. 1947 184. blað Fhnnitudaffur 9. okt. Boðskapur friðarins Þjóðviljinn birtir í gær fregnir af því, að Kommúnistaflokkar margra landa hafi bundizt sam- tökum til að vinna „gegn fénd- um friðar og framfara." Jafn- framt fylgir sögunni þessi klausa: „Moskvaútvarpið sagði í gær, að nýtt tímabil væri nú hafið í sögu sósíalismans í Evrópu. Allir sósíalistar yrðu að sam- einast í baráttunni gegn þeim öflum, sem spilla vilja friðinum og hindra framfarir." Áður er talað um ákvörðun Kommúnistaflokka í níu Ev- rópulöndum um að hefja sam- eiginlega baráttu gegn stríði og heimsveldastefnui.“ Þessar tilvitnanir nægja til að sý;aa það, að Þjóðviljinn er enn sem fyrr samur við sig. Moskvaútvarpið flytur fagnað- arerindji han(s. Þar eystra er línan lögð. Gegn stríði og heimsvalda- stefnu, segir Þjóðviljinn. Ætli það hafi nokkurn tíma komið út íslenzkt blað, þar sem meira virðingarleysi hefir komið fram fyrir hversdagslegustu mann- réttindum, svo sem persónulegu frelsi og enda lífi einstaklings- ins, en í Þjóðviljanum. Hvenær sem Þjóðviljinn heyrir um póli- tískar fangelsanir og aftökur á áhrifasvæði FJjissa er hann ó- feiminn að tala um það, sem fullnægingu réttlætisins og sig- ur hinna góðu afla í lífinu. Hér skal ekki um það dæmt, hvort þjóðir í Austur-Evrópu standi á því stigi, að þar þurfi menn að skera úr málum með því að ganga milli bols og höf- uðs & andstæðingum sínum. En hvag sem um það er, þá er ástæðulaust að lýsa slíku fyrir íslendingum, sem einhverju fyrirmyndarástandi. íslenzka þjóðin á sögur frá þeim tímum er dusilmennum í erlendri þjón- ustu þóttu þeir snjallastir í ráð- um, sem sögðu um mikilhæfa andstæðinga, þótt sigraðir og varnarlausir væru, að öxin og jörðin geymdu þá bezt. En Þjóð- viljinn virðist hafa sérstakan áhuga á að leiða þjóðina aftur nið%r á það menningarstig. íslenzka þjóðin man líka sög- ur sínar frá þeim dapurlegu tímum, þegar helztu forustu- menn í þjóðmálunum brast hollustu og skilning á þjóðlegu lýðræði og börðust af miklum fantaskap og níðingshætti mid- ir vernd erlends drottinvalds og alþjóðlegrar hreyfingar. Þá var farið um landið og menn höggn- ir og brenndir. Flokkarnir tóku sér vald, til að taka af lífi, þá sem þeir fengu færi á og töldu hættulega völdum sínum. íslendinga langar ekki til að lifa upp aftur bræðravíjg og raunir þessara löngu liðnu tíma. Með samúð og vorkunn- semi er þeim gjarnast að líta til þeirra þjóða, sem enn leysa innanlandsmál á þann hátt. og sízt af öllu vænta sér leiðsögu í menningarátt frá þeim, sem eru óþreytandi að dást að blóðdómum og mann- vígum vegna pólitískra ágrein- ingsmála. Það hljómar því eins og skop, þegar Þjóðviljinn fer að segja frá samtökum kommún- ista „gegn þeim öflum, sem vilja spilla friðinum." Þau öfl eru fyrst og fremst hið blinda hatur og mannfyrirlitnlng, sem lætur menn sætta slg við mann- Kaupfélög og kaupmenn Löngum virðist svo, sem Mbl. Mbl. hefir hér sjónarmið tækar sveitir og vanrækt þorp Alyktanir 5. ársfundar norö- lenzkra kennara og presta telji að fólkið megi einu gilda, hvort það hefir verzlunarvið- skipti sín vfið kaupfélög eða kaupmannaverzlanir. Vegna þessa þráláta mi^skilnings er rétt að rifja upp nokkur atriði, sem vel geta varðað leiðir í verzlunarmálunum. Ekki munu liggja fyrir neinar allsherjarskýrslur um verðlag hjá kaupmönnum og kaupfélögum, svo að með þeim megi sanna, að heildarmunur sé á útsöluverði almennt. Enginn mun þó halda því fram, að kaupfélögin selji dýrara en kaupmenn, en margir telja verðlag þeirra