Tíminn - 14.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.10.1947, Blaðsíða 1
RITSTJORI: \ ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON \ ÚTGEFANDI: | FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 14. okt. 1947 187. blað Fréttir úr Vopnafirhi Frásögn Halldórs Ásgrímssonar haupfélagsstjóra Tíminn hefir fyrir nokkru snúið sér til Halldórs Ásgrímssonar kaupfélagsstjóra og alþingismanns, og spurt hann almennra tíðinda úr Vopnafirði. Frásögn Halldórs fer hér á eftir: F j ár skaðaveðrið í júiíbyrjun. í byrjun júlímánaðar gekk hér yfir fárveður með óhemju rigningu og stormi, að slíkt má teljast með eindæmum, um það leyti árs. Urðu vatnavextir svo miklir, að tæplega koma slíkir í mestu vorleysingum. Dagana á undan hafði sauð- fé almennt verið rúið og rekið til afréttar, og datt engum í hug, að yfir vofði slíkt ofstopa veður, en talið var féð vel und- irbúið að mæta kuldum, sem stundum koma um rúninga, því all't heilbrigt fé var vel undan vetri gengið og bjöllfyllgdað. í þessum veðurham óttuðust þó sumir afdrif fjárins og’fóru strax og fært þótti, að grenslast eftir líðan þess. Kom þá í ljós, að engir stórfelldir fjárskaðar virtust hafa orðið nema í, og í nágrenni, svokallaðrar Smjör- vatnsheiðar, en þar mun veðr- ið hafa verið verst og land skjólaminnst. Allar lækjarspræn ur urðu þar og fljótt ófærar og hindraði það einnig féð að færa sig nægilega til. Þeir bændur, sem rekið höfðu fé sitt til þessarar afréttar urðu marg- ir fyrir stórfelldu tjóni. Lá féð þar víðs vegar í hrönnum dautt, jafnvel veturgamalt, hvað þá ær frá lömbum. Bezta sumar síðan fyrir frostaveturinn 1881. a Upp úr þessu brá til hinnar björtustu og blíðustu sumar- veðráttu, sem segja má að entist úrtakalaust fram á haust. — Hafa elztu menn helzt til jafn- aðar sumarið fyrir frostavetur- inn mikla 1881. Segja má, að ERLENDAR FRÉTTIR Stjórnmálanefnd sameinuðu þjóðanna hefir ákveðið að leggja til, að skipuð verði ný Balkannefnd á vegum samein- uðu þjóðanna og jafnframt skori þing þeirra á Búlgaríu, Jugoslavíu og Albaníji að hlut- ast ekki til um innanlandsmál Grikkja. Er þetta samkvæmt miðlunartillögu frá Frökkum, en Bandarikjamenn lögðu upp- haflega til, að þingiZ lýsti yfir því, að Búlgarar, Jugoslavar og Albanir hefðu gert sig seka um íhlutun í innanlandsmál Grikkja. Fulltrúi Rússa og Austur-Evrópuríkjanna í stjórn- málanefndinni voru andvígir áðurgreindri samþykkt nefnd- arinnar. Fulltrúar Arabaríkjanna hafa endurnýjað þær yfirlýsingar sínar, að þeir muni reyna að hindra skiptingu Palestínu með vopnavaldi. Jafnframt er full- yrt, að bæði Egiptar og Sýrlend- ingar sendi her til landamæra Palestínu. Á þingi sameinuðu þjóðanna hafa Bandaríkin lýst yfir því, að þau séu fylgjandi skiptingu Palestínu. Indverjar hafa Jiins vegar borið fram þá tillögu þar, að stofnað verði sér- stakt Arabaríki í Palestínu, en Gyðingum tryggð þar ýms sér- réttindi. Um seinustu helgi tóku til starfa í 19 fylkjum Bandaríkj- anna samtök manna, sem vilja fá Eisenhower herghöfðingja kosinn næsta forseta Banda- ríkjanna. Forvígismenn sam- takanna eru einkum republik- anir, en í þeim eru líka allmarg- ir demokratar. frá óveðrinu í júlíbyrjun og fram yfir ágústlok væri sífelld sól og sunnan- og suðvestan- vindar ríkjandi. Mátti helzt líkja suðvestanvindunum í júlí og ágúst við svokallaða lauf- vinda, sem stundum ganga yfir í septembermánuði, og eru oft varasamir vegna heyfoks. Nú gerðu þessir vindar ekki teljandi tjón í Vopnafirði, en töfðu þó sums staðar eitthvað heyskap. Vegna þurrkanna var einnig þegar leið á