Tíminn - 17.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.10.1947, Blaðsíða 1
: RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: \ PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hl. RITSTJÓR ASKKrPSTOFtJR: EDDUHÚSI, Lindargötu Ð A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, föstuclaginn 17. okt. 1947 190. blað ERLENT YFIRLIT: Þríburarnir, mobirin og Ijósan Vaxandi viðsjár í Finnlandi Kommúnistar torvelda viðreisnarstarf ið með ólöglegum verkföllum ".' ?.','K'"r''""T~' —"C"\ "- " í Finnlandi virðast pólitísk átök fara vaxandi eftir, að friðar- samningarnir voru staðfestir. f síðastl. mánuði var þar mikið af ólöglegum verkföllum og halda þau enn áfram, þótt náðst hafi samkomulag milli Verkalýðssambandsins og ríkisstjórnarinnar um allsherjar launahækkun. Minna hefir þó kveðið að þeim en áður. Ölöglegu verkföllin. Ýmsir telja, að hin ólöglegu verkföll eigi upp^ök sín í því, að kommúnistar misstu meirihluta í verkalýðssambandinu á síðastl. ári, en þeim hafði tekist að ná honum með aðstoð klofnings- manna úr jafnaðarmanna- flokknum. Jafnaðarmenn hafa nú meirihluta í stjórn Verka- lýðssambandsins. Fljótlega eft- ir, að þétta gerðist, tók að bera á auknum launakröfum og ólög- legum verkföllum í ýmsum at- vinnugreinum landsins. Undan- tekningarlaust voru það komm- únistar, sem stóðu fyrir þessum verkföllum. Verkföll þessi voru harðlega fordæmd bæði af stjórn Verkalýðssambandsins og rikisstj órninni, þar sem hún taldi sig ekki geta staðið skil á skáðabótagreiðslum til Rússa, ef þeim héldi áfram. Kom hér fram furðulegur tvískinnungur kommúnista, þar sem foringjar þeirra í ríkisstjórninni for- dæmdu verkföllin, en undir- menn þeirra í flokknum stóðu fyrir verkföllunum á vinnustöð- unum. Þegar þetta ástand hafði haldist alllengi. töldu jafnaðar- menn í stjórn Verkalýðssam- bandsins að eigi yrðijiomizt hjá að grípa til róttækra mótráð- stafana gegn þessari áróðursað- ferð kommúnista. Stj<jrn Verka- lýðssambandsins, ákvað þá að "skipa allherjarverkfajl um allt landið, ef ekki hefði verið fallizt á almenna kauphækkun innan ákveðins tíma. Hófust síðan . samningar milli'hennar og rík- isistjórnarinnar og lauk þeirh með þvi, að ríkisstjórnin féllst á verulega kauphækkun, þó gegn vilja ráðherra bænda- flokksins og Törngrens fjár- málaráðherra, sem er utan- flokkamaður. Þrátt fyrir þetta samkomulag, hefir ólöglegu verkföllunum samt ekki alveg hætt og eru kommúnistar enn sem fyrri forsprakkar þeirra. Talið er, .að verkföll þessi hafi nú valdið 2 milj. daga vinnu- tapi. Lögreglustjórn kommúnista. Þá fer andúðin gegn yfir- stjórn kommúnista á lögreglu- málum stöðugt vaxandi, en þau heyra undir Leino innanríkis- ráðherra, sem er aðalleliðtogi kommúnista i Finnlandi. And- stæðingar kommúnista þykjast hafa ákveðnar sannanir fyrir því, að lögreglan sé notuð til njósna fyrir kommúnista, enda skipa nú flokksbundnir komm- únistar flest æðstu embætti hennar. Andstæðingar komm- únista verða líka á ýmsan ann^ an hátt fyrir barðinu á henni. Það er aðalblað jí*fnaðar- manna í Helsingfors, sem hefir einna ákveðnast gagnrýnt lög- reglustjórn Leinos, og hefir það m. a. leitt til þess, að Leino hefir nú nýlega höfðað sakamál gegn aðalritstjóra