Tíminn - 15.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1947, Blaðsíða 3
188. blað TfiMlNN, Eniðvikudagiim 15. okt. 1947 3 MIMINGARORÐ: Benóný Helgason bóndi að Háafclli. Benóný Helgason, bóndi að Háafelli í Skorradal, andaðist að heimili sínu 2. júní síðastl. Hann var fæddur í Galtavík við Hvalfjörð, Borgarfjarðar- sýslu, 29. febr. 1876. Foreldrar hans voru Björg Halldórsdóttir og Helgi Bjarnason hinn sterki, bröðir Jóns oddvita á Akranesi og Guðbjarna formanns á Litlu- Grund á Akranesi. Helgi var glímumaður mikill, afrendur að, afli, fjörugur og glaðlyndur og því eftirsóttur til alls félags- skapar. Þótti það samkvæmi ekki fullskipað í nágrenni hans, að hann væri ekki þar með. Benóný ólst upp í föðurgarði til 10 ára aldurs, þá andaðist faðir hans og fluttist móðir hans með 5 börn sín að Nýjabæ á Innra-Akranesi, en Benóný var tekinn til fósturs að Reyni og ólst hann þar upp. Árið 1897 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Guðnýju Magnúsdóttur, Eggertssonar frá Eyri í Flókadal, og höfðu þau búið saman i tæp 50 ár. Fyrstu 10 árin bjuggu þau á ýmsum jörðum í Skorradal, þar til þau fluttust að Háafelli 1907, og keyptu það nokkru síðar. Þar bjuggu þau í 40 ár. Þau eignuðust 7 börn, 5 syni og 2 dætur. Einn son sinn misstu þau ungan, en 6 börn komust til fullorðinsára. Ann- að barn sitt, Guðrúnu, húsfreyju í Bakkakoti, misstu þau 1946 mjög sviplega og var þá mikill harmur að þeim kveðinn, eink- um þar sem hún hafði verið lengst í heimahúsum. Þau sem eftir lifa eru: Halldóra, ráðskona á Reykjum, Halldór, bóndi á Krossi, Helgi, bóndi og útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, Ólaf- ur, verkamaður i Reykjavík, og Eggert. rafvirkjameistari í Reykjavík. Benóný hóf búskap með mjög lítil efni, en þrátt fyrir mikla ómegð safnaðist honum brátt fé, einkum eftir að hann kom að Háafelli. Jörðin er erfið, en bauð dugandi höndum mörg hlunnindi, silungsveiði til heim- ilis, garðlönd, tún og haglendi mjög gott. Landið er mjög skógi vaxið, en erfiðar fjallaengjar. Benóný byggði íbúðarhús og peningshús úr steinsteypu á jörðinni, stækkaði túnið, girti allt landið og vann ötullega að því að prýða jörðina meðan kraftar leyfðu. Hann var af- Kolaviiinsla Norð> manna á Spitsbergen Kolaframleiðsla á Spitsbergen þetta ár er talin muni verða um 300 þús. smál. en næsta ár er ráðgert að auka framleiðsluna í 500 þús. smál. en síðar meir ætti hún auðveldlega að geta orðið 800 þús. smálestir á ári ef ekki vantar kunnáttumenn og góð tæki. En eigi framleiðslan á Spitsbergen að aukast þarf að hafa þar fleiri æfða verkamenn og þá þarf að byggja betur upp félagslíf nýlendunnar norður þar. Eins og sakir standa vinna nál. 1000 menn í námunum og alls. eru 1100— 1200 menn við námureksturinn. Það svarar til að þar væri 7000 manna bær, ef allt sem með þarf er tekið með. En margs þykir við þurfa svo að sæmilega væri séð fyrir menningar- legum þörfum nýlendufólksins norður þar, sem hlýtur að verða einangrað frá samgöngum við umheiminn allan heimsskautaveturinn. Meðal annars þyrfti þá að byggja nýja útvarpsstöð eða endurvarpsstöð fyrir Oslóarút- varpið. burða verkmaður, að hverju sem hann gekk, manna greið- viknastur og leið honum illa ef hann gat ekki gert bón þá, sem hann var beðinn. Margar ferðir að vetri til fór hann yfir fjöll og hálsa í byljum, þá er öðrum fannst ekki ratfært. Fyrir full- um 20 árum fældist með hann hestur, er hann var einn á ferð, mun hann hafa meiðst mikið, en kom heim um kvö! dið og gat fátt um. Varð hann aldrei sami maður upp frá því. Kona hans var honum sam- hent í öllu og blómgaðist bú- skapur þeirra vel, þó að oft væri erfitt, sérstaklega framan af búskaparárunum, meðan þau bjuggu á leigujörðum, illa hýst- um og erfiðum. Mun oft hafa verið erfitt fyrir hana að gæta bús og barna, er bóndinn var í ferðalögum til aðdrátta, eða í fjárrekstrarferðum um erfiðar leiðir. Hvíldu þá öll störf á hús- móðurinni. En við þau kjör átti dalafólk að búa um aldaraðir. Var Benóný einn af þeim, sem þekkti tímana tvenna, tveggja til þriggja sólarhringa ferðir í kaupstað með lestir eða fjár- rekstur, og hins vegar jeppa eða vörubíla heim á lilað. Orðtæki hans var ávallt, er hann vann að endurbótum jarðarinnar: „Hollur er heima fenginn baggi.