Tíminn - 15.10.1947, Side 1

Tíminn - 15.10.1947, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJt. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 2323 31. árj{. Reykjavík, miðvlkndaglim 15. okt. 1947 188. blað ERLENT YFIRLIT: Eru amerísk áhrif óheppileg? Álit enska rithöfundarins J. B. Priestley Margt er nú rætt um hjálparstarfsemi þá, sem Bandaríkin undirbúa að veita Evrópuþjóðunum, og snúast umræðurnar m. a. um það, hvort Evrópa sé að v^rða meira og minna háð Bandaríkjunum, bæði fjárhagslega og menningarlega. Enski rit- höfundurinn, J. B. Priestley, sem er víðkunnur fyrir sögur sín- ar, blaðagreinar og útvarpserindi, hefir nýlega birt grein, sem telja má líklegt að túlki viðhorf frjálslyndra brezkra mennta- manna í þessum málum. Þar sem hér er um mjög athyglisvert mál að ræða, verður meginefnið í umræddri grein rakið hér á F RU MST ÆTT HAFSKIP Margir munu minnast hinnar frækilegu farar Norðmannsins, er tókst á hendur að sanna, að menn hefðu til forna getað flutzt yfir Kyrrahafið tii Ameríku. Hann bjó út fleka eins og þá, er ætla mátti, að frumstæðir menn hefðu getað smíðað. Steig hann síðan á flekann með föruneyti sitt. Og viti menn — förin heppnaðist. Flekinn barst fyrir straumi og vindi yfir Kyrrahafið. — Hér sjá menn mynd af þessum sögufræga fleka. Er ástæða til aö skammta prjón- aðan fatnað ór innlendu efni? 300 konur í Reykjavik missa atvinnu sína, el skömmtun á prjónavörnm verður ekki breytt Einn af þeim mörgu göllum & skömmtunarfyrirkomulaginu, sem komið hafa í ljós, er skömmtun á prjónavörum. Eins og stendur er allur prjónafatnaður úr innlendu og erlendu garni skammtaður. Hins vegar er íslenzkur lopi og garn óskammtað, þótt vörurnar unnar séu skammtaðar. Vegna þessara einkenni- legu skömmtunarráðstafana er útlit fyrir, að yfir 300 prjóna- konur missi atvinnu sína hér í bæ. Hreindýr ná meiri þroska hér en í Norður-Noregi íslenzku hreindýrin eru nú um 1000, en voru aðeins 100 árið 1939 Síðustu ár, eða síðan 1939, að Eysteinn Jónsson ráðherra beitti sér fyrir algerri friðun hreindýra hér á landi, hefir þeim fjölgað mjög ört. Þegar dýrin voru friðuð, voru þau ekki nema um eitt hundrað, en eru nú nær eitt þúsund. eftir: — Það sýnist óhaggandi stað- reynd, að takist ekki að koma hugsjónum Sameinuðu þjóð- anna í framkvæmd, muni þjóð- ir heimsins skiptast í tvær fylkingar, og verði Bandaríkin í fararbroddi þeirrar stærri. — J. B. Priestley. Ein afleiðing þessa verður sú, að þær þjóðir, sem njóta leið- sagnar Bandar. verða fljótlega fyrir áhrifum amerískra félags- hátta og menningar. í raun réttri byrjaði þetta fyrir nokkr- um árum, og það er þegar auð- yelt að sjá hin amerísku á hrif á ýmsum sviðum. Spurn- ingin er, hvort slík áhrif verða til gagns og gæfu fyrir þróun heimsmálanna. Svar mitt við þessari spurn- ngu er eindregið neitandi, og mun þess að sjálfsögðu kraf- ist, að ég láti fylgja því skýr- ingar. Þetta svar mitt er hvorki sprottið af afbrýðissemi, andúð eða sleggjudómum. Fyrir styrj- öldina var ég langdvölum í Bandaríkjunum, ferðaðist víðs- vegar um landið og bjó þar mánuðum saman með fjölskyldu minni. Ég kann mjög vel við Bandaríkjamenn sem einstakl- inga. Ég þekki og dái það, sem er bezt í Amerískum lífsháttum og hugsunarhætti. Ég hefi kynnt mér amerískar bókmenntir og fylgst með þeim. Ég álít mig ERLENDAR FRÉTTIR í stjórnarnefnd þings sam- einuðu þjóðanna hisfir