Tíminn - 11.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTQEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI, Líndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA x OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Siml 2323 31. árg. Rcykjavík, laugardaginn 11. okt. 1947 186. hlao' ERLENT YFIRLIT: Robert A. Lovett Fyrir nokkru síðan tók nýr maður við embætti aðstoðarutan- ríkisráðherrans í Bandaríkjunum. Sá, sem fyrir var, Dean Ache- son, dró sig í hlé, þar sem hann taldi sig ekki hafa efni á að gegna stöðunni, því að hann fengi miklu meiri tekjur fyrir að starfa í þjónustu einkarekstursins. Maðurinn, sem tók við stöð- unni, Robert A. Lovett, hefði vel getað afsalað sér að þiggja hana með þeirri forsendu, að hann fengi hærri laun annars staðar. Löngun hans til að glíma við hin vandasömu verkefni á sviði utanríkismálanna, hefir ráðið meiru en tekjuvonin. Truman forseti hefir stundum undanfarið sætt allharðri gagn- rýni fyrir það, að hann tæki menn frá Wall Street, aðal- stöðvum bandarísku auðkóng- anna, til að gegna helztu trún- aðarstörfum ríkisins. Robert A. £ovett er einn þessara manna. Truman til afsökunar hefir ver- ið bent á, að Roosevelt haf i einn- íg sótt ýmsa samstarfsmenn isína þangað, m. a. Harriman, sem nú er verzlunarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Val Lov- etts er m. a. rökstutt með því, að Truman hafi talið eðlilegt, að stjórn utanríkismálanna yrði sameiginlega í höndum sterk- ustu aflanna í Bandaríkjunum, hersins og stóriðjuhöldanna. 3VTarshall væri fulltrúi hersins, <en Lovett fulltrúi þeirra síðar- nefndu. Robert A. Lovett, sem nú er annar voldugasti maðurinn í utanríkisráðuneyti Bandarikj- anna, er kominn af skozkum ættum og er sagður hafa erft marga beztu kosti forfeðra sinna, eins og hófsemi, glað- lyndi og staðfestu. Hann er iæddur í Texas og brauzt til mennta að mestu leyti af eigin lamleik. M. a. stundaði hann nám við Yale- og Harvardhá- skólana. Hann lagði aðallega stund á lögfræði, en markmið hans var að brjóta sér braut á sviði viðskiptalífsins. Þessi draumur hans rættist þó ekki strax, því að heimsstyrjöldin fyrri kom til sögunnar um líkt leyti og hann lauk námi, og ;gekk hann þá í fluglið sjóhers- ins. Hann gat sér þar mikið frægðarorð og hlaut m. a. eitt af helztu heiðursmerkjum hers- ins fyrir dirfsku og hugrekki. Eftir styrjöldina fékk hann stöðu sem bankafulltrúi. Hann gegndi henni ekki lengi, heldur tókst fljótlega á hendur stærri verkefni, einkum á sviði járn- brautarrekstrarins og trygging- arstarfseminnar. Innan skamms tíma var hann orðinn forstjóri eins stærsta firmans, sem hefir með þessi mál að gera, Brown Brothers, Harriman & Co. Þótt Lovett væri fylgjandi demokrötum, mun ekki hafa verið neinn sérstakur kunnings- skapur milli hans og Roosevelt og Lovett mun ekki hafa verið aðdáandi New Deal, nema þá að takmörkuðu-leyti. Þegar Banda- ríkin lentu í styrjöldinni í árs- lok 1942 framleiddu Bandaríkja- menn ekki nema 4 sprengjuflug- vélar á mánuði og Roosevelt taldi sig þurfa sérstaklega ötul- an mann til þess að stjórna þessari framleiðslugrein. Hann minntist þá hins kunna flug- garps frá