Tíminn - 16.10.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 16.10.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ) ÚTGEFANDI: i FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 'i PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. | RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝ SINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 31. árj(. Reýkjavík, fimmtiidaginii 16. okt. 1947 189. blað Þrjár tillögur um áfengismál lagöar fyrir Alþingi Tillögurnar miða að takmörkun áfengisneyzlu t o«í' afnámi óheilbrigðra áfengisveitinga og , sérréttinda í fyrradag voru lagðar fram í sameinuffu þingi þrjár þings- ályktunartillögur og ein fyrirspurn varðandi áfengismál. Tillög- urnar miffa allar aff því aff draga úr áfengisnautn *&g afnema ýmsar óheilbrigðar venjur og sérréttindi, eins og opinberar drykkjuskaparveizlur og áfengisfríðindi ýmsra opinberra starfs- manna. Tillaganna er nánar getið hér á eftir: Ráffstafanir til aff draga úr áfengisnautn. Sex þingmenn, Sijfús Sigur- hjartarson, Hannibal Valdi- marsson, Páll Þorsteinsson, Pét- ur Ottesen^ Halldór Ásgrímsson og Skúli Guffmundsson flytja svohljóðandi tillögu um ráff- stafanir til að draga úr áfeng- isnautn: Alþingi ályktar aff fela ríkis- stjórninni aff 'gera eftirtaldar ráffsf/ifanir: a. aff láta lög nr. 26 frá 1943 um héraðabönn, koma til fram- kvæmda eigi síffar en 1. jan. 1948. b. aff gefa út reglugerff um skömmtun áfengis, og verffi þar meffal annars ákveffiff, aff áfengi megi ekki selja, nema gegn skömmtunarsefflum kaupanda, enda sýni hann persónuskír- teini sín.“ \ í greinargerffinni segir pi. a.: „Á síðasta Alþingi voru flutt- ar allmargar tillögur til þings- ályktunar varðandi áfengismál- in. Tvær þeirra vöktu verulega athygli, og má fullyrða, aff þær áttu hljómgrunn hjá þjóðinni, var önnur um framkvæmd héraðabanna, en hin um skömmtun áfengis. Þrátt fyrir eindregnar áskor- anir frá fjölmörgum fundum og samtökum um, að Alþingi sam- þykkti þqssar tillögur, fékkst hvorug þeirra afgreidd. Slík meffferff þessara mála var ósæmandi Alþingi. Þessar tvær tillögur eru aff efni til samein- aðar í þeirri tillögu, sem hér liggur fyrir, og er þess að vænta, að Alþingi víki sér nú ekki undan að afgreiða þær, enda efni þeirra mjög rætt, og mætti ætla, að sérhver þing- maður hefði þegar fullmótaðar skoðanir á því og óskaði ekki að dylja þær.“ J Afnám vínveitinga á kostnað ríkisins. Sex þingmenn, Skúli Guð- mundsson, Pétur Ottesen, Sigfús Sigurhj artarson, Hannibal Valdimarasson, Halldór Ás- grímsson og Páll Þorsteinsson flytja svohljóðandi tillögu um afnám vínveitinga á kostnað ríkisins: „Alþingi ályktar, aff áfengir drykkir skuli ekki veittir á ERLENDAR FRÉTTIR Um helgína fóru fram bæjar- stjórnarkosningar í Róm. Flokk- ur de. Gasperis forsætisráð- herra, Kristilegi lýðræðisflokk- urinn, vann stórkostlegan sigur í kosningunum. Hlaut flokkur- inn 204,000 atkvæði, en það er helmingi meira atkvæðamagn, en við s>~ustu kosningar. Bæj- arstjórnarfulltrúar flokksins eru nú 37. Samsteypa jafnaðarmanna og kommúnista fékk líka atkvæða- töiu og áður og 37 fulltrúa. Sýna þessar kosningar glögglega, að kommúnistum hefir slður en svo aukiztj fylgi á Ítalíu. Aðrir flokkar fengu 6 fulltrúa. kostnað ríkisins eða ríkisstofn- ana.