Tíminn - 17.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, föstiidagiim 17. okt. 1947 190. blað Föstudayur 17. oht. Þjóðviljinn berst fyr- ir amerískum áhrifum Þa5 hefir oft komið fram í Þjóðviljanum, að honum virðist vera lítið gefið um amerísk á- hrif. Enginn hefir mælt þann leturflöt, sem blaðið hefir not- að til að hamla gegn áhrifum frá Ameríku og gera þau sem tortryggilegust og fjarlægust. En engin regla er undantekn- ingarlaus. Og nú hefir farið svo, að einmitt Þjóðviljinn hefir orðið baráttublað fyrir amerisk- um áhrifum. En það var líka rfkissjórnin íslenzka, sem þar átti hlut að máli annars vegar. Á síðustu áratugum hefir sér- stök hljómlist, svokallað djass, breiðzt út frá Ameríku víða um lönd. Hefir sums staðar komið til harðra átaka milli þessarar amerísku listastefnu og tónlist- ar Norðurálfuþjóða hins vegar. Og það er ekki laust við að ís- lendingar hafi numið óminn af þeim átökum. Svo gerist það nú fyrir skömmu, að ráðgert er að fá hingað djasshljómsveit vestan um haf, til að skemmta Reyk- víkingum nokkrar klukku- stundir. En þetta var núna á síðustu dögum, eftir að áhrifin af stjórnarstörfum Sósíalista voru komin fram á gjaldeyrisbúskap íslendinga. Ríkisstjórnin ákvað að takmarka gjaldeyriseyðslu til hvers konar ferðalaga, og taka alveg fyrir það, að hingað kæmu frá útlöndum trúðar og loddar- ar og ómerkilegir glamrarar, til að selja aðgang að samkomum sínum og flytja féð úr landi. Er það fyllilega hliðstætt því, sem ráðdeildarsamar grannþjóðir gera. En öðru máli þótti gegna, ef merkir listamenn vildu leggja hingað leið sína. Nú leit dómsmálaráðherra þannig á, að þessi ameríska djasshljómsveit, stæði ekki svo hátt á sviði hinnar æðri listar, að ástæða væri til að gera und- antekningu frá almennum regl- um hennar vegna. Mun og mörgum hafa íundizt, að djass- listin sé ekki svo nákvæm og fín, að ekki mætti duga að flytja hana inn á grammófón- plötum, Þjóðviljinn hefir oft talað um nauðsynlegan gjaldeyrissparnað og fellur þungt, ef þjóðin skyldi þurfa að taka skyndilán. En nauðsyn brýtur lög,. Og hér vair farið út yfir þan takmörk, sem Þjóðviljinn gatt sett sér. t Blaðið hóf; ádeilun á ríkis-- stjórnina og þá sérstaklegs; dómsmálaráðherran.n, vegn.a þess, að djasssveitin frá Ameríku fékk ekki að koma. Og til þeas að hafa nú ekki ádeilurnar al- veg bragðlausar, var t'alað um ofsóknir og hatur í ipví sam- bandi. Þessar ráðstaf.anir áttu að vera ofsókn og sf,jórnast af hatri. Það vantaði ekkf, að Þjóð- viljinn myndi og, kynni sitt gamla og rétta r jrðalag, þegar köllun hans varð. sú, að berjast fyrir útbreiðslu hinna amerísku áhrifaí á íslar,di. Hitt er amnað mál, hvort þessi skynd ilegu hughvörf eru líkleg til að safna sveitum liðs- ins aftur og fylla tvístraðar hjarðir h.ins sósialiska liðs nýrri baráttugieði og trú á köllun sína og ,^ögulega nauði yn.“ Tillögur Austfirðinga um stjórnarskrá ÉsBands A Fjórðungsþingi Austfirð- inga 1946 var samþykkt svo- felld tillaga: „Fjórðungsþingið samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess áð éera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýð- veldisins, er einkum miði að því, að valdsvið héraða verði aukið frá því, sem nú er, til dæmis með því, að landinu verði skipt í fjórðunga eða fylki með hæfi- legri sjálfsstjórn. Nefnd þessi hafi eftir föngum samráð við nefnd þá, sem Fjórðungsþing Norðlendinga kaus í sama skyni.