Tíminn - 11.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1947, Blaðsíða 3
186. hlað TlMIiVTV. langardagiim 11. okt. 1947 3 Hofsstaðahjónin sextug „Hofsstaðahjónin,“ en svo köllum við Skagfirðingar þau Jóhannes Björnsson og Krist- rúnu Jósefsdóttir, urðu bæði sextíu ára í haust. Jóhannes er sonur Björns Péturssonar er bjó á Hofsstöð- um, og síðari konu hans, Unu um. Það ræður að líkum að Hofsstaðaheimilið breyttist ekki í höndum þeirra. Sami var myndarbragurinn, sama snyrti- mennskan úti sem inni, og þó Hofsstaðabærinn væri stór, sást þar aldrei fis, öllu var haldið fáguðu og hreinu, svo sem bezt . Jóhannesdóttur, en Kristrún er dóttir Jósefs J. Björnssonar er var skólastjóri á Hólum, og mið- konu hans, Hólmfríðar Björns- dóttur. Jóhannes ólst upp í föður- garði þar til hann, 1903, fór á Hólaskóla. Að afloknu námi þar sigldi hann, og stundaði verk- legt búfræðinám bæði í Noregi og Danmörku. Móðir Kristrúnar lézt frá stórum barnahóp þegar Krist- rún enn var lítið barn. Hún var þá tekin í fóstur af frænku sinni, Margréti Símonardóttur húsfreyju í Brimnesi, og frá því heimili fór hún ekki, fyr en hún festi ráð sitt, giftist og settist að á Hofsstöðum. Kristrún gekk á Kvennaskólann í Reykjavík, og að afloknu námi þar, sigldi hún til Danmerkur til frekara náms. Ekki efa ég það, að nám þeirra hjóna í skólum og öðrum löndum, hafi aukið víðsýni þeirra og gert þau betur búin undir lífsbaráttuna, en þó full- yrði ég að bezta veganestið í líf- inu fengu þau bæði heima á æskuheimilunum. Hofsstaða- og Brimnesheimilin voru hvort tveggja heim,ili sem báru af sveitahe|imilum á þeim tíma. Mafmmargt var á þeim báðum, enda búin stór og umsvifamikil. Jafnt úti sem inni var reglu- semi og hirðusemi í hvívetna. Heimilisbragurinn var glaðvær og léttur, en þó var sá enginn á heimilunum, sem ekki skoðaði heimilið sem sitt heimili, og lagði á sig ómak og fyrirhöfn til að auka veg þess og hróður. Þetta var eitt höfuðeinkenni gömlu góðu heimilanna. Þar komu húsbændurnir þeim heim- ilisbrag á, að allir unnu fyrst og fremst að hag og heill heim- ilisins, allir vildu velferð þess og tóku hana fram yfir hag sinn. Húsbændurnir létu sér þá líka jafnannt um heimilisfólkið allt, og skoðuðu það sem heimil- inu viðkomandi, og minnist ég margs frá þeim tímum, sem trauðla gæti komið fyrir nú, nema rétt á einstaka stað. Bæði æskuheimili Hofsstaðahjónanna voru rómuð fyrir gestrisni og rausn og það að verðleikum. Það mun hafa farið eins fyrir þeim Hofsstaðahjónum og mörgum öðrum, að þegar þau voru er- lendis, sáu þau betur en áður það sem bezt var við æskuheim- ilin þeirra. Þetta hefir gert margan manninn að betri ís- lendingi, og efa ég ekki, að eins hefir farið fyrir þeim hjón- um. Þau hjón giftust vorið 1912, -og tóku þá við búi á Hofsstöð- varð ákosið. Og sama var rausn- in og sama gestrisnin, enda nýja húsmóðirin slíku vön frá fóstru sinni í Brimnesi. Jóhannes tók fljótt við ýms- um störfum fyrir sveitina, sýsl- una, kaupfélagið, búnaðarsam- bandið o. s. frv. Öll sín störf leysti hann af hendi með stakri samvizkusemi og mikilli prýði. Hann var samningslipur, svo öllum líkaði vel að vinna með honum. Hann var snyrtimenni, og fékk oftast það hlutverk að skrifa fundargerðir, en það gerði hann betur en aðrir, því hann fluttu með sér andblæ Hofs- frágangurinn var frábær. Hér kom fram listhneigð hans, og eftir að hann kom til Reykja- víkur hefir hann lagt sig eftir tréskurði í frístundum sínum, og skorið út marga fagra gripi, sem lista handbragð er á. At- vikin höguðu því nú svo, að þau hjón fluttust til Reykjavíkur. Þangað gátu þau ekki flutt með sér umhverfi Hofsstaða, hversu fegin sem þau vildu, en þau Það virðist hafa verið unnið staðaheimilisins, og honum hafa þau enn haldið á heimili sfnu í Þingholtsstræti. Það hefir orðið arinn alls þess, sem íslenzkt er, eins og Hofsstaða og Brimnes heimilin voru. Þar hafa börn þeirra drukkið í sig það bezta úr sveitamenningunni, þó þau hafi verið í Reykjavík, og þang- að hafa Skagfirðingar komið, og fundizt, áð þeir væru komnir inn í Hofsstaðastofuna. Sem leikbróðir, skólabróðir, vinur og Skagfirðingur þakka ég þeim hjónum fyrir sextíu árin, og árna þeim heilla og hamingju á komandi tíma. 10./10. 