“ í greinargerðinni se^ir, að til- laga um þetta efni hafi verið fram borin á síðasta þingi, og var henni vísað til þivgnefndar, en nefndarálit kom ekki. Málið sé því flutt hér í annací sinja, og vísast til greinargerðar, er fylgi nefndri tillögu á Alþingi 1946. Það var Skúli Guðmundsson, sem flutti þessa tillögu í fyrra. Afnám sérréttinda í áfengiskaupum. Sex þÁngmenn, Skúli Guð- mundsson, Pétur Ottesen, Sigfús Sigui;hjartarson, Hannibal Valdimarsson, Halldór Ásgríms- son og Páll Þorsteinsson flytja svohljóðandi tillögu um afnám sérréttinda í áfengismáluy.i: Alþingi ályktar aff skora á ríkisstjórnina aff afnema þau sérréttindi, sem nokkrir viff- skiptamenn áfengisverzlunar ríkisins njóta nú, aff fá þar keypt vínföng fyrir lægra verff en affrir kaupendur þurfa að borga fyrir þá vöru. í greinargerðinni er þess get- ið, að tillaga um þetta efni hafi verið flutt á síðasta þingi, en ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu. Það var Skúli Guðmunddson, sem þá flutti tillöguna. Fyrirspurnir Jónasar Jónssonar. Fyrirspurn sú, sem Jónas Jónsson hefir lagt f?;am varð- andi þessi mál, er svohljóðandi: Hvaða trúnaðarstöðum í landinu fylgir réttur til að fá frá ríkinu áfengi til kaups með niðursettu verði? Hvenær hafa trúnaðarmenn þjóðiélagsins öðlazt þessi rétt- indi, hvaða stjórnarvöld veittu réttindin, og hvaða ár fékk hver einstijk trúnaðarstaða sinn frumrétt? Hvaða skilyrði eða takmark- aniv eru settar hinum einstöku' notendum þessara hl*mninda? Hvaða valdastöður, sem ekki hafa enn öðlazt þennan rétt, gætu, ef beita skyldi fullri sann- girni, komið til grein^ ef hlunn- indi þessi ættu að ná eftirleiðis til fleiri manna en hingað til? Kínverska listmuna- sýningin opnuð í dag Frú Oddný Sen opnar í dag kínverska listmunasýningu I Listamannaskálanum. Er þar að sjá marga merkilega muni, er margir munu sennilega minnast frá fyrri sýningu frúarihnar, er hún var nýkomin heim frá Kína. Eins og mönnum mun kunn- ugt, er komnir eru til vits og ára, eru Kínverjár meðal elztu menningarþjóða. Meðal þeirra þróaðist há menning meðan hvítar þjóðir voru villimenn í hellum og frumskógum. Munir þeir, sem frú Oddný sýnir, gera sitt vitni um þessa menningu. Yorður ekki reynt að lýsa þeim hér, en þess aðeins getið, að hinir elztu eru mörg hundruð ára gamlir. V , Ekki til bátar á Þingeyri handa öllum, er vilja stunda sjó Vantar aðstöðn í landi til aukiimar ntgerðar Júgóslövum og ítölum í Trieste kemur ekki of vel saman. Ryskingar og hvers konar árekstrar eru þar daglegir viðburðir. Kynða kommúnistar ekki síst undir. — Myndin hér að ofan var tekin, þegar eitt uppþotið var að hefjast. Aff undanförnu hafa veriff gerffir út 3 bátar frá Þingeyri í Ðýrafirði, en margir sjómenn þar verffa aff leita annaff í ver, vegna þess aff fleiri bátar eru þar ekki til. Affstaffa til útgerffar frá Þingeyri er líka aff ýmsu leyti erfiff, enda lítiff gert til að skapa skilyrffi í landi, og fjármagn nú hvergi fáanlegt til fram- kvæmda. Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri, er staddur hér í bænum um þessar mundir, og hefir tíffindamaður blaffsins átt tal við hann og spurt hann frétta aff vestan. Þrír bátar gerffir út frá Þingeyri. Að undanförnu hafa verið gerðir út þrír bátar frá Þingeyri. Eru það Skíðblaðnir 64 smál., Sæhrímnir 79 smál. og Gullfaxi 19 smál. Skíðblaðnir var keypt- ur notaður frá Syíþjöð fyrir tveimur árum, og hefir reynzt mjög vel, og betur en flestir nýju bátanna, sem smíðaðir voru í Svíþjóð á vegum fyrrver- andi ríkisstjórnar. Sæhrímnir var keyptur til Þingeyrar 1939 af Ingvari Guð- jónssyni. Var þá stofnað út- gerðarfélag til^að anuast rekst- ur hans. Útvarpsumræðurnar um Parísarráð- stefnuna Einar Olgeirsson iioí- aði ekki ræðutíma sinn í fyrrakvöld