Tíminn - 10.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIMV, fftstudagiim 10. okt. 1947 185. blað Sr. Gnnnar Árnason, Æsnstöðum: Óleystverkefni Helgi Hannesson og félags heimiliö í Ási Föstudagur 10. otet. Orsök og afleiðing Af og til minnlst Þjóðviljinn á stjórnarfarið á íslandi og þyk- ir þar flest öfugt ganga, sem vænta má. Leiðari blaðsins í gær er skrif- aður um þetta efni. Er þar talið upp það sem stórkostlegast þykir, af því sem að er. Þjóðviljinn segir að gjaldeyr- inum hafi verið eytt gegndar- laust og nýtilegar framkvæmdir stöðvist af féleysi. Innflutning- urinn sé i ólestri og heildsalarn- ir noti aðstöðu sína til þess að standa í lengstu lög gegn út- hlutunarreglum um innflutn- ingsleyfi í samræmi við stefnu- yfirlýsingar og fyrirheit ríkis- stjórnarinnar í málefnasamn- ingi hennar. Það er sjálfsagt margt rétt í þessu hjá Þjóðviljanum, — þvi miður allt of margt. En þessar staðreyndir rifja bara upp aðrar staðreyndir, sem ekki má láta sér yfirsjást. Öll þessi ófremd, sem Þjóð- viljinn mæðist nú svo stórlega yfir og mjög að vonum, er arfur frá fyrrverandi ríkisstjórn, sem Sósíalistar tóku sjálfir þátt í. Meðan sú stjórn sat hvarf gj aldeyririnn burtu. í hennar tíð fór að skorta fé og efni til nýtilegra hluta. Byggingarmálin komust í hina mestu ófremd. Ríki og einstaklinga skorti fjár- magn til ^ð hrinda hugsjóna- málum í framkvæmd. Þjóðviljamenn gætu leitað hjá sér, hvort þeir finna ekki neitt, sem gæti minnt þá á, að allir flokkar lögðu til menn í fyrra til áróðurs til að safna fé í stofn- lánadeild sjávarútvegsins. Ekki var núverandi stjórn þá tekin við völdum. Það var stjórn Sós- íalista sem þá sat. „Nýsköpun- arstjóm kallaði hún sig. En sé nafnið „hrunstjórn" nokkurs staðar réttnefni á það einmitt við um þá stjórn, sem gróf sundur grunninn undir öllu þjóðlífinu. Þjóðviljinn talar um heild- salagróða, heildsalavald. Þetta er ekki alveg út í bláinn, en hvenær var ofríki heildsalanna mest? Hvenær var gróði þeirra gegndarj^usastur? Það var ein- mitt á því tímabili, sem Sósíal- istar tókk.þátt í stjórn ríkisins. Sízt skal gera lítið úr því rang- læti og örðugleikum, sem stafa frá því þjóðfélagsástandi, sem þannig hefir skapazt, en hinu má ekki gleyma, að það er lika arfur, — óheillaarfur úr hinu pólitíska þrotabúi, sem Sósíal- istar höfðu stjórnarvald á. Það er Iwegt að heimta fram- farir og uppbyggingu, gjaldeyri til gagnlegra mála og réttlæti í verzlunarmálum og yfirleitt |skiptíngu þjóðarteknanna. En þegar þeir, sem með hávaða og offorsi heimta þetta, hafa sjálf- ir gert manna mest til að tor- velda að það væri hægt, er á- heyrendunum vorkunn þótt þeir taki lítið mark á slíku masi. Þjóðviljamenn ættu að sýna sinn$skipti sín og einhver iðr- unarmerki eftir setuna í fyrr- verandi stjórn, svo að umbóta- menn landsins geti tekið mark á þeim. En meðan þeir hæla sér af því að hafa skapað öngþveit- ið, verður lítið mark að, þó þeir tali illa um það. Komið þið með peninganav sem við eyddum. Byggið upp það, sem við brutum niður. Full- Eins og kunnugt er hefir inn- flutningur og notkun ýmissa véla í þágu landbúnaðarins aukizt mjög á síðustu árum. Er nú svo komið að á flestum bæj- um eru ekki eingöngu einhver hestverkfæri til flýtisauka og þæginda, heldur líka aflknúnar vélar, enkum