Tíminn - 21.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1947, Blaðsíða 3
192. blað TtiiniVTV, þriðjudajginn 21. okt. 1947 3 Áttræður: Vilhjálmur Jónsson Þinghól á Akranesi. Þann 13. sept. s.l .var Vil- hjálmur Jónsson, Þinghól á Akranesi, áttræður. Hann ber ellina vel og er furðu hraustur og hress í anda þrátt fyrir ald- urinn. Þótt vinnudagurinn sé orðinn langur, gengur hann enn að störfum úti og inni sem fyrr, enda dylst engum sem sér hann að í honum hefir verið efnivið- ur traustur og góður, því elli- mörkin eru ekki ýkjamörg á honum ennþá. Vilhjálmur er vel gefinn mað- ur og á til góðra að telja. Faðir hans var Jón Runólfsson bóndi að Vatnshömrum í Andakíl, en móðir hans var Ragnheiður, dóttir séra Jóhanns Tómasson- ar prests á Hesti í Borgarfirði, er var framúrskarandi ræðu- skörungur og gáfumaður. Run- ólfur, afi Vilhjálms var lengi hreppstjóri í Andakílshreppi. Vilhjálmur giftist Eyrúnu' Guðmundsdóttur frá Ölvalds- stöðum í Borgarhreppi árið 1899 og reistu þau þar bú sama ár. Bjuggu þau hjónin á ýms- um stöðum í Borgarfirði næstu 14 árin, en jafnhliða fékkst Vil- hjálmur við barnakennslu og hafði þau störf áfram á hendi langa hríð eftir að þau hjónin höfðu flutt til Akraness árið 1914. Á Akranesi hafa þau hjón- in búið óslitið síðan 1914. Hefir Vilhjálmur stundað þar dag- launavinnu, en jafnhliða haft nokkurn búskap og er svo. enn. Eyrún kona hans er mæt kona og stórvel gefin. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og lifa þrjú þeirra, tvær dætur, Rannveig, gift Hendrik Steins- sýni á Akranesi og Guðbjörg, ógift þar, og Gísli síldarkaup- maður, sem þekktur er um allt ísland og víðar, afburða vel gef- inn maður og drengur góður. Þótt Vilhjálmur hafi skilað miklu starfi á langri ævi og þau hjónin komið upp börnum sín- um og veitt þéim hið bezta upp- eldi, sem þau og hafa sýnt, hefir lífsbarátta hans oft verið hörð og stundum nokkuð tvísýnt um hvernig úr rætist. í fyrsta verklýðsfélaginu sem stofnað var á Akranesi, var Vilhjálmur meðstofnandi og öruggur þátt- takandi, en sætti harðræðum og útilokun frá vinnu stundum fyrir þessa afstöðu sína. Hann lét það ekkert á sig fá, enda hefir hann verið trúr sínum lífsskoðunum alla tið. Eftir að Framsóknarflokkurinn var stófnaður gekk Vilhjálmur í hann og hefir flokkurinn ekki átt traustari málsvara á Akra- nesi en hann hefir verið fyrr og síðar. Ennþá hefir Vilhjálm- ur á hendi trúnaðarstörf fyrir Framsóknarflokkinn á Akranesi, er innheimtumaður Tímans þar og dregur ekkert af sér þótt aldurinn sé hár. Slíka menn á Framsóknarflokkurinn alltof fáa. — Ég þakka Vilhjálmi fyrir langt og gott starf hans í þágu góðra málefna og óska honum langra lífdaga. Þórh. Sæmundsson. ilinn, sem býður vð ódæðunum og óskar að géta losnað við þau, en skortir siðferðisþrek til að rétta sig við og lætur hræðsl- Kærustupörin Ævar Kvaran (Morti- mer) og Kclga Möller (Elaine). una og fyrri tengsl stöðugt leiða sig til nýrra misindisverka. — Þetta er manntegund sem við þekkjum, þó að við höfum van- izt henni í öðrum samböndum. Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðjón Einarsson qg Haraldur Björnsson fara með lítil hlut- verk, sem talsvert reynir þó á og gera það mjög vei. Auk þess hafa þeir Valdimar Norðfjörð. Þorgrímur Einarsson og Hend- rik Berndsen lögregluhlutverk og fara með þau eftir því, sem efni standa til. Þessi leikur er spennandi og æsandi með köflum, því að sótzt er eftir lífi manna af læ- vísi og ofurkappi og áhorfand- inn veit ekki hversu ráðast kann. En fremur lítið held ég að leikurinn tali til hinna betri ícennda og tilfinnlnga og senni- lega þroskar hann ekki heldur til muna skilning áhorfenda á lífi manna og eðli. Mér þykir gott að hafa séð þennan sjónleik, því að meðferð leikendanna er sums staðar frá- bær. En ég hefði heldur kosið að Leikfélagið hefði fundið sín- um góðu kröftum annað viö- fangsefni, sem stæði okk- ur nær og hefði meira og betra erindi til okkar. H. Kr. Mf'ira gall á Finiiinörk en í Alaska Norsk-amerískur gullgrafari, sem heitir Alex Evensen, hefir athugað málma í jörðu i Norður-Noregi. Hann álítur að á Finnmörk sé gnægð dýr- mætra málma og sérstaklega sé þar mikið gull, og hyggur hann það sé meira þar en í Alaska. Hins vegar þurfi vinnuafl, nýtízkuvélar _og mikið fjármagn til að hagnýta þessar námur. IVámumcim vcrðlaun- aðir með matgjjöfum Hernámsstjórn Breta og Banda- ríkjamanna í Þýzkalandi hefir tekið upp þann sið, að verðlauna kolanámu- menn I Ruhr fyrir aukin framleiðslU' afköst með matgjöfum. Ef einhver flokkur eykur mánaðarframleiðsluna að vissu marki fær hver námumann- anna þar afhentan pakka með 10 daga fæðisskammti í verðlaunaskyni. Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gera það sem fyrst. A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Svo velti hanh vöngum af þeirri íhygli, sem hæfði þess- ari alvarlegu stund, dró einn skilding upp úr vasanum, þar sem hann geymdi skiptimynt sína, og rétti afa hann yfir borðið. „Þér getið keypt límonaði handa litla skrattanum, Dandie. Og svo skuluð þið fara. Ungfrú Glennie fær yður nýtt verkefni. Annirnar eru alveg að gera út af mig.“ Afi var í sjöunda himni, þegar hann skálmaði út úr skrif- stofunum. Hann þandi út brjóstið og dró andann djúpt, svo að hann nyti hressandi morgunsvala sem bezt. Þegar við vorum komnir niður á gangstéttina, beindi hann at- hygli minni yfir götuna. Þar voru tvær sölustelpur með tága- körfur og aðra fléttaða muni. Sú yngri var hraustleg og mjög sólbrennd í andliti, og hárið gulrautt og glitrandi, eins og mjög er títt um flökku-Sígauna í Skotlandi. Hún bar sölumuni sina á höfðinu og vaggaði sér mjúklega í mjöðmunum við hvert skref. Hin þróttmiklu, svellandi brjóst hennar sýndust enn þrýstnari en ella, sökum þess að hún studdi báðum höndum við körfuna á höfði sér. „Taktu nú vel eftir, drengur minn,“ sagði afi með lotn- ingu. „Geturðu hugsað þér fallegri sjón að morgni dags að haustlagi?" Ég gat ekki gert mér í hugarlund, hvað hann átti við — og þar að auki hefði mér alls ekki fundizt það virðingu okkar sámboðið að horfa á sjölum vafðar Sígaunastelpur. Ég var líka með allan hugann við sjálfan mig. Ég var að reyna að brjóta til mergjar dularfúll orð, sem hrotið höfðu af vörum inni í skrifstofu málafærslumanhsins. En eini ár- angurinn var sá, að mér fannst ég vera ennþá meira við- undur en áður. Ég spurði afa samt einskis, heldur hnyklaði aðeins brúnirnar og hugsaði mitt. Hvers vegna var ég þetta furðuverk í allra augum? Hvers vegna hristu allir höfuðið, þegar þeir sáu mig? En málið var ofureinfalt, þótt ég gæti ekki getið mér þess til, hvernig í öllu lá. Þetta var lítill, skozkur bær, þar sem allt var tröllriðið af hleypidómum. Fólkið var á einu máli um það, að móðir mín hefði'verið falleg og eftirsótt stúlka, sem „hefði getað valið úr piltunum.“ En svo drýgði hún ófyrirgefanlega synd. Hún gerði sér og bænum þá svívirðu að giftast föður mínum, Owen Shannon, — ókunn- ugum manni, sem hún hitti einu sinni í sumarleyfi — meira að segja íra, sem hvorki gat státað af ætt né tengd- um og aðeins var litilfjörlegur starfsmaður hjá verzlunar- félagi í Dyflinni — manni, sem ekkert hafði til að bera nema það, að hann var kátur og snoppufriður, ef það voru þá einhver meðmæli. Enginn mat það neins virði, þótt þau hefðu lifað samari ánægjulegu lífi i allmörg ár. Dauði hans og síðan skyndilegt fráfall móður minnar var á hinn bóg- inn talin réttvísleg hegning almættisins, og koma mín, umkomulaus vesalingsins, á heimili Leckies þótti merkileg staðfesting hins stranga réttlætis drottins. Afi kaus að ganga aðra leið heim heldur en mamma hafði farið með mig daginn áður. Eftir svo sem hálftíma gang beygðum við skyndilega inn í Drumbuck-þorpið, sem við höfðum að mestu leyti sneitt hjá, og í sama bili bárust til okkar úr fjarska langdregnir tónar flautunnar í skipa- smíðastöðinni, sem boðaði verk;amönnunum hádegishléið. Hér var fagurt um að litast. Þorpið stóð undir lágum skógivöxnum hæðum, og gegnum það rann lækur, er brú- aður hafði verið á tveimur stöðum. Við gengum framhjá sælgætisbúð, þar sem krökt var af brjóstsykri, konfekti og lakkrísborðum, og yfir dyrunum var spjald, sem á stóð: Tibbie Minns — tóbaksverzlun. Næst gengum við framhjá opnum dyrum á litlu húsi — þar inni sat vefari i vefstól sínum. Hinu megin götunnar var -járnsmiður með leður- svuntu að járna gráan hest. Hann grúfði sig yfir hófinn, á hestinum, það gljáði á rauðan skallann og sterka sviða- lykt lagði til okkar. Afi virtist alla þekkja, sama hvort það var götusali með saltfisk í hjólbörum eða konan, sem hrópaði: „Rabarbari, rabarbari — þrjú pund fyrir eitt penný!