sumarið, kvartað undan því að erfitt og tafsamt væri að losa harðvelli með ljá og eins há á túnum. Kvörtuðu jafnvel sumir undan því sama, sem losuðu með sláttuvél, töldu grasið lint og þróttlítið vegna þurrka og bælt af vindi. Má vafalaust telja það tíðindum sæta, að menn þar eystra kvarti undan ofmiklum þurrkum. Vegna úrfellisins -mikla í júlíbyrjun mun heyskapur hafa byrjað minnst viku seinna en til stóð. Olli það bæði, að allt var á floti, jafnvel túnin, og hitt að ýms verk töfðust, sem ljúka þurfti. Góður heyfengur, en léleg kartöfluuppskera. Að vöxtum mun heyfengur í Vopnafirði hafa' orðið fremur góður og nýting frábær. Þeg ar ég fór að heiman, var upp- taka úr görðum ekki að fullu lokið. Hausttíðin hafði verið góð og engin næturfrost komið í byrjun september, eða fyrr eins og svo títt er. Almennt mun uppskeran ekki hafa verið sér- lega góð, og í sumum tilfellum mjög léleg, og var hinum miklu þurrkum um kennt, enda skrælnaði sums staðar kartöflu- gras í þurrlendum görðum, þegar leið á sumarið, og víðar munu þeir hafa dregið úr vextinum. Sláturfé vænna en í fyrra. Það, sem af var sláturtíð, virt- ist féð reynast öllu vænna til frálags en síðustu haust, þrátt fyrir vonda veðrið, sem kom á það nýrúið, og landlæga garna- veiki. Á mörgum bæjum gerir garnaveikin sífelldan usla og drepur fé á öllum tímum árs. — Borið hefir líka á kýlaveiki. Er það óþverrakvilli, þótt ekki valdi tjóni í líkingu við garnaveikina. Nægur fiskur á Vopna- firði í sumar. Lítið var um sjósókn á Vopnafirði í sumar. Voru flestir sjómenn þaðan á síld og var svo líka í fyrra. Hafa þeir nú freistað gæfunnar á þeim vett- vangi í tvö sumur og brugðizt vonir, eins og flestum öðrum. sem þær veiðar hafa stundað. í sumar virtist nægur fiskur, jafnvel á grunnmiðum, en þar hefir oft undanfarin ár verið lítils fengs von. Mun þessari breytingu hafa valdið meiri fiskigengd en oft áður og þó ekki síður, að tæplega sást dragnótabátur í Vopnafirði í sumar, og er það óvenjulegt. Hafa Vopnfirðingar lítið dálæti á þeirri veiðiaðferð og telja, að reynslan hafi sýnt, að drag- nótabátamir eyðileggi fiski göngur innfjarða og neyði þar með trillubátana til að sækja á djúpmiðin. Er slíkt að vonum ekki vel séð, að opnir bátar þurfi að sækja björg sína utan fjarð- ar meðan vel búnir þilfarsbátar (Framhald d 4. síðuj Fyrir nokkru síðan flaufr mannlaus flugvél yfir Atlantshaf, og gekk ferð- in öll að óskum. Hún var þó ekkert smásmiði þcssi flulgvél — það geta lesendur ráðið af myndinni hér að ofan. TRIMTE-MÁLIÐ: Sænska skonnortan stranctaði ekki Komst hjálparlaust til ÞorláUshafnar Á laugardagskvöldið var sendi sænska skonnortan Trinite frá Málmey í Svíþjóð út neyðarskeyti. Var skipið statt suður af Reykjanes- tanga og hafði komið að því mikill leki. Óttaðist skip- stjóri að skipið myndi þá og þegar sökkva. Skip fóru þegar að leita að skonnortunni og björgunar- flugvél var send til að leita að því frá Keflavíkurflugvellinum. Skipstjórinn hafði gefið upp í skeyti sínu, að hann væri um 20 sjómílur undan Krísuvíkur- bjargi. Seinna kom í ljós, að sú staðarákvörðun var röng. Komst skipið af sjálfsdáðum til Þor- lákshafnar um kvöldið, en þá var mjög mikill sjór kominn í það. Tíminn átti í gær tal við Skúla Þorleifsson í Þorlákshöfn. Kvað hann skipið hafa komizt þangað af sjálfsdáðum á laug- ardaýinn. Um tíma höfðu skip- verjar verið uggandi yfir því, að þeir myndu neyðast til að hleypa skipinu upp í brimgarð- inn á ströndinni vegna þess hversu mikill leki var kominn að því, en þá uppgötvuðu þeir lónið inn í Þorlákshöfn. Sigldu þeir þar inn og