Tíminn - 18.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.10.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j ÚTGEPANDI: } FRAMSÓKNARPLOKKURINN J Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA bX RrrSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSIiA, XNNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sfmi 2323 31. árf{. Reykjavík, laugardaginn 18. okt. 1947 191. blað ERLENT YFIRLIT: Verður stríð miiii Rússa og Bandaríkjamanna? Aíit fréttaritaraNew York Times Vegna hinna hörðu deilna Bandaríkjamanna og Rússa á þingi sameinuðu þjóðanna hefir fátt verið rætt meira að undan- förnu en það, hvort styrjöld þessara stórvelda verði umflúin. í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp grein, sem nýlega birtist í „New York Times" um þessi mál, en höfundur hennar var Hanson W. Baldwin, sem er herfréttaritstjóri blaðsins og er einna þekktastur þeirra amerískra blaðamanna, sem skrifa sér- staklega um þessi mál. — Grein hans fer hér á eftir í styttri þýðingu: Sambandsráo Ungmennafélaganna ! r — Hinar hörðu deilur Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hafa skapað þann ugg meðal al- mennings, að styrjöld milli þessara ríkja sé á næstu grös- um. Nokkrir af i hernaðarlegum leiðtogum okkar hafa sagt það opinberlega, — og fleiri í einka- samtölum — að styrjöld sé lík- leg eða fyrirsjáanleg innan eins, tveggja, þriggja eða fimm ára. Margt af slíkum fullyrðing- um byggist á rangskildum forsendum eða hreinum hugar- órum. Að vísu eru fyrir hendi mörg þrætuepli, sem geta leitt til styrjaldar, en jafnframt þarf að gefa gaum að því, sem hefir áhrif í gagnstæða átt. I Þeir, sem óttast styrjöld, byggja skoðanir sínar einkum á því, hve mikið beri á milli sjón- armiða og hagsmuna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, og hve margir þeir staðir séu, þar sem ekki.megi bera neitt út af, ef ekki á að koma til styvjaldar. Þessir menn gefa minni gaum að því, sem vegur gegn stríðs- hættunni, en það er m. a. hern- aðarlegur vanmáttur Rússa í samanburði við Bandaríkin, andsjtaða almennings í Banda- ríkjunum gegn nýrri styrjöld, sameiginlegur ótti beggja aðila við styrjöld, þar sem kjarnorku- sprengjan eða önnum ægilegri drápstæki yrði notuð, og loks er svo það, að þótt sviptingar þess- ara stórvelda séu harðar á ýms- um stöðum, snerta þau hvergi beina hagsmuni þeirra eða metijað, svo að líklegt sé, að til styrjaldar komi af þeim ástæð- um. Þótt þetta sé sagt, skal ekki dregið úr því, að í framtíðinni virðist erfitt eða illmögulegt að brúa andstæður þær, félagsleg- ar og fjárhagslegar, sem að- skilja þessi stórveldi. En þetta þarf engan veginn að leið>a nú þegar til styrjaldar. Engin þjóð æskir styrjaldar VQgna styrj- aldarinnar einnar saman. Þvert á móti eru þjóðirnar nú stríðs- þreyttar og gildir það ekki sízt um bændur Sovétríkjanna og verkamenn Bandaríkjanna. Stjórnir þessara stórvelda óska heldur ekki styrjaldar nú. Adeilum kommúnista á rekstur Keflavíkurflugvallarins hnekkt Misnotkun konimúnista á minnispunktum fluginálastjórans f gær og í fyrradag hafa farið fram á Alþingi umræður um þingsályktunartillögu frá Áka Jakobssyni um framkvæmd flug- vallarsamningsins, er gerður var milli íslands og Bandaríkjanna fyrir rúmu ári um rekstur flugvallarins á Reykjanesi. í umræð- unum hafa Áki og flokksmenn hans fengið hina herfilegustu útreið og öll atriðin í ádeilum þeirra hafa verið hrakin, einkum þó með skýrslu frá flugvallarnefndinni, en í henni á m. a. sæti Erling Ellingsen, sem Áki skipaði flugmálastjóra. ERLENDAR FRETTIR Samningur um viðurkenn- ingu Breta á sjálfstæði Burma var undirritaður í London í gær. Burma mun verða sjálfstætt riki og ganga úr brezka sam- veldinu. Pulltrúar Burma fóru miklum viðurkennjngarorðum um víðsýni Breta og frjálslyndi, þegar samningarnir