fyrri styrjöldinni, er nú var orðinn einn af mestu áhrifamönnunum á sviði við- skiptanna. Lovett var því boð- aður til Hvíta hússins og erind- islokin urðu þau, að hann var skipaður varaflugmálaráðherra og skyldi framleiðsla sprengju- flugvélanna heyra sérstaklega undir hann. Störf hans báru fljótt árangur, því að eftir skamman tima framleiddu Bandaríkin 500 sprengjuflugvél- ar á mánuði. Eftir styrjöldin, voru Lovett boðin ýms mikilvæg opinber embætti, en hann kaus heldur að hverfa til fyrirtækja sinna í New York og annast stjórn þeirra. Nú hefir hann hins vegar orðið við þeim tilmælum að fara til Washington á ný og gegna þar enn þýðingarmeira embætti en áður. Enn er ekki fullreynt, hver stefna Lovetts er í utanríkismál- um. Nokkuð má þó kannske marka hana á því, að hann hefir nýlega látið svo ummælt, að rétta svar Bandaríkjanna við stofnun hins nýja bandalags kommúnista væri að hraða hinni fyrirhuguðu aðstoð við þjóðirnar í Evrópu. ERLENDAR FRÉTTIR Bretar hafa nýlega fengið 80 millj. sterlingspunda lán hjá stjórn Suður-Afríku. Lánið fá þeir útborgað í gulli, sem þeir geta síðan keypt dollara fyrir. Bandalag Arabaríkjanna hefir hótað að grípa til vopna, ef Palestínu verði skipt, til þess að hindra skiptinguna. f bandalag- inu; eru Egiptaland, Irak, Liban- on, Tranzjórdan, Sýrland og Saudi-Arabia. Stjórnmálanefnd þings sam- einuðu þjóðanna hefir ákveðið að leggjatil, að skipuð verði ný Palestínunefnd. Sovétríkin og ríkin í Austur-Evrópu hafa á- kveðið að eiga ekki fulltrúa í nefndinni. S k iosstr am I id: Skipið er talið ónýtt Norska skipið Bro, er strand- aði á Straumfjarðarfjörum að- faranótt síðastliðins fimmtu- dags, er nú álitið sama sem ónýtt, samkvæmt þvi, er Slysa- varnafélagið tjáði blaðinu í gær kvöldi. í gær var athugað, hvort það myndi svara kostnaði að reyna að bjarga einhverju úr skipinu. En við þá athugun munu for- ráðamenn þess og tryggingafé- lagið hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að slíkt væri tæplega framkvsemanlegt. INGRID BERGMAN OG RINN SVARTI FYLGDARSVEINN HENNAR Byrjað aö þjálfa 40 Jslendinga vegna Olympíuleikjanna íslenzk glíma fæst sennilega ekki sýnd a'ð þessu sinni Undirbúningur að Olympíuleikjunum er nú hafinn af kappi víða um heim. Leikirnir verða haldnir í London næsta sumar, eins og kunnugt er. Hingað til lands er kominn fyrir nokkru sænskur þjálfari, sem búa á íslenzka íþróttamenn undir Olympíu- Ieikana, og hafa 40 menn verið valdir til þjálfunar. Starfar þjálf- arinn á vegum íslenzku Olympíunefndarinnar. í gær var nokkuS sagt frá afstöSu sænsku kvikmyndaleikkonunnar Ing- rid Bergman til Svertingjakúgunarinnar í Bandaríkjunum. Hún hefir meðal annars látið hug sinn í Ijós með því að ráða í þjónustu sína ungan Svertingja, sem er förunautur hennar, þjónn og flygdarmaður, hvert sem hún fer. — Hér aS ofan sést leikkonan, ásamt hinum þel- dökka fylgdarsveini sínum. .,, .