Tíminn - 15.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1947, Blaðsíða 2
2 TmiTVN. miðyikiidagimn 15. okt. 1947 188. blað Of Iítil mjólk Á hverjum morgni stendur fjöldi fólks í Reykjavík lengur eða skemur í biðröðum við mjólkurbúðir bæjarins og bíð- ur þess að fá sinn takmarkaða mjólkurskammt. Mörgum þykir skammturinn smár og falla mörg orð um það. Nú hefir ekki fengizt skyr í nokkra daga og það er að verða sama sagan með rjóma* Þegar svona er komið, væri það ekki nema eðlilegt, að bæj- arbúar hugsuðu almennt með hlýju og þakklæti til þess fólks, sem sér þeim fyrir þessum gæð- um, sem margur fær nú minna af en hann vildi. Það má gjarnan minnast þess núna, að stjórnmálaflokkarnir hafa háð harða baráttu um landbúnaðarmálin. Framsókn- arflokkurinn þykir hafa gengið allt of langt í því að halda fram hlut bændanna og bæta lífskjör þeirra. Um það hafa allir aðrir fiokkar verið sammála, þó að þeir eigi annars misjafna sögu í þeim málum. Það þarf nú ekki að velta því lengi fyrir sér, hvort áhrif Framsóknarflokksins hafi auk- ið eða minnkað framleiðslu. landbúnaðarvara. Hetfði bændum verið sniðið afurðaverð, lífskjör og yfirleitt allur réttur, meira að vilja þeirra flokka, sem fastast hafa deilt á Framsóknarmenn fyrir ofrausn í þeim efnum, segir það sig sjálft, að ennþá fleiri hefðu yfirgefið sveitirnar og ennþá minni framleiðsla bærist þaðan á markaðinn í bænum. Þar af leiddi, að minna magn kæmi til að skipta og þyrfti auk þess að deilast á milli fleiri. Reykvíkingar skilja væntan- lega I ljósi atburða líðandi daga, að þeir hafa verið heppnir, að áhrifa Framsóknarmanna hefir þó gætt dálítið. Sízt væri það nú reykvískum húsmæðrum til yndis, að búin í nærsveitunum væru smærri og færri. Þó að meginþorri fólksins skilji þetta, eru þó eflaust til ýmsir, sem geta lært af því að standa í biðröðunum nokkra daga og snúa þaðan heim aftur með sinn takmarkaða mjólkurskammt, án skyrs og rjóma. Sú lífsreynsla, þó að dapurleg sé, getur orðið til að skerpa skilninginn, og má þá segja, að það sé ekki svo illt með öllu, að ekkert gott fylgi. Það mega Reykvíkingar vita, að barátta Framsóknarflokks- ins fyrir ræktun landsins og bættum kjörum bændanna, á mikinn og góðan hlut í því, að nú er þó til á markaði í bæn- um eins mikil mjólk og reynsl- an sýnir. En yfir því er vitan- lega almennur fögnuður. Það segja máske einhverjir, að þeir hafi barizt fyrir bættu formi á búskapnum, endur- bættu skipulagi, sem hefði þá náttúru, að framleiðslan yrði bæði mikil, góð og ódýr. Sízt ber að lasta góðan vilja, en léttvægar verða fullyrðingar slíkra manna, meðan þeir hafa ekki annað á að benda, en op- inber bú með miklum rekstrar- halla eða þá búkolluævintýri, til að láta menn hlæja að. Enn sem komið er, hefir bændastéttin framleitt mjólkr ina ódýrara en opinberu búin. Það er töluleg staðreynd, sem ekki verður hrakin. Og það mun enn sýna sig, að ráðið til að sjá SÆMUNDUR FRIÐRIKSSON: Nokkur orð um fjárskiptin Samþykktir á fundi sambandsráðs U.M. F.