“ Benóný var glaðlyndur og hjálpfús og skemmtilegur heim að sækja, enda var hemili þeirra hjóna viðurkennt fyrir gestrisni. Góðlyndur var hann og brá helzt aldrei skapi, en kæmi það fyrir, gleymdi hann því seint. Fjármaður var hann með af- brigðum og glöggur á fé og átti oft einna fallegustu og þyngstu dilkana í sláturstöðum á haust- in. Sárt mun honum hafa þótt eins og mörgum öðrum bændum þessa lands, að sjá á eftir fallega fénu sínu, er sauöfjársjúkdóm- ar fóru að höggva skörð í bú- stofninn. Hinn 12. júní, þegar sólin skein í heiði yfir skrúðgrænum hlíðum Skorradalsns og blóma- brekkur túnanna skrýddust sínu fegursta skrúði, safnaðíst meginþorri íbúa tveggja hreppa Borgarfjarðar, ásamt fleiri sam- an að Háafelli til þess að kveðja hinn látna nágranna sinn og fylgja honum til hinztu hvídar. Blessuð sé minning lians. Ól J. H. Raddir frá % æskustöðvnunm (Framhald af 2. síöu) skáldmæltir og um allt drengir hinir beztu. f því sambandi er mór ljúft að minnast þakklátlega langrar vin áttu þeirra bræðra og trygglynd- is, sem enginn fölskvi liefir fall- ið á með líðandi árum. að ó- gleymdri örlátri gestrisni á heimili þeirra. Þá er ég eigi síð- um minnugur þess, að Björn Brynjólfsson var einn af fyrstu kennurum mínum, og fór það starf þannig úr hendi, að síðan hefi ég borið til hans djúpstæð- an hlýhug. Við lestur hins greinagóða og vel sagða þáttar um Brynjólf Jónsson hafa því rifjast upp fyr- ir mér ljúfar minningar. Hitt skiptir þó enn meira máli, að hann var enn af hinum kjarn- miklu íslendingum horfinnar tíðar, sem verðugt er að minn- ast, snillingur á sviði sjómennsk- unnar. A. J. Cronin: Þegar ungur ég var „Þú ert auðvitað búinn að vera eitthvað í skóla?“ spurði ! hún. „Já.“ Ég roðnaði af því einu, að ég var ávarpaður, og það var með erfiðismunum, að ég gat stunið upp svarinu. „Ég var í skóla hjá ungfrú Barty.“ ; Kata kinkaði kolli. „Var gaman í skólanum hennar?“ „Ó — það var dásamlegt! Ungfrú Barty gaf okkur brjóst- sykur úr krukku í skápnum, þegar við kunnum kverið vel.“ „Það er góður skóli hérna í Levenford. Ég vona, að þú verðir þar fljótt heimavanur." Pabbi ræskti sig. „Ég hafði nú hugsað mér, að hann færi í bæjarskólann hérna í Jóhannesarstrætinu .... Þú kennir þar, Kata. Mér finnst viðeigandi, að hann fari þangað.“ Kata vatt sér við í sætinu og hvessti augun á pabba með 1 kuldalegum þrjózkusvip. „Þú veizt ofurvel, að bæjarskólinn í Jóhannesarstræti er bæði lítill og lélegur. Róbert fer auð- vitað í latínuskólann eins og við systkinin. Maður í þinni stöðu |etur ekki verið þekktur fyrir annað.“ „Jæja ....“ Pabbi leit undan. „Getur verið .... En ekki fyrr en nýtt skólaár byrjar. Er það ekki 14. október? — ! Syurðu strákinn einhvers og vittu, hvað hann kann.“ Kata hristi aðeins höfuðið. „Hann er þreyttur og ringlaður og ætti í rauninni að vera háttaður. — Hjá hverjum á hann annars að sofa?“ Ég hrökk upp af mókinu, sem verið hafði að smásíga á mig, og drap tittlinga framan í mömmu meðan hún íhugaði þetta vandamál, er henni hafði ekki unnizt tími til að útkljá í önn og ringulreið síðustu daga. „Hann er orðinn of stór til þess að sofa hjá þér, Kata .... Og rúmið þitt er svo mjótt, Murdoch .... Þar að auki vakir þú svo oft fram eftir við bóklestur. Við getum líklega ekki komið honum fyrir í herbergi ömmu? Meðan hún er fjar- verandi, meina ég.“ En pabbi hafnaði þessari uppástungu — hann hristi höfuðið. „Hún borgar okkur sómasamlega leigu,“ sagði hann. „Við getum elcki sett allt á annan endann í herberginu hennar, án leyfis. Og svo kemur hún líka bráðum heim.