Tíminn - 22.10.1947, Síða 1

Tíminn - 22.10.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ) ) ÚTGEPANDI: j FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 1 PRENTSMDÐJAN EDDA hJ. IRITSTJ ÓRASKRIFBTOTOR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 ) AFGREIÐSLA, INNHEIMTA IOG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sfmi 2323 31. ár£. Reykjavík, miðvikudagiim 22. okt. 1947 193. blað ERLENT YFIRLIT: Kosningarnar í Frakklandi Lrslitiu urðu kommúnistum anikii von- brigði. Bæjarstjórnarkosningarnar, sem fóru fram i Frakklandi síð- astliðinn sunnudag, hafa vakið mikla athygli vegna hins mikla sigiirs, sem þjóðfylking de Gaulle hershöfðingja vann. Fékk hún um 40% allra greiddra atkvæða, eða stórum meira en kommún- istaflokkurinn, Sem áður var stærsti flokkur Iandsins. SILDVEIÐAR V/Ð SKOTLAND Myndin hér að ofan sýnir vinnubrögS Skota við síldveiðarnar við strendur lands síns. Veiðin er stunduð á kútterum, sem liggja úti, og síldin er kverkuð og söltuð um borð í veiðibátunum. — Mikill dráttur á smíði EimskipaféiskiparLna í Kaupmarmahöfn Verið að leggja kjöl að skipi, sem lofað var um uæstu mánaðamót Nýlega var lagður kjölur að þriðja skipi Eimskipafélagsins, en það er eins og kunnugt er að láta smíða þrjú stór vöruflutn- ingaskip í Kaupmannahöfn. Smíði skipanna hefir dregizt mjög á langinn, og er nú verið að leggja kjöl að því seinasta á þeim tíma, sem þau öll áttu að vera tilbúin. Skipið, sem lengst er komið, „Goðafoss,“ kemur ekki hingað fyrr en með vorinu. Úrslit kosninganna. Sveita- og bæjarstjórnar- kosningarnar fóru að þessu sinni fram í Norður- og Mið- Frakklandi, en næsta sunnudag verður kosið í Suður-Frakk- landi. Úrslitin urðu þau, að Þjóðfylkingin fékk um 40% greiddra atkvæða, kommúnist- ar^um 30%, jafnaðarmenn um 20% og katólski flokkurinn um 8%. Kommúnistar og jafnaðar- menn hafa fengið svipaða hlut- deild af atkvæðamagninu og í þingkosningunum í fyrrahaust, en katólski flokkurinn hefir lækkað úr 26% í 8%. Hefir flokkurinn því misst um % hluta af fylgi sínu til Þjóð- fylkingarinnar. Radikalir fengu um 11% af atkvæðamagninu í þingkosningunum í fyrrahaust, en nú höfðu þeir víðast sam- flot við Þjóðfylkingu de Gaulle og reiknast þvi atkvæðamagn þeirra tii hennar. Stefna Þjóðfylkingarinnar. Þjóðfylking de Gaulle er ekki mynduð sém sérstakur flokkur og er mönnum úr öllum flokk- um heimilt að vera í henni, ef þeir eru samþykkir grundvall- aratriðum hennar, sem virðast einkum vera breytingar á stjórn arskrá landsins, markvissari efnahagsleg viðreisn, öflugri hervarnir og barátta gegn kommúnistunum. Ýmsir hægri flokkar og flokkur radikala, sem eru þessum atriðum samþykkir, ákváðu því að ganga til kosn- inganna undir merkjum henn- ar, þar sem atkvæði þeirra myndu nýtast betur á þennan hátt. Fylkingin fékk þannig all- trausta undirstöðu í upphafi. Af andstæðingum de Gaulle er því óspart haldið fram, að hann stefni að því, að vera ein- ræðisherra. Sjálfur neitar hann því eindregið, þótt hann segist telja það nauðsynlegt, að stjórn arskránni verði breytt þannig, að forsetinn verði gerður óháð- ari og valdameiri, eins og nú er í Bandaríkjunum.