blaðsins og krafizt þess ,að hann væri dæmdur til fangelsisvistar fyrir ýms um- mæli sín. Ritstjórinn er náinn vinur og samherji Tanners, en hann er þrátt fyrir fangelsis- vist sína ráðamesti maður finnska Uafnaðarmannaflokks- ins. Kosningarnar í desember. í byrjun desember næstk. eiga að fara fram sveitar- og bæjarstjórnarkosningar í Finn- landi. Kosningabaráttan er þegar hafin og er búizt við að hún verði mjög hörð. Úrslit þeirra eru talin mjög þýðingar- mikil. Margir óttast, að komm- úniitar muni mjög fæ,ra sig upp á skaftið, ef fylgi þeirra eykst. Aðrir 'áttast, að kommúnistar muni gangast fyrir auknum (Framhald á 4. síðu) Mynd þessi er af hinuni þremur ungu Strandamönnum, þríburunum, sem fæddust nýlega hér í bænum. Konan, sem á þeim heldur, er Guðrún Halldórsdóttir Ijósmóðir, en frú Jóhanna Helgadóttir, móðir þeirra, situr uppi í rúminu. Myndin er tekin, þegar þríburarnir voru 5 daga gamlir. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). TVÍTUG KONA ELUR ÞRÍBURA Móoirin er sjjálf tvíburi Um mánaðarmótin fæddi ung móðir þríbura hér í bænum. Eru það tveir drengir og ein stúlka, og dafna börnin ágætlega. Þrí- burafæðingar eru mjög sjaldgæfar, og er talið, að ein slík fæðing sé j-tínan af hverjum 7—8 þúsund fæðingum. Hins vegar er það enn sjaldgæfara, að þríburar dafni vel, og lifi allir við góða heilsu. En þessir yngstu íslenzku þríburar eru alir hinir sprækustu. Sjálf er móðirin tvíburi. Foreldranir presthjón norð>n af Ströndum. Foreldrarnir eru Jóhanna Helgadóttir frá Árnesi í Strandasýslu og séra Ingvi Þórir Árnason frá Vestmannaeyjum. En hann hefir verið prestur að Árnesi á Ströndum síðastliðin tvö ár. Hafa þau hjónin dvalið hér í bænum að undanförnu og Mjólkursamlag Þíngeyinga er tekið til starfa Getur tekið á móti 12 þúsuiul lítrum á dag Hið nýja mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík er tekið til starfa. Var rekstur þess hafinn 10. þessa mánaðar, og mun allt hafa gengið að óskum þessa fyrstu viku. Kef lavíkurf lugvöilurinn: Góö samvinna ísl. stjórnarvalda og Bandaríkjamanna íslenzkum starfsmönnum verður stórf jölgað eftir áramótin Flugvallanefnd ríkisins sendi í gær frá sér greinargerð, varð- andi rekstur Keflavíkurflugvallarins. Var nefnd þessi skipuð skömmu eftir að íslendjngum var afhentur flugvöllurinn á Reykjanesi, og hefir hún látið allt til sín taka, er snertir rekstur þessa flugvallar af íslendinga hálfu. „VATNAJÖKULL" í NEW YORK Vatnajökull, skip Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, kom til New York í byrjun þessarar viku. Var skipið hlaðið 700 smá- lestum af hraðfrystum fiski, er skrifstofa sölumiðstöðvarinnar í New York mun sjá um sölu á. Mun farmurinn þó ekki seldur ennþá, en miklar líkur til að fyrir hann fáist viðunandi verð. Skipið affermir og hleður í New York þessa dagana og mun leggja af stað hingað heim inn- an skamms. Þetta er fyrsta ferðin, sem Vatnajökull fer með fiskfram héðan, en hann er sérstaklega útbúinn til að flytja hraðfryst- an fisk til fjarlægra staða. Mjólkursamlag K. Þ. tók til starfa í Húsavík hinn 10. þ. m. Hús þess var byggt 1946—19'47 undir yfirumsjón Kristins Bjarnásonar, byggingameistara í Húsavík. Stendur það norðan til í Húsavíkurkauptúni, austan