1947. Páll Zóphóníasson. ♦♦♦♦♦♦♦♦ Búóings duff Rttmm ViuriUt Sftréna Appelaín SákkalaH KRÖN Skélav&rtaatíff 1*. Á. J. Cronin: Þegar ungur ég var „Það verður þú að læra, drengur minn, ef þú ætlar að vera hér. Og mér hefir skilizt, að það sé svo til ætlazt, að þú verðir hér.“ „Já, afi. Frú Chapman sagði, að ég gæti ekki neitt annað farið.“ Og ég fylltist innilegri sjálfsmeðaumkun um leið og ég sagði þetta. Allt í einu greip mig áköf þrá eftir samúð þessa gamla manns, og ómótstæðileg löngun til þess að telja honum raunir mínar altók mig á svipstundu. Vissi hann, að faðir minn dó úr tæringu — þessum hræðilega sjúkdómi, sem legið hafði eins og mara á heimili okkar og drégið tvær systur hans til dauða — vissi hann, að móðir mín hafði líka sýkzt og dáið eftir stuttan tíma — vissi hann, að fólk hvísl- aðist á um það, að sjúkdómurinn hefði þegar náð taki á mér og .... ? Afi minn tottaði pípuna sína hugsandi og virti mig vand- lega fyrir sér. Það voru háðslegir drættir kringum munninn á honum, en þegar hann tók til máls á ný, var hann kominn út í allt aðra sálma. „Þú er átta ára — er það ekki?“ „Hér um bil átta ára, afi.“ Ég vildi helzt segja mig eins ungan og unnt var. En afi var miskunnarlaus. „Þú ert þá kominn á þann aldur, þegar drengir eiga að vera orðnir fleygir og færir .... En ég skal játa það, að ég hafði búizt við þér talsvert stærri. Þykir þér gaman að gönguferðum?" „Ég hefi nú ekki haft mikið af þeim að segja. Ég fór einu sinni upp á hæðina í skemmtigarðinum, þegar við vorum í sumarleyfinu í Portrush. En ég fór til baka með barna- lestinni." „Ó-já. — Jæja — við verðum að fara í gönguferðir, þú og ég, og vita, hvort þetta tæra, skozka loftslag hressir okkur ekki.“ Hann þagði um stund, en hélt svo áfram, líkt og hann væri að tala við sjálfan sig: „Það gleður mig, að þú hefir hárið mitt. Rauða hárið Gow-ættarinnar. Móðir þín var líka rauðhærð, vesalings telpan.“ Ég gat ekki lengur haft hemil á því, sem inni fyrir bjó — ég fór að gráta, eiginlega af gömlum vana. Það var vika síðan móðir mín dó, og það setti alltaf að mér grát, ef einhver nefndi hana. Mér var líka talsverð fró að því að gráta, auk þess sýndi fólk mér ævinlega einhvern samúðar- vott, þegar það sá tárin streyma niður kinnar mínar. En í þetta skipti átti ég ekki neinni vorkunnsemi að mæta. Nú tók mig enginn í faðm sér og þrýsti mér upp að háum og dúandi brjóstum sínum eins og frú Chapman var vön að gera, og enginn gældi heldur við mig eins og presturinn í Dóminíkakirkjunni, faðir Shanley með alla neftóbaks- lyktina. Það leið ekki á löngu, áður en ég uppgötvaði van- þóknunarsvip á afa mínum. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Ég reyndi að kæfa grátinn, en þá svelgdist mér á, svo að mér lá hér um bil við köfnun. Ógurlegan hósta setti að mér, og ég hóstaði og hóstaði svo heiftarlega, að ég hélt, að ég myndi springa. Þetta var mikilfenglegasta hóstakast, sem ég hafði nokkru sinni fengið, og það gaf verstu hóstaköstum föður míns alls ekki eftir. Ef satt skal segja, þá var ég öðrum þræði talsvert hreykinn af því, og þegar það var loks liðið hjá, starði ég fullur eftirvæntingar á afa minn. Ég hlaut að fá einhverja viðurkenningu fyrir þetta. En hann var ekki neitt bljúgur, gamli maðurinn. Hann mælti ekki orð frá vörum. í stað þess dró hann litla dós upp úr vestisvasa sínum og þrýsti fingri á lokið, svo að það opn- aðist. í dósinni voru margar piparmyntutöflur. Hann ríslaði við þær um stund og valdi loks eina stóra og flata. Ég hélt fyrst, að hann ætlaði að gefa mér hana. En mér til mestu undrunar og vonbrigða stakk hann henni upp í sjálfan sig, smjattaði á henni um stund og mælti síðan höstum rómi: „Það er eitt, sem ég get ekki þolað — og það eru grenjandi krakkar. Þú ert líklega ein af þessum volum, Róbert minn. Það er kominn tími til þess, að þú harkir af þér, drengur minn.