Tíminn - 21.10.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1947, Blaðsíða 4
D Á G S K R Á er bezta íslenzka tímaritib um þjóðfélagsmál REYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í - Edduhúsinu v/ð Lindargötu. Sími 6066 21. ©KT. 1947 192. blað Innflutnings- reglurnar (Framhald af 1. slðu)' einstakar verzlanir ná miðum sínum með bolabrögðum, án þess að gæta þess, hvað þeir fengju í staðinn. Þessi hætta, ef um hættu væri að ræða, er líka alveg eins fyrir hendi nú, þar sem smásöluverzlanir fá ekki vörur, nema gegn afhentum skömmtunarseðlum. 3. Neytendur séu skyldugir til að afhenda skömmtunarseðlana fyrirfram. Þetta er hreinn upp- spuni. f tillögunum segir, að neytr/.nda sé heimilt, ef verzlun hefir ekki nægilegt af einhverri skömmtunarvöru, að afhenda henni meira eða minna af skömmtunarmiðum sínum og fela henni útvegun • vörunnar fyrir sig. Þetta ákvæði takmark- ar því síður en svo frjálsræði neytendanna, heldur eykur það, og sést bezt á þessu, hve rangur og villandi májflutningur Mbl. er. Hér hafa þá verið hraktar helztu blekkingar Mbl., ea aðr- ar minniháttar, sem það hefir verið að flagga með, eru sömu ættar og því óþarft að elta ólar við þær. Barátta fyrir sjálfsögðustu mannréttindum. Hin raunverulega ástæða til hinnar stöðugu blekkingaiðju Morgunblaðsins um tillögur Hermanns og Sigtryggs hefir einu sinni skotist óvart upp úr því. Það var þegar það sagði, að innflutningur kaupfélaganna myndi aukast, ef þessar tillög- ur kæmust í framkvæmd. Það er þetta, sem heildsalarnir ótt- ast. Þegar -neytendur geta ekki varið nema takmarkaðri upp- hæð til vörukaupa, gæta þeir . þess enn betur en áður að verzla þar, seni þeir fá beztar og ó- dýrastar vörur.Það er þetta ó- hlutdræga mat neytendanna, sem heildsalarnir óttast. Þess vegna eru þeir andvígir tillög- um Hermanns og SJgtryggs, er tryggja frjálsræði neytendanna. Hér er raunvérulega deilt um frumstæðustu réttindi neytenda og endurbætta innflutnings- verzlun annars vegar og óeðli- lega hagsmuni svartamarkaðs- kaupahéðna og lélegustu heild- sala hins vegar. Og Mbl. þarf ekki að halda, að það dragi neitt úr baráttunni fyrir réttu máli, þótt kommúnistar hafi hér slampast § að fylgja þvi. Það er sams konar röksemd og ef því hefði verið haldið fram, að ís- lendingaj; hefðu átt að hætta við lýðvqldisstofnunina vegna þess, að kommUnistar voru henii fylgjandi. Þess er nú áreiðanlega vænst af^megin þorra þjóð^rinnar,-að meiri hluti ríkisstjórnarinnar standi við gefin loforð sín varð- andi innflutningsreglurnaj;. — Drátturinn á efndunuiri er orð- inn svo langur, að hann má ekki lengri vera. Fallist meiri hluti stjórnarinnar ekki á reglur þeirra Hermanns og Sigtryggs, verður hann að benda á aðra leið jafn góða. Geri stjórnar- meirihlutinn þetta ekki, er hér um beint brot á stjórnarsátt- málanum að ræða, sem ekki er til þess fallið að auka tiltrú al- mennings til stjórnarinnar. I»orgerðar ^orvarð- ardóttur minnst (Framhald af 1. ttíSu) var kjörin fyrsti formaður þess. Síðar annaðist hún í nókkur ár gjaldkerastörf * fyrir nemenda- sambandið eða þangað til hún Íót utan til