lægra. Hér skal þó gengið útfrá því, að kaup- félögin fylgi almennt þeirri reglu að selja vörur með dag- verði kaupmanna, þó að bæði megi nefna fjölmörg dæmi um lægra verð hjá félögunum og eins hitt, að þau hafi þrásinnis þrýst verðlaginu niður. Fljótt á litið kosta þá vörurn- ar yfirleitt svipað hjá báðum aðilum. En þegar dýpra er skygnzt kemur fram mikill munur á viðskiptakjörunum. Kaupmenn taka sjálfir til ráðstöfunar, þann tekjuafgang sem verzlanir þeirra skila og eru frjálsir að gera af, slíkt, sem þeim sýnist. Hins vegar hafa kaupfélögin ákveðnar reglur til að fara eftir og er þar ekki mik- ill munur á innbyrðis milli fé- laganna í aðalatriðum. Kaupfélögin eiga öll sína sameignarsjóði og til þeirra er jafnan lagt af árlegri verzl- un eftir föstum reglum. Þannig fá þau ár frá ári meira reksturs- fé og gerir það bæði, að rekst- urinn verður ódýrari og unnt að færa út starfsemina. Þannig ávaxtar kaupfélagsstarfsemin eigið rekstursfé frá ári til árs og treystir þannig framtíð sína. í öðru lagi úthluta kaupfélög nokkru af tekjuafgangi sínum, sem arði til félagsmanna, í hlut- falli við það, hve mikil viðskipti þeirra hafa verið. Mbl. finnst lítið til um þessar beinu endurgreiðslur félaganna, og heldur að það sé ekki nema verzlunarinnar einnar saman. í þess augum miðast allt við það, hvað varan er seld og hvað verður eftir. Hitt er fullkomið aukaatriði í þess augum, hvort kaupandinn borgar 90 krónur eða 100, ef kaupmaðurinn getur ekki grætt neitt á því að selja á dýrara verðinu. Það kann ekki að miða við kjör og hagsmuni kaupandans, af því það er kaupmannablað. En viðskipta- mönnunum finnst ástæðulaust að sæta verri kjörum en þeir þurfa, enda þótt síðustu krón- urnar, sem þeir eru látnir greiða renni í skattstofn fyrir ríkið og það sveitarfélag, sem verzlunin starfar í. Á einokunartímunum var all- ur gróðinn af verzluninni flutt- ur til framandi lands, og lengi síðan fór hann mest allur sömu leið. Það er hægt að rekja sig kaupstað úr kaupstað í kringum landið og rifja upp sögu kaup- mannaverzlana, sem um skeið voru orðin auðug fyrir- tæki af viðskiptum við héraðs- búa, en nú sér hvergi eftir af. Allt fé þeirra hefir verið flutt burtu og sumt úr landinu. Oft hefir þetta endað með þvi, að kaupfélag héraðsins hefir keypt fasteignir hinna gömlu verzl- ana af einhverjum eigendum búsettum langt í burtu, svo að jafnvel andvirði sjálfra fast- eignanna hefir verið flutt burtu. En það er líka síðasti flutn- ingurinn, því að kaupfélögin eru staðbundin og fjármagn þeirra er fast í héraðinu. Og hér er komið að einum höfuðþætti þessa máls. Kaupfé- lögin vinna gegn fjárdrættin- um úr héruðunum til Reykja- víkur. Þess vegna er það eðli- legt að fólkið í héruðunum vilji verzla við kaupfélög. Það þarf ekki kunnugan mann í Reykjavík til að telja upp fjölda stórhýsa, sem verzl- unareigendur bæjarins hafa getað byggt fyrir gróða sinn, þrátt fyrir alla skatta og skyld- ur. Þessi hús eru m. a. byggð fyrir hagnað á verzlun við menn, sem eru dreifðir um fá- víða um land. Er nokkur ástæða til þess, að halda að þeir menn óski að halda slíkúm skatt- greiðslum áfram? Flestir sveitamenn munu heldur kjósa, að fá 500 krónur endurgreiddar persónulega eft- ir áramótin, en að láta þær renna gegnum hendur reyk- viskra kaupmanna, hvort sem þær höfnuðu í höllum þeirra eða færu í bæjarsjóðinn. Það er ekki þar með lagt illt til fram- kvæmdamála bæjarsjóðs, en það á ekki að halda þeim uppi með svona fjáröflun gegn vilja almennings. Það er nokkurn veginn