“ í nefnd þá, sem um getur í tillögunni, voru kosnir: Hjálm- ar Vilhjálmsson, sýslumaður, Jón Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri og Lúðvík Ingvars- son, sýslumaður. Vegna margs konar annríkis nefndarmanna drógust nefndarstörf þangað til seint á þessu sumri. Jón Sig- son gat ekki tekið þátt í störf- um nefndarinnar sökum las- leika, en með samþykki forseta fjórðungsþingsins kvöddu hinir nefndarmennirnir Erlend Björns son, bæjarstjóra, til starfa í nefndinni í stað Jóns. Nefndin hélt nokkra fundi og varð sammála um að leggja fyrir Fjórðungsþing Austfirð- inga svofelldar tillögur um nokkur meginatriði lýðveldis- stjórnarskrár fyrir ísland. I. ísland er lýðveldi. Ríkisvald- ið er hjá þjóðinni. Það deilist í þrennt: löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Þjóðin felur Alþingi löggjafar- valdið, forseta framkvæmdar- valdið og dómstólum dóms- valdið. II. Lanriinu skal skipt í fimmt- unga: 1. fimmtungur, Höfuðfimmt- ungur, verði Reykjavík, Hafnar- fjörður og næsta nágrenni þeirra. 2. fimmtungur, Vesturfimmt- jungur, verði Borgarfjarðarsýsla að og með Strandasýslu. 3. fimmtungur, Norðurfimmt- ungur, verði Húnavatnssýsla að og með Eyjafjarðarsýslu. 4. fimmtungur, Austurfimmt- ungur, verði Þingeyj arsýsla að og með Austur-Skaptafellssýslu. 5. fimmtungur, Suðurfimmt- ungur, verði Vestur-Skaptafells- sýsla að og með Kjósarsýslu, að Vestmannaeyjum meðtöldum. Hver fimmtungur verði stjórn- arfarsleg heild með allvíðtæku starfssv-iði og valdi í ýmsum sármálum. Vald og starfssvið fimmtunga skal ákveða með lögum. í hverjum fimmtungi skal háð árlegt fimmtungsþing. Á þingi þessu skulu sitja t. d. 15 fulltrúar, sem kosnir verða í einmenningskj ördæmum með sem jafnastri kjósendatölu. Þing þessi velja stjórn fimmt- ungsins. III. Alþingi skiptist í tvær deildir, efri deild og neðri deild. í efri deild skulu sitja 15 full- trúar, 3 úr hverjum flmmtungi, kosnir á fimmtungsþingum. Kjörgengir eru aðeins menn búsettir í fimmtungnum. ! í neðri deild skulu sitja 30 þingmenn kosnir í einmenn- ingskjördæmum. Kjördæma- skipun skal þannig háttað, að sem næst jafnmargir kjósend- ur verði í hverju kjördæmi og skulu kjördæmi að öðru leyti ákveðin sem samfelldust og : heillegust, eftir því sem stað- j hættir leyfa. Sveitarfélagi má ekki skipta milli kjördæma, nema hvor eða hver hluti verði meginhluti kjördæmis. Kjördæmaskipun skal endur- skoðuð á 10 ára fresti og þá gerðar á henni þær breytingar, sem nauðsynlegar reynast til þess, að fylgt verði áðurgreindri meginreglu um jafna kjósenda- tölu í kjördæmum. Endurskoð- un þessi skal gerð af þriggja manna nefnd. Skal einn nefnd- armanna tilnefndur af Fimmt- ardómi, annar af Alþingi og hinn þriðji af forseta. Engum fimmtungi má skipta í fleiri en 10 kjördæmi. Báðar þingdeildir og forseti mega hafa frumkvæði að laga- setningu. Forseti skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir hvert reglulegt Alþingi eigi síð- ar en viku eftir að þing kemur saman. ! Ef lagafrumvarp, sem sam- þykkt hefir verið í annarri deild þingsins, er fellt í hinni, skal það afgreitt í sameinuðu þingi, nema fellt hafi verið með I 4/5 hlutum atkvæða í annarri hvorri þingdeild. Ekkert frumvarp má hljóta fullnaðarafgreiðslu sem lög frá Alþingi, fyrr en 'forseta hefir gefizt nægilegur frestur til að skýra þinginu frá viðhorfi sínu ! til frumvarpsins. í Forsetinn getur látið fram í fara þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningu og falla þá lög úr gildi, ef meiri hluti atkvæða fellir þau við þá atkvæða- greiðslu. Þegar brýna nauðsyn ber til og Alþingi situr ekki, geta