verið felld með 39:7 atkv. tillaga frá Rússum, þar sem m. a. var skor- að á Breta og Bandaríkjamenn að flytja alla hermenn sína frá Grikklandi. í tillögunni var því einnig lýst yfir, -að gríska stjórnin væri völd að óeirðum í Grikklandi. Rússar hafa lýst yfir því á þingi sameinuðu þjóðanna, að þeir séu fylgjandi skiptingu Palestínu í tvö ríki milli Araba ug Gyðinga. því hvorki ófróðann um Banda- ríkin né haldinn hleypidómum gegn þeim. Þrátt fyrir þetta er áður- greint svar mitt neitandi. Ég álít, að áhrif amerískra skoð- ana í félagslegum og menning- arlegum efnum séu þegar orð- in alltof mikil. Ég álít enn- , fremur, að þessi áhrif verði enn ; meiri, ef við verðum pólitiskt ' og fjárhagslega háðir Banda- i ríkjunum, og að það verði ekki : heppilegt fyrir þróun heims- málanna. Ástæðan til þess er fyrst og fremst sú, að við mun- um ekki tileinka okkur það bezta, heldur miklu fremur það versta, sem Bandaríkin hafa að bjóða í þessum •efnum. Þetta væri heldur ekki neitt nýtt og óvenjulegt. Á 19. öld- inni var Bretland mesta heims- veldið. Brezki flotinn drottnaði á hafinu og auðlegð og iðnað- armáttur Bretlands átti sér engan jafningja. Ein afleiðing þessa varð sú, að brezka yfir- stéttin varð fyrirmjí<d efna- stéttanna annars staðar. Ensk- ar íþróttar, enskar heimilis- kreddur, klæðatíska og enskar venjur breiddust um allan heim. Hins vegar voru hinir góðu eig- inleikar ensku yfirstéttarinnar ekki teknir til fyrirmyndar, eins og ábyrgðartilfinning hennar, frjálslyndi, umburðarlyndi og dómgreind. Til viðbótar því dæmi, sem hér er nefnt, bætist það, að útbreiðsla hinna amerísku á- hrifa verður í höndum stóriðju- hölda og kaupahéðna, sem eru siður en svo fulltrúar þess bezta, sem Ameríka hefir að bjóða. Þessir menn drottna yfir menn- ingartækjum Bandaríkjanna, eins og kvikmyndum og blöðun- um, og geta þannig komið per- sónulega skoðunum sínum á framfæri, en þær einkennast oft af þröngsýni og ófrjálslyndi ríkra manna. Stundum er slík- um skoðunum líka beitt eins og agni til að geðjast fáfróðum og hugsunarlitlum almenningi. Það er auðvelt að taka nær- tækt dæmi. Englendingar hafa gaman af kvikmyndum, en flest ar þær kvikmyndir, sem þeir sjá, eru amerískar. Þessar kvik- myndir sýna yfirleitt allt aðra lifnaðarhætti en Englendingar búa við, og ganga oft í berhögg við það, sem hér er talið verð- mætt og sæmilegt. Þannig verð- ur æskulýður Bretlands nú eins konar fórnarlamb kynferðis- legrar „leiftur“-sóknar, þar sem kvikmyndagerð Bandaríkjanna er um þessar mundir á því stigi, að nauðsynlegt er talið að láta myndirnar fjalla sem mest um hinar sálrænu hliðar kynferð- islífsins. Afleiðingar leyna sér heldur ekki. Það er auðvelt að gera óþroskuð ungmenni ennþá óþroskaðri. Ábyrgðarleysi æsku- lýðsins er þannig aukið á þeim tíma, þegar hann hefir sér- staka þörf fyrir holla leiðsögn. Ég áfellist þó engan veginn all- ar amerískar kvikmyndir, því að margar þeirra eru mjög góð- ar, en ég mótmæli því, að við þurfum jafnframt að fá allt ruslið, sem aðeins hefir þann (Framhald á 4. síðuj Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá Adolf Fredriksen, framkvæmdastjóra Gefjunarútsölunnar, hefir sala á innlendum prjónavörum svo að segja stöðvast með öllu síðan skömmtunin skall á. Sama er að segja með Álafoss- vörurnar. Siðan skömmtunin skall á hefir svo að segja ekkert selst af innlendum efnum. Vill fólk yfirleitt