lögðust við akkeri á læginu, en þar inni var logn og alveg öldulaust. Hefir skipið verið þar síðan. í blöðum hér var skýrt þannig frá þessu máli, að sk'ipið hefði strandað, en samkvæmt frásögn Skúla er það ekki rétt hermt. Skipverjar hafa átt von á vél- dælum frá Reykjavík til að dæla sjónum úr skipinu, en þær voru ókomnar í gærkvöldi. Hafa skipverjar notazt við handdælur eingöngu fram til þessa, en mjög er talið ósennilegt, að þeim ta«í,ist að halda skipinu lengi á floti með því móti. Fyrsta Framsóknar- vistin Fyrsta Framsóknarvist Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík var haldin í samkomusal mjólk- urstöðvarinnar á föstudags- kvöldið. Fyrst var sp|llað að venju. Síðan flutti Bjarni Ásgeirsson ráðherra ræðu og minnti menn á, að nú væri tímabært fyrir ís- lendinga að hugleiða sannindi hins gamla heilræðis: Gakktu hægt um gleðinnar dyr. — Þá söng Sigurður Ólafsson allmörg lög og vakti mikla hrifningu samkomugesta. Er Sigurður bróðir Erlings heitins Ólafsonar söngvara. — Að lokum var dansað. Friðgeir Sveinsson fulltrúi stjómaði samkomunni. Jolivet prófessor flyt- ur fyrirlestra í Há- skólaimm Alfred Jolivet, prófessor í norrænum fræðum við háskól- ann í París, flytur tvo fyrir lestra í Háskóla íslands, og verður fyrri fyrirlesturinn flutt- ur næstkomandi miðvikudag 15 okt. kl. 6. í I. kennslustofu, og mun fjalla um Xavier Marmier. Var hann kunnur bókmennta fræðingur og ferðaðist hér á landi með Gaimard fyrir rúm- um 100 árum og ritaði ítarlega um land og þjóð af miklum skilningi og vinsemd. Marmier var Ákaflega víðförull maður og naut mikillar virðingar, og var meðal annars meðlimur í franska akademíinu. Hinn fyrirlesturinp verður fluttur miðvikudaginn 22. þ. m. á sama stað og tíma og verður um norræn áhrif á skáldskap Leconte de Lisle, en hann var eitt af J?ekktustu Ijóðskáldum Frakka á 19. öld. Jolivet prófessor eí mörgum íslendingum að góðu, kunnur Dvaldist hann hér 1931 og flutti þá fyrirlestra í háskólanum, en síðan hefir hann unnið ötullega að því að kynna íslenzkar nú tínyabókmenntir með þjóð sinni; og ritað ýmsar greinar í frönsk tímarit og þýtt Sölku Völku Halldórs Kiljans á frakkneska tungu. Heimili Jolivete prófess- ors hefir staðið íslenzkum námsmönnum og öðrum opið, og hefir hann verið þeim til að- stoðar í hvívetna. Jolivet próf- essor hefir lagt mikla stund á að kynna sér íslenzkar nútíma bókmenntir og talar íslenzku mætavel. Talin mikil síld í fsafjarðardjúpi Síldin er smá, en fituniagn 18,8% Eins og getið hefir verið í fréttum að undanförnu hefir sára- lítil beitusíld veiðst í haust og ekki nema hluti af því magni, sem nauðsynlegt er að afla, ef unnt á að vera að gera út á vetrar- vertíðina. fS Nú fyrir nokkrum dögum veiddist hins vegar síld í fjörðum við ísafjarðardjúp. Er það eins konar millisíld, en hún er feit og talin góð til beitu. Tíminn hefir frétt, að kunnugir menn við djúpið telji þar mikla síld, aðallega í Mjóafirði og ísafirði. Síldin, sem veiddist á dögun- um, fékkst í Skötufirði. Veidd- ust þar í einu um 800 tunnur. Var síldin öll mjög sæmileg. M.b. Hugrún kom með sýnishorn af þessari síld hingað til Reykjavíkur og hefir hún verið rannsökuð af efnafræðingi hjá Fiskifélaginu. Reyndist fitu- magn hennar um .18,8% en það er mjög hátt fitumagn. Að undanförnu hefir talsvert veiðst af smokkfiski þar vestur í farnir að ráðgera niðurskurð í Djúpinu, en sú veiði hefir nú trássi við þá menn, er fjölluðu algerlega fjarað út. I um þetta af hálfu hins opin- Síldveiði hefir engin verið í bera. Hafði sauðfjársjúkdóma- Faxaflóa að undanförnu. Eru