for- setar Alþingis, eftir beiðni for- seta lýðveldisins, sett bráða- birgðalög. Ætíð skulu þau lögð .fyrir næsta Alþing á eftir. IV. Um mjólkurafgreiðsluna í bænum talaði maður vestan úr bæ við mig í gær og fannst mér það vera gert af fullri sanngirni. Hann talaði um bið- raðirnar og leiðindin 1 sambandi vlð þær, en talaði þó jafnframt eins og aðrir um þá miklu framför, sem orðið hefir í þeim efnum síðustu árin, þar sem fólkið stendur nú i skipulegum röðum, en er hætt að ryðjast og troð- ast. En þessi góði maður benti á það, að biðtimi margra myndi styttast til muna, eí hætt yrði að afgreiða brauð og kökur í mjólkurbúðunum þann tíma á morgnana, sem aðsóknin er mest. Sömuleiðis þyrfti að gæta þess, að ekki yrðu sjálfráð og viðráðanleg vanhöld á þvi, að stúlkur mættu til afgreiðslustarfa, þegar mest reynir á, t. d. á sunnudagsmorgnum. Mér finnst sjálfsagt að koma þess- um athugunum á framfæri til um- hugsunar og umræðu. Það er annars margt um mjólkur- skortinn talað, og af takmörkuðum skilningi. En eitt ættum við öll að geta verið sammála U|m, og það er að setja okkur það tatímark, að þetta verði síðasti veturinn, sem fólkið í bænum fær ekki mjólk, rjóma, skyr o. s. frv. eins og það vill. Við getum nefnilega glatt okkur við það, að það er óþarfi að láta þetta verða svona framvegis. En ef við viljum komast hjá því, þurfum við að styðja heil- brigða þróun atvinnulífs og fram- leiðslu með fjölþættum ráðum, svo Forseti skal kjörinn beinum kosningum af þeim, er kosn- ingarétt hafa til Alþingis. Það forsetaefni, sem flest fær at- kvæði, er rétt kjörinn forseti. Hvert forsetaefni skal hafa ' varamann. ! Heimilt skal sameinuðu Al- þingi að samþykkja rökstudda tillögu um vantraust á ríkis- stjórn forseta. Ef slík tillaga verður samþykkt, skulu fara fram almennar kosningar til Alþingis. Jafnframt skulu fara fram forsetakosningar og fer forseti þá frá, nema hann verði: endurkjörinn. Verði forseti end- ! urkjörinn, má ekki bera fram; á Alþingi vantrauststillögu á ríkisstjórn hans í 2 ár. Ef Alþingi afgreiðir ekki fjár- lög, áður en fjárhagsár hefst, skal greiðslum úr ríkissjóði hag- að eftir fjárlagafrumvarpi for- seta það fjárhagsár allt. V. Með dómsvald í héruðum fara fimmtungsdómstólar. Fimmt- ungsþing velur menn í fimmt- ungsdómstóla. Fimmtardómur skipaður fimm mönnum er á-' frýjunardómstóll. Efri deild Al- ‘ þingis velur fimmtardómara og veitir þeim lausn. Dómarar eru ! ekki kjörgengir til fimmtungs- þinga eða Alþingis. Dómsvald- inu skal skipað með lögum. Tillögur þessar voru sam-, þykktar á síðasta fjórðungs- þingi Austfirðinga. Þeim fylgdi greinargerð, sem birtast mun hér í blaðinu á morgun. 1 að ræktun landsins og búnaðarhættlr komizt í betra horf. í baðstofuhjali 1. þ. m. var lítils- háttar minnst á útvarpsmessur. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefi aflað mér síðan, mun útvarpsráð á- kveða í hvert sinn, hvaðan messu skuli útvarpað, án þess að vita jafn- framt hvaða prestur messi þar þá. Þannig flytja stundum prestar utan af landi útvarpsmessur, án þess að útvarpsráð hafi nokkuð til þess gert, bara af því, að svo hittist á, að þeir stíga í stólinn í Dómkirkjunni þann dag, sem útvarpsmessan fellur á hana. irigimar Jörgensson skrifar okkur línu í tilefni af þvi, sem þarna var sagt um messur og presta. Þó að í þessu stutta bréfi séu tilvitnanir út í bláinn, — höfð eftir baðstofuhjalinu innan tilvísunarmerkja orð, sem þar höfðu aldrei staðið og svo klikkt út með furðulegum ónotum um