Tíminn - 22.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIjVTV, miðvikndagiim 22. okt. 1947 Miðvihudagur 22. okt. Þjóðin bíður 4 Af og til berast fréttir af ýmis konar mannfundum, þar sem 'dýrtíðarmálin hafa verið rædd og gerðar ályktanir um þau. Þetta eru sundurleitar og ólíkar samkomur, (fulltrúafundir ýmsra héraða og stétta o. s. frv. En segja má þó, að svo sem einróma berist nú frá þeim þær kröfur, að dýrtíðarvanda- málið sé leyst, svo að hægt sé að reka útflutningsatvinnuvegi hér á landi. Þetta eru mikij tíðindi og góð. Þau sanna það, að nú skilur þjóðin hvernig komið er og veit hvað verður að gera, svo að hún geti unnið fyrir sér framvegis. Svo mikið er nú breytt orðið, og þó er aðeins eitt ár, síðan Bjarni Snæbjörnsson lýsti því í Mbl., hvernig ýmsir, sem sæju að hverju færi, kysu heldur að þegja um horfurnar, en mæla varnaðarorðum, og verða þess vegna stimplaðir bölsýnir aftur- haldsmenn. Þessi breyting er nauðsynleg, því að það er hennar vegna, sem þjóðin er nú viðbúin að fallast á og taka á sig þær byrðar og óþægindi, sem nauðsynlegt kann að reynast. Þetta þýðir þó ekki það, að fólkið láti fortakslaust bjóða sér hvað sem er. Svo er ekki og fer það betur. En hitt skilja menn, að nauðsyn krefur að ýmislegt sé gert, sem óþægilega snertir menn að ýmsu leyti. En slíku er vel tekið ef fólki finnst að gætt sé jafnréttis og mönnum ekki mismunað. Þetta hefir reynslan þegar sýnt. Menn taka vel aðgerðum, sem þeim finnst þó að hefði getað verið heppilegri og skyn- samlegri, — aðeins ef allir eru jafnir fyrir þeim. Þannig er nú málum komið á þá leið, að þjóðin bíður eftir því, að sú forysta, sem hún hefir valið sér, hefjist handa um lausn dýrtíðarmálsins. Nú þarf ekki að eyða tíma í það, að karpa við menn um það, hvort nokkurn tíma muni þurfa að minnka dýrtíðina og færa verðlagsmálin til samræmis við aðrar þjóðia. Þó að einhver kynni að vilja gera sig að undri með því að mæla slíkt yrði hon- um ekki léð eyra. Nú vilja menn ræða það eitt, hvað tiltækileg- ast og réttast sé að gera til að komast úr ógöngunum. Ríkisstjórn og Alþingi eiga hér óvenjulega mikilvægt tæki- færi. Nauðsyn þjóðarinnar á lausn dýrtíðarmálsins er ský- laus og ótvíræð. Allir óttast verðbólguna og þrá það, að hún verði sigruð og kveðin niður.. Slíkt ástand sem nú, að þjóðin bíði öll I eftirvæntingu eftir lausnarorðunum frá þingi og stjórn, er sannarlega fremur óvenjulegt. En á slíkri stund getur réttlát og sköruleg stjórn unnið sér hylli og traust al- mennings. Það er mikið verk að skapa sér rökstudda skoðun um það, með hverjum úrræðum réttast sé að lækna dýrtíðarmeinið. Og jafnan mun nokkuð bera I milli er menn kjó,sa sér leiðir í þeim efnum. En hér verður þó að finna samkomulag og hefjast handa á grundvelli þess. Þjóðin bíður eftir þvi að rikis- stjórn og Alþingi hefjist handa, Vonandi þarf ekki lengi að bíða úr þvi, sem komið er. Mannfjöldinn á íslandi í nýútkomnum Hagtíffindum birtist yfirlit um mannfjöldann á íslandi í árslok 1946. Samkvæmt því voru íbúar landsins þá nær 133 þús. og hafði fjöígaff á árinu um 2.400. Þar sem mörgum mun þykja þetta yfirlit Hagtíffindanna frófflegt, fer þaff orffrétt hér á eftir: Eftirfarandi yfirlit sýnir mannfjöldann á öllu landinu í árslok 1946. Er þar farið eftir manntali prestanna, nema