fóru fram út- varpsumræffur um þings- ályktunartillögu frá Einari Olgeirssyni varffandi þátt- töku íslands í Parísarráff- stefnunni. Þau einstæðu tíðindi gerðust við þetta tækifæri, að Einar Ol- geirsson, formælandi þ/ngs- ályktunartillögunnar, sem á dagskrá var, gafst algerlega upp við að mæla með henni og verja málstað sinn. Notaði hann ekki fjórða hluta af frumræðutíma sínum, en það mun vera algert einsdæmi við slíkar umræður. í gær fór fram atkvæða- greiðsla um tillögu frá Bjarna Benediktssyni um að vísa mál- inu frá með rökstuddri dagskrá og að á Alþingi hefði verið sam- þykkt þátttaka íslands í parís- arráðstefnunni. Atkvæði féllu þannig, að tillagan var sam- þykkt með 34 atkvæðum gegn 10, en 8 voru fjarverandi. Vantar affstöffu í landi. Það er sama sagan á Þingeyri og víðast hvar annars staðar, að tilfinnanlegur skortur er á fullnægjandi aðbúnaði fyrir bátana í landi. Á Þingeyri vant- ar tilfinnanlega fiskverkunar- hús og fiskiðjuver svo hægt sé að gera aflanum fullnægjandi skil, þegar á land kemur. Og engar lánastofnanir eru nú fá- anlegar til að lána til slíkra framkvæmda. Gömlu verkunaraffferffirnar úreltar. Á undanförnum árum hefir öll áherzla verið lögð á að koma upp hraðfrystihúsum, .og er það gott, svo langt sem það nær, og á meða.-a- marakaðir fást, en alltaf má þó búast við að grípa verði til þess að salta. Nú er búið að taka mörg -gájmlu salt- fiskhúsin til annarra nota, enda mörg þeirra orðin algerlega ó- fullnægjandi. Auk þess má bú- ast við, og er raunár óumflýj- anlegt, að grípa verði til bspttra verkunaraðferða. Það getur ekki borgg^ sig lengur að þurrka saltfiskinn á gömlu stakkstæð- unum og er athugandi, hvort (Framhald á 4. síðu) Viðskiptanefnd farin til HoIIands Ríkisstjórnin hefir skipað sendinefnd til að fara til við- ræðna við hollenzk stjórnar- völd og athuga möguldika á vörukaupum, í framhaldi af viðræðum þeim við hollenzka verzlunarnefnd, sem fram fóru í Reykjavík fyrir nokkru. Nefndina skipa: Eggert Krist- jánsson, varaformaður Verzl- unarráðsins, formaður, Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sambands ísl. samvinnufélaga og Þórhallur Ásgeirsson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Lagði nefndin af stað til Hol- lands í gær með flugvél. Olögskráð, erlend skip við síld- veiðar í landhelgi sl. sumar Málað yfir nafn og númei*, sett á það íslenzkt Iieiti og dreginn npp ísl. fáni Orffrómur nokkur hefir gengiff um þaff aff undanförnu, aff er- lend skip hafa á síffastliðnu sumri veitt síld hér viff land undir islenzkum fána í íslenzkri landhelgi, án þess aff vera hér löglega skráð, eða hafi fullnægt : íslenzk skip. * Tíminn hefir aflað sér frek- ari upplýsinga um þetta mál. Við þá athugun kom í ljós, að eitt erlent skip hefir stundað hér síldveiðar í sumar, án þess að vera lögskráð, en samt boýið íslenzkt nafn og siglt undir íslenzkum fána. Sœskur bátur kemur til Vestmannaeyja. Forsaga þessa máls, eins og Tminn hefir hana eftir góðum heimildum, er sú, að sænskur bátur kemur til Vestmannaeyja í síðastliðnum júnímánuði. — Bátur þessi, sem var um 60 smálestir að stærð, kom til l'.ndí/ins með sænskri áhöfn, með. sænskt nafn og undir sænskum fána og kvaðst skip- stjórinn á bátnum vera eigandi hans. Báturinn var 50 ára gam- all, en bannað er með lögum að kaupa til lands skip, sem eru eldri en 12 ára. Skipt um nafn og númer. Báturinn var í Eyjum nokkra hríð, en í júlíbyrjun tóku menn eftir því, að búið var að mála yfir hið sænska nafn og númer hans, en í staðinn