\ Það brjó.ti engan veginn gegn lýðræðinu, heldur geri það starfhæfara og ERLENDAR FRÉTTIR Brezka þingið var sett í fyrra- dag. Meðal þeirra mála, sem stjórnin ætlar að beita sér þar fyrir, ber efnahagsmálin hæst. Þá ætlar stjórnin að beita sér fyrir þjóðnýtingu raforku- vera og gasstöðva. Ennfremur mun hún beita sér fyrir tak- mörkuðu valdi lávarðadeildar- innar, en hún hefir nú aðstöðu til að geta hindrað framgang mála í fjögur ár. Kínverska stjórnin hefir lýst sig andvíga því áformi Bancja- * ríkjastjórnar, að haldin verði ráðstefna ellefu ríkja til þess að ganga frá friðarsamningunum við Japani. Rússar hafa áður lýst sig andvíga slíkri ráð- stefnu. Kínverjar vilja aðeins láta stórveldin fimm fjalla um málið. Jafnaðarmannaflokkurinn í Tékkóslóvakíu hefir lýst yfir því, að sameining hans og kommúnistaflokksins komi enn síður til greina nú en nokkurru sinni áður, m. a. vegna Bel- gradsambandsins. því traustara í sessi. Vitað er líka, að margir þeirra, sem kusu með de Gaulle nú, eins og t. d. radikalir, munu aldrei styðja einræðisstjórn. Vinsældir de Gaulle. Það, sem hefir mest aflað Þjóðfylkingunni fylgis, eru hin- ar persónulegu vinsældir de Gaulles, sem hann vann sér meðan hann var foringi Frjálsra Frakka. Þessir vinsældir de Gaulle komu bezt í ijós í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána í fyrra, en hann beitti sér þá gegn henni og naut aðeins fylgis hægri manna og radikala. Allir þrír stóru flokkarnir, þ. e. kommúnistar, jafnaðarmenn og katólski flokkurinn, voru henni fylgj- andi. Þrátt fyrir það munaði minnstu, að stjórnarskráin félli. Hrun katólska flokksins, eftir að hann ákvað á síðastliðnu sumri að ganga gegn de Gaulle, kemur ekki á óvart. Hið mikla fylgi, sem þessi nýi flokkur fékk eftir styrjöldina, hefir jafnan verið þakkað þvi, að hann var talinn flokkur de Gaulle. — Bidault og aðrir foringjar flokksins virðast ekki hafa vilj- að trúa þessu, en hafa nú rek- ið sig óþyrmilega á staðreynd- irnar. Til viðbótar þessu, hefir það svo aukið fylgi Þjóðfylkingar- innar, að almenningur er að verða þreyttur á hinum sífelldu verkföllum kommúnista og vill fá sterkari stjórn gegn þeim. De Gaulle virðist bezt treystandi til að hafa þá forustu á hendi. Ósigur kommúnista. Þótt kommúnistar héldu nokkurn veginn fylgi sínu, eru úrslijtin mikill ósigur fyrir þá. Þeir höfðu lagt megináherzlu á áróðurinn gegn de Gaulle og predikað, að eina leiðin 'til að afstýra einræðisstjórn de Gaulle væri að fylkja liði um komm- únistaflokkinn. Uppskeran af öllu þessu basli þeirra er sú, að Þjóðfylking de Gaulle fer langt fram úr þeim og þeir rétt halda fylgi sínu. Margir bjuggust við því, að kommúnistar myndu auka fylgi sitt, þar sem dýrtíð fer vaxandi í landinu og þeir eru í stjórnar- andstöðu og geta því kennt stjórninni um versnandi af- komu verkamanna. Álitið er, að það hafi vegið mest gegn þessu, að stofnun Belgradssambands- ins hafi sannað Frökkum enn betur en áður hið útlenda ætt- erni kommúnistaflokksins og hver raunverulegur húsbóndi hans er. Afstaða radikala. í sambandi við kosningaúr- slitin er ekki ófróðlegt að at- huga afstöðu radikala, en þótt flokkur þeirra sé ekki stór, hafa beir líf núverandi stjórnar í hendi sér, og eins gætu þeir ráð- ið örlögum stjórnar, sem de Gaulle kynni að mynda með hægri mönnum og katólska flokknum. Aðalritari radikala flokksins, Anxionnaz, sem jafn- framt er formaður í landvarn- arnefnd franska þingsins, flutti nýlega ræðu, sem vakti mikla athygli. Hann deildi þar fast á Um þessar mundir er Eim- skipafélagið að láta smíða þrjú stór skip hjá skipasmíðastöð Burmeister & Wain í Kaup- mannáhöfn. Mjög miklar tafir hafa orðið á smíði allra skip- anna, sennilega vegna þess, að skipasmíðastöðin hefir tekið að sér meiri verkefni, en