höfðu verið undifritaðir. í Frakklandi hefir kveðið mikið áð verkföllum seinustu dagana og er kommúnistum kennt um. í ýmsum tilfellum hefir ríkisstjórnin látið her- menn vinna nauðsynleg störf, sem verkfallsmenn höfðu lagt niður. Hin ákveðna framganga stjórnarinnar hefir borið þann árangur að heldur virðist nú vera að draga úr verkföllunum. Stjórn Bandaríkjanna óskar einskis frekar en að iioma í veg fyrir styrjöld og síjórn Sovét- ríkjanna óskar ekki heldur styrjaldar, þótt það kunni að vera sprottið af öðrum ástæðum eða þeim, að Rússar þekki van- mátt sinn. Það er algengt umtalsefni í Bandaríkjunum, að þau séu orð- in hernaðarlega vanmáttug og þurfi því að efla her sinn og hervarnir. Þetta er engan veg- inn fullkomlega rétt, þvi að Bandaríkin eru í dag langsam- lega öflugasta herveldi verald- arinnar. Landher Bandaríkj - anna er að vísu miklu fámenn- ari en landher Sovétríkjanna, en hann hefir að baki sér f jölda þjálfaðra hermanna, sem hafa nýlega lokið herþjónustu, og gnægð hergagna. Flugher Bandarlkjanna hefir færri flug- vélar í notkun en flugher Sovét- ríkja>na, en hann á miklu fleiri flugvélar geymdar í vöru- skemmurA og flugskýlum, og hann hefir miklu betri flugvél- um og þjálfaðri flugmörínurn á að skipa. Rússar eiga tiltölulega fáar sprengjuflugvélar og flug- her þeirra stendur að baki bandaríska flulghernum að ílestii leyti. Floti Bandaríkj- anna er stærri en floti allra annarra landa til samans, og Bandaríkin geta því lokað út- höfunum fyrir Rússum, hvenær. sem þeim bíður svo að horfa. Bandaríkin eiga kjarnorku- sprengjur, en Rússar engar. Iðnað/ur Bandaríkjanna er svo miklu meiri og öflugri en iðnað- ur Sovétríkjanna, að saman- burður kemur vart til greina. Fleira veldur því einnig, að Sovétríkin eru, eins og sakir standa, hernaðarlega vanmegna í samánburði við Bandaríkin. Þótt her þeirra sé hinn fjöl- mennasti í heimi, er hann ekki iaíngóður að sama skapi. Marg- ir beirra hermanna, sem hafa dvaiið í hernumdu löndunum, hafa fengið aðrar skoðanir á Sovétukjunum en áður, og brotthlaup úr hernum eru tíð. Fimm ára áætlunin hefiv mis- heppnazt til þessa og enn hefir ekki verið bætt, nema að litlu leytí., úr hinum miklu skemmd- um á verksmiðjum og sam- gönguleiði>=i(( sem urðu í Rúss- landi á stríðsárunum. Einstakir þjóðflokkar i Sovétríkjunum, m. a. í Kákasus og víðar, hafa reynzt valdhöfunum óhlýðnir og valdi/S ýmsum erfiðleikum. Her- numdu löndin veikja Rússa líka að sumu leyti meira en styrkja. Loks er svo það, að Stalin er kominn á gamaldsaldur ojr frá- fall hans getur skapað reipdrátt og flokkadrætti, sem geta veikt Sovétríkin, þótt hins vegar sé ekki líklegt, að það valdi veru- leguvn breytingum á stjórnar- kerfinu og utanríkismála- stefnunni. Allt þetta, sem nú hefir verið talið og yeldur því, að Rússar eru hernaðarlega vanmegnugir i samanburði við Bandaríkin, er mikilvæg trygging \>ess, að ekki (Framhald á 4. síöu) Sambandsráð ungmennafélaganna kom saman til árlegs fundar í Reykjavík i byrjun þessa mánaðar til þess að ræða ýms málefni ungmennafélaganna. Sambandsráðið skipa stjórn Ungmennafélags tslands og formenn héraðs- sambandanna. — Myndin hér að ofan er af sambandsráðinu. Standandi frá vinstri: Jón Sigurðsson, form. Héraðssambans Suður-Þingeyinga, Guðmundur Jónasson, form. Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, Kristján Benedikts- son, frá Ungmennasambandi Dalamanna, Stefán Júliusson, ritstjóri Skin- faxa, Steinþór Magnússon, form. Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, Björn Andrésson, form. Ungmennasambands Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, Halldór Kristjánsson, form. Ungmennasambands Vestfjarða, Stefán Kimólfsson, form. Ungmennafélags Reykjavíkur. — Sitjandi frá vinstri: Haukur Jörundsson, form. Ungmennasambands Borgarfjarðar, Grímur Norð- dahl, meðstjórnandi U.M.F.