Bandaríkjanna til framhaldsnáms sem húsmæðra- kennari, árið 1945. Hag nemendasambandsins bar hún mjög fyrir brjósti eins og raunar allt er hún áleit, að skólanum mætti að gagni verða. Væri vel, að skólinn eignaðist úr nemendahópi sínum sem flesta, er bæru svipaðan rækt- arhug til hans og Þorgerður Þorvarðardóttir. Að lokum vil ég biðja þá. sem hér eru staddir, að heiðra minn- ingu TÞorgerðar Þorvarðardóttur með þvl að rísa úr sætum." ÞEIR SEM NOTA ALFA-LAVAL mjaltavélar ÖBLAST: Meirl mjólk, þvi að AIiFA-LAVAL vélin er smiðuð þannig, að hún hefir sérstaklega góð áhrif á mjólkurhæfni kúnna. — Betri mjólk, þvi að með ALFA-LAVAL vélun- um er hægara að framleiða hreina og gerlalitla mjólk, en með nokkurri annarri mjaltaaðferð. — Ódýrari mjólk, því að ALPA-LAVAL vélarnar þurfa svo litið afl og varahlutaeyðslan er mjög lítil. — ALFA-LAVAL mjalta- vélum fylgir prentaður leiðarvísir á íalenzku. Sérfróöur maður, s«m er i þjónustu vorri, setur vólarnar upp og vér munum ajá um, að ávallt sé fyrir hendl n«gur forði varahluta. Bœndur: athugið hvað nágranninn, sem hefir ALFA-LAVAL mjaltavél, segir um vélina sina, áður en þér íestið kaup 4 mjaltavél annars staðar. Einkaumboð fyrir ísland: Samband ísl. samyinnufélaga Merkileg samtök (Framhald af 2. síðu) þeirra pólitísku forystumenn fara fremstir — það mál er svo réttlátt og lífvænlegt, að það verður ekki kyrkt. Því er ætl- aður sigur. Þessi samtök eru og mikils- verð forspá þess, hversu sam- stillt bændastéttin getur orðið og hvað hún þá kann að megna. Fyrir þær sakir eru þau .ef til vill athyglisverðust og merki- legust, og verður því að óreyndu ekki ætlað að nokkur, sem ann sameiningu bændastéttarinnar bregði fyrir þaU fæti. Gunnar Árnason. Skipasiníoastöðf Helga . . (Framhald af 1. síðu) lega, hefir svo líka orðið ein af höfuðorsökum til gjaldeyriseyðsl unnar. Því vegna þess að menn í gegnum það að fá innflutnings og gjaldeyrisleyfi hafa öðlast möguleika á að fá margfaldað vertð hinna verðlitlu íslenzku krónu. Það er talað um, að Alþingi hafi illu heilli, neyðst til að samþykkja fiskábyrgðarlögin. En mín skoðun er sú, að Alþingi sé óhætt að horfast í augu við þá staðreynd, að , ekki verður gert út á íslandi á næstu árum, án þess að ábyrgst verði afurða- verð, kaupgjald verði fest og gert verði arðbærara að vinna við framleiðslustörf til sjávar og sveita, heldur en að vinna önnur störf. Mín skoðun er sú, að hefðu fiskábyrgðarlögin ekki verið samþykkt, hefði lítil útgerð orð- ið á síðustu vetrafvertíð. Hitt er svo^annað mál, að lögin urðu ekki að þeim notum, sem vonir stóðu tií, vegna þess að verð- lag var látið halda áfram að hækka, og Utgerðarmenn hafa orðið fyrir miklum vaxtagreiðsl- um, auk viktarrýrnunar, vegna seinnar afskipunar saltfiskjar- ins. TOMAR FLÖSKUR Vér viljum vekja athygli verzlana og einstakimga víðs vegar um land á því, að sakir gjaldeyrisskorts er nU 'tækifæri að koma tómum flöskum í verð. Þeir, sem safna vildu saman öllum algengum vínflöskum, gætu greitt fyrir þær 40 aura, en síðan samið' við oss um þátttöku í flutningskostnaði, þannig að þeir stæðu ekki öllu ver að vlgi en menn í Reykjavik, er selja oss flöskur í stórum stíl. Þá viljum vér vekja athygli á því, að vínbúðir vorar víðs vegar um land kaupa tómar flöskur. Áfengisverzlun ríkisins. Vinnið ötullega íyrir Timmnn. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ungfrU Ástríður Ól- afsdóttir og Torfi Þ. Torfason deildarstjóri hjá Kron. Heimili þeirra er á Grundarstíg 2, Rvík. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína þau, ungfrú. Þórunn Eiríksdóttir að Glitsstöðum 1 Norðurárdal og Ólafur Jónsson að Kaðalsstöðum í Stafholts- tungum. (faftita £tó Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Ragnari Ófeigssyni, Kristín Benédikts- dóttir frá Nefsholti og Jón Guð- mundsson frá Akbraut. Heimili ungu hjónanna er á Eyraveg 7 B, Selfossi. Útbrei«i« Tímann! Jku&lýmœ i linanwa. Hin eilífa þrá (L'Eternal Betonr) Sýnd kL 0._______________ Dularfulli hestaþjófnaðurinn (Wild Horse Stampede) Amerísk Cowboymynd með Cowboyköppunum Ken Maynard Hoot Gibson Sýnd kl. 5 og 7. Börn innan 12 ára ía ekki aðgang. a aic Anna og Síams- konunugur (Anna and the Kin* of Biun) Sýnd kl. 9. ¦'— ¦'—--' ¦......¦¦ .i,.—i. il......Illi. ........ III.........¦! ¦¦¦>«¦> Gönguf ör í sólskini (A Walk in the Sun) jjj Stórfengleg mynd frá innrás bandamanna & ítalíu. Dana Andrews Richard Conte AUKAMYND: Baráttan gegn ofdrykkjunni (March of Time) Bönnuð börnum yngri en 14 áxa. % Sýnd kl. 3 og 6. Sala hefst kl. 11, f. h. 7rifícti-£tó TfarHartíé Vér dönsum og syngjum (Thrill of Brazil) Aðalhlutverk: Evelin Keyes, Keeman Wynn. Sýhd kl. 7 og 9. öskubuska Allir þekkja œvintýrið um Jl Öskubusku, jafnt ungir, sem ' eldri. Ljómandi vel gerð russ- nesk mynd. Töfraboginn (The Magic Bow) Hrífandi mynd um fiðlusnill- inginn Paganini. Stewart Granger PhyUis Calvert Jean Kent. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Blúndur og blásýra (Arsenic and Old Lace) Gamanleikur eftir Joseph Kessilring. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag írá kl. 3—7. Áskrifendur vitji aðgöngumiða á þeim tíma. Börn fá ekki aðgang. Þakka innilega öllum þeim mörgu vinum og vanda- mönnum er sendu mér heillaskeyti, gjafir og heimsóttu mig í sambandi við. sjötugsafmæli mitt 1 síðastliðnum septembermánuði. 20. okt. 1947. Gísli Jónsson, Stóru-Reykjum. Auglýsing IVr. 17, 1947 frá sköntmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun é, sölu, dreif- ingu og afhendingu vara hefir Viðskiptanefndin samþykkt að heimila skömmtunarskrifsto'funni að gefa út skiptireiti fyrir stofnauka no. 13, þannig, að; afhentir verði tveir skiptireitir með árituninni „y2 stofnauki no. 13." Skiptireiti þessa skal heimilt að afhenda hvort heldur er verzlunum eða einstaklingum, gegn skil- um á stofnauka no. 13, tvo reiti fyrir hvern stofn- auka. Reykjavlk, 17. okt. 1947. Skömmtunarstjóri. -* SAMVINNAN • Janúar—febrúar og marz hefti þessa árgangs eru uppseld hjá afgreiðslunni. Þeir, sem hafa feng- ið þessi hefti, en ekki ætla að gerast áskrifendur eru góðfúslega beðnir að endursenda þau til af- greiðslunnar, Hafnarstræti 87, Akureyri. Tímaritið Samvinnan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.