Tíminn - 23.10.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2363 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RTTSTJÓRASKRHWraFCm: EDDUHÚSI, Undargðtu 9 A Símar 3363 og 4818 AFGREIÐSIA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A s»m< 2323 31. árg. Reykjavík, fimnitudaginn 23. okt. 1947 194. blað Frá umræZunum á Alfringi: Enskir verkfræðingar rannsakcL virkjunar- skiíyrbi Þjórsár Vilja Rretar fá leyfi til að reisa hér stóra alúmíníumverksmiðju? Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra skýrði sameinuðu þingi í gær frá rannsóknum þeim, sem enskt verkfræðingafirma hefir nú með hÖndum á vatnsrennsli og virkjunarskilyrðum Þjórsár. Skýrslu þessa gaf ráðherrann í tilefni af þingsályktun- artillögu, sem Einar Olgeirsson hafði flutt og fól það í sér, að ríkisstjórnin gæfi skýrslu um málið. Skýrsla ráðherrans. Frásögn ráðherrans var í að- alatriðum þessi: Vorið 1946 komu hingað ensk- ir menn, sem munu hafa verið á vegum enska alúmíníum- hringsins, og fóru þess á leit við þáv. ríkisstjórn að fá leyfi til að rannsaka vatnsmagn og virkjunarskilyrði Þjórsár. — Stjórnin veitti þeim leyfið og hófu þeir þegar rannsóknirnar. Snemma á þessu ári barst núv. ríkisstjórn beiðni frá ensku verkfræðingafirma, er fór Ipess á leit að mega halda þessum rannsóknum áfram. Stjórnin féllst á að veita leyfið, en setti það skilyrði, að trúnað- armenn hennar fengju að fylgj- ast með rannsóknunum og nið- urstöðum hennar. Ennfremur tók stjórnin skýrt fram, að ekki fælist i þessu leyfi neitt vilyrði um virkjun eða aðrar fram- kvæmdir en umræddar rann- sóknir. Sérfræðingar frá áðurgreindu verkfræðingafirma hafa unnið, að þessum rannsóknum í sumar. j Kommiínistar tapa fylgi í Noregi Miðflokkarnir og hægri menn vinna á. Sveita- og bæiarstjórnarkosn- ingar fóru fram í Noregi á sunnudaginn var. Fullnaðarúr- slit eru enn ekki kunn, en þó er ljóst orðið, að kommúnistar og jafnaðarmehn hafa tapað, en hægri menn, vinstri flokkurinn, bændaflokkurinn og kristilegi flokkurinn hafa unnið á. Fylg- isaukning bændaflokksins mun verða hlutfallslega mest. Tap jafnaðarmanna er ekki verulegt, en tap kpmmúnista mikið. Bæjar- og sveitastjórnarkosn- ingar fóru síðast fram í Noregi haustið 1945. Þátttaka í kosn- ingunum var mun meiri nú en þá. ERLENDAR FRETTIR J'ing sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrradag þá tillögu Bandaríkjanna að kjósa nýja rannsóknarnefnd til að . kynna sér ástandið á Balkanskaga. Tillagan var samþykkt með 40:6 atkvæðum. Rússar og leppríki þeirra voru á móti. Arabaríkin og Norðurlönd sátu hjá. Brazilía hefir ákveðið að slíta stjórnmálasambandinu við So- vétríkin vegna ósæmilegra um- mæla rússneskra blaða um for- seta Braziliu. Stjórn Chile hefir ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Sovétríkin vegna undirróðurs, sem hún telur Russa hafa gert sig seka um. ARNARHVOLL EFTIR STÆKKUNINA Þeir gerðu m. a. nákvæmar vatnsmælingar og hafa gert ráðstafanir til,' að þeim verði haldið áfram í vetur. Þá at- huguðu þeir skilyrði til að virkja Urriðafoss og fossana hjá Búr- felli. Þeir munu vinna úr at- hugunum sínum í vetur og mun niðurstaðan af þeim þvi ekki verða tiltæk að sinni. Trúnað- armenn ríkisstjórnarinnar, sem eru 'þeir Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri • og Geir Zöega vegamálasjóri, hafa veitt þeim ýmsa aðstoð og fylgst með öll- um störfum þeirra. Þær niður- stöður þeirra, ^em þegar eru kunnar, hefir vegamálastjóri borið saman við eldri mælingar og virðast þær nokkurn veginn ?amhljóða. Þá gat ráðherrann ]?ess, að raforkuráð, hefði samkvæmt ósk hans tekið þetta mál til athugunar og hefði það ýmsar tillögur í undirbúningi varðandi það, hvernig taka bæri á þessu máli, að rannsókn lokinni. Til- lögur þessar væru þó enn á því stígi, að ráðherrann kvaðst ekki vilja ræða þær að sinni, en ósk- aði Tpess, að tillögu Einars yrði vísað til nefndar, svo að þingið gæti kynnt sér málið frekar áð- ur en tillagan yrði afgreidd. Tillögumaður lýsti sig ánægð- an með þá meðferð. Ráðherrann lét svo um mælt að lokum, að hér gæti verið mikið stórmál á ferðinni. Það gæti orðið þjóðinni til mikils gagns, ef rétt væri á því haldið, en einnig til ógæfu, ef það væri tekið röngum tökum. Vilja Bretar reisa hér alúmíníumverksmiðju? Til viðbótar því, sem hér hefir verið sagt, getur Tíminn bætt því við, að sá orðrómuT hefir gengið, að brezki alúminíum- hringurinn hafi verulegan hug á aðfá Þjórsá virkjaða, einkum fossana hjá Búrfelli, og fá það-\ an raforku handa alúmíníum- verksmiðju, sem hringurinn fengi leyfi til að reisa hér á landi. Má geta Ipess í. þessu sambandi, að Norðmenn hafa undirbúið starfrækslu stórrar alúmíníumverksmiðju. Hráefn- ið munu þeir flytja inn frá Kanada, en síðan er ætlun þeirra að flytja út unnið alúmíníum í stórum stíl. Orkan er einn aðalkostnaðarliðurinn við framleiðslu alúmíníum, og er því einkum sózt eftir að reisa alúmíníumverksmiðjur, þar sem auðvelt er að ná í vatnsafl. Notkun alúmíníum fer nú stór- vaxandi og er t. d. nýlega byrj- að búa til íbúðarhús úr því. Erlent félag á vatns- réttinn í Þjórsá. Það er norskt félag, Titan að nafni, sem á vatnsréttinn i Þjórsá. Félagið keypti hann fyrir allmörgum árum, en þá var allmikil hreyfing. fyrir virkjun Þjórsár og voru þá gerð- (Framhald á 4. síðu) Þannig lítur Arnarhvoll út, eftir aS byggt hefir verið við húsið. Myndin er af þeirri hlið hússin, sem snýr að Lindargötu. Þessi hlið byggingarinn- ar er 63 metra löng með götunni. Dómhöllin, bygging hæstaréttar, sem er við -.uinan enda Arnarhvols, sést f jarst á myndinni, og er hún nokkru hærri en óll aðalbyggingin. — Sú var tíðin, að. styr stóð um byggingu Arnarhvols, en nú eru þær íhaldsraddir þagnaðar. (Ljósm. Guðni Þórðars.) Arnarhvolsbyggingin nýja fullbúin um næstu áramót Hæstiréttur fær vegleg húsakynni Um langt skeið nú að undanförnu hefir verið unnið að við- bótarbyggingu við Arnarhvol og viðbyggingu handa hæstarétti, þar sem rétturinn fær rúmgóð og vegleg húsakynni. Tíðinda- maður blaðsins hefir átt tal við Guðjón Samúelsson, húsameist- ara ríkisins, og spurt hann um fyrirkomulag hinnar nýju bygg- ingar, sem nú er langt á veg komin. Hin nýja viðbótarbygging er mikið mahnvirki, þrjár hæðir, auk kjallara. Er lengd viðbygg- ingarinnar með Lindargötu 26,18 metrar, auk dómhallar hæstaréttar við sömu götu, 15,50 metrar. Verður þá öll Arnarhvolsbyggingin orðin 63 metra löng meðfram Lindar- götu. Mestur hluti viðbyggingarinn- ar er skrifstofubygging handa ríki og ríkisfyrirtækjum. Eins og sakir standa eru þrjú