hún er fær um að leysa. Hefir skipa- smíðastöðin gert fjölda samn- inga um smíði stórra skipa og byrjað á þeim flestum, en ekki getað staðið við gefin loforð um afgreiðslutíma skipanna. Þann- ig eru þar nú í smíðum nokkur stór skip, er Norðmenn eiga, og meðal þeirra eitt geysi stórt hvalveiðiskip, sem mikil áherzla er lögð á að ljúka, smíði á. Þegar Eimskipafélagið ákvað að láta smíða ný skip að stríð- inu loknu, buðust því góð kjör hjá þessari skipasmíðastöð og var þeim tekið meðfram vegna þess, hve fljótt var lofað að hafa skipin tilbúin. Ef hins veg- ar hefði fyrirfram verið vitað um þann drátt, er orðið hefir á afgreiðslu skipanna, er óvíst, að tilboðum frá þessari skipasmíða stöð hefði verið tekið. Þegar samið var um smíði skipanna var lofað að h(afa fyrsta skipið, Goðafoss, tilbúið stj órnina fyrir utanríkismála- stefnu hennar. Stjórnin lætur, sagði hann, eins og Þýzkaland væri aðalóvinurinn og hefir mál eins og „alþjóðlega stjórn Ruhrhéraðanna" og „öryggi gegn Þjóðverjum“ fyrir helztu vígorð sín. Staðreyndin er hins vegar sú, að Rússar eru eina bjóðin, sem Frökkum stafar nú hættg* af. Ef til átaka kæmi milli stórveldanna, gætu Rúss- (Framhald á 4. síSu) í desember 1946, en það er ekki tilbúið enn og verður ekki fyrr en með vorinu. Annað skipið verður sennilega tilbúið 22 mán uðum á eftir áætlun. Og nú fyr- ir nokkrum dögum var lagður kjölur að þriðja skipinu, sem átti • að vera tilbúið um næstu mánaðamót. Verður það að minnsta kosti hálft annað ár á eftir áætlun. Eins og gefur að skilja, valda tafir þessar á smíði skipanna mjög miklu tjóni. Er sennilegt, að betur hefði borgað sig að taka brezkum tilboðum um skipasmíðin, þó að þau væru nokkru hærri, þar sem gera má ráð fyrir að Bretar hefðu get- að staðið við gerða samninga. Verðmismunurinn hefði senni- lelga fyllilega unnizt upp á þeim tíma, sem við verðum nú að vera án skipanna og leigja skip í staðinn og greiða leigu í erlendum gjaldeyri. Hið nýja skip, sem nú hefir verið lagður kjölur að, á að vera að öllu leyti eins og hin tvö skipin, en þau eru flutninga- skip, 2600 smál. burðarmagni, og með farþegarúmi handa 12. Skipunum hefir áður verið lýst í Tímanum. Svíar veita íslendingi námsstyrk Sendiráð Svía í Reykjavík hef ir skýrt menntamálaráðuneyt- inu frá því, að sænska ríkis- stjórnin hafi ákveðið að veita islelndingi styrk, að fjárhæð 2.350,00 sænskar krón.ur, til há- skólauáms í Svlþjóð skólaárið (Framhald á 4. slSu) Ungir Framsóknar- menn efna til stjórn- málanámskeiðs Samband ungra Framsóknar- manna hefir ákveðið að efna til stjórnmálanámskeiðs í Reykja- vík. Mun námskeiðið hefjast um miðjan nóv. n. k. og standa yfir um þriggja vikna til mán- aðartíma, eftir því sem é/:tæð- um þykja til. Miyi með þessu náskeiði verða gengið mjög í sömu átt og með hinum fyrri námskeiðum, sem haldin hafa verið á vegum Framsóknarflokksins, þ. e. að auka þekkingu manna á störf- um og stefnu flokksins á und- anförnum árum, og leiðbeina um fundarstjórn og ræðumennsku. Reynt verður að haga þessu námskeiði þannig, að sem flestum áhugasömum Fram- sóknarmönnum verði kleyft að sækja það, m. a. með því, að hafa námstimann á kvöldin, svo menn geti gegnt skildu- störfum sínum jafnframt því, sem þeir sækja námskeiðið. Að undanförnu hefir verið ört vaxandi áhugi fyrir þvi, að koma af stað slíkri starfsemi. Standa því vonir til mikillar þátttöku. Það eru því vinsam- leg tilmæli til þeirra Framsókn- armanna, sem hugsa sér að verða á