afmælis- hátíð prestaskólans, er þó sjálfsagt að birta það sem mestu máli skiptir. Ingimar segir svo: „Ef Pétri landsliornasirkli væri um- hugað um bdlskap kirkjunnar, þá hefði þessi rödd aldrei komið fram og því síður að boðun orðsins hjá séra Sigurjóni væri einstrengings\eg. Þó að maður hafi ekki skynjað leyndardóma trúarinnar, þá er maður engu að síður fullur þakklætis og gleði yfir því, að kirkjan skuli hafa einmitt í þjónustu sinni jafn sannleikselskandi þjón og séra Sigurjón er. Þeir, sem sækja messur í Austurbæjarskólann, verða þess ekki lengi duldir, hvor prestanna fær fleiri kirkjugesti. Og þá sérstak- lega á meðal æskunnar." Það þýðir ekki að deila við dómar- ann, og Ingimar rannsakar hjörtun og finnur að Pétri er ekki umhugað um boðskap kirkjunnar. Hér skal á engan hátt gert lítið úr viðurkenningarorð- unum um séra Sigurjón, eða efast um einlægni hans og sannleiksást. En hitt stend ég við, að þar sem tveir prestar eru í sama prestakalli og fara nokkuð sína leið hvor í „boðun orðs- ins,“ þá er það „einhæfara" að láta alltaf þann sama koma í útvarpið. Ég hafði ekkert á móti því að séra Sig- urjón kæmi í útvarpið og tók það skýrt fram, þó að ég segði eins og var, að mér þætti guðfræði hans óaðgengi- leg, persónulega fyrir minn smekk. En hvað sem Ingimar ályktar, leyfi ég mér að halda, að betur muni kirkjan ná til fólksins, með því að leggja áherzluna á þann boðskap, sem nær til hjartans, þroskaleiðir hins breyzka manns í kristilegu siðgæði, guðdómlega vernd og kærleika, auð- mýkt hjartans og einlægni, heldur en flóknar og strembnar guðfræðikenn- ingar eingöngu. Pétur landshornasirkill. Á slóSuiu Vestur-Islemlinga — IV. Þættir úr iífi Skagfiröings Að undanförnu hefir orðið nokkurt hlé á þáttum þeim, sem Jón Helgason blaðamaður hefir skrifað fyrir blaðið um Vestur- íslendingá, byggð þeirra og störf. Mun hann nú'taka þráðinn upp að nýju og skrifa nokkra þætti til viðbótar. Ég hafði dvalið um hríð á Gimli á Nýja-íslandi, en nú var júlímánuður að telja út, og ég hafði ákveðið að halda ferð minni áfram niður til Riverton, annars bæjar í nágrenni Winni- pegsvatns, og þaðan út í Mikley, allstóra eyju í Winnipegvatni. Dagurinn var að kvöldi kominn, og mjúklátt húmið lá eins og voðfelldur hjúpur yfir vatninu, bænum og skógivöxnu slétt- lendinu. Hvarvetna ríkti friður og kyrrð. Meðal margra vina, sem ég hafði eignazt á Gimli, var mið- aldra Skagfirðingur, Stefán Ei- ríksson frá Djúpadal, eftirlits- maður í gistihúsinu. Það atvik- aðist svo þetta kvöld, að við settumst saman úti á dyra- þrepið fyrir framan gistihús- ið og tókum að rabba um eitt og annað, eins og reyndar svo oft. En það varð meira úr rabbi okkar þetta kvöld en oft áður. Þetta var eitt af þessum kyrrlátu kvöld- um, þegar mönnum er svo miklu auðveldara að komast í andlega nálægð hvern við annan held- ur en endranær. Skorkvikindin tístu og suðuðu í grasinu, eld- flugurnar flögruðu fram og aft- ur og drógu á eftir sér leiftrandi rákir og slettiflugan, þetta und- arlega fóstur Winnipegvatns, var nýkomin og þakti nú alla ljósastaura í bænum, svo að þeir sýndust alloðnir, og kúrði í stórum breiðum á húsveggjun- um, þar sem einhverja birtu bar á — 'þessi skrítna skepna, sem aðeins kvað lifa fáeinar klukkustundir og engin veit af nema svo sem eina viku um mitt sumarið. Ef maður steig á gangstéttirnar, brast og gnast undir fæti manns, því að þar moraði af aðframkomnum sletti- flugum eða dauðum búkum þeirra. Hætti maður sér út í grasið, flugu upp stórir