“ Murdoch hafði ekkert lagt til málanna. Hann sat álútur við borðið, lygndi nærsýnum augum á hvern bita, eins og leynilögreglumaður, er verður að skoða allt sem nákvæmast, og slafraði matinn í sig með dauðasljóvum svip. Öðru hverju seildist hann eftir opinni kennsiubók, sem hann hafði lagt hjá diski sínum, og bar hana alveg upp að nef'nu, eins og hann væri að þefa af henni. Nú leit hann þó loks upp og mælti: „Hann getur sofið hjá afa. Það er eina skynsamlega lausnin.“ Pabbi kinkaði kolli til samþykkis. En samt var eins og skuggi færðist yfir andlit hans, þegar afi var nefndur. Þar með var málið til lykta leitt. Ég hafði verið hálf- sofnaður, en ég glaðvaknaði við þessi ískyggilegu úrslit. Mér var ljóst, að ný ógæfa hafði dunið yfir mig. Það var hræði- leg tilhugsun, ef óg átti að binda trúss við þennan furðu- lega og mikilúðlega mann uppi á loftinu. En ég þorði ekki að mótmæla, og ég var líka svo þreyttur, að ég gat varla haldið augunum opnum. Kata stóð upp og ýtti frá sér stólnum. „Komdu þá, vinur rninn," sagði hún. „Er vatnið volgt, mamma?“ „Það held ég sé,“ svaraði hún. „En ég þarf nú líka að þvo diskana. Þú mátt ekki eyða of miklu af því.“ Kata hjálpaði mér úr fötunum, þegar við vorum komin inn í þröngan baðklefann. Ég veitti því athygli, að andlit hennar roðnaði einkennilega, þegar hún dró af mér síðustu spj arirnar. Vatnið í baðkerinu var ekki meira en svo, að það tók mér rétt upp á kálfann. Sjálft var baðkerið orðið gult af elli, og það hafði sýnilega verið margklesst á það glerungs- húð, þar sem kvarnazt hafði úr því. Kaata stóð hálfbogin yfir mér og þvoði mér með dálítilli baðmullarpjötlu, og sápan, sem hún notaði, var grágul og klessuleg. Ég gat varla haldið höfði, og það var allt of mikill svefndrungi siginn á mig til þess, að ég hefði rænu á því að gráta. Ég lét hana þvo mig og þerra eins og hana lysti, og loks fékk ég að fara aftur í skyrtuna mína. Kata opnaði hurðina, og við drögnuð- umst upp stigana. Uppi á efri stigapallinum stóð afi eins og mórauð vofa, sem stígur frám úr þoku. Mér fannst ég skynja enn öldusláttinn á sundinu, titring gufubátsins og hávaðann í neðanjarðargöngunum, þegar járnbrautarlestin brunaðl í gegnum þau. Og svo rétti afi fram höndina og tók við mér. ÞREÐJI KAFLI. “Áfi var mjög ókyrr í svefni. Hann hraut hástöfum, bylti sér látlaust á hnökróttri dýnunni og klemmdi mig misk- unnarlaust uppi við vegginn. Ég svaf samt sem áður, en skömmu fyrir dögunina dreymdi mig hræðilegan draum. Ég sá föður minn í síðri, hvítri náttskyrtu með öndunar- tækið, sem einn kunningja hans hafði ráðlagt honum að nota, þegar öll læknislyf og önnur úrræði brugðust. Hann tók sér hvíld öðru hvoru, brún augu hans ljómuðu, og hann kastaði gamanyrðum til móður minnar, sem stóð álengdar með sóttheitar hendurnar spenntar framan á maganum. í~ mmtmmmammmumsmm LUMA RAFMAGNSPERUR eru beztar Seldar í öUnm kaapfélögiun landsÍDK. Samband ísl. samvinnu JC cutpmenn haup^éíöa Góðfúslega sendið mér jólapöntun yðar sem fyrst. Fjölbreytt úrval af jóla- oy ttehifœrisgjöfum. » Takmarhaðar birgðir vegna shorts á hráefni. \Jaan J^áh annóóon Silfurtúni 12, pr. Reyhjavíh. Pósthólf 1086. Sími 9476. SPAÐKJÖTIÐ frá Borgarfirði eystra er komið. Heiltunnur ....... 125 kg. kosta kr. 1.280,00 Heiltunnur ........ 115 kg. — — 1.180,00 Hálftunnur ........... 55 kg. — — 580,00 Fjórðungstunnur ...... 32 kg. — — 360,00 Pantanir, sein berast snemma dags, afgreiddar samdægurs. FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Síini 2678. DansskóLi okkar fyrir börn, byrjar þriðjudag 21. þessa mánaðar. ki. 5 Ballet kl. 6 Samkvæmisdansar. Kennslan fer fram að skátaheimilinu við Hringbraut. Upplýsingar gefnar frá kl. 6—8 e. h. Keimum fulllorðnum Lancier. Sif Þórs 7115 Ásta Norðmann 4310 ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.