nefnd lagt til við ráðherrann, reknetabátar frá verstöðvum að hann gæfi þetta fyrirheit. við flóann að hætta veiðum þar í dag munu bændur nyrðra sem ekkert hefir fiskazt svo halda með sér fund til þess að lengi. Aðeins tveir bátar úr ræða þessi mál, og hefir Tím- hverri verstöð’ munu halda anum verið tjáð, að líkur séu áfram að leita síldar, en hinir til, að þeir muni yfirleitt una eru allir hættir. Gæftir hafa þessum málalokum sæmilega. verið mjög slæmar að undan- ____________________ _______________ förnu. : ~ Fjárskipti milli Hér- aðsvatna og Miðf jarð- ar ákveðin 1948 trsknrðnr landbúnað* arráðherra Landbúnaðarráðherra ákvað í gær, að fjárskipti skyldu fara fram haustið 1948 á svæðinu milli Héraðsvatna og Miðfjarð- ar. Hafa verið allharðar deilur um þessi fjárskiptamál að und- anförnu, og voru margir nyrðra Fjárskipti í Reykjadal Skólarnir að Laugar-; í annað sinn vatni taka til starfa ^««...1. i í«ra.i... Skólar þeir, er heimkynni sitt eiga aff Laugarvatni hafa veriff aff taka til starfa aff undanförnu, affrir en héraðs- skólinn, en hann mun taka til starfa nú síffast í mánuff- inum. Gagnfræðadeild og deild fyrir þá nemendur, sem ætla að taka próf upp í mennta^kóla næsta vor, munu byrja um 20. oktober. Húsmæðraskólinn byrj- aði 15. september, íþróttakenn- araskóli ríkisins var settur 1. oktober. Annar bekkur héraðs- skólans mun taka til stafra 25. oktober, en 1. bekkur 1. nov- ember. Aðalfundur Félag héraðsdómara heldur aðalfund sinn í Reykjavík í dag. Verður hann háður í Oddfellow- húsinu og hefst kl. 1 y2. Bindindismannamót að Selfossi Almennt bindindismannamót var haldið í Selfossbíó s.l. sunnudag að tilhlutan umdæm- isstúkunnar nr. 1. Var það sótt af templurum og öðrum bind- indismönnum víðs vegar að af Suðurlandi. Hófst það með út- breiðslufundi kl. 2. Á fuhdinum fluttu ræður Sverrir Jónsson umdæmistemþlar, Felix Guð- mundsson, stórkanzlari og séra Björn Magnússon, stórfræðslu- stjóri. I.O.G.T.-kórinn söng undir stjórn Ottós Guðjónsson- ar, Jón Sigurðsson söng og lék undir á gítar, Jóhannes Jóhann- esson lék einleik á harmoniku. Fundinn sátu 400—500 manns. Kl. 5 var sýnd kvikmyndin ,,Leikaralíf“ fyrir troðfullu húsi. Á undan sýningu flutti Arn- grímur Fr. Bjarnason ávarp. Kl. 8 hófst dansleikur í Selfossbíó. sveltuimm í haust fóru fram fjár- skipti í Reykjadal í Suffur-Þingeyjarsýslu. Er þaff í annaff sinn, en fjárskipti voru framkvæmd þar í fyrsta sinn haustiff 1941. ! Alls var lógað um 5000 fjár, | fullorðnu og veturgömlu, auk j lamba. Var fé þessu flestu jslátrað hjá Kaupféle^gi Þingey- I inga á Húsavílc. Heildartala sláturfjárins af fjárskiptasvæð- inu, að lömbum meðtöldum, var um 10 þúsund, en alls var slátr- að hjá Kaupfélaginu á Húsavik í haust um 13 þúsund fjár. Alls mun hafa verið flutt hátt á fjórða þúsund líflamba í Reykjadalinn í haust í stað þess fjár, sem lógað var. Var féð keypt í hreppunum umhverfis Reykjadal og auk þess nokkuð norðan af Sléttu til viðbótar. (Framhald á 4. síðu) Skólameistaraem- bættið á Akureyri augl. til umsóknar Sigurður Guðmundsson skóla- meistari á Akureyri lætur nú innan skamms af störfum við menntaskólann á Akureyri sök- um aldurs. Hefir embætti skóla- meistara verið auglýst laust, og er umsóknarfrestur til 1. nóv- ember næstkomandi, en emb- ættið veitist frá 1. desember. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari á langt og merkilegt skólastarf að baki, svo að vart mun nokkur maður annar ís- lenzkur hafa unnið heilladrýgra starf á því sviði honum sam- tímis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.