var komið nafnið „Leó II“. og stafirnir V.E.ll. Vakti þetta nokkra furðu þar sem kunnugt var, að skipa- skdðunin í Eyjum hafði neitað bátnum um íslenzkt vottorð. Þrátt fyrir þetta fór báturinn þó (Framhald á 4. síðu) Finnski sendiherrann nýi í Reykjavík Hinn nýji sendiherra Finna hér, Páivo K. Tarjenne, og frú hans eru komin hjngað til Reykjavíkur og mun sendiherr- ann bráðlega leggja embsgttis- skilríki sín fyrir forseta íslands. Tíðindamenn blaða, og út- varps áttu í gær stutt samtal við sendiherrahjónin. Kynnti Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi þau, en auk þeirra, er nefndir hafa verið, voru við- staddir Eiríkur Leifsson ræðis- maður Finna hér, og 4-f°ns Jónsson, vararæðismaður á Siglufirði. Sendiherrann sagðj, að sér vær mikil ánægja að vera kom- inn hingað til lands og geta átt þátt í því að treysta brf3ðra- böndin milli Finna og íslend- inga, þessara tveggja þjóða, er öðluðust sjálfstæði sitt því nær samtímis. Hann lét og í ljós þakklæti fyrir þá samúð, er Finnar hefðu átt að mæta héð- an á erfiðum tímum. Búsetu mun sendiherrann ekki hafa hér, heldur í Osló. Á sama hátt mun sendiherra ís- lendjnga i Stokkhólmi verða ís- lenzkur sendiherra í Finnlandi. Mun hann leggja fram embætt- isskilríki sín einhvern næstu daga. Páivo K. Tarjanne er fæddur í Tavastehus í Finnlandi árið 1903. Stundaði hann nám í Helsingfors og Frakklandi. Eftir að hann gekk í þjónustu finnska utanríkismálaráðuneyt- isins vann hann í Svíþjóð og Sviss og s.l. tvö ár hefir hann verið sendiherra Finna í Osló. þeim, er gerffar eru um Rýmkun á skömmtun Viðskiptamálaráðherra tjáði Alþingi í gær, að afnumin yrði skömmtun á íslenzkum prjóna- vörum og gefinn aukaskammtur af vinnufötum og vinnuskó- fatnaði. — Var bent á það hér í blaðinu í gærmorgun, hvílík fásinna skömmtun á íslenzkum prjóna- vörum væri. Óþokkabragð: Drengur sprengir hljóðhimnu í gam- alli konu í fyrradag gerffi stálpaffur drengur aldraffa konu heyrn- arlausa á öffru eyra meff því aff henda að henni „kín- verja.“ Kona þessi hefir um nokkur ár haft það að atvinnu á haust- in, að svíða kindahausta fyrir bæjarbúa og hefir haft bæki- stöð innarlega við Skúlagötuna. í fyrrakvöld varð hún fyrir óvæntri árás. Stálpaður dreng- ur, er hafði meðferðis „kínverja“ og var að leika sér að því að kveikja í þeim og sprengja þá, fékk allt í einu löngun til að bekkjast til við konuna, þar.sem hún var við vinnu sína. Kveikti hann í einum „kínverj anna“ og henti að konunni með þeim af- leiðingum, að púðursprengja þessi lenti á höfði konunnar og rauf hljóðhimnuna í öðru eyra um leið og sprengingin varð. Er konan nú frá störfum og verð- ur að ganga til læknis um iang- an tíma. Ekkert verkfall hjá Dagsbrún Samningar hafa náðst milli verkamannafélagsins Dags- brúnar og Vinnuveitendafélags íslands og kemur ekki til vinnu- stöðvunar hér að þessu sinni. Samningar verða óbreyttir frá því sem áður var, en uppsegjan- . legir af beggja hálfu með mán- aðar fyrirvara. Hins vegar hófu klæðskerar, er starfa hjá klæðskerameistur- um, verkafall í gær. Verkfallið nær ekki til hraðsaumastofa. Þá eru járniðnaðarmenn í verk- falli, og hefir ekkert samkomu- lag názt í þeirra deilu. Mjólkin minnkuð Undanfarið hefir mjög dregið úr mjólkurmagni því, er flutzt hefir til bæjarins. Af þessum ástæðum hefir verið ákve5>ið að ! draga nokkuð úr mjólkur- j skammtinum í bili. Verður mjólkurskammturinn nú mið- j aður við 4 desilítra handa hverj- I um einstaklingi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.