“ Hann tók pennann, sem hann hafði geymt bak við eyrað, og skaut fram bringunni. „Ég hefi ántt við marga erfiðleika að stríða á lífsleiðinni. Dettur þér í hug, að ég hefði þraukað í sjötíu ár, ef ég hefði látið bugast?" Mér virtist afi vera í .þann ýeginn að hefja langan og merkilegan fyrirlestur um herkænsku sína í stríði lífsins. En í þessari andrá var hringt lítilli bjöllu niðri á neðstu hæðinni. Hann þagnaði snögglega og gegn vilja sínum, að mér fannst. Svo benti hann mér með pípunni sinni, að ég skyldi fara niður. Sjálfur sneri hann sér að skriftunum. Ég tók tóman bakkann og rambaði burt, skömgiustulegur á svip. ANNAR KAFLI. Leckie, Kata og Murdoch voru komin inn. Þau sátu öll í eldhúsinu, ásamt mömmu, þegar ég kom niður. Það sló skyndilega þögn á þau, þegar ég birtist, og það sannaði mér greinilegar en nokkur orð, að ég hafði verið umræðuefni þeirra. Ég var ákaflega viðkvæmur og óframfærinn, eins og flest einstæðingsbörn, og ég var það jafnvel venju fremur þennan dag. Og ekki bætti það úr skák, að ég hafði óljósa hugmynd um, að ósætti hefði ríkt milli móður minnar og föður hennar. Ég stirnaði því bókstaflega af skelfingu, þeg- ar hann reis loks úr sæti sínu eftir langa og kveljandi þögn, wwnmnmmwMwiiHMUwtiMitBnntti LUMA v RAFMAGN8PERUR eru beztar Sddar í öUmu Samband ísl. samvinnuf elaga [ Auglýsing Nr. 16, 1947, frá skömmtunarstjóra Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um vöruskömmt- un, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23. sept. 1947, hefir Viðskiptanefndin á- kveðið þær takmarkanir á sölu á frostlegi á bif- reiðar, að seljendum þessarar vöru skuli vera óheimilt að afgreiða hana, nema hið keypta magn sé um leið og kaupin fara fram skráð í benzínbók viðkomandi bifreiðar. Mesta magn sem einstök bif- reið má fá er, sem hér segir: Fólksflutningabifreiðar fjögra farþega eða m'inni, sendiferðabifreiðar hálft tonn og aðrar minni bif- reiðar, hvort heldur eru fólks- eða vöruflutninga- bifreiðar 1 gallon. Fólksflutningabifreiðar fimm farþega, eða stærri svo og vörubifreiðar stærri en hálft tonn 2 gallon. Takmarkanir þessar á sölu á frostlegi gilda frá og með deginum í dag og þar til annað verður ákveðið. Jafnframt er lagt fyrir lögreglustjóra, að þeir, þegar þeir afhenda nýja benzínbók í skiptum fyrir eldri benzínbók, riti í nýju benzínbókina samhljóða athugasemd um sölu á frostlegi og var í eldri benzínbókinni. Reykjavík, 9. sept. 1947. Skömmtunarst j ór 1. 15 bækur fyrir aðeins 100 krónur Neðanskráðar bækur verða í nokkra daga seldar beint frá forlagi mínu með 50—60% afslætti: Boðskapur Pýramídans ..............áður 20,00 nú 8,00 Glas læknir ........................ — 20,00 — 10,00 Lady Hamilton ....................... — 50,00 — 25,00 Berta Ley ........................... — 16,00 — 8,00 Nýr heimur .......................... — 12,80 — 6,00 Norðanveðrið ....................... — 2,50 — 1,25 Ólafur Liljurós ..................... — 14,00 — 6,00 Saga og dulspeki .................... — 15,00 — 7,00 Saga Jónmundar í Geisladal .......... — 22,40 — 11,00 Spádómar um ísland ................. — 3,00 — 1,50 Stund milli stríða .................. — 12,00 — 5,00 Upphaf Aradætra .................... — 3,50 — 2,00 Útilíf .............................. — 18,00 — 8,00 Við, sem vinnum eldhússtörfin ....... — 10,00 — 5,00 Dr. Jekyll og Mr. Hyde .............. — 10,00 — 5,00 Ef ofanskráðar bækur eru allar keyptar í einu lagi, fást þær fyrir eitt hundrað krónur á forlagi mínu. Bókaútgáfa Gnðjóns Ó. Guðjónssonar Hallveigarstíg 6A. Sími 4169 í Kennslubók i ensku eftir Boga Ólafsson er komin. Fæst hjá bóksölum. Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar nwiiinttiuMaiiiiuniimmwwmimmimnmmmmniiiiniimiiiiiiiniinmiwt Unglingavantar til að bera út Tfmann vífSsvegar um bseinn. Gott kaup. — Talið við af- greiðaluna «trax. — Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.