Héðinsbrautar. Teikningu að húsinu og allar vélar í það út- vegaði Sveinn Tryggvason, ráðu nautur Búnaðarfélags íslands. Hefir hann og verið í ráðum við allan undirbúning fyrirtæk- isins. Vélarnar . eru frá Silkeborg Maskinfabrik í Danmörku. Eru þær af allra nýjustu gerð og úr ryðfríu stáli. Ganga þær fyrir rafmagni, sem framleitt er með olíuknúinni aflvél í húsinu. — Uppsetningu vélanna annaðist maður frá Silkeborg, Jens Ras- mussen. í þessari mjólkurstöð er hægt að gerilsneyða 2000 lítra mjólk- ur á klukkustund. Gæti hún þess vegna tekið á móti um 12 þúsund lítrum mjólkur á dag, miðað við hæfilegan móttöku- tíma. Framleiddar eru hinar venju- legu mjólkurvörur, smjör, skyr og mjólkurostar. Ker til mysu-i ostagerðar vantar ennþá, en er væntanlegt frá Noregi. Hús og öll tæki fullnægja ýtrustu hreinlætiskröfum. Við mjólkursöluna er ker, sem hefir sjálfmælingarútbúnað, svo að afgreiðslufólk óhreinkar ekki, Þess háttar áhald við mjólkursölu mun, enn sem kom- ið er, vera óvíða hér á landi. Forstöðumaður mjólkurstöðv- arinnar er Haraldur Gíslason, miólkurfræðingur frá Selfossi, (Frá fré^tararitara Tímans í Suður-Þingeyjarsýslu). Slysið á Suðurlands- braut Litla stúlkan lézt í fyrrinótt Litla stúlkan, Hallgerður, dóttír Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, er varð fyrir bifreið á Suðurlandsbraut fyrir fáum dögum, lézt í fyrrinótt í Landsspítalanum. ætlaði Jóhanna að fæða á fæð- ingardeild Landsspítalans og var búin að fá þar pláss. Norður á Ströndum í þeirra héraði, er enginn læknir, og svo er að verða þar Ijósmóðurlaust lika. Jóhanna Helgadóttir er mjög ung. Hún varð tvítug í sama mánuðinum og þríburarnir fæddust, en þá ól hún 30. sept- ember. Mát'il ekki koma fyrr en kl. 11. Eins og áður er' sagt ætlaði Jóhí'iina að ala tí*>m sitt í fæð- ingardeild Landsspítalans. Nóttina, sem hún veiktist va*- svo hringt þangað og látið víta um það, að hún væri orðin veik -og þyrfti að komast á spít- alann. En forstöðukona fæðingar- deildarinnar sagð*-, að konan ætti ekki að koma til sín fyrr en kl. 11, og við þ»nn úrskurð urðu hlutaðeigendur að sætta sig. Þríburarnir voru hins vegar ekki alveg sammála forstöðu- konunni og vildu ekki fella sig við Vrskurð hennar, því að þeir voru allir fæddir klukkutíma áður en klulkkan var orðin 11. , Fyrsta barnið fæddist kl. 6,30. og vara það drengur. Annað fæddist kl. 9,30, og var það líka drengur. Hið þriðja fæddist kl. 10, og var það stúlka. Dteng- irnir voru 10 og 8 marka þungir hvor, en stúlkan var þyngst, 11 merkur. Börnunum hgfir öllum farið vel fram og þyngst eins og börn eiga að sér á þessum aldri. Móðurinni heilsast einnig vel, og segir móðirin, að sér hafi ekki orðið meira um þrí- burafæðinguna, en einburafæð- ingu, en þau hjón áttu fyrir hálfs annars árs gamlan dreng. Guðrún Halldórsdóttir ljós- móðir tók á móti börnunum, og er þetta í fyrsta sinn, sem hún tekur á móti þriburum. Er hún samt meðal þeirra ljósmæðra hér á landi, sem flestum börnum hefir tékið á móti. Sést nokkuð af því, hve þríburafæðingar eru sjaldgæfir atburðir. Árið 1936 fæddust lifandi þrí- burar, 1938 andvana þríburar og 1941 og 1943 fæddust einnig lifandi þríburar. Greinargerð nefndarinnar erQ" það langt mál, að ekki er unnt