Í. Niðurlag. V. Það er rétt, að ekki var bann- að að flytja kúna frá Garði að Sauðárkróki, en hitt er rangt, I að ég hafi sagt að selja mætti kýr þaðan hvert sem væri vest- ur að Blöndu. Með reglugerð,' sem sett var 12. maí 1946, var landinu skipt niður í svæði ■ með tilliti til nautgripaflutn- inga. Allt frá Blöndu norðan Vatnsskarðsgirðingar og aust- ur að Eyjafjarðargirðingum, er talið eitt svæði í reglugerðinni. Það er því ekki um neitt brot að ræða, þó kýr séu fluttar þarna milli sveita. Hins vegar getur Sauðfjársjúkdómanefnd bannað nautgripaflutning inn- byrðis á svæðinu eftir því, sem hún telur þörf á. En þar sem Garðskýrnar höfðu fjórum sinnum verið rannsakaðar, tvisvar með blóðprófi og tvisv- ar með húðprófun og enginn grunur um garnaveiki komið fram í þeim, virtist mér ekki ástæða til að banna þennan flutning. Ég leit svo á, að kýr- in myndi ekki vera hættuleg, fyrst enginn grunur kom fram við endurteknar rannsóknir. Eftir skýrslum, sem Rann- sókrvirstofa Háskólans hefir fengið, hafa á árunum 1940— 1946 verið fluttir 40—50 naut- gripir af garnaveikissvæðum inn á svæðið milli Blöndu og Héraðsvatna. Þar af ein kýr flutt úr einni verstu garna- veikisveit sunnanlands, að Gunnsteinsstöðum til Hafsteins Péturssonar. í hverju skyldi svo hættan helzt vera fólgin? 40— 50 kýr úr garnaveikisveitum dvelja árum saman á svæðinu. 1 kýr marg rannsökuð, er höfð nokkrar vikur á Sauðárkróki. Hver og einn getur svo dregið sínar ályktanir. Þar sem Hafsteinn virðist ekki taka mark á garnaveiki- rannsóknum og telur að Sauð- fjársjúkdómanefnd gangi of skammt í varnarráðstöfunuum, þá er furða, að hann skuli ekki hafa fargað þessari kú sinni og reynt með innýflarannsókn að láta sanna, hvort garnaveiki kynni að hafa borizt með henni inn á svæðið. Það væri í sam- ræmi við aðfinnslur hans og vandlætingasemi á hendur Sauðfjársjúkdómanefnd. Um- mæli Hafsteins um að ég hafi gert tilraun til að flytja garna- veiki inn á svæðið, verða t. t. v. rædd á öðrum vettvangi, þó síð- ar verði. VI. Hafsteinn segir ,að fjáreig- endur vestan Blöndu hafi nú samþykkt, að þeir fái ekki nema 30% lamba á fyrsta ári miðað við bótaskylda fjártölu. Ekki hefi ég séð þá samþykkt. Eða heldur Hafsteinn, að fámennir fundir geti samþykkt slíkt fyrir alla fjáreigendur á svæðinu? Mér er kunnugt um, að margir fjáreigendur vestan Blöndu, eru mótfallnir fjárförgun austan Blöndu nú í haust, og er það skiljanleg og eðlileg afstaða, eins og málin standa. Reykvíkingum fyrir nógu af góðum mjólkurvörum, er ein- mitt stefna Framsóknarflokks- ins, að styrkja bændur og hvetja til að rækta jörðina og búféð og skapa sér ný og betri starfsskil- yrði. Nú ættu flestir að geta séð það og viðurkennt. VII. Ekki er Hafsteinn í neinum vandræðum með útvegun líf- lamba. Hann fer víða um land og síðan til Grænlands. Ekki er nú horft í kostnaðinn. Og ekki varasemin gagnvart garnaveik- inni hátt skrifuð meðan á þess- um bollaleggingum stendur. Sauðfjársjúkdómanefnd hefir hingað til talið öruggast að taka lömb eingöngu af Vestfjörðum til þessara fjárskipta og þykir mér líklegast, að svo verði gert. Hafsteinn reynir enn að sýna fram á, að mikil fjárskipti í haust verði til hagnaðar fyrir bændur. Ég taldi, að sú ágizkun hans hefði ekki við rök að styðjast. Þau rök hefi ég heldur ekki séð enn, enda segir Haf- steinn í niðurlagi kaflans ,að hann geti ekkert um þetta sagt með vissu. En ekki eru líkurnar hans megin, ef tekið er tillit til búfjárförgunar nú í haust vegna óþurrka í sumar, svo og fækk- unar sláturfjár á næstu árum vegna afstaðinna fjárskipta. VIII. Hafsteinn