heldur kaupa er- lend föt fyrir skömmtunarseðla sína. Ef innlend föt og fafcaefni væru hins vegar óskömmtuð myndu þessar vörur verða keyptar meira en nokkru sinni áður, og fólk lærði þá að nota og meta gæði íslenzku fataefn- anna. Það er ótvíræður hagur fyrir þjóðarbúskapinn að vinna úr sem mestu af íslenzku ulljnni í landinu. Eins og sakir standa sparar það ríktssjóði útgjöld, þar sem greitt er nú með allri ull, sem seld er úr landi. Auk þess eru innlendu fata- efnin ódýrari en þau aðfluttu og við framleiðslu þeirra skapazt atvinna í landinu. Vegna ýmissra orsaka gæti þó verið vafasamur hagnaður að því að afnema með öllu skömmtun á innlendri vefnað- arvöru. Nokkrar líkur eru til að erlend fataefni verði lítt fáan- leg á næstunni, en dreifing inn- lendra fataefna kynni að verða allmisjöfn, ef þau væru óskömmtuð. Hin rétta lausn virðist vera sú, að gefa mönnum kost á að fá meira af innlendum vefnað- arvörum en erlendum fyrir inn- kaupaheimildir sínar. Þá yrði komið í veg fyrir óheppilega misdreifingu, en kaupum al- mennings þó beint eindregið að hinu innlenda efni. Öðru máli gegnir um prjóna- vörurnár. Sjálfsagt virðist að afnema skömmtun á þeim. Gefjur^er um þessar mundir að efna til mjög endurbættra og stórvirkra ullarvinnsluvéla, er ekki hafa þekkzt áður hér á landi. Auk þess er nýlega búið að setja á stofn á Akureyri full- komna prjónastofu, þar sem vinna um 40 manns. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir, að hægt verði að reka þessa prjónastofu vegna skömmtun- arákvæðanna. Nýlega var haldinn hér í bæn- um fundur kvenna, sem vinna I prjónastofum. En þá atvinnu stunda nú um eða yfir 300 kon- ur í Reykjavík. Mótmæltu kon- urnar skömmtun á prjónavör- um úr íslenzkum lopa og garni. En áður höfðu bæði Gefjunar- útsalan í Reykjavík og Álafoss skrifað skömmtunarstjóra og kvartað undan þessari skömmt- un, sem lítinn rétt virðist eiga á sér. Tíminn átti í gær tal við Helga Valtýsson rithöfund á Akureyri, en hann hefir manna mest og bezt fylgzt með þessum málum frá öndverðu, og innti hann eftir fjölgun og þroska hreindýranna hin síðari ár. Dýrunum fjölgar óðfluga. Helgi tjáði blaðinu, að dýrin væru nú orðin um eitt þúsund. Árið 1939 voru þau friðuð, en fram að þeim tíma hafði þeim, farið stöðugt fækkandi, og voru eklci nema um eitt hundrað, er friðunin komst á. í ár voru hreinkálfar um 200. Er þetta ein mesta aukningin, sem orðið hefir á hreindýra^tofninum á einu ári til þessa. Nemur þessi aukning um 30%, og er það mun meiri ársaukning, en þekkt er á heimaslóðum hreindýranna í Norður-Noregi. Þar er mesta aukning talin vera um 25%. Ástæðuna til þessarar miklu aukningar á dýrastofninum hér, sagði Helgi fyrst og fremst vera þá, að hér eru engin rándýr til að eyða þeim, auk þess sem þau eru friðuð fyrir árásum af mannavöldum. Vetur hafa yfir- leitt verið mjög góðir að und- anförnu á þeim slóðum, sem þau halda sig mest. Hreindýr þroskast betur hér en í Finnmörku. Hið upprunalega heimkynni íslenzku hreindýranna er í Finnmörku í Norður-Noregi. Helgi kvað dýrin hafa náð mun meiri þroska hér en þekktur væri þar. Fullorðnir hreintarfar hér hafa náð því að vera 100 til 120 kg., en Helgi sagðist hafa það eftir áreiðanlegum heim- ildum, að hreintarfar á beztu hreindýrasvæðunum í Norður- Noregi yrðu ekki þyngri en 70 og Helmingi færra fé slátrað á Akureyri en í fyrra Slátrun hrossa stendur yfir