að birta hana í hejild að svo' stöddu. Mun Tíminn aðeins' birta kafj,a úr henni nú. í fyrsta j lagi lætur nefndin mjög vel yfir samvinnu sinni við fulltrúa Bandaríkjastjórnar á vellinum í^ einu og öllu. Tollfrelsi á vörum. Varðandi ákvæði um toll- undanþágu í samningnum, er gerður var í október 1947, milli íslands og Banadaríkjanna, um takmörkuð afnot Bandaríkja- stjórpar af flugvellinum á Reykjanesi, hefir flugvallar- nefndin gert samkomulag við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um það, að ábyrgur fulltrúi Banda- ríkjastjórnar láti hlutaðeigandi íslenzkum yfirvöldum í té ná- kvæma skrá yfir allar innflutt- ar vörur. Jafnframt sé því lýst yfir, að allar þessar vörur séu nauðsynlegar til reksturs vallar- ins, eins og ákvæði samnings- ins segja til um. Strax eftir að flugvöllurinn var afhentur ís- lendingum tók íslenzk lög- og tollgæzla við störfum á vellin- um, og hefir verið þar æ síðan. Þessi gæzla hefir verið aukin i hlutfalli við aukinn r'ekstur þar. Talsverð síld- veiði við Djúp Ríkisverksmiðjurnar kaupa síldina á 48 krónur máliö Flugvallarnefnd og umboðs- menn Bandaríkjastjórnar hafa rætt ítarlega um ráðstafanir til að hindra óleyfilega sölu á toll- frjálsum vörum og meðferð er- (Framhald á 4. síöu) Að undanförnu hefir allmik- ið veiðzt af síld í fjörðunum inn af ísafjarðardjúpi. Er það eina síldin^ sem veiðzt hefir hér við land nú um nokkurra vikna skeið. Á Faxaflóa hefir haust- síldin brugðizt algerlega, og Kollafjarðarsíldin hefir ekki látið á sér bæra, enn sem komið er. Stórkostlega mikið vantar á, að næg beitusíld sé til fyrir vetrarvertíðina, og horfir til stórvandræða í þeim efnum, ef ekki rætist úr. Stjórn síldarverksmiðja ríkis- ins hefir lagt til við sjávarút- útvegsráðherra, að síldarverk- (Framhald á 4. síðu) '17 „TRINITE brann í gær Var á leið til Reykja- víkair Sænska skipið Trinite er srunnið. Mikilvirkar dælur höfðu verið settar i það, þar ?em það lá við Þorlákshöfn, og sjónum dælt úr því. Var síðan lagt af stað til Reykjavkur. En í gærmorgun kom upp í því eldur. Var það þá statt undan Grindavík. Yfir- gáfu skipverjar það þá. Komust þeir um borð í skipið Skaptfell- Ing, sem hélt áfram með þá til fleykjavíkur. Eftir að skipverjar yfirgáfu skipið, drógu tveir bátar frá Grindavík flakið að landi. j Óhöppin virðast hafa elt þetta skip á einkennilegan hátt. I _________________________ | Stúlkusaknað,enkom fram í gærkvöldi ! I í gærkvöldi auglýsti rann- sóknarlögreglan eftir stúlku er horfið hafði heimanað frá sér 10. þ. m. Hafði ekkert spurzt til hennar síðan. Er blaðið átti tal við rannsóknarlögregluna seint í gær var því tjáð, að stúlkan væri komin fram. 85 ára: Agúst Helgasón í Rirtingaholti f dag er bændaöldungurinn Ágúst Helgason í Birtingaholti 85 ára. Hann er fæddur að Birtinga- holti og alinn þar upp. í æsku stundaði hann nám hjá sr. Magnúsi bróður ssínum eihn vetur, en auk þess lærði hanh söðlasmiði og bókband. Hann bjó fyrst 4 ár að Gelti í Gríms- nesi, en 1892 tók hann við búi á föðurleifð sinni og hefir verið þar síðan. Ágúst hefir mjög komið við sögu 4flestra framfaramála sunnlenzkra bænda. Hann hefir mikið unnið að félagsmálum (Framhald á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.