í Reykjavík, Hafnarfirði og Vest- mannaeyjum. Þar er farið eftir bæjarmanntölum, sem tekin eru af bæjarstjórunum í október- eða nóvembermánuði. Til sam- anburðar er settur mannfjöld- inn eftir tilsvarandi manntöl- um næsta ár á undan. Kaupstaðir: 1945 1946 Reykjavík 46 578 48 954 Hafnarfjörður 4 249 4 466 Akranes 2 168 2 ®21 ísafjörður 2 919 2 870 Siglufjörður 2 877 2 967 Ólafsfjörður 909 915 Akureyri 6144 6180 Seyðisfjörður 821 811 Neskaupstaður 1193 1243 Vestmannaeyjar 3 588 3 478 Samtals 71446 74 205 Sýslur: Gullbringu- og Kjósars. 6 512 7 052 Borgarfjarðarsýsla .... 1251 1247 Mýrasýsla 1767 1788 Snæfellsnessýsla 3 355 3 194 Dalasýsla 1361 1293 Barðastrandarsýsla .... 2 865 2 786 ísafjarðarsýsla 4 393 4 204 Strandasýsla 2 090 2 089 Húnavatnssýsla 3 426 , 3 422 Skagafjarðarsýsla .... 3 790 3 731 Eyjafjarðarsýsla 4 476 4 401 Þingeyjarsýsla 5 830 5 770 Norður-Múlasýsla .... 2 536 2 481 Suður-Múlasýsla 4 118 4 079 Austur-Skaftafellss. 1 152 1 129 Vestur-Skaftafelss 1520 1499 Rangárvallasýsla 3 188 3 062 Árnessýsla 5 280 5 318 Samtals 58 910 58 545 Alls á öllu landinu 130 356 132 750 Við bæjarmanntölin í Reykja- vík voru alls skrásettir 48186 manns árið 1945 og 51 011 árið 1946, en þar af voru taldir.eiga lögheimili annars staðar 1608 árið 1945 og 2057 árið 1946. Heimilisfastur mannfjöldi í Reykjavík verður samkvæmt því 46 578 árið 1945, en 48 954 árið 1946. Að vísu munu tölur þessar Pétur Sigurðsson: vera heldur of lágar, en hins vegar mundi manntalið sjálf- sagt verða of hátt, ef taldir væru allir þeir, sem skrásettir eru við bæjarmanntalið I Reykjavík, því að meirihluti þeirra sem taldir eru eiga lög- heimili utanbæjar, mun líka vera talinn þar. Hefir því verið valin lægri tala bæjarmanntals- ins, enda þótt hún muni vera heldur lægri heldur en raun- verulega heimilisfastur mann- fjöldi. Þegar borin eru saman árs- manntölin 1945 og 1946, þá 'sést, að mannfjölgun á öllu landinu árið 1946 hefir verið 2324 manns eða 1.8%. Er það minni fjölgun heldur en árið á undan, er hún var 2565 manns eða 2.0%. Árið 1944 var hún hins vegar ekki nema 1.4%. Fólki í kaupstöðunum hefir fjölgað árið 1946 um 2759 manns eða 3.9%. En í sýslunum hefir fólkinu fækkað um 365 manns eða um 0.6%. í Reykjavík hefir fólki fjölgað um 2376 manns eða 5.1%. í 6 af hinum kaupstöðun- um hefir fólki fjölgað nokkuð, en fækkað I 3, Vestmannaeyj- um, ísafirði og Seyðisfirði. Mannfjöldinn í kauptúnum og þorpum með fleirum en 300 íbúum hefir verið sem hér segir: 1945 1946 Keflavík 1 762 1886 Borgarnes 650 671 Sandur 376 356 Ólafsvík 464 452 Stykkishólmur 698 705 Patreksfjörður 790 816 Bíldudalur 371 374 Þingeyri í Dýrafirði .. 335 334 Flateyri i Önundarf... 423 440 Suðureyri í Súg.f. .. 336 333 Bolungarvík 613 638 Hnífsdalur 304 (298) Hólmavik 361 368 Blönduós 401 418 Skagaströnd 340 398 Sauðárkrókur 929 926 Dalvík 520 540 Hrisey 354 346 Glerárþorp 436 466 Húsavík 1 123 1 164 Raufarhöfn 347 327 Þóa'shöfn 316 Í317 Eskifjörður 720 704 Búðareyri í Reyðarf... 387 385 Búðir í Fáskrúðsf. .. 583 587 Höfn í Hornafirði .... 