flotar af þumlungslöngum slettiflug- um, sem settust utan á mann. Og liti maður niður 1 skurðina meðfram götunum, gat þar að líta hrannir af þessum kvik- indum, er lokið höfðu lífshlut- verki sínu. Svona lifir í huga mér svip- mynd þessa hljóðláta kvölds, og ég furða mig sannast að segja ekkert á því, þótt Stefán frá Djúpadal léti tælast til þess að rifja upp sitthvað af því, sem fyrir hann hafði borið á við- burðaríkri og tilbreytingasamri ævi, þótt enn sé hann að kalla ungur maður. Töfrar kvöldsins lokkuðu fram minningarnar. Stefán Eiríksson er ekki fæddur vestan hafs, og hann fór meira að segja ekki vestur fyrr en löngu eftir að hinum eig- inlegu vesturferðum var lokið. Hann hafði í æsku stundað nám í skólanum á Eiðum í Fljóts- dalshéraði. En árið 1925 réði hann vesturför, ásamt þremur ungum íslendingum, sem nú munu allir fallnir í valinn. Fara hér á eftir þættir úr frásögn Stefáns þetta kvöld. En þótt mörgu sé sleppt, vona ég, að af þeim jnegi ráða, að ævintýra- ríkt hefir verið líf sumra ís- lendinga vestan hafs, og svo og hitt, að ekki hafa landarnir síður komizt í harðræði þar heldur en á gamla landinu — ,og það jafnvel á síðustu ára- tugum. — Ég fór fyrst vestur í Saskatchewan, sagði Stefán, og þar vann ég fyrsta sumarið mitt í Ameríku hjá íslenzkum bónda, Hákoni Kristjánssyni, ættuðum úr Þingeyjarsýslu. Um haustið sneri ég aftur til Winnipeg og hvarf að því ráði að læra hár- skurð og rakstur. Við þau störf vann ég síðan við og við í fimmtán ár, ýmist í Winnipeg, Gimli, Riverton og Langruth við Manitóbavatn. En það Alar einhvern veginn eins og þessi rólegu störf fullnægðu mér ekki til lengdar. Og svo axlaði ég skinn mín og réði mig í nýja vist. Á þessum árum voru í undir- búningi miklar framkvæmdir í Churchill við Hudsonflóa. Það átti að gera þar hafskipa- bryggju mikla og ýmislegt fleira, er orðið gat staðnum til vaxtar og viðgangs. Ég réði mig þar til starfa. Þar var ég að mestu í þrjú ár. Fyrst vann ég við að flytja vörur og vistir á hundasleðum frá Port Nelson við Hudsonflóa norður til Chur- chill. Á þessum árum var að- eins einn kofi í Churchill, þótt nú sé þar allálitlegur bær. íbú- ar landsins norðan við Chur- chill voru eingöngu Eskimóar, en kringum Port Nelson áttu Indíánar heima. Leiðin frá Port Nelson norð- ur til Churchill er á þriðja hundrað mílur, og vorum við þrjár til fjórar vikur að fara þá leið fram og til baka. Alla leiðina var yfir ísa að fara og sást hvergi til lands. Við flutn- ingamennirnir voru um tuttugu og höfðum sextíu hunda, svo að þetta var heil lest. Fyrsta veturinn voru geysilegar frost- hörkur og þessi ferðalög ákaf- lega harðsótt. Helmingurinn af hundum okkar fraus í hel grimmustu frostnæturnar. Það er siður að binda dráttarhunda við sleðana á næturnar, og ef ekki skefldi yfir þá, máttum við eins vel búast við, að einn eða fleiri væru dauðir að morgni. Næsta vetur var því hætt að nota hunda og fengnar drátt- arvélar í staðinn. Á sumrin vann ég við hafn- argerðina í Churchill. Þar var Hudsonflóafélagið alls ráðandi og okraði miskunnarlaust á Eskimóunum og Indíánunum. Enginn annar mátti verzla við þá. Sokkar úr verksmiðjum voru seldir á þrjá dollara í Churchill, eldspýtnastokkur á einn dollar, tóbakspund á fimm, hveitisekkur á hundrað. Þannig voru kjörin. Varning lands- manna keypti félagið aftur á móti fyrir smánarverð og vakti auðvitað yfir því, að aðrir seild- ust þar ekki til kaupa. Verðið (Framhald á 4. síöuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.