______________> ______ Vmnusamningar í Lík f innst við Hafnarfirði fram- lengdir Viðræour milli Dags- briinar ©g vinnuveit- enda í Reykjavík Samkomulag hefir náðzt milli verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og atvinn'uveitenda þar, um að ekki skuli koma til vinnustöðvunar í Hafnarfirði nú um miðjan mánuðinn, held- ur skulu gömlu samningarnir um kaup og kjör verkamanna gilda þar áfram, en að þeim megi hins vegar segja upp, með mánaðarfyrirvara af beggja hálfu. Síðastliðinn miðvikudag rædd ust við fulltrúar frá verkmanna féla;|inu Dagsbrún og Vinnu- veitendafélaginu í Reykjavík. Varð ekkert samkomulag þá að sinni, en ákveðið var hins veg- ar, að fulltrúar frá þessum aðil- um skyldu koma saman aftur til viðræðna á mánudaginn kemur. Verður því ekki enn sagt um það með vissu, hvort til vinnustöðvunar kemur um miðjan mánuðinn hér í bænum eða ekki. Oddný Sen gengst íyr- ir kínverskri list- munasýningu Fyrir tæpum tíu árum síðan efndi frú Oddný Sen, þá nýlega komin austan frá Kína, til kín- verskrar listmunasýningar hér í Reykjavík. Þótti sú sýning ær- ið nýstárleg, enda flestir, er höfðu haft harla óljósar hug- myndir um kínverska listmenn- ingu. Nú hefir Oddný Sen ákveðið að efna á ný til sýningar á hin- um kínversku listmunum sín- um. Verður sýningin að þessu sinni í Listamannaskálanum, og mun ráðgert, að hún verði opnuð í næstu viku. Viöey Reyndist vera af nianni, er hvarf í sumar Fyrrihluta dags í fyrradag fann starfsmaður við búið í Viðey lík rekið í klettavík sunn- an í eyna vestanverða. Var lög- reglunni í Reykjavík gert við- vart. Gerði hún út menn á bát til þess að sækja líkið. Allerfitt reyndist að ná lík- inu, því að ekki var hægt að lenda þarna í víkinni, og varð að bera það upp klettaeinstigi. Lagði lögreglan líkið í kistu, er hún hafði með sér, og flutti til Reykj avíkur. Líkið var mjög torkennilegt orðið. En við rannsókn kom þó i ljós, að þetta var Rögnvaldur Jónsson, Bergstaðastræti 53 í Reykjavík, miðaldra maður, er hvarf í lok ágústmánaðar í sumar, og var þá mjog mikið leitað að, en spurðist aldrei til. Islenzka Olympíunefndin £ hefir unnið mikið starf. íslenzkir íþróttamenn eru nú farnir fyrir alvöru að búa sig undir þátttöku í Olympíuleikj- unum, sem haldnir verða í Lond- on seinast í júlí.og í byrjun ágúst, næsta sumar. f apríl 1946 skipaði stjórn Í.S.Í. 7 manna Olympíunefnd til að vinna að þátttöku íslands í ieikjunum. í nefndinni eiga 3æti þeir Hallgrímur Hallgríms- son, sem er formaður, Kristján L. Gestsson, Erlingur Pálsson, Steinþór Sigurðsson, Ólafur Sveinsson, Jón Kaldal og Jens Guðbjörnsson. Nefndin hefir haldið fundi tvisvar í mánuði og þegar leyst af hendi mikið starf, snertandi þátttöku íslands í íeikjunum. Glíman fær ekki að vera sýningaríþrótt. Eitt af því fyrsta, sem nefndin gerði, var að reyna að fá því til ieiðar komið, að íslenzka glíman fengist sem sýningaríþrótt inn á leikina. Voru í því sambandi höfð mikil bréfaskipti við al- þjóða Olympíunefndina, sem situr í Sviss, og sendar út kvik- inyndir af glímunni. Þrátt fyrir alla þessa fyrirhöfn, eru ekki íkur til þess að glíman fáist sýnd á leikjunum, enda margar þjóðir, sem sækja fast að nefnd- inni með sýningaríþróttir. Sænskur þjálfari ráðinn. í fyrra gerði nefndin ráðstaf- anir til að ráða hingað góðan bjálfara, til að þjálfa íslenzka íþróttamenn fyrir ieikina. Réðist til þess starfa kunnur sænskur þjálfari, og komhann