327 327 Stokkseyri 483 464 Eyrarbakki 554 566 Selfoss 457 684 Hveragerði 377 399 9 Samtals 16 140 16 391 (+ 298) Auk kaupstaðanna hafa 29 kauptún og þorp haft meira en 300 íbúa, og er það einu færra en árið áður, því að íbúatala Hnífsdals komst niður fyrir 300. í þessum 29 kauptúnum hefir fólkinu fjölgað alls um 555 manns eða 3.5%. í 18 af þorpum þessum hefir fólki fjölgað, en I 10 hefir orðið nokkur fækkun, og eitt hefir staðið í stað. Þegar íbúatala 1 kauptúnum með meiru en 300 manns er dregin frá mannfjöldanum í sýslunum, þá kemur fram íbúa- tala sveitanna að meðtöldum þorpum innan við 300 manns. Þessi íbúatala var 43 074 í árs- lok 1945 (Hnífsdalur ekki frá- talinn), en 42 154 í árslok 1946. Árið 1946 hefir þá orðið fækkun í sveitunum um 920 manns eða um 2.1%. Tjón norskra bænda af Irarrkunum Það er talið að tjón bænda í Noregi af þurrkunum miklu í sumar nemi að minnsta kosti 100 miljónum króna, og ber þá að minnast þess, að króna í Noregi er annað og meira en króna á íslancVi. Landbúnaðarnefnd stórþingsins hef- ir undanfarið glímt við það verkefni að finna hvað tiltækilegast væri að gera til hjálpar þeim sveitum, sem þurrkarnir hafa leikið sárast. Gerviregn i Ameríku Það hefir verið þurrkasamt sums staðar í Ameríku i sumar. Það hefir því árað vel fyrir þá, sem gera vilja gerviregn og hafa ýmsar tilraunir verið gerðar 1 því skyni. í Bichmond í Virginíu heppnaðist flugmanni, sem flaug upp með 25 kg. af kolsýrusnjó, að fá blessaða skúr, sem bjargaði miklum gróðri, sem lá við skrælnun. Almenna bindindisfræðslu þarf aö skipuleggja Almenna bindindisfræðslu og bindindsstarfsemi i landinu þarf að skipuleggja betur en nú er. Getum við í þessu lært tölu- vert af nágrannaþjóðum okkar, Svíum og Norðmönnum. Því verður ekki neitað, að hér á landi á bindindisstarfsemin miklu og góðu fylgi að fagna, en það eru sundurleitir og sundurdreifðir kraftar og hvorki sóknarliðið né bindindisfræðsl- an nægilega vel skipulagt. Á leið minni heim frá há- stúkuþinginu og norræna bind- indisþinginu í Stokkhólmi s.l. sumar kom ég við í Osló og átti þá tal við skrifstofustjórann á skrifstofu Bindindisráðs ríkis- ins í Noregi. Það er þess virði fyrir bindindismann að líta þar inn. Þessi skrifstofa sér um mikið verk og er að. vissu leyti miðstöð og tengiliður þeirra fræjS^iuKrafta, stofnana og fé- laga, «em vinna að bindindis- stapíi (laruKnu. tm ýpisar góðar upplýs- ingBr hJá akrlfstofustj óranum og ftllmikinn bunka af skjölum og skilríkjum viðvíkjandi þess- um málum. Hið nýjasta á döf- inni hjá þeim, er að ríkið launi að fullu eða nokkru leyti 8 fræðara (instruktöre), er starfi á vegum hinna ýmsu félaga í landinu. Til þessa ráðs er ekki gripið að ástæðulausu. Drykkju- skapur hefir farið mjög vaxandi og ekki sízt meðal æskumanna og kvenna. Norska stjórnin horfir ekki róleg á slíkt og Stór- þing Norðmanna ekki heldur. Helmingur þingmannanna eru algerir bindindismenn. Áfengisneyzla hefir aukizt í Noregi um 83 prósent á árunum 1939—1946. Hér er um sterka drykki að ræöa. Aftur á móti minnkaði neyzla veikari vín- tegunda um 53% 1939—1945, en óx næstúm fjórfallt 1945—1947. Áfengisútsölurnar eru nú 44 í 19 borgum og bæjum samtals. Þeir sem lentu í höndum lög- reglunnar árið 1946 sökum drykkjuskapar voru 42,515, en 1939 voru þeir 37,844. Slík afbrot í borgum, sem hafa útsölur voru árið 1939 48 á hvert þúsund íbúa, en aðeins 23 á hvert þúsund í þeim bæj- um, sem ekki höfðu áfengisút- sölur. Það er meira en helmings munur og má af þessu nokkuð læra. Sýnir það sig