sama hvar gripið er niður hér á landi. Alls staðar eru kaupfélögin að vinna nauðsynjaverk. Þau leggja víða fram fjármagn, sem ræður úrslitum, þegar leysa þarf vanda atvinulífsins og brjóta nýjar leiðir. Þau veita hvers konar menningarmálum stuðning og brautargengi. Skipting fjármagnsins milli héraðanna er stórmál. Verzlun- in hefir löngum dregið fé frá fátækustu sveitarfélögum, þangað sem mest fjármagn var fyrir. Það er samvinnuhreyfing- in, sem með beztum árangri hefir unnið gegn því. Það eru tvær ástæður til þess, að mikill hluti manna vill helzt geta verzlað að öllu leyti við kaupfélög: Þeir finna, að þar fá þeir hagstæðustu kjörin, og þeir vita, að sá varasjóður, sem verzlunin safnar þar, verður um aldur og ævi óskiptanleg eign fólksins á verzlunarsvæðinu og stendur undir valdi þess og stjórn. Þessar ástæður eru alveg nægilega sterkar til þess, að kaupmenn skilji hvert straum- urinn legst, ef ekkert er að gert. Þeir vita, að kaupfélögin verzla með h. u. b. helming af mat- vörum öllum, meðan t. d. vefn- aðarvöruverzlun er haldið í þeim skorðum, að fólkið fær ekki að hafa nema 14% af henni í eigijp búöum. Þess vegna biðja þeir um hömlur og bind- (Tramhald i 4. siðuj Fimmti ársfundur norð- lenzkra presta og kennara var haldinn á Akureyri dagana 20. og 21. sept s.l. Á fundinum mættu 9 prestar, 19 kennarar og 7 fundarmenn aðrir, eða alls 35 manns. Fundur þessi hafði verið undirbúinn af þingeyskum prestum og kennurum, en for- maður undirbúningsnefndar var séra Björn O. Björnsson, Hálsi. Forseti fundarins var Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, en auk hans voru fundarstjór- ar: séra Þorvarður Þormar og Hannes J. Magnússon. Ritarar voru Egill Þorláksson og Eirík- ur Sigurðsson. Aðalumræðuefni fundarins var þegnhollusta. Framsögu- erindi fluttu Þorsteinn M. Jónsson og séra Björn O. Björnsson. Miklar umræður urðu um þetta mál, sem önnur mál, er rædd voru. Á fundinum flutti Jón H. Þor- bergsson erindi um heimilis- guðrækni, en séra Pétur Sigur- geirsson sýndi kvikmynd úr ís- lendingabyggðum í Ameríku og flutti stutt erindi um kristilega æskulýðsstarfsemi. Fundarmenn hlýddu á messu í Akureyrar- kirkju síðari fundardaginn, þar sem séra Sigurður Guðmunds- son á Grenjaðarstað prédikaði fyrir altari. Pétur Sigurðsson, ritstjóri úr Reykjavík mætti á fundinum. í undibúnings- nefnd fyrir næsta fund voru kosnir: Séra Friðrik A. Friðriks- son, Húsavík, séra Þormóður Sigurðsson, Vatnsenda og Eirík- ur Sigurðsson, kennari, Akur- eyri. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: 1. Fundurinn telur nauðsyn, að prestum og kennurum gefist sem tíðast kostur utanferða sér til aukins náms og þroska, slík- ur vandi, sem þeim er fenginn með forystunni í trúar- og menningarmálum alþjóðar. 2. Um leið og fundur norð- lenzkra presta og kennara þakkar dönskum lýðháskóla- stjórum velvild og skilning í handritamálinu, leggur hann áherzlu á, að einskis verði látið ófreistað til bráðrar endur- heimtar fornra íslenzkra skjala og handrita úr erlendum söfn- um. 3. Fundurinn vill vekja athygli einstaklinga og félaga í sveit og bæ á nauðsyn meiri fágunar og menningar í skemmtana- og samkvæmislífi þjóðarinnar, og vill í þvi sambandi skora á æskulýð landsins að beita sér af alefli fyrir útrýmingu áfengis og tóbaks á. samkomum sínum. Jafnframt vill fundurinn taka í þann streng, að skemmtisam- komum sé lokið ekki löngu eftir miðnætti. 