Tíminn - 14.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.10.1947, Blaðsíða 3
187. blað TÍMINN, j»riðjndagiim 14. okt. 1947 3 Áttræð: Guðrún Bergsdóttir SytFri-Hofdölum í dag verður áttatíu ára Guð- rún Bergsdóttir á Syðri-Hofdöl- um í Skagafirði, ein af mestu dugnaðar konum Norðurlands og þótt víðar væri leitað. Guð- rún er fædd 14. október 1867 að Þrasastöðum í Stíflu í Fljótum. Hún er af góðu bergi brotin og nægir að vísa um það til grein- ar Péturs Zóphóníassonar ætt- fræðings í „Tímanum“ frá 11. september 1945, þar sem hann minnist fyrri manns hennar á 100 ára afmæli hans. Guðrún giftist 19 ára gömul fyrri manni sínum Magnúsi Gunnlaugssyni, sem var ekkjumaður og 22 ár- um eldri en hin unga kona hans. Ekki var aldursmunurinn til hnekkis hjónabandi þeirra, sem í alla staði var hið farsæl- asta. Þegar þau byrjuðu búskap 1887, að Tungu í Stíflu, var bú- stofn þeirra 1 kýr, 2 hross og 6 ær er hann átti, en sjálf átti hún 2 ær. Má öllum ljóst vera, að með slíkum efnahag þurfti dugnað og sparsemi til að verða velmegandi, þar er líka á bætt- ist mikil ómegð, því á 20 árum eignuðust þau hjón 14 börn, og af þeim eru nú á lífi 9, 5 synir og 4 dætur. Afkomendur Guð- rúnar eru nú yfir 90, því hún er fyrir nokkru orðin langamma. í Tungu búa þau hjón í 3 ár og á þeim árum byggja þau upp bæinn að nokkru og er það sýnilegt að áræði og ósér- plægni hefir verið fyrir hendi, því ekki var Tunga þeirra eigna jörð. Frá Tungu flytja þau 1890 að Saurbæ í Kolbeinsdal og búa þar í ellefu ár. Á þeim árum hi'^sa þau bæinn að öllu og flest útihús. Enn er það leigu- jörð, sem þau sýna slíka holl- ustu. Á þessum árum þeirra í Saurbæ, eru mín fyrstu per- sónuleg kynni af Guðrúnu, þá kemur hún i Brimnes til mín í þeim erindum að fá tilsögn hjá mér í fatasaum, þótt ég að vísu hefði enga sérstaka kunnáttu í slíkri iðn, hafði maður þó lært að þeirra tíma sið að vera sjálfum sér nógur, í sem flestu er að heimilishaldi laut. Á mínu heimili var til saumavél, er þá voru sem óðast að ryðja sér til rúms. Guðrún var óvenjulegur nemandi, því allt lék í höndum hennar, sem æfð væri, og er fötin á mann hennar voru full- gerð var hún ánægð. Þessi lítil- fjörlega tilsögn jók henni áræði og var sú eina sem hún hlaut um dagana, en eftir það saum- aði hún allt fyrir sitt heimili, jafnt á karla sem konur, með því snilldar handbragði, er víða hefir verið rómað, samfara flýti í vinnubrögðum, sem hún átti flestum meira af. Með því stóra heimili er Guðrún hafði um að hugs.a, vann hún hvern vetur sextíu álna voð, fyrir utan það, sem útheimtist til heimilis- þarfa. Þetta seldi hún til sjávar- síðunnar fyrir fisk til heimil- isins. Fór hún ætíð sjálf í slíkar ferðir og verzlaði með varning sinn, því ekki stóðu ferðalög frekar en annað fyrir henni ef á þurfti að halda. Frá Saurbæ 'flytjast þau hjón 1901 að Syðri- Hofdölum í Skagafirði, og enn byggja þau öll bæjarhús þar á- samt gripahúsum. Byggingarn- ar voru á öllum þessum þremur heimilum úr timbri, torfi og grjóti. Allir munu skilja, að mikið fé hefir verið lagt til slíkra framkvæmda, og þá var Vinnan ekkert smáræði, og hefði ekki einvirki getað slíku af- kastað, ef við hlið hans hefði ekki staðið önnur eins tápkona sem Guðrún var, því að öllum