Í., Gisli Andrésson, form. Ungmennasambands Kjalarnesþings og meðstjórnndi U.M.F.Í., Eiríkur Eiríksson, form. U.M.F.Í., Daníel Ágústínusson, ritari U.M.F.Í. og Sigurður Greipsson, form. héraðs- sambandsins Skarphéðinn. — Tvo menn, er fund sambandsráðsins sátu, vantar á myndina, þá Daníel Einarsson, gjaldkera U.M.F.Í. og Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa. (Ljósm.: Guðni Þórðars.). TRmiTE-MÁLIÐ: Fáheyrð hrakfallasaga skipsins, er brann við Reykjanesskaga Það strandaðl líka ©g kviknaði í því í fyrra Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, brann sænska skipið^ Trinité suður af Reykjanesskaga. Hrakningar þessa skips, sem ólánið virðist hafa elt á svo einstakan hátt, hafa orðið umtalsefni almennings, og hefir Tíminn því aflað sér sem nákvæmastra upplýsinga um ferðir skipsins frá ýmsum ábyrgum aðilum. Skipstjórinn hringdi á Hótel Borg og tilkynnti lekann. Síðastl. laugardag bárust fregnir af skipi, sem statt var undan Reykjanesi og var orðið lekt. Skömmu eftir hádegið frétti Slysavarnarfélagið af skipi þessu, en aðeins á skotspónum. Hafði skipstjórinn á sænska skipinu haft nokkuð annan hátt á að koma út tilkynningu um neyð skipsins en venja er. — Sendi hann ekki út neyð- arkall, eins og venja er, heldur hringdi á Hótel Borg til sænsks manns, Allans Erlands- son að nafni, en hann er leigj- andi skipsins, eða meðeigandi, hvort heldur er, hefir blaðinu ekki tekizt að fá öruggar heim- ildir um. Tjáði skipstjórinn Allan, að kominn væri leki að skipinu, og að það ætti skammt eftir að vera á floti. Hinn sænski útgerðarmaður setti sig ekki heldur strax í samband við Slysavarnarfélagið, eftir að honum hafði borizt fréttin. Urðu nokkrar tafir á þvi að Slysavarnarfélaginu væri tilkynnt um hið nauðstadda skip. Mun hafnsögumönnum í Reykjavík fyrst hafa verið til- kynnt um skipið, en þeir létu svo Slysavarnarfélagið vita. Skipið fannst ekki a sinum stað. Loftskeytastöðin vissi strax, hvað fram fór, þegar skipstjór- inn talaði við útgerðarmann- inn á Hótel Borg og beið þess að senda út neyðarkall vegna skipsins. Var sent út hjálpar- beiðni til annarra skipa, strax og Slysavarnarfélagið var búið að fá staðarákvörðun frá hinu nauðstadda skipi í gegnum full- trúá þess á Hótel Borg. Var gef- in upp staðarákvörðunin 63,24 nbr. og 22.00 vl., samkvæmt upp- lýsingum frá skipstjóranum á Trinité. Náði Slysavarnarfélagið síðan sambandi við togarann Gylfa, sem staddur var um 25 sjómílur frá hinum tilvísaða stað. Þegar hann kom á stað- inn, var skipið hvergi sjáanlegt (Framhald á 4. síðu) r Vantar 80 milj. kr. í erlendum gjald- eyri til áramóta ! Fjárhagsráð hefir sent Tím- , anum skýrslu um gjaldeyris- horfurnar. Til áramóta megum við vænta fyrir seldar vörur steri- ingspundagjaldeyris, er nemur 50.5 miljónum ísl. kórna, 22,6 miljónum króna í dollurum og 12.6 miljónum í gjaldeyri ýmsra landa, sem ekki greiða nema í vörum. Til viðbótar þykir lík- legt, að inn komi tæpar 10 milj- ónir króna fyrir óseldar vörur. Skuldir bankanna nema 5,5 miljónum króna í dollurum og sterlingspundum, en eiga 8,7 milj. hjá þjóðum, er greiða að- eins með vörum. Við liöfum þvi aðeins 98,2 milj. króna úr að spila til ára- móta. En til þess að fullnægja veittum gjaldeyrisleyfum og væntanlegum til áramóta þyrf t- j um við 175,8 milj. kr. Það vantar 77,6 milj. króna til þess að við getum fullnægt gjaldeyrisþörf okkar. Eru þó ekki meðtaldar 8—10 milj. kr. kröfur vegna gjaldfallinna upp- 1 hæða, skigakaupa og fleira. i Falsaðar staðreyndir. í tillögunni sjálfri og grein- argerðinni, sem henni fylgir, hefir verið hrúgað saman slík- um kynstrum af ósönnum ásök- unum um alls konar vanrækslu í sambandi við framkvæmd flugvallarsamningsins, að hrein ustu furðu sætir. M. a. byggir flutningsmaður flestar ásakanir