Slátrun saufff jár hjá K.E.A. á Akureyri er nú aff heita má lokiff. Alls hefir um 15 þúsund fjár veriff slátraff, og er þaff um það bil helmingi færra fé, en slátraff var þar síðastliðiff haust. Ástæðan fyrir, að sláturfé á félagssvæðinu er nú mun færra en í fyrra, er fyrst og fremst sú, að þá fór fram niðurskurður og fjárskipti á stóru svæði í Eyja- firði. Yfirleitt var féð, sem slátr- að var í haust, í meðallagi vænt. Fyrst um sinn mun lítils háttar slátrun fara fram á vegum K.E.A. tvisvar í viku. Fyrir nokkru er hafin á veg- um kaupfélagsins slátrun stór- gripa, nautpenings og hrossa. Það eru kaupfélagin á Sauðár- króki og Blönduósi, sem eiga hrossin, sem slátrað er. Allgóður markaður mun vera fyrir hrossakjöt, og hefir hross- um úr Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu verið slátrað á Akureyri fjölmörg undanfarin haust. upp í 90 kg. Sannar þetta betur en nokkuð annað, hversu góð uppeldisskilyrðin eru fyrir hreindýr hér á landi. Þessi hreindýr, sem nú eru að vaxa hér upp, eru afsprengi dýra, sem fyrst voru flutt hingað frá Finnmörk árið 1780. Hafa þau lifað hér af allan þann tíma. En að sjálfsögðu hefir það lin- gerðasta alltaf dáið út, svo að eftir hafa orðið einungis þrótt- rnestu dýrin. Má bví gera ráð fyrir, að hreindýrastofninn, sem nú er hér á landi, sé mun harðgerðari en dýrahjarðir þær, sem lifa í Norður-Noregi. Þar sem dýrin hafast viff. Hreindýrin halda sig um sumartímann aðallega á svo- kölluðum Vesturöræfum. Á vetrum færa dýrin sig niður á Fljótsdalsheiði og eru þar mest- an hluta vetrar. Síðan dýrun- um fjölgaði svo mjög hin síðari ár, hafa þau lagt undir sig mun stærra svæði en áður. Eru þau nú víðs vegar um afréttir Austurlands. Sama ár og dýrin voru friðuð, var skipaður sérstakur eftiilits- maður með hreindýrahjörðun- um. Er það hlutverk hans meðal annars, að sjá til þess, að dýrin séu ekki á hagleysu yfir vetur- inn. Getur oft komið fyrir að jarðlaust verði fyrir þau á Fljótsdalsheiðinni, ef vetur eru harðir. Er þá nauðsynlegt að reka þau inn á öræfin, en þar verður aldrei jarðlaust, hversu slæmir vetur sem koma, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Framtíffarráffstafanir. Helgi Valtýsson sagði, að nauðsynlegt væri nú á næstunni að gera víðtækar ráðstafanir í sambandi við hreindýrin, svo að þeim gæti fjölgað framvegis eins og hingað til. Á svæði því, er dýrin hafa dvalið á að und- (Framhald á 4. síðuj Hörmulegt slys: Sex ára telpa verður undir bíl að raóður- inni ásjáandi í gær varð hörmulegt slys á Suðurlandsbraut við Reykjavík, er sex ára stúlkubarn varð undir vöruflutningabifreið og meiddist mjög mikið. Nánari tildrög slyss þessa eru þau, að móðir barnsins, kona Ásmundsj- Sveinssonar mynd- höggvara beið eftir strætisvagni á gatnamótum Sjjðuríands- brautar og Þvottalaugarvegar. Með henni var sex ára gömul dóttir þeirra hjóna, Hallgerður að nafni. Allt í einu tekur telpan til fótanua og ætlar að hlaupa yfir Suðurlandsbrautina. Var hún svo fljót í þessum snúning- um, að móðirin náði ekki til að stöðva hana. í sömu andránni bar þar að vöruflutningabifreið- ina R-3889, og skipti það engum togum, að litla telpan varð und- ir bifreiðinni. Skeði þessi at- burður kl. 13.55 í gær. Hallgerður litla var flutt í Landsspítalann, mjög mikið meidd, og var hún ekki komin til meðvitundar seint í gærdag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.