Pétursson og Jón Pálmason hafa hneykslast mjög á ummælum mínum þar sem ég sagði, að ekki gæti munað miklu á mögu- leikum fyrir útrýmingu garna- veikinnar, eftir því, hvort fénu yrði slátrað 1947 eða 1948. Hafa þeir báðir sett sig þar í sæti vísindamanna og þótzt ná sér vel niðri. Fáir munu þó taka þá alvarlega á þessum nýja vett- vangi. En til að reyna að fá úr þessu skorið, hefi ég snúið mér til Guðmundar Gíslasonar læknis, sem starfað hefir um 10 ára skeið á þessu sviði, og er um- sögn hans um þetta atriði svo hljóðandi: „Viðvíkjandi fyrirspurn yðar um það, hvaða aðgerðir ég teldi nauðsynlegastar í sambandi við útrýmingu á garnaveiki, sem kynni að hafa borizt í búpen- ing á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna, vildi ég leyfa mér að taka þetta fram: í greinum um garnaveiki í sauðfé og nautgripum, sem birtust í Frey, síðastliðið sum- ar, hefi ég leitast við að gera grein fyrir því, hvað bændur, sem búa á landssvæðum, þar sem grunur getur leikið á um, að garnaveiki hafi borizt í féð, þurfi að gera, til þess að hamla gegn veikinni. Þýðingarmesta atriðið tel ég vera, að húðprófa með vissu millibili allt fullorðið fé á slík- um svæðum og staðfesta með því, hvort og hvar grunur kynni að vera um byrjandi smit. Þar sem smitunin gengur mörgum sinnum örar í sauðfé, heldur en í nautgripum, er miklu fyr hægt að vera um byrjandi smit. Þar smit í þvl. Fjárskipti á sauðfé í héraði, þar sem grunur er um garna- veiki, en ekki hefir verið kom- izt eftir því með húðprófun eða annari nákvæmri leit, hvar eða hvort garnaveiki sé í fénu eða ekki, getur tafið svo árum skiptir fyrir því, að slík stað- festing fáist. Sauðfjárskipti ein duga ekki til þess að útrýma garnaveiki í viðkomandi héraöi. Það kemur að litlu haldi, í sambandi við fullnaðar útrým- ingu veikinnar, að hafa löndin sauðlaus í 1—2 ár, þar sem með- göngutími veikinnar hjá naut- gripum er allt að þrem árum en miklu lengri tími getur lið- ið frá smiti nautgripsins og þar til tekst að uppdaga sjúkdóm- inn, ef um væga sýkingu er að ræða. Ef á hinn bóginn endurtekn- ar húðprófanir og aðrar athug- anir á sauðfénu hafa staðfest þá bæi á viðkomandi svæði, þar sem nokkur minnsti grunur er um smit af völdum garnaveiki, og aöeins um einstaka eða fáa bæi væri að ræða, er fullkom- inn möguleiki á því, að stöðva og útrýma veikinni á þessu svæði. Gæti þá meira að segja verið framkvæmanlegt, að hafa fullkomin sauðfjár- og naut- gripaskipti á þessum fáu bæj- um, en auk þess að fylgjast ná- (Framhald á 4. síðu) Rlchard Reck prófessor: Raddir af æskustöðvunum Eftirfarandi grein er seinni hluti af ritgerff, sem birtist í Heimskringlu nýlega. Fyrri hlutinn var um Snæfell, rit íþrótta- og ungmennasambands Austurlands. Meðal hugstæðustu og kær- ustu æskuvina minna, hinnar eldri kynslóðaJr, er Ásmundur Helgason, um langt skeið bóndi að Bjargi (við Liltu-Breiðuvík) í Reyðarfirði, en nú á síðari árum búsettur í Reykjavík. — Skulda ég honum þakkir fyrir langa og trygga vináttu, ótal ánægjuleg- ar og fræðandi samverustundir bæði á sjó og landi, því að hann hefir jafnan verið mikill fróð- leiks- og bókamaður. Var hann og óspar á að lána mér bækur úr safni sínu, og svalaði með því þekkingarþorsta mínum og glæddi bókmenntalegan áhuga minn á unglingsárum