smíðum vann hún með manni sínum, risti torf, hlóð veggi, með þeim snilldarbrag að karl- ■ menn unnu ekki betur. Enda stóð hún hinu strekara kyni ^ jafnfætis í hvaða vinnu sem ! var. Manns hennar er áður minnst, eins og fyrr segir á 100 i ára afmæli hans. Hann var framúrskarandi duglegur og hagur á tré og járn. Margir munu spyrja: Hvaða tíma hafði þessi kona aflögu til að leysa af hendi barnauppeldi, er var unnið af skyldurækni og mynd- arskap. Er hún giftist Magnúsi, fóy til þeirra stjúpdóttir hans af fyrra hjónabandi, Ólöf Sig- urðardóttir, mæt heiðurskona, er dvaldi á heimili Guðrúnar til dauðadags. Það var hún sem var önnur hönd húsfreyjunnar við barnauppeldið, var þeim umhyggjusöm, sem bezta móð- ir, enda fékk hún í elli sinni umbun verka sinna, því í mörg ár lá hún rúmföst á heimili Guðrúnar, og naut hinnar traustu og öruggu umsjónar hennar og barna hennar í rík- um mæli. (Framhald á 4. siðu) garði, svo að þar mynduðust trjágöng eða skógarlundur. — Slíkt er til fyrirmyndar, hvernig sem á það er litið. Stundum er sagt, að þjóðin sé orðin fráhverf andlegu lífi og þá einkum trúarlífi: Þá er gjarnan vitnað í hrörlegar kirkjur og illa hirta kirkju- garða. Þeim, sem mest tala um slíkt ,er það svo sár þyrnir í holdi, ef fimmtugasti hluti þess, sem á einu ári er varið til tó- bakskaupa í erlendum gjaldeyri, er lagður í kirkjubyggingu ein- hvers staðar. Það er eins og menn séu ánægðastir með ó- fremdina. En það eru ekki fyrst og fremst fjárfrekar framkvæmdir, sem nauðsynlegar eru vegna kirkj ugarðanna. Þeir þurfa einkum vakandi og hlýja um- hyggju og skilning á því, hvað trjágróðurinn getur fyrir þá gert. Það er áreiðanlegt, að með honum er hægt að setja þann hátíðasvip á guðshúsið, að allt sem þar fer fram verði áhrifa meira. Það er sjálfsagt gott, ef ein- hver félög taka að sér að leysa vandann. En annars ættu sókn- arnefndir að gefa þessum mál- um fullan gaum. Það eru svo fjölþættar ástæð- ur sem mæla hér með. Að rækta fagran garð á samkomu- stað er menningarmál, jafnvel þó að þess væri ekki gætt um leið ,að vel hirtur og fallegur kirkjugarður er stuðningur við kirkjulíf í landinu og getur orð- ið til að gera boðskap kirkjunn- ar áhrifameiri og voldugri. Og þess er sízt vanþörf. H. Kr. ----------------------------------------------------——o A. J. Cronin: Þegar imgur ég var skálmaði til mín, tók utan um höndina á mér, án þess að mæla orð frá vörum og laut að síðustu niður að mér og kyssti mig á ennið. „Mér þýkir vænt um að sjá þig, Róbert. Engan hefir tekið það sárar en mig, að við skulum ekki hafa sézt fyrr,“ sagði hann. Rödd hans var ekki reiðileg, eins og ég hafði þó hálfvegis átt von á, heldur lág og raunamædd. Ég áminnti sjálfan mig um það, að ég mætti ekki gráta. En það var hörð barátta, sem ég varð að heyja, þegar Kata kom nú líka, grúfði sig yfir mig og kyssti mig klunnalega, þótt í bezta skyni væri. „Við skulum fara að borða.“ Mamma sýndi mér, hvar ég ! átti að sitja, og gerði sér far um að vera broshýr. „Klukkan er nú orðin hálf-sjö. Þú hlýtur að vera að sálast úr hungri, vinur minn.