Tíminn - 10.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hi. 31. árg. RITSTJÓRASKRIPSTOF0R: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Sími 2323 Reykjavík, föstudaginn 10. okí. 1947 185. Jiliio ERLENT YFIRLIT: GETA RÚSSAR HJÁLPAÐ ÖÐRUM ÞJOÐUM? Rússnesk í»löo telja viðreisnarstarfinu í Rússlandi á margan hátt ábótavant Sá orðrómur hefir gengið undanfarið, að Rússar hafi í undir- búningi að veita ríkjunum í Austur-Evrópu svipaða aðstoð og Bandaríkin munu veita ríkjunum í Vestur-Evrópu, ef Marshalls- tillögurnar verða að veruleika, Þekktur blaðamaður, G. B. Thomas, sem hefir sérstaklega kynnt sér málefni Sovétríkjanna ög ritað allmikið um þau, hefir nýlega gert orðróm þennan að timtalsefni og fara hér á eftir nokkur aðalatriðin í grein hans. HANN NOTAÐI SÉR FRELSIÐ Rússar vita, að það er ekki vinsælt hjá Austur-Evrópuþjóð- unum, að þeim var meinað að taka þátt í Paríasráðstefnunni, en það þýddi vitanlega það sama og þær sviptu sig hlut- deild í Marshallsláninu. Rússar hafa reynt að vinna gegn þess- ari óánægju með tvennu móti. í fyrsta lagi hafa þeir gagnrýnt mjög hið fyrirhugaða Marshalls lán og talið það gera þær þjóð- ir, sem myndu þiggja það, full- komlega háðar Bandaríkjunum. í öðru lagi hafa þeir látið í það skína, að þeir væru fúsir til að veita þeim þjóðum aukna að- stoð, sem höfnuðu Marshalls- láninu. Það er víst, að Rússum myndi verða það vænlegt til fylgis, ef þeir gætu veitt þessum þjóðum aukna aðstoð, því að hún mun vel þf;gin hvaðan sem hún kem- ur. Ekki sízt myndi þessum þjóðum koma það vel í vetur, ef þær gætu fengið meira af kornvörum frá Sovétríkjunum. í Tékkóslóvakíu og Póllandi hef ir kornuppskeran brugðist veru- lega, og þótt kornuppskeran verði meiri í Rúmeniu og Júgó- slavíu en í fyrra, eru bæði þessi lönd þó þurfandi fyrir korn- innflutning. Kornuppskeran mun verða mjög sæmileg í Sovétríkjunum i ár og því má vel vera, að Rússar geti flutt verulegt korn til umræddra landa. Þeir hafa líka þegar samið um sölu á 200 þús. smál. af korni til Tékkóslóvakíu og fá þaðan vél- ar og iðnaðarvörur í staðinn. — Það korn, sem þeir hafa þegar flutt til Tékkóslóvakíu, hefir þó ekki komið frá Sovétríkjunum, heldur hafa Rússar fengið það í Ungverjalandi upp í skaðabóta- greiðslur. Þetta bendir ekki til þess, að Rússar séu mjög af- lögufærir. Til þess að gera sér grein fyr- ir, hvort Rússar geta staðið við fyrirheit sín um aukna aðstoð til Austur-Evrópulandanna, er einna bezt að kynna sér efna- hagslega aðstöðu þeirra sjálfra. Rússar segja, að fimm ára áætl- unin hafi staðist fullkomlega hingað til, en sé litið á rúss- nesk blaðaummæli um ýmsa höfuðþætti atvinnulífsins, virð- ist niðurstaðan enganveginn jafrí glæsileg. ERLENDAR FRÉTTIR Tveimur Júgóslövum hefir ný- lega verið vísað úr landi í Chili fyrir ýmiskonar kommúnistíska undirróðursstarfsemi. — Menn þessir voru báðir starfsmenn júgóslavnesku sendisveitarinnar Nokkrar breytingar hafa að undanförnu verið gerðar á brezku stjórninni. Veigamesta breytingin er sú, að Shinwell eldneytismálaráðherra hefir lát ið af því embætti og tekið sæti hermálaráðherrans, og á hann nú ekki lengur sæti í aðalstjórn- inni. Yfirleitt miða breyting- arnar að því, að yngri menn taki við ráðherrastöðunum i stað hinna eldrl. Kolaframleiðslan er ein mik- ilvægasta undirstaða atvinnu- lífsins. „Kolavinnslan", segir Isvestia nýlega, „fylgir ekki á- ætluninni. Þetta tefur nýbygg- ingu stál- og járniðnaðarins, dregur úr járnbrautarsamgöng- um hamlar raunar allri hinni efnahagslegu endurreisn". Blaðið segir ennfremur, að vélar vanti til kolavinnslunnar og ekki sé hægt að hef ja vinnslu í nýjum kolanámum vegna skorts á tilheyrandi húsnæði. Pravda segir 5. ágúst, „að þann 15. júlí hafi kolabirgðir við orkuverin verið helmingi minni en áætlunin gerði ráð fyrir, og flutningarnir á Donetzkolunum séu í ólagi. Verði ekki ráðin bót á þessu tafarlaust, muni það lama iðnaðinn á komandi vetri". Pravda gagnrýnir jafnframt hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir drátt á byggingu nýrra raf- orkuvera. Byggingamálin í Sovétríkjun- um víðast í ólestri. „Bráðum er fyrri árshelmingurinn liðinn", segir Pravda 26. júní síðastl., „en ekki raknar þó fram úr því, að byggingaáætluninni sé full- nægt. í Sverdlovsk t. d. er enn ekki búið að byggja nema 12.3% af því, sem átti að vera tilbúið í apríllok. f Úral og Síberíu er víða ekki búið að byggja nema örfá hundruð húsa, þar sem átti að vera búið að byggja fleiri þúsund. Hvers vegna er t. d. múr- steinsframleiðslan í Novosibirsk aðeins þriðjungur þess, sem hún á að vera?" Blaðið heldur svo áfram að nefna fleiri slík dæmi og segir m. a., að fram- leiddir hafi verið 58 millj. færri múrsteinar en áætlað var. Rússnesku blöðin telja og sitthvað varhugavert hjá land- búnaðinum. Pravda segir 26. júlí um uppskeruna í Úkraínu, að vinnan gangi mjög seint, og mikið korn muni fara forgörð- um, ef sliku heldur áfram. Blað- ið segir ennfremur, að, samyrkju búin á Kievsvæðinu séu langt á eftir áætlun. Þannig mætti nefna fleiri dæmi. En vitanlega er ekki rétt að byggja einhliða á þeim á- lyktanir um efnahagslega getu Sovétríkjanna. Hins vegar verð- ur því ekki neitað, að Rússar virðast hafa tilhneigingu til þess að telja efnahagslegan styrk sinn meiri en hann er. Rússar buðust t. d. til þess, þeg- ar brezk-rússnesku samning- arnir stóðu yfir, að selja Bret- um 1.000 þús. smál. af korni og ógrynnin öll af timbri. Þeir kunnugir menn, sem þekkja til, telja þetta hafi verið tylliboð, gert til þess að auglýsa fram- leiðslumátt Sovétríkjanna, og ékkert hafi orðið úr samningun- um vegna þess, að Rússar gátu ekki staðið við þessi tilboð sín. A. m. k. hafi þeir ekki haft neinn afgang eftir handa Bret- um, ef þeir ætli að veita Austur- Evrópuþjóðunum aukna aðstoð. Það má óhætt fullyrða', að Það bar nýlega við í Málmey í Svíþjóð, að maður, sem var nýkominn úr geðveikrahæli, setti hálfan bæinn á annan endann. Fyrsta verk þessa manns, ei'tir að hann öðlaðist frjálsræSi, var að i'á sér daglega í staup- inu. Síðan klifraði hann upp á þak á fimm hæða húsi og hóf þar ýmsar leikfimisæfingar úti á þakbrúninni. Fólk á götunni kom þegar auga á manninn, og nú þusti að múgur og margmenni. Allir voru með öndina í hálsinum yfir framferði þessa fifldjarfa manns. Innan lítillar stundar kom brunaliðið á vettvang með öll þau björgunarnet og stiga, er það hafði ráð á. Loks fipaðist manninum heljarstökk uppi á þakbrúninni, og heppnaðist brunaliðinu að ná honum í eitt neta sinna á fallinu. Var hann síðan fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús. — Myndin hér að ofan var tekin í þeirri andrá, er maðurinn hentist út af þakinu. — AUir