mínum. Vissi ég það því fyrir löngu síðan, að Ásmundur Helgason bjó yör margvíslegum fróðleik frá eldri tíð á Austurlandi, um merka menn og frásagnarverða viðburði, og hefir hann á undan- förnum árum birt allmikið af því tagi í ýmsum blöðum heima á íslandi. Er það vel farið, og ber honum, sem öðrum hinum mætu fróðleiksmönönum íslenzk um í alþýðustétt, þökk fyrir það, að forða með þeim hætti ýmsum markverðum fróðleik, er sögu- legt og þjóðfræðilegt gildi hefir, frá því að fara í glatkistuna. Meðal hins nýjasta, sem Ás- mundur hefir látið frá sér fara í þeim efnum, er Þdttur af Brynj- ólfi Jónssyni, skipstjóra á Eski- firði (Reykjavík Prentsmiðjan Edda, 1946). Er það glögg og skemmtileg lýsing á sérstæðum manni og merkum um margt, sem átti það skilið, að nafni hans væri á lofti haldið. Heyrði ég á yngri árum mikið um Brynjólf talað, enda var góð vinátta með fólki hans og móðurfólki mínu, og fór það að vonum, þar sem náin frændsemi var með því fólki mínu og Siggerði konu Brynjólfs, Jónsdóttur Guð- mundssonar bónda að Dölum í Fáskrúðsfirði. En sjálfur var Brynjólfur Skaftfellingur, son- ur Jóns Halldórssonar, bónda að Þórisdal i Lóni, en móðir hans Sambandsráðsfundur Ung- mennafélags íslands var hald- inn í Reykjavík dagana 4. og 5. október síðastliðinn. Fundinn sóttu 9 héraðsstjórar víðsvegar af landinu og stjórn Ungmenna- félags íslands, auk nokkurra gesta. Þessar samþykktir voru gerð- ar: Landsmót á Austurlandi voriff 1949. Ungmenna- og íþróttasam- bandi Austurlands var falinn undirbúningur að væntanlegu landsmóti að Eiðum vorið 1949. Gerð voru drög að fynrkomu- lagi mótsins og hvaða íþrótta- greinum skyldi keppt í. Verða þau birt í næsta hefti Skinfaxa og leitað umsagnar Umf. um þær tillögur. Er ráðgert að í- þróttakeppnin verði með svip- uðum hætti og á síðasta lands- móti. Ennfremur er ráðgert, að þar fari fram veglegar fimleikasýn- ingar, þjóðdansar og útileik- sýning. Bindindismál. „Fundurinn leggur áherzlu á mikilvægi þeirrar starfsemi ungmennafélaganna að halda uppi heilbrigðu skemmtanalífi með menningarbrag og hvet- ur þau til að gæta þess vel að slá hvergi undan í því efni. Jafnframt krefst fundurinn þess, að ríkisvaldið sjái um það, að félögin eigi aðgang að nógu mörgum ákveðnum mönnum, til að gæta velsæmis á almennum skemmtunum á alþjóðarkostn- að“. „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að skapa fordæmi um yelsæmi í áfengismálum, m. a. á þann hátt að afnema veit- ingar áfengis í opinberum veizl- um. Jafnframt heitir hann á ungmennafélögin að einbeita sér að því, að til hvers konar forystustarfa og áhrifa veljist holiir menn í þeim efnum“. Félagsheimillin. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir setningu laga um fé- lagsheimili og væntir þess, að var Guðný Þorsteinsdóttir, dótt- urdóttir Björns hins ríka Brynj ólfssonar, bónda að Borgarhöfn í Mýrum í Au$;urskaftafells- sýslu. Brynjólfur Jónsson var hið mesta hreystimenni, en þó bar af, hve ágætur sjómaður hann var og stjórnari; var hann og lengi fram eftir árum skipstjóri eða stýrimaður á hákarlaskipum, og var það ekki heiglum hent að fást við þær veiðar, eins og þær voru stundaðar á þeirri tíð. — Segir Ásmundur ýmsar sögur, er bera ótvíræðan vott harð- fengi Brynjólfs, snaiíræðis og stjórnmennsku á