4. Fundur presta og kennara norðanlands vottar skólameist- ara Sigurði Guðmundssyni virð- ingu og þökk, er hann nú lætur af stjórn Menntaskólans á Ak- ureyri, og telur mikla giftu hafa fylgt forustu hans. 5. Fundurinn skorar á fræðslumálastj órn landsins að beita sér fyrir því að bönnuð verði með lögum öll pólitísk æskulýðsfélög meðal ungmenna innan 18 ára aldurs. 6. Fundurinn lítur svo á, að margt af því sem miður hefir farið og fer í löggjöf vorri og stjórnarfari, eigi rætur að rekja til óviðunandi stj órnarskrár, er vér búum nú við. Því átelur hann það harðlega, að ekki skuli efnt það heit, áð ný og betri stjórnar- skrá sé samin og lögð fyrir þjóð- ina til umræðu og ályktunar. Telur hann heppilegustu lausn þessa máls, að kallað sé saman sérstakt stjórnlagaþing, er taki stjórnarskrármálið til meðferð- ar og afgreiðslu í frumvarps- formi. Alþingi ákveði tölu þing- fulltrúa og séu þeir kosnir af bæjar- og sýslufélögum. 7. Fundurinn telur þannig komið högum vorum, að óvenju mörg og mikil vandamál fjár- hags- stjórnarfars- og siðferði- legs eðlis steðji nú að, og að það sé þjóðinni lífsnauðsyn að sam- eina alla krafta sína til sóknar og varnar í baráttunni fyrir sjálfstæði sínu og menningu. Lítur fundurinn svo á, að hvergi myndi betri skilyrði til að sameina þjóðina til alvarlegrar íhugunar og átaka, en á hinum fornhelga þingstað hennar, og því sé almennur Þingvallafund- ur æskilegur þegar á næsta sumri. 8. Fundurinn skorar á alla presta og kennara í landinu að beita sér gegn drykkjuskapar- tízkunni, og fyrst og fremst með því að neyta sjálfir ekki áfengra drykkja. 9. Með því að sjaldan eða aldrei mun hafa verið meiri þörf á sterkum kristilegum áhrifum á æskuna í landinu en nú, skorar fundurinn á alla presta og kenn- ara landsins að taka upp öflugt samstarf um kristilegt æsku- lýðsstarf á vegum þjóðkirkjunn- ar. 10. Fundurinn lýsir yfir trú sinni á ómetanlegt gildi þess fyr- (Framhald á 4. siðu) á móti því, sem kaupmenn greiða í skatt. Jafnframt geng- ur það með þær grillur, að kaup- félögin séu skattfrjáls. Þeir, sem einhverntíma hafa lagt eyrun að lestri útsvars- skrár eða skattskrár, ein- hvers staðar þar, sem kaupfélög starfa, vita betur. Það eru nefnilega til opinberar tölur og alþjóð kunnar, sem svipta svona grillum í sundur. Mbl. ætti að lýsa fyrir lesend- um sínum I hverju þetta „skatt- frelsi" kaupfélalganna einkum liggi. í öðru lagi er svo það, að nokkur munur er á, hvort hluti vöruverðs gengur til baka til kaupenda eða verður tekjuaf- gangur gróðafyrirtækis, þótt skattskylt sé. Það er óhætt að kalla kaupmannaverzlanir gróðafyrirtæki, þegar, svo hátt er komið í skattstigann, að kenning Mbl. um skattgreiðsl- una er orðin rétt. dráp og hryðjuverk. Blaðið ætti að sýna andúð sína á rétt- armorðum áður en það fer ler^ra í svona frásögnum, ef það vill ekki láta lesendurna hlægja að sér. íslenzkir blaðalesendur geta dæmt um það, hvernig Þjóðvilj- inn ræktar hugina og gerir þá ónæma fyrlr „þeim öflum, sem spilla vilja friðinum." OSKAKLÆÐIN, Kvenkjólar, sem ekkert festir á, — hvorki blett né hrukku. Kvoðukennt tjöruhlaup, hrá-' olía, úrgangur úr timbri og baðmull, mjólk, sýrur og gler — þessi ágætu efni vekja yfirleitt ekki hjá okkur nein fagurfræði- leg hugsanatengsl, en þau eru nú samt sem áður hráefni sem ný undursamleg og ljómandi fataefni eru unnin úr. Það eru vitanlega til falleg kjólaefni núna, en mörg stundin fer í að þvo og strjúka og hreinsa bletti burtu. Okkur dreymir um spán- ný efni, sem sauma mætti úr .furðukjóla, sem aldrei geta krumpast né kripplast, hvorki mölur né ryð fær grandað og