ráðu- neyti í Arnarhvoli, en auk þess ^krifstofur húsameistara, vega- málastjóra, fræðslumálastjóra, landlæknis og ríkisféhirðis. Um allar þessar stofnanir er orðið mjög þröngt og flytjast sumar þeirra í hina nýju bygg- ingu. En auk þess fá húsnæði fleiri ríkisskrifstofur. — Verða fjárhagsráð, biskup og fleiri að- ilar þar væntanlega til húsa. Ennþá er þó ekki fullráðið um öll not hússins. — Gert er ráð fyrir, að þessi bygging verði tek- in til afnota fyrir áramót. Dómhöllin, bygging hæsta- réttar, sem er áföst Arnarhvoli. er nokkuð frábrugðin sjálfri byggingunni. í kjallara hennar verða geymslur fyrir skjöl og fleira, ásamt bókasafni réttar- ins. Á fyrstu hæð er herbergi handa hæstaréttarlögmönnum, þar sem þeir geta komið saman og haldið fundi. Á annarri hæð verður svo sjálfur dómsalurinn, sem er 15 metra langur og 7 metra breiður. Verður í honum upphækkaður pallur handa dómurum. Fyrir neðan hann verða þrjú borð og sæti handa ögmönnum og sérstök stúka ætluð lögfræðinemum og dóm- urum utan af landi. Eru 20 sæti í þeirri stúku. Auk þess verða í salnum sæti handa 42 áheyr- endum. Salur þessi á að verða allskrautlegur. Þar verður hátt til lofts og veggir skreyttir. — Þiljur verða úr eykarplötum. (Framhald á 4. síðu) Sjómenn telja að vetrarsíldin sé að koma Sáluarganga á grunnmiðum út af Akranesi Eftir því sem bezt verður séð, er útlit fyrir, að síldarganga sé nú að koma í Faxaflóa og inn á Sundin. Hefir síldarinnar orðið allmikið vart út af Akranesi og hér inni um Sund. Margir bátar fóru til veiða í Kollafirði. HrútasýningumáSuð- urlandi langt komið Sýnileg framför víð- ast hvar. Halldór Pálsson sauðfjár- ræktarráðunautur hefir að undanförnu verið í sýningar- leiðangri á Suðurlandi, á- samt Hjalta Gestssyni, bú- fjárræktarráðunaut Búnað- arsambands Suðurlands. — Kom Halldór snögga ferð til bæjarins í fyrradag, og hafði þá fréttaritari blaðsins tal af honum. Hrútasýningum er þegar lok- ið í Árnessýslu og meginhluta Rangárvallasýslu, en eftir eru sýningar í Landssvfeit, Eyja- fjallasveitum, Vestur-Skapta- fellssýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hafa sýnjngar ver- ið í öllum hreppum þess svæðis, sem yfirferð er lokið um, nema í Stokkseyrar-, Eyrarbakka- og Holtahreppum. Yfirleitt hafa sýningarnar verið vel sóttar, og hefir mikið verið sýnt af allgóðum og góð- um hrútum. Þetta er I þriðja skipti, er Halldór Pálsson held- ur hrútasýningar í þessum hér- uðum, og telur hann engan vafa á þvi, að fjárræktin sé í fram- för 1 flestum hinna sunnlenzku sveita. „Böðvar" fær fyrsta aflann í Kollafirði. Fyrir nokkrum dögum ióv vél- báturinn Böðvar frá Akranesi inn í Kollafjörð og lagði þar síldarnet sín. Fékk hann 15 tunnur af síld í þau í einni lögn, og var því ekki lengur blöðum um það áð fletta, að sild var gengin 1 Kollafjörð. Benda likur til, að hér sé að- eins um að ræða byrjun síldar- göngu í Sundunum við Reykja- vík. Vélbáturinn Böðvar frá Akranesi er eitthvert bezt búna skip íslenzka fiskiflotans, og skipstjórinn á honum, Ragnar Friðriksson, hefir um langt skeið verið aflakóngur á Akra- nesi. Fleiri bátar reyna í Kollafirði. Daginn eftir að Höðvar fékk sild í Kollafirði fóru fleiri bát- ar þangað, og fengu Keilir og Böðvar frá Akranesi um 30 tunnur hvor. Var það í fyrra- dag. í