sjónum. Hafði hann getið sér svo mikið orð fyrir sjómennskuhæfileika og þekkingu á því sviði, að hann valdist til þess á efri árum sín- um (þá kominn yfir sextugt) að verða leiðsögumaður á dönsku strandgæzluskipunum „Heim- dalli“ og „Heklu“, og var það um mörg sumur; reyndist hann svo vel í því starfi, að hreinni furðu sætti, eins og sjá má af mörgum dæmum er Ásmundur segir frá því til staðfestingar. Samfara hinum miklu sjómanns hæfileikum hans, var þekking hans á öllu við strendur landsins og ratvísi með fádæmum, enda komst einn af yfirmönnum hinna dönsku herskipa svo að ungmennafélögin hagnýti sér þau fyllilega. Jafnframt hvetur hann félögin til að gæta þess vel, að hirðing, umgengni og umhverfi á samkomustöðum þeirra, sé með þeim menningar- brag, sem félagsheimilum sæm- ir“. Flugvallarsamningurinn. „Fundurinn lýsir því yfir, að hann telur sjálfsagt, að núgild- andi milliríkjasamningi um Keflavíkurflugvöllinn verði sagt upp við fyrsta tækifæri. Jafn- framt leggur fundurinn áherzlu á það, að þess sé gætt, meðan samningurinn gildir, að hann sé í öllu haldinn“. Söngkennslan. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir starfsemi U. M. F. í. að söngmálum og ákveður, að sambandið reyni að fullnægja óskum héraðssambanda og ein- stakra félaga um farandkenn- ara í söng með sama hætti og í- þróttakennara, og sæki til Al- þingis um aukinn fjárstyrk vegna þeirrar starfsemi“. Skógræktarmál. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim stuðningi, sem mörg ungmennafélög veita skógrækt- armálunum, sem er stórvægi- legt sjálfstæðis- og menningar- mál. Jafnframt leggur hann á- herzlu á það, að Þrastaskógur verði fegraður og bættur með gróðursetningu nýrra trjá- plantna í framhaldi af því, sem þegar hefir verið gert og væntir samstarfs nærliggjandi félaga um það“. Samstarf viff félög ná- grannaþjóffanna. „Fundurinn ákveður að bjóða Noregs Ungdomslag að senda þjóðdansaflokk á landsmótið 1949. Þá telur fundurinn sjálf- sagt að taka boði færeyskra ungmennafélaga, að senda mann til þeirra, til kynningar og aukinnar samvinnu". íþróttastarf Umf. Reykjavíkur. „Fundurinn þakkar Umf. Reyk j avíkur f yrir drengilegt (Framhald á 4. síðu) orði um Brynjólf í samtali við Axel V. Tulinius, þáverandi sýslumann á Eskifirði: „Það er aðdáunarvert, hvað Brynjólfur þekkir allt með landi fram, en þó hitt meira, að það virðist sem hann sé eins vel kunnugur á sj ávarbotninum." Fengu yfirmenn varðskipanna einnig hinar mestu mætur á Brynjólfi og sendi yfirforinginn á „Heimdall" honum eitt sinn að gjöf vandaðan sjónauka með áletruðu nafni hans og þessari áritun: „f viðurkenningarskyni íyrir ágæta sjómennskuhæfi- leika“. Má því óhætt segja, að Brynjólfur hafi, með leiðsögu- mannstarfi sínu, aukið á virð- ingu íslendin(ga meðal þeirra erlendu manna, sem hann starf- aði með á herskipunum. Hann var einnig bókhneigður maður og fróður um margt, og átti vandað bókasafn, enda kunni hann vel að meta hinar ágætu fornbókmenntir vorar og að greina milli kjarna og hismis í bókmenntalegum efnum. Kippir þeim því í kyn um þá hluti sonum hans Birni fyrrv. barnakennara, og Jóni bóksala á Eskifirði, sem báðir eru mjög fróðleikshneigðir menn og víð- lesnir, prýðisvel gefnir menn, (Framahld á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.