mjaltavélar, ljósa- mótorar, bifreiðar o. fl. Þessi vélakaup hafa á ýmsan hátt bætt aðstöðu og afkomu bændanna og jafnvel gjört mörgum kleift að halda áfram búskap, sem annars hefðu orðið að leggja árar í bát sakir fólks- leysis. En þetta mál, sem önnur, hefir margar hliðar og hefir þeim ekki öllum verið mikill gaumur gefinn hingað til. Ein er sú, sem hér verður lítillega vikið að, en það er viðhald þess- ara tækja. íslendingar teljast víst ekki miklir hirðumenn og mun það varla að ósekju. Eitt dæmið um vinhirðuna er það, að ærið víða vantar okkur hentugar og nýti- legar verkfærageymslur til sveitanna og skilja ýmsir jafn- vel ekki gildi þeirra til hlítar. Menn kunna og misjafnlega meðferð vélanna og fæstir vel, enda eru flestir leiðarvisar, er þeim fylgja, á erlendu tækni- máli og óskiljanlegir öllum þorr- ánum. Er og lítill kostur verk- legra námskeiða í þeim tilgangi að kenna hirðing og meðferð búvéla, enda fæstir, sem eiga heimangengt slíkra erinda. Þess er þó vert að geta að lítilsháttar hreyfing hefir hafizt í þá átt að kenna eitthvað í þessum efn- um, t. d. með útgáfu pésa um meðferð mjaltavéla af hálfu B. í. og „Jeppabókinni“ af hálfu Stillis. En hér vantar mikið á að nægilega sé aðhafzt. Þá er þess að geta að margs konar vélategundir hafa verið á boðstólum og mjög misjafnar að gæðum. Sumar eins og t. d. jepparnir, hafa reynst mjög vel. Aðrar, eins og mjaltavélarnar frá H.F. Orku illa. Þær hreyfi- vélar hafa þar, sem ég hefi haft spurnir af, gefizt svo illa að undarlegt má heita að vandað sölufélag skuli selja þær, án þess jafnvel að hafa jafnframt á boðstólum nauðsynlega vara- hluti. En nú kem ég að því atriði, sem mér virðist mest athuga- vert og knýjandi til úrlausnar í sambandi við vélanotkunina, en það er viðgerð þeirra búvéla, sem bila. Vélaöldin er svo tiltölulega nýhafin að viðgerðarþörfin hef- ir ekki verið ákaflega aðkall- andi fram að þessu. En þar sem svo er í pottinn búið, sem lýst hefir verið, að því er snertir meðferð og geymslu vélanna fyrir utan útbreiðslu lélegra tegunda, þá er víst, að á næst- unni verður viðgerðarþörfin ákaflega mikil, í öllum sveitum. Ber því bráða nauðsyn til að nægið því réttlæti, sem við fót- umtróðum. Þetta eru vígorð og kröfur Sósíalistanna í dag. Þeir sátu í tvö ár í ríkisstjórn og menn skulu minnast þess þangað ^il iðrunarmerkin koma í Ijós, að það var ekki ágrein- ingur um innanlandsmálin, sem varð til þess, að þeir rufu stjórn- arsamstarfið. Vegna innan- landsmálanna hefðu þeir svo 1 sem gjarnan viljað sitja lengur. ráðin verði á henni betri bót en nú er fyrir hendi. Þess má að vísu geta, að véla- verkstæði hafa risið upp í nokkrum kauptúnum síðustu árin, en flest sinna þau fyrst og fremst bifreiðaviðgerðum. Hitt er víst, að í flestum sveitum landjins er enginn maður, sem vit hefir á viðgerð rafmótora af neinni tegund. Jafnvel útvarps- tæki, sem nú eru næstum til á hverjum bæ, þarf iðulega að senda til Reykjavíkur til við- gerðar. Nú er augljóst, að þegar um bilanir á búvélum er að ræða getur hvorugt gengið til lengd- ar, að vélin falli langan tíma úr notkun, né að komið verði henni langan veg til viðgerðar. Bóndinn, sem treystir á vélarn- ar kemst í vandræði og jafnvel strand, ef að þær bregðast nema í bili. Það kann og að vera hon- um óhæfilega erfitt