á hendur núverandi stjórn flug- málanna á plaggi nokkru, er hann hefir birt í Þjóðviljanum og segir, að sé „álit flugvalla- nefndar," en sú nefnd var skip- uð af ríkisstjórninni, þegar Keflavíkurflugvöllurinn var af- hentur íslendingum fyrir um ári síðan. Nú hefir komið í ljós, að þetta plagg, sem Áki og Þjóðviljinn! hafa sagt vera álit flugvalla-; nefndarinnar, voru aðeins sam- ! andregin atriði, er Erling Erl- ingsen, er Áki skipaði flugmála- stjóra, ætlaði að leggja fyrir fund nefndarinnar sem um- ræðugrundvöll. Hefir Erling sjálfur nefðst til að rita utan- ríkisráðuneytinu sérstakt bréf, þar sem því er lýst yfir, að þessi minnisatriði hans séu ekki komin i hendur þess, er um málið hefir skrifað í Þjóðvilj- ann, fyrir sína milligöngu og að hann viti ekki með hverjum hætti greinarhöfundur hafi komizt yfir .upplýsingar sínar. Með öðrum orðum virðist þess- um skjölum með minnisatrið- um flugmálastjóra hafa verið -tolið og slðan birt sem álit flugvallarnefndarinnar. Innheimta lendingargjalda. í umræðunum í gær upplýsti Eysteinn Jónsson flugmálaráð- herra eftirfarandi í sambandi við innheimtu lendingargjalda á f?ugvellinum: Samkvæmt flugvallarsamningnum eiga all- ar flugvélar, nema herflugvélar Bandaríkjastjórnar, að greiða lendingargjöld á flugvellinum. Meðan Áki sat sjálfur að völd- um voru þessi gjöld alls ekki innheimt. Eftir að núverandi stjórn hafði tekið við í febrúar þ. á. var gerð gangskör að þvi að innheimta þessi gjöld, en vegna slóðaskapar þeirra manna, sr Áki hafði skipað yfirmenn á vellinum komust þau mál ekki í viðunandi horf, fyrr en nýir menn, er núverandi flugmála- ráðherra hafði sett yfir þessi rrtál, tóku til starfa. Um þetta fór Áki mörgum hörðum orðum í umræðunum í gær og í fyrradag, en virðist hafa gleymt hver þáttur hans sjálfs og hans manna hefir! verið í þessu efni. Byggingaverkamenn. Á síðastl. vori var byrjað á stórfelldum byggingafram- kvæmdum á flugvellinum, m. a. að byggja nýja flugstöð, en þess hefir verið mikil .þörf síðan /öllurinn var tekinn í notkun fyrir friðartímaflug. Amerískt jyggingarfélag hefir tekið að ",ér þessar framkvæmdir að öllu eyti. Vinna nú að þessum bygging- um um 380 amerískir verka- menn, sem aðeins eru hér til 14 og 16 ára telpur vantar í heila viku Lágu við á Keflavík- urflugvellinum í fyrradag var lýst eftir fjór- tán ára gamalli telpu úr Höfða- borg, Öldu Gunnarsdóttur, er farið hafði að heiman frá sér fyrir heilli viku og ekki frétzt af síðan. En þess var ekki langt að bíða, að telpan kæmi fram, eftir að lýst hafði verið eftir henni. Fannst hún í fyrrakvöld suður á Keflavíkurflugvelli, ásamt annarri telpu, Ólu Óladóttur úr Kleppsholti, sem er sextán ára. Virðast þær hafa legið við suður á flugvelli í heila viku. Mun þetta hafa verið eins konar af- mælisfagnaður eldri telpunnar, því að það var á afmælisdegi hennar, sem þær réðust í þessa Bjarmalandsför í suðurveg. Agnes Sigurðsson ráð- gerir íslandsför í vor Hinn ágæti vestur-íslenzki píanóleikari, Agnes Sigurðs- son, hugsar sér að koma til íslands næsta vor og halda hér hljómleika. Agnes hefir á undanförnum árum getið sér mjög mikinn orðstír fyrir píanóleik sinn og þykir afburða hæfileikum gædd. Hafa ýmsir Vestur-íslendingar stutt hana drengilega á náms- braut hennar. Agnes Sigurðsson dvaldi í sumar heima í Winnipeg, en um miðjan septembermánuð fór hiin suður til New York til framhaldsnáms hjá kennara sínum, Olgu Samaroff, og verð- ur hún þar í vetur. En með vor- inu J/.ugsar hún til íslandsferð- ar, eins og áður er sagt. ¦".....¦—¦¦ ¦ .11— .........¦¦'¦¦!¦» ¦¦ * bráðabirgða og alls ekki koma við sjálfuv»i rekstri vallarins. íslenzkir starfsmenn hafa hins vegar verið ráðnir þangað að undanförnu, og mun þeim verða fjölgað verulega eftir áramótin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.