alltaf, að mest er drukkið, þar sem auð- veldast er að ná í áfengið, pg allar afleiðingar í hlutfalli við það. Svíar eru flestum eða öllum þjóðum fremri í bindindisstarf- seminni. Árið 1939 veitti sænska ríkið fé til að launa tvo fræðara (instruktöra) en á stríðsárun- um var þeim fjölgað i 10. Nú hafa Norðmenn horft á þessa I fyrirmynd. Bindindismanna- | deildin í Norska Stórþinginu sneri sér til Statens Edruelig- hedsráds — Bindindisráðs rikis- ins og spurði um álit þess/á ráðningu nokkurra slíkra fræð- ara þar í landi. Bindindisráð ríkisins sneri sér til hinna ýmsu bindindisfélaga og sambanda 1 landinu og spurði um álit þeirra og þörf. Fékk greinargóð svör frá þeim öllum, dró það svo allt saman í sem stytzt mál, samdi sundurliðaða og vandaða álits- gerð og lét þar með fylgja yfirlit um reynslu Svía í þessum mál- um og sendi inn til hlutaðeig- andi ráðuneytis. í þessari rök- studdu og vel grunduðu álits- gerð er lagt til að norska ríkið launl að öllu eða mestu leyti átta fræðara, er vinnl að bind- 193. blað Hrossin á landbúnaðarsýning- unni og dómarnir um bau Hinn 9. júlí s.l. gerir Runólf- ur sandgræðslustjóri grein fyrir mati á hrossum Landbúnaðar- sýningarinnar. Einnig tekur hann þar til um- ræðu hvað afkvæmi Þokka frá Brún standi langt að baki af- kvæmum Blakks frá Árnanesi, Roða, Skugga og Kára. Ástæðan fyrir því, að ég skrifa þessar línur, er sú að ég geri ráð fyrir að menn vilji enn sem fyrr, hafa það er sannar reynist. Theodór Arnbjarnarson leit svo á, að hross okkar Mýrdæla, væru væn og þroskamikil. Hann útvegaði okkur Þokka sem kyn- bótahest og veitti honum síðar 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Enginn þarf að efa að það hafi verið annað en réttmætt, svo djúpur og næmur var skiln- ingur hans á þeim efnum, sem mörgum öðrum. Elnnig hefir Gunnar Bjarnason veitt Þokka 1. verðlaun fyrir afkvæmi og man ég ekki til að ég hafi heyrt eða séð mat hrossaræktarráðu- nautanna á Þokka véfengt á neinn hátt. En nú kveður við annan tón eftir Landbúnaðarsýninguna, er Runólfur Sveinsson fer að lýsa afkvæmum Þokka sem heild, en um þau segir hann: „Afkvæmi Þokka eru smá og einhæf í gangi,“ og rekur það svo að þau muni sækja smæð- ina í móðurætt Þokka. Runólf- ur getur þess þó að faðir Þokka Hárekur var stór og vænn hest- ur, en hins getur hann ekki að Hárekur hafði mikinn arfgeng- isþrótt. Eftirfarandi lýsing á nokkr- um sonum og dætrum Þokka, ætti að geta gefið mönnum nokkra hugmynd um afkvæmi hans, og geta menn af henni, að ég vona, gert sér grein fyrir, hvort áðurnefndur dómur sand- græðslustjórans er á rökum byggður. Af sonum Þokka má fyrst frægan telja, hestagullið Grána Bergs Magnússonar í Steinum undir Eyjafjöllum. Gráni er um 58 þuml. á hæð, eða fullkomlega eins stór og hestar þeir er stærstir voru á Land- búnaðarsýningunni. Er hann fjörhestur, fagurlega reistur og framúrskarandi ganghestur í öllum gangi. Annar er Gráni Sigurðar Eyj- ólfssonar á Hvoli I Mýrdal, sama lýsing á við hann að mestu leyti. Þó er hann ekki jafn gamm- vakur og nafni hans í Steinum og nærri 1 þuml. lægri. Þriðji er Jarpur Jóns Hall- dórssonar í Suður-Vík. Jarpur er þessara hesta hvað mestur á velli, fagur, ofsafjörugur og gammur vakur. Fjórði Litfari Jóns Þorsteins- sonar í Norður-Vík. Litfari er um 58 þuml. á