“ Við vorum ekki fyrr sezt en pabbi, er sat við annan enda borðsins, laut höfði og hóf að þylja borðbæn — langa og undarlega borðbæn, sem ég hafði aldrei heyrt fyrr. Og hann signdi sig ekki að bænalestrinum loknum. Hann réðist bara umsvifalaust á rjúkandi nautakjötið og skar það í þunnar sneiðar, en mamma sýslaði við kartöflurnar og kálið, er var á hinum enda fatsins. „Gerðu svo vel,“ sagði pabbi um leið og hann lét dálitla sneið á diskinn minn. Látbragð hans og svipur vitnuðu ótvírætt um það, að hann þóttist hafa valið mér reglulega góðan bita. Allar hreyfingar hans voru hnitmiðaðar og öruggar. Hann var smár vexti og lítill fyrir mann að sjá, fjörutíu og sjö ára gamall, grannleitur, fölur og smáeygur. í svart yfirskeggið hafði hann borið vax, svo að það stóð þráðbeint út, og hárið var greitt þvert yfir kollinn til þess að dylja það, að hann var sköllóttur. Yfir svip hans öllum hvíldi sú mæðuró, sem oft gætir í fari fólks, sem er sannfært um, að það sé samvizkusamt og starfsrækið, þótt það hafi ekki hlotið þá umbun og viðurkenningu, er það sjálft álítur sig eiga skilið fyrir athafnir sínar og eiginleika. Hann var með lágan, harðan flibba, svarta slaufu og í mjög sérkenni- legum, tvíhnepptum fötum, bláum með gyllta látúnshnappa. Á dragkistunni bak við hann lá einkennishúfa með gljáandi skyggni, ekki ólík húfum sjóliðsforingja. „Borðaðu kál með kjötinu, Róbert.“ hann seildist til mín og klappaði mér á öxlina. „Kál er hollt.“ Allra augu hvíldu á mér, og ég átti harla erfitt með að stjórna þessum undarlega, beinskepta hníf og gaffli. Þessi hnífapör voru miklu lengri heldur en hnífapörin, sem ég átti að venjast heima í Dyflinni, og sköptin voru svo ein- kennilega hál. Við þetta bættist, að ég hafði megnan viðbjóð á káli, og svo var kjötsneiðin mín hræðilega sölt og seig. Faðir minn hafði aldrei viljað líta við neinu nema því bezta, og hann kom heim úr skrifstofunni með alls konar lostæti, sem annars var ekki á hverju strái. Ég hafði því alltaf borðað ' það, sem mér þótti sjálfum bezt, og var svo mikill gikkur, að móðir mín hafði oftast orðið að kaupa mig til þess að bragða venjulegan mat.. En ég fann, að ekki stoðaði að styggja þennan nýja pabba, svo að ég kúgaði sjálfan mig til þess að kingja dálitlu af þessu vatnsgrautarlega káli, er hann hélt svo fast að mér. Pabbi sá, að ég hafði nóg um að hugsa í taili, svo að hann leit aftur til mömmu og sneri sér með gætni að því, sem þau höfðu verið að tala. „Frú Chapman hefir þó ekki farið fram á borgun?“ Það var greinilegur áhyggj uhreimur í röddinni. „Nei, hugsaðu þér — hún gerði það ekki,“ svaraði mamma lágum rómi. „Samt borgaði hún fargjaldið og fjölmargt annað. Þetta virtist vera greind og góð kona.“ Pabbi dró andann léttar. „Það er gott til þess að vita, að til skuli vera þelgott fólk. — Þú hefir þó ekki orðið að taka bíl við járnbrautarstöðina?" „Nei — þetta var ekki svo mikið, sem við höfðum með- ferðis. Hann var vaxinn upp úr öllu, sem hann átti. Og allar reiturnar virðast hafa farið í útfararkostnaðinn.“ Það var engu líkara en eitthvað herptist saman innan í pabba, og hann starði út í loftið, líkt og hann sæi þar hrylli- lega sýn. „Peningunum var ausið á báða bóga. Það er ekki furða, þótt lítið yrði eftir.“ „Já, en góði — þau áttu nú við þessi sífelldu veikindi að stríða.“ „Skynsemin hefir víst ekki verið með í ráðum í því stríði. Hvers vegna líftryggðu þau sig ekki? Eitthvað hefði það hjálpað, hefði um dálitla upphæð verið að ræða.