námskeiðinu, að þeir tilkynni þátttöku sína til skrif- stofu Framsóknarflokksins fyrir 4. nóv. n. k. Væri æskilegt, að þeir hefðu (FramhalA á 4. síðu) Bakarar stofna inn- kaupasamband Vegna sívaxandi örðugleika á útvegun hráefna og gjald- eyris- og innflutningsleyfum, ákvá/lu bakarameistarar út á landi að stofna með sér inn- kaupasamband á hráefnum þeim, er þeir nota til fram- leiðslu sinnar. Stofnfundur var' haldinn þ. 15. þ. m. hér í Reykjavík og gengið frá lögum sambandsins. Magnús Bergsson í Vestmanna- eyjum var kosinn formaður, en meðstjórnendur Georg .Michel- sen í Hveragerði og Guðni Kristjánsson á Akranesi. Stjórnin hefir falið Hákoni Jóhannssyni, Sölvhólsgötu 14 í Reykjavík, að veita innkaúpa- Fyrsta síldveiðin í Kollafirði í fyrradag veiddi báturinn „Böðvar“ frá Akranesi, eign Haraldar Böðvarssonar útgerð- armanns, 15 tunnur af síld í Kollafirði. Er þetta raunveru- lega fyrsta sildin, sem veiðist hér á Sundunum í haust. Síld þessi veiddist í reknet, en ekki hefir veiðzt neitt í snurpu- nót enn sem komið er. Vélbáturinn „Gautur“ fór á síldveiðar í Sundunum í gær- morgun, en hann veiddi sama og ekki neitt. Almennt búast sjómenn við veiði á næstu dög- um. Flugvallarstjórinn beiðist rannsóknar Anrór Hjálmarsson, fyrrver- andi flugvallarstjóri, hefir farið þess á leit við flugmálaráðu- neytið, að rannsókn verði gerð á því, hvort hann hafi sýnt van- rækslu í starfi sínu. Arnór Hjálmarsson rökstyður þessa kröfu með því, að komið hafi fram á Alþingi og í dag- blöðum Reykjavíkur ásakanir, er hann geti ekki unað við. Framsóknarvistin hefst kl. 8.30 í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar, fimmtu- daginn 23. þ. m. Steingrimur Steinþórsson, alþingismaður flytur ræðu að því loknu verður söngur. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fyrir klukkan fimm á fimmtudag. í——------—-■— -------——-------- Blaðakosturinn Öld hraðans hcfir stóraukið hinn pólitíska blaðakost. Bætt- ar samgöngur, æ fullkomnari letursteypuvélar og mikilvirkar prentvélar, valda því, að hin stóru dagblöð ná til æ fleiri manna. Er það ekki sizt frétta- fýsnin og vaxandi eftirspurn eftir léttlæsilegu efni, sem stendur að baki hinna miklu dagblaða í veröldinni. Og ekki er að efa, að við töltum í hæl- inn í þessu efni, eins og öðru. Eigi munu nema tvö dagblöð vera rekin hallalaust enn sem komið er á íslandi. En stjórn- málaflokkar telja það málstað sínum lífsnauðsyn að gefa út allstór dagblöð, þótt á þessu sé mikill fjárhagshalli. Framsóknarflokkurinn kemst ekki af án dagblaðs. Til þessa þarf mikið stofnfé og einnig fé til þess að mæta reksturshalla fyrst um sinn á þessari óhjá- kvæmilegu útgáfustarfsemi. Fé þetta verður að koma frá því fólki, sem hyllir stefnu Framsóknarflokksins. En svo er annaö atriði, sem ekki er minna um vert, og allir góðir Framsóknarmenn verða að ganga undir. Það er útbreiðsla Framsókn- arblaðanna. Hún er í sjálfu sér aðalatriði. Útbreiðslunni fylgja áhrif, og þar verður að koma, að hún ei'f , það er blaðgjöld og auglýsingatekjur, beri uppi all- an kostnað við útgáfuna. Og allt byggist í lokin á útbreiðsl- unni, — auglýsingatekjurnar, fjárhagsafkoman og hin póli- i tísku áhrif. Munið þess vegna, Framsókn- armenn, a;V vinna ötullega að útbreiðslu ykkar eigin blaða. sam?/andinu forstöðu, og mun hann annast, fyrir hönd sam- bandsins, um innkaup á hrá- efnum, til þæginda fyrir félags- menn út á landsbyggðinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.