gær voru fjórir bátar frá Akranesi í Kollafirði, en fengu litla síld, 4—15 tunnur. í gær- kvöldi fóru 8 bátar frá Akra- nesi á veiðar og fleiri eru í þann veginn að fara á veiðar. Auk þess hafa seinustu dagana komið bátar til veiða í Kolla- fjörð víðar að. í gær kom þang- að vélbáturinn Fagriklettur frá Hafnarfirði og ætlaði að reyna þar síldveiði með nót. Fregnir af veiði hans höfðu ekki borizt, þegar blaðið fór í prentun. Síldarganga út af Akranesi. Eftirtektarverðasta fregnin, sem í gær barst af síldveiðun- um hér i flóanum, var um sild- argöngu, sem virðist vera skammt út af Akranesi. Þar á grunnmiðum hefir að undan- förnu verið ágætur fiskafli á handfæri hjá opnum bátum, og togbátar hafa fengið síld í vörpur sínar. Er síld þessi feit og stór hafsíld, lík norðansild- inni. í fyrrinótt lét vélbátu.rinn Gautur frá Reykjavík reka með net sín á grunnunum út af Akranesi á svokölluðum Slóð- um, sem eru á skipaleið. Fékk hann 62 tunnur af stórri hafsíld í netin. Er það ágæt veiði. Marg- ir fleiri bátar munu leggja net sín á þessum slóðum í dag. Ekkert rán fram- ið að Auraseli Tímanum barst í gær svo- hljóðandi tilkynning frá dóms- málaráðuneytinu: „Rannsókn hefir staðið und- anfarinn mánaðartíma vegna kæru um rán_ og spellvirki á bænum Auraseli í Fljótshlíð, hlnn 18. september s.l., en fregn ir af atburðum þessum hafa birzt allvíða. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir eindregið til \>ess, að at- burðir þeir, sem kært var fyrir og upplýsa skyldi með rann- sókninni, hafi ekki gerzt. Hefir eigi þótt ástæða #il að fyrirskipa frekari aðgerðir 1 máli þessu." Enn beðið véla í mjólkurbúiö á Bfönduósi Verkfall járniðnatSar- manna getur líka valcl- ið töfum. Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga í Húsavík er tekið til starfa fyrir nokkru, eins og frá hefir verið skýrt hér i blað- inu. Gengur rekstur þess ágæt- lega, að því er blaðinu hefir verið tjáð. Mjólkurbúið á Blönduósi er verið hefir í uppsiglingu á sama tíma, verður á hinn bóginn nokkru síðbúnara, því að enn stendur á síðustu vélasending- unni frá Danmörku. Eins og kunnugt er stendur til, að mjólkurbúið á Blöndu- ósi framleiði þurrmjólk eða mjólkurduft, sem notað er í allstórum stil við ýmsan iðnað. En þurrkarinn er ejsii.j3kominn auk annarra smærri véla. Von- ir standa þó til, að þessi síð- asta vélasending komi til lands- ins með Brúarfossi í lok þessa mánaðar. Annars mun hin danska verksmiðja síðast hafa lofað þessum vélum í ágúst- mánuði. Af þessum ástæðum hlýtur enn að dragast nokkuð, að búið taki til starfa. Er þó vonast til, að það geti orðið fyrir áramót, ef allt gengur skaplega. Vera má þó að verkfall járniðnaðar- manna valdi enn frekari töf- um, þótt hinar síðbúnu vélar komi bráðlega. Framsóknarvist í kvöld Önnur Framsóknarvistin á þessu hausti er i samkomusal Mjólkurstöðvarinhar í kvöld. Að venju verður byrjað á þvi að spila Framsóknarvistina vin- sælu. Síðan flytur Steingrímur Steinþórsson ræðu og að lok- um verður dansað eins og tíð- kazt hefir. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Tímans, og er Fram- sóknarfólk og aðrir þeir, sem vanir eru að sækja Framsókn- arvistirnar, minntir á að tryggja sér miða fyrri hluta dagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.