“ Hin smáu augu hans beindust að mér, sem enn var að leitast við að ljúka við matinn minn, þótt mér gengi orðið seint með ; hverja munnfyllina. „Það er bezt ég segi það strax, Róbert. Á þessu heimili er engu kastað á glæ — hér er ekkert látið fara í súginn.“ Kata.^em sat gegnt mér við borðið, starði ólundarlega út um gluggann, rétt eins og henni kæmi þetta samtal alls ekkert við. Nú leit hún til mín með sérkennilegt, samúðar- fullt bros á vörum. Hún var tuttugu og eins árs að aldri, aðeins þremur árum yngri' en móðir mín. En það vottaði ekki fyrir neinu ættarmóti með þeim. Móðir mín hafði þótt falleg kona, en Kata var ófríð — augun allt of ljós, kinn- beinin framstæð og hörundið þurrt, sprungið og rauðyrjótt. Hárið á henni var einkennilega litvana, eins og það hefði hvorki náð hinum rauða lit Gow-ættarinnar né hinum svarta lit Leckie-fólksins. Sparnaður er svaritt gegn verðból^u og dýrtíð. Verzlið við kaupfélögm og sparið þanui{f fé yðar. Samband ísl. samvinnuf élaga Tilboð óskast í: I. Eimskipið „Bro“ eins og það nú liggur strandað út af Þormóðsskeri, ásamt öllu því, sem er um borð í skipinu og því tilheyrir. II. Björgun á áhöldum og lausamunum, sem eru um borð í skipinu, sem byggist á greiðslu ákveðins hundraðshluta af nettósöluverði þess, er bjargað kan'n að verða, þar í leiga á geymsluplássi, þar til sala á því getur farið fram og annar kostnaður, er á það kann að falla. Tilboð má gera í I. og II. lið, báða saman, eða aðeins annan hvorn, og sé, þeim skilað í skrifstofu okkar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir hádegi 16. þ. m. Trolle & Etollie h.f. Eimskipafélagshúsinu. Flugkennsla Vegna þess að nokkrir nemendur eru að útskrifast úr Flugskólanum, getum við tekið nýja nemendur. Flugskólinn mun starfa í vetur, og flogið er alla daga vik- unnar. Einnig lánum við þeim nemendum, sem ljúka prófi hjá okkur, flugvélar fyrir minna gjald. Ráðgert er að hefja flugkennslu víðsvegar um landið, ef næg þátttaka fæst. — Leitið upplýsinga, skriflega eða munnlega, í skrifstofu okkar á Reykjavíkurflugvelli. Einnig gefum við upplýsingar milli kl. 12—1 og í síma 7414. m Vélflugudeild Svifflugfélags Islands Pósthólf 1069. ♦♦ :: Umsóknir | « :: I ' :: «:«::««:: um styrk úr styrktarsjóði ekkna og munaðarlausra « barna íslenzkra lækna, sendist undirrituðum fyrir 8 1. des, næstkomandi. « Halldór «Hausen. « 1 > i; Unglingavantar til a$ bera út Tímann víðsvegar um bæinn. Gott kaup. — Talið við greiðsluna strax. — Sími 2323. <> o o O o O o O af- " o O o I of this Clean, Family Newspapsr The Christian Science Monitor ' Free from crime and sensational news . . . Free from poiiticaí l>ias . . . Free from "special interest” control .. . Free to tell you the truth about world eyents. Its own world-wide staff of corre* spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features. to dip and keep. □ Please send sample copier of The Christian Science j Monitor. J The Chrlstlan Solence Fubllshlng Soclety One, Norway Street, Boston 15, Mass. Street. Clty.. PB-3 □ Please send a one-month | ___ _ trial subscriptfon. I en- j ____—i close

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.