væru með öllu blettlaus, hvað sem að höndum bæri. Slíkt efni yrði uppfylling á óskum allra kvenna, sem hirða föt sín sjálf- ar, um endingargóð, sterk og haganleg klæði, sem jafnframt væru útlitsgóð. Hér leysa vandræðin hin nýju efni, sem við höfum heyrt getið um á stríðsárunum. Vísinda- mennirnir kepptust við og fjár- magnið var lagt 1 rannsóknirn- ar, án þess að horft væri í kostnaðinn til að finna ný efni ’ eða endurbæta önnur eldri, svo að þau mætti nota til hernað- arþarfa. Og nú er kominn tími til að þessar nýju uppgötvanir fari sigurför um heiminn, sem friðsamlegir hlutir ' til hvers- dagslegra gagnsmuna og gleði. Við höfum heyrt talað um nylon. Svo lengi hefir nú farið frægðarorð af nylonsokkum, að flestar stúlkur hafa þráð að eignast þá. En það, sem hefir kom|ið fyrir almenning£)sj ónir, er ekki nema eins konar fyrir- boði þess er koma skal. Það eru til margs konar nylonefni, nefnd ýmsum nöfnum, sem hvergi finnast í orðabókum, en e. t. v. eiga eftir að valda byltingu í búningi kvenna (máske karla líka, en það er nú önnur saga). Fortisan, Koroseal, Velon, Koda, Sumite, Vinylit, Vinyon, — þetta eru nokkur af nöfnum undranefnanna. Fortisan og nylon, er undra- sterkt efni, jafnvel í hárfínum þráðum. Það var notað i stríð- inu I íallhlífar og varnarloft- belgi. Það eru líka viða um lönd konur, sem urðu svo heppnar að njóta á þeim tímum góðs af innflutningi fallhlífa — nylon- silkis! Þó er Koda furðulegra efni. Það er sjálflýsandi efni, sem getur sést í 20 þúsund feta hæð. Þannig voru gefin með því merki á stríðsárunum milli landhers og flugmanna. Þá var efnið breitt á jörðina eða flug- vélarnar eða jafnvel fest á klæði manna. En nú eru Amer- íkumenn farnir að sauma kven- fatnað úr þessu efni og sjálf- lýsandi samkvæmiskjólar komn- ir þar á markað. Koroseal var farið að nota i regnkápur fyrir stríð, töskur o. fl. þ. h. og á stríðsárunum var það haft í tjöld, svefnpoka, gas- grímur og auðvitað regnkápur. Efnið er algerlega vatnshelt.. Auk þess er það mjög sterkt og tekur ekki á sig bletti. Blek- klessur, ávaxtamauk og þess háttar blettir skolast auðveld- lega af. Ryk og rusl má bursta af, svo að hverg|i sjái eftir. Sportföt og annar klæðnaður, sem þarf að vera sterkur, mun á komandi tímum verða saumað- ur úr þessu efni. Lumite var upphaflega notað til að verja hermenn í Austur- löndum fyrir skordýrahættu, en mun framvegis verða haft I hatta, töskur og allt slíkt fylgi- fé með kvenlegum klæðnaði. Velon var líka notað hermönn- unum til hlífðar, einkum til að verjast moskitóubiti. Það mun líka verða mikið notað. Það er hægt að lita eins og menn vilja og það heldur sínum upphaflega lit þrátt fyrir þvotta og sólskin. Velonþræðirnir geta verið svo grannir, að úr því má vinna undralétt nærklæði, en auk þess má líka vinna úr því þykkri efni, sem hentug eru í kjóla. Og elns má hafa það í áklæði á húsgögn o. s. frv. Nú er unnið að fullkonínun og tilraunum með öll þessi efni. Við hættum ekki að nota gömlu efnin úr baðmull, náttúrusilki, hör og ull, en ef nýju efnin geta sameinað hlýju og mjúkan gljáa ullarinnar við endingar- gæði og verjast brotum og blettum betur en við höfum þekkt o. s. frv. o. s. frv., — og verða þá meðal annars eld- traust, en það hafa ekki nylon- vörur þær, sem við þekkjum ennþá verið — þá munu þau valda gagngerðum breytingum og við einhuga óska þess, að þau verði fáanleg fyrir alla. Þýtt úr „Landet". Vinniff ötulloga fyrir Tinrnnn, Auglýsið í Tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.