hingað til (Framhald á 4. síðu) ÞINOSTÖRFIN GANGA HÆGT 24 bingnienn fjarver- andi í gær Þingið hefir nú staðið á aðra viku og hefir fátt borið til tíð- inda. Einna helztu tíðindin eru þau, að ekki var hægt í gær í sameinuðu þingi að vísa* máli til nefndar, nema að viðhöfðu nefnakalli, vegna \)ess, hve margir þingmenn voru fjar- staddir. Við atkvæðagreiðsluna reyndust 24 þingmenn fjarver- andi. Enn hafa engin stórmál verið lögð fyrir þingið. Þau mál, sem hafa verið lögð fyrir þingið, eru aðallega- bráðabirgðalög og minniháttar þingsályktunartil- lögur. Fjárlögin munu verða lögð fyrir þingið innan fárra daga. Dýrtíðarmálin munu sennilega ekki verða lögð fyrir þingið fyrr en stéttarráðstefnunni er lokið og sýnt verður hvaða afgreiðslu málið fær þar. EKKI MJUK I MALI 309 dómar í umferð- armálum í september 100 dómum fleira en í ágúst Umferðadómstóllinn kvað upr 309 dóma í septembermánuði fyrir brot á umferðalögunum. Er það 100 dómum fleira en í ágústmánuði, en þá voru alls kveðnir upp 209 dómar fyrir sömu brot. Flestir dómarnir eru fyrir ó- lögleg bifreiðastæði, eða 186. Þá eru brot í sambandi við ljósaút- búnað bifreiða 33, og 24 dómar fyrir of hraðan akstur. Þá voru ýmsir dómar fyrir brot af óveru- legra tagi. Ölvun var nokkru meiri í bænum í september en sumar- mánuðina, en þó ekki tiltölu- lega meiri en undanfarin haust. Hefir það ávallt verið svo, að ölvun í bænum hefir aukizt með haustkomunni, er fjölga tekur í bænum. 4000 benzínbókum P hefir verið úthlutað í I Reykjavík I 50 vörubifreiðar hafa fengið aukaskammt Að undanförnu hefir benzín- bókum verið úthlutað til bif- reiða og annarra véla, er hafa benzín að aflgjafa. í gærkvöldi hafði alls verið úthlutað um 4000 benzínbókum. Auk þess hefir nóvember- skammtur verið veittur 50 vöru- lifreiðum. Þessi nóvember- '.kömmtun er veitt samkvæmt sérstakri heimild frá skömmt- unarstjóra, er tilkynnt var í auglýsingu nr. 14. Þá hefir verið úthlutað benzíni handa 150 v^-lum. Eru bar á meðal dráttarvélar, ^teypuhrærivélar, ljósavélar og aðrar hjálparvélar. Alls munu um 6000 bifreiðar vera skrásettar hér í Reykjavík. Allmargar þeirra munu vera í því ástandi, að þær fái ekki benzínúthlutun. Samt má óhætt gera ráð fyrir, að eftir sé að úthluta benzini á að minnsta kosti 1000 bifreiðar. Enn mun ekkert ákveðið um, hvort benzínúthlutunin verður aukin til sérstakra bifreiða- flokka, svo sem leigubifreiða. Gyðingar um heim allan heyja um þessar mundir harða og skefjalitla baráttu fyrir því að tryggja ítök Gyðinga í Pal- estínu. Arabar, sem búið hafa einir í landinu í átján aldir búa sig undir að láta hart mæta hörðu. — Myndin hér að ofan er af Gyðingafrú einni, sem heitir Goldie Meyerson og er meðal leiðtoganna í stjórnmála- deild Gyðingasamtakanna Je- wish Agency. Hún er hér að halda ræðu, og andann í boð- skap hennar má ráða af því, að hún sagði meðal annars: „í dag, þegar Hitler er liðinn undjr lok, er Bevin foringi Gyðingahatar- anna. En hvað sem enska stjórnin gerir, þá munu Gyð- ingar engin úrræði láta ónotuð til þess að öðlast staðfestu í Paléstínu. Gyðingaríkið skal rísa upp".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.