hæð, töltari ágætur, vilji góður, en er ekki ennþá fulltaminn, væri hann rétt nefndur Glæsir. Fimmti er Jötunn Tómasar Lárussonar i Álftagröf, er hann um 58 þuml. á hæð, að öllu mjög 6 ■ fagur hestur, er hann þó nær eingöngu notaður til dráttar og á fáa sér líka til þeirra hlitfa. Sjötti er Rauður Sæmundar Þorsteinssonar i Hryggjum, er því nær jafnstór áðurnefndum hestum og með afbrigðum vel byggður dráttarhestur. Sjöundi og áttundi eru þeir Gráni jtsleifs í Drangshlíð og Þorri Sigsteins á Blikastöðum, báðir nær 58 þuml. á hæð og ágætir dráttarhestar. Níundi er Gráni Tómasar í Sólheimahjáleigu. Gráni er um 57 þuml. á hæð, er ekki fulltam- inn, en viljastór, töltgengur og framúrskarandi vel gerður hestur. Tíundi er Þróttur, nú kyn- bótahestur norður í Reykja- hverfi. Þrótt hefi ég ekki séð síðan hann fór frá mér, þá vet- urgamall, en mér var sagt af manni að norðan, að hann teldi Þrótt standa fullkomlega jafn- fætis stærstu og fegurstu hest- um þeim er á Landbúnaðarsýn- ingunni voru. Alsystir Þróttar er Rauðka Tómasar á Hrútafelli. Hún er 57 þuml. á hæð, viljug og (Framahld á 3. síöu) indisfræðslu á vegum hinna ýmsu bindindisfélaga í landinu. Þau félagskerfi, sem töldu sig hafa fulla þörf fyrir einn fræð- ara hvert, eru þessi: Norska albindindisfélagið, Stórstúka Noregs (IOGT)) Bindindisfélag verkamanna, Bl(.i krossinn, Bindindisráð hinna kristnu safnaða, Samband bindindisfélaga bíl- stjóra, Norska góðtemplarareglan, Samband góðtemplaraæsk- unnar í Noregi. Þrjú félög: Samband bind- indisfélaga í skólum, bindindis- félag kennara og bindindisfélag járnbrautarstarfsmanna, töldu sig geta sameinast um einn fræðara. Þetta mundi kosta norska ríkið 60—80 þúsund kr. til við- bótar því, sem það leggur fram til bindindisstarfs og fram- færslu áfengissjúklinga, sem er á níunda hundrað þúsund krón- ur. En ríkið selur áfengi fyrir hátt á fjórða hundrað miljón- ir króna. Og hvað er þá að horfa í að verja einni miljón til sára- bóta áfengisbölinu. Það borgar sig aldrei að vinna hálft verk. Hér hjá olfkur er allt okkar bindindisstarf og allt þess skipulag að nokkru leyti hálf- verk, og er þó ekki hægt að neita þvl, að margir einstakir menn í landinu og margar stúk- ur, og þá Stórstúka íslands hafa lagt fram mikla krafta og fórn- að miklu bindismálinu til fram- dráttar. En allt það starf kemur ekki að hálfum notum, sökum þess að ekki er bætt úr hinni brýnustu þörf með starfskrafta. Nú veit ég ekki, hvort ríkis- stjórn og Alþingi vill taka hátíðlega tillögur frá mér í þess- um efnum, en ég skal þó.áræða að setja þær fram: Ríkið á að launa 5 menn, er starfi að bindindisfræðslu og slíkum félagsmálum í landinu Má hugsa sér þörfina á þessa leið: Stórstúka íslands hefir fulla þörf fyrir 2 erindreka eða fræðara, íþróttasamband jós- lands og Ungmennafélag ís- lands gætu sennilega sameinast um einn. Áfengisvarnarnefnd kvenna hefði vafalaust gott af að fá einn fastan starfsmann, sem gæti þó sennilega lagt ein- hverjum fleiri félögum lið. Sam- band bindindisfélaga 1 skólum þarf mjög nauðsynlega að hafa einn slíkan fræðslustjóra. Laun þessara fimm manna þyrftu ekki að fara upp úr 125—50 þús. krónum, og senni- lega gætu félögin sjálf séð um ferðakostnað að miklu eða öllu leyti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.