“ Hann heilsaði glaðlega til beggja handa þarna á þorpsgötunni og fékk góðar undirtektir — ég fann, að hann hlaut að vera heljar- mikill karl. „Sæli-nú, söðlasmiður!“ „Sæll sjálfur, Dandie!“ Feitlaginn, rauðbirkinn maður, er stóð snöggklæddur úti fyrir dyrum dálítillar veitingakrár, heilsaði honum sér- staklega vingjarnlega — svo vingjarnlega, að afi nam staðar, ýtti hattinum aftur á hnakkann og þerraði svitann af enninu, eins og hann ætti von á einhverju, sem kæmi honum meira en í meðgllagi vel. „Ekki megum við gleyma límonaðinu þínu, drjngur," sagði hann. Hann snaraðist inn í krána, en ég settist á sólvermt steinþrepið fyrir framan dyrnar og stytti mér stundir við að horfa á hænuunga, er hlupu fram og aftur um húsa- sundið og tíndu upp fáein byggkorn, sem einhver hafði misst þar niður. Það var rétt eins og þeir vissu, að þetta hafði alls ekki verið ætlað þeim og þess vegna sjálfsagt að rífa það í sig sem fyrst. Það hvíldi yfir kyrrlátu þorpinu svæfandi hádegisró, sem ég kunni vel við, en samt sem áður fannst mér eins og ungfrú Minns, eigandi sælgætis- búðarinnar hinu megin götunnar, lægi í felum bak við sæ- grænan gluggann og starði á mig. Ég sá að minnsta kosti LUMA rafmagnsperur ERU BEZTAR Seldar í öllutn kaupfélögutn landsins. Samband ísl. samvinnufélaga Auglýsing Nr. 19, 1947, frá skömmtunarstjóra Samkvæmt 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir Viðskiptanefndin sam- þykkt, að gera þá breytingu á skrá þeirri yfir skammtaðar vörur er um ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra no. 2/1947, að prjónles framleitt hér á landi, úr íslenzkri ull, aðallega, eða að öllu leyti, skuli heimilt að selja án skömmtunarreita. Rísi ágreiningur um hvort tiltekin vara skuli teljast skömmtunarvara samkvæmt samþykkt þess- ari, sker skömmtunarstjóri úr. Jafnframt hefir Viðskiptanefndin samþykkt, að eftirleiðis skuli skömmtunarskrifstofu ríkisins ó- heimilt að leyfa tollafgreiðslu á erlendum prjóna- vörum, sem tollafgreiddar yrðu undir tollskrárlið- um er um ræðir í 51. kafla tollskrárinnar frá 1942 no. 13, 14, 15, 16 og 18, nema að hún fullvissi sig um það áður, að slíkar vörur hafi verið greinilega merktar á þann hátt, að festur sé miði við hverja einstaka flík, eða stranga með áprentuðu orðinu „skömmtunarvara“. Reykjavík, 17. okt. 1947. Skömmtunarstj óri. AUGLÝSING Mr. 18, 1947, frá skömmtuiiarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara hefir Viðskiptanefnd- in samþykkt að gera þá breytingu á innkaupa- heimild stofnauka no. 13, að efirleiðis skuli verzl- unpm heimilt að afhenda út á hann efni og til- legg samsvarandi því, sem þarf til þess ytri fatn- aðar, sem heimilt er að selj-a, gegn stofnauka no. 13, fyrir allt að krónum 350.00 gegn heilum stofn- auka eða krónum 175.00 gegn hálfum stofnauka, miðað við smásöluverðmæti, að því tilskyldu, að verzlunin geri sérstök skil á þessum stofnauka til skömmtunarskrifstofu ríkisins eða trúnaðarmanns hennar, og láti fylgja þeirri skilagrein nótu yfir hið selda efni og tillegg, kvittaða af kaupanda. Gegn stofnauka no. 13 til skömmtunarskrifstof- unnar eða trúnaðarmanns hennar, skal vera heim- ilt að afhenda verzluninni sérstaka innkaupa- heimild fyrir vefnaðarvörum til jafps við það smá- söluverðmæti er umrædd nóta greinir, enda sé nót- an tekin gild af skömmtunarskrifstofunni eða trún- aðarmönnum hennar. Reykjavík, 17. okt. 1947. Skömmtimai*stj óri. TILBOD ÖSKAST I um byggingu á 130 tonna skipi til landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi. Uppdrættir og smíðalýsing fæst á skrifstofu vorri gegn 300 kr. skilatryggingu. It \ Skipaútgerð ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.