bíða lokaþáttarins í orðvana spenningi. Skipstrand við Mýrar: Nýi vitinn á Þormóösskeri villti skipstjórann Skipbrotsniennirnir vistaðir í Súðinni, því að ekki var hæli að f á í landi Klukkan 10,50 í fyrrakvöld tók loftskeytastöðin í Reykjavík á móti neyðarskeyti frá norska skipinu „Bro", og var þá tilkynnt, að það væri strandað. Það var á suðurleið og kom frá Breiða- fjarðarhöfnum, en þangað hafði það farið með kolafarm fyrir S. f. S. Var skipið tómt, er það strandaði. Loftskeytastöðin gerði Slysa- varnafélagi fslands og skipum á Faxaflóa þegar aðvart, en hafði jafnframt stöðugt sam- band við skipið sjálft, er aðeins hafði talstöð. Slysavarnafélagið hér brá þegar við og hafði sam- band við slysavarnafélagið á Akranesi. Formaður félagsins á Akranesi setti sig þegar í sam- band við báta, er voru að koma úr róðri. Fór báturinn „Sigur- fari", 61 smálest, að stærð, þeg- ar að leita skipsins. Skipshöfninni bjargað. Um kl. 1 um nóttina hafði Sigurfara. tekizt að finna skip- ið. Hafði það strandað utarlega 100 þús. skógarfurur frá Noregi í viðtali, er birtist nýlega í Tímanum við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra hafði láðst að skýra frá því, að auk hinna 150 búsund plantna, er skógræktin úthlutaði frá eigin gróðrar- stöðvum, voru fluttar inn 100 bús. skógarfurur frá Norður- Noregl. Voru þessar furur 3—4 ára gamlar. Var þeim dreift víðsvegar um skógarsvæði lands ins og þær gróðursettar þar. Við flutninginn á furunum hingað urðu mjög lítil afföll, og hafa þær dafnað vel. - í skerjagarðinum norðaustur af Þormóðsskeri ,um 2 sjómílur frá þeim stað, er franska hafrann- sóknaskipið, Pour qoui pas strandaði hér um árið. Skipsmenn, um 30 alls, voru flestir komnir í tvo björgunar- báta, er Sigurfara bar að. Var Sigutíari beðinn frá skipinu að komast sem næst því, því að skipsmönnum þótti ekki árenni- legfr að róa langa leið á móti bátnum þar í skerj agarðinum. Hins vegar varð Sigurfari líka að fara varlega, en þó var nauð- synlegt að hafa hraðan á. Veð- urspáin um kvöldið var sú, að vindur myndi færast úr land- átt, er á var, í suðvestanátt. Þessi staður er ætíð stórhættu- legur, en þó allra verstur í vestan- og suðvestanátt. Áður en langt um leið hafði Sigurfara tekizt.að bjarga öll- um mönnunum, en björgunar- bátana tvo tók hann í eftir- drag til Akraness. Komst hann með skipbrotsmennina heilu og höldnu af slysstaðnum. Á Akra- nesi skyldi hann björgunarbát- ana eftir en fór með skipshöfn- ina til Reykjavíkur og kom þang að kl. 6 í gærmorgun. Orsök strandsins. Er skipið strandaði, var veð- ur gott og lítill sjór. Samkvæmt heimildum frá Slysavarnafé- laginu var það hinn nýi viti á Þormóðsskeri, er villti skipstjór- ann. Byggingu þessa vita var (Framhald á 4. síBu) Beöiö með óþreyju eftir því, hvort vetrarsíldin kemur Um 60 þús. tunnur beitusíldar notaðar í fyrra — aðeins 21 þús. tunnur til nú Um mánaðartíma hafa 4 bátar frá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi leitað síldar í Faxaflóa, sérstaklega á þeim slóðum er síldin hélt sig aðallega á í fyrravetur. Árangur af þessari leit er enn sama og enginn. Þrjátíu Faxaflóabátar leituðu árangurs- laust síldar í fyrradag. Enn er ekki komið á land nema þriðjung- ur þeirrar síldar, er veiðiflotinn þarf til beitu í vetur. Ástæðuna fyrir hversu lítil* síld hefir veiðzt í haust telja menn, auk slæmrar veðráttu, þá að mikið af kolkrabba er komið í flóann, en sennilegt þykir, að hanvi muni fjarlægjast aftur, er hðlna tekur í veðri og sjó, frá því sem nú er. Eins og menn rekur minni til fór Kollafjarð- arsíldin ekki að veiðast fyrr en í nóvembermánuði í fyrra. Má ef til vill vænta, að svo verði einnig nú. Bátar þeir, er leitað hafa frá Akranesi á vegum Haraldar Böðvarssonar, eru búnir ýmsum veiðitækjum. Einn báturinn hef- ir gert tilraunir til að veiða með háf og netum, en annarr með snurpunót, og allt er tilbúið til að taka á móti síld, ef hún læt- ur á sér bæra. í haust var síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan á Akranesi, sem er eign hlutafélags þar, endurbætt mjög mikið. Ny pressa var sett í verksmiðjuna og ennfremur nokkrar nýjar vél- ar. Fyrir nokkru var verksmiðj- an reynd. Brædd voru um 100 mál síldar í henni, og reyndist hún mjög vel. Er hún nú til- búin að taka á móti síld, ef hún veiðist hér í vetur fram yfir það sem nauðsynlega þarf til beitu. Verksmiðjan getur brætt 1000—1200 mál á sólar- hring. Beitusíldaraflinn á öllu land- inu mun ekki nema meira nú en 21,000 tunnum, en á vetrar- vertíðinni í fyrra var eytt 60,000 tunnum. Vantar því enn um % af þeim beitusíldarafla, er (Fr&mhuid á 4. síBu) FARID í LEITIR í FLUGVÉL í¥ý leit, þegar veður leyfir Að tilhlutun sauðfjárveiki- varnanna var farið í göngur á fjárskiptasvæðinu í flugvél s.I. þriðjudag. Eins og skýrt var frá í Tím- anum nýlega fóru fram fjár- skipti í allmörgum hreppum I Barðastrandasýslu, Dalasýslu, Strandasýslu og V.-Húnavatns- sýslu nú í haust Til þess að ganga úr skugga um, að ekki leyndust eftirlegu- kindur á fjárskiptasvæðinu, fór flugvél frá Flugfélagi ísJands, er í voru tveir sérstaklega kunn- ugir menn, s.l. þriðjudag yfir fjráskiptasvæðið og leituðu um Dalasýslu og báðu megin Hrúta- fjarðar. Veg^na óhagstæðs veð- urs var ekki unnt að leita norð- ur um Bitruna að þessu sinni. líeitarmennirnir voru Árni Gunnlaugsson járnsmiður, Hún- vetningur, og Friðgeir Sveins- son fulltrúi, Dalamaður. Skygni var ekki gott þennan dag og verður því farið aftur í slíkan flugleiðangur næst, þeg- ar veður verður hagstætt til þess og þá flogið yfir allt svæð- ið. Leitarmennirnir sáu enga kind í þessari för. Fyrsta íslenzka farþega- flugiö vestur um haf Hekla flýgur á 12 klst. laiilli New York og Reykjavíkur „Hekla", Skymasterflugvél Loftleiða, kom til Reykjavíkur á hádegi í gær, eftir 12 klukkustunda og fimm mínútna flug frá New York, að frádregnu stanzi á Ganderflugvelli. Lauk þar með fyrsta íslenzka farþegafluginu vestur um haf. Tíðindamaður blaðsins hefir í tilefni þessa átt viðtal við þá Kristinn Olsen flugmann og Árna Egilsson loftskeytamann, en þeir eru af áhöfn flugvélarinnar. Hekla lagði af stað í fyrstu Ameríkuför sína frá flugvellin- um í Reykjavík síðastl. sunnu- dagskvöld kl. 10.-Komið var til Ganderflugvallar á Nýfundna- landi eftir rúmlega 9 klst. flug. Mótvindur var alla leiðina, en ferðin gekk annars eins og bezt varð á kosið. Staðið var við á Gander iy2 klst. Þar háttar líkt til og í Keflavík. .Lítil sem engin byggð er sjáanleg nærri flugvellinum, (Framhald d 4. stðu) „Hekla", hin nýja Skymasterflugvél Loftleiða, á Reykjavíkurflugvelli. — (Ljósm.: Guð'ni Þórðarson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.