og hlálega dýrt, ef að hann kann að þurfa að senda vélina svo langan veg til viðgerðar vegna smávægi- legrar bilunar, að viðgerðin kosti mikinn hluta af vélarverð- inu. Augljóst er að ef lag er á, verður bóndinn bæði að hafa nokkra þekkingu á vélinni sjálf- ur og einnig eiga kost á nægi- legri aðstoð við flestar algengar viðgerðir, ýmist á sjálfum staðnum eða á verkstæði í grenndinni. Mér virðist aðeins ein le>ð fær í þessu máli. Hún er sú, að auk þess, sem undið er að því af hálfu B. í. að gefa út leiðarvísi um allar algengar heimilisvél- ar, séu ráðnir sérfróðir menn til þess í hverju sýslufélagi að leið- beina bændum um hirðing og meðferð heimilistækja og ann- ast viðgerðir þeirra þegar svo ber undir. Þessir menn þurfa ætíð að vera til taks að koma til hjálpar þegar bændur óska aðstoðar þeirra heima á bæjun- um. En þeir þurfa lika að hafa verkstæði á hentugum stöðum í hverri sýslu þar sem gert er við allar meiri háttar bilanir, eftir því sem unnt er. Annað mun þykja algengara en það, að kvikmyndastjörn- urnar í Hollywood séu kenndar við myndarleg átök og skörulega afstöðu 1 menningarmálum og þjóðfélagsmálum. Margt bendir til að uppeldi þeirra og starf miðist fyrst og fremst við það, að vera fallegar og sýnast. Og alls fjarri fer því að Hollywood- myndir hafi nokkurn ljóma ágætis eða menningargildis yfir sér almennt. Það er því ekki að undra, þó að það veki eftirtekt, þegar kvikijayndaleikkona í Holly- wood beitir áhrifavaldi sínu til þess að verða til góðs í þjóðfé- lagsmálum. Stjörnurnar eru það fólk, sem mest er horft á og hugsað um, a. m. k. ef unga fólkið er tekið sér. Þær hafa því sérstaklega góða og sterka aðstöðu til að ná tökum á fólk- inu og hafa áhrif. . Það eru ákveðin fegurðarlög- mál, sem eru höfð 1 tizku og kvikmyndaleikkonurnar verða Ég geri á engan hátt lítið úr nauðsyn né starfi þeirra héraðs- ráðunauta í jarðrækt o. fl., sem nú eru í þjónustu bændanna. En það er sannfæring mín að nú sé enn meiri þörf þeirra véla- ráðunauta, sem hér um ræðir því fávizka okkar er enn meiri á þessu sviði en í flestum öðr- um greinum búskaparins. Vitanlegt er að jafnhliða því að óska eftir slíkum starfs- mönnum verður að gera þá kröfu til verzlunarstéttarinnar og stjórnarvaldanna að á hverj- um tíma séu fluttir inn nægir varahlutir í þær erlendar vélar, sem hér eru á boðstólum. Óhæfilegur misbrestur hefir verið á þvi undanfarið. Það er þó sannarlega léleg hagfræði, að láta margar afkastamiklar vélar og þægilegar liggja lang- tímum í lamasessi, eða jafnvel ónýtast af því að ekki er kostur á að fá ódýra varahluti í stað þeirra sem bilað hafa. Vonandi sér Fjárhagsráð við þeim leka. En þý. varahlutir komi á markaðinn verður vélaráðu- nautanna jafn mikil þörf. Menn kunna að spyrja hverjir eigi að kosta þá. Ég svara. Ríkið á að sjá um menntun þeirra. En að afloknu námi eiga þeir að vera í þjónustu búnaðar- sambandanna. Eflaust verða þeir að fá nokk- ur föst laun sem tryggingu fyrir sæmilegri afkomu. En líklegt má þó telja og jafnvel alveg víst, að svo mörg verði hand- tök þeirra í þágu bændanna, að sanngjarnar greiðslur fyrir þau nægi að mestu leyti þeim til góðs lífsviðurværis. Eitt er víst. Ef hæfir menn fást til þessara starfa verða þeir langtum ódýrari en það fyrir- hyggjuleysi í þessum efnum, sem nú ríkir. Enda ómögulegt að láta allt danka svona fram- vegis. Ég skora á B. í. og búnaðar- samböndin að taka þetta mál til athugunar og úrlausnar. Og það þegar í stað, því að á þessu sviði er trassaskapurinn dýr og óverjandi. að lúta og laga sig eftir. Eitt af því tagi er hinn granni vöxtur, og því er stjörnunum yfirleitt ákveðin hámarksþyngd sem þær mega ekki fara yfir. Það var á sinni tíð haft á orði, þeg- ar sænska leikkonan Ingrid Bergman hafði þetta Holly- woodþyngdarlögmál að engu og komst fram með það. En það er á fleiri sviðum, sem Ingrid Bergman hefir sýnt að persónulegt frelsi Norðurlanda- búans er henni eiginlegt og hún er trú og holl hugsjónum þess. Hún hefir tekið ákveðna afstöðu til kynþáttamálsins á þann hátt, sem eðlilegur er frjálsum Norðurlandabúum og fylgir ein- huga þeirri stefnu að réttur og virðing hvítra manna og blakkra sé jafn. Og til þess að sýna á- þreifanlega hug sinn til þessa máls hefir hún ráðið hnellinn og knáan blökkumann 1 þjón- ustu sína. Hann er einkaþjónn hennar og fylgir henni jafnan á ferðalögum. Það er oft þröngt Helgi nokkur Hannesson sem einu sinni var kaupfélagsstjóri á Rauðalæk birti í Timanum 26. ág. s.l. grein, sem hann nefnir: „Saga um samkomu- hús.“ Það er raunar ekki þörf að taka grein þessa til athugunar, en ef einhverjir lesendur Tím- ans, þeir sem fjarri búa litu svo á að hér kynni postuli sann- leikans að verða á ferð vildi ég í stujrtri grein sýna hið gagn- stæða. Sú firra H. H. er ekki svara- verð, að íþróttahúsið á Ási sé óþarft vegna Laugalandshúss- ins, þetta sýnir aðeins hversu hastarlega H. H. hefir slitnað aftan úr hinni komandi þróun. Félagsheimili í hverri sveit á íslandi, það er sú þróun sem koma mun. H. H. gæti alveg eins haldið því fram, að ef einn bóndi í einhverri sveit byggði upp bæinn sinn, væri það nóg fyrir alla hina bændurna. Þeim væri nóg að vita af þessum ný- byggða bæ og koma þar sem gestir endrum og eins. En allir vita hver fjarstæða væri að halda slíku fram. Nú talar H. H. um hið óttalega uppátæki „angurgapanna," það er ungmennafélaganna í Ása- herppi, sem eru að byggja félagsheimili í Ási. Hús, sem kostar „15 hundruð á hvert nef í hreppnum,, og svo gífurlega stórt „að þar mundi sveitin öll geta sofið.“ Viðvíkjandi ndfskatt/hug- myndinni er það að segja að nefskatturinn er reiknaður með þeim venjulega plús, sem H. H. er svo tamt að nota, þegar hann þarf að láta tölur hækka sér í vil. Menn hér um slóðir fara nokkuð nærri um hvað sá plús er hár. Svo töm er greinarhöf. ósannsöglin, að hann slampast ekki einu sinni á að nefna rétt kostnaðarverð á húsi þvl, sem félagið seldi. Skeikar þar um eina þúsund á þeirri smáu upp- hæð. Hvernig halda menn að skekkjan sé á hinum stærri upphæðum Hitt undrar engan, þótt þeir sem sofa sumarlangan daginn, sé svefninn efst í huga og velti vöngum yfir því hvernig hag- kvæmast væri að finna íbúum heillar sveitar rúm og nætur- gistingu á einum og sama stað. Gefið er það í skyn að félags- heimilið sé byggt í trássi við meirihluta hreppsbúa, en þó sé meirihlutavilji ungmennafélaga fyrir hendi. Ég vil bara benda á, að hér er ekki ennþá um sam- eiginlega byggingu við hreppinn að ræða. Hefir því aldrei verið leitað eftir afstöðu hreppsbúa gagnvart byggingunni. En hins má geta, að hreppsnefndin hef- ir lofað 10 þús. kr. sem styrk til hússins. Hefir hún með því sýnt hug sinn til byggingar- innar. Um meirihluta ungmennafé- lagsins, sem H. H. komst ekki hjá að nefna, er hægt að segja það, að hann er svo sterkur að ekki hefir heyrzt nein óánægju- rödd frá hendi félaga í gegnum byggingarsöguna alla. Nú er byrjað að tala um fjár- hagsgetu ungmennafélagsins og lýsir hann nú hinni „hörðu hríð“, sem hinir „ungu menn" gerðu „að hreppsnefnd sinni“ til að „koma húsi sínu á hrepps- sjóðinn". En hríðin var sú, að ungmennafélagið sótti um ábyrgð hreppsins á þrjátíu þús. króna láni. Því var synjað, en aftur á móti var fél. veittur fyrrnefndur styrkur. Ekki er ástæða til að ræða hér frekar um hina fjárhags- legu hlið þessa máls. En H. H. til hagræðis skal á það bent, að húsið komst skuldlaust undir þak. Svo er hrópað á hjálp til að stöðva þessa óþarfabyggingu. Ekki er þó vel ljóst hvert H. H. beinir því hjálparkalli sínu, enda munu fáir ljá því eyru sín, og enn færri munu fúsir að fylkja þar liði til starfa. En hvað veldur þessum snöggu sinnaskiptum H. H. til byggingar Umf. Ásahrepps. Þótt ótrúlegt sé þá stóð nú þannig á, að þegar ungmennafélagið byrjaði á byggingunm var H. H. (FramhalcL d 4. siSu) Hugsjónir í Holíywood Ingrid Beryman sýnir hollustu sína vi& per- sónuletf mannréttindi í negramálinu. í kringum Ingrid Bergman. Margir vilja sjá þá, sem frægir eru og eiga við þá erindi. Kona, sem lifir við þær ástæður, hefir því nóg að gera með traustan og ábyggilegan þjón. Ingrid Bergman er ekki nóg að leika í kvikmyndum í Holly- wood. Hún gerir það sér til gam- ans að leika stundum á sviði og þar fer hún með þau hlutverk, sem hún velur sér sjálf. Þann- ig hefir hún . nýlega heimsótt ýmsar helztu borgir Bandaríkj- anna. Það er einmitt í slíkum ferðum, sem hún hefir unnið þá sigrana, sem ef til vill eru allra glæsilegastir á hinni glæsilegu sigurbraut hennar. Það var í slíkri leikför í Wash- ington, sem átti að meina negr- um að sækja leiksýningar hennar, svo sem háttur er á leikhúsum og skemmtistöðum betri borgara þar í landi. En leikkonan frá Svíþjóð lét ekki fara þannig með. Virðing Norð- urlandabúans fyrir frelsi og jafnrétti manna stóð dýpri rót- um hjá henni en svo. Hún svar- aði glöggt og ákveðið, að yrðu menn ekki jafn réttháir til að sækja sýningar hennar án til- lits til hörundslitar, kæml hún aldrel framar til Washington. Þessi staðfasta ákvörðun hreif. Leikkonan fékk vilja sinn og fínasta leikhús Washington- borgar stóð opið negrum sem hvítum mönnum. Það var hin frjálsa og lýðræðislega lífsskoð- un og virðing Norðurlandabúans fyrir persónulegum réttindum sérhvers manns, sem bar sigur úr býtum. Það vekur athygli að þessi sænska leikkona talar ensku betur en flestir þeir, sem eiga þá tungu að móðurmáli. Undan- farið hefir hún stundað frönskunám reglubundið og ætl- ar bráðum að byrja á spönsku. En það eru þó e. t. v. ekki hinar almennu gáfur og leikarahæfi- leikar, sem mestum ljóma varpa á hana, heldur manngildið, sem að baki býr. Ingrid Bergman er fyrst og fremst ein hinna góðu kvenn^, sem fylgir rödd hjartans